Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákbúđir Fjölnis fara fram 20. og 21. október

IMG 7245Skákdeild Fjölnis, í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands, býđur öđru sinni áhugasömum skákkrökkum upp á tveggja daga skákbúđir yfir eina helgi. Í fyrra tókst einstaklega vel til ţegar Fjölnir stóđ fyrir skákbúđum í sumarbúđum KFUM í Vatnaskógi. Nú verđa skákbúđirnar í sumarbúđum skáta ađ Úlfljótsvatni helgina 20. - 21. október sem er vetrarleyfishelgi í flestum grunnskólum Reykjavíkur.

Bođiđ verđur upp á skákkennslu á laugardegi og skákmót IMG 7238međ fjölda vinninga á sunnudegi. Góđur tími verđur til leikja og frjálsan tíma í ćvintýraveröldinni ađ Úlfljótsvatni og kvöldvöku međ spilum og leikjum. Skákbúđirnar eru ćtlađar grunnskólakrökkum á öllum aldri sem búnir eru ađ nú undirstöđuatriđum skáklistarinnar.

IMG 7298Fyrir skákkennslunni fara ţeir Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands og Stefán Bergsson framkvćmdarstjóri Skákakademíunnar. Skákbúđastjórar verđa ţau Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis og Andrea Margrét Gunnarsdóttir frá Skákakademíu Reykjavíkur. Nemendum skákbúđanna verđur skipt í flokka eftir getu og aldri og ćtti ţví hver ţátttakandi ađ fá kennslu viđ hćfi. Ţátttökugjald verđur 8000 kr og er fullt fćđi, rútuferđir, skákkennsla, ţátttaka í skákmóti og gjafir innifaliđ í verđinu.

Dagskrá og skipulag skákbúđanna liggur nú fyrir og verđur kynnt á Íslandsmóti skákfélaga nú um IMG 9674helgina í Rimaskóla, á skak.is og Facebook auk ţess sem tölvupóstur verđur sendur til allra sem ćfa skák međ skákfélögum og skákskólum. Skráning fer fram á skrifstofu Skáksambandsins Faxafeni 12 í síma 568 9141 eđa međ tölvupósti skaksamband@skaksamband.is.

 


Friđrik međ jafntefli í fyrstu umferđ minningarmóts um Bent Larsen

Friđrik Ólafsson í Dresden

Friđrik Ólafsson (2431) gerđi jafntefli viđ belgíska FIDE-meistarann Jan Rooze (2286) í fyrstu umferđ minningarmóts um Bent Larsen sem hófst í dag í Álaborg.

Á morgun teflir Friđrik viđ svissneska alţjóđlega meistarann Andreas Dückstein (2208).

61 skákmađur tekur ţátt í mótinu og ţar á međal 4 stórmeistarar.  Ţađ eru auk Friđriks; Miso Cebalo (2416), Króatíu, Oleg Chernikov (2415), Rússlandi og ţýska gođsögnin Wolfgang Uhlmann (2325). Tefldar eru 7 umferđir.


Henrik međ jafntefli og tap í dag

Henrik í bćjarferđ

Henrik Danielsen (2524) fékk ˝ vinning í skákum dagsins á BSF Cup sem fram fóru í  Brřnshřj í Danmörku. Henrik gerđi jafntefli viđ búlgarska stórmeistarann Krasimir Rusev (2549) en tapađi fyrir danska alţjóđlega meistarann Nikolaj Mikkelsen (2431). Henrik hefur 3 vinninga og er í 7.-8. sćti. Danski alţjóđlegi meistarinn Mads Andersen (2461) er efstur međ 5 vinninga.

Á morgun fara fram tvćr síđustu umferđirnar. Ţá mćtir Henrik annars vegar danska alţjóđlega meistaranum Andreas Skytte Hagen (2416) og hins vegar forystusauđnum Mads Andersen.

10 skákmenn taka ţátt í a-flokknum og eru međalstigin 2467 skákstig. Henrik er nćststigahćstur keppenda.

Tefldar eru tvćr skákir á dag alla daga nema fyrsta keppnisdag.  Umferđirnar hefjast kl. 8 og 13:30.

 


Skemmtilegar skákćfingar í Vin

Teflt í VinSkáklífiđ blómstrar í Vin, athvarfi Rauđa krossins viđ Hverfisgötu 47. Í dag var hefđbundin mánudagsćfing og var góđ mćting hjá gömlum og nýjum liđsmönnum.

IMG 2352Ćfingar eru alla mánudaga klukkan 13, en í nćstu viku verđur sú breyting ađ ćfingin verđur ţriđjudginn 23. október. Ţađ er vegna ţess ađ nú er veriđ ađ undirbúa stórfellda andlitslyftingu á borđ- og setustofum, og ţví verđur Vin lokađ í nokkra daga.

IMG 2351Mánudaginn 29. október er svo röđin komin ađ hrađskákmóti í Vin, en slík mót eru haldin einu sinni í mánuđi yfir vetrartímann og njóta mikilla vinsćlda skákmanna á öllum aldri.

Viđar í VinAllir eru velkomnir á skákćfingar og mót í Vin, og vel er tekiđ á móti nýjum gestum.

Myndir frá ćfingu dagsins (Hrafn Jökulsson og Rafn Jónsson)


Friđrik í beinni frá minningarmóti um Larsen í Álaborg

Friđrik Ólafsson í DresdenFyrsti stórmeistari Íslendinga, Friđrik Ólafsson (2431), situr nú ađ tafli á minningarmóti um Bent Larsen sem fram fer í Álaborg í Danmörku. Um er ađ rćđa öldungamót og er Friđrik stigahćstur keppenda. Í fyrstu umferđ, sem nú er í gangi teflir Friđrik viđ belgíska FIDE-meistarann Jan Rooze (2286). 

61 skákmađur tekur ţátt í mótinu og ţar á međal 4 stórmeistarar.  Ţađ eru auk Friđriks; Miso Cebalo (2416), Króatíu, Oleg Chernikov (2415), Rússlandi og ţýska gođsögnin Wolfgang Uhlmann (2325). Tefldar eru 7 umferđir.


Hrađskákmót TR fer fram á sunnudag

Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur verđur haldiđ í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 21. október kl. 14:00

Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Swiss Perfect kerfi. Umhugsunartími 5 mín á skák.

Ţátttökugjald kr 500 fyrir 16 ára og eldri, en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Ţrenn verđlaun verđa i bođi.

Ađ loknu hrađskákmótinu fer fram verđlaunaafhending fyrir Tölvuteksmótiđ 2012 - Haustmót T.R.

Núverandi Hrađskákmeistari T.R. er Halldór Pálsson.


Skákgleđi á Borgarbókasafni

1Ţađ var glatt á hjalla á Borgabókasafninu í gćr. Skákakademían stóđ ţá fyrir skákkynningu međal barna og ungmenna. Fjölmargar fjölskyldur nýttu sér tćkifćriđ og komu ţau mörg systkinin ađ tefla og frćđast um hvađeina varđandi skákíţróttina.
5Foreldrum voru kynntar ćfingar og skáknámskeiđ í Reykjavík og nágrenni. Yngsti ţátttakandinn var hinn rúmlega 3 ára gamli Natan sem tefldi slavneska vörn! Ađ loknum deginum var safninu fćrt tafl ađ gjöf, og er nú hćgt ađ tefla á Borgarbókasafninu.
6Skákvćđing bókasafnana heldur áfram á nćstunni og nćsta sunnudag frá 14-15 býđur Skákakademían upp á skákkennslu á bókasafni Árbćjar, Ársafni. Kennslan verđur svo fram í desember á sunnudögum, alltaf frá 14-15.

Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 15. október nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Ef ţátttaka er nćg er stefnt ađ ţví ađ tefla í tveimur jafnsterkum riđlum allir viđ alla međ 5 eđa 7 mínútna umhugsunartíma. Ađ ţví loknu verđur tekinn bráđabani milli ţeirra sem eru í sömu sćtum í hvorum riđli. Ef ţetta nćst ekki verđur hefđbundiđ hrađkvöld. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Skákćfingar hefjast á Akranesi í dag

Mánudaginn 15. október ćtlar Taflfélag Akraness ađ byrja aftur međ skákćfingar eftir gott sumarhlé. Munu ţćr verđa á mánudagskvöldum í vetur klukkan 20.00 í Fjölbrautarskóla Vesturlands. Ţađ kostar ekkert ađ vera međ en frjáls framlög eru auđvitađ alltaf vel ţeginn. Akurnesingar og nćrsveitungar sem og ađrir landsmenn eru ţví hér međ hvattir til ađ sýna sig og máta ađra á Akranesi í framtíđinni.

Fyrir hönd Taflfélags Akraness,

Valgarđ Ingibergsson


Tómas Veigar skákmeistari SA

Tómas Veigar og Sveinbjörn SigÍ dag fór fram síđusta umferđ haustmóts SA - Arionbankamótsins. Eins og ráđ var fyrir gert var lokaumferđin ćsispennandi, enda mótiđ afar jafnt. Tómas Veigar hafđi hálfs vinnings forystu ţegar sest var ađ tafli, en vitađ var ađ hann átti viđ ramman reip ađ draga ţar sem Sveinbjörn var sem byggir á rúmlega hálfrar aldar reynslu í viđskiptum viđ kerlinguna Caissu. 

Skammt á hćla Tómasi kom svo hjörđ blóđţystra skákjöfra og ćtluđu allir sér sigur í skákum dagsins. Smám saman náđu keppinautar hans ađ knýja fram vinning í sínum skákum; Sigurđur A lagđi ađ velli lćrisvein sinn Jón Kristin og nafni hans Eiríksson fékk fórnađ drottningu sinni guđunum fyrir mátsókn gegn Ólafi Kristjánssyni. Ţá vann Ólafsson Smári sitt riddaraendatafl gegn Simanovits hinum bráđgjöra. Voru ţeir félaga ţví ţrír komnir í forystu međ 5 vinninga og Tómas međ altmeister enn í tvísýnum fangbrögđum. Ćddi sá síđarnefndi á Veigarinn međ peđaflóđi miklu og allskyns hótunum. Svo lyktađi ţó bardaganum ađ ţegar Sveinbjörn átti kost á ţví ađ stilla upp jafnri stöđu og hugsanlega knýja fram skiptan hlut (sem hefđi ţýtt fjórskipađa forystu og umfangsmikla úrslitakeppni), ţá varđ honum hugsađ um of til sćlustunda međ skákgyđjunni og náđi ekki ađ ţrýsta á klukkuhnappinn í tćka tíđ. Varđ hann ađ hlíta ţeim grimmu örlögum sem ástmenn Caissu hafa löngum ţurft ađ búa viđ - ađ tapa skákinni. Ţar međ var Tómas Veigar orđinn skákmeistari félagsins í fyrsta sinn. Er hann vel ađ ţeim titli kominn.



« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 16
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8780290

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband