Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Sóknarsigur Friđriks í Arnhem

Friđrik Ólafsson sigrađi hinn unga Hollending, Vincent Rothuis (2441), sem er ađeins 17 ára, í mikilli sóknarskák í sjöundu umferđ Euwe Stimulans skákmótinu sem tefld var í dag í Arnhem í Hollandi.  Friđrik hafđi svart og blés Hollendingurinn ungi strax til mikillar sóknar.   Friđrik tók hraustlega á móti og eftir miklar flćkjur mátađi Friđrik Hollendinn í 26 leik!  Friđrik hefur 3 vinninga.   

Öđrum skákum sjöundu umferđar er enn ólokiđ en stađan efstu manna fyrir umferđina var sem hér segir:

1. AM Amon Simutome (2421), Sambía, 5,5 v.
2. KSM  Dibyendru Barua (2462), Indlandi  5 v.
3. KSM Nona Gaprindasvili (2364), Georgíu, 4,5 v.


Reyknesingar unnu Fjölnismenn

Skákfélag Reykjanesbćjar sigrađi Skákdeild Fjölni í 1. umferđ Hrađskákkeppni taflfélaga, 39.5 - 32.5,  Viđureignin fór fram í Keflavík síđastliđinn mánudag.

Guđmundur Sigurjónsson stóđ sig best heimamanna međ 9 vinninga og Jóhann Ingvason fékk 8 vinninga.

Tómas Björnsson Fjölni stóđ sig ţó best allra og fékk 12 v af 12 mögulegum.  Jón Árni Halldórsson kom nćstur Fjölnismanna međ 7 vinninga.

Reyknesingar eru ţví komnir í 8 liđa úrslit ţar sem ţeir mćta Akureyringum.    


Smári Rafn stóđ sig vel á Spáni

Félagar úr Skákfélagi Akureyrar voru iđnir ađ tefla erlendis í júlí, níu voru í Danmörku, tveir í Tekklandi og
Smári Rafn Teitsson tók ţátt í alţjóđlegu móti í Valensíu á Spáni og honum gekk mjög vel hlaut 5,5 vinning af 9 mögulegum og hafnađi í 17.-28 sćti af 100 keppendum. Vann hann m.a. Olgu Gerasimovitch stórmeistara kvenna frá Hvíta-Rússlandi, en hún hafnađi í 3.-8. sćti međ 6,5 v. Sigurvegari varđ alţjóđlegi meistarinn Kovacevic Slobodan međ 7 vinninga.
 
Í dag hófst alţjóđlegt mót í Barcelona og keppir ţar Sigurđur Eiríksson í a -flokki en 306 keppendur eru í flokknum.

KR-ingar unnu Austfirđinga

Skákdeild KR vann öruggan sigur, 57-15, á Skáksambandi Austurlands í fyrstu umferđ hrađskákkeppni taflfélaga.  Hrannar Baldursson og Jóhann Örn Sigurjónsson voru bestir KR-inga, var međ fullt hús en Bjarni Jens Kristinsson var bestur gestanna. 

KR-ingar mćta Íslandsmeisturum Hellis í 2. umferđ (8 liđa úrslitum).

Árangur KR-inga:

  • Hrannar Baldursson 12 v. af 12
  • Jóhann Örn Sigurjónsson 12 v. af 12
  • Gunnar Gunnarsson 10,5 v. af 12
  • Sigurđur Herlufsen 10 v. af 12
  • Vilhjálmur Guđjónsson 4 v. af 8
  • Kristján Stefánsson 5 v. af 8
  • Guđfinnur Kjartansson 2 v. af 3
  • Jón G. Briem 1,5 v. af 6

Árangur SA-manna:

  • Bjarni Jens Kristinsson 5 v.
  • Björn Jónsson 3 v.
  • Helgi Egilsson 2 v.
  • Gunnar Finnsson 1,5 v.
  • Kjartan Másson 1,5 v.
  • Gísli B. Bogason 1.

 

 

 


Akureyringar og Bolvíkingar komnir áfram

Skákfélag Akureyrar vann öruggan sigur á Taflfélagi Akraness í 1. umferđ (13 liđa úrslitum), hrađskákkeppni taflfélaga, 65-7, en viđureign félaganna fór fram í Akranesi í gćr.   Halldór Brynjar Halldórsson stóđ sig best gestanna, hafđi fullt hús vinninga.  Bolvíkingar unnu Selfyssinga, 51,55-21,5, í viđureign félaganna, sem fram fór í fyrradag. Sćbjörn Guđfinnsson var bestur Bolvíkinga en Páll Leó Jónsson var bestur Selfyssinga.  

Árangur SA-manna:

  • Halldór B. Halldórsson 12 v. af 12
  • Arnar Ţorsteinsson 11,5 v.
  • Rúnar Sigurpálsson 11 v.
  • Björn Ívar Karlsson 11 v.
  • Ţórleifur Karlsson 10,5 v.
  • Stefán Bergsson

Árangur TA-manna:

  • Pétur Atli Lárusson 2 v.
  • Viđar Másson 2 v.
  • Gunnar Magnússon 1 v.
  • Magnús Gíslason 1 v.
  • Hörđur Garđarsson 1 v.
  • Magnús Magnússon 0 v.  

Árangur Bolvíkinga:

  • Sćbjörn Guđfinnsson 10 v. af 12
  • Halldór Grétar Einarsson 9,5 v.
  • Magnús Pálmi Örnólfsson 9 v.
  • Unnsteinn Sigurjónsson 9 v.
  • Stefán Arnalds 7 v.
  • Guđmundur Dađasvon 5 v.

Árangur Selfyssinga:

  • Páll Leó Jónsson 5,5 v. af 12
  • Ingimundur Sigurmundsson 5 v.
  • Magnús Gunnarsson 3 v.
  • Úlfhéđinn Sigurmundsson 2,5 v.
  • Vilhjálmur Pálsson 2,5 v.
  • Guđbjörn Sigurmundsson 2 v.

Ekki hafa borist í úrslit í viđureignum KR og Austurlands né Reyknesinga og Fjölnis.  

Bolvíkingar mćta Haukum í átta liđa úrslitum og Akureyringar mćta sigurvegaranum í viđureign Reyknesinga og Austfirđinga.

 


Liđ TR á EM taflfélaga

Taflfélag Reykjavíkur sendir sterkt liđ til keppni á Evrópumót taflfélag, sem fram fer í Kemer í október, en í liđinu er 3 stórmeistarar skráđir til leiks.   Liđiđ er ţađ 20. stigahćsta en til samanburđar er liđ Íslandsmeistara Hellis ţađ 35. stigahćsta.

Liđ TR:

 

Bo. NameIRtgFED
1GMStefansson Hannes2568ISL
2GMNataf Igor-Alexandre2588FRA
3GMThorhallsson Throstur2461ISL
4IMKristjansson Stefan2458ISL
5IMGunnarsson Arnar2439ISL
6IMGunnarsson Jon Viktor2427ISL
 FMBergsson Snorri2301ISL

Liđ Hellis:

 

Bo. NameIRtgFED
1IMThorfinnsson Bragi2389ISL
2FMJohannesson Ingvar Thor2344ISL
3FMSigfusson Sigurdur2320ISL
4FMThorfinnsson Bjorn2318ISL
5FMLagerman Robert2315ISL
6 Edvardsson Kristjan2266ISL

 


Björn Ţorfinnsson Grćnlandsmeistari í skák

Bjorn.jpgBjörn Ţorfinnsson er Grćnlandsmeistarinn 2007. Ţátttökumet. Jóhanna Björg međ gull í tveimur flokkum. Sigurvegararnir gáfu verđlaunin sín. 

Björn Ţorfinnsson sigrađi á 5. alţjóđamóti Hróksins á Grćnlandi, Flugfélagsmótinu 2007, sem lauk í Tasiilaq á sunnudag. Gríđarlega góđ ţátttaka var á mótinu og keppendur alls 84, sem er met. Róbert Harđarson varđ í 2. sćti og Hrannar Jónsson hreppti bronsiđ.

Alls voru veitt verđlaun í fjórum flokkum. Dines Ignatiussen hlaut gulliđ í flokki heimamanna, Gabe Taunajik hlaut silfriđ og Karl Peter Ale brons.

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem í sumar varđ heimsmeistari međ sveit Salaskóla, sigrađi bćđi í kvennaflokki og ungmennaflokki. Í öđru sćti í ungmennaflokki varđ Patrekur Maron Magnússon og Birkir Karl Sigurđsson varđ ţriđji. Embla Dís Ásgeirsdóttir hlaut silfriđ í kvennaflokki og grćnlenska stúlkan Fina Maratse varđ ţriđja.

Flugfélagsmótiđ fór fram í glćsilegri íţróttahöll í Tasiilaq og voru ađstćđur einsog best gerist á alţjóđlegum skákmótum. Viđ verđlaunaafhendingu var mikill fögnuđur, enda voru allir keppendur leystir út međ glađningi.

Sigurvegararnir voru í hátíđarskapi og vakti mikinn fögnuđ ţegar Jóhanna Björg gaf verđlaunin sem hún hlaut, forláta skáktölvu frá Pennanum, til eins af grćnlensku keppendunum. Björn Ţorfinnsson lét heldur ekki sitt eftir liggja, og gaf sigurlaunin, glćsilegan bikar frá Árna Höskuldssyni, til ungs og efnilegs grćnlensks skákmanns.

Óhćtt er ađ segja ađ skákhátíđ Hróksins og félaga á Grćnlandi 2007 hafi heppnast frábćrlega. Grćnlensk ungmenni hafa tekiđ skákinni tveim höndum og starf síđustu fimm ára er fariđ ađ skila verulegum árangri.

Alls tóku rúmlega 40 Íslendingar ţátt í skákhátíđinni, sem náđi til Tasiilaq, Kuummiit og Kulusuk.

Frábćrri hátíđ er lokiđ en skáklandnámiđ heldur áfram!


Dađi sigrađi á stórmóti Árbćjarsafns

Dadi_Omarsson.jpgStórmót Árbćjarsafns fór fram í gćr í Kornhlöđunni.  19 keppendur mćttu til leiks og tefldar voru 7 umferđir eftir Monradkerfi og var umhugsunartíminn 7 mínútur á skák fyrir hvorn keppenda.

Úrslit mótsins urđu ţau ađ Dađi Ómarsson bar sigur úr býtum hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Í öđru sćti varđ Magnús Magnússon međ 5,5 vinning og í 3.-6. sćti urđu Sverrir Ţorgeirsson, Paul J.Frigge, Baldur Kristinsson og Hallgerđur H.Ţorsteinsdóttir međ 4,5 vinning.

 

 

Lokastađan:

  • 1 ….Dađi Ómarsson…………6.0  v  af 7
  • 2….Magnús Magnússon…….5.5  v
  • 3-6..Sverrir Ţorgeirsson.…….4.5  v
  • 3-6..Paul J.Frigge……………4.5  v
  • 3-6..Baldur Kristinsson………4.5  v
  • 3-6..Hallgerđur H.Ţorsteinsd…4.5  v
  • 7-9..Svanberg M.Pálsson…….4.0  v
  • 7-9..Bjarni J.Kristinsson……..4.0  v
  • 7-9..Vilhjálmur Pálmason……4.0  v
  • 10-12.Guđfinnur R.Kjartansson.3.5  v
  • 10-12.Halldór Garđarsson……..3.5  v
  • 10-12.Sigríđur B.Helgadóttir…..3.5  v
  • 13-17.Elsa M.Ţorfinnsdóttir……3.0  v
  • 13-17.Dagur A.Friđgeirsson……3.0  v
  • 13-17.Páll Sigurđsson…………..3.0  v
  • 13-17.Sverrir Gunnarsson………3.0  v
  • 13-17.Örn Stefánsson…………...3.0  v
  • 18….Sveinn G.Einarsson……….2.0  v
  • 19….Pétur Jóhannesson…………1.0  v

Mótsstjóri var Dagný Guđmundsdóttir  frá Árbćjarsafni.   Skákstjóri var Ólafur S.Ásgrímsson frá Taflfélagi Reykjavíkur.


Guđmundur í landsliđsflokk

GudmundurKja.jpgGuđmundur Kjartansson (2305) tekur sćti í landsliđsflokki Skákţings Íslands en Sigurđur Dađi Sigfússon afbođađi sig fyrr í dag.   Engu breytir ţađ um áfangamöguleika en sem fyrr er ţarf 7 vinninga til ţess ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.   Međalstigin flokksins 2367 skákstig.

 

 

 

 

 

 

 

Keppendalistinn:
 

Nr.SkákmađurTitillStigFélag
1Hannes Hlífar StefánssonSM2568TR
2Ţröstur ŢórhallssonSM2461TR
3Stefán KristjánssonAM2458TR
4Jón Viktor GunnarssonAM2427TR
5Bragi ŢorfinnssonAM2389Hellir
6Ingvar Ţór JóhannessonFM2344Hellir
7Davíđ KjartanssonFM2324Fjölnir
8
Dagur ArngrímssonFM2316TR
9
Róbert HarđarsonFM2315Hellir
10
Guđmundur KjartanssonFM2305TR
11Lenka PtácníkováKSM2239Hellir
12Hjörvar Steinn Grétarsson 2168Hellir

 

 


Metţáttaka á Grćnlandsmótinu - Pétur efstur

graenland1

Metţátttaka er á V. Alţjóđlega Grćnlandsmótinu, Flugfélagsmótinu, og eru keppendur yfir 80. Tugir grćnlenskra barna setja mestan svip á mótiđ, sem fer fram í glćsilegri íţróttahöll Tasiilaq-bćjar á Austur-Grćnlandi. 

Pétur Jónasson er einn efstur međ 5 vinninga eftir fyrri daginn. Í öđru til fimmta sćti eru Róbert Harđarson, Hrafn Jökulsson, Björn Ţorfinnsson og Pétur Atli Lárusson međ 4,5 vinninga. Á morgun, sunnudag, verđa tefldar 5 umferđir til viđbótar og ţá kemur í ljós hver verđur fimmti Grćnlandsmeistarinn í skák.

Flugfélagsmótiđ er hápunktur skákviku Hróksins og félaga á Grćnlandi og er óhćtt ađ segja ađ vel hafi tekist til. Kátu biskuparnir úr Hafnarfirđi héldu hátíđ fyrir börnin í Kuummiit, liđsmenn Skákíţróttafélags stúdenta viđ HR sáu um fjöriđ í Kulusuk, og hér í Tasiilaq voru heimsmeistararnir úr Salaskóla í fararbroddi, ásamt Henrik Danielsen og öđrum vöskum skáktrúbođum.

Fjölmenn barnaskákmót voru haldin í ţorpunum ţremur í vikunni. Hér í Tasiilaq tóku 44 börn ţátt í Toyota-mótinu á fimmtudag og á föstudag tóku 66 ţátt í Glitnis-mótinu, sem haldiđ var í Skákhöll Hróksins í bćnum.

Sjá nánar:


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 63
  • Sl. sólarhring: 129
  • Sl. viku: 342
  • Frá upphafi: 8780065

Annađ

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 216
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband