Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Hannes međ jafntefli viđ Vitiugov - er í tíunda sćti

Hannes, Gummi og MöppetStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2573) gerđi jafntefli viđ rússneska ofurstórmeistarann Nikita Vitiugov (2735) í sjöundu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í Jerúsalem í dag. Hannes hefur 5 vinninga og er í tíunda sćti en 23 efstu sćtin gefa keppnisrétt á Heimsbikarmótinu í skák sem fer í Bakú í Aserbaídsjan í haust. 

Guđmundur Kjartansson (2484) vann heimamanninn David Gorodetzky (2210) og er í 104. sćti međ 4 vinninga.

Í áttundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ rússneska stórmeistarann Denis Khismatullin (2653) en Gummi teflir viđ moldavíska stórmeistarann Viorel Iordachescu (2659)

Alls taka 250 skákmenn frá 33 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 113 stórmeistarar. Hannes er nr. 84 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 116. Alls er tefldar 11 umferđir.


Fyrirlestur Arturs Jussupow á sunnudag

jussupow02Skáksamband Íslands og Skákskóli Íslands standa fyrir fyrirlestri frá Artur Jussupow sunnudagskvöldiđ 8. mars.

Jussupow sem var um árabil einn sterkasti skákmađur heims mun tefla á Reykjavíkurskákmótinu í ár. Í ţrígang komst hann í undanúrslit áskorendaeinvígjanna og var fastur gestur á sterkustu skákmótum hvers ár. Jussupow naut á sínum ferli ţjálfunar Mark Dvoretsky sem er talinn einn besti ţjálfari sögunnar og höfundur ţekktra bóka. Saman stóđu ţeir ađ stofnun skákskóla ţar sem m.a. Svidler og Movsesian námu.

Jussupow er höfundur bókaflokkanna "Build up your chess" og "Boost up your chess" sem hafa veriđ fáanlegir hjá Sigurbirni Björnssyni skákbókasala síđustu árin og eru talsvert notađir hér á landi viđ ţjálfun og kennslu.

Fyrirlestur Jussupow hefst klukkan 20:00 á sal Skákskólans ađ Faxafeni 12.

Fyrirlesturinn er ekki opinn en ţjálfarar međ FIDE-réttindi eru sérstaklega bođnir velkomnir en auk ţeirra hafa rétt til mćtingu tveir frá hverju skákfélagi. Ćskilegt er ađ ţeir sem hafi ekki FIDE-réttindi skrái sig í gegnum stjórnir sinna félaga.

Skráning á skaksamband@skaksamband.is fyrir föstudagshádegi.


Skákţing Hugins á Húsavík - Fjórir enn efstir

Skákţing HuginsStađa efstu manna á skákţingi Hugins á Húsavík breyttist ekkert eftir skákir 4. umferđar sem fram fór í gćr. Fjórir efstu menn áttust viđ og enduđu báđar skákirnar međ jafntefli. Í hinum tveimur viđureignunum áttust Ármann Olgeirsson og Sigurbjörn Ásmundsson viđ og Hlynur Snćr Viđarsson tefldi viđ Sam Rees. Ármann og Hlynur höfđu betur.

Skák Jóns Ađalsteins Hermannssonar og Ásgeirs Inga Unnsteinnssonar var tefld á laugardag og lauk henni međ sigri Jóns. Skák Ćvars Ákasonar og Hermanns Ađalsteinssonar fer fram í kvöld. Úrslit í ţeirri skák hefur ekki áhrif á stöđu efstu manna. Ađ henni lokinni verđur pörun 5. umferđar birt.

Smári Sigurđsson, Rúnar Ísleifsson, Hjörleifur Halldórsson og Jakob Sćvar Sigurđsson eru efstir á mótinu međ 3 vinninga hver.


Síđari hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 19.-21. mars

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2014-2015 fer fram dagana 19.-21 mars. nk. Mótiđ fer fram í Rimaskóla, Reykjavík.  Keppnin hefst (eingöngu í 1.deild) kl. 19.30 fimmtudaginn 19. mars. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 20. mars  kl. 20.00 og síđan  laugardaginn 21. mars. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. 

Ţau félög sem enn skulda ţátttökugjöld ţurfa ađ gera upp áđur en seinni hlutinn hefst.

Vakin er athygli á nýrri grein í reglugerđ.  Taflfélög í 1. deild eru beđin ađ tilkynna til SÍ nöfn skákstjóra sinna. 

  1. gr.

Framkvćmdanefnd Íslandsmóts skákfélaga, sem skipuđ er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveđur töfluröđ og skipar skákstjóra og umsjónarmenn Íslandsmóts skákfélaga.  Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber ađ útvega einn skákstjóra.  

Ţeir sem geta lánađ digital skákklukkur eru vinsamlega beđnir ađ svara og láta vita um fjölda.


Hannes međ góđan sigur á EM - er í fimmta sćti!

Hannes, Gummi og MöppetStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2573) vann góđan og sannfćrandi sigur á spćnska stórmeistaranum Ivan Salgado Lopez (2628) í sjöttu umferđ EM einstaklinga í Jerúsalem í dag. Hannes hefur 4˝ og er í 5.-25. sćti (fimmti á stigum). Hann er ađeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Hannes er ađeins annar tveimur skákmönnum úr Vestur-Evrópu međal 35 efstu manna. Hinn er Englendingurinn David Howell sem er í 20. sćti.

Á morgun teflir Hannes viđ rússneska ofurstórmeistarann Nikita Vitiugov (2735) sem er nćststigahćstur keppenda.

Guđmundur Kjartansson (2484) tapađi fyrir rússneska stórmeistarann Evgeny Romanov (2625) og hefur 3 vinninga og er í 110.-163. sćti (140. sćti á stigum).  Á morgun teflir hann viđ heimamanninn David Gorodetzky (2210).

Alls taka 250 skákmenn frá 33 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 113 stórmeistarar. Hannes er nr. 84 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 116. Alls er tefldar 11 umferđir.


Skákdeild Fjölnis stendur fyrir Sturlubúđum 7. og 8. mars

Sturlubudir2015hnapp

Áhugasömum skákkrökkum á grunnskólaaldri sem ćfa skák reglulega er bođiđ ađ taka ţátt í skákbúđum í Vatnaskógi helgina 7.–8. mars nk.

Ţađ er skákdeild Fjölnis í samstarfi viđ Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands sem stendur fyrir skákbúđunum í fjórđa sinn. Fyrri ţrjú  námskeiđin heppnuđust mjög vel bćđi hvađ varđar árangur og ánćgju. Kennarar verđa ţau Helgi Ólafsson, Lenka Ptacnikova, Stefán Bergsson og Björn Ívar Karlsson. Í Vatnaskógi er frábćr ađstađa fyrir starfsemi skákbúđanna, vistlegur svefnskáli sem rúmar alla undir einu ţaki, íţróttahús, tómstundaađstađa og góđur matur í matar-og kaffihléum. Ađeins er reiknađ međ 40 ţátttakendum og ţví rétt ađ áhugasamir skákkrakkar skrái sig sem fyrst á skrifstofu Skáksambands Íslands s. 568 9141 eđa í tölvupósti á netfangiđ skaksamband@skáksamband.is. til ađ missa ekki af ţessum einstćđa viđburđi. Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölnis og fararstjóri svarar upplýsingum í síma 664 8320.

IMG_3529

Verđ á hvern ţátttakanda er 7500 kr fyrir ţessa tvo daga. Innifaliđ í gjaldinu er allur matur, kennsla, skálaleiga, ţátttaka í Góu páskaeggjaskákmótinu og viđurkenningar. Rútuferđ fram og til baka kostar 2500 kr til viđbótar. Kostnađur ţví alls 10.000 kr. Í síđustu skákbúđum sem haldnar voru ađ Úlfljótsvatni í febrúar 2014 greiddu nokkur skákfélög hluta gjaldsins fyrir sína félaga.

Sturlubúđir eru kenndar viđ Sturlu Pétursson skákfrömuđ sem ţjálfađi unga og efnilega skákkrakka um og eftir miđja síđustu öld og er alnafni hans styrktarađili Fjölnis viđ framkvćmd skákbúđanna. Lagt er af stađ frá BSÍ / N1 kl. 10 á laugardagsmorgni og komiđ til baka kl. 15:45 á sunnudegi.

Sjá nánar PDF-viđhengi.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák

Skáksamband ÍslandsÁskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer fram um páskanna. Mótiđ fer fram á höfuđborgarsvćđinu og verđur nánari stađsetning mótsins tilkynnt síđar.

Dagskrá mótsins er sem hér segir:

  • 1. umferđ, Föstudagurinn, 27. mars 
  • 2. umferđ, Laugardagurinn, 28. mars
  • 3. umferđ, Laugardaginn, 28. mars
  • 4. umferđ, ţriđjudaginn 31. mars
  • 5. umferđ, miđvikudaginn, 1. apríl
  • 6. umferđ, föstudagurinn (langi), 3. apríl
  • 7. umferđ, föstudagurinn (langi), 3. apríl
  • 8. umferđ, laugardagurinn, 4. apríl
  • 9. umferđ, sunnudagurinn, 5. apríl.

Nánara fyrirkomlagi mótsins verđur tilkynnt á nćstu dögum.

Landsliđsflokkur fer fram í maí nk. og verđur nánara fyrirkomulag tilkynnt fljótlega.

 

 


Atkvöld hjá Hugin í kvöld - viltu tefla viđ Mamedyarov?

Shakhriyar Mamedyarov Mánudaginn  2. mars 2015 verđur atkvöld hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.  Auk ţess gefur efsta sćtiđ á atkvöldinu ţátttökuréttt í fjöltefli Mamedyarovs sem fram fer um morguninn fimmtudaginn 12. mars í Gamma.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Skáksprengja í Grafarvogi. 115 grunnskólanemendur mćttu á Skákhátíđ Rótarý og Fjölnis

IMG 6190

Ţađ fór vel á ţví ađ efnilegustu skákmenn Íslands, ţau Vignir Vatnar Stefánsson og Nansý Davíđsdóttir, kćmu hnífjöfn í mark međ fullt hús á gífurlega fjölmennu barna-og unglingaskákmóti sem Rótarýklúbburinn Reykjavík Grafarvogur og Skákdeild Fjölnis héldu í Rimaskóla í gćr.

Já slíkur var fjöldinn ađ ţessi tvö efstu náđu ekki ađ tefla saman í ţeim sex umferđum sem tefldar voru. Skákhátíđin í Rimaskóla togađi til sín 115 grunnskólakrakka á öllum aldri, drengi og stúlkur. Ábyggilega hafa glćsilegir vinningar og ekki síđur pítsuveislan og ókeypis bíómiđi haft sitt ađ segja ţví allt var ţetta í bođi Rótarýklúbbsins.

IMG 6170

 

Jón L. Árnason stórmeistari og heimsmeistari unglinga áriđ 1977 og rótarýfélagi var heiđursgestur mótsins og lék fyrsta leikinn fyrir Óskar Hákonarson í skák hans viđ Vigni Vatnar. Í framhaldinu hófst taflmennskan út um allan sal og inn um ganga Rimaskóla. Mótiđ gekk einstaklega vel fyrir sig ţrátt fyrir hálftíma seinkun viđ innritun ţegar löng röđ myndađist viđ skráningarborđiđ.

Eftir fjórar umferđir var öllum keppendum bođiđ upp á pítsur og safa sem runnu ljúft niđur í skákmeistarana. Strax ađ móti loknu fór fram glćsileg verđlaunahátíđ. Tíu efstu skákmenn mótsins og ţrjár efstu stúlkurnar fengu gjafabréf upp á 4000 - 5000 kr. Auk ţess voru dregnir út sjö happadrćttisvinningar frá nammibar Hagkaups. Allir 115 keppendurnir luku keppni međ glćsibrag og fengu ókeypis bíómiđa í Laugarásbíó ađ launum.

IMG 6188

Rótarýklúbburinn Reykjavík Grafarvogur á heiđur skiliđ fyrir frábćran stuđning viđ unga og áhugasama skákkrakka. Ţeir voru fjölmennir á mótsstađ, röđuđu upp, bćttu endalaust viđ borđum, stóđu vel ađ pítsuafgreiđslunni og ađstođuđu yngstu skákmennina ţegar ţörf var á. Rótarýklúbburinn var međ ţessari skákhátíđ ađ halda upp á Rótarýdaginn og vöktu um leiđ athygli á fyrirmyndar félagsstarfi í hverfinu. Ţar völdu ţeir Skákdeild Fjölnis og undirbjuggu hátíđarhöldin í samstarfi viđ Helga Árnason formann skákdeildarinnar sem var skákstjóri ásamt Páli Sigurđssyni

Í verđlaunasćtum auk ţeirra Vignis Vatnars og Nansýjar voru ţeir Dawid Kolka Álfhólsskóla, brćđurnir Óskar Víkingur og Stefán Orri Davíđssynir Ölduselsskóla, Jóhann Arnar Finnsson og Joshua Davíđsson úr Rimaskóla, Alexander Mai Laugarnesskóla, Benedikt Ţórisson og Arnar M. Heiđarsson Hörđuvallaskóla. Ţćr Andrea Rut Friđriksdóttir Rimaskóla og Elsa Kristín Arnaldardóttir Hofsstađaskóla hlutu 2. og 3. verđlaun stúlkna og er frammistađa ţeirrar fyrrnefndu athyglisverđ ţví ađ hún var ađ taka ţátt í sínu fyrsta skákmóti. 

Sjá Chess-Results og myndaalbúm (HÁ)


Gummi međ sigur - Hannes međ jafntefli

Guđmundur Kjartansson (2484) vann Ísraelsmanninn Sam Drori (2173) í sjöttu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í Jerúsalem í dag. Hannes Hlífar Stefánsson (2573) gerđi hins vegar öruggt jafntefli viđ rússneska stórmeistarann Ivan Popov (2629). Hannes hefur 3,5 vinning og er í 17.-59. sćti (17. á stigum) en Gummi hefur 3 vinninga og er í 60.-117. sćti (110. á stigum). 

Úkraínski stórmeistarinn Anton Korobov (2687) er einn efstur međ 4,5 vinning.

Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ spćnska stórmeistarann Ivan Salgado Lopez (2628) en Gummi viđ rússneska stórmeistarann Evgeny Romanov (2625).

Alls taka 250 skákmenn frá 33 löndum ţátt í mótinu. Ţar af eru 113 stórmeistarar. Hannes er nr. 84 í stigaröđ keppenda en Guđmundur er nr. 116. Alls er tefldar 11 umferđir.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 22
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 117
  • Frá upphafi: 8778840

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband