Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íţróttir

Elsa María sigrađi á fimmtudagsmóti

Elsa María KristínardóttirElsa María Kristínardóttir sigrađi nokkuđ örugglega á fimmtudagsmótinu í TR í gćr. Elsa vann fyrstu fimm skákirnar en tap fyrir Gunnari Finnssyni í 6. umferđ setti strik í reikninginn. Svo merkilega fór ađ ţeir fjórir sem áttu möguleika á ađ ná Elsu, gerđu allir jafntefli í síđustu umferđ en Elsa vann skjótan sigur.  Hún varđ ţví heilum vinningi fyrir ofan nćstu menn.

Úrslit urđu ţví sem hér segir:  

 

  • 1   Elsa María Kristínardóttir                 6       
  • 2-3  Stefán Pétursson                          5       
  •      Gunnar Finnsson                           5       
  • 4-5  Jón Úlfjótsson                            4.5     
  •      Jon Olav Fivelstad                        4.5     
  • 6-8  Örn Stefánsson                            4       
  •       Björgvin Kristbergsson                   4       
  •       Jóhann Bernhard                          4       
  • 9     Gunnar Friđrik Ingibergsson              3.5     
  • 10-11 Friđrik Dađi Smárason                    3       
  •       Ingvar Vignisson                         3       
  • 12-14 Finnur Kr. Finnsson                      2.5     
  •       Vignir Vatnar Stefánsson                 2.5     
  •       Pétur Jóhannesson                        2.5     
  • 15   Óskar Long Einarsson                      2       
  • 16   Matthías Magnússon                        0      

Firmakeppni í Akureyri í kvöld

Úrslitakeppni í firmakeppni Skákfélags Akureyrar fer
fram í kvöld og hefst kl. 20.00. Á fimmtatug fyrirtćkja hafa veriđ skráđ í
keppnina og hafa veriđ haldinn tveir undan riđlar fyrr í ţessum mánuđi og er
reiknađ međ ađ eigi fćrri en 16 fyrirtćki keppi í úrslitum í kvöld. Ekkert
ţátttökugjald er fyrir keppendur og allir eru velkomnir ađ tefla hrađskákir í
kvöld.


Henrik sigrađi í ţriđju umferđ

Einbeittur HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2494) sigrađi danska FIDE-meistarann Peter Nicolai Skovgaard (2307) í ţriđju umferđ Copenhagen Chess Challange sem fram fór í dag.  Henrik hefur 2,5 vinning og er í 4.-11. sćti.

Ţýski alţjóđlegi meistarinn Thorsten Michael Haub (2508), danski alţjóđlegi meistarinn Nikolaj Mikkelsen (2388) og danski FIDE-meistarinn Nikolai Skousen (2317) eru efstir međ fullt hús.

Í fjórđu umferđ teflir Henrik Skousen, fjórđa danska FIDE-meistarann í jafn mörgum skákum. 

Umferđin hefst kl. 8 í fyrramáliđ og verđur skák Henriks sýnd beint á vefsíđu mótsins.

Alls taka 58 skákmenn og ţar af 5 stórmeistarar.  Jonny Hector (2582) er stigahćstur keppenda en Henrik er sá ţriđji stigahćsti. Ţröstur Ţórhallsson og Björn Ţorfinnsson voru einnig skráđir til leiks en komust ekki til Kaupmannahafnar í tćka tíđ vegna erfiđleika í flugsamgöngum.


Russel og Lawrence kjördćmismeistarar Vestfjarđa

Skólaskákmeistarar Vestfjarđa: Russel og LawranceVestfjarđamótiđ í skólaskák fór fram í Grunnskólanum á Ísafirđi í gćr en ţar kepptu nemendur frá grunnskólum á svćđinu. Russel Sayon frá Flateyri sigrađi í flokki eldri nemenda en í öđru sćti var Jakub Kozlowski og John Wayne lenti í ţví ţriđja. Í yngri flokki sigrađi Lawrence SiF Malagar frá Flateyri en Marcin Lipiec frá Flateyri varđ í öđru sćti og Sturla Snorrason frá Suđureyri hafnađi í ţriđja sćti. Sigurvegar á mótinu keppa fyrir hönd Vestfjarđa á landsmóti í skólaskák sem fram fer í byrjum maí.

Sjá nánar á vef BB.

 

 


Henrik međ jafntefli í 2. umferđ í Kaupmannahöfn

Einbeittur HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2494) gerđi jafntefli viđ danska FIDE-meistararann Kĺre Kristensen (2258) í 2. umferđ Copenhagen Chess Challenge sem fram fór í morgun.  Henrik hefur 1˝ vinning.

Í ţriđju umferđ teflir Henrik viđ Peter Nicolai Skovgaard (2307), ţriđja danska FIDE-meistarann í jafn mörgum skákum. 

Umferđin hefst kl. 13 og verđur skák Henriks sýnd beint á vefsíđu mótsins.

Alls taka 58 skákmenn og ţar af 5 stórmeistarar.  Jonny Hector (2582) er stigahćstur keppenda en Henrik er sá ţriđji stigahćsti. Ţröstur Ţórhallsson og Björn Ţorfinnsson voru einnig skráđir til leiks en komust ekki til Kaupmannahafnar í tćka tíđ vegna erfiđleika í flugsamgöngum.


Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Ađ venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.  Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar húsiđ kl. 19.10.  Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.


Henrik vann í fyrstu umferđ í Köben

Einbeittur HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2494) sigrađi danska FIDE-meistarann Eric Brřndum (2135) í fyrstu umferđ Copenhagen Chess Challenge sem fram fór í kvöld. 

Í 2. umferđ, sem fram fer í fyrramáliđ, teflir Henrik viđ danska FIDE-meistararann Kĺre Kristensen (2258).

Umferđin hefst kl. 8 í fyrramáliđ og verđur skák Henrik sýnd beint á vefsíđu mótsins.

Alls taka 58 skákmenn og ţar af 5 stórmeistarar.  Jonny Hector (2582) er stigahćstur keppenda en Henrik er sá ţriđji stigahćsti. Ţröstur Ţórhallsson og Björn Ţorfinnsson voru einnig skráđir til leiks en komust ekki til Kaupmannahafnar í tćka tíđ vegna erfiđleika í flugsamgöngum.


Anand sigrađi Topalov í glćsilegri skák

Anand og Topalov

Indverjinn Anand sigrađi Topalov á glćsilegan hátt í fjórđu skák heimsmeistaraeinvígis ţeirra sem fram fór í dag í Sofíu í Búlgaríu.   Anand leiđir nú í einvíginu 2,5-1,5 en alls tefla ţeir 12 skákir.  

Anand hafđi hvítt og tefld var Catalan-byrjun eins og í annarri skákinni.  Anand fékk fljótlega betra og međ glćsilegri mannsfórn í 23. leik, sem sterkar skáktölvur fundu ekki einu sinni, fékk hann fljótlega auđunniđ tafl og mátti Búlgarinn viđurkenna sig sigrađan níu leikjum síđar.  

Frídagur er á morgun en fimmta skákin fer fram á föstudag og hefst kl. 12.  Topalov hefur ţá hvítt.

Rétt er ađ benda skák- og skákáhugamönnum á fjörlegar umrćđur og skýringar um skákir heimsmeistaraeinvígisins á Skákhorninu ţar sem FIDE-meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson fer mikinn í skýringum sínum.   


Henrik í beinni frá Kaupmannahöfn

Einbeittur HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2494) situr nú ađ tafli gegn FIDE-meistaranum Eric Bröndum (2135) í fyrstu umferđ skákmótsins Copenhagen Chess Challenge sem hófst í dag.  Ţröstur Ţórhallsson og Björn Ţorfinnsson voru einnig skráđir til leiks en komust ekki til Kaupmannahafnar í tćka tíđ til ađ taka ţátt vegna erfiđleika í flugsamgöngum.


Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 2. maí  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák.

Teflt verđur í einum flokki. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2010, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2010, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri.  

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri.  Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 2. maí. frá kl. 13.30- 13.45. 

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 123
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband