Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Chess Life Magazine fjallar um N1 Reykjavíkurskákmótiđ

Chess Life MagazineÍtarleg umfjöllun um N1 Reykjavíkurskákmótiđ á 10 blađsíđum má finna í maí-tölublađi Chess Life Magazine.  Tímaritiđ er útbreiddasta skáktíma heims en allir međlimir bandaríska skáksambandins, um 85.000 manns, fá blađiđ sent heim til sín í hverjum mánuđi. 

Greinin er skrifuđ af Macauley Peterson. Áđur hafđi komiđ enn ítarlegri grein á alls 20 blađsíđum um N1 Reykjavíkurskákmótiđ í virtasta skáktímarit heims, New in Chess.

New in Chess er hćgt ađ nálgast á bóksölu Sigurbjörns, sem verđur í gangi samhliđa úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák sem fram fer um Hvítasunnuhelgina í Stúkunni í Kópavogi.  Ţar verđur einnig hćgt ađ nálgast bók Helga Ólafssonar, Bobby Fischer CNew in Chessomes Home.

Stefnt er ađ Chess Life Magazine verđi einnig til sölu í bóksölu Sigurbjörns innan skamms.   Upplýsingar um hvenćr bóksalan verđur í gangi um helgina verđur kynnt hér á Skák.is.

 

 


Björn međ jafntefli í sjöttu umferđ og er í 3.-5. sćti

Björn ŢorfinnssonBjörn Ţorfinnsson (2388) gerđi jafntefli viđ ítalska alţjóđlega meistarann Roberto Mogranzini (2461) í sjöttu umferđ alţjóđlega mótsins í Salento í Ítalíu sem fram fór í dag.  Björn hefur 4 vinninga og er í 3.-5. sćti.  Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun og hefst kl. 13:30 teflir Björn viđ ţýska stórmeistarann Felix Levin (2506).

Ţýski stórmeistarinn Igor Khenkin (2670) er efstur međ 5 vinninga. 

Í uppgjöri íslensku strákanna í b-flokki vann Vignir Vatnar Stefánsson (1512) Hilmi Frey Stefánsson (1752).  Vignir hefur 3˝ og er í 4.-8. sćti.   Hilmir hefur 2 vinninga.  

22 skákmenn tefla í a-flokki og ţar af eru 4 stórmeistarar og 6 alţjóđlegir meistarar.  Björn er nr. 8 í stigaröđ keppenda.  

 


HM-einvígi: Jafntefli í 9 skák - stađan er 4˝-4˝

Anand og Gelfand

Jafntefli varđ í níundu skák heimsmeistaraeinvígis Gelfand og Anand sem fram fór í dag.  Skákin í dag er sú langlengsta hingađ til eđa 49 leikir.  

Tíunda skák einvígisins fer fram á morgun og hefst kl. 11. Henrik Danielsen er međ myndbandsskýringar frá hverri skák sem finna má á Chessdom

Alls tefla ţeir 12 skákir. 


Skákfélagi Vinjar berst höfđingleg skákgjöf

027Systkini Hauks Angantýssonar, ţau Íbsen, Bára, Auđur, Ólafur Óskar og Guđrún,  vildu ađ Skákfélag Vinjar, sem Haukur leiddi sl. vetur, myndi fá skákbćkur Hauks til eignar og varđveislu . Hann lést ţann 4. maí sl.

Lengi vel hélt Haukur  sérstakan skákbókasjóđ sem hann notađi til ađ kaupa bćkur reglulega. Eins og gera mátti ráđ fyrir er ekkert af nýútkomnum bókum ţarna á ferđ en ţađ er gaman ađ sjá heilu seríurnar og fengur ađ bókum međ sál, sérstaklega ţar sem Haukur hefur  tekiđ ţetta lengra en margur og skrifađ pćlingar sínar og minnispunkta  í einhverjar bókanna.

Ţá fylgdi međ fjöldi skáktímarita sem og glćsilegt marmaraborđ og mikiđ notađir trékallar sem prýđa  mun  fyrsta borđ ţegar Vinjarliđiđ heldur minningarmót um ţennan mikla karakter, eftir u.ţ. b. mánuđ eđa svo.

Myndaalbúm (AV)


Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák hefst á föstudag í Stúkunni

1Fjögurra skáka úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í skák fer fram Hvítasunnuhelgina, 25.-28. maí, í Stúkunni í Kópavogi.  Til úrslita tefla ţeir Ţröstur Ţórhallsson og Bragi Ţorfinnsson.   Alls tefla ţeir 4 kappskákir föstudag-mánudag og tefla svo til ţrautar á miđvikudaginn 30. maí međ styttri tímamörkum verđi jafnt eftir ţessar 4 skákir.   Ţröstur stjórnar hvítu mönnunum í fyrstu skák einvígisins.  

Mikiđ er í húfi ţví sigurvegarinn vinnur sér bćđi inn sćti í landsliđi Íslands á Ólympíuskákmótinu í Istanbul, sem fram fer 27. ágúst - 10. september, og fćr keppnisrétt fyrir Íslands hönd á EM einstaklinga sem fram fer í Legnica í Póllandi 5.-17. apríl 2013.

Dagskrá:

  • 1. skák, föstudaginn, 25. maí, kl. 16:00
  • 2. skák, laugardaginn, 26. maí, kl. 14:00
  • 3. skák, sunnudaginn, 27. maí, kl. 14:00
  • 4. skák, mánudaginn, 28. maí, kl. 14:00
  • Bráđabani ef jafnt, miđvikudaginn, 30. maí, kl. 16:00 

Samhliđa einvíginu á föstu- og laugardag tefla ţeir Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í skólaskák í eldri flokki.


Jóhanna Björg sigrađi á hrađkvöldi Hellis

Hux. Jóhanna Björg íhugar nćsta leikJóhanna Björg Jóhannsdóttir sigrađi örugglega međ fullu húsi 7v á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 21. maí sl. Ţađ virtist hafa góđ áhrif á taflmennsku hennar ađ hún klárađi síđast vorprófiđ í MR ţann sama dag og gaf hún anstćđingum sínum engin griđ á ćfingunni. Í öđru stćti verđ Elsa María Kristínardóttir međ 5,5v en hún hefur veriđ mjög sigursćl á ţessum ćfingum í vetur. Ţriđji varđ svo Vigfús Ó. Vigfússon međ 5v.

Nćsti viđburđur hjá Helli er atkvöld 4. júní nk.

Lokastađan

Röđ   Nafn                         Vinn   M-Buch. Buch. Progr.

  1   Jóhanna Björg Jóhannsdóttir,   7      19.5  27.0   28.0
  2   Elsa María Kristínardóttir,    5.5    20.0  29.5   21.5
  3   Vigfús Ó. Vigfússon,           5      20.5  29.5   20.0
  4   Sćbjörn Guđfinnsson,           4.5    18.0  25.0   18.5
 5-7  Gunnar Nikulásson,             3.5    19.5  28.5   15.5
      Sverrir Sigurđsson,            3.5    19.0  26.0   14.5
      Jakob Alexander Petersen,      3.5    16.0  21.5   12.0
  8   Jón Úlfljótsson,               3      16.0  23.0   13.0
  9   Óskar Víkingur Davíđsson,      2.5    15.0  20.5    9.0
10-11 Björn Hólm Birkisson,          2      16.0  23.0    7.0
      Bárđur Örn Birkisson,          2      14.5  19.5    9.0
 12   Pétur Jóhannesson,             0      14.5  21.0    0.0

Ađalfundur TR fer fram í kvöld

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur verđur haldinn miđvikudaginn 23. maí kl. 20 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá fundarins er venjuleg ađalfundarstörf.

Stjórn T.R.


Jóhann Örn skákmeistari hjá Ásum

ĆSIR Í ÁSGARĐI   MEISTARAMÓTIĐ 2012   ESE 33Ćsir í Ásgarđi héldu sitt meistaramót í dag. Tuttugu og átta skákmenn mćttu til leiks, tefldar voru ellefu umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.  Ţarna mćttu margir gamlir meistarar og skemmtu sér á 64 reitum í nokkra klukkutíma. Jóhann Örn Sigurjónsson kom sá og sigrađi međ 10 vinningum af 11 mögulegum. Jóhann vann ţetta mót líka 2011.

Björn Ţorsteinsson kom fast á hćla honum međ 9 vinninga. Sćbjörn Larsen fékk síđan bronsiđ međ 8 ˝  vinning.

Ţór Valtýsson varđ efstur í aldurshópnum 60-70 ára međ 7 vinninga. TraustiĆSIR Í ÁSGARĐI   MEISTARAMÓTIĐ 2012   ESE 30 Pétursson varđ efstur í hópnum 70-80 ára einnig međ 7 vinninga.  Kári Sólmundarson varđ svo efstur af öldungunum 80 ára og eldri međ 6˝ vinning.ţessir ţrír fengu allir gullpening.

Nćsta ţriđjudag verđur svo haldiđ vorhrađskákmót ţá verđa tefldar níu umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.  Ţá verđa veitt verđlaun fyrir bestan samanlagđan árangur vetrarins á skákdögum.

Nánari úrslit :

 

  • 1        Jóhann Örn Sigurjónsson                           10 v
  • 2        Björn Ţorsteinsson                                     9
  • 3        Sćbjörn Larsen                                 8.5
  • 4-5    Ţór Valtýsson                                   7
  •           Trausti Pétursson                              7
  • 6        Kári Sólmundarson                           6.5
  • 7-12  Einar S Einarsson                                       6
  •           Jón Víglundsson                               6
  •           Össur Kristinsson                                       6
  •           Stefán Ţormar                                   6
  •           Ari Stefánsson                                  6
  •           Ţorsteinn Guđlaugsson                     6
  • 13-16 Haraldur Axel                                   5.5
  •           Ásbjörn Guđmundsson                     5.5
  •           Bragi G Bjarnarson                           5.5
  •           Óli Árni Vilhjálmsson                       5.5
  • 17-18 Gísli Árnason                                    5
  •           Jón Steinţórsson                              5

Nćstu tíu fengu ađeins fćrri vinninga.

Myndaalbúm (ESE)


Björn vann í fimmtu umferđ í Selento og er í 3.-4. sćti

Björn ŢorfinnssonBjörn Ţorfinnsson (2388) vann ítalska FIDE-meistarann Francesco Bentivegna (2276) í 5. umferđ alţjóđlega mótsins í Selento í Ítalíu sem fram fór í dag.  Björn hefur 3˝ vinning og er í 3.-4. sćti.  Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun og hefst kl. 14, teflir Björn viđ ítalska alţjóđlega meistarann Roberto Mogranzini (2461), sem er annar međ 4 vinninga. Ţýski stórmeistarinn Igor Khenkin (2670) er efstur međ 4˝ vinning.

Hilmir Freyr Heimisson (1752) vann sína skák í dag í 4. umferđ í b-flokki en Vignir Vatnar Stefánsson (1512) tapađi.  Vignir hefur 2˝ vinning en Hilmir hefur 2 vinninga.  Ţeir mćtast í 5. umferđ. 

22 skákmenn tefla í a-flokki og ţar af eru 4 stórmeistarar og 6 alţjóđlegir meistarar.  Björn er nr. 8 í stigaröđ keppenda.  

 


Skákuppbođiđ vekur athygli í Danaveldi

Skákuppbođiđ á einvígisborđi og fylgihlutum, sem Páll G. Jónsson er ađ selja á uppbođi í Bruun Rasmussen, vekur mikla athygli í Danaveldi.  Útbođslýsingin er nú ađgengileg.  Um máliđ er m.a. fjallađ á Politiken, Jyllands Posten, Börsen og á heimasíđu danska skáksambandsins.   Einnig fjallar íslenski vefurinn Pressan um uppbođiđ.

Fram kemur í uppbođslýsingunni (bls. 274-281) ađ Guđmundur G. Ţórarinsson, fyrrverandi forseti SÍ, haldi rćđu sem heitir "Reflection of the Cold War Superpowers´ Mind Game" ţegar borđiđ verđur sýnt 31. maí nk.  Einnig kemur fram ađ annar fyrrverandi forseti SÍ, Einar S. Einarsson, verđi einnig viđstaddur.  

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 7
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8780545

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband