Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Íslenska liđiđ í opnum flokki ţađ 45. sterkasta

Ólympíuskákmótiđ 2014Keppendalistar Ólympíumótsins liggja nú fyrir. Íslenska liđinu í opnum flokki er rađađ nr. 45 af 176 liđum en íslenska kvennaliđinu er rađađ nr. 61 af 139 liđum.

Í dag förum viđ yfir röđina í opnum flokki en á morgun fjöllum viđ um kvennaflokkinn.

Opinn flokkur

Rússar (2777) er međ langstigahćsta liđiđ en liđiđ skipa Kramnik, Grischuk, Karjakin, Svidler og Nepomniachtchi. 

Í nćstum sćtum eru Úkraínumenn (2722), Frakkar (2718), Ólympíumeistarar Armena (2705), Bandaríkjamenn (2704) og Ungverjar (2702). Ađrar ţjóđir ná ekki međalstigunum 2700.

Norđmenn (2668) eru međ langstigahćsta liđ Norđurlandaţjóđanna en liđiđ ţeirra er nr. 13 á heildarlistanum. Ísland er međ á pappírunum fjórđa sterkasta liđiđ.

Röđ Norđurlandaliđanna er annars sem hér segir:

  • 13. Noregur I (2668)
  • 33. Svíţjóđ (2575)
  • 41. Danmörk (2537)
  • 45. Ísland (2521)
  • 55. Finnland (2480)
  • 59. Noregur II (2459)
  • 71. Noregur III (2378)
  • 72. Fćreyjar (2378)

Ţriđja liđ Noregs fćr eingöngu ađ taka ţátt standi annars á stöku.

Liđin má nálgast á Chess-Results.

Heimasíđa Ólympíuskákmótsins. 


Adam Omarsson varđ í ţriđja sćti á barnamóti í Tékklandi

Adam Omarsson varđ í ţriđja sćti í sínum aldursflokki, međ fjóra vinninga af níu mögulegum á International Youth Chess Festival, sem lauk 20 júlí sl. í borginni BezmÄ›rov í Tékklandi.

Adam Omarsson (th) međ sín verđlaun.

Adam Omarsson (th) međ sín verđlaun.

Adam gekk brösulega til ađ byrja međ í mótinu og var ađeins međ 1 vinning eftir fyrstu sex umferđirnar. En svo gerđi hann sér lítiđ fyrir og vann síđustu ţrjár skákirnar og endađi eins og áđur sagđi međ fjóra vinninga. Tímamörkin voru 60 mín +30 sek á leik. Alls tóku 63 krakkar ţátt í mótinu og ţar af mörg af sterkustu skákkrökkum Tékklands.

Viđ upphaf loka umferđarinnar. Adam fremst.Viđ upphaf loka umferđarinnar. Adam fremst.

Adam, sem er ađeins 6 ára gamall og er sonur skák-hjónanna Lenku Ptacnikova og Omars Salama, tefldi í flokki-U7 ára á mótinu. Ađ sögn Lenku var Adam mjög ánćgđur međ árangurinn, en Adam tók ţátt í ţessu sama móti í fyrra og ţá fékk hann einn vinning af níu.

Skákhuginn.is óskar Adam til hamingju međ flottan árangur.

Mótiđ á Chess-results

Árangur Adams.


Ólympíufarinn: Elsa María Kristínardóttir

Elsa MaríaViđ höldum áfram međ kynningar á Ólympíuförunum. Í dag kynnum viđ til sögunnar Elsu Maríu Kristínardóttur, sem er varamađur í kvennaliđinu.

Nafn

Elsa María Kristínardóttir

Taflfélag

Huginn


Stađa


Varamađur

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Tók fyrst ţátt 2008, 2012 og svo núna :) 


Minnisstćđasta skák á Ólympíuskákmóti og ţá af hverju?

Skákin á móti Önnu Rudolf frá Ungverjalandi,  var međ kolunniđ fór úr plús 9 í mínus 18 í einum leik! Geri ađrir verr ;-)


Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Viđ vorum ađ tefla á móti Afríkuţjóđ og stelpan sem ég var ađ tefla viđ horfđi á mig í svona korter áđur en skákin byrjađi ţví henni fannst magnađ ađ ég vćri međ blá augu!

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Ađ viđ verđum í einhverju sćti fyrir ofan ţađ sem stigin segja til um.

Hverju spáir ţú fyrir um sigurvegara?

Armeníu í karla og Rússum í kvenna fyrst ţćr fengu ađ vera međ ;-)

Hver er/verđur ţinn undirbúningur fyrir Ól?

Landsliđsćfing einu sinni í viku og heimastúderingar :-)

Hefurđu áđur teflt fyrir norđan heimskautsbaug?

Neibb :-) 

Eitthvađ ađ lokum?

 :-D

Stofnađur hefur veriđ sér fćrsluflokkur á Skák.is ţar sem haldiđ er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.

Hjörvar međ 3,5 vinning eftir 4 umferđir í Andorra

Hjörvar Steinn í AndorraStórmeistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson (2535) hefur 3,5 vinning ađ loknum fjórum umferđum á Andorra Open en fjórđa umferđ fór fram í dag. Hjörvar gerđi ţá stutt jafntefli. Dagur Arngrímsson (2366) og Jón Trausti Harđarson (2045) hafa 3 vinninga en frammistađa ţess síđarnefnda hefur veriđ afar góđ.

Alls tekur 171 skákmađur frá 20 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 11 stórmeistarar. Hjörvar er nr. 7 í stigaröđ keppenda.



Hannes međ 3 vinninga eftir 5 umferđir - tvíburar gera ţađ gott í d-flokki.

Hannes Hlífar StefánssonStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2536) hefur 3  vinninga ađ loknum fimm umferđum á Czech Open en fimmta umferđ fór fram í dag. Hannes gerđi jafntefli í gćr og í dag. Tómas Björnsson (2144) hefur 2 vinninga.

Sigurđur Ingason (1868) sem teflir í b-flokki hefur 2 vinninga.

Tvíburarnir, Björn Hólm (1607) og Bárđur Örn Birkisson (1542) eru ađ gera ţađ sérdeilis gott í d-flokki. Ţeir hafa 4 vinninga og eru í 7.-24. sćti. Systir ţeirra, Freyja, hefur 1,5 vinning.

Alls taka 255 skákmenn frá 28 löndum ţátt í efsta flokki mótsins. Ţar af eru 34 stórmeistarar. Hannes er nr. 10 í stigaröđ keppenda.

Viltu taka ţátt í könnun um Reykjavíkurskákmótiđ? - Góđ verđlaun í bođi

HarpaSkáksambands Íslands hefur áhuga á ađ fá aukna sýn á viđhorf íslenskra skákmanna gagnvart fyrirkomulagi Reykjavíkurskákmótsins í ţeirri viđleitni ađ gera gott mót enn betra! Ţess vegna hefur veriđ útbúin könnun ţar sem viđhorf ţeirra er kannađ. Sambćrileg könnun hefur veriđ send til allra keppenda Reykjavíkurskákmótsins 2014 erlendra sem innlendra. Svarfrestur til 5. ágúst nk.

Könnunin er nafnlaus en ţeir sem kjósa geta skráđ nöfn sín og netfang og ţannig fariđ í pott sem SÍ mun draga úr ţrjá vinningshafa sem fá annađ hvort ókeypis ţátttöku í nćsta Reykjavíkurskákmóti eđa eina skákbók ađ eigin vali ađ fjárhćđ allt ađ 9.000 kr. hjá Skákbókasölu Sigurbjörns. Vinsamlegast athugiđ ađ umrćddir vinningar verđa ekki framseljanlegir.  

Könnunin


Alţjóđlegt skákstjóranámskeiđ hefst á fimmtudagin

fide_arbiters_seminar.jpgSkáksamband Íslands býđur upp á skákstjóra námskeiđ í lok júlí. Ţetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem bođiđ er upp á slíkt námskeiđ. Kennari á námskeiđinu verđur hinn virti egypski alţjóđlegi skákdómari Hassan Khalad en honum til ađstođar verđur Omar Salama. 

Nauđsynlegt er ađ sćkja slík námskeiđ til ađ öđlast alţjóđlega dómaragráđu. Ţeim sem vilja vera međal skákdómara á EM landsliđa á nćsta ári eru sérstaklega hvattir til ađ taka ţátt í námskeiđinu.

Skráning fer fram hér á Skák.is. Nánari upplýsingar veitir Omar Salama, omariscof@yahoo.com, 691 9804.

Ţátttökugjöld eru ađeins 10.000 kr. en til samanburđar er hefđbundiđ gjald á slík námskeiđ erlendis um €120.

Dagskrá námskeiđsins:

 

NoDay PeriodArticles
1Thursday24/7/201418:00  - 19:00Introduction - Arbiter´s Duties - Titles for Arbiters
2 24/7/201419:00 - 19:45Organizng Tournaments - Tournament Rules  - Time Systems 
3 24/7/201419:45 - 20:00Rest 
4 24/7/201420:00 - 21:00Tournaments´ formats - Round Robin - Swiss System 
5 24/7/201421:00 - 22:00Tie break Systems - prizes and Hort
6Friday25/7/201418:00  - 19:00Rating System for Rated and Unrated players
7 25/7/201419:00 - 19:45Players´ Titles - Chess Clocks - Equipments
8 25/7/201419:45 - 20:00Rest 
9 25/7/201420:00 - 21:00Swiss Manager - Part 1
10 25/7/201421:00 - 22:00Swiss Manager - Part 2
11Saturday26/7/201413:00  - 14:00Laws of Chess - Part 1
12 26/7/201414:00 - 14:45Laws of Chess - Part 2
13 26/7/201414:45 - 15:00Rest 
14 26/7/201415:00 - 16:00Laws of Chess - Part 3
15 26/7/201416:00 - 17:00Laws of Chess - Part 4
16Sunday27/7/201413:00  - 17:00Laws of Chess - Part 5
17 27/7/201414:00 - 14:45Laws of Chess - Part 6
18 27/7/201414:45 - 15:00Rest 
19 27/7/201415:00 - 16:00Laws of Chess - Examples and Quistions - Part 1
20 27/7/201416:00 - 17:00Laws of Chess - Examples and Quistions - Part 2
21Monday28/7/201417:00  - 18:45Changes of Laws of Chess + what should professional players know
22 28/7/201418:45 - 19:45Rest 
23 28/7/201419:15 - 21:15Test 
24 28/7/201421:15Closing Ceremony and Certificates

Ólympíufarinn: Helgi Ólafsson

Helgi Ólafsson viđ upphaf níundu umferđarÍ dag kynnum viđ til leiks aldurforsetann og reynsluboltann Helga Ólafsson. Helgi hefur teflt oftar á Ólympíuskákmótinu en nokkur annar Íslendingur og kemur nú til baka í liđiđ eftir átta ára fjarveru!

Nafn

Helgi Ólafsson

Taflfélag

Taflfélag Vestmannaeyja


Stađa

Fyrsti varamađur

Hvenćr tókstu fyrst ţátt á Ólympíuskákmót og hversu oft hefur ţú tekiđ ţátt?

Tefldi fyrst á OL í Haifa áriđ 1976. Hef teflt á 15 Ólympíumótum og veriđ liđsstjóri og ţjálfari tvisvar.

Minnisstćđasta skák á Ólympíuskákmóti og ţá af hverju?

Margar minnisstćđar. Held dálítiđ uppá sigra yfir Timman og og Hort á 1. borđi 1980 og 1984. 


Minnisstćđasta atvik á Ólympíuskákmóti?

Hugurinn leitar ţess dagana til fyrsta mótsins í Ísrael áriđ 1976. Ađ koma á biblíuslóđir í Betlehem, Jerúsalem, Getsemane-garđinn og sigla yfir Gennesaret - vatn var magnađ.

Hverjar eru ţínar vćntingar/vonir um gengi íslensku liđanna?

Hóflega bjartsýnn.  

 

Hverju spáir ţú fyrir um sigurvegara?

Armenía í opna flokknum og Kína í kvennaflokki.  

Hver er/verđur ţinn undirbúningur fyrir Ól?

Hef fariđ í nokkra langa göngutúra og stúderađ svolítiđ. Eins og ég er vanur.

 

Hefurđu áđur teflt fyrir norđan heimskautsbaug?

Já. Ég hef teflt í Grímsey áriđ 1981.

 

Eitthvađ ađ lokum?

Vona bara ađ hiđ alţjóđlega skáksamfélagiđ lifi og starfi eftir einkunnarorđum sínum: Gens una sumus.  

 

Stofnađur hefur veriđ sér fćrsluflokkur á Skák.is ţar sem haldiđ er utan um allar fréttir tengdar Ólympíuskákmótinu í Tromsö og FIDE-kosningunum.


Caruana og Wesley So sigurvegarar í Dortmund og Bergamo

Fabiano CaruanaTveimur stórmótum lauk í gćr. Caruana vann góđan sigur í Dortmund. Fór yfir 2800 skákstig á fyrsta skipti á ferlinum og er kominn í ţriđja sćtiđ á stigalistanum á eftir Carlsen og Aronian.

Wesley So sigrađi á ACP-mótinu sem lauk í Bergamo í Ítalíu í gćr. Wesley So er nú kominn í tólfta sćtiđ a stigalistanum. Ţađ er gaman ađ benda á ađ Caruna sigrađi á N1 Reyjavíkurskákmótinu áriđ 2012 og Wesley var međal sigurvegara áriđ 2013!

Dortmund

Röđ efstu manna

1. Caruana (2789) 5,5 v. af 7
2.-3. Leko (2737) og Meier (2632) 4 v.

Frammistađa Kramniks (2777) sem er tífalldur sigurvegari Dortmunds-mótsins vakti athygli. Hann hlaut 2,5 vinning og var nćstneđstur keppenda. Hann er dottinn niđur í tíunda sćtiđ á stigalistanum og ţarf vćntanlega ađ fara býsna langt aftur í tímann til ađ finna hann jafn neđarlega. 

ACP-mótiđ

Röđ efstu manna

1. Wesley So (2744) 4,5 v. af 6
2. Baadur Jobava (2713) 3,5 v.
3.-4. Almasi (2693) og Sutovsky (2620) 3 v.



Hjörvar, Dagur og Jón Trausti byrja vel í Andorra

Dagur ArngrímssonAndorra Open hófst í fyrradag í smáríkinu Andorra. Ţrír íslenskir skákmenn taka ţátt og ţar af eru tveir ţeirra rauđhćrđir. Fulltrúar Íslands eru stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2535), alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2366) og Jón Trausti Harđarson (2045). Eftir ţrjár umferđir hafa ţeir félagar 5,5 vinning af 6 mögulegum.

Hjörvar og Dagur hafa 2 vinninga en Jón Trausti 1,5 vinning. Í ţriđju umferđ sem fram fer í dag og hefst kl. 13:30 teflir Dagur viđ úkraínska stórmeistarann Andrey Vovk (2616) og verđur skák hans í beinni. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8779148

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband