Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Útiskákmót á Lćkjartorgi í dag

Skákakademía ReykjavíkurSkákakademía Reykjavíkur og Vinnuskóli Reykjavíkur standa ađ dag í ađ útiskákmóti viđ útitafliđ á Lćkjartorgi.  Mótiđ hefst kl. 13 og er öllum opiđ.  Ókeypis ađgangur.   Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og munu bragđgóđ verđlaun (ís) vera í bođi.

Slíkt útimót mun vera haldiđ alla miđvikudag út júlí.   

 


Björn og Davíđ efstir í Rauđakrosshúsinu

Tíu manns mćttu til leiks á hrađskákmót Skákfélags Vinjar og Hróksins sem haldiđ var í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25, á mánudaginn. Á međan Jóhann Thoroddsen, sálfrćđingur hjá Rauđa krossinum, var međ fyrirlestur um sálrćnan stuđning í einu horninu og hressar konur í prjónahóp voru á fullu í öđru, föndruđu skákmenn međ fléttur og gambíta í miđjum sal og börđu klukkur.

Tefldar voru fimm umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma og hart var tekist á. Ţeir Björn Ţorfinnsson og Davíđ Kjartansson, sem eru ekki síđur frćgir fyrir takta á knattspyrnuvelli en viđ borđiđ, gerđu jafntefli en unnu annars andstćđinga sína og voru efstir međ 4,5 vinninga. Hrannar Jónsson, Elsa María Kristínardóttir og Sigurjón Friđţjófsson fengu 3 og ađrir minna.  

Bođiđ var upp á heljarinnar súkkulađikökur međ kaffinu auk ţess sem allir ţátttakendur fengu bókavinning. Björn og Hrannar stýrđu mótinu af stakri snilld og allir fóru búttađir og sáttir heim


Carlsen efstur í hálfleik í Dortmund eftir sigur á Naiditsch

Magnus Carlsen (2772) er einn efstur á Dortmund Sparkassen-mótinu eftir sigur á Ţjóđverjanum Naiditsch (2697) í fimmtu umferđ sem fram fór í dag.  Leko (2697) vann Bacrot (2721) og er í 2.-3. sćti ásamt Kramnik (2759) sem gerđi jafntefli viđ Jakovenko (2760).  Frídagur er á morgun. 

Stađan:
  • 1. Carlsen (2772) 3,5 v.
  • 2.-3.Kramnik (2759) og Leko (2756) 3 v.
  • 4. Jakovenko (2760) 2,5 v.
  • 5. Bacrot (2721) 2 v.
  • 6. Naiditsch (2697) 1 v.

Međalstig á mótinu eru 2744 skákstig og tefld er tvöföld umferđ.

Heimasíđa mótsins


Vinjarskákmót í Rauđakrosshúsinu í dag

Mánudaginn 6. júlí, kl. 13:30 halda Skákfélag Vinjar og Hrókurinn skákmót í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25.

Tefldar verđa fimm umferđir eftir Monradkerfi ţar sem umhugsunartími er sjö mínútur.

Vinningar fyrir efstu sćtin auk ţess sem dregnir verđa út happadrćttisvinningar.

Skákstjórar eru snillingarnir Björn Ţorfinnsson og Hrannar Jónsson.

Allir hjartanlega velkomnir og auđvitađ er heitt á könnunni.

Rauđakrosshúsiđ var opnađ í byrjun mars sl. og ţar er bođiđ upp á dagskrá alla daga: fyrirlestra, námskeiđ ýmiskonar auk ţess sem sálfrćđingar, prestar og ráđgjafar veita viđtöl. Tölvur eru á stađnum auk margskonar afţreyingar. Opnunartími er 12-17.

Kramnik sigrađi Naiditsch í Dortmund - Carlsen og Kramnik efstir

Kramnik (2759) sigrađi Naiditsch (2697) í fjórđu umferđ Dortmund Sparkassen-mótsins, sem fram fór í dag í Dortmund.  Bacrot (2721) og Carlsen gerđu jafntefli sem og Jakovenko (2760) og Leko (2756).  Carlsen og Kramnik eru efstir međ 2,5 vinning.

Stađan:
  • 1.-2 Carlsen (2772) og Kramnik (2759) 2,5 v.
  • 3.-5.Leko (2756), Bacrot (2721) og Jakovenko (2760) 2 v.
  • 6. Naiditsch (2697) 1 v.

Međalstig á mótinu eru 2744 skákstig og tefld er tvöföld umferđ.

Heimasíđa mótsins


Guđmundur gerđi ekki jafntefli í síđustu umferđ

Guđmundur Kjartansson

FIDE-meistarinn Guđmundur Kjartansson (2388) tapađi fyrir enska skákmanninum Peter S Poobalasingam (2240) í níundu og síđustu umferđ Big Slicks-mótsins sem fram fór í dag í Lundúnum.  Guđmundur hafđi ţar áđur gert fimm jafntefli í röđ.  Guđmundur hlaut 2,5 vinning og hafnađi í níunda sćti.  

Árangur Guđmundar samsvarar 2222 skákstigum og lćkkar hann vćntanlega um 30 stig fyrir frammistöđu sína. Guđmundur heldur nú  til Edinburgh í Skotlandi en hann tekur ţar ţátt í skoska meistaramótinu í skák sem fram fer 11.-19. júlí. 

Stórmeistararnir Keith Arkell (2517), Englandi, og Alexander Cherniav (2423), Rússlandi, urđu efstir og jafnir međ 6,5 vinning.  Ţriđji varđ, Rússinn, Alexei Slavin (2308) međ 5,5 vinning og náđi ţar međ áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Alls tóku 10 skákmenn ţátt í efsta flokki og tefldu ţeir allir viđ alla.  Til ađ ná áfanga ađ stórmeistaraáfanga ţurfti 7 vinninga en til ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli ţurfti 5,5 vinning.

Heimasíđa mótsins


Guđmundur međ fimmta jafntefliđ í röđ

Guđmundur Kjartansson

FIDE-meistarinn Guđmundur Kjartansson (2388) gerđi jafntefli viđ portúgalska stórmeistarann Luis Galego (2454) í áttundu og nćstsíđustu umferđ Big Slicks-mótsins, sem fram fór í Lundúnum í dag.  Guđmundur hefur 2,5 vinning og er níundi.  

Rússneski stórmeistarinn Alexander Cherniav (2423) er efstur međ 6 vinninga.  Annar er enski stórmeistarinn Keith Arkell (2517) međ 5,5 vinning.  Í 3.-4. sćti međ 5 vinninga, eru Galego og Rússinn Alexei Slavin (2308).

Í lokaumferđinni, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ enska skákmanninn og stigalćgsta keppanda mótsins, Peter S Poobalasingam (2240).

Alls taka 10 skákmenn ţátt í efsta flokki og tefla ţeir allir viđ alla.  Til ađ ná áfanga ađ stórmeistaraáfanga ţarf 7 vinninga en til ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli ţarf 5,5 vinning.

Heimasíđa mótsins


Öllum skákunum í Dortmund lauk međ jafntefli - Carlsen efstur

Öllum skákum ţriđju umferđar Dortmund Sparkassen-mótsins lauk međ jafntefli.  Ţar á međal skák Carlsen og Kramnik sem lauk međ jafntefli eftir ađeins 19 leiki.  Carlsen (2772) er ţví sem fyrr efstur.  

Stađan:

  • 1. Carlsen (2772) 2 v. af 3
  • 2.-5. Leko (2756), Kramnik (2759), Bacrot (2721) og Jakovenko (2760) 1,5 v.
  • 6. Naiditsch (2697) 1 v.

Međalstig á mótinu eru 2744 skákstig og tefld er tvöföld umferđ.

Heimasíđa mótsins


Jakovenko sigrađi Naiditsch í Dortmund - Carlsen efstur

Rússinn Dmitry Jakovenko (2760) sigrađi Ţjóđverjann Arkadij Naiditsch (2697) í 2. umferđ Dortmunds-mótsins sem fram fór í dag.  Leko (2756) og Carlsen (2772) gerđu jafntefli sem og Kramnik (2759) og Bacrot (2721).  Carlsen er efstur međ 1,5 vinning.

Stađan:

  • 1. Carlsen (2772) 1,5 v. af 2
  • 2.-5. Leko (2756), Kramnik (2759), Bacrot (2721) og Jakovenko (2760) 1 v.
  • 6. Naiditsch (2697) 0,5 v.

Međalstig á mótinu eru 2744 skákstig og tefld er tvöföld umferđ.

Heimasíđa mótsins


Davíđ Kjartansson sigrađi á fyrsta sumarmóti Vinnuskólans og Akademíunnar

Sumarskákmót Vinnuskólans og SRFyrsta sumarmót Vinnuskóla Reykjavíkur og Skákakademíu Reykjavíkur fór fram miđvikudaginn 1.júlí síđastliđinn viđ útitafliđ í Lćkjargötu. Mótiđ hófst kl.13.00 og voru tefldar fimm umferđir međ 7 mín. umhugsunartíma. Veđriđ var afar milt og gott ţótt ađ sólin hafi ekki látiđ á sér krćla ađ ţessu sinni. Alls tóku 24 skákmenn ţátt í mótinu og settu börn úr skák-og leikjanámskeiđi Skákakademíu Reykjavíkur sem og unglingar úr Landnemahópi Vinnuskólans í Reykjavík mikinn svip á mótiđ.

Ívar Örn Sverrisson, leiđbeinandi Landnemahópsins, hóf fyrstu umferđ međ ţví ađ etja kappi viđ hinn átta ára Sumarskákmót Vinnuskólans og SRgamla Sigurđ Kjartansson, sem er mikiđ efni. Til ađ byrja međ leit stađa Ívars ekkert sérstaklega vel út en svo kom ađ ţví ađ hann náđi ađ snúa á litla labbakútinn og tryggja sér unniđ tafl. Ţá tók ađ saxast allverulega á tíma keppenda sem endađi međ ţví ađ Ívar pattađi Sigurđ! Báđir stóđu sig vel í mótinu, Ívar endađi međ 3,5 vinninga en Sigurđur 2,5.

Ţađ kom hinsvegar engum á óvart ađ FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson bar sigur úr býtum međ fullu húsi en nćstir komu ţeir Stefán Bergsson og Ólafur Kjaran međ fjóra vinninga. Ţar sem léttleikinn var svo sannarlega í fyrirrúmi á mótinu var ákveđiđ ađ Davíđ myndi leggja sigurinn í mótinu ađ veđi gegn Stefáni Bergssyni (sem var hćrri á stigum en Ólafur) í einni úrslitaskák í lokin. Sú skák fór fram á sjálfu útitaflinu og var tefld međ klukku. Tilgangurinn var sá ađ afsanna ađ skák vćri ekki íţrótt en viđbúiđ ađ viđureignin yrđi verulega athyglisverđ ef keppendur kćmust í mikiđ tímahrak. Úrslitaskákin var spennandi og vel tefld af báđum keppendum en ţegar ţeir félagar voru farnir ađ herđa verulega á gönguhrađanum ţá varđ Stefáni á fingurbrjótur sem Davíđ nýtti sér til sigurs.

Báđir fengu ţeir bragđgóđ verđlaun frá ísbúđinni Dairy Queen á Ingólfstorgi. Ţađ sama gilti um Odd Stefánsson, níu ára gamlan ţátttakenda í skák-og leikjanámskeiđi Skákakademíunnar, en hann var útnefndur „efnilegasti keppandinn" enda hlaut hann ţrjá vinninga sem var afar vel gert. Smári Arnarson, jafnaldri Odds, fékk einnig ţrjá vinninga en var lćgri á stigum. Ţá var brugđiđ á ţađ ráđ ađ veita sárabótarverđlaun sem var pakki af Match Attax fótboltamyndum. Mátti ekki á milli sjá hvor var sáttari međ verđlaunin sín, Smári eđa Oddur.

En fyrsta sumarmótiđ var afar velheppnađ og er ráđlagt ađ slík mót verđi haldin vikulega út júlí.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 284
  • Frá upphafi: 8780007

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 176
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband