Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Enn vinnur Nakamura í Gíbraltar

humphreysjames,nakamurahikaru,callaghanbrian_prizegiving_gib2017Bandaríski stórmeistarinnn Hikaru Nakamura (2785) sigrađi á Gíbraltar-mótinu sem lauk fyrir skemmstu. Nakamura vađ efstur ásamt David Anoton Gujarro (2650) og Yu Yangyi (2738). Ţeir háđu bráđabana og ţar hafđi Kaninn sigur. Ţriđji sigur Nakamura á mótinu í röđ og sá fjórđi frá upphafi. Nakamura er sú sigursćlastur allra á klettinum - fór upp fyrir Short sem hefur unniđ mótiđ ţrisvar.

Sterkasta skákkona heims Hou Yifan tapađi í fimm leikjum fyrir indverska stórmeistaranum Lalith Babu. Yifan tefldi 1. g4 d5 2. f3. Sú kínverska var ađ mótmćtla röđuninni í mótinu en hann hafđi fengiđ sjö skákkonur í níu umferđum. Stóđ hún í ţeirri meiningu ađ mótshaldarar hafi átt viđ pörun. Í ljós hefur komiđ ađ svo var ekki heldur hér á ferđinni ótrúleg tilviljun. Hou Yifan hefur beđist afsökunar á hegđun sinni.

Ítarlega umfjöllun um mótiđ má lesa á Chess.com.

Miklar sviptingar hafa orđiđ á efstu sćtum heimslistans eftir Gíbraltar og Tata Steel-mótiđ. Carlsen hefur ađeins 16 stiga forystu á Wesley So. Ţrír Bandaríkjamenn eru á topp 6.

 

Clipboard01

 

Heimasíđa mótsins


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig komu út fyrir skemmstu. Litlar breytingar voru međal íslenskra skákmanna enda ekkert innlent kappskákmót reiknađ til stiga. Öllu meira fjör verđur á mars-listanum ţegar mót eins og Skákţing Reykjavíkur og Nóa Síríus-mótiđ skila sér inn. 

Topp 20

No.NameTitfeb.17Diff
1Stefansson, HannesGM25700
2Steingrimsson, HedinnGM25640
3Gretarsson, Hjorvar SteinnGM25630
4Hjartarson, JohannGM25400
5Olafsson, HelgiGM25400
6Petursson, MargeirGM25130
7Danielsen, HenrikGM24905
8Arnason, Jon LGM24710
9Kjartansson, GudmundurIM2464-4
10Kristjansson, StefanGM24590
11Thorfinnsson, BragiIM24530
12Gunnarsson, Jon ViktorIM24500
13Gretarsson, Helgi AssGM24480
14Thorsteins, KarlIM24320
15Gunnarsson, ArnarIM24310
16Thorhallsson, ThrosturGM24140
17Thorfinnsson, BjornIM24040
18Jensson, Einar HjaltiIM23860
19Stefansson, Vignir VatnarFM2384-20
20Johannesson, Ingvar ThorFM23770


Mestu hćkkanir

Hilmir Freyr Heimsson (33) hćkkar mest frá janúar-listanum. Rúnar Berg (14) er annar og Hafsteinn Ágústsson (13). 

No.NameTitfeb.17Diff
1Heimisson, Hilmir Freyr 219233
2Berg, Runar 212914
3Agustsson, Hafsteinn 192113
4Bjarnason, Oskar 22509
5Danielsen, HenrikGM24905


Ungmennalisti (20 ára og yngri)

Vignir Vatnar Stefánsson (2384) er sem fyrr stigahćsta ungmenni landsins. Í nćstu sćtum eru Dagur Ragnarsson (2276) og Oliver Aron Jóhannesson (2224). Hilmir Freyr Heimsson (2192) er kominn alla leiđ uppí fjórđa sćti međ góđri frammistöđu síđustu mánuđi. 

No.NameTitfeb.17B-dayDiff
1Stefansson, Vignir VatnarFM23842003-20
2Ragnarsson, DagurFM227619970
3Johannesson, OliverFM222419980
4Heimisson, Hilmir Freyr 2192200133
5Thorgeirsson, Jon Kristinn 217619990
6Birkisson, Bardur Orn 217520000
7Hardarson, Jon Trausti 215719970
8Thorhallsson, Simon 208519990
9Jonsson, Gauti Pall 203619990
10Birkisson, Bjorn Holm 197920000


Heimslistinn

Magnus Carlsen (2838) er sem fyrr stigahćsti skákmađur heims. Munurinn á nćstu menn hefur ţó minnkađ verulega. Í 2. og 3. sćti eru Bandaríkjamennirnir Fabiano Caruana (2827) og Wesley So (2822).

Heimslistinn

 


Rúnar og Sigurđur unnu riđlakeppni Janúarmótsins

Rúnar Ísleifsson og Sigurđur Daníelsson unnu riđlakeppni Janúarmóts Hugins sem lauk í gćr. Rúnar stóđ uppi sem sigurvegari í Vestur-riđli međ 3 vinninga af 4 mögulegum og fór taplaus í gegnum riđilinn. Tómas Veigar varđ í öđru sćti međ 2.5 vinninga og Hjörleifur Halldórsson varđ ţriđji međ 2 vinninga. Vestur-riđillinn á chess-results.

Sigurđur Daníelsson vann sigur í Húsavíkur-riđlinum međ 4,5 vinninga ađ 5 mögulegum og fór taplaus í gegnum riđlinn. ţađ sama gerđi Hermann Ađalsteinsson sem varđ í öđru sćti međ 4 vinninga. Smári Sigurđsson varđ ţriđji međ 3,5 vinninga. Húsavíkur-riđlinn á chess-results.

Úrslitakeppni Janúarmótsins er fyrirhuguđ 11. febrúar á Húasvík, en ţar er keppt um endaleg sćti í mótinu. Ekki er ţó búiđ ađ stađfesta ţá dagsetningu endanlega. Fyrirkomulagiđ verđur eins og undanfarin ár. Ţeir sem enduđu í 1. sćti í hvorum riđli fyrir sig, tefla tvćr kappskákir um 1. sćtiđ og sigurinn í mótinu. Ţeir sem lentu í 2. sćti í hvorum riđli tefla um ţriđja sćtiđ og svo koll af kolli. Verđi stađan jöfn ađ loknum tveimur kappskákum verđa tefldar tvćr hrađskákir og náist ekki fram úrslit verđur tefld armageddon skák til ađ skera úr um sigurvegarann.

Í úrsltiakeppninni mćtast:

  • Rúnar Ísleifsson – Sigurđur Daníelsson
  • Tómas Veigar Sigurđarson – Hermann Ađalsteinsson
  • Hjörleifur Halldórsson – Smári Sigurđsson
  • Hjörtur Steinbersson – Sigurbjörn Ásmundsson
  • Ármann Olgeirrsson – Sighvatur Karlsson
  • Ćvar Ákason –  ?

Ţar sem 5 kepptu í Vestur-riđli en 6 í Húsavíkurriđli vantar einn keppanda inn í úrslitakeppnina, en góđar líkur eru á ţví ađ hann finnist.

Nánar á Skákhuganum.


Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram á mánudaginn

Reykjavíkurmót grunnskólasveita verđur haldiđ í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 mánudaginn 6.febrúar og hefst mótiđ kl.17. Ţetta fjölmenna skákmót, sem er árviss viđburđur í reykvískri skólaskák, er samvinnuverkefni Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkurborgar og Taflfélags Reykjavíkur.

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissnesku kerfi. Umhugsunartími er 8 mínútur fyrir hverja skák og bćtast 2 sekúndur viđ umhugsunartímann eftir hvern leik (8+2). Ţátttökurétt hafa allir nemendur í grunnskólum Reykjavíkur í 1.-10.bekk. Allar sveitirnar keppa í einum opnum flokki og verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin auk ţess sem ţrjár efstu stúlknasveitirnar hljóta verđlaun. Hver sveit skal skipuđ fjórum nemendum auk 0-4 varamanna. Áćtlađ er ađ mótinu ljúki um kl.20. Verđlaunaafhending fer fram strax ađ móti loknu.

Sigursveitin hlýtur nafnbótina Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita 2017 og hlýtur farandbikar til vörslu í eitt ár. Núverandi Reykjavíkurmeistari er Laugalćkjarskóli og Rimaskóli varđ hlutskarpastur í stúlknaflokki.

Mikilvćgt er ađ skólar sendi fylgdarmann međ sínu liđi, keppendum til halds og trausts, en ekki síđur til ađ mótshaldiđ gangi hratt og örugglega fyrir sig. Ćskilegt er ađ hver liđsstjóri stýri ađ hámarki tveimur sveitum.

Skráning í mótiđ fer fram í gegnum skráningarform á vef Taflfélags Reykjavíkur (einnig ađgengilegt á www.skak.is) og lýkur skráningu sunnudaginn 5.febrúar. Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ. Frekari upplýsingar um mótiđ má nálgast međ ţví ađ senda fyrirspurn á netfangiđ taflfelag@taflfelag.is.


Toyota-skákmótiđ fer fram í dag

Föstudaginn, 3. febrúar, verđur 10. TOYOTASKÁKMÓTIĐ haldiđ í höfuđstöđvum  Toyota í Kauptúni. Mótiđ hefst stundvíslega kl. 13.00. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Ćsir sjá um framkvćmdina en Toyota gefur öll verđlaun og veitingar.

Engin ţátttökugjöld.

Ţađ eru 22 búnir ađ skrá sig til leiks.

Ţeir sem ćtla ađ vera međ en eru ekki búnir ađ skrá sig eru  vinsamlega beđnir ađ gera ţađ í netfang  finnur.kr@internet.is eđa síma 8931238 og í netfang rokk@internet.is eđa síma 8984805.

Stjórnin


SŢR 8.umferđ: Guđmundur Kjartansson vann Björn Ţorfinnsson og er efstur fyrir síđustu umferđ

20170201_205825Guđmundur Kjartansson hafđi sigur í viđureign alţjóđameistaranna í gćrkvöldi. Björn Ţorfinnsson lék snemma biskup til f4 en sú byrjun er kennd viđ sjálfa Lundúnaborg. Hún ţótti óvenjuleg og sakleysisleg fyrir nokkrum árum en ţađ er nú allt breytt. Bćđi er hún orđin reglulegur hluti af vopnabúri sterkustu skákmanna og svo var ekkert sakleysislegt viđ byrjanataflmennsku Björns; hann blés strax til sóknar á kóngsvćng og mátti hvorki vera ađ ţví ađ hróka né nýta sér ţjónustu hróks og riddara á drottningarvćng. Ţađ var einmitt ţar sem Guđmundur braust í gegn fyrst en svo beindi hann fljótt sjónum ađ heimakćrum kóngi Björns og hafđi sigur. Ţađ táknar ađ Guđmundur er einn efstur međ 7 vinninga fyrir síđustu umferđ. Á eftir honum koma Lenka Ptacnikova sem hafđi betur gegn Björgvini Víglundssyni og Dagur Ragnarsson sem lagđi Ţorvarđ Fannar eftir ađ sá síđarnefndi hafđi misstigiđ sig ađeins, snemma tafls. Ţau tvö eru ˝ vinningi á eftir Guđmundi. 

Ţó nokkrir eru ađ standa sig vel á mótinu og bćta töluverđu í, miđađ viđ áćtlađan styrkleika skv. stigum. Ţar má t.d. nefna Norđmanninn knáa Jon Olav Fivelstad, Hilmar Ţorsteinsson og Óskar Long Einarsson.

Fyrir lokaumferđina er Guđmundur Kjartansson sá eini sem hefur málin ađ öllu leyti í eigin höndum, ef litiđ er til möguleika á fyrsta sćtinu; ađrir ţurfa ađ treysta á hagstćđ úrslit í öđrum viđureignum. Guđmundur mćtir Benedikti Jónassyni sem vann sína ţriđju skák í röđ gegn Jon Olav Fivelstad. Björn Ţorfinnsson hefur hvítt gegn Degi Ragnarssyni og Lenka hvítt gegn Dađa Ómarssyni. Guđmundur, Lenka, Dagur, Björn og Benedikt eiga öll möguleika á fyrsta sćtinu.

Hingađ til hefur veriđ teflt á sunnudögum og miđvikudögum en lokaumferđin fer fram á morgun, föstudaginn 3. febrúar og hefst kl. 19:30.

Önnur úrslit 8. umferđar og nánar um pörun má sjá á Chess-results.

Nánar á heimasíđu TR.


Fjórđa mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna fer fram helgina 10.-12. febrúar

BikarsyrpanBanner_generic (1)Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ. Mót syrpunnar í vetur verđa fimm talsins og hefur umferđum hvers móts veriđ fjölgađ í sjö.

Fjórđa mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 10. febrúar og stendur til sunnudagsins 12. febrúar. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Viđ endurtökum leikinn og höldum ađ auki međfram Bikarsyrpunni Bikarmót stúlkna sem mćltist vel fyrir á síđastliđnum mótum. Međ ţví gefst stelpum sem vilja prófa form Bikarsyrpunnar aukiđ tćkifćri á ađ spreyta sig áđur en ţćr taka ţátt í sjálfri Bikarsyrpunni. Tefldar verđa fimm umferđir í stúlknamótinu, ein á föstudag og tvćr hvorn daginn laugardag og sunnudag, en ađ öđru leyti verđur fyrirkomulag hiđ sama og í Bikarsyrpunni. Nánari dagskrá má sjá hér ađ neđan.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2001 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Dagskrá Bikarsyrpu IV:

1. umferđ: 10. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 11. febrúar kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 11. febrúar kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 11. febrúar kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 12. febrúar kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 12. febrúar kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 12. febrúar kl. 16.00 (sun)

Dagskrá Bikarmóts stúlkna:

1. umferđ: 10. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 11. febrúar kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 11. febrúar kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 12. febrúar kl. 10.00 (sun)
5. umferđ: 12. febrúar kl. 13.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni síđustu umferđ hvors móts fyrir sig.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu (í stúlknamótinu er ein yfirseta leyfđ í umferđum 1-3). Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari hvors móts hlýtur ađ launum bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir samanlagđan árangur í mótunum fimm, ţar á međal er veglegur farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar til viđ undirbúning mótsins. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skákstjórn: Ţórir Benediktsson (867 3109) og Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (862 6290)

Skráningarform

Skráđir keppendur


Skákţing Akureyrar: Óvćnt úrslit og röđun fimmtu umferđar

Nú er öllum skákum fjórđu umferđar Skákţings Akureyrar lokiđ međ viđureign Alex C. Orrasonar og Haraldar Haraldssonar. Ţar virtist sá síđarnefndi vera á sigurbraut en gleymdi sér eitt augnablik og féll á tíma, sem ţýđir ađeins eitt; skákin tapast. 

Eftir fjórar umferđir af sjö er ţví stađa efstu manna sem hér segir:

  1. Andri Freyr Björgvinsson   4
  2. Jón Kristinn Ţorgeirsson og
  3. Tómas Veigar Sigurđarson   3
  4. Hreinn Hrafnsson, 
  5. Sveinbjörn Sigurđsson og
  6. Ulker Gasanova           2,5
  7. Alex Cambay Orrason
  8. Ágúst Ívar Árnason og
  9. Karl Egill Steingrímsson  2

Fimmta umferđ verđur skv. áćtlun tefld nk. sunnudag.

Ţá eigast ţessi viđ:

  • Andri Freyr og Tómas
  • Jón Kristinn og Hreinn
  • Sveinbjörn og Ulker
  • Alex og Karl
  • Haraldur og Ágúst
  • Fannar og Heiđar
  • Gabríel situr hjá

Toyota-skákmótiđ fer fram á föstudaginn

Föstudaginn, 3. febrúar, verđur 10. TOYOTASKÁKMÓTIĐ haldiđ í höfuđstöđvum  Toyota í Kauptúni. Mótiđ hefst stundvíslega kl. 13.00. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Ćsir sjá um framkvćmdina en Toyota gefur öll verđlaun og veitingar.

Engin ţátttökugjöld.

Ţađ eru 22 búnir ađ skrá sig til leiks.

Ţeir sem ćtla ađ vera međ en eru ekki búnir ađ skrá sig eru  vinsamlega beđnir ađ gera ţađ í netfang  finnur.kr@internet.is eđa síma 8931238 og í netfang rokk@internet.is eđa síma 8984805.

Stjórnin


Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram á sunnudaginn

IMG_7907Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 5.febrúar og hefst tafliđ kl. 13.

Tefldar verđa 11 umferđir međ tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viđbótartíma eftir hvern leik). Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.

Ţátttökugjald er 1.000 kr. Frítt er í mótiđ fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eđa yngri. Skráning fer fram á skákstađ og lýkur henni klukkan 12:50.

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir Skákţing Reykjavíkur.

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin auk ţess sem krýndur verđur Hrađskákmeistari Reykjavíkur. Ríkjandi meistari er Róbert Lagerman. Undanfarin 10 ár hafa sex skákmeistarar boriđ titilinn Hrađskákmeistari Reykjavíkur, ţar af einn stórmeistari og fjórir Fídemeistarar:

2016: Róbert Lagerman 2015: Dagur Ragnarsson 2014: Róbert Lagerman 2013: Oliver Aron Jóhannesson 2012: Davíđ Kjartansson 2011: Hjörvar Steinn Grétarsson 2010: Torfi Leósson 2009: Hjörvar Steinn Grétarsson 2008: Davíđ Kjartansson 2007: Davíđ Kjartansson.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8779222

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband