Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Íslenskar skákfréttir

Keppni á milli Vesturbyggđar og Hallormsstađaskóla

Á miđvikudaginn 4. nóvember n.k. frá kl. 13:15 til 14:15 mun verđa netskákmót milli grunnskóla í Vesturbyggđ og Hallormsstađarskóla. Öllum börnum á ţessum stöđum er velkomiđ ađ taka ţátt í netskákinni hvort sem ţau hafa ćft eđa ekki í vetur. Allir sem taka ţátt munu fá viđurkenningu.

Skákmeistarinn Henrik Danielsen stendur fyrir mótinu og hvetur alla krakka á ţessum svćđum til ađ taka ţátt.

Skákţáttur Morgunblađsins: Krókur á móti bragđi

Margar frćgustu viđureignir skáksögunnar tengjast seinkađri komu keppenda ađ skákborđinu. Alţjóđaskáksambandiđ hefur girt fyrir slíkt háttalag. Nú eiga allir ađ sitja viđ borđiđ ţegar umferđ hefst.

Margar frćgustu viđureignir skáksögunnar tengjast seinkađri komu keppenda ađ skákborđinu. Alţjóđaskáksambandiđ hefur girt fyrir slíkt háttalag. Nú eiga allir ađ sitja viđ borđiđ ţegar umferđ hefst. Sértu of seinn, ţá tapar ţú góurinn, er hin nýja dagskipun FIDE og hefur tekiđ gildi á Evrópumóti landsliđa í Novi Sad. Andstćđingur Dags Arngrímssonar úr 1. umferđ, Tékkinn Viktor Laznicka, var fimm sekúndum of seinn ţegar hann mćtti til leiks í nćstu umferđ og var ţegar í stađ dćmt tap. Annar möguleiki til ađ tapa án baráttu birtist í viđureign Búlgara og Englendinga í 3. umferđ. Ţegar allir Búlgararnir voru sestir eins og reglur gera ráđ fyrir hringdi farsími 3. borđs mannsins Delchev. Fremur vandrćđaleg uppákoma og félagar hans í liđinu, Toplaov og Cheparinov, vissu greinilega ekki hvort ţeir áttu ađ hlćja eđa gráta, ef marka má myndband af vefsíđu mótsins. En Cheparinov var áreiđanlega ekki skemmt ţegar hann mćtti áđurnefndum Viktor Laznicka í 6. umferđ:


Cheparinov - Laznicka

Sikileyjarvörn

1.e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 a6 6. Rxc6 bxc6 7. e5 Dc7 8. Bf4 f5 9. g4 Rh6 10. gxf5 Rxf5 11. Df3 Bb4 12. Bd3 O-O 13. Hg1 Bb7 14. O-O-O Bxc3 15. bxc3 c5 16. Dg4 Hf7 17. Bxf5 exf5 18. Dh5 Dc6 19. Hd3 Da4 20. Dh6 Dc6 21. Hd6 De4 22. e6 dxe6 23. Hxe6 Dc4 24. Be5

sto_umynd_31-10-09.jpg

( Hvítur hefur uppi hótanir gagnvart g7. En svartur sá sér leik á borđi. )

24. ... Bg2!

25. Hxg2 er nú svarađ međ 25. ... Df1+ og 26. ... Dxg2

25. Bxg7 Hxg7 26. He7! Dxc3

( Og nú er ekkert meira en jafntefli ađ hafa međ 27. Hxg7 Dxg7 28. Dxg7 og 29. Hxg2+ o.s.frv. Cheparinov gáir ekki ađ sér.)

27. Hxg2?? Da1+! 28. Kd2 Hd8+

og hvítur gafst upp.

Íslenska liđiđ liggur ţegar ţetta er ritađ í 33. sćti međ 11˝ vinning og 4 stig sem er heldur lakari frammistađa en vonir stóđu til en ţeir geta lagađ stöđu sína í lokaumferđunum. Ekki er uppörvandi fyrir ţessa pilta ađ sitja undir stöđugum árásum frá ađila, nýsloppnum úr eins árs straffi, sem á vinsćlu umrćđuhorni Skákarinnar hefur veriđ ađ „ţeysa spýju" yfir börn og unglinga í u.ţ.b. tíu ár. Fátt virđist geta sefađ huga ţessa einstaklings nema ţá helst er illa gengur og minnir hann ţannig sífellt á púkann á fjósbitanum úr Ţjóđsögum Jóns Árnasonar.

Úrslitaskák í fyrstu umferđ

Margt bendir til ţess ađ viđureign Lenku Ptacnikovu og Hallgerđar Helgu Ţorsteinsdóttur í 1. umferđ Íslandsmóts kvenna sem nú stendur og lýkur á sunnudag reynist úrslitaskák mótsins. Hallgerđur sem á titil ađ verja mátti játa sig sigrađa eftir langa og stranga viđureign en missti niđur gjörunniđ tafl í tímahraki. Keppendur í efsta flokki eru sex talsins og er Lenka sú eina sem hefur unniđ báđar skákir sínar en ţćr Hallgerđur, Harpa Ingólfsdóttir, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Elsa María Kristínardóttir hafa allar einn vinning.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


Skákmót í Rauđakrosshúsinu í dag

Skákfélag Vinjar og Hrókurinn halda skákmót í Rauđakrosshúsinu, Borgartúni 25 á mánudaginn 2. nóv kl. 13:30.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.

Harđar rimmur hafa veriđ háđar á mótum ţessum undanfarna mánuđi og ekkert verđur gefiđ eftir enda verđlaun fyrir efstu sćti og dregnir verđa út happadrćttisvinningar.

Skákstjóri er Róbert Lagerman, Alţjóđlegi meistarinn geđţekki.

Kaffi á könnunni og allt skákáhugafólk velkomiđ.

Kostar ekki krónu.


Tómas efstur fyrir lokaumferđina

Tómas VeigarTómas Veigar Sigurđarson (2034) vann Jón Kristin Ţorgeirsson (1470) í áttundu og nćstsíđustu umferđ Haustmóts Skákfélags Akureyrar sem fram fór í dag.  Tómas hefur 7 vinninga og hefur 0,5 vinnings forskot á Hjörleif Halldórsson (2005).    Tvímenningarnir hafa mikla yfirburđi ţví nćstu menn hafa 5 vinninga.  Lokaumferđin fer fram á fimmtudagskvöld.

Úrslit 8. umferđar:

 

Olafsson Smari 1 - 0Bjorgvinsson Andri Freyr 
Arnarson Sigurdur ˝ - ˝Jonsson Hjortur Snaer 
Halldorsson Hjorleifur 1 - 0Arnarsson Sveinn 
Karlsson Mikael Johann 1 - 0Jonsson Haukur H 
Thorgeirsson Jon Kristinn 0 - 1Sigurdarson Tomas Veigar 


Stađan:

 

Rk.NameRtgIRtgNClub/CityPts. rtg+/-
1Sigurdarson Tomas Veigar 20341825SA77,8
2Halldorsson Hjorleifur 20051870SA6,512
3Arnarson Sigurdur 20661930SA55,4
4Olafsson Smari 20781870SA5-42,3
5Karlsson Mikael Johann 17021665SA513,8
 Arnarsson Sveinn 19611775Haukar5-13,5
7Thorgeirsson Jon Kristinn 01470SA3 
8Jonsson Hjortur Snaer 00SA2 
9Bjorgvinsson Andri Freyr 01155SA1,5 
10Jonsson Haukur H 01505SA0 

 



Jóhann Örn sigrađi á Strandbergsmótinu

IMG 6262Jóhann Örn Sigurjónsson (71) sigrađi á VI. Strandsbergsmótinu, "Ćskan og Ellin", sem fór í Hafnarfjarđarkirkju í dag,

er ţetta annađ mótiđ á 3 dögum ţar sem hann ber sigur úr bítum, auk ţess ađ verđa í 2. sćti í Haustmóti FEB, fyrr í vikunni.

Ţátttaka í mótinu var góđ, 60 keppendur, sá elsti nírćđur og sá yngsti 7 ára. 

Riddarinn, skákklúbbur aldrađra á höfuđborgarsvćđinu stóđ fyrir mótinu, sem Páll Sigurđsson, stýrđi međ mikilli prýđi. IMG 6245

Auk verđlauna til sigurvegara og fyrir bestan árangur  í hverjum aldursflokki var Sr. Gunnţóri Ingasyni, sem nú hefur látiđ ađ störfum sem sóknarprestur, ţakkađur stuđningur hans viđ klúbbinn og skáklistina sl. 11 ár eđa frá ţví ađ skák varđ hluti af félagsstarfsemi Hafnarfjarđarkirkju. Var honum fćrđ vegleg ólíulitaeftirprentun af málverki meistarans El Gregós frá 16. öld, af tveimur heimum,

jarđríki og himnaríki.  Ţá fengu brćđurnir Bragi og Baldur Garđarsynir, afmćlis-& heiđursverđlaun, sem og elsti og yngsti keppandinn.

Sr. Ţórhallur Heimisson, flutti setningarávarp og Margrét Guja Magnúsdóttir, bćjarfulltrúi og formađur Íţrótta og Tómstundaráđs Hafnarfjarđarbćjar, lék fyrsta leikinn.  

 

ÚRSLIT:
1. Jóhann Örn Sigurjónsson 8 v.
2. Dagur Andri Friđgeirsson 7,5
3. Ingólfur Hjaltalín 7 (50,5 stig)
4. Jón Víglundsson 7 (43 stig)

ALDURSFLOKKAVERĐLAUN:

 (Ađalverđlaunahafar ekki međtaldir)

60-69 ára. Gísli Gunnlaugsson 6,5 v.
70-74 ára. Sigurđur Herlufsen 6,5 v.
75-79 ára. Björn Víkingur Ţórđarsson 5 v.
80-84 ára. Jóhannes Kristinsson 3 v.
85 ára og eldri Ársćll Júlíusson 5v.

sem jafnframt var keppandinn, fćddur 1919.

9 ára og yngri.
1. Baldur Teodor Petersson Haukum 4 v. (41,5 stig)
2. Dawid Kolka Hellir 4 v. (38 stig)
3. Sigurđur Kjartansson Hellir 4 v. (34,5 stig)

  aukaverđlaun,  yngsti keppandinn

  Kári Jóhannesarson, Fjölni, f. 2002

 

10-12 ára
1. Oliver Jóhannesson Fjölnir 6 v (49 stig)
2. Andri Jökulsson Fjölnir 6 v. (42 stig)
3. Teodor Rocha Fjölnir 5,5 v.

13-15 ára.
1. Birkir Karl Sigurđsson TR 6,5 v.
2. Emil Sigurđarson Hellir 6 v. (55 stig)
3. Friđrik Ţjálfi Stefánsson TR 6 v. (53 stig)


Lenka Íslandsmeistari kvenna!

 

Lenka

 

 

Lenka Ptácníková (2285) hefur tryggt sér Íslandsmeistaratitil kvenna í annađ sinn!  Í 4. og nćstsíđustu umferđ, sem fram fór í dag vann Lenka Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1710), hefur fullt hús og tveggja vinninga forskot á helstu andstćđinga.  Áđur varđ Lenka Íslandsmeistari áriđ 2006. Í öđrum skákum umferđarinnar vann Jóhanna Björg  Hallgerđi Helgu og Elsa María sigrađi Hörpu.

Í 2.-4. sćti eru Hallgerđur, Elsa og Tinna međ 2 vinninga.  Fimmta og síđasta umferđ fer fram kl. 11 og ađ henni lokinni, um 15-15:30 fer fram verđlaunaafhending.   Hrund Hauksdóttir er efst í b-flokki.   

Í lokaumferđ a-flokks mćtast:  Jóhanna-Lenka, Harpa-Hallgerđur og Tinna-Elsa.

A-flokkur:


Úrslit 4. umferđar:

Thorsteinsdottir Hallgerdur 0 - 1Johannsdottir Johanna Bjorg 
Ptacnikova Lenka 1 - 0Finnbogadottir Tinna Kristin 
Kristinardottir Elsa Maria 1 - 0Ingolfsdottir Harpa 


Stađan:

  

Rk. NameRtgIClub/CityPts. Rprtg+/-
1WGMPtacnikova Lenka 2285Hellir426586,8
2 Thorsteinsdottir Hallgerdur 1941Hellir21871-6,3
3 Kristinardottir Elsa Maria 1766Hellir2199113,5
  Finnbogadottir Tinna Kristin 1710UMSB2199116,4
5 Johannsdottir Johanna Bjorg 1721Hellir11665-4,9
6 Ingolfsdottir Harpa 2016Hellir11678-25,4

 

B-flokkur:

Úrslit 4. umferđar:

NamePts.Result Pts.Name
Bui Elin Nhung Hong 30 - 1 3Hauksdottir Hrund 
Palsdottir Soley Lind 21 - 0 2Sverrisdottir Margret Run 
Finnbogadottir Hulda Run 21 - 0 1Mobee Tara Soley 
Johannsdottir Hildur Berglind 11 - 0 1Juliusdottir Asta Soley 
Kolica Donika 0+ - - 1Johnsen Emilia 
Kristjansdottir Karen Eva 00 not paired


Stađan:

 

 

Rk.NameRtgNClub/CityPts. 
1Hauksdottir Hrund 1465Fjolnir4
2Bui Elin Nhung Hong 0 3
3Palsdottir Soley Lind 0TG3
4Finnbogadottir Hulda Run 1265UMSB3
5Sverrisdottir Margret Run 0Hellir2
6Johannsdottir Hildur Berglind 0Hellir2
7Kolica Donika 0TR1
8Johnsen Emilia 0TR1
9Mobee Tara Soley 0Hellir1
10Juliusdottir Asta Soley 0Hellir1
11Kristjansdottir Karen Eva 0 0

 

 


Ćskan og ellin mćtast í dag í Strandbergskirkju

VI. Strandbergsmótiđ í skák, verđur haldiđ á laugardaginn  kemur, ţann 31.  október  í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju og hefst kl. 13.  

Tefldar verđa 9 umferđir, 7 mínútna skákir eftir svissneska kerfinu.  Mótinu lýkur síđan  međ veglegu kaffisamsćti  og verđlaunaafhendingu.

Vegleg verđlaun eru í bođi, bćđi peningaverđlaun, verđlaunagripir og  vinningahappdrćtti auk viđurkenninga eftir aldursflokkum.  Ţátttaka á Strandbergsmótum er ókeypis og miđast viđ börn og unglinga á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri af höfuđborgarsvćđinu og reyndar landinu öllu.  Markmiđ mótsins er ađ brúa kynslóđabiliđ á hvítum reitum og svörtum.

Fyrri mót hafa veriđ sérlega vel heppnuđ og til mikillar ánćgju fyrir alla ţátttakendur.   Sigurvegari síđustu tveggja móta var  fulltrúi ćskunnar  Hjörvar Steinn Grétarsson.  Ađ mótinu standa auk Hafnarfjarđarkirkju, Riddarinn, skákklúbbur  eldri borgara,  í samvinnu viđ  Skákdeild Hauka, Hafnarfirđi.  Á síđasta ári var 80 árs  aldursmunur milli yngsta og elsta keppandans. 

Einar S. Einarsson er formađur mótsnefndar og Páll Sigurđsson, skákstjóri.

Hćgt er ađ skrá sig fyrirfram til ţátttöku á netfanginu pallsig@hugvit.is 

en ađalatriđiđ er bara ađ  mćta tímanlega á mótstađ.


Lenka efst á Íslandsmóti kvenna međ fullt hús

LenkaLenka Ptácníková (2285) sigrađi Hörpu Ingólfsdóttur (2016) í ţriđju umferđ Íslandsmóts kvenna sem fram fór í Hellisheimilinu í kvöld og er efst međ fullt hús vinninga.  Í 2.-3. sćti međ 2 vinninga eru Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1941), sem vann Elsu Maríu Kristínardóttur, og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1710) sem sigrađi Jóhönnu Björg Jóhannsdóttir (1721).  Elín Nhung og Hrund Hauksdóttir (1465) eru efstar í b-flokki međ fullt hús.  

Fjórđa og nćstsíđasta umferđ fer fram í fyrramáliđ og hefst kl. 11.    Ţá mćtast:  Lenka-Tinna, Hallgerđur-Jóhanna og Elsa-Harpa.

A-flokkur:


Úrslit 3. umferđar:

NameRtgRes.NameRtg
Elsa Maria Kristinardottir17660  -  1Hallgerdur Thorsteinsdottir1941
Harpa Ingolfsdottir20160  -  1Lenka Ptacnikova2285
Tinna Kristin Finnbogadottir17101  -  0Johanna Bjorg Johannsdottir1721

 

Stađan:

 

Rank NameRtgClubPts
1WGMLenka Ptacnikova2285Hellir3
2 Hallgerdur Thorsteinsdottir1941Hellir2
3 Tinna Kristin Finnbogadottir1710UMSB2
4 Elsa Maria Kristinardottir1766Hellir1
  Harpa Ingolfsdottir2016Hellir1
6 Johanna Bjorg Johannsdottir1721Hellir0

 

B-flokkur:

Úrslit 3. umferđar:

NamePtsRes.PtsName
Hrund Hauksdottir21  -  02Soley Lind Palsdottir
Elin Nhung Hong Bui21  -  01Hildur Berglind Johannsdottir
Asta Soley Juliusdottir10  -  11Hulda Run Finnbogadottir
Emilia Johnsen1-  -  +1Margret Run Sverrisdottir
Tara Soley Mobee01  -  00Donika Kolica


Stađan:

RankNameRtgClubPts
1Elin Nhung Hong Bui0 3
2Hrund Hauksdottir1465Fjolnir3
3Margret Run Sverrisdottir0Hellir2
4Hulda Run Finnbogadottir1265UMSB2
5Soley Lind Palsdottir0TG2
6Hildur Berglind Johannsdottir0Hellir1
7Emilia Johnsen0TR1
8Asta Soley Juliusdottir0Hellir1
9Tara Soley Mobee0Hellir1
10Donika Kolica0TR0
11Karen Eva Kristjansdottir0 0


Björn Ívar og Sverrir efstir á Haustmóti TV - Björn á skák til góđa

Björn Ívar KarlssonÍ gćrkvöldi var tefld lokaumferđ Haustmóts Taflfélags Vestmannaeyja. Skák Björns Ívars og Dađa Steins var frestađ vegna veikinda. Sverrir Unnarsson (1875) sigrađi Einar Guđlaugsson (1810) í hörkuskák og komst viđ upp ađ hliđ Björns Ívars í bili a.m.k.   Í 3.-4. sćti urđu Nökkvi Sverrisson (1725) og Einar.

Kristófer lagđi síđan, föđur sinn, Gauta í lengstu skák umferđarinnar.  

 

Úrslit 7. umferđar:

Bo.NamePtsRes.PtsName
1Bjorn Ivar Karlsson frestađDadi Steinn Jonsson
2Sverrir Unnarsson1  -  05Einar Gudlaugsson
3Nokkvi Sverrisson41  -  0Robert A Eysteinsson
4Kristofer Gautason1  -  0Karl Gauti Hjaltason
5Olafur Freyr Olafsson30  -  1Valur Marvin Palsson
6Johannes T Sigurdsson-  -  +Stefan Gislason
7Sigurdur A Magnusson0  -  12Larus Gardar Long
8Nokkvi Dan Ellidason21  -  01David Mar Johannesson



Stađan: (ţegar einni skák er ólokiđ - (Björn Ívar - Dađi Steinn))

 

RankNameRtgPtsBH.
1Sverrir Unnarsson187528
2Bjorn Ivar Karlsson217027
3Nokkvi Sverrisson1725530
4Einar Gudlaugsson1810528˝
5Kristofer Gautason148027
6Dadi Steinn Jonsson145528
7Valur Marvin Palsson127524
8Stefan Gislason167023˝
9Robert A Eysteinsson125023
10Karl Gauti Hjaltason161523
11Olafur Freyr Olafsson1330325˝
12Nokkvi Dan Ellidason1165322
13Larus Gardar Long1125317˝
14Johannes T Sigurdsson131521˝
15Sigurdur A Magnusson138019˝
16Sigurjon Thorkelsson1885125
17Johann Helgi Gislason1280123
18David Mar Johannesson1330118

 


Stefán Ţór sigrađi á fimmtudagsmóti TR

Stefán Ţór SigurjónssonSjöunda fimmtudagsmót vetrarins fór fram í TR í gćr. Ađ venju voru tefldar sjö umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Stefán Ţór Sigurjónsson sýndi enga miskunn og var búinn ađ tryggja sér sigur fyrir síđustu umferđ. Bókakynning Sigurbjarnar Björnssonar fór fram á sama tíma og komust ţar ađ fćrri en ađ vildu.

 

Lokastađan:

 

 

  • 1             Stefán Ţór Sigurjónsson  7   
  •  2-3         Eiríkur K. Björnsson          5.5 
  •                Elsa María Kristínardóttir   5.5 
  •  4-6         Birkir Karl Sigurđsson       4   
  •                Guđmundur Lee   4   
  •                Jón Úlfljótsson     4   
  •  7-9         Finnur Kr. Finnsson 3   
  •                Björgvin Kristbergsson 3   
  •                Bjarni Magnús Erlendsson 3   
  •  10          Jóhann Bernhard  2   
  •  11          Pétur Jóhannesson 1   

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 254
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband