Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Skákmót öđlinga hefst á miđvikudagskvöld

Skákmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 25. mars kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.
Skákmót öđlinga verđur nú haldiđ í 24. sinn. Núverandi Skákmeistari öđlinga er alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnason.
 
Dagskrá:
  • 1. umferđ miđvikudag 25. mars kl. 19.30

  • 2. umferđ miđvikudag 8. apríl kl. 19.30

  • 3. umferđ miđvikudag 15. apríl kl. 19.30

  • 4. umferđ miđvikudag 22. apríl kl. 19.30

  • 5. umferđ miđvikudag 29. apríl kl. 19.30

  • 6. umferđ miđvikudag 6. maí kl. 19.30

  • 7. umferđ miđvikudag 13. maí kl. 19.30

Mótinu lýkur miđvikudaginn 20. maí kl. 19:30 međ hrađskákmóti og verđlaunaafhendingu. Keppt er um veglegan farandbikar,en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, bćđi í ađalmótinu og hrađskákmótinu.

Ţátttökugjald er kr. 4.000 fyrir ađalmótiđ og kr 500 fyrir hrađskákmótiđ. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ ásamt rjómavöfflum og öđru góđgćti á lokakvöldi. 

Skráning fer fram hér.

Hér er hćgt ađ fylgjast međ skráningu.


Huginn efstur fyrir lokadag Íslandsmóts skákfélaga

Skákfélagiđ Huginn hefur 1,5 vinnings forskot á Taflfélag Reykjavíkur fyrir lokadag Íslandsmóts skákfélaga sem fram fer á morgun međ tveimur umferđum. Huginn vann Skákdeild Fjölnis 6-2. Taflfélag Reykjavíkur vann Skákfélag Íslands međ sama mun. Taflfélag Vestmannaeyja er vinningi ţar á eftir. Eyjamenn unnu Reyknesinga 7-1.

Nokkuđ var um óvćnt úrslit. Jóhann Ingvason (2142), Reykjanesbć, gerđi jafntefli viđ Helga Ólafsson (2543), Taflfélagi Vestmannaeyja, en Jóhann gerđi einnig jafntefli viđ Jón L. Árnason í gćr.  Rúnar Sigurpálsson (2249), Skákfélagi Akureyrar, vann portúgalska stórmeistarann Luis Galego (2465), Víkingaklúbbnum.

Úrslit kvöldsins má finna á Chess-Results.

Stöđuna má einnig finna á Chess-Results.

Nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 11. Ţá teflir Huginn viđ Skákfélag Akureyrar, TR viđ Bolvíkinga og Eyjamenn viđ b-sveit Hugins.

2. deild

B-sveit TR er efst međ 21 vinning. KR-ingar eru ađrir međ 20 vinninga og b-sveit Akureyringa er í ţriđja sćti međ 18 vinninga.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

3. deild

C-sveit Taflfélags Reykjavíkur er efst međ fullt hús stiga í 3. deild. B-sveit Fjölnis og Selfyssingar eru í 2. og 3. sćti međ 7 stig.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

4. deild

D-sveit TR er efst í 4. deild međ fullt hús stiga. B-sveit Garđbćinga er í öđru sćti međ 8 stig. Sex sveitir koma ţar á eftir međ 6 stig.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

 


Íslandsmót skákfélaga - allar deildir í kvöld!

Seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga 2014-2015 fer fram dagana 19.-21 mars. nk. Mótiđ fer fram í Rimaskóla, Reykjavík.  Keppnin hefst (eingöngu í 1.deild) kl. 19.30 fimmtudaginn 19. mars. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 20. mars  kl. 20.00 og síđan  laugardaginn 21. mars. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. 

Nemendur og foreldrar 7 . bekkjar í Rimaskóla munu sjá um veitingasölu á Íslandsmóti skákfélaga og er veitingasalan liđur í fjáröflun krakkanna fyrir Skólabúđir ađ Reykjum. Posi til taks og einnig er skákfélögum heimilt ađ stofna til reiknings gegn undirskrift ábryrgđarmanns.

Lokahóf mótsins er á Kringlukránni ađ móti lokinni. Lokahófiđ er ađeins fyrri 18 ára og eldri nema ţá í fylgd í fullorđnum. 

Nánar á heimasíđu Skáksambands Íslands.


Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák

Skáksamband ÍslandsÁskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák fer fram um páskana, 27. mars – 5. apríl nk. Teflt er húsnćđi Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Mótiđ verđur jafnframt Íslandsmót kvenna.

Einnig verđur teflt í opnum flokki sem verđur opinn fyrir skákmenn međ 1600 skákstig eđa minna. Keppendur međ minna en 1600 skákstig geta valiđ á milli flokka.

Í áskorendaflokki verđa tefldar níu umferđir en í opnum flokki verđa tefldar sjö umferđir. Opnum flokki lýkur á föstudeginum langa. 

Verđlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

  1. 75.000 kr.
  2. 45.000 kr.
  3. 30.000 kr. 

Verđlaun í opnum flokki: 

  1. Ţrjár skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  2. Tvćr skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  3. Skákbók hjá bóksölu Sigurbjörns. 

Auk ţess verđi sérstök stigaverđlaun fyrir ţá sem hafa minna en 1200 stig í opnum flokki. 

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verđlaunasćtum í áskorendaflokki. Tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki ađ ári. Séu menn jafnir rćđur stigaútreikningur (nánar í mótsreglum hér ađ neđan). Í opnum flokki gildir stigaútreikningur um verđlaunsćti.  

Skráning

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (1999 og síđar) og F3-félagar fá 50% afslátt. 

Í opnum flokki (sem eingöngu fyrir opinn fyrir ţá sem hafa 1600 skákstig eđa minna) eru ţátttökugjöld fyrir alla kr. 2.000. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttökugjöld greiđist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Opinn flokkur: 60 mínútur auk 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Dagskrá: 

  1. umferđ, Föstudagurinn, 27. mars, kl. 18 
  2. umferđ, Laugardagurinn, 28. mars, kl. 10
  3. umferđ, Laugardaginn, 28. mars, kl. 18 
  4. umferđ, ţriđjudaginn 31. mars, kl. 18
  5. umferđ, miđvikudaginn, 1. apríl, kl. 18
  6. umferđ, föstudagurinn (langi), 3. apríl, kl. 10
  7. umferđ, föstudagurinn (langi), 3. apríl, kl. 18
  8. umferđ, laugardagurinn, 4. apríl, kl. 14
  9. umferđ, sunnudagurinn, 5. apríl, kl. 14

Opinn flokkur klárast föstudaginn 3. apríl.

Nánari mótreglur

Ef tveir eđa fleiri eru jafnir í sćti mun stigaútreikningur ráđa ferđ.

Nánar um útreikninginn:

  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţess stigalćgsta
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema tveggja stigalćgstu
  • Innbyrđis úrslit  ţeirra sem eru jafnir
  • Sonneborn-Berger
  • Hlutkesti

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisbođ. Hún gengur út á ţađ ađ ekki er heimilt ađ bjóđa jafntefli fyrr en báđir keppendur hafa leikiđ 30 leiki. Á ţví má gera undantekningar sé ţráteflt en ţá verđur ađ stöđva klukku, kalla á skákstjóra og koma međ jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hćgt er ađ taka tvćr yfirsetur  í umferđum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska ţarf eftir yfirsetunni međ góđum fyrirvara og fylla út eyđublađ ţess efnis hjá skákstjóra. 


Íslandsmót kvenna fer fram um páskana

Áskorendaflokkur í ár verđur jafnframt Íslandsmót kvenna í ár. Sú kona sem verđur efst í áskorendaflokki verđur ţar međ jafnframt Íslandsmeistari kvenna.

Verđlaun á Íslandsmóti kvenna eru sem hér segir:

  1. 75.000 kr.
  2. 45.000 kr.
  3. 30.000 kr.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfinu séu menn jafnir í verđlaunasćtum.Íslandsmeistarinn fćr ţess fyrir utan 50.000 kr. í viđbótarverđlaun en teflt er til ţrautar um titilinn međ styttri umhugsunartíma séu tveir eđa fleiri efstir og jafnir.

Sjá nánar hér

 

 

 


Íslandsmót skákfélaga: Eyđublöđ til útfyllingar

Fyrir hverja umferđ Íslandsmóts skákfélaga ţurfa skákfélög ađ fylla út ţar til gerđ eyđublöđ. Hćgt er ađ nálgast ţau á Dropbox (ţarnast innskráningar). Jafnframt er hćgt ađ nálgast ţau sem viđhengi hér ađ neđan.

Bćđi er hćgđ ađ fylla ţau út handvirkt og skila til skákstjóra viđ upphaf umferđar eđa skila ţeim inn í töluvpósti í netfangiđ is@skaksamband.is.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Huginn jók forystuna - stórmeistarar í vandrćđum

Skákfélagiđ Huginn jók forystuna á Íslandsmóti skákfélaga í kvöld en ţá fór fimmta umferđ fram. Huginsmenn unnu Skákfélag Íslands međ fullu húsi, 8-0, en á sama tíma misstu Taflfélag Reykjavíkur og Taflfélag Vestmannaeyja bćđi niđur vinninga. TR-ingar misstu einn vinning niđur á móti b-sveit Hugins en Eyjamenn misstu 2,5 vinning niđur á móti Akureyringum.

Íslensku stórmeistararnir voru margir hverjir í miklum vandrćđum í dag. Óvćntustu úrslit dagsins hljóta ađ teljast sigur Baldurs A. Kristinssonar (2160), b-sveit Hugins, á Margeiri Péturssyni (2532), Taflfélagi Reykjavíkur. Jón Kristinsson (2253), Skákfélagi Akureyrar, vann svo Navarra-banann, Henrik Danielsen (2490), Taflfélagi Vestmannaeyja.

Jóhann Ingvason (2142), Skákfélagi Reykjanesbćjar, gerđi jafntefli viđ Jón L. Árnason (2502), Taflfélagi Bolungarvíkur og Áskell Örn Kárason (2253), Skákfélagi Akureyrar, sýndi ađ árangurinn sinn á nýafstöđu Reykjavíkurskákmóti hafi ekki veriđ nein tilviljum međ öruggu jafntefli gegn Matthieu Cornette (2548).

Huginsmenn eru efstir međ 36,5 vinning, TR-ingar eru í öđru sćti međ 35 vinninga, Eyjamenn eru ţriđju međ 33 vinning.

Sjöunda umferđ fer fram á morgun. Ţá mćtast Huginn og Fjölnir, TR-ingar tefla viđ Skákfélag Íslands og Eyjamenn mćta Reyknesingum.

Á morgun hefjast jafnframt 2., 3. og 4. deild.

Umferđ morgundagsins hefst kl. 20. Teflt er í Rimaskóla.


Björgvin skákmeistari Ása

Björgvin VíglundssonĆsir héldu sitt meistaramót á síđasta ţriđjudag. Ţađ var mjög góđ ţátttaka í mótinu. Ţrjátíu skákmenn mćttu til leiks, ţó má geta ţess ađ fjórir úr okkar hópi voru ađ tefla á stór mótinu í Hörpu á sama tíma og stóđu sig  ágćtlega. 

Ţađ komu tveir skákvinir okkar í heimsókn frá Austfjörđum, ţeir Albert Geirsson og Viđar Jónsson en ţeir eru komnir í bćinn til ţess ađ taka ţátt í Íslandsmóti skákfélaga sem fer fram um helgina.

Viđ ţökkum ţeim kćrlega fyrir komuna og ţátttökuna í mótinu. Ţetta var skemmtilegt mót og vel heppnađ.

Björgvin Víglundsson bar höfuđ og herđar yfir okkur hina eins og hann gerir oftast. Björgvin er ákaflega sterkur og vel agađur skákmađur og teflir alltaf eins og hann sé ađ berjast um stórmeistaratitil og ţannig verđur ţađ auđvitađ ađ vera ef góđur árangur á ađ nást.

Margir af okkur eru kćrulausir og viđ hugsum kannski stundum meira međ fingrunum en hausnum og árangurinn í samrćmi viđ ţađ, en ađal atriđiđ er ađ hafa gaman af ţessu.

Guđfinnur R Kjartansson átti stórafmćli ţennan dag, varđ sjötugur. Hhann lét ţađ ekki aftra sér frá ţátttöku, eins og hans var von og vísa.

Áđur en fyrsta umferđ hófst óskađi Garđar formađur  Guđfinni til hamingju og bađ menn ađ klappa fyrir afmćlisbarninu og skipađi svo Magga P forsöngvara fyrir afmćlissönginn, sem ađ Maggi gerđi á sinn hátt.

Björgvin fékk 9.5 vinninga af 10 í fyrsta sćti. Í öđru til fimmta sćti komu svo fjórir skákmenn međ 7 vinninga, ţeir Ari Stefánsson, Albert Geirsson,Össur Kristinsson og Stefán Ţormar. Ari og Albert voru hćstir á stigum og fengu silfriđ og bronsiđ. 

Sjá nánari úrslit á međf. töflu og myndir frá ESE.

Clipboard01


Skákţáttur Morgunblađsins: Fjölmargir Íslendingar byrja međ tveim sigrum

GULTPTEPŢar sem fjöldi ţátttakenda á Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í Hörpu á ţriđjudaginn er svo mikill er ţess ekki ađ vćnta ađ línur taki ađ skýrast fyrr en nokkuđ er liđiđ á mótiđ en tefldar verđa tíu umferđir. Í gćr voru tvćr umferđir á dagskrá og ţess vegna gripu nokkrir tćkifćriđ og skráđu sig fyrir ˝ vinnings yfirsetu. Ađ sumir af okkar sterkari skákmönnum okkar, t.d. Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson, skuli kjósa yfirsetu svo snemma móts verđur ađ telja fremur hćpna ráđstöfun ţví ţađ munar um hvern ˝ vinninginn í baráttunni. En fari svo ađ ein slík ˝ vinnings yfirseta fyrirfinnist á „skorkorti“ sigurvegarans mun ég glađur taka ţessi orđ aftur. 

Héđinn vann í átta leikjum

Eftir fyrri umferđir í gćr, ţ.e. tvćr umferđir, voru nokkrir íslenskir skákmenn búnir ađ vinna báđar skákir sínar og voru í hópi 33 skákmanna međ 2 vinninga, en ţetta voru voru ţeir Hjörvar Steinn Grétarsson, Héđinn Steingrímsson, Guđmundur Kjartansson, Dagur Arngrímsson, Henrik Danielsen, Bragi Ţorfinnsson, Halldór Grétar Einarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Einar Hjalti Jensson og Jón Kristinn Ţorgeirsson. 

Héđinn Steingrímsson vann stystu skák mótsins ţegar hann sigrađi Lenku Ptacnikovu í ađeins átta leikjum međ svörtu!

Ţar sem mótiđ er öllum opiđ er oft gífurlegur stigamunur á keppendum. Hinn 13 ára gamli Halldór Atli Kristjánsson gerđi jafntefli í 1. umferđ viđ Adam Brzezinski en stigamunur á ţeim var um 800 elo-stig. Ţađ er einmitt galdurinn viđ ţetta mót ađ óvćnt úrslit sjá dagsins ljós í hverri umferđ. Armeninn Sergei Movsesian, fimmti stigahćsti mađur mótsins, átti sér einskis ills von í fyrri umferđinni í gćr og tapađi í ađeins 33 leikjum fyrir lítt ţekktum enskum skákmanni:

Reykjavíkurskákmótiđ 2015; 2. umferđ:

Daniel Bisby – Sergei Movsesian

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d3

Kóngsindverska uppbyggingin á alltaf sína fylgismenn.

3. ... d5 4. De2 Re7 5. g3 b6 6. Bg2 Bb7 7. O-O Rbc6 8. e5 h6 9. h4 g6 10. c3 Bg7 11. Ra3 Ba6 12. He1 Dd7 13. Hb1 Rf5

Hyggst svara 14. b4 međ 14. ... cxb4 15. cxb5 Rfd4 o.s.frv.

14. g4! Rfe7 15. b4 Rd8 16. bxc5 bxc5 17. c4!

Stingur upp í biskupinn á a6 sem opnar á leiđ fyrir c1-biskupinn til a3.

17. ... h5 18. gxh5! Hxh5 19. Rb5 Rf5 20. d4!?

Hvitur tekur nokkra áhćttu međ ţessum leik en 20. Bg5! kom sterklega til greina.

20. ... cxd4?

Betra var 20. ... Bxb5 21. Hxb5 Rxd4 22. Rxd4 Hxe5 og samkvćmt „Houdini“ er svartur ekki í nokkurri hćttu eftir 23. Rxe6! Hxe2 24. Rxg7+ Kf8 25. Hxe2 Kxg7 26. Bxd5 Hc8 ţó biskuparnir séu býsna ógnandi eftir 27. Bb2+. Ţađ er ekki ósennilegt ađ Movsesian hafi séđ ţessa stöđu í útreikningum sínum og metiđ hana svo ađ vinningsmöguleikar svarts vćru vart fyrir hendi.

21. cxd5 Kf8?!

Hann gerir sér vonir um ađ geta notfćrt sér leppun riddarans. En hvítur fćr ógnandi peđ á d6.

22. d6! Hb8 23. a4 Rxh4 24. Rxh4 Hxh4 25. Bg5! d3 26. Dxd3 Hxa4

Enn er riddarinn á b5 leppur. En Bisby sér leik á borđi.

27. Dh3!

Frábćr leikur sem byggist á einfaldri hugmynd: 27. ... Hxb5 28. Dh7! og vinnur.

27. ... Kg8 28. Rc7 Hxb1 29. Hxb1 Bxe5?

Hann varđ ađ valda drottninguna međ 29. ... Bc8. 

GULTPTDU30. Rd5! Ha5

Eđa 30. ... Dxd6 31. Rf6+! og mátar.

31. Bf6!

- og Movsesian gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. mars 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


GAMMA Reykjavík Open - Verđlaunahafar

gamma_reykop15

GAMMA Reykjavíkurskákmótinu lauk í gćr, miđvikudag. Heilmikiđ lokahóf fór fram í Ráđhúsi Reykjavíkur ţar sem veittar viđurkenningar fyrir árangur í mótinu.

Hollendingurinn GM Erwin L´Ami (2605) sigrađi í mótinu sjálfu og hlaut 5000 evrur ađ launum, en alls voru veitt verđlaun fyrir tíu efstu sćtin og skiptust upphćđir á milli keppenda sem voru jafnir á vinningum í efstu sćtum.

1.   5.000€   6.      450€
2.   2.000€   7.      350€
3.   1.250€   8.      350€
4.   800€   9.      350€
5.   600€   10.     350€

 

Myndasafn

Mikiđ myndasafn frá mótinu og lokahófinu liggur fyrir á Facebooksíđu mótsins hérFiona-Steil Antoni á veg og vanda af myndatökunni.

 

Stuttmyndir Vijay Kumar

Meistarinn Vijay Kumar framleiđir stuttmyndir eftir hverja umferđ og eru ţćr ađgengilegar á Youtube-síđunni hans - Hún er hér. Hann lét sig ekki vanta í lokahófiđ og festi verđlaunaafhendinguna á filmu. 

10. umferđ og verđlaunaafhending

 

Ađalmótiđ 

reykop15_sigurvegarar_adalmot

Ţrír efstu ásamt Gunnari Björnssyni, forseta Skáksambands Íslands (t.v.) og Degi Eggertssyni Borgarstjóra Reykjavíkur (t.h.)

Alls fengu ţví 14 efstu keppendur verđlaunafé sem skiptist ţannig:

Rkvop15_verdlaun_adalmot

 

Flokkaverđlaun

Veitt voru verđlaun í fjölmörgum flokkum; Bestur árangur m.v. skákstig, í flokki ungmenna, fćdd 1998 og síđar, kvennaflokki, stigaflokki 2201-2400 stig, stigaflokki 2000-2200 stig og stigaflokki 0-2000 stig.

Bestur árangur mv. skákstig

reykop15_sigurvegarar_arangur

Óskar Víkingur Davísson sigrađi í árangursflokki

Óskar Víkingur Davíđsson (1454) kom sá og sigrađi í árangursflokkinum, en hans árangur mćldist 1790 stig eđa 336 stig umfram skákstig. 

Rkvop15_verdlaun_arangur

Kvennaflokkur

reykop15_sigurvegarar_kvenna

WGM Sarasadat Khadmalsharieh (t.h.) sigrađi í kvennaflokki

WGM Sarasadat Khadmalsharieh (2357) vann kvennaflokkinn nokkuđ örugglega, en hún hlaut 7 vinninga í 10 umferđum. Rkvop15_verdlaun_kvennafl

Flokkur ungmenna (f. 1998 og síđar)

reykop15_sigurvegarar_ungmenna

Tibor Kende Antal (t.h.) sigrađi í flokki ungmenna

Fidemeistarinn Tibor Kende Antal (2317) og okkar mađur, Óliver Aron Jóhannesson (2212) voru efstir í flokki ungmenna, en Tibor stóđ betur ađ vígi eftir stigaútreikning. Árangur Ólivers í mótinu var sérlega glćsilegur, en hann var eini titillausi keppandinn í efstu 49. sćtunum.

Rkvop15_verdlaun_1998yngri

Stigaflokkur 2201-2400

reykop15_sigurvegarar_2200_2400

Sarasadat Khademalsharieh sigrađi í flokki skákmanna međ 2200-2400 stig

WGM Sarasadat Khademalsharieh (2357) stóđ sig gríđarlega vel í mótinu og vann einnig stigaflokk 2201-2400. Okkar mađur, Óliver Aron (2212) var í 5. sćti.

Rkvop15_verdlaun_stig2200_2400

Stigaflokkur 2000-2200

reykop15_sigurvegarar_2000_2200

Jón Kristinn Ţorgeirsson sigrađi í flokki skákmanna međ 2000-2200 skákstig

Akureyringurinn Jón Kristinn Ţorgeirsson (2177) sigrađi í flokki skákmanna međ 2000-2200 stig, en hann náđi afar góđum árangri og grćddi tćp 68 skákstig.

Rkvop15_verdlaun_stig2000_2200

Stigaflokkur 0-2000 stig

reykop15_sigurvegarar_0_2000

Lars-Henrik Bech Hansen sigrađi í flokki skákmanna međ undir 2000 stig

Daninn Lars-Henrik Bech Hansen (1994) sigrađi í flokki skákmanna međ minna en 2000 skákstig. 

Rkvop15_verdlaun_stig_0_2000

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 111
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband