Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Hrađkvöld hjá GM Helli í kvöld

Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 18. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Grćnlandsmótiđ í Vin, mánudag klukkan 13

2
Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn bjóđa öllum skákunnendum, háum sem lágum, til skákmóts í Vin, Hverfsgötu 47 á mánudaginn klukkan 13. Mótiđ er tileinkađ skáklandnáminu á Grćnlandi, og verđlaun eru  bćkur um Grćnland frá stórvinum skákarinnar í Bókinni viđ Klapparstíg.
 

Verđlaunabikarinn er heldur ekki af verri endanum: Dásemdarinnar steinn frá elsta landi í heimi.

Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Í verđlaun eru djásn frá Grćnlandi og auk ţess bćkur frá undralandinu í vestri, sem vinir okkar í Bókinni leggja til. Ţá mun Flugfélag Íslands, sem sinnir samfélagslegri ábyrgđ á Grćnlandi af mikilli alúđ, leysa vinningshafa út gjöfum.

 Heiđursgestur mótsins er Grćnlandsvinurinn Vigdís Hauksdóttir alţingismađur, formađur fjárlaganefndar og međlimur í Íslandsdeild Vestnorrćna ráđsins.

Hróksliđar eru nýkomnir frá Nuuk, höfuđborg Grćnlands, ţar sem Flugfélagshátíđin 2013 var haldin međ glćsibrag. Hátíđin markađi upphafiđ ađ 11. starfsári Hróksins á Grćnlandi, en alls eru ferđirnar orđnar um 30. Innan tíđar munu liđsmenn Hróksins svo halda til Upernavik, 1200 bćjar á 72. breiddargráđu á vesturströnd Grćnlands.


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnúsi Carlsen spáđ sigri í HM-einvíginu viđ Anand

Anand og Carlsen í Bilbaó 2010Eitt ţađ fyrsta sem Magnús Carlsen og fylgdarliđ hans gerđi eftir ađ hafa skráđ sig inn á Hyatt Regency-lúxushóteliđ í Chennai í Indlandi ţar sem einvígiđ um heimsmeistaratitilinn hefst um helgina, var ađ leita ađ hlerunar- og njósnabúnađi í híbýlum sínum. Prúđmenniđ Anand er manna ólíklegastur til ađ hafa rangt viđ en Magnús hefur lćrt lexíu sem skáksagan hefur kennt honum og vill bćgja frá sér öllum grunsemdum.

„Ofsóknarbrjálćđi" hefur alltaf veriđ fylgifiskur heimsmeistaraeinvígja. Sundurhlutun ljósahjálms og stóla í „einvígi aldarinnar" í Laugardalshöll 1972 er frćgt dćmi; í ţriđja einvígi Kasparovs og Karpovs í Leningrad haustiđ 1986 knúđu dyra hjá ađstođarmanninum Vladimirov „górillur" tvćr og Kasparov sjálfur og veiddu upp úr farangri hans „grunsamlegar glósur". Vladimirov var rekinn úr liđi Kasparovs - alsaklaus ađ flestra mati.

„Toilet-gate", speglunargleraugu, dulsálfrćđingurinn Zoukhar, kaffibrúsar, tvö umslög fyrir einn biđleik, jógúrt. Ţetta eru hugtök og nöfn sem tengjast öll tortryggni heimsmeistaraeinvígja.

Magnús Carlsen sem er 22 ára er mćttur á heimavöll Anands međ tölvuver í farangrinum, norskan kokk, foreldrana Henrik og Sigrúnu og systurnar Ellen og Ingrid, umbođsmanninn Espen Agdestein og ađstođarmennina Jon Ludwig Hammer og Laurent Fressinet. Ýmsir fleiri verđa „á kantinum", Kasparov hefur bođađ komu sína og Anand hefur ekki vandađ honum kveđjurnar en ţađ mun eiga rćtur ađ rekja til ummćla sem Garrí lét falla um taflmennsku hans međan á HM-einvíginu viđ Gelfand stóđ.

Ţađ er skođun undirritađs ađ nokkur mikilvćg atriđi gefi heimsmeistaranum Anand von ţó hann sé 95 stigum lćgri á stigalista FIDE. Í fyrsta lagi er ţađ heimavöllurinn sem fyrir Magnús Carlsen og ţá sem koma til Indlands í fyrsta sinn er framandi menningarsvćđi sem tekur tíma ađ ađlagast. Í öđru lagi reynsla Anands og frábćr árangur í heimsmeistaraeinvígjum og snilldar undirbúningur. Hafa ber í huga ađ Magnús er ađ heyja sitt fyrsta alvöru einvígi á ferlinum. Anand hefur hinsvegar háđ HM-einvígi viđ Kasparov, Shirov, Kramnik, Topalov og Gelfand.

Engu ađ síđur spá flestir ţví ađ Magnúsi sigri og hann verđi ţannig fyrsti Norđurlandabúinn til ađ verđa heimsmeistari. Í breskum veđbönkum eru sigurhorfur hans taldar 3:1. Til samanburđar má geta ţess ađ sigurhorfur Kasparovs gegn Short áriđ 1993 voru 4:1.

Norska pressan stendur á öndinni og flykkist til Indlands. Magnús og Anand munu tefla 12 kappskákir međ venjulegum umhugsunartíma og hefjast ţćr kl. 9.30 ađ íslenskum tíma.

Skákirnar eru á dagskrá 9. nóvember, 10. nóvember, 12. nóvember, 13. nóvember, 15. nóvember, 16. nóvember, 18. nóvember, 19. nóvember, 21. nóvember, 22. nóvember, 24. nóvember og 26. nóvember.

Verđi jafnt eftir 12 skákir tefla ţeir fjórar at-skákir. Verđi enn jafnt taka viđ tvćr hrađskákir, síđan Armageddon-skák. Verđlaunaféđ deilist í hlutföllunum 60% - 40%, en 55% - 45% verđi jafnt eftir 12 skákir hafa veriđ tefldar.

Heimasíđa einvígisins er:

http://chennai2013.fide.com.

Hćgt verđur ađ fylgjast međ einvíginu á fjölmörgum vefsíđum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 10. nóvember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Töp međ minnsta mun í lokaumferđinni - Aserar Evrópumeistarar

HéđinnBćđi íslensku liđin töpuđu međ minnsta mun í níundu og síđustu umferđ EM landsliđa sem fram fór í dag í Varsjá. Íslenska liđiđ í opnum flokki fyrir sterku liđi Spánverja. Ţar vann Héđinn vann góđan sigur á hinum sterka stórmeistara Vellejo Pons (2705). Hjörvar gerđi jafntefli. Kvennaliđiđ tapađi fyrir Englendingum. Ţar vann Tinna KristínTinna og Lenka gerđi jafntefli.

Íslenska liđiđ í opnum flokki endađi í 29. sćti af 38 liđum en fyrirfram var liđinu rađađ í 28. sćti.

Aserar urđu Evrópumeistarar. Ţeir voru ađeins einu sinni efstir á mótinu en ţađ á hárréttum tíma! Frakkar, sem leiddu mótiđ mest allan tímann urđu ađrir og Rússar ţriđju.

Íslenska liđiđ í kvennaflokki endađi í 31. sćti af 32 liđum en fyrirfram var íslenska liđiđ var ţađ stigalćgsta sem tók ţátt.

Úkraínukonur urđu Evrópumeistarar, Rússar ađrir og Pólverjar ţriđju.

Nánari fréttir síđar.

 

 


Viđureignir dagsins: Spánn og England

Lokaumferđ EM landsliđa hófst kl. 10. Liđiđ í opnum flokki Spánverjum en stelpurnar mćta Englendingum. Bćđi liđin eru ađ tefla töluvert uppfyrir sig.

Opinn flokkur

Bo.28  ICELANDRtg-11  SPAINRtg0 : 0
13.1GMSTEINGRIMSSON, Hedinn2543-GMVALLEJO PONS, Francisco2705
13.2GMSTEFANSSON, Hannes2539-GMSALGADO LOPEZ, Ivan2610
13.3IMGRETARSSON, Hjorvar Steinn2511-GMILLESCAS CORDOBA, Miguel2614
13.4GMDANIELSEN, Henrik2502-GMKORNEEV, Oleg2637

Kvennaflokkur

Bo.32  IcelandRtg-23  EnglandRtg0 : 0
15.1WGMPtacnikova, Lenka2238-WFMChevannes, Sabrina L2200
15.2
Thorsteinsdottir, Hallgerdur1951-WGMCorke, Anya S2276
15.3
Finnbogadottir, Tinna Kristin1882-WFMGrigoryan, Meri2039
15.4
Kristinardottir, Elsa Maria1819-WFMBhatia, Kanwal K2039

 

 

 


EM: Sigur gegn Belgum

HenrikGóđur sigur vannst á Belgum í áttundu og nćstsíđustu umferđ EM landsliđa sem fram fór í dag. Henrik Danielsen vann en öđrum skákum lauk međ jafntefli. Guđmundur Kjartansson var hetja liđsins ásamt Henrik en hann hélt jafntefli í erfiđri stöđu. Íslenska liđiđ hefur Elsa7 stig, er einu stigi á eftir Svíum, sem gerđu jafntefli viđ Búlgari. 

Frakkar og Aserar eru efstir fyrir lokaumferđina.

Íslenska kvennaliđiđ tapađi 0,5-3,5 fyrir sterkri sveit Króatíu. Elsa María gerđi jafntefli.

Minnt er á lokaumferđin hefst fyrr en venjulega eđa kl. 10.

 

Kveđja frá Varsjá,
Gunnar


EM-pistill - Tvö töp og eitt jafntefli í gćr

005Bćđi íslensku liđin töpuđu í gćr međ minnsta mun. Liđiđ í opnum flokki fyrir Búlgörum og stelpurnar fyrir Slóveníu. Íslenska fótboltaliđiđ gerđi svo jafntefli viđ Króatíu. Formađur sendinefndar Króatíu talađi viđ mig um „friendly results. Króatar er víst pínulítiđ áhyggjufullur fyrir síđari leikinn. Í dag eru ţađ Belgar og Króatar. Keppum viđ Króata á hverjum degi.

Viđureignir gćrdagsins

Ţađ leitt vel út gegn Búlgörum um tíma en Hjörvar hafđi unniđ tafl. 020Hann lék ţví miđur niđur í tímahraki og ţví fór sem fór. Henrik var seigur ađ halda jafntefli á fjórđa borđi. Hannes vann enn góđan sigur og virđist sífellt vera ađ bćta sig skákmađur síđustu misseri eftir skrykkjótt gengi um tíma. Héđinn náđi sér aldrei á styrk gegn Topalov. Og ţađ er líka ástćđa fyrir ţví af hverju hann er međ öll ţessi skákstig!

Elsa María vann í gćr. Mikilvćgur sigur en Elsa hefur ófarsćl í góđum skákum á mótinu. Tinna og Lenka náđu sér aldrei á strik en Hallgerđur náđi jafntefli viđ mikilli seiglu og baráttu.

Viđureignir dagsins

024Andstćđingar dagsins eru Belgar. Ţeir eru eilítiđ lakari en viđ (2478-2524). Fyrsta borđs mađur ţeirra hefur veriđ performa vel, hefur 5 vinninga í 7 skákum, og hefur tryggt stórmeistaraáfanga.  Belgarnir eru hér ađeins fjórir - eru varamannslausir. Hinum hefur ekki gengiđ vel.  Hjörvar hvílir í dag.

Viđ höfum aldrei mćtt Belgum á EM enda taka ţeir yfirleitt ekki ţátt á EM. Viđ höfum hins vegar mćtt ţeim 10 sinnum á Ólympíuskákmóti á árunum á árunum 1933-1982. Unniđ ţá sjö sinnum, tapađ tvisvar og gert eitt jafntefli. Stađan í vinningum er 26-14 okkur í vil.

Stelpurnar mćta Króötum.  Ţćr eru mun sterkari á pappírnum en viđ (2226-1993) en hefur alls ekki gengiđ vel á mótinu. Ađeins fyrsta borđs konan hefur stađiđ fyrir sínu. Vonandi hćgt ađ ná ásćttanlegum úrslitum í dag.

Viđ höfum mćtt ţeim tvívegis á Ólympíuskákmótum (2002 og 2008) 011og tapađ í bćđi skiptin. Stađan er ekki góđ eđa 0,5-6,5.

Toppbaráttan

Frakkar halda áfram sínu striki og gerđu jafntefli í gćr viđ Asera. Ţeir eru efstir međ 12 stig og mćta Armeníu, sem er í 2.-3. sćti ásamt Aserum, í dag sem eru ađrir međ 11 stig eftir sigur á Rússum.  Grikkir eru fjórđu međ 10 stig og hafa sérdeilis slegiđ í gegn. Ţeir mćta Aserum.

Úkraína leiđir í kvennaflokki međ 13 stig og Armenía er í öđru sćti međ 11 stig. Ţessar ţjóđir mćtast í dag.Georgía, Rússland og Pólland hafa 10 stig.

 Norđurlandamótiđ

Svíar hafa tekiđ góđa forystu á Norđurlandamótinu međ góđum sigri á Póllandi (Futures) í gćr. Viđ höfum fimm stiga ásamt Dönum og Finnum en erum hćrri á stigum. Ţađ er svolítiđ magnađ ađ fćrđumst upp um eitt sćti ţrátt fyrir tap!

Opinn flokkur (heildarkeppni - upphafleg röđ)

  • 1. (23-25) Svíţjóđ 7 stig
  • 2. (28-28) Ísland 5 stig (68,5)
  • 3. (31-26) Danmörk 5 stig (57,0)
  • 4. (34-32) Finnland 5 stig (44,5)
  • 5. (36-36) Noregur 4 stig

Danir mćta Finnum, Svíar mćta Búlgörum og Norđmenn Litháum.

Viđ erum einnig í öđru sćti í kvennaflokknum.

Kvennaflokkur (heildarkeppni - upphafleg röđ)

  • 1. (28-29) Noregur 5 stig
  • 2. (30-32) Ísland 3 stig
  • 3. (32-31) Finnland 2 stig

ECU-fundur

026Í dag fór fram ađalfundur ECU. Ég hafđi ţar atkvćđisrétt bćđi fyrir Íslands og Fćreyjar.  Á nćsta ári eru kosningar um forsetaembćtti ECU og fundurinn bar ţessi einhver merki en Zurab Azmaiparashvili mun í kvöld tilkynna forsetaframbođ. Ţađ sem vinnur á móti Silvio Danailov er ađ hann hefur ekki veriđ ađsópsmikill og gengiđ illa ađ fá peninga inn í ECU. Ég dreg hins vegar í efa Azmi sem er mjög umdeildur hafi mikinn möguleika.

FIDE beitir hann og ECU hreinu einelti á köflum. Ţađ nýjasta var tilskipun sem barst nýlega ţar sem völdin er beinlínis tekin af ECU varđandi Evrópumót. Ţeir vilja afnema Sofíu-regluna á Evrópumótum og skipa dómara og áfrýjunarnefndir á EM-mótum. Menn innan ECU er alls ekki sáttir viđ ţetta og ţetta er hagsmunamál fyrir Ísland vegna EM 2015. Viđ viljum sjálfir hafa mikiđ um ţađ ađ segja hverjir verđi helstu dómarar. Viljum alls ekki ađ FIDE ávkeđi ţađ.

Danailov kom međ tillögu um ađ breyta EM taflfélaga. Ţar verđi átta liđ úrvaldseild (Championship League) og ţar tefli allir viđ alla. Hin liđin tefli í Evrópudeildinni (Europa League).  Á hverju ári fari 2-4 liđ á milli deilda.

Ég tók mig til og talađi á fyrsta skipta á ađalfundi á ECU-fundi ţar sem ég lýsti andstöđu viđ ţessa hugmynd. Ţađ ađ geta mćtt hverjum sem er á EM taflfélaga hentar miklu fremur hagsmunum íslenskra skákfélaga.

Tvćr kosningar voru á fundinum. Fyrst á milli Vínar og Slóveníu varđandi EM öldungasveita. Vín var valinn mótsstađur međ miklum yfirburđum.

Svo var kosiđ á milli ţriggja stađa um EM unglinga (Króatía, Ísrael og Slóvenía).  Króatía fékk 27 atkvćđi af 48 mögulegum og fékk sigurinn strax í fyrstu lotu. Ísrael hlaut 16 atkvćđi og var nokkuđ svekkelsi á ţeim bć enda höfđu lagt á sig mikiđ til ađ fá keppnina.

Ţeir sátu fyrir framan mig og voru međ lista yfir líkleg atkvćđi. Voru ađ velta ţví fyrir sér hverjir hefđu „svikiđ" enda töldu ţeir sig hafa 20 atkvćđi vís. Ég ţurfti ađ leiđrétta ţá ţví ég vissi um atkvćđi til ţeirra sem ţeir höfđu ekki gert ráđ fyrir. Fékk ţá svariđ. „Then it is even more complicated".

Króatía hafđi ţetta allan tíma í höndum sér ađ mínu mati. Gott bođ, góđur stađur og hafa í gegnum tíđina stađiđ ákaflega vel ađ slíku mótshaldi.

Margeir

Margeir kvaddi okkur í gćr. Ţađ var gaman ađ fá hann í heimsókn. Margeir sem býr í Lliv í Úkraínu er farinn ađ tefla töluvert en ţó eingöngu hrađskákir. Hann ţekkir ţar marga skákmenn en um 20 stórmeistarar eru í borginni. Viđ spjölluđum viđ hinn kunna ţjálfara Adrian Mihalcisin í gćr. Ég hef áđur sagt frá ţví ađ marga sterka skákmenn vantar í liđ ţeirra. Liđ ţeirra er „veikt" - ađeins ţađ fjórđa sterkasta hér!  Skýringin er kominn. Ţeir nota hér annađ liđ en teflir fyrir ţá á HM landsliđa sem hefst síđar í mánuđnum. Ţar tefla ţeirra helstu menn eins og Ivanchuk, Pono, Eljanov og Kryvo.

Ađ sögn Margeirs hafa skákmenn í Úkraínu ţađ bara nokkuđ fínt. Hafa góđar tekjur upp úr ţví ađ ţjálfa, tefli í deildakeppnum í Úkraínu, Rússlandi, Ţýskalandi og jafnvel víđar.

Minni á ađ lokaumferđin hefst kl. 10 í fyrramáliđ.

.

Kveđja frá Varsjá,
Gunnar


Magnus vann enn!

Anand og CarlsenMagnus Carlsen (2870) vann sjöttu heimsmeistaraeinvígisisn gegn Vishy Anand (2775). Magnus hafđi svart og náđi lítisháttar frumkvćđi. Anand urđu á mistök á 60. leik sem dugđu Magnúsi til sigurs í 67 leikjum. Drengurinn hefur ótrúlega endataflstćkni.

Stađan er nú 4-2 fyrir Magnúsi. Frídagur er á morgun. Sjöunda skákin fer fram á mánudaginn kl. 9:30.


Töp fyrir Búlgaríu og Slóveníu međ minnsta mun

Bćđi íslensku liđin töpuđu í sjöundu umferđ EM landsliđa sem fram fór í dag. Í opnum flokki tapađi liđiđ međ minnsta mun fyrir Búlgörum ţar sem Topalov var á fyrsta borđi. Hannes Hlífar vann, Henrik gerđi jafntefli en Héđinn og Hjörvar töpuđu. Í kvennaflokki tapađi íslenska liđiđ sama mun. Elsa María vann, Hallgerđur Helga gerđi jafntefli en Lenka og Tinna Kristín töpuđu.

Íslenska liđiđ í opnum flokki hefur 5 stig og er í 28. sćti og enn nćstefst Norđurlandanna ţrátt fyrir tap. Frakkar eru efstir međ 12 stig. Aserar og Armenar koma nćstir međ 11 stig.

Í kvennaflokki er íslenska liđiđ í 30. sćti. Úkraínukonur eru efstar međ 13 stig. Armenar eru ađrir međ 11 stig.


Magnus Carlsen vann fimmtu skákina!

Anand og CarlsenMagnus Carlsen (2870) vann fimmtu skák heimsmeistaraeinvígins gegn Vishy Anand (2775). Norđmađurinn fékk örlítiđ betra tafl út úr byrjunni. Anand lék ónákvćmt í 45. leik sem Magnús nýtti sér vel og vann skákina 13 leikjum síđar. Stađan er nú 3-2.

Sjötta skákin fer fram á morgun og hefst kl. 9:30.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 8780690

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband