Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Barna Blitzi frestađ

Úrslitum Barna Blitzins sem átti ađ hefjast í dag kl. 12 hefur veriđ frestađ vegna veđurs. Ţađ fer fram á morgun á sama tíma, ţ.e. hefst kl. 12.


Reykjavíkurskákmótiđ: Shakhriyar Mamedyarov efstur međ fullt hús - Jón Viktor vann Grandelius

Nóg var um ađ vera á Reykjavíkurskákmótinu í dag. Sex skákmenn voru međ fullt hús fyrir umferđina en ađeins einn 100% mađur stóđ eftir ađ henni lokinni – Stórmeistarinn Shakhriyar Hamid oglu Mammadyarov (2756) sem jafnframt er stigahćsti mađur mótsins.

 

stadan_5umf

Stöđuna má skođa nánar hér.

Ţađ kom í hlut stórmeistarans íslenska, Hjörvars Steins Grétarssonar ađ etja kappi viđ Shak ađ ţessu sinni og reynist ţađ hlutskipti okkar manni erfitt. Svo virđist sem Hjörvar hafi lent í stöđulegum fingurbrjót og fékk fljótlega tapađ tafl. Shak mćtti í myndver og skýrđi skákina fyrir Fionu Steil-Antoni.

Norđmađurinn ungi – IM Aryan Tari (2509) átti góđa skák í dag gegn FM Kazim Gulimali. Hann mćtti einnig í myndver og fór yfir skákina međ Ingvari.

 

Líkt og fyrri daginn var talsvert af óvćntum úrslitum. Á 2. borđi mátti stórmeistarinn Pavel Eljanov (2727) sćtta sig viđ jafntefli viđ IM Jacek Stopa (2544) eftir ađ hafa veriđ međ betra. Ţá er norđmađur nr. 2, GM Jon Ludvig Hammer (2651) líklega ósáttur viđ jafntefli gegn IM Taniu Sachdev (2404). Okkar mađur, stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2530) ţurfti einnig ađ sćtta sig viđ jafntefli, gegn kvennstórmeistaranum međ langa nafniđ, WGM Sarasadat Khademalsharieh (2357).

En ţađ var okkar mađur, IM Jón Viktor Gunnarsson sem stal senunni í dag eins og í gćr, en nú lagđi hann svíann GM Nils Grandelius (2603) eftir hárbeitta sókn.

jon_viktor_gawain_jones

GM Gawain Jones og IM Jón Viktor etja kappi í 4. umferđ

IM Jón Viktor Gunnarsson (2443) hefur fariđ mikinn í Reykjavíkurmótinu og reyndar mótum almenn á ţessu ári og teflir eins og sá sem valdiđ hefur. Varla ţarf ađ minna á jafntefli viđ GM David Navara í 3. umferđ og sigur gegn GM Gawain Jones í ţeirri 4.. Í dag tefldi Jón viđ sćnska stórmeistarann Nils Grandelius (2603). Upp kom Sikileyjarvörn, n.t.t. scheveningen afbrigđi sem kennt er viđ hverfiđ Scheveningen í Belgíu og einkennist af leikjaröđinni 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6. Leikjaröđin var reyndar ađeins öđruvísi í skák dagsins, en niđurstađan verđur sú sama.

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. Be2 Dc7 8. Dd2 b5 9. a3 Bb7 10. f3 Rc6 11. g4 Be7 12. g5 Rd7 13. h4 Rce5 14. 0-0-0 Rb6

jon_viktor_stodumynd1

Skákstíll Jóns í Reykjavíkurskákmótinu einkennist af gríđarlegu sjálfstrausti og áhyggjuleysi – hann einfaldlega teflir stöđuna og er til í ađ sanna ađ hann sé betri en andstćđingurinn. Ákvörđunin sem hann tekur í stöđunni er afar lýsandi – 15. Rdxb5!. Leikurinn hefur aldrei sést áđur í stöđunni, en ţemađ er vel ţekkt. Sem dćmi má nefna ađ fórnin ţekkist vel í Sveshnikov afbrigđi Sikileyjarvarnar og vafalaust fleiri afbrigđum sem greinarhöfundur kann ekki skil á. Hugmyndin er ađ sjálfsögđu ađ gefa mann fyrir ţrjú samstćđ frípeđ og leika ţeim svo upp borđiđ ţar til eitt ţeirra kemst í mark.

15..axb5 16. Rxb5 Dc6 17. Bxb6 Dxb6 18. Rxd6+ Bxd6 19. Dxd6 Dxd6 20. Hxd6

jon_viktor_stodumynd2

Áćtlun hvíts gekk upp og ţrjú samstćđ frípeđ eru stađreynd.

20.. Ke7 21. Hhd1 Hhc8 22. c3 Bc6 23. h5 Rd7 24. H1d2 Ha5 25. g6

jon_viktor_stodumynd3

Svartur hefur gert ţađ sem hann getur til ađ stöđva framgöngu frípeđana á drottningarvćngnum og sćkir nú á veikleika hvítu stöđunnar á kóngsvćng. Hvítur verđur ađ gefa peđ en heldur sókn sinni áfram. Álitamál er hvort svartur hafi tíma til ađ sćkja veika peđiđ á h5 – ţađ á eftir ađ koma í ljós.

25.. Hxh5 26. gxf7! Rf8 27. b4 Hh1+ 28. Kb2 h5 29. Ba6 Hc7 30. b5!

jon_viktor_stodumynd4

Nú kemur í ljós ađ svarti hrókurinn á h1 er eins og álfur út úr hól – Svartur vann sannarlega peđ (kannski), en fórnarkostnađurinn reyndist hár. Drottningarvćngurinn er ađ falla saman. Eftir b5 á Biskupinn á c6 enga góđa reiti og Nils ákveđur ađ hann verđi ađ gefa hann fyrir peđ – eitt peđ!

30.. Bxb5 31. Bxb5 h4 32. a4 h3 33. Hd1 Hh2+ 34. H6d2 Hxd2+ 35. Hxd2

jon_viktor_stodumynd5

Hvítur er tveim peđum yfir og stađan hlýtur ađ vera vonlaust fyrir svartan – Hann reynir ţó ađ klóra í bakkann.

35.. Rg6 36. a5 Re5 37. a6 Rxf3??

jon_viktor_stodumynd6

Tempó eru dýrmćt. Svartur hafđi ekki tíma til ađ taka peđiđ á f7 ţví áćtlun hvíts er svo einföld – leika peđunum upp borđiđ. Svartur reyndi ađ virkja riddarann sinn sem var á f8 og hefur nú drepiđ peđ á f3 – hann ber ţá von í brjósti ađ honum takist ađ leika h2 og búa sér til mótspil. Ţađ er um seinan. Hvítur á einfalda vinningsleiđ sem Jón Viktor sá ađ sjálfsögđu, ţrátt fyrir talsvert tímahrak.

38. Hf2! Hc5 39. c4 gefiđ.

jon_viktor_stodumynd7

39.. Hh5 dugar ekki. Hvítur vekur einfaldlega upp peđ (40. F8=D) sem verđur ađ drepa og leikur t.d. a7 og peđiđ fer upp í borđ.

IM  Jón Viktor Gunnarsson (2443) 1-0 GM Nils Grandelius (2603)

 

Óvćnt úrslit

Engin skortur er á óvćntum úrslitum. Okkar fólk átti ađ sjálfsgöđu vćna sneiđ af ţeirri köku:

IM Jón Viktor átti ađ sjálfsögđu „stćrsta“ sigurinn í ţeirri kategoríu en viđ eigum fleiri.

Aron Thor Mai (1320), sem gerđi jafntefli viđ rúmlega 1700 stiga mann í gćr (4. umferđ) bćtti um betur og gerđi nú jafntefli viđ rúmlega 1800 stiga mann. Hann er ađ bćta viđ sig rúmlega 40 stigum og á greinilega nóg inni!

Hilmir Freyr Heimisson (1861) vann góđan sigur gegn rúmlega 2100 stiga manni, í annađ skiptiđ í mótinu sem hann gerir slíkt. Hann er ađ moka inn stigum og er í rúmlega 60 stiga gróđa eins og er.

Stelpurnar eru ađ standa sig afar vel. Ţannig náđu Veronika Steinun, Hrund Hauksdóttir, Ulker Gasanova og Nansý allar góđum úrslitum og eru ađ standa sig afar vel. Veronika Steinun er ađ bćta viđ sig 80 skákstigum!

Fjölmargir ađrir eru vitanlega ađ standa sig afar vel. Ţeirra árangur má skođa nánar hér.

 

Stórsigrar dagsins:

  • Kristján Eđvarđsson (2176) vann IM Marin Daniel Pulvett (2434)
  • Símon Ţórhallsson (2009) vann Magnus Wahlbom (2278)
  • Loftur Baldvinsson (1945) vann Max Arnold (2189)
  • Hilmir Freyr Heimisson (1861) vann Gonzales Alfonso Gonzalez (2122)
  • Agnar T Möller (1806) vann WGM Sabinu-Fransescu Foisor (2279)
  • Veronika Steinun Magnúsdóttir (1571) vann Ólaf Gísla Jónsson (1889)
  • Hrund Hauksdóttir (1692) vann Sven Erik Lurdalen (1824)

 

Óvćnt jafntefli dagsins:

  • Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2230) gerđi jafntefli viđ GM Ralf Akesson (2456)
  • Páll G Jónsson (1833) gerđi jafntefli viđ Gunnar Stray (2065)
  • Dagur Kjartansson (1756) gerđi jafntefli viđ Tom Skovgaard (2042)
  • Guđmundur Kristinn Lee (1676) gerđi jafntefli viđ Gauta Pál Jónsson (1968)
  • Birkir Karl Sigurđsson (1767) gerđi jafntefli viđ Kris Klausen (1937)
  • Ulker Gasanova (1645) gerđi jafntefli viđ Martin Sandberg (1889)
  • Nansý Davíđsdóttir (1641) gerđi jafntefli viđ David Kenney (1885)
  • Birgir Örn Steingrímsson (1669) gerđi jafntefli viđ Michael Marshall (1844)
  • Aron Thor Mai (1320) gerđi jafntefli viđ John Nicholson (1808)
  • Og Joshua Davíđsson (1261) gerđi jafntefli viđ Pal Nordquelle (1559)

 

Óvćnt úrslit 5. umferđar

  1. GM Pavel Eljanov (2727) ˝ ˝ IM Jacek Stopa (2544)
  2. IM Jón Viktor Gunnarsson (2443) 1-0 GM Nils Granelius (2603)
  3. WGM Sarasadat Khamdemalsharieh (2357) ˝ ˝ GM Héđinn Steingrímsson (2530)
  4. IM Tania Sachdev (2404) ˝ ˝ GM Jon Ludvig Hammer (2651)
  5. IM Justin Sarkar (2376) 1-0 GM Allan Rassmussen (2532)
  6. Grant W Bucher (2087) ˝ ˝ GM Ţröstur Ţórhallsson (2428)
  7. GM Ralf Akesson (2456) ˝ ˝ Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2230)
  8. IM Marin Daniel Pulvett (2434) 0-1 Kristján Eđvarđsson (2176)
  9. IM Gerard Welling (2355) ˝ ˝ Jason Kenney (2104)
  10. Eivind X Djurhuus (2077) 1-0 GM Johannes Haug (2339)
  11. Magnus Wahlbom (2278) 0-1 Símon Ţórhallson (2009)
  12. Ragnar Edvardsen (2001) ˝ ˝ Jón Kristinsson (2251)
  13. Joerg Mehringer (1955) ˝ ˝ FM Ali Morshedi (2211)
  14. Pawel Babijczuck (1950) 1-0 Thomas Scho-Moldt (2211)
  15. Loftur Baldvinsson (1945) 1-0 Max Arnold (2189)
  16. WFM Qiyu Zhou (2182) 0-1 Michael T Masungwini (1972)
  17. Hrafn Loftsson (2171) ˝ ˝ Peter Korning (1944)
  18. Gerd Densing (1903) ˝ ˝ Adam Brzezinski (2150)
  19. Hilmir Freyr Heimisson (1861) 1-0 Gonzalez Gonzalez Alfonso (2122)
  20. Páll G Jónsson (1833) ˝ ˝ Gunnar Stray (2065)
  21. Eric De Winter (1776) ˝ ˝ Yuri Eijk (2062)
  22. Bartoz Miszkielo (1694) ˝ ˝ Lopez Jaime Martinez (2044)
  23. Tom Skovgaard (2042) ˝ ˝ Dagur Kjartansson (1756)
  24. Agnar T Möller (1806) 1-0 WGM Sabina-Francesca Foisor (2279)
  25. Ruddy T Sibiya (1784) 1-0 Gunnar Freyr Rúnarsson (2049)
  26. Guđmundur Kristinn Lee (1676) ˝ ˝ Gauti Páll Jónsson (1968)
  27. Kris Klausen (1937) ˝ ˝ Birkir Karl Sigurđsson (1767)
  28. Veronika Steinun Magnúsdóttir (1571) 1-0 Ólafur Gísli Jónsson (1899)
  29. Martin Sandberg (1889) ˝ ˝ Ulker Gasanova (1645)
  30. David Kenney (1885) ˝ ˝ Nansy Davíđsdóttir (1641)
  31. Otto Milvang (1872) ˝ ˝ Torge Ugland (1636)
  32. Michael Marshall (1844) ˝ ˝ Birgir Örn Steingrímsson (1669)
  33. Wojciech Babijczuk (1549) 1-0 Gerd Mier (1868)
  34. Sven Erik Lurdalen (1824) 0-1 Hrund Hauksdóttir (1692)
  35. Aron Thor Mai (1320) ˝ ˝ John Nicholson (1808)
  36. John Ontiveros (1774) 0-1 August Klofsrud (1571)
  37. Pal Nordquelle (1559) ˝ ˝ Joshua Davíđsson (1216)

 

Pörun í 6. umferđ

Pörun 6. umferđar liggur fyrir og er ţannig:

rodun_6_umferd

Hana má skođa nánar hér.

Skákir mótsins, til og međ 4. umferđ eru nú ađgengilegar á heimasíđu mótsins.


Laugardagsćfingar Taflfélags Reykjavíkur falla niđur á morgun vegna veđurs

Vegna mjög slćmrar veđurspár fyrir morgundaginn og viđvörunar frá veđurstofu falla allar ćfingar taflfélagsins niđur á morgun, laugardaginn 14. mars. 
 
 

Reykjavíkurskákmótiđ: 5. umferđ í fullum gangi - Skákskýringar og Pub Quiz

5. umferđ Reykjavíkurskákmóstins er í fullum gangi.

Margar spennandi viđureignir eru í gangi, í dćmaskyni mćtti nefna:

Shakhriyar Mamedyarov og Hjörvar Steinn Grétarsson

David Navara og Artur Jussupow

Jón Viktor Gunnarsson og Nils Grandelius

og margar fleiri!

rodun_5umf

Hér má skođa pörunina

Beinar útsendingar eru hér (skákirnar) og hér (sjónvarp)

Stuttmynd Vijay Kumar frá 4. umferđ er líka komin!

Skáksýringar

Bođiđ er upp á skáksýringar okkar helstu meistara á skákstađ og hefjast ţćr um kl. 17

Í dag verđur stórmeistarinn Helgi Ólafsson međ skýringar.

Á morgun, laugardag er ţađ stórmeistarinn Jóhann Hjartarsson og á sunnudag mćtir stórmeistarinn Jón L. Árnason.

Pub Quiz í kvöld kl. 22

Hiđ árlega og gríđarlega vinsćla Reykjavik Open Pup Quiz fer fram í kvöld. Keppnin byrjar 22:00 og ţarf ađ mćta tímanlega. Keppnin fer fram áHótel Plaza viđ Ingólfstorg, sal á fyrstu hćđinni.

Búast má viđ gríđarlegri góđri ţátttöku og mikilli stemmingu enda hápunktur sérviđburđa mótsins.

Tveir og tveir saman í liđi. Menn geta fundiđ sér á félaga á stađnum. 

 

Hliđarviđburđir eru tíundađir á heimasíđu mótsins hér

 


Pálmi Sighvats er skákmeistari Skagafjarđar

Skákţing SkagafjarđarLokaumferđ Skákţings Skagafjarđar 2015 – Landsbankamótsins var háđ í gćr. Ljóst var ađ ţađ stefndi í harđa baráttu um sigursćtiđ á mótinu en ţrír efstu menn gátu gert sér vonir um ađ hreppa titilinn „Skákmeistari Skagafjarđar 2015“. Pálmi tefldi af miklu öryggi á mótinu og lagđi Birki Má Magnússon í lokaumferđinni. Hlaut hann ţar međ 4˝ vinning úr 5 umferđum og efsta sćtiđ. Frábćr árangur hjá Pálma.

Jón Arnljótsson hafđi betur gegn Ţór Hjaltalín og fór viđ ţađ upp í annađ sćtiđ međ 4 vinninga. Ţeir Birkir og Jakob Sćvar Sigurđsson urđu jafnir međ 3 vinninga en Birkir reyndist hćrri á stigum og hlaut ţví ţriđja sćtiđ. Mótiđ var vel sótt, en alls tóku 12 skákmenn ţátt.

Ánćgjulegt er ađ sjá hina góđu ţátttöku Siglfirđinga og Fljótamanna en ţeir ţurftu ađ fara um langan veg til ađ komast á mótsstađ. Mót sem ţetta er mikil lyftistöng fyrir skáklíf í hérađinu og góđ upphitun fyrir Íslandsmót skákfélaga sem nú er framundan, en bćđi Skákfélag Sauđárkróks og Skákfélag Siglufjarđar tefla ţar fram sveitum.

Mótsstjórn vill ađ lokum ţakka ţátttakendum fyrir skemmtilegt mót og drengilega keppni. Einnig viljum viđ ţakka Skáksambandi Íslands fyrir veitta ađstođ og Landsbanka Íslands fyrir góđan stuđning viđ mótiđ. Úrslit á mótinu má sjá á eftirfarandi vefslóđ:  http://chess-results.com/Tnr161398.aspx?lan=1    


Róbert sigrađi á Vin Open - Afmćlismóti Finns Kr. Finnssonar

Vigdís - Finnur og RóbertRóbert Lagerman sigrađi á Vin Open, afmćlismóti Finns Kr. Finnssonar, sem Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn efndu til á mánudag. Finnur varđ áttrćđur í febrúar en hann hefur um árabil auđgađ skáklífiđ á Íslandi, jafnt međ keppni og kennslu. Heiđursgestur á afmćlismótinu var frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands.

Mótiđ hófst međ rćđu Róberts, sem er forseti Vinaskákfélagsins og varaforseti Hróksins. Hann sagđi afar ánćgjulegt ađ fá tćkifćri til ađ heiđra heiđursmanninn hógvćra, Finn Kr. Finnsson sem sjaldan lćtur sig vanta á stórmótin í Vin og er auk ţess driffjöđur í skáklífi eldri borgara.

Frú Vigdís lék svo fyrsta leikinn fyrir afmćlisbarniđ. Sjálf kann Vigdís góđ skil á leyndardómum skáklistarinnar, enda lćrđi hún ung ađ tefla. Gestir Vinjar og ađrir keppendur á mótinu kunnu svo sannarlega vel ađ meta heimsókn hins ástsćla forseta, og gaf Vigdís sér góđan tíma til ađ fylgjast međ mótinu og kynna sér starfiđ í Vin.

Róbert sigrađi á mótinu eftir uppgjör viđ Sćbjörn Guđfinnsson, sem stóđ sig međ miklum glćsibrag og hreppti silfriđ, en ţriđji varđ hinn harđsnúni Ţorvarđur Ólafsson. 

Sigurvegarar hlutu nýjar bćkur í verđlaun og afmćlisbarniđ fékk ađ sjálfsögđu bók líka. 

Afmćlismót Finns var jafnframt einn af sérviđburđum hinnar miklu skákveislu í kringum Reykjavíkurskákmótiđ og á mótinu var m.a. teflt um keppnisrétt í fjöltefli viđ hinn mikla meistara Shakriyar Mammadyarov. 

Róbert ákvađ ađ hiđ eftirsóknarverđa sćti í fjölteflinu viđ skáksnillinginn frá Azerbćjan kćmu í hlut Harđar Jónassonar, sem er einn ötulasti liđsmađur Vinaskákfélagsins. Hörđur sýndi hug sinn í verki til Vinaskákfélagsins á dögunum ţegar hann borgađi tífalt árgjald til félagsins!

Afmćlismót Finns Kr. var skemmtileg veisla í alla stađi og ađ vanda var bođiđ upp á ljúffengar veitingar.

Lokastađan og fleiri myndir á heimasíđu Hróksins.


Skákmót öđlinga hefst 25. mars

Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 25. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Skákmót öđlinga verđur nú haldiđ í 24. sinn. Núverandi Skákmeistari öđlinga er alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason.
 
Dagskrá:
  • 1. umferđ miđvikudag 25. mars kl. 19.30

  • 2. umferđ miđvikudag 8. apríl kl. 19.30

  • 3. umferđ miđvikudag 15. apríl kl. 19.30

  • 4. umferđ miđvikudag 22. apríl kl. 19.30

  • 5. umferđ miđvikudag 29. apríl kl. 19.30

  • 6. umferđ miđvikudag 6. maí kl. 19.30

  • 7. umferđ miđvikudag 13. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 20. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi. 

Skráning fer fram hér.

Hér er hćgt ađ fylgjast međ skráningu.


Reykjavik Open Pup Quiz fer fram í kvöld.

Jón Gunnar Jónsson and Ingvar Ţór JóhannessonHiđ árlega og gríđarlega vinsćla Reykjavik Open Pup Quiz fer fram í kvöld. Keppnin byrjar 22:00 og ţarf ađ mćta tímanlega. Keppnin fer fram á Hótel Plaza viđ Ingólfstorg, sal á fyrstu hćđinni.

Búast má viđ gríđarlegri góđri ţátttöku og mikilli stemmingu enda hápunktur sérviđburđa mótsins.

Tveir og tveir saman í liđi. Menn geta fundiđ sér á félaga á stađnum. 

 

 

 


Reykjavíkurskákmótiđ: Hjörvar Steinn međ fullt hús - Jón Viktor lagđi Gawain Jones og Jón Kristinn međ stórmeistarajafntefli

Óhćtt er ađ segja ađ umferđ dagsins á Reykjavíkurskákmótinu hafi bođiđ upp á allt – Stórsigra, frábćr úrslit, afleiki, fléttur og allt ţar á milli.

Sex skákmenn eru enn međ fullt hús eftir fjórar umferđir. Ţeir eru:

  • GM Shakhriyar Mamedyarov (2756)
  • GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2554)
  • GM Pavel Eljanov (2727)
  • IM Javek Stopa (2544)
  • GM Alexandr Fier (2601)
  • GM Rui Gao (2533)

stadan_eftir_4

Nánar má skođa stöđuna hér.

Ţađ blés ekki eins byrlega og fyrri daginn fyrir frćndur okkar norđmenn, ţví allir sem voru međ fullt hús töpuđu sínum viđureignum. Einn úr ţeirra hópi stendur sig ţó framar áćtlunum, hr. Carlsen! - Nei ekki sá, heldur pabbi hans Magnúsar, Henrik Carlsen. Hann hefur náđ afar hagstćđum úrslitum og mokar inn skákstigum. Hvađ er eiginlega í vatninu heima hjá ţeim feđgum?

henrik_carlsen

 

Magnús Carlsen mćtir!

Heimsmeistarinn sjálfur mćtir til leiks á skákstađ á morgun. Ekki missa af ţví!

FM Lars Oskar Hauge (2380) sem vann stórmeistara í gćr í ađeins 19 leikjum, fékk ákjósanlega stöđu gegn GM Alexandr Fier (2601), vann peđ og virtist líklegur, en missteig sig í miđtaflinu og tapađi.

 

Okkar menn áttu jafnframt erfitt uppdráttar gegn ţeim sterkustu, en GM Héđinn Steingrímsson (2530) tapađi fyrir stigahćsta manni mótsins, GM Shakhriyar Mamedyarov (2756). Ţá tapađi stórmeistarinn Stefán Kristjánsson fyrir GM David Navara (2736) í gríđarlega flókinni skák ţar sem báđir áttu sénsa. David Navara mćtti í myndver og skýrđi skákina fyrir Fionu Steil-Antoni og heimsbyggđinni allri í ítarlegu innslagi.

David sló á létta strengi í viđtalinu og sagđi eftirfarandi sem varđ Tístheimi ađ yrkisefni:

 

 

hjorvar

GM Hjörvar Steinn Grétarsson

Okkar menn áttu margir góđar skákir. Einhvers stađar verđur ađ byrja og liggur beinast viđ ađ hefja leikinn á 100% mönnunum. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2554) fékk ákjósanlega sóknarstöđu og lét ekki bjóđa sér ţađ tvisvar.

hjorvar_steinn_stada

Í 14. leik lék Hjörvar g5 og hvítur var svo gott sem varnarlaus gegn liđsafla svarts. Góđur sigur hjá Hjörvari sem er međ fullt hús og eđli máls skv. í hópi efstu manna.

 

jon_viktor

IM Jón Viktor Gunnarsson

IM Jón Viktor Gunnarsson (2443) er í hörku formi ţessa dagana og blés til sóknar gegn stórmeistaranum Gawain Jones (2642). Glöggir lesendur muna vafalaust ađ Jón gerđi jafntefli viđ GM David Navara (2736) í 3. umferđ í gćr.  

gawain_jonviktor_stada

32..e4

Frá upphafi var ljóst ađ Jón Viktor ćtlađi sér ađ sćkja fast ađ Gawain. Eftir nokkuđ ţunga sókn virtist sem ró vćri ađ fćrast yfir og niđurstađan yrđi jafntefli. Jón var ţó ekki alveg tilbúinn ađ samţykkja ţađ og fórnađi peđi til ađ virkja biskupinn sinn.

gawain_jonviktor_stada2

38.. exd3

Eftir 38. leik hvíts virtist sem svo ađ ţráskák yrđi niđurstađan, stađan var ađ vísu afar flókin, en varla fyrir hvern sem er ađ sjá í gegnum allar flćkjurnar. Jón Viktor lét ţađ sem vind um eyru ţjóta og drap á d3 og hótar ađ vekja upp drottningu í framhaldinu.

gawain_jonviktor_stada3

Áfram var skákađ og virtist fátt koma í veg fyrir jafntefli – Ţá varđ Gawain á ađ gera mistök, hann lék 43. Kh3 og leyfđi skák međ drottningu á h6. Hví er ţađ mikilvćgt – jú, ţađ valdar f8, reitinn sem hvítur ţarf ađ geta notađ til ađ ţráskáka (ţráleika). Mögulega hefđi svartur unniđ ţrátt fyrir ţessi mistök, en greinarhöfundur viđurkennir fúslega ađ skilja ekkert í stöđunni fram ađ ţessu.

gawain_jonviktor_stada4

  1. Dxd4

Nú er fátt um fína drćtti. Svartur á leik og lék Dxg6 skák. Hvítur á tvo möguleika, 47. Kg3 sem tapar samstundis eftir Dh4+! Eđa 47. Kh3. – Sá síđarnefndi varđ fyrir valinu en hann tapar líka. 47.. Dh7 skák og hvítur verđur ađ fara međ kónginn til baka á g2 (48. Kg2), í ţeim tilgangi einum ađ fá 48.. Dc2 á borđiđ og svartur hótar ađ vekja upp drottningu međ skák.

gawain_jonviktor_stada5

48..Dc2

Hvítur reyndi 49. De5+ í ţeirri von ađ svartur félli í gildruna 49.. Bc7 50. De8# - Svartur hins vegar vék sér undan međ 49..Ka8 og ţar međ var niđurstađan ljós.

GM Gawain Jones 0-1 IM Jón Viktor Gunnarsson!

Jón Kristinn Ţorgeirsson

Jón Kristinn Ţorgeirsson

Fjölmargir íslendingar áttu góđar skákir í umferđinni. Jón Kristinn Ţorgeirsson (2177) var ekki í vandrćđum međ svart gegn GM Sahaj Grover (2519) og gerđi jafntefli.

  • Einar Valdimarsson (1889) lagđi svíann Magnus Wahlbom (2278)
  • Dagur Kjartansson (1756) vann Bart Stam (1972)
  • Óskar Víkingur Davíđsson (1454) vann Jack Van Zyl-Rudd (1648)
  • Og Aron Thor Mai (1320) vann Mikhail Kruglyak (1775) !

 

Jafntefli viđ sterka andstćđinga eru líka merki um framfarir – okkar fólk átti slatta af ţeim:

  • Veronika Steinun Magnúsdóttir (1571) gerđi jafntefli viđ Harald Haraldsson (1948)
  • Heimir Páll Ragnarsson (1497) gerđi jafntefli viđ David Kenney (1885)
  • Birgir Örn Steingrímsson (1669) gerđi jafntefli viđ Otto Milvang (1872)

Íslendingar áttu ađ sjálfsögđu fleiri vinningsskákir, en árangur ţeirra er tíundađur í viđhengdu skjali neđst í fréttinni og hér.

Óvćnt úrslit

  1. IM Nico Georgiadis (2468) ˝ ˝ GM Erwin L´ami (2605)
  2. GM Gawain C B Jones (2642) 0-1 IM Jón Viktor Gunnarsson (2443)
  3. GM Eric Hansen (2566) ˝ ˝ IM Tania Sachdev (2404)
  4. WGM Sarasadat Khademalsharieh (2357) ˝ ˝ GM Hannes Hlífar Stefánsson (2560)
  5. GM Zbigniew Pakleza (2498) ˝ ˝ FM Einar Hjalti Jensson (2390)
  6. IM Guđmundur Kjartansson (2491) ˝ ˝ FM Kazim Gulamali (2350)
  7. GM Sahaj Grover (2519) ˝ ˝ Jón Kristinn Ţorgeirsson (2177)
  8. Alan M Byron (2172) ˝ ˝ GM Luis Galego (2462)
  9. IM Marc Esserman (2426) ˝ ˝ Ludo Tolhuizen (2123)
  10. Jón Trausti Harđarson (2170) ˝ ˝ IM Alina L´ami (2393)
  11. IM Dagur Arngrímsson (2366) ˝ ˝ Henrik Carlsen (1986)
  12. Johan Sigerman (2123) ˝ ˝ IM David H. Cumings (2345)
  13. Eivind Olav Risting (2100) ˝ ˝ FM Jonas Rosner (2324)
  14. Grant W Bucher (2087) 1-0 FM Guđmundur Stefán Gíslason (2321)
  15. Gregory Lux (2065) ˝ ˝ Philipp Hitzler (2315)
  16. Alberto Prieto (2045) 1-0 FM Sebastian Mihajlov (2308)
  17. Einar Valdimarsson (1889) 1-0 Magnus Wahlbom (2278)
  18. Lopez Jaime Martinez (2044) ˝ ˝ FM Ahmad Siar Wahedi (2287)
  19. Baldur Teodor Petersson (1951) ˝ ˝ IM Petter Haugli (2247)
  20. Jón Árni Halldórsson (2150) ˝ ˝ Eric De Winter (1776)
  21. FM Bjerke Richard (2180) ˝ ˝ Michael Marshall (1844)
  22. Bragi Halldórsson (2140) 0-1 Figuero Fernando Arroyo (1835)
  23. Dustin Tennessee Opasiak (1781) 1-0 Ţór Már Valtýsson (1974)
  24. Peter Sebastian Stuhr (1973) 0-1 Bartoz Miszkielo (1694)
  25. Dagur Kjartansson (1756) 1-0 Bart Stam (1972)
  26. Haraldur Haraldsson (1948) ˝ ˝ Veronika Steinun Magnúsdóttir (1571)
  27. Oystein Edbardsen (1662) ˝ ˝ Kris Klausen (1937)
  28. Ralph P Palmeri (1642) 1-0 Bjarne Undheim (1926)
  29. Heimir Páll Ragnarsson (1497) ˝ ˝ David Kenney (1885)
  30. Birgir Örn Steingrímsson (1669) ˝ ˝ Otto Milvang (1872)
  31. Mikhail Kruglyak (1775) 0-1 Aron Thor Mai (1320)
  32. Óskar Víkingur Davíđsson (1454) 1-0 Jack Van Zyl-Rudd (1648)

 

Pörun í 5. umferđ

Pörun í 5. Umferđ liggur fyrir og býđur upp á skákveislu á morgun. Helstu viđureignir verđa:

rodun_5umf

Smella á mynd til ađ stćkka


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Úrslit í Reykjavik Open Barna-Blitz fara fram á laugardag klukkan 12:00.

Átta ungir skákmenn hafa unniđ sér inn sćti í úrslitunum og mćta á sviđiđ í Hörpu á laugardaginn klukkan 12:00.

Teflt verđur međ útsláttarfyrirkomulagi og dregiđ í hverja umferđ.

Tefldar verđa tvćr skákir í hverri umferđ og svo armageddon skák.

Keppendur:

  • Vignir Vatnar Stefánsson TR
  • Alexander Mai TR
  • Mykhaylo Kravchuk TR
  • Róbert Luu TR
  • Nansý Davíđsdóttir Fjölnir
  • Óskar Víkingur Davíđsson Huginn
  • Stefán Orri Davíđsson Huginn
  • Halldór Atli Kristjánsson Huginn

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 15
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 8778786

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband