Færsluflokkur: Íslenskar skákfréttir
12.12.2007 | 23:19
Skeljungsmótið 2008 - Skákþing Reykjavíkur
Skeljungsmótið 2008 - Skákþing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 6. janúar nk. kl. 14. Tefldar verða 9 umferðir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1½ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferðir verða á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.00 og á sunnudögum kl. 14.00.
|
Íslenskar skákfréttir | Breytt 13.12.2007 kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 23:13
Björn sigraði á minningarmóti um Lárus Johnsen
Björn Þorsteinsson sigraði alla andstæðinga sína á minningarmóti um Lárus Johnsen, fékk 9 vinninga af 9 mögulegum. Jóhann Örn Sigurjónsson og Gunnar Gunnarsson urðu í 2-3 sæti með 7 vinninga.
Heildarúrslit:
1. Björn Þorsteinsson 9v.
2-3 Jóhann Örn Sigurjónsson
Gunnar Gunnarsson 7v.
4. Sæmundur Kjartansson 6.5 v.
5-6. Sigurður Kristjánsson
Össur Kristinsson 6.5 v.
7. Gísli Gunnlaugsson 5.5 v.
8-10 Einar S e Einarsson
Grétar Áss Sigurðsson
Grímur Ársælsson 5 v.
11-16 Erlingur Hallsson
Guðfinnur Kjartansson
Haraldur Axel Sveinbjörnsson
Kári Sólmundarson
Halldór Skaftason
Friðrik Sófusson 4 v.
17. Bragi Garðarsson 3.5 v.
18-21. Baldur Garðarsson
Haukur Tómasson
Finnur Kr Finnsson
Birgir Ólafsson 3 v.
22-23 Birgir Sigurðsson
Eyríkur Sölvason 2.5 v.
24. Jón Bjarnason 1.5 v.
11.12.2007 | 16:57
Jólamót Hróksins haldið að hátíðarsalnum, Kleppsspítala
10. des. héldu Hrókurinn og Skákfélag Vinjar jólamót að Kleppsspítala. Deild 12 hefur einokað bikarinn undanfarin ár en að þessu sinni var ákveðið að stöðva sigurgönguna og öllu skyldi til tjaldað. Tvær deildir, 32C og 36 sendu harðsnúnar sveitir á vettvang og ætluðu að taka bikarinn.
Þrír voru í liði og að hámarki einn starfsmaður innanborðs. Fimm sveitir mættu til leiks, fyrrnefndar þrjár auk sveitar Vinjar, athvarfs Rauða krossins og Bergiðjunnar.
Róbert Lagerman var skákstjóri og á hann reyndi því svo mikill hiti var í mönnum á tímabili.
Fyrir mót kom Björn Þorlákur Björnsson, fjármálastjóri hins nýstofnaða bókaforlags, Skuggi, og lék fyrsta leikinn í skák þeirra Björns Agnarssonar og Erlings Þorsteinssonar.
Þrjú efstu liðin fengu einmitt glænýjar bækur frá útgáfunni í verðlaun, auk verðlaunapeninga og sigurliðið fékk bikar.
Þrátt fyrir öll plön þá tókst deild tólf að halda titlinum og sigraði mótið eftir harðvítuga keppni með 11 ½ vinning. Fer þá að vanta hillupláss fyrir nýja bikara þar á bæ en hamingjusamir sigurvegarar fengu einnig bókina "þar sem vegurinn endar" eftir forseta Hróksins, Hrafn Jökulsson, auk gullverðlaunapenings.
Silfurpeningana hlutu liðsmenn deildar 32C með 10 ½ og deild 36 var með 10 vinninga og krækti í bronsið, sem var nokkuð súrsætt af svip þeirra að dæma.
Númer fjögur varð svo sveit Vinjar og fengu liðsmenn skákbækur og -sett frá Skáksambandi Íslands, sem og liðsmenn Bergiðjunnar sem hlutu heiðurssætið að þessu sinni.
Sigurliðið var skipað þeim Magnúsi Magnússyni, Rafni Jónssyni og Árna Jóhannssyni
11.12.2007 | 12:10
Skeljungsmótið - Skákþing Reykjavíkur hefst 6. janúar
Skeljungsmótið - Skákþing Reykjavíkur 2008 mun hefjast sunnudaginn 6. janúar 2008. Teflt verður, að venju, á sunnudögum kl. 14.00 og miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30.
Teflt verður í einum flokki, opnum öllum skákmönnum.
Verðlaun verða:
1. sæti: 100.000
2. sæti: 60.000
3. sæti: 40.000
Þátttökugjöld verða (með fyrirvara): 3.000 krónur fyrir fullorðna / 1.500 kr. fyrir grunnskólabörn.
Sigurvegarinn hlýtur jafnframt nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur, sé hann búsettur í Reykjavík eða félagi í reykvísku taflfélagi.
Núverandi skákmeistari Reykjavíkur er Sigurbjörn J. Björnsson.
Mótið verður kynnt nánar þegar nær dregur. Jafnframt skal tilkynnt, að alþjóðlegt skákmót, sem stefnt var að í byrjun janúar, hefur verið frestað.
11.12.2007 | 12:08
Rimaskóli sigraði í eldri flokki Jólamóts grunnskólasveita
Mótið er samstarfsverkefni Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið í vel á þriðja áratug. Þátttaka var frekar dræm, en aðeins sendu fjórir skólar sveitir á mótið, þar af þrír úr Grafarvogi, umdæmi Helga Árnasonar og Skákdeildar Fjölnis.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Rimaskóli strákar: 19 vinningar af 20 mögulegum.
2. Laugalækjarskóli a-sveit: 16/20
3. Húsaskóli 10/20
4. Rimaskóli stúlkur 7/20
5. Laugalækjarskóli b-sveit 5/20
6. Foldaskóli 3/24
Keppendur höfðu 15 mínútur á skák.
Mótsstjóri var, að venju, Soffía Pálsdóttir frá ÍTR, en skákstjórn var í höndum Ólafs H. Ólafssonar, sem hefur verið skákstjóri frá upphafi, og Óttars Felix Haukssonar frá T.R.
Íslenskar skákfréttir | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 12:07
Rimaskóli sigraði í yngri flokki Jólamóts grunnskólanna
A-sveit Rimaskóla sigraði örugglega á Jólamóti grunnskóla í Reykjavík, yngri flokki, en það fór fram sl sunnudag, 9. desember. Sveitin fékk fullt hús vinninga, 24 vinninga af 24 mögulegum. B-sveit skólans lenti í öðru sæti og a-sveit Laugalækjarskóla í því þriðja.
Mótið er samstarfsverkefni Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og Taflfélags Reykjavíkur og hefur verið haldið í vel á þriðja áratug. Þátttaka var frekar dræm, en aðeins sendu tveir skólar sveitir á mótið, en þeir hinir sömu hafa verið fremstir í flokki grunnskóla í Reykjavík á síðustu árum.
Úrslit urðu eftirfarandi:
1. Rimaskóli a-sveit: 24 vinninga af 24 mögulegum.
2. Rimaskóli b-sveit: 18.5 / 24
3. Laugalækjarskóli a-sveit: 15,5/24
4. Laugalækjarskóli b-sveit 10/24
5. Rimaskóli stúlkur a-sveit 8/24
6. Rimaskóli c-sveit 7/24
7. Rimaskóli stúlkur b-sveit 1/24
Keppendur höfðu 10 mínútur á skák.
Mótsstjóri var, að venju, Soffía Pálsdóttir frá ÍTR, en skákstjórn var í höndum Ólafs H. Ólafssonar, sem hefur verið skákstjóri frá upphafi, og Óttars Felix Haukssonar frá T.R.
Íslenskar skákfréttir | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2007 | 11:08
Henrik Danielsen sigraði á níunda Grand Prix-mótinu
Henrik Danielsen stórmeistari sigraði á níunda og næstsíðasta móti Grand Prix-mótaraðar Fjölnis og TR síðastliðið fimmtudagskvöld. H
Henrik hlaut átta vinninga af níu mögulegum. Davíð Kjartansson sigursælasti skákmeistari Grand Prix-mótaraðarinnar varð í öðru sæti með sjö og hálfan vinning, tókst þó að sigra Henrik, en tap fyrir Jóhanni H. Ragnarssyni og jafntefli við Vigfús Vigfússon kom í veg fyrir sigur að þessu sinni. Jóhann H. Ragnarsson, Garðbæingurinn sterki, varð að láta sér lynda þriðja sætið að þessu sinni með sjö vinninga af níu.
Röð efstu manna:
- Henrik Danielsen 8 /9
- Davíð Kjartansson 7,5
- Jóhann H.Ragnarsson 7
- Vigfús Ó Vigfússon 6
- Daði Ómarsson 5
- Kristján Ö. Elíasson 5
Skákstjórninni skiptu þeir á milli sín Helgi Árnason og Óttar Felix Hauksson
Tíunda og síðasta Grand Prix-mótið í þessari mótaröð veður haldið nk. fimmtudagskvöld 13. desember í Skákhöllinni í Faxafeni. Það verður sérstök jólastemning á staðnum, boðið uppá piparkökur og jólaöl ásamt sérlega góðum tónlistarverðlaunum frá 12 tónum, Geimsteini, Senu, Smekkleysu og Zonet. Einnig verður þeim einstaklingi sem hæst samanlagt skor úr 10 fyrstu mótunum veittur glæsilegur ferðavinningur á Politiken Cup. Fjölnir og TR hafa staðið fyrir Grand Prix-mótaröðinni sem hefur sýnt sig að vera velkomin viðbót við skákflóruna á höfuðborgarsvæðinu. Allir skákmenn úr öllum félögum eru sannarlega velkomnir. Ný Grand Prix-mótaröð hefst síðan eftir áramótin með glæsilegum verðlaunum, en nánar verður greint frá því á heimasíðu TR og Skák.is.
7.12.2007 | 15:48
Jóhann Örn atskákmeistari öðlinga
Jóhann Örn Sigurjónsson sigraði á atskákmóti öðlinga, sem er nýlokið. Jóhann var jafn Hrafni Loftssyni að vinningum en hafði betur að loknum stigaútreikningi. Í 3.-5. sæti urðu Magnús Gunnarsson, Björn Þorsteinsson og Júlíus Friðjónsson.
Lokastaðan:
1 4 Jóhann Örn Sigurjónsson 2050 ISL KR 6½ 38½
2 1 Hrafn Loftsson 2225 ISL TR 6½ 37½
3 7 Magnús Gunnarsson 1975 ISL SSON 6 38
4 2 Björn Þorsteinsson 2220 ISL TR 6 37
5 3 Júlíus Friðjónsson 2150 ISL TR 6 35½
6 10 Kristján Örn Elíasson 1870 ISL TR 5 29
7 8 Vigfús Ó Vigfússon 1935 ISL Hellir 4½ 40
8 6 Kári Sólmundarson 1990 ISL TV 4½ 39
9 13 Frímann Benediktsson 1765 ISL TR 4½ 27
10 5 Sverrir Norðfjörð 2005 ISL TR 4 40
11 9 Hörður Garðarsson 1870 ISL TR 4 30
12 12 Sigurður Helgi Jónsson 1775 ISL SR 3½ 33
13 15 Bjarni Friðriksson 1565 ISL SR 3½ 32
14 16 Ulrich Schmidhauser 1520 ISL TR 2½ 30½
15 11 Páll Sigurðsson 1870 ISL TG 2 35½
16 14 Guðmundur Björnsson 1670 ISL 2 31½
17 17 Pétur Jóhannesson 1140 ISL TR 1 31
7.12.2007 | 15:40
Kiwanismót á Akureyri
Skákfélag Akureyrar halda skákmót fyrir grunnskólanemendur á morgun, laugardaginn
8. desember og hefst það kl. 13.00 í Lundarskóla. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Jólapakkar í verðlaun. Ekkert þátttökugjald. Öllum
grunnskólanemendum er heimil þátttaka.
Íslenskar skákfréttir | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2007 | 15:24
Grand Prix-mót í kvöld
Níunda og næstsíðasta Grand prix mót ársins verður í kvöld í Skákhöllinni í Faxafeni og hefst kl. 19:30. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma á skák. Taflmennsku lýkur fyrir klukkan 22:00
Góð tónlistarverðlaun frá 12 tónum, Geimsteini, Senu, Smekkleysu og Zonet. Mótaröðin er samstarfsverkefni Skákdeildar Fjölnis og Taflfélags Reykjavíkur.
Röð efstu mann í áttunda Grand- Prix mótinu sl. fimmtudagskvöld varð sem hér segir:
1. Vilhjálmur Pálmason 6 vinningar af 7
2. Þorvarður Ólafsson 4,5
3. Daði Ómarsson 4,5
4. Jóhann H. Raghnarsson 4,5
5. Vignir Bjarnason 4
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 7
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 8779085
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar