Fćrsluflokkur: Spil og leikir
24.6.2017 | 10:42
Magnus Carlsen efstur í hálfleik í París
Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2851) er efstur í hálfleik í París. Í gćr lauk atskákhluta mótsins og ţar hlaut Magnus 7 vinninga (14 stig) í 9 skákum. Alexander Grischuk (2779) varđ annar međ 6,5 vinninga (13 stig) og Hikaru Nakamura (2792) ţriđji međ 6 vinninga (12 stig).
Stađan:
Í dag og á morgun tefla ţeir hrađskák - tvöfalda umferđ - allir viđ alla. Ţar telur vinningurinn eitt stig og gildir ţví hrađskákhlutinn jafn mikiđ og atskákhlutinn. Taflmennskan hefst kl. 12. Tímamörkin er 5+3 (Bronstein).
Í gćr vakti mikla athygli smá snerra á milli heimsmeistarans og skákskýrendans, Maurice Ashley. Hana má sjá hér:
Nánar á Chess24.
Myndir: Lennart Ootes (af Chess24).
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2017 | 09:33
Heimsmeistarinn efstur í París
Ţrátt fyrir ađ yfirburđir heimsmeistarans í hefđbundinni kappskák hafi minnkađ virđist ţađ sama ekki eiga um at- og hrađskákir. Ţar virđist Magnus Carlsen (2851) einfaldlega vera bestur. Eftir sex umferđir í París er heimsmeistarinn efstur međ 10 stig (2 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli). Bandaríkjamađurinn Hikaru Nakamura er annar međ 9 stig (4,5 v.) og Aserinn Shahkriyar Mamedyarov (2784) er ţriđji međ 8 stig (4 vinninga). Shahk hefur veriđ sjóđheitur síđustu misseri og ekki sér fyrir endann á góđu gengi hans.
Fabiano Caruana (2782) hefur heldur betur ekki náđ vopnum sínum og hefur ađeins 1 stig (0,5 v.) Caruana hefur oft veriđ slakur í styttri tímamörkunum.
Atskákmótinu lýkur í dag međ umferđum 7-9. Á morgun byrja ţeir ađ tefla hrađskákir.
Hikaru Nakamura (2792) og Veselin Topalov (2725) koma nćstir međ 4 stig (2 vinninga).
Stađan:
Nánar á Chess24.
Myndir: Lennart Ootes (af Chess24).
23.6.2017 | 09:12
Ađalfundur TR fer fram á miđvikudagskvöldiđ
Stjórn Taflfélags Reykjavíkur bođar til ađalfundar í samrćmi viđ 10.gr laga félagsins. Fundurinn verđur haldinn miđvikudaginn 28.júní og hefst kl.20:00 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.
Dagskrá: Venjuleg ađalfundarstörf.
Virđingarfyllst, Stjórn Taflfélags Reykjavíkur
22.6.2017 | 23:07
Bođsmóti Taflfélags Reykjavíkur frestađ
Bođsmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem fyrirhugađ var um nćstu helgi, hefur veriđ frestađ um óákveđinn tíma vegna drćmrar skráningar.
Drćm skráning í Bođsmótiđ bendir til ţess ađ á međal skákmanna sé lítil eftirspurn eftir skákmóti sem ţessu á höfuđborgarsvćđinu á ţessum árstíma. Eitt af keppikeflum Taflfélags Reykjavíkur er ađ koma til móts viđ óskir skákmanna og ţví verđur ađ teljast líklegt ađ Bođsmótiđ verđi endurvakiđ síđar međ öđru fyrirkomulagi. Nánari útfćrsla liggur ţó ekki fyrir ađ svo stöddu.
22.6.2017 | 18:07
Nýtt fréttabréf SÍ kom út í dag
Nýtt fréttabréf SÍ kom út í dag eftir alllangt hlé á útgáfunni. Međal efnis í fréttabréfinu er:
- Fjórir íslenskir skákmenn taka ţátt í Norđurlandamótinu
- Guđmundur Íslandsmeistari í skák
- Anish Giri sigurvegari GAMMA Reykjavíkurskákmótsins
- Norđurljósamótiđ haldiđ í nóvember
- Ný stjórn SÍ og verkaskipting hennar
- Hilmir Freyr skákmeistari Skákskóla Íslands
- GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ 2018 - niđurtalning
- Mót á döfinni
Fréttabréfiđ má í heild sinni finna hér.
Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is - ofarlega til vinstri.
Eldri fréttabréf SÍ má finna hér.
22.6.2017 | 08:57
Wesley So og Magnus Carlsen efstir í París
Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2851) og Wesley So (2789) eru efstir međ eftir 3 fyrstu umferđir ofuratskákmótsins í París sem hófst í gćr. Ţeir fengu 2,5 vinning í umferđunum ţremur sem gefur ţeim 5 stig. Ţađ er gert til ţess ađ atskákmótiđ gildi jafnmikiđ og hrađskákmótiđ ţrátt fyrir tvöfalt fćrri umferđir.
Hikaru Nakamura (2792) og Veselin Topalov (2725) koma nćstir međ 4 stig (2 vinninga).
Veislen heldur áfram í dag ţegar umferđir 4-6 eru tefldar. Garry Kasparov lćtur sig ekki vanta á stađinn enda eru ţessi Grand Chess Tour mót á vegum stuđningsmanna hans međ Rex Sinquefield fremstan í flokki.
Stuđst er viđ URS-stigakerfiđ (Universal Rating System) sem eru ekki hin hefđbundnu opinberu FIDE-stig. Ţar er blandađ saman árangri á kapp-, at- og hrađskákstigum.
Nánar á Chess24.
Myndir: Lennart Ootes (af Chess24).
21.6.2017 | 11:43
Ofuratskákmót hefst í París kl. 12 í dag
Í dag kl. 12 hefst ofuratskákmót í París. Mótiđ er hluti af Grand Chess Tour. Tíu skákmenn tefla og ţar af flestir sterkustu skákmenn heims. Dagana 21.-23. júní tefla ţeir atskák (25+10) - allir viđ alla - ţrjár skákir á dag. Dagana 24. og 25. tefla ţeir svo hrađskák (5+3) - tvöfalda umferđ - alls 18 umferđir.
Međal keppenda í París eru Magnus Carlsen, Hikaru Nakamura, Wesley So, Shakhriyar Mamediarov og Fabiano Caruana.
Nánar á Chess24.
Mynd: Lennart Ootes.
21.6.2017 | 09:04
Mjóddarmót Hugins fer fram 1. júlí
Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 1. júlí í göngugötunni í Mjódd. Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi. Á síđasta ári sigrađi Subway í Mjódd en fyrir ţá tefldi Dagur Ragnarsson. Tefldar verđa sjö umferđir međ umhugsunartímanum 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik. Skráning fer fram í síma 866-0116 og hér á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttaka er ókeypis!
Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmótiđ enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir ađ félagiđ flutti í núverandi húsnćđi.
Verđlaun eru sem hér segir:
- 1. 20.000
- 2. 15.000
- 3. 10.000
Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2017 | 07:00
Bođsmót TR hefst á föstudaginn
Bođsmót Taflfélags Reykjavíkur á sér yfir 40 ára langa sögu en mótiđ hefur legiđ í dvala síđasta áratuginn. Nú hefur stjórn T.R. ákveđiđ ađ endurlífga Bođsmótiđ í formi helgarskákmóts. Bođsmót T.R. hefur ţví göngu sína á ný föstudaginn 23. júní kl. 19:30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og verđa tefldar atskákir í bland viđ kappskákir samkvćmt dagskrá hér ađ neđan. Venju samkvćmt verđur mótiđ reiknađ til skákstiga.
Keppt er um stórglćsilegan farandbikar, en auk hans eru peningaverđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin. Ţá verđa veitt bókaverđlaun fyrir bestu frammistöđu miđađ viđ eigin stig. Verđi keppendur jafnir ađ vinningum mun stigaútreikningur (tiebreaks) skera úr um lokaröđ. Peningaverđlaunum verđur skipt eftir Hort kerfinu.
Skráningu lýkur föstudaginn 23.júní kl.19:15.
Dagskrá:
1. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 19:30
2. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 20:45
3. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 22:00
4. umferđ (kappskák) laugardaginn 24. júní kl. 11:00
5. umferđ (kappskák) laugardaginn 24. júní kl. 17:00
6. umferđ (kappskák) sunnudaginn 25. júní kl. 11:00
7. umferđ (kappskák) sunnudaginn 25. júní kl. 17:00
Tímamörk:
Atskákir: 20 mínútur + 10 sekúndna viđbót eftir hvern leik.
Kappskákir: 90 mínútur + 30 sekúndna viđbót eftir hvern leik.
Verđlaun:
1. sćti kr. 20.000
2. sćti kr. 10.000
3. sćti kr. 5.000
Bókaverđlaun fyrir bestu frammistöđu miđađ viđ eigin kappskákstig (performance mínus eigin kappskákstig).
Ţátttökugjald:
Fyrir fullgilda međlimi T.R. er gjaldiđ 2.500kr en ađrir greiđa 4.000kr. Ţátttökugjöld greiđast međ reiđufé viđ upphaf móts. Fyrrum sigurvegarar Bođsmótsins fá frítt í mótiđ. Titilhafar fá auk ţess frítt í mótiđ.
Spil og leikir | Breytt 19.6.2017 kl. 09:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2017 | 13:16
Skákţing Finnlands: Sá langstigalćgsti hampađi titlinum!
Skákţingi Finnlands lauk síđustu helgi. Afar óvćnt úrslit urđu á mótinu ţegar langstigalćgsti keppandi mótsins, hinn 18 ára, Teemu Virtanen (2204) vann mótiđ. Ungstirniđ og hinn ţrautreyndi alţjóđlegi meistari Mika Karttunen (2487) komu jafnir í mark međ 4˝ vinning í sjö skákum. Ţeir tefldu til ţrautar međ styttri umhugsunartíma og ţar hafđi Virtanen betur 2-0. Anastsia Nazarov (2038) varđ skákmeistari kvenna ţriđja áriđ í röđ ţrátt fyrir ađ vera ađeins 15 ára.
Nánar á heimasíđu finnska skáksambandsins.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 108
- Frá upphafi: 8780631
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar