Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Landsliđsflokkur Íslandsmótsins í skák hefst á miđvikudaginn

Íslandsmótiđ í skák 2017 fer fram í Hraunseli, Flatahrauni 3, í Hafnarfirđi dagana 10.-20. maí nk. Umferđir byrja kl. 17.00. Ţađ er afar ánćgjulegt ađ mótiđ skuli vera haldiđ í Hafnarfirđi eftir 14 ára hlé.

Á nćsta skólaári fyrirhugar Skáksamband Íslands ađ standa fyrir aukinni skákkennslu í Hafnarfirđi í samvinnu viđ Skákdeild Hauka og Hafnarfjarđarbć.

Keppendalistinn í ár er bćđi sterkur og afar athyglisverđur. Međal keppenda eru stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson,tólffaldur Íslandsmeistari í skák, og Héđinn Steingrímsson, ţrefaldur Íslandsmeistari í skák.

Tveir ađrir fyrrum Íslandsmeistarar taka ţátt en ţađ eru Guđmundur Kjartansson (2014) og Ţröstur Ţórhallsson (2012). Alţjóđlegi mestarinn Björn Ţorfinnsson lćtur sig ekki vanta.

Međal annarra keppenda má nefna efnilegast skákmann landsins, Vignir Vatnar Stefánsson, sem er ađeins 14 ára og einn sá yngsti sem teflt hefur í landsliđsflokki. Vignir komst í fréttirnar fyrir skemmstu ţegar hann varđ sá yngsti í skáksögunni hérlendis til ađ fara yfir 2400 skákstig.  

Heimamenn eiga sinn fulltrúa en međal keppenda er Hafnfirđingurinn Sigurbjörn Björnsson.

Ađrir keppendur eru Vestfirđingurinn knái Guđmundur Gíslason, sem oft hefur náđ eftirtektarverđum árangri á Íslandsmótinu, og Dagur Ragnarsson og Bárđur Örn Birkisson sem báđir eru ađ tefla á sínu fyrsta Íslandsmóti.

Keppendalistinn (skákstig í sviga)

  1. Hannes Hlífar Stefánsson (2566) - stórmeistari
  2. Héđinn Steingrímsson (2562) - stórmeistari
  3. Guđmundur Kjartansson (2437) – alţjóđlegur meistari
  4. Ţröstur Ţórhallsson (2420) - stórmeistari
  5. Björn Ţorfinnsson (2407) – alţjóđlegur meistari
  6. Guđmundur Gíslason (2336) – FIDE-meistari
  7. Vignir Vatnar Stefánsson (2334) – FIDE-meistari
  8. Dagur Ragnarsson (2320) – FIDE-meistari
  9. Sigurbjörn Björnsson (2268) – FIDE-meistari
  10. Bárđur Örn Birkisson (2162)

Mótiđ verđur sett miđvikudaginn 10. maí kl. 16:45. Forseti bćjarstjórnar Guđlaug Kristjánsdóttir mun setja mótiđ fyrir hönd Hafnarfjarđar og leika fyrsta leik ţess. Dregiđ verđur um töfluröđ degi fyrir mótiđ eđa ţann 9. maí.

Heimasíđa mótsins


Jóhann Hlíđar og Hinrik skólameistarar Vesturlands

IMG_0455[1]

Skólameistaramót Vesturlands fór fram í gćr í Grunnskóla Borgarness. Ţátt tóku 13 skákmenn. Sjö í eldri og sex í ţeim yngri. Hart var barist í báđum flokkum og svo fór ađ ţađ ţurfti aukakeppni í eldri flokki til ađ útkljá sigurvegarann. Ţar hafđi Jóhann Hlíđar Hannesson betur í úrslitaskák gegn Birni Ólafi Haraldssyni. Hinrik Úlfarsson hafđi yfirburđi í yngri flokki og vann allar sínar skákir.

Eldri flokkur

Spennan var allan tíma mikil í eldri flokki og voru ţrír keppendur efstir og jafnir fyrir lokaumferđina. Svo fór ađ Jóhann Hlíđar og Björn Ólafur mćtustu í lokaumferđinni og gerđu jafntefli og urđu efstir og jafnir. Ţeir tefldu ţví úrslitaskák um titilinn skólameistari Vesturlands og ţar hafđi Jóhann Hlíđar betur.

IMG_0442[1]

Daniel Victor Herwigsson og Steinar Örn Finnbogason urđu jafnir í 3.-4. sćti og ţar hafđi Steinar bronsiđ eftir úrslitaskák.

Lokastađan á Chess-Results.

Yngri flokkur

IMG_0437[1]Hinrik Úlfarsson vann öruggan sigur í yngri flokki. Vann alla fimm andstćđinga sína. Annar varđ Örn Einarsson og ţriđji varđ Reynir Jóngeirsson.

Lokastađan á Chess-Results.

Umsjón mótsins var í höndum Páls Leós Jónssonar sem er búinn ađ byggja upp öflugt starf í Grunnskólanum í Borgarnesi. Ţar mćtta um 20 manns í vali í hverri viku í unglingadeildinni. Gunnar Björnsson ađstođađi viđ skákstjórn.

Ekki verđur fulltrúi frá Vesturlandi ađ ţessu sinni á Landsmótinu ađ ţessu sinni en vonandi á komandi árum.


Landsmótiđ í skólaskák hefst á morgun á Akureyri

p1030857_1281359

Landsmótiđ í skólaskák fer fram í Rósenborg á Akureyri um helgina. Ţátt taka 24 ungmenni sem koma víđs vegar af frá landinu. Ađ venju verđur telft um Íslandsmeistaratitil í tveimur flokkum, yngri flokki (1-7. bekk) og eldri flokki (8-10. bekk).

Mótiđ á sér langa sögu en fyrsta Landsmótiđ var haldiđ áriđ 1979 á Kirkubćjarsklaustri. Ţá vann Jóhann Hjartarson eldri flokkinn. Síđan ţá hafa allir sterkustu skákmenn ţjóđarinnar teflt á Landsmóti og má ţar nefna stórmeistarana Hannes Hlífar Stefánsson, Héđin Steingrímsson, Helga Áss Grétarsson, Ţröst Ţórhallsson og Hjörvar Stein Grétarsson.

Mótiđ verđur sett föstudaginn 5. maí kl. 17. og hefst fyrst umferđ strax ađ henni lokinni. Á föstudeginum verđa tefldar fjórar skákir ţar sem keppendur hafa 20 mínútna umhugsunartíma, auk ţess sem 10 sekúndur bćtast viđ í hverjum leik. Fimmta umferđ hefst á laugardag kl. 10.00. Ţá verđur tefld kappskák, međ 90 mínútna umhugsunartíma + 30 sekúndur á leik. Sömu tímamörkí sjöttu og sjöundu umferđ. Sú sjötta hefst kl. 16.00 og lokaumferđin kl. 10 á sunnudagsmorgun.

Heimasíđa Skákfélags Akureyrar mun gera mótinu afar góđ skil um helgina. 


Ađalfundur Vinaskákfélagsins fer fram í kvöld

Ađalfundur Vinaskákfélagsins verđur haldinn 4 maí 2017 í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík klukkan 19:30. 

Dagskrá ađalfundar er sem hér segir:

  1. Forseti setur fundinn.
  2. Kosning fundarstjóra.
  3. Skýrsla stjórnar lögđ fram.
  4. Reikningar lagđir fram til samţykktar.

Kaffi hlé!

  1. Lagabreytingar.
  2. Kosning stjórnar.
  3. Önnur mál. 

Stjórnin.

 

 


Almar Máni og Martin Patryk skólaskákmeistarar Suđurlands

IMG_4901

Skólaskákmót Suđurlands fór fram í Fischer-setri á Selfossi í gćr. Tíu keppendur tóku ţátt og börđust ţar um tvö sćti í Landsmótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri nćstu helgi. Ţar reyndust tveir strákar frá Hellu vera sigursćlastir. Almar Máni Ţorsteinsson í eldri flokki og Martin Patryk í ţeim yngri. 

Teflt var í einum flokki, allir viđ alla, og svo verđlaunađir ţrír efstu í hvorum flokki.

 

IMG_4891

Stađan í eldri flokk varđ sem hér segir:

  1. Almar Máni Ţorsteinsson (Grunnskólanum Hellu) 7 v. af 9 
  2. Styrmir Jökull Einarsson (Grunnskólanum Hveragerđi) 6˝ v.
  3. Pétur Nói Stefánsson (Grunnskólanum Hveragerđi) 5˝ v.

Stađa efstu manna í yngri flokki varđ sem hér segir:

IMG_4898

  1. Martin Patryk (Grunnskólanum Hellu) 5˝ v. af9 
  2. Ţorsteinn Jakob Freyr Ţorsteinsson (Vallaskóla, Selfossi) 5 v.
  3. Ţrándur Ingvarsson (Ţjórsársskóla) 4˝ v.

Skákstjóri var Gunnar Björnsson en Aldís Sigfúsdóttir hélt utan um mótiđ ađ hálfu heimamanna.

IMG_4889

Lokastöđuna má finna hér.


Vignir Vatnar og Róbert Luu Skólaskákmeistarar Reykjaness 2017

ReykjanesEldriFlokkur

Kjördćmamót Reykjaness í skólaskák fór fram í stúkunni viđ Kópavogsvöll ţriđjudaginn 2. mai. Mótiđ var um leiđ Skólameistaramót Kópavogs. 

Í eldri flokki nemenda í 8.-10.bekk mćtti 16 keppendur. Tefldar voru sjö umferđir međ 10mínútna umhugsunartíma.

Úrslit:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson Hörđuvallaskóla 6 v
  2. Birkir Ísak Jóhannsson Salaskóla 5 v
  3. Arnar Milutin Heiđarsson Hörđuvallaskóla 5 v
  4. Sverrir Hákonarson Hörđuvallaskóla 4,5 v
  5. Stephan Briem Hörđuvallaskóla 4,5 v

Reykjanes á rétt á ţrem keppendum í eldri flokki á Landsmótinu á Akureyri um nćstu helgi. 

ReykjanesYngriFlokkurJPGÍ yngri flokki nemenda í 1.-7.bekk mćtti 29 keppendur. Tefldar voru sjö umferđir međ 10mínútna umhugsunartíma.

Úrslit:

  1. Róbert Luu Álfhólssskóla 6,5 v
  2. Örn Alexandersson Vatnsendaskóla 6 v
  3. Gunnar Erik Guđmundsson Salaskóla 5 v
  4. Benedikt Briem Hörđuvallaskóla 5 v
  5. Freyja Birkisdóttir Smáraskóla 5 v
  6. Tómas Möller Vatnsendaskóla 5 v

Reykjanes á rétt á fjórum keppendum í yngri flokki á Landsmótinu á Akureyri um nćstu helgi. 

StulkurKopavogsSkólaskákmeistari stúlkna í 1.-7.bekk í Kópavogi:

  1. Freyja Birkisdóttir Smáraskóla 5 v
  2. Esther Lind Valdimarsdóttir Salaskóla 4 v 

Ţađ var Skákdeild Breiđabliks sem sá um mótiđ međ ađstođ skákkennara í Kópavogi.

Móts&skákstjóri var Halldór Grétar Einarsson 

Úrslit á Chess-Results:

http://chess-results.com/tnr278873.aspx?lan=1&art=4&wi=821

http://chess-results.com/tnr278867.aspx?lan=1&art=4&wi=821 


Mamedyarov sigurvegari Shamkir-mótsins

mamedyarov-kramnik

Íslandsvinurinn Shakhriyar Mamedyarov (2772) sigrađi á minningarmóti Vugar Gashmiov sem lauk í fyrradag í Shamkir í Aserbaísjan. Shakh hlaut 5˝ vinning í 9 skákum. Vladimir Kramnik (2811), Wesley So (2822) og Vesenlin So (2741) urđu í 2.-4. sćti međ 5 vinninga.

Lokastađan varđ sem hér segir:

Clipboard01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aserinn viđkunnanlegi er nú komandi í núnda sćti á stigalista FIDE. Hann ţarf hins vegar ađ bíta í ţađ súra epli ađ fá ekki ţátttökurétt á Norway Chess-mótinu ţar sem 10 stighćstu skákmönnum heims var bođiđ til leiks. Síđan ţá hefur Mameydarov skotiđ framfyrir Sergei Karjakin og Anish Giri.

Nánar má um mótiđ lesa á Chess24.

 


Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram í dag

Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram ţriđjudaginn 2.maí í Laugalćkjarskóla.

Tefldar verđa 6-7 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. 
 
Mótiđ hefst klukkan 17:00.
 
Í yngri flokki er teflt um eitt sćti á landsmót í skólaskák en tvö sćti í eldri flokki.
 
Landsmótiđ í skólaskák fer fram á Akureyri helgina 5. - 7. maí.
 
Hver skóli má senda til leiks sína skólameistara eđa sterkustu skákmenn.
 

Skákţáttur Morgunblađsins: Allt í hnapp á toppnum – Jóhann og Björn efstir Íslendinga

G4A1163MUEnn hefur engum skákmanni tekist ađ slíta sig frá öđrum í toppbaráttu Reykjavíkurmótsins en sjötta umferđ mótsins var tefld í Hörpunni í gćr og ađ henni lokinni voru eigi fćrri en 14 skákmenn efstir og jafnir međ 5 vinninga hver, ţ. á m. margir af stigahćstu keppendum mótsins Anish Giri, Baadur Jobava, Gawain Jones, Zoltan Almasi, Abijeeet Gupta, Gata Kamsky, Segei Movsesian og Konstantin Landa.

Jóhann Hjartarson og Björn Ţorfinnsson stóđu best ađ vígi međal okkar, báđir međ 4˝ vinning og nokkrir íslenskir skákmenn voru međ 4 vinninga. Hannes Hlífar Stefánsson lék gróflega af sér í byrjun tafls gegn Sophiku Guramishvili og mátti leggja niđur vopnin eftir ađeins 18 leiki. Hann er ţví úr myndinni í keppninni um efsta sćtiđ.

Á Reykjavíkurmótinu eru ţátttakendur 263 talsins og setja kornungir skákmenn mikinn svip á mótshaldiđ. Ţađ er mikiđ um taktískar vendingar í skákum ţeirra eins og eftirfarandi stađa sem kom upp í 1. umferđ ber međ sér:

Nansý Davíđsdóttir – Björn Ţorfinnsson

Björn virtist hafa alla ţrćđi í hendi sér áđur en hann lék sínum síđasta leik, 29. ... Da1-e5. Hann gat viđhaldiđ leppun í stöđunni međ 29. ... Dc1 en gaf nú Nansý fćri á óvćntum leik...

G4A1163QH30. Hxg6!

og hér sá Björn ađ ef 30. ... hxg6 ţá kemur 31. Dh3+ Kg8 32. Bb3+ Hf7 33. Dc8+! Kh7 34. Bxf7 og vinnur. Hann varđ ađ leika ...

30. ... Dxh2

og barđist síđan áfram manni undir og tókst međ mikilli útsjónarsemi ađ halda jöfnu.

Indverjar eru međ 16 keppendur, ţar af tvo kornunga skákmenn sem vakiđ hafa mikla athygli undanfariđ. Hinn 12 ára gamla Pragnanandhaa skortir ekki taktískt innsći:

G4A1163QL- Sjá stöđumynd 2. -

Dougherty – Pragnanandhaa

Indverjinn hafđi haldiđ frumkvćđinu nćstum ţví alla skákina en hann vissi vel ađ til ađ klára dćmiđ ţurfti hann ađ finna virkilega öflugan leik:

29. ... Dc4!

– og Kanadamađurinn gafst upp ţar sem 30. Dxc4 Rxc4 31. Bxg6 er svarađ međ millileiknum 31. ... Rxd2+ og svartur vinnur mann

 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 21. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Sumarnámskeiđ Taflfélags Reykjavíkur hefjast 12.júní

Image-620x330

Taflfélag Reykjavíkur býđur upp á átta skáknámskeiđ í sumar fyrir börn fćdd árin 2004-2009. Námskeiđin verđa haldin í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Námskeiđ 1: 12. júní – 16. júní kl. 09:30 – 12:00
Námskeiđ 2: 12. júní – 16. júní kl. 13:00 – 15:30
Námskeiđ 3: 19. júní – 23. júní kl. 09:30 – 12:00
Námskeiđ 4: 19. júní – 23. júní kl. 13:00 – 15:30
Námskeiđ 5: 26. júní – 30. júní kl. 09:30 – 12:00
Námskeiđ 6: 26. júní – 30. júní kl. 13:00 – 15:30
Námskeiđ 7: 03. júlí – 07. júlí kl. 09:30 – 12:00
Námskeiđ 8: 03. júlí – 07. júlí kl. 13:00 – 15:30

Kennari á námskeiđunum er alţjóđlegi meistarinn Bragi Ţorfinnsson.

Gjald fyrir vikuna er 7.500kr. Ef ţátttakandi velur bćđi námskeiđin fyrir og eftir hádegi í sömu vikunni ţá er gjaldiđ 12.500kr. Systkynaafsláttur verđur veittur í formi 20% afsláttar. Hćgt er ađ velja á milli ţess ađ greiđa námskeiđisgjaldiđ međ reiđufé viđ upphaf námskeiđis eđa í gegnum heimabanka (ţá bćtist viđ umsýslugjald).

Námskeiđin eru hugsuđ fyrir börn af ólíkum skákstyrkleika, en ţó er ćtlast til ţess ađ börnin kunni mannganginn. Allir fá ţví viđfangsefni viđ sitt hćfi. Taflfélag Reykjavíkur áskilur sér rétt til ţess ađ fella niđur námskeiđ sé ţátttaka ekki nćg.

Nánari upplýsingar um námskeiđin má finna á vef Taflfélags Reykjavíkur eđa í síma 867 2627 (Bragi). Skráning fer fram í gegnum skráningarform sem nálgast má í gula kassanum á skak.is.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband