Fćrsluflokkur: Spil og leikir
10.6.2012 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Ţröstur Íslandsmeistari eftir "Armageddon"
Eins og búist var viđ tókst Wisvanathan Anand ađ leggja áskoranda sinn, Ísraelsmanninn Boris Gelfand, og verja heimsmeistaratitilinn sinn. Ađ loknum 12 skákum međ venjulegum umhugsunartíma stóđ jafnt, 6:6, og ţá var gripiđ til fjögurra atskáka og ţar vann Anand eina skák og gerđi ţrjú jafntefli. Einvígiđ ţótti bragđdauft, međalleikjafjöldi var 29 leikir. Anand varđ FIDE-heimsmeistari áriđ 2001, vann síđan hiđ sameinađa heimsmeistaramót" í Mexíkó 2007, varđi titilinn í einvígi viđ Kramnik 2008 og Topalov áriđ 2010.
Spennandi einvígi Ţrastar og Braga
Ţađ var meira líf í tuskunum í einvígi Ţrastar Ţórhallssonar og Braga Ţorfinnssonar um Íslandsmeistaratitilinn en fjögurra skáka einvígi ţeirra fór fram í Stúkunni á Kópavogsvelli, hófst 25. maí og eftir ađ jafnt hafđi orđiđ í kappskákunum, 2:2, lauk keppninni sl. miđvikudag međ ćsispennandi atskákum og hrađskákum. Ţegar enn var jafnt eftir tvćr atskákir, 25 10, og aftur jafnt eftir tvćr hrađskákir, 5 3, tefldu ţeir ađ lokum svonefnda Armageddon-skák". Bragi fékk fimm mínútur og varđ ađ vinna međ hvítu. Ţröstur hafđi fjórar mínútur og dugđi jafntefli en vann og er ţví Íslandsmeistari 2012. Verđskuldađur sigur ađ flestra mati en leiđin ađ titlinum hefur veriđ löng og ströng og hófst á Íslandsmótinu í Hagaskóla fyrir 27 árum. Ţröstur hefur nú aftur unniđ sér sćti í ólympíuliđi Íslands. Hann var ekki farsćll í byrjun og var undir ˝ : 1 ˝ ađ loknum tveim skákum. Í ţeirri nćstu sýndi hann sínar bestu hliđar:
3. einvígisskák:
Ţröstur Ţórhallsson - Bragi Ţorfinnsson
Ítalskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. b4
Evans-bragđiđ á alltaf sína áhangendur.
4. ... Bxb4 5. c3 Be7 6. d4 Ra5 7. Bd3!?
Nýr snúningur. Kasparov endurvakti" Evans-bragđ áriđ 1995 en lék 7. Be2.
7. ... d6 8. dxe5 dxe5 9. Rxe5 Rf6 10. Rd2 O-O 11. Rdf3 Rg4 12. Rxg4 Bxg4 13. h3 Bh5 14. O-O Rc6 15. g4 Bg6 16. Hb1 h5 17. gxh5 Bxh5 18. Hb5
Upphafiđ ađ skemmtilegu hróksferđalagi. Ekki gekk 18. Hxb7 vegna 18. ... Dc8 og h3-peđiđ fellur.
18. ... Bg6 19. Kg2 Dc8 20. De2 Hd8 21. Bc4 a6 22. Hd5 b5 23. Hxd8 Rxd8 24. Bb3 Bh5 25. De3 a5?
Bragi hefur fengiđ vel teflanlega stöđu eftir byrjunina en hér var rétt ađ leika 25. ... Re6.
26. Rd4 Ha6 27. Rf5 Hg6+ 28. Kh2 Bd6+ 29. f4 a4 30. Bc2 De6 31. e5
Í síđustu leikjum bćtti hvítur stöđu sína mjög og hér var rétta augnablikiđ ađ leika 31. Rxd6 cxd6 32. Db6!
31. ... Bf8 32. Rd4 Dxa2 33. Hf2 Dd5 34. Be4 Dc5 35. Bxg6 Bxg6 36. f5 Bh7 37. Hg2
Hvítur hefur unniđ skiptamun fyrir peđ en stađan er traust.
37. ... Rc6 38. Rxc6 Dxc6 39. f6 De6 40. Dd4 c5 41. Df4 b4
Öruggara var 41. ... Bg6. Bragi hugđist svara 42. fxg7 međ 42. ... Be7. Ţröstur sá ađ hann kemst ekkert áleiđis međ ţeirri leiđ.
42. Hd2!? a3! 43. Hd8 Db6 44. Dd2 c4
Alls ekki 44. ... bxc3 45. Dd6 eđa 45. Dd7 og hvítur vinnur.
45. cxb4 gxf6 46. Bxa3 c3 47. Dd4
Tapleikurinn. Bragi gat gert sér góđar vonir um jafntefli međ ţví ađ leika 47. ... Dxd4 48. Hxd4 fxe5.
48. Dg4+?!
48. exf6! var nákvćmara.
48. ... Bg6 49. Bc1 Db6 50. Dd4 Da6 51. Df2 c2 52. Bh6 Kh7 53. Bxf8 Dc4 54. Bh6! Dc7 55. Hh8+!
- og Bragi gafst upp, hann fćr ekki forđađ máti.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 3. júní 2012.
Spil og leikir | Breytt 2.6.2012 kl. 10:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2012 | 13:24
Hjörvar og Ţorsteinn međ sigra í lokaumferđinni í Val Gardena - góđ frammistađa beggja
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) og FIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) unnu báđir í lokaumferđ alţjóđlega mótsins í Val Gerdena á ítalíu. Hjörvar hlaut 6 vinninga og var mjög nćrri sínum lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Hjörvar varđ í 3.-12. sćti (4. sćti á stigum).
Ţorsteinn vann einn heimamannanna í lokaumferđinni. Ţorsteinn hlaut 5 vinninga og endađi í 17.-24. sćti (23. sćti á stigum).
Báđir hćkka ţeir verulega á stigum. Frammistađa Hjörvars samsvarar 2586 skákstigum og hćkkar hann um 14 stig fyrir hana. Hjörvar er eftir mótiđ kominn í 2507 ađ loknu móti. Hjörvar heldur til Glasgow í Skotlandi í júlí ţar sem hann teflir á Skoska meistaramótinu.
Frammistađa Ţorsteins samsvarađi 2342 skákstigum og hćkkar hann um 17 stig fyrir frammistöđuna á mótinu.
Argentíski stórmeistarinn Fernando Peralta (2590) var sigurvegar mótsins en hann hlaut 7 vinninga. Annar varđ litháíski stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Aloyzas Kveinys (2512) međ 6,5 vinning.
56 skákmenn frá 19 löndum tóku ţátt í ţessu móti og ţar af voru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar. Hjörvar var nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn var nr. 28.
Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13 nema ađ lokaumferđin hefst kl. 7.
- Heimasíđa mótsins
- Myndaalbúm (GF)
- Úrslitaţjónusta
- Beinar útendingar (hefjast kl. 13 nema síđasta umferđin kl. 7)
10.6.2012 | 02:03
Uppskeruhátíđ Skákakademíunnar í Ráđhúsinu í dag




Skákakademían, sem stofnuđ var 2008, stóđ fyrir skákkennslu í 30 grunnskólum Reykjavíkur í vetur. Ţá hefur akademían haldiđ mikinn fjölda viđburđa og skákmóta, safnađ fé í ţágu góđra málefna, stutt viđ skákstarf međal fólks međ geđraskanir, og stađiđ fyrir margskonar nýbreytni í skáklífinu. Meginmarkmiđ Skákakademíunnar er ađ öll börn eigi ţess kost ađ lćra ađ tefla, enda sýna rannsóknir ađ skákkunnátta hefur jákvćđ áhrif á jafnt námsárangur sem félagslega fćrni barna og ungmenna.
9.6.2012 | 22:47
Landsmót UMFÍ 50+: Erlingur Ţorsteinsson sigrađi
Ţađ svífur sannkallađur keppnisandi yfir vötnunum viđ Varmá í Mosfellssveit ţar sem Landsmót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri fer fram núna um helgina undir bláhvítum fána.
Keppt er í fjölmörgum greinum, ţar á međal hugaríţróttum eins og bridge og skák. Landmót međ ţessu sniđi er nú haldiđ í annađ sinn. Fyrir 2 árum fór ţađ fram á Hvammstanga en ţá voru keppendur í skákmótinu ađeins 5 talsins. Nú voru ţeir sextán og keppnin einstaklega lífleg og skemmtileg og einbeitnin skein úr hverju andliti, líka áhorfenda.
Ađstćđur voru hinar bestu, teflt í bókasafnsal Varmárskóla. Mótiđ fór einkar vel og skipulega fram, en RIDDARINN - skákklúbbur eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu, hafđi tekiđ ađ sér ađ annast framkvćmd ţess. Tefldar voru 9 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma á skákina. Mótiđ var helgađ minningu Pálma S. Gíslasonar, fv. formanns UMFÍ og UMF Kjalnesinga, sem var skák- , íţróttamađur og drengur góđur, en féll frá langt um aldur fram.
Eftir tvísýna baráttu framan af móti seig hin eitilharđi og góđkunni skákmađur Erlingur Ţorsteinsson, UMF Fjölni, fram öđrum keppendum og sigrađi glćsilega međ 8 vinningum af 9 mögulegum. Í öđru sćti varđ hinn valinkunni Áskell Örn Kárason, UMFA, sigurvegarinn frá ţví í hitteđfyrra. Ţriđji varđ svo stöđubaráttujaxlinn Ţór Valtýsson, UMFA međ 6 vinninga og hálfu stigi meira en Ragnar Hermannsson, UMF Fjölni, sem var jafn honum ađ vinningum.
Verđlaunaafhendingu önnuđust ţeir Einar Kr. Jónsson, stjórnarmađur UMFÍ og Svanur Gestsson, UMSK, sem einnig ađstođađi viđ mótshaldiđ. Einar S. Einarsson, var skákstjóri.
Myndaalbúm (ESE)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2012 | 20:15
Mikael Jóhann Karlsson er Meistari Skákskóla Íslands 2012
Mikael Jóhann Karlsson vann úrslitakeppnina um titilinn Meistari Skákskóla Íslands 2012. Hann varđ efstur ásamt Oliver Aron Jóhannessyni og Jóni Trausta Harđarsyni međ 5˝ vinning eftir meistaramót skólans um síđustu helgi. Í dag, laugardag tefldu ţeir einfalda umferđ međ atskák tímamörkum, 25 10.
Mikael Jóhann vann Oliver Aron í fyrstu umferđ, jafntefli varđ hjá Jóni Trausta og Oliver Aron í 2. umferđ en í ţeirri ţriđju bauđ Mikael Jóhann jafntefli ţegar hann mćtti Jóni Trausta og var ţá međ vćnlega stöđu. Jón Trausti ţáđi bođiđ og niđurstađn ţví ţessi:
1. Mikael Jóhann Karlsson 1 ˝ v. 2. Jóni Trausti Harđarson 1 v. 3. Oliver Aron Jóhannesson ˝ v.
Mikael Jóhann tekur viđ titlinum af sigurvegara síđustu tveggja ára, Hjörvari Steini Grétarssyni.
Kramnik (2801) vann Grischuk (2761) og Radjabov (2784) lagđi McShane (2706) í 2. umferđ Tal Memorial sem fram fór í Moskvu í dag. Radjabov er sá eini sem hefur unniđ báđar sínar skákir. Kramnik, Aronian (2825) og Morozevich (2769) er nćstir međ 1,5 vinning en Moro var mjög nálćgt ţví ađ leggja Carlsen (2835) ađ velli í dag.
Úrslit 2. umferđar:
Fabiano Caruana | ˝-˝ | Hikaru Nakamura |
Ev. Tomashevsky | ˝-˝ | Levon Aronian |
Luke McShane | 0-1 | Teimour Radjabov |
Vladimir Kramnik | 1-0 | Alexander Grischuk |
Alex. Morozevich | ˝-˝ | Magnus Carlsen |
Mótiđ er ćgisterkt en međalstig eru 2776 skákstig. Taflmennskan hefst kl. 13 á daginn nema ađ lokaumferđin hefst kl. 11. Frídagar eru 11. og 15. júní.
9.6.2012 | 19:35
Töp hjá Hjörvari og Ţorsteini
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2477) og FIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2248) töpuđu báđir í áttundu og nćstsíđustu umferđ alţjóđlega mótsins í Val Gardena sem fram fór í dag. Hjörvar tapađi fyrir, rússneska stórmeistarann, Evgeny Gleizerov (2570) en Ţorsteinn tapađi fyrir ítalska alţjóđlega meistaranum Federico Manca (2424).
Hjörvar hefur 5 vinninga og er 9.-17. sćti og Ţorsteinn hefur 4 vinninga og er í 24.-34. sćti.
Argentíski stórmeistarinn Fernando Peralta (2590) er efstur međ 6,5 vinning. Annar er litháíski stórmeistarinn og Íslandsvinurinn Aloyzas Kveinys (2512).Í lokaumferđinni, sem hefst kl. 7 í fyrramáliđ, teflir Hjörvar viđ Manca en Ţorsteinn viđ stigalágan andstćđing (1936).
56 skákmenn frá 19 löndum taka ţátt í ţessu móti og ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar. Hjörvar er nr. 13 í stigaröđ keppenda en Ţorsteinn er nr. 28.
Allar skákir mótsins eru sýndar beint og hefjast umferđir kl. 13 nema ađ lokaumferđin hefst kl. 7.
- Heimasíđa mótsins
- Myndaalbúm (GF)
- Úrslitaţjónusta
- Beinar útendingar (hefjast kl. 13 nema síđasta umferđin kl. 7)
Ţađ stefnir í skemmtilegt Skákuppbođ aldarinnar í Ráđhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnudag, klukkan 15. Uppbođinu stjórnar enginn annar en Jóhannes Kristjánsson skemmtikraftur, og margir merkir og skemmtilegir munir verđa bođnir upp. Ágóđi af uppbođinu rennur í skákstarf fyrir börn og ungmenni.
Hér fer á eftir listi yfir nokkra af helstu uppbođsmunum. Hćgt er ađ senda inn tilbođ eđa fyrirspurnir til Stefáns Bergssonar framkvćmdastjóra Skákakademíunnar í stefan@skakakademia.is og síma 8637562.
Fiđrik Ólafsson leggur til tvö söguleg taflsett á uppbođinu en ţađ er haldiđ til styrktar ćskulýđsstarfi Skákakademíu Reykjavíkur. Taflsettin fékk hann ađ gjöf ţegar hann tefldi á firnasterku Piatgorsky-stórmótinu í Los Angels áriđ 1963, en ţar var hann hársbreidd frá sigri.
Taflsettin sem Friđrik Ólafsson gefur eru hönnuđ af hinum kunna Peter Ganine, myndhöggvara og skákhönnuđi. Lágmarksverđ er 50 ţúsund krónur fyrir hvort taflsett, en búast má viđ ađ margir sýni taflsettunum áhuga. Friđrik var fyrsti stórmeistari Íslendinga og međal sterkustu skákmanna heims um árabil. Hann var forseti FIDE, alţjóđasambands skákíţróttarinnar 1978-82. Skákdagur Íslands var haldinn í fyrsta sinn á afmćlisdegi Friđriks, 26. janúar, međ skákviđburđum og hátíđahöldum um allt land.
Helgi Ólafsson stórmeistari gefur tvćr gersemar. Annars vegar er Skákritđ, sem út kom á árunum 1950 til 1953. Ritstjórar voru skákmennirnir Ţórir Á. Ólafsson og Sveinn Kristinsson. Öll hefti ţessa merka skáktímarits eru snoturlega innbundin og er um ađ rćđa kjörgrip. Bókasafnarar, áhugamenn um skáksögu og ađrir ađdáendur Helga Ólafssonar hljóta ađ hugsa sér gott til glóđarinnar. Lágmarksverđ er 20 ţúsund krónur.
Helgi leggur líka til annan einstćđan grip: Stórfallega lopapeysu sem Handprjónasambandiđ fćrđi honum ađ gjöf fyrir glćstan sigur á Reykjavíkurmótinu 1984. Peysan ber endingu íslensku ullarinnar gott vitni og er sannkölluđ sigurvegarapeysa.
Ríkharđur Sveinsson lćtur í té nokkra mjög áhugaverđa hluti sem tengjast ,,Einvígi allra tíma" í Reykjavík 1972, ţegar Bobby Fischer bar sigurorđ af Boris Spassky. Um er ađ rćđa heildarsafn af svonefndum fyrsta dags umslögum, sem gefin voru út í tilefni af einvíginu. Öll umslögin eru í snyrtilegri möppu og er lágmarksbođ ađeins 5 ţúsund kr.Ríkharđur gefur einnig tvćr litprentađar myndir eftir Halldór Pétursson, en sá frábćri listamađur, húmoristi og teiknari gerđi einvíginu einstök skil. Lágmarksverđ fyrir hvora mynd er 5 ţúsund kr. Síđast en ekki síst lćtur Ríkharđur í té matseđil frá lokahófi heimsmeistaraeinvígisins 1972. Ţađ fór fram í Laugardalshöll á vegum Hótel Holts og Leikhúskjallarans. Skv. upplýsingum á matseđli var m.a. bođiđ upp á lambakjöt, grillađ ađ hćtti víkinga. Matseđillinn er skemmtileg heimild um viđburđ sem kom Íslandi í kastljós fjölmiđla um allan heim mánuđum saman. Lágmarksverđ fyrir ţennan sögulega matseđil, sem er innrammađur, er 10 ţúsund kr.
Jón L. Árnason stórmeistari, sem varđ heimsmeistari 16 ára og yngri 1977, leggur til frábćra seríu af rússneskum skákbókum sem hafa ađ geyma bestu skákir Karpovs, Smyslovs, Botvinniks og Tal, auk snilldarverks Suetins um Boleslavsky. Bćkurnar eru allar merktar Jóni L. Árnasyni og hafa fylgt honum langa hríđ. Lágmarksbođ í bćkurnar fimm, sem seldar eru saman, er 25 ţúsund kr.
Skákmađurinn Tómas Veigar Sigurđsson ánafnar merkilegri skákklukku, sem er bókstaflega einsog ný úr kassanum ţótt hún hafi veriđ framleidd í Sovétríkjunum sálugu á síđustu öld. Ítarlegt ábyrgđarskírteini, stimplađ í bak og fyrir, fylgir skákklukkunni sem hefur aldrei veriđ notuđ. Hér er um sannkallađan safngrip ađ rćđa og er lágmarksverđ 25 ţúsund kr.
Halldór Blöndal, fv. ráđherra og forseti Alţingis, gefur taflplötu sem ber áritun Hue Yifan, heimsmeistara kvenna. Hún kom hingađ til lands í vetur og heillađi landsmenn međ framkomu sinni og skáksnilld. Međ hinni árituđu taflplötu fylgir eđaltaflsett úr viđi. Lágmarksverđ fyrir tafplötuna og settiđ er 50 ţúsund kr. Sama máli gegnir um skákplötu sem Guđni Ágústsson leggur til, en hún ber áritun Friđriks Ólafssonar og fylgir eđaltaflsett međ. Lágmarksverđ fyrir ţessa eigulegu gripi er 50 ţúsund.
Fleiri gefa muni á uppbođiđ, m.a. Jóhann Hjartarson stórmeistari, Hrafn Jökulsson, Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir sem 11 sinnum hefur orđiđ Íslandsmeistari í skák og Páll G. Jónsson athafnamađur og skákmađur.
Á Uppskeruhátíđinni í Ráđhúsinu verđur jafnframt ,,skákflóamarkađur" ţar sem hćgt verđur ađ kaupa skákbćkur, taflsett, póstkort og fleira sem tengist ţjóđaríţróttinni. Stefán Bergsson sagđi ađ ţeir sem vildu gefa sögulega muni á uppbođiđ eđa leggja til góss á skákflóamarkađinn gćtu haft samband í stefan@skakakademia.is. Hann ţakkađi jafnframt öllum ţeim fjölmörgu sem leggja Skákakademíunni liđ í starfi međal barna og ungmenna.
Forsetafrúin Dorrit Moussaieff og forseta-frambjóđendurnir Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guđmundsson, Herdís Ţorgeirsdóttir og Ţóra Arnórsdóttir eru međal ţeirra sem taka áskorun skákkrakkanna um ađ tefla á Uppskeruhátíđ Skákakademíu Reykjavíkur á morgun, sunnudag, í Ráđhúsi Reykjavíkur.
Hátíđin hefst klukkan 12 og eru skákáhugamenn á öllum aldri hvattir til ađ mćta og taka ţátt í gleđinni.
Markmiđ krakkanna er ađ tefla 200 skákir og safna áheitum til stuđnings ćskulýđsstarfinu í skák. Jafnframt verđur haldiđ Skákuppbođ aldarinnar, bođiđ upp á skákkennslu fyrir börn og byrjendur og stórmeistarar tefla fjöltefli viđ gesti.
Dagskrá Uppskeruhátíđarinnar í Ráđhúsinu:
12:00 Setningarávarp Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráđherra. Skákmaraţoniđ hefst.
12:30 Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson tefla einvígi um Landsmótsmeistaratitilinn í skák.
13:00 Skákflóamarkađur opnar.
14:00 Friđrik Ólafsson teflir fjöltefli viđ gesti. Allir velkomnir.
15:00 Skákuppbođ aldarinnar. Hamarinn í höndum Jóhannesar Kristjánssonar.
17:00 Jóhann Hjartarson stórmeistari teflir fjöltefli viđ gesti í Ráđhúsinu.
18:00 Skákmaraţoni lýkur.
Allan daginn verđur svo skákkennsluhorn ţar sem börn (og fullorđnir) geta lćrt grundvallaratriđi skáklistarinnar af reyndum kennurum.
9.6.2012 | 08:00
Mjóddarmót Hellis fer fram í dag
Mjóddarmót Hellis fer fram laugardaginn 9. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi. Á síđasta ári sigrađi Brúđarkjólaleiga Katrínar en fyrir hana tefldi Dađi Ómarsson. Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hellis: http://hellir.blog.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.
Ţátttaka er ókeypis!
Verđlaun eru sem hér segir:
- 1. 10.000
- 2. 6.000
- 3. 4.000
Skráning:
- Heimasíđa Hellis: http://hellir.blog.is
- Sími: 866 0116
Spil og leikir | Breytt 6.6.2012 kl. 15:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 156
- Frá upphafi: 8780522
Annađ
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar