Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Vel heppnađ skáknámskeiđ í Eyjum

hopmyndŢennan vetur hefur veriđ regluleg skákkennsla í Grunnskóla Vestmannaeyja. Sćfinna Ásbjörnsdóttir kennari viđ skólann hefur tekiđ ţátt í verkefni Skáksambandsins Skák eflir skóla – kennari verđur skákkennari. Í hverri viku kennir Sćfinna öllum nemendum fjórđa bekkjar skák. Í framhaldi af ţeirri kennslu ákvađ Taflfélag Vestmannaeyja ađ bjóđa börnum og unglingum á helgarnámskeiđ í skák. Nokkrir úr fjórđa bekk sóttu námskeiđiđ en alls litu yfir tuttugu krakkar inn í húsnćđi Taflfélagsins um helgina. Um tíu drengir mćttu alla dagana og fengu ţví níu klukkustundir af skákkennslu. Samhliđa kennslu var haldiđ mót ţar sem nemandi í sjöunda bekk, Daníel Franz Davíđsson, vann allar sínar skákir. Ađ launum fékk Daníel veglegt taflborđ úr gleri. Ţeir ţátttakendur sem kláruđu námskeiđiđ voru leystir út međ súkkulađi og miklu hrósi fyrir ađ hafa stađiđ sig vel. Stefán Bergsson kenndi á námskeiđinu en hann hefur starfađ međ Sćfinnu og grunnskólanum í vetur og komiđ í nokkrar heimsóknir til Eyja.

Skákkennslan í fjórđa bekk mun halda áfram út veturinn og eru uppi hugmyndir um ađ bćta enn í skákkennslu fyrir börn og unglinga í Vestmannaeyjum. Rétt er ađ minnast á vefinn skakkennsla.is sem Eyjamađurinn Björn Ívar Karlsson á mestan heiđurinn af.


Skákkeppni vinnustađa fer fram fimmtudaginn 16. febrúar

20160210_213619 (1)Taflfélag Reykjavíkur býđur öllum vinnustöđum ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2017 sem fram fer í félagsheimili TR ađ Faxafeni 12, fimmtudaginn 16.febrúar. Tafliđ hefst klukkan 19:30. Mótiđ er kjöriđ fyrir hinn almenna skákáhugamann ţar sem vinnufélagar geta teflt saman í einu liđi og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustađa.

Tefldar verđa 7 umferđir međ umhugsunartímanum 8 mínútur á hverja skák auk ţess sem 2 sekúndur bćtast viđ umhugsunartímann eftir hvern leik (8+2). Teflt er í ţriggja manna liđum og er hverju liđi heimilt ađ hafa eins marga varamenn og ţeim hugnast. Ekkert takmark er á fjölda liđa hvers vinnustađar.

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjár efstu sveitirnar.

Ţátttökugjald er 15.000kr fyrir hverja sveit. Skráning fer fram í gegnum sérstakt skráningarform sem finna má á vef TR (einnig ađgengilegt á www.skak.is). Nánari upplýsingar um mótiđ veitir Kjartan Maack í síma 8620099.

Viđ hvetjum alla vinnustađi til ţátttöku. Byrjendur jafnt sem lengra komnir eru velkomnir.


Guđmundur Gíslason vann yfirburđasigur á Hrađskákmóti Reykjavíkur en Dagur Ragnarsson er Hrađskákmeistari Reykjavíkur 2017

20170205_155311Í örstuttu viđtali viđ fréttaritara eftir níundu og síđustu umferđ Skákţings Reykjavíkur á föstudagskvöld sagđi Guđmundur Gíslason ađspurđur, ađ hann vćri ekki ađ fara ađ aka vestur á firđi ţađ kvöldiđ, heldur ćtlađi hann ađ vera í bćnum á laugardag og vinna síđan Hrađskákmót Reykjavíkur á sunnudag. Og ţađ gerđi hann heldur betur! Guđmundur var búinn ađ vinna allar tíu skákir sínar og tryggja sigurinn áđur en síđasta umferđ hófst; vann líka ţá síđustu og sigrađi ţannig međ fullu húsi. Sá er ţetta ritar, rekur ekki minni til ađ mótiđ hafi unnist međ ţessum hćtti áđur. Í öđru stuttu viđtali, eftir ađ mótinu lauk, sagđist hinn hógvćri Guđmundur hafa haft heppnina međ sér í a.m.k. tveimur skákum. Heppni í tveimur skákum telst ţó varla mikiđ á 11 umferđa hrađskákmóti međ á fjórđa tug ţátttakenda, ţar sem margir af ţeim sem röđuđu sér í efri sćtin á Skákţinginu sjálfu voru međ. Sigurvegarinn hćkkar enda um tćp 50 hrađskákstig fyrir árangurinn.

Guđmundur á ţó lögheimili, eins og kunnugt er, fyrir vestan og er ekki skráđur međlimur í taflfélagi í Reykjavík og ţví er Dagur Ragnarsson, sem varđ í öđru sćti međ 8 vinninga og barđist á toppborđunum allan tímann, Hrađskákmeistari Reykjavíkur 2017. Jafn honum ađ vinningum en lćgri á stigum varđ síđan Bárđur Örn Birkisson. Vinningi neđar međ sjö vinninga komu síđan einir fimm skákmenn.


Ţrímennt á toppnum á Skákţingi Akureyrar

Í gćr var fimmta umferđ Skákţings Akureyrar tefld. Á fyrsta borđi tefldi forystusveinninn Andri Freyr viđ Tómas Veigar tefldu báđir snarplega. Andri missti ţó ţráđinn í miđtaflinu og mátti gefa skiptamun fyrir litlar bćtur. Ţá var komiđ ađ Tómasi ađ glopra ţrćđinum niđur en ţegar Andri virtist vera ađ snúa taflinu sér í vil gerđist hann veiđibráđur og lék ţví niđur í tap. Ţeir félagar eru ţví jafnir á toppnum međ fjóra vinninga og í ţeirra hóp slóst einnig Jón Kristinn, sem lagđi Hrein örugglega ađ velli.

Dáindiskeppendurnir Sveinbjörn og Ulker sömdu um skiptan hlut og var sú síđarnefnda ţó međ tögl og hagldir í lokastöđunni, en var tímanaum og treysti sér ekki í harkiđ gegn svo slćgum skákjöfri sem Sveinbjörn er. Alex Cambray fékk snemma yfirburđatafl gegn Karli sem aldrei fékk rönd viđ reist og náđi ekki teljandi mótspili ţrátt fyrir viđleitni í ţá átt. Haraldur lagđi svo Ágúst međ kóngsbragđ ađ vopni og hinn yngissveinninn, Fannar Breki, beiđ og lćgri hlut í sinni skák sem var gegn Heiđari.

Ţegar tveimur umferđum er ólokiđ eru áđurnefndir ţremenningar efstir og jafnir međ fjóra vinninga, Sveinbjörn, Ulker og Alex hafa ţrjá; Haraldur og Hreinn tvo og hálfan en ađrir minna.

Í sjöttu og nćstsíđustu umferđ sem háđ verđur nćsta sunnudag eigast ţessi viđ:

  • Andri-Sveinbjörn
  • Tómas-Ulker
  • Haraldur-Jón Kristinn
  • Hreinn-Alex
  • Heiđar-Gabríel
  • Ágúst-Fannar
  • Karl situr hjá

Kapptefliđ um Friđrikskónginn heldur áfram í kvöld

KAPPTEFLIĐ UM FRIĐRIKSKÓNGINN 2012-2016

Eins og undanfarin ár standa KR og  Gallerý Skák saman ađ GrandPrix mótaröđinni um Taflkóng Friđriks Ólafssonar sem fram fer fjögur mánudagskvöld vestur í Frostaskjóli. Annađ mótiđ fer fram í kvöld og hefst 19.30. Tefldar verđa 9 umf./10. mín. skákir. Ţrjú bestu mót hvers keppenda telja til stiga og vinnings.

Opiđ öllum án ţátttöku í heildarkeppninni.   


Fjórđa mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna fer fram nćstu helgi

BikarsyrpanBanner_generic (1)Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ. Mót syrpunnar í vetur verđa fimm talsins og hefur umferđum hvers móts veriđ fjölgađ í sjö.

Fjórđa mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 10. febrúar og stendur til sunnudagsins 12. febrúar. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Viđ endurtökum leikinn og höldum ađ auki međfram Bikarsyrpunni Bikarmót stúlkna sem mćltist vel fyrir á síđastliđnum mótum. Međ ţví gefst stelpum sem vilja prófa form Bikarsyrpunnar aukiđ tćkifćri á ađ spreyta sig áđur en ţćr taka ţátt í sjálfri Bikarsyrpunni. Tefldar verđa fimm umferđir í stúlknamótinu, ein á föstudag og tvćr hvorn daginn laugardag og sunnudag, en ađ öđru leyti verđur fyrirkomulag hiđ sama og í Bikarsyrpunni. Nánari dagskrá má sjá hér ađ neđan.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2001 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Dagskrá Bikarsyrpu IV:

1. umferđ: 10. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 11. febrúar kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 11. febrúar kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 11. febrúar kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 12. febrúar kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 12. febrúar kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 12. febrúar kl. 16.00 (sun)

Dagskrá Bikarmóts stúlkna:

1. umferđ: 10. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 11. febrúar kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 11. febrúar kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 12. febrúar kl. 10.00 (sun)
5. umferđ: 12. febrúar kl. 13.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni síđustu umferđ hvors móts fyrir sig.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu (í stúlknamótinu er ein yfirseta leyfđ í umferđum 1-3). Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari hvors móts hlýtur ađ launum bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir samanlagđan árangur í mótunum fimm, ţar á međal er veglegur farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar til viđ undirbúning mótsins. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skákstjórn: Ţórir Benediktsson (867 3109) og Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (862 6290)

Skráningarform

Skráđir keppendur


Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins í Mjóddinni verđur mánudaginn 6. febrúar nk.  og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7-10 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik eđa 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik eftir fjölda umferđa. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hrađkvöldiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudag í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ eđa ađrir viđburđir eru til stađar..

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Guđmundur Kjartansson er Skákmeistari Reykjavíkur 2017

20170203_210552Guđmundur Kjartansson vann Benedikt Jónasson í lengstu skák umferđarinnar í fyrrakvöld og tryggđi sér ţar međ nokkuđ öruggan sigur í mótinu, vinningi fyrir ofan nćsta mann. Eftir rólega byrjun vann Guđmundur peđ en Benedikt brá ţá á ţađ ráđ ađ fórna tveimur til viđbótar fyrir virka menn í endatafli. Guđmundur ţurfti ađ vanda sig viđ úrvinnsluna og náđi ađ sigla ţví í höfn rétt undir miđnćtti. Ţetta er fyrsti Reykjavíkurmeistartitill Guđmundar og óskar stjórn TR honum hjartanlega til hamingju međ hann.

Í öđru sćti varđ Björn Ţorfinnsson sem beitti London kerfinu aftur en í ţetta sinn međ betri árangri. Sigur vannst gegn Degi Ragnarssyni og Björn endađi međ 7 vinninga. Ţá komu fjórir skákmenn í 3. – 6. sćti međ 6 ˝ vinning: Lenka Ptacnikova, Guđmundur Gíslason, Dagur Ragnarsson og Dađi Ómarsson.

Nánar verđur fjallađ um mótiđ bráđlega.

Verđlaunaafhending verđur í dag, sunnudaginn 5.febrúar, strax eftir Hrađskákmót Reykjavíkur sem hefst kl. 13:00.

Önnur úrslit 9. umferđar má sjá á Chess-results.


Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram í dag

IMG_7907Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 5.febrúar og hefst tafliđ kl. 13.

Tefldar verđa 11 umferđir međ tímamörkunum 4+2 (4 mínútur auk 2 sekúndna viđbótartíma eftir hvern leik). Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.

Ţátttökugjald er 1.000 kr. Frítt er í mótiđ fyrir félagsmenn TR sem eru 17 ára eđa yngri. Skráning fer fram á skákstađ og lýkur henni klukkan 12:50.

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir Skákţing Reykjavíkur.

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin auk ţess sem krýndur verđur Hrađskákmeistari Reykjavíkur. Ríkjandi meistari er Róbert Lagerman. Undanfarin 10 ár hafa sex skákmeistarar boriđ titilinn Hrađskákmeistari Reykjavíkur, ţar af einn stórmeistari og fjórir Fídemeistarar:

2016: Róbert Lagerman 2015: Dagur Ragnarsson 2014: Róbert Lagerman 2013: Oliver Aron Jóhannesson 2012: Davíđ Kjartansson 2011: Hjörvar Steinn Grétarsson 2010: Torfi Leósson 2009: Hjörvar Steinn Grétarsson 2008: Davíđ Kjartansson 2007: Davíđ Kjartansson.


Skákţáttur Morgunblađsins: Umtöluđ yfirsjón heimsmeistarans í Wijk aan Zee

carlsen-giri (1)Á Nóa-Síríus mótinu sl. ţriđjudagskvöld vakti ein viđureign alveg sérstaka athygli. Friđrik Ólafsson og Jón Hálfdánarson mćttust ţá aftur í kappskák en ţá var liđin nćstum hálf öld frá síđustu viđureign ţeirra sem fram fór á Skákingi Íslands voriđ 1969. Ţar varđ Friđrik Ólafsson Íslandsmeistari í sjötta sinn eftir harđa keppni viđ Guđmund Sigurjónsson en jafnaldrar hans tveir og skólabrćđur Jón Hálfdánarson og Haukur Angantýsson voru ţá einnig međal ţátttakenda. Friđrik gerđi jafntefli viđ Jón áriđ 1969 og aftur í Stúkunni á Kópavogsvelli. Ţar eru línur ađeins teknar ađ skýrast ţrátt fyrir yfirsetur og frestađa skák Jóhanns Hjartarsonar og Andra Áss Grétarssonar. Stađa efstu manna: 1.-6. Guđmundur Kjartansson, Dađi Ómarsson, Björn Ţorfinnsson, Dagur Ragnarsson, Ţröstur Ţórhallsson og Magnús Örn Úlfarsson 2˝ v. ( af 3 ).

Á Skákţingi Reykjavíkur eru nokkrir sömu „höfuđpaurarnir“ í toppbaráttunni en tefldar hafa veriđ sex umferđir: 1. Dagur Ragnarsson 5˝ v. 2.-3. Guđmundur Kjartansson og Björn Ţorfinnsson 5 v. 4.-6. Lenka Ptacnikova, Örn Leó Jóhannsson, Dađi Ómarsson og Jóhann Ingvason. 4˝ v. Á sunnudaginn mćtast Dagur og Guđmundur. 

Wesley So međ vinnings forskot í Wijk aan Zee

Wesley So halda engin bönd á stórmótinu í Wijk aan Zee sem lýkur um helgina en sl. miđvikudag vann hann auđveldan sigur á Pólverjanum Wojtaszek og náđi viđ ţađ vinningsforskoti á nćstu menn. Umtalađasta atvik mótsins átti sér stađ í 7. umferđ ţegar ţessi stađa kom upp: 

GUI10QCE5Wijk aan Zee 2017: 

Magnús Carlsen – Anish Giri

Magnus átti nćgan tíma á klukkunni og gat međ sigri komist upp í efsta sćtiđ. Nú sá hvert mannsbarn í salnum rakiđ mát:

56. Hc8+ Kg7

56.... He8 57. Hxe8+ Dxe8 58. Bxe8 er auđvitađ vonlaust.

57. Hf7+ Kh6 58. Hh8 mát!

En í stađ ţess valdi hann:

56. Bf7+?? Kh8 57. Hh5+ Kg7 58. Bxe6+ Kf6 59. Hh6+ Ke5 60. Bh3 Dd2+ 61. Bg2 Dxh6 62. Hxc6

– og ţó ađ hvítur eigi vinningsmöguleika í ţessari stöđu náđi Giri jafntefli eftir 128 leiki.

Vinningsleiđin minnir heilmikiđ á lokaskák einvígisins viđ Karjakin sl. haust, lykilreitirnir f7 og h8 eru ţarna aftur mćttir.

Viđureign tók sinn toll; ţeir töpuđu báđir daginn eftir en Magnús vann í 9. umferđ og er enn međ í baráttunni en stađa efstu manna eftir tíu umferđir var ţessi:

1. Wesley So 7 v. (af 10) 2. – 6. Magnús Carlsen, Aronjan, Eljanov, Karjakin, Wei Yi 6 v. 7. Adhiban 5 ˝ v.

Sigurskák Wesley So sem hér fylgir einkennist af óvenjumörgum snjöllum leikjum:

Wijk aan Zee; 10. umferđ:

Wesley So – Radoslaw Wojtaszek

Katalónsk byrjun

1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 d5 4. d4 Be7 5. Bg2 0-0 6. Dc2 c5 7. 0-0 Rc6 8. dxc5 d4 9. a3 a5 10. Hd1 e5 11. Rc3 Bxc5 12. Rd5!

Leikbragđ sem byggist á hugmyndinni 12.... Rxd5 13. cxd5 Dxd5 14. Rg5! o.s.frv.

12.... h6 13. Bd2 a4 14. Bb4 Rxb4 15. axb4 Rxd5 16. bxc5 Rb4 17. Dd2 Rc6 18. b4! De7 19. Db2 Bg4 20. He1 Hfd8 21. Rd2 Be6 22. b5 Rb8 23. Db4 f5 24. Rb3! Rd7 25. Bxb7 Hab8 26. Hxa4 Hxb7 27. c6 Dxb4 28. Hxb4 Hc7 29. cxd7 Hxc4 30. Hxc4 Bxc4 31. Hc1! 

GUI10QCE031.... Be6

Eđa 31.... Bxb3 32. Hc8 og vinnur.

32. Hc8! Hxc8 33. dxc8=D Bxc8 34. b6

– og svartur gafst upp. Hann verđur ađ gefa biskupinn fyrir b-peđiđ.

 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. janúar 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 129
  • Frá upphafi: 8779207

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 88
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband