Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Carlsen vann Wei Yi í Bilbaó - heimsmeistarinn og áskorandinn tefla saman í dag

Carlsen - Wei Yi

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2855) lét tapiđ gegn Hikaru Nakamura (2787) ekki sitja í sér lengi og vann kínverska undradrenginn Wei Yi (2696) í annarri umferđ Bilbaó-mótsins í gćr. Öđrum skákum lauk međ jafntefli - ţar á međal hörkuskák Anish Giri (2785) og Sergey Karjakin (2773). Í dag mćtast Karjakin og Carlsen og verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţeirri skák - en ţeir mćtast einmitt í heimsmeistaraeinvígi í nóvember  í New York.

Nakamura (2787) er efstur međ 4 stig en veitt er 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli. Carlsen er annar međ 3 stig.

Lesa má lesa um gang mála í gćr á Chess.com.


Nakamura vann Carlsen í Bilbaó - MVL efstur í Dortmund

Carlsen-Nakamura

Hikaru Nakamura (2787) vann heimsmeistarann Magnus Carlsen (2855) í fyrstu umferđ ofurmótsins í Bilbaó. Söguleg tíđindi enda hafđi Nakamura aldrei unniđ Carlsen fyrr en í gćr en tapađ fyrir honum 12 sinnum! Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Önnur umferđ er nýhafin en ţar teflir Carlsen viđ Wei Yi (2696), Nakamura viđ landa sinn Wesley So (2770) og áskorandinn Karjakin (2773) viđ Anish Giri (2785). 

Lesa má um skák Carlsen og Nakamura á Chess.com.


Frídagur er í dag í Dortmund. Ţegar fjórum umferđum af sjö er lokiđ er Maxime Vachier-Lagrave (2798) efstur međ 3 vinninga. Taflmennska Kramniks (2812) gegn Buhmann (2653) hefur vakiđ mikla athygli en ţar fórnađi nćststigahćsti skákmađur heims tveimur mönnum og síđar drottningunni. Honum tókst ţó ekki ađ vinna. Hćgt er ađ lesa um skákina á Chess.com.

Mótinu er framhaldiđ á morgun. Ţá mćtast međal annars Kramnik og Caruana (2810). 

 


Ólympíumót 16ára og yngri framundan: hitađ upp gegn fyrrum Ólympíumeisturum

Ólympíumót 16ára og yngri fer fram síđar í mánuđinum í Slóvakíu. Skáksamband Íslands sendir liđ til keppni. Liđiđ skipa Vignir Vatnar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson, Bárđur Örn Birkisson og Svava Ţorsteinsdóttir en eitt stúlknasćti er í hverri sveit. Krakkarnir hafa veriđ dugleg viđ ćfingar undanfariđ sem hafa veriđ í umsjón og skipulagningu Skákskóla Íslands. Liđsstjóri sveitarinnar verđur Kjartan Maack varaforseti Skáksambandsins.

Á ţriđjudaginn kemur mun sveitin fá góđa upphitun. Ţá munu sjálfir Ólympíumeistararnir 16ára og yngri frá árinu 1995 etja kappi viđ sveitina. Sú sveit eins og flestir muna vann afar merkilegan sigur á ţessu móti fyrir röskum tuttugu árum og lifir setning liđsstjórans Haralds Baldurssonar góđu lífi ţegar hann sagđi; "ekki má vanmeta Rússana".

Viđureignin fer fram á ţriđjudaginn klukkan 12:00. Tefldar verđa fjórar hrađskákir allir viđ alla og fer viđureignin fram á útitaflinu viđ Lćkjargötu. Áhorfendur hvattir til ađ mćta!

Hér má lesa gamalt viđtal viđ Braga og Björn Ţorfinnssyni sem voru međal liđsmanna 1995; http://www.mbl.is/greinasafn/grein/203459/

Sveitirnar á Ól má sjá hér; http://www.chess-results.com/tnr229224.aspx?lan=1&art=32&turdet=YES&flag=30&wi=984


Hjörvar sigurvegari alţjóđlegs móts í Cardiff í Wales

Hjörvar Steinn

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) sigrađi á alţjóđlegu móti sem lauk í dag í Cardiff í Wales. Hjörvar gerđi jafntefli viđ ensku stórmeistarana Peter Wells (2419) og Keith Arkell (2455) í lokaumferđunum tveimur. Hjörvar hlaut 8 vinninga og varđ hálfum vinningi fyrir ofan nćsta mann, búlgarska stórmeistarann, Marian Petrov (2461).

Hjörvar hćkkar um 6 stig fyrir frammistöđuna á mótinu. Birkir Karl Sigurđsson (1883) hlaut 5 vinninga. Frammistađan hans samsvarađi 1988 skákstigum og hćkkađi hann um 30 stig fyrir hana. 


Georgískir stórmeistarar reyndust Gumma erfiđir - góđ niđurstađa engu ađ síđur

gummi kjartans

Georgískir stórmeistarar reyndust Guđmundi Kjartanssyni erfiđir í lokaumferđunum tveimur á alţjóđlegu móti í Ankara í Tyrklandi. Í nćstsíđustu umferđ tapađi hann fyrir Konstanine Shanava (2526) og ţeirri síđustu fyrir Girogi Bagaturov (2407). Niđurstađan engu ađ síđur góđ hjá Gumma. Hann hlaut 6˝ vinning og endađi í 8.-11. sćti.

Frammistađan samsvarađi 2448 skákstigum og hćkkar um hann 6 dýrmćt skákstig. 

 


Stefán sigurvegari á Sólarmóti Skákakademíunnar

verdlaunahafarSólarmót Skákakademíunnar fór fram í síđustu viku. Tefldar voru fimm umferđir á mótinu sem fór fram á útitaflinu viđ Lćkjargötu. Sautján vaskir keppendur voru mćttir til leiks. Í hópnum voru m.a. liđsmenn Ólympíusveitar Íslands 16ára og yngri sem mun síđar í mánuđinum tefla á Ólympíumótinu sem fer fram í Slóveníu. Einnig var gaman ađ ţátttöku Hallgerđar Helgu Ţorsteinsdóttur landsliđskonu sem er nú stödd hér á landi og undirbýr sig fyrir Ólympíumótiđ í Bakú.

Eins og jafnan í svo stuttum mótum ţá ná ekki allir sterkustu skákmennirnir ađ tefla innbyrđis. Ţeir félagar Björn Ívar Karlsson og Stefán Bergsson gerđu jafntefli í fyrstu umferđ en gáfu svo öđrum keppendum engin griđ og kom Stefán sjónarmun undan Birni í mark á hćrri stigum.

Nánari úrslit hér:http://chess-results.com/tnr230408.aspx?lan=1&art=1&wi=821

 

 

 


Bilbao-mótiđ hefst í dag: Carlsen og Karjakin međal keppenda - fjör í Dortmund

Carlsen og Karjakin

Ofurmótiđ í Bilbaó hefst í dag. Međal keppenda eru Magnus Carlsen (2855) og áskorandinn Sergey Karjakin (2773) en ţeir mćtast í heimsmeistaraeinvígi í New York nóvember nk. Ađrir keppendur á mótinu eru Hikaru Nakamura (2787), Anish Giri (2785), Wesley So (2770) og Wei Yi (2696). Tefld er tvöföld umferđ, alls 10 skákir.  

Í umferđ dagsins teflir Carlsen viđ Nakamura, Karjakin viđ So og Giri viđ Wei Yi.


Bilbao-ofurmótiđ er ekki eina ofurmótiđ í gangi ţví sterkt mót er einnig haldiđ í Dortmund. Ţar hefur taflmennskan veriđ kröftugleg. Eftir 3 umferđir eru Maxime Vachier-Lagrave (2798) og Kúbumađurinn Lenier Dominguez (2713) efstir međ 2 vinninga. Fjórđa umferđ hefst kl. 13:15.


Sumarskákmót í Vin í dag

Sumarskákmót í Vin

Vinaskákfélagiđ & Hrókurinn bjóđa til skákmóts í Vin, miđvikudaginn 13. júlí klukkan 13. Sex umferđir, 7 mínútna umhugsunartími. Veitingar ađ hćtti hússins. Allir hjartanlega velkomnir.


Sumarskákmót í Vin í dag klukkan 13 - Allir velkomnir

26Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn bjóđa til Sumarskákmóts í Vin, Hverfisgötu 47, miđvikudaginn 13. júlí klukkan 13. Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Í leikhléi verđa veitingar ađ hćtti hússins og eru allir hjartanlega velkomnir.

Vinaskákfélagiđ var stofnađ áriđ 2003 í kjölfar ţess ađ Hróksmenn komu fyrsta skipti í heimsókn í Vin, sem rekiđ er af Rauđa krossinum í Reykjavík. Síđan hefur skáklífiđ blómstrađ og er Vinaskákfélagiđ eitthvert líflegasta og skemmtilegasta skákfélag landsins.

Á nýliđnu Íslandsmóti skákfélaga sigrađi A-sveit Vinaskákfélagsins međ miklum yfirburđum í 3. deild og B-sveitin hreppti brons í 4. deild.

Nýlega gengu hinir vösku skákkempur Áttavilltra til liđs viđ Vinaskákfélagiđ, sem mun tefla fram a.m.k. ţremur sveitum á Íslandsmótinu í vetur.

Forseti Vinaskákfélagsins er Róbert Lagerman og varaforseti Hrafn Jökulsson. Burđarásar í starfi félagsins eru Hörđur Jónasson og Hjálmar Hrafn Sigurvaldason sem undanfariđ ár hafa m.a. stađiđ fyrir vikulegum skákćfingum í Hlutverkasetrinu.

Fastar ćfingar eru í Vin á mánudögum kl. 13, en ţar er teflt alla daga.


90 ára  afmćlismót Taflfélags Vestmannaeyja

Taflfélag_Vestmannaeyja_90 ára_GunnarJúl8440806

Helgina 10.-11. september 2016 fer fram atskákmót í Eyjum í tilefni af  90 ára  afmćli Taflfélags Vestmannaeyja.

Keppendur verđa ýmist úr Eyjum eđa fastalandinu. Reiknađ er međ flestir keppendur ofan af landi komi međ Herjólfi laugardaginn 10. sept. frá Landeyja-höfn kl. 09.45 og komiđ til Eyja  um kl. 10.30.  Akstur frá Reykjavík til Landeyjahafnar tekur tćplega  2,0 klst. og ţurfa farţegar og ökutćki ađ vera mćtt 30 mín. fyrir brottför Herjólfs frá Landeyjahöfn.  Algengt er  ađ farţegar geymi ökutćki sín á bílastćđum í Landeyjahöfn međan á dvöl ţeirra í Eyjum stendur.

Nćsta  ferđ til Landeyjahafnar frá Eyjum ađ loknu skákmótinu  er kl. 18.30  sunnudaginn 11. sept.  og nú síđasta ţann dag  kl.  21.00 um kvöldiđ. Mćting um borđ  30 mín. fyrir brottför.

Tefldar verđa níu umferđir, umhugsun 20 mín.  á  skák  auk 5 sek. á hvern leik.  Reiknađ er međ ađ hver umferđ taki um 60 mín.

Laugardagur 10. sept. 2016

Kl. 12.00 – 17.00  Tefldar verđa fimm umferđir fyrri daginn.

Kl. 17.00 – 18.00   Skođunarferđ međ rútu um Heimaey.

Sunnudagur 11. sept. 2016

Kl. 12.00 - 16.00   Tefldar verđa fjórar umferđir seinni daginn.

Kl. 16.30 – 17.00   Mótsslit og verđlaunahending.

Ekkert ţátttökugjald er á  atskákmótiđ og í  skođunarferđina.

Fyrstu verđlaun  verđa 75 ţús. kr.,  önnur verđlaun  kr. 50 ţús. kr. og ţriđju verđlaun  kr. 25 ţús. kr.

Nánari upplýsingar um ferđir til  og frá Eyjum á  herjolfur.is  og gistingu í Eyjum  á visitvestmannaeyjar.is  Skráning ţátttakenda á mótiđ á netfangiđ odalsbondi@gmail.com

Afmćlisnefnd Taflfélags Vestmannaeyja.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 8779283

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 95
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband