Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Gleđileg skák-jól!

Róbert jólasveinnRitstjóri óskar skák- og skákáhugamönnum gleđilegra jóla og minnir skákmenn á öfluga jóladagskrá félaganna.

  • 26. desember - Jólahrađskákmót TV
  • 27. desember - Jólahrađskákmót SA
  • 28. desember - Jólahrađskákmót TR
  • 29. desember - Friđriksmót Landsbankans
  • 30. desember - Íslandsmótiđ í netskák (ICC)

 


Kaupţing gefur Helli skákklukkur

Baldvin og GunnarTaflfélaginu Helli hafa borist ađ gjöf 20 skákklukkur. Ţessi góđa gjöf  sem kemur frá  Kaupţing í Mjódd  mun  nýtast félaginu vel í margţćttri starfsemi ţess. Segja má núna fyrst eigi félagiđ nćg skákáhöld til ađ halda öll mót á ţess vegum.

Kaupţing hefur ávallt veriđ félaginu góđur bakhjarl og má ţar nefna ađ bankinn hefur stutt dyggilega viđ Hjörvar Stein Grétarsson og ţess fyrir utan hefur útibúiđ í Mjódd veriđ ađalstyrktarađili alţjóđlegra móta félagsins bćđi nú í ár sem og í fyrra.

Á myndinni er Baldvin Hrafnsson, útibússtjóri í Mjódd, ađ fćra Gunnari Björnssyni, formanni Hellis, klukkurnar.   


Íslandsmótiđ í netskák fer fram á ICC 30. desember

Íslandsmótiđ í netskák fer fram sunnudaginn 30. desember á ICC og hefst kl. 20. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki. Góđ verđlauđ ađ fjárhćđ 75.000 kr., eru í bođi Landsbankans.   Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki.  

Íslandsmótiđ í netskák er elsta landsmót í netskák í gervöllum heiminum en fyrsta Íslandsmótiđ fór fram 1996.   Tímamörk eru 4 2 (4 mínútur + 2 sekúndur á leik) og tefldar eru 9 umferđir.

Verđlaun:

1. kr. 30.000
2. kr. 20.000
3. kr. 10.000

Undir 2100 skákstigum (miđađ viđ nýjustu íslensku skákstig):
1. kr. 5.000

Undir 1800 skákstigum (miđađ viđ nýjustu íslensku skákstig):
1. kr. 5.000

Stigalausir:
1. kr. 5.000

Auk ţess verđa frímánuđir í bođi frá ICC.

Mótiđ sjálft og  fyrirkomulag ţess verđur nánar kynnt ţegar nćr dregur.  


Unglinga- og stúlknameistaramót TR fer fram í dag

TRUnglinga- og Stúlknameistaramót T.R. hefst í dag kl. 17.00 í Skákhöllinni Faxafeni 12. Teflt verđur í einum flokki og hlýtur efsti unglingurinn, sem er félagi í T.R., titilinn Unglingameistari T.R. 2007 og efsta stúlkan úr T.R. hlýtur titilinn Stúlknameistari T.R.


Mótiđ er opiđ öllum grunnskólabörnum.


Fischer-klukkumót fyrir norđan

Fimmtudagskvöldiđ 20. desember verđur Skákfélag Akureyrar međ Fischer klukkumót 3-2 (hrađskákmót). Keppnin hefst kl. 20.00 í Íţróttahöllinni.


Tómas Veigar hrađskákmeistari Gođans

Tómas VeigarTómas Veigar Sigurđarson varđ efstur á Hrađskákmóti skákfélagsins Gođans sem fram fór á Fosshóli í Ţingeyjarsveit í kvöld og er ţví Hrađskákmeistari félagsins 2007.  Tómas fékk 12 vinninga af 13 mögulegum.  Baldur Daníelsson var sá eini sem náđi ađ vinna Tómas.   Smári Sigurđsson, hrađskákmeistari Gođans frá ţví í fyrra, varđ annar af félagsmönnum Gođans međ 9 vinninga og Rúnar Ísleifsson varđ ţriđji međ 8,5 vinninga.  Alls tóku 14 keppendur ţátt í mótinu.  

 

 

 

 

Úrslit urđu eftirfarandi :

  • 1.  Tómas Veigar Sigurđarson                      12 af 13 mögul.          gull
  • 2.  Sigurđur Eiríksson      (S.A.)                    11
  • 3.  Sindri Guđjónsson      (T.G.)                     9,5
  • 4.  Smári Sigurđsson                                   9                                silfur
  • 5.  Rúnar Ísleifsson                                       8,5                            brons
  • 6.  Jakob Sćvar Sigurđsson                          8
  • 7.  Baldur Daníelsson                                   7,5
  • 8.  Sigurbjörn Ásmundsson                           6
  • 9.  Hermann Ađalsteinsson                           5
  • 10. Ármann Olgeirsson                                 4,5
  • 11. Jóhann Sigurđsson                                 3,5
  • 12. Heimir Bessason                                      3
  • 13. Benedikt Ţór Jóhannsson                        2                               gull
  • 14. Ketill Tryggvason                                     1,5
Benedikt Ţór sigrađi í flokki 16 ára og yngri međ 2 vinninga. Sigurđur og Sindri kepptu sem gestir á mótinu ţar sem ţeir eru ekki félagsmenn í Gođanum

Friđriksmót Landsbankans fer fram 29. desember

Friđriksmót Landsbankans fer fram í ađalútibúi Landsbankans í Austurstrćti laugardaginn 29. desember nk.og hefst kl. 14.00. Mótiđ er öllum opiđ međan húsrúm leyfir, en ţátttakendur eru hvattir til ađ skrá sig í tölvupósti á netfangiđ siks@simnet.is fyrir kl. 10 á laugardag. Húsrúm er miđađ viđ 60 keppendur.    

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1) 100.000 kr.
  • 2) 60.000 kr.
  • 3) 50.000 kr.
  • 4) 30.000 kr.
  • 5) 20.000 kr.

Aukaverđlaun:

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.

Tefldar verđa 13 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknađ međ ađ mótinu ljúki um kl. 16.00.

Ţetta er fjórđa áriđ í röđ sem Landsbanki Íslands og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki og búist er viđ ađ ýmsir af mestu skákmeisturum landsins verđi međ á mótinu.    


Gunnar Freyr međ gull í Vin


gunnar_og_magnús_stilla_uppHrókurinn og Skákfélag Vinjar héldu jólamót sitt mánudaginn 17. desember.  Tíu manns mćttu og var mótiđ býsna sterkt enda glćsilegir vinningar í bođi frá bóka- og tónlistarútgáfunni SÖGUR

Tefldar voru fimm umferđir og var umhugsunartími sjö mínútur. Talsverđ spenna lá í loftinu enda mönnum meinilla viđ ađ tapa, eins og gengur.

Ađ loknum ţremur umferđum var gerđ kaffipása, enda bornar í keppnisfólkiđ smákökur og jólailmurinn sveif um í stofunni. 

Fyrir mót var ákveđiđ ađ verđlaunapeninga fengju ţeir sem voru međ undir 2000 Elo-stigum, ţar sem von var á nokkrum frćknum kempum sem eiga fullt af medalíum. Flestir forfölluđust vegna mikillar vinnu eđa hinnar alrćmdu desemberflensu. Stórmeistarinn Henrik Danielsen, sem er einn ţeirra sem hafa veriđ međ ćfingar í Vin undanfarin ár, keppti ţví sem heiđursgestur og hafđi hann ađ lokum sigur í öllum sínum skákum en fékk ţó veglega mótspyrnu.jólamót_vinjar

Sigurvegari jólamótsins varđ ađ lokum Gunnar Freyr Rúnarsson, fyrirliđi hins alrćmda Víkinga-og Kínaskákklúbbs, sem veriđ hefur í banastuđi undanfarna mánuđi. Fékk hann fjóra vinninga og gulliđ, sem ađ venju var sótt í smiđju eins af heiđursfélögum Hróksins, Árna Höskuldssonar, gullsmiđs.

Annar varđ hinn öflugi Björn Sölvi Sigurjónsson međ ţrjá og hálfan og bronsiđ hlaut Rafn Jónsson, međ tvo og hálfan. Sigurjón Ţór Friđţjófsson varđ í fjórđa sćti, einnig međ tvo og hálfan vinning.

Allir ţátttakendur fengu nýútkomnar jólabćkur í vinning frá úrgáfunni SÖGUR, m.a. Hníf Abrahams, eftir Óttar Norđfjörđ, sem trónir hátt á metsölulistanum fyrir ţessi jól og var norđurlandameistari í skólaskák međ Ćfingaskóla KHÍ á sínum tíma.  

Skákstjóri var Kristian Guttesen.


Sigurđur Arnar sigrađi á mótaröđ TV

Nú er mótaröđ byrjenda í Taflfélagi Vestmannaeyja lokiđ, en hún fer ţannig fram ađ ţátttakendur safna stigum á hverjum sunnudegi og hafa veriđ haldin 11 mót nú í haust.  Sigurvegari á hverjum sunnudegi hlýtur 50 stig, sá nćsti 46 stig og svo framvegis.  Til stiga teljast 5 bestu mót hvers og eins.

Ţátttakendur í haustmótaröđinni voru rétt yfir 30 talsins og mikil spenna á efstu sćtum milli ţeirra Sigurđar og Róberts, sem voru jafnir međ 248 stig fyrir síđasta mótiđ, en Sigurđi tókst ađ vinna sl. sunnudag.

Lokastađan: 
  • 1.       Sigurđur Arnar Magnússon f. 99, 250 stig
  • 2.       Róbert Aron Eysteinsson f. 99,  248 stig.
  • 3.       Jörgen Freyr Ólafsson f. 99, 208 stig.
  • 4.       Eyţór Dađi Kjartansson f. 00, 199 stig.
  • 5.       Guđlaugur G. Guđmundsson f. 00, 190 stig.
  • 6.       Daníel Már Sigmarsson f. 00, 190 stig.
  • 7.       Óliver Magnússon f. 99, 180 stig.
  • 8.       Ágúst Már Ţórđarson f. 00, 164 stig.
  • 9.       Friđrik Egilsson f. 98, 143 stig.
  • 10.   Lárus Garđar Long f. 99, 142 stig.

Bestu mćtingu í mótaröđinni höfđu ţeir Sigurđur, Róbert og Daníel Már Sem mćttu á 10 mót af 11.


Hrađskákmót Gođans fer fram í kvöld

Hrađskákmót Gođans verđur haldiđ á Fosshóli ţriđjudagskvöldiđ 18 desember og hefst ţađ kl 20:00. Tefldar verđa 9 - 11 umferđir eftir Monrad-kerfi. Umferđafjöldinn tekur ţó miđ af keppenda fjölda. Keppt verđur í tveimur flokkum, 16 ára og yngir og 17 ára og eldri. Veitt verđa verđlaun fyrir 3 efstu í báđum flokkum og sigurvegarinn fćr farandbikar og nafnbótina, Hrađskákmeistari Gođans 2007. Núverandi hrađskákmeistari er Smári Sigurđsson. Í fyrra var slegiđ met í keppendafjölda (15), nú er stefnt ađ ţví ađ slá ţađ met!!

Ţátttaka tilkynnist til formanns í síma 4643187 eđa međ ţví ađ senda póst á  hildjo@isl.is

Ţátttökugjald er 500 kr á mann og er kaffi og húsgjaldiđ innifaliđ í ţví. Ókeypis er fyrir 16 ára og yngri.    


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 168
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband