Leita í fréttum mbl.is

Góđir gestir á N1 Reykjavíkurskákmótinu

DSC_0188Dirk Jan Ten Geuzendam, ađalritstjóri hins virta og vinsćla skáktímarits New in Chess kom til landsins á föstudag til ađ fylgjast međ N1 Reykjavíkurskákmótinu.

Hann hefur um árabil veriđ sá blađamađur sem mest og best fylgist međ skáklífi heimsins, auk ţess ađ vera höfundur fjölmargra bóka um skák og skákmeistara.

Dirk Jan Ten Geuzendam fylgdist međ útsendingu Simon Williams og Braga Ţorfinnssonar eftir 8. umferđ, og hitti ţá gamlan vin sinn, Össur Skarphéđinsson utanríkisráđherra, en báđir tóku ţeir ţátt í fyrstu skáklandnámsferđ Hróksins til Grćnlands áriđ 2003.

Gaman verđur ađ fylgjast međ umfjöllun New in Chess um N1 Reykjavíkurskákmótiđ, enda er Dirk Jan Ten Geuzendam sannkallađur ofurmeistari međ skákblađamanna.

Fleiri skákblađamenn og bloggarar eru í Reykjavík vegna mótsins, enda mikiđ um ţađ fjallađ á erlendum skáksíđum.


Einar Hjalti fer á kostum á N1 Reykjavíkurmótinu: Taplaus eftir 8 umferđir

DSC_0177Einar Hjalti Jensson hefur fariđ á kostum á N1 Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu. Einar Hjalti, sem er 31 árs og hefur 2245 skákstig er taplaus eftir 8 umferđir og hefur mikla möguleika á ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Einar Hjalti var einn af Ólympíumeisturum Íslands, 16 ára og yngri, í Las Palmas 1995. Ađrir í ţeirri miklu sigursveit voru brćđurnir Björn og Bragi Ţorfinnssynir, Jón Viktor Gunnarsson og Bergsteinn Einarsson.

Einar Hjalti hefur nálega ekkert teflt síđasta áratuginn, og ţví kemur árangur hans á N1 Reykjavíkurmótinu mörgum á óvart.  Hann hefur gert jafntefli viđ Héđin Steingrímsson stórmeistara, gert jafntefli viđ tvo erlenda stórmeistara, og sigrađi í dag ţýska alţjóđameistarann dr. Martin Zumsande.

Lykillinn ađ hinum glćsilega árangri Einars er sú stađreynd ađ hann hefur síđustu mánuđina helgađ sig skákrannsóknum, 6 til 8 klukkustundir á dag. Slík vinnusemi, ásamt međfćddum hćfileikum og metnađi er ađ skila sér.

Árangur Einars Hjalta á mótinu ţađ sem af er jafngildir 2454 skákstigum.

Myndin er af Einari Hjalta og Gunnari Björnssyni, eftir ađ Einar sigrađi alţjóđameistarann dr. Zumsande í 8. umferđ N1 Reykjavíkurmótsins.

      
         
         
         
         
         
         
         

Líf og fjör í skákskýringum meistaranna

DSC_0169Jóhann Hjartarson stórmeistari annast skákskýringar í 8. umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins og er óhćtt ađ segja ađ ţađ braki í heillasellum viđstaddra, ţegar rýnt er í mest spennandi skákirnar.

Skák Hjörvars Steins og Papins var mál málanna á áttunda tímanum, enda tefldi Hjörvar af mikilli hugkvćmni og dirfsku.

Friđrik Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslendinga og fv. forseti FIDE lagđi orđ í belg í skákskýringunum, en hann var međal keppenda á fyrsta Reykjavíkurskákmótinu, sem fram fór áriđ 1964.

DSC_0171Síđasta umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins hefst klukkan 13 á morgun og skákskýringar Helga Ólafssonar eru á dagskrá klukkan 15.


Litríkir taflmenn í Hörpu!

Smári Rafn Teitsson skákkennari međ meiru býđur gestum og keppendum á N1 Reykjavíkurskákmótinu uppá taflsett og klukkur af öllum stćrđum og gerđum. Litríkir taflmenn hans hafa vakiđ mikla lukku, og eru líklegir til vinsćlda. Smári Rafn heldur úti...

Firmakeppni Fjölnis - Verkísmótiđ 2012

Ţađ styttist í ađ Firmakeppni Fjölnis í skák, međ stuđningi verkfrćđistofunnar Verkís, hefjist í Ráđhúsi Reykjavíkur. Margir skákmenn og nokkur fyrirtćki hafa komiđ ađ máli viđ undirbúningsnefnd mótsins um hvort ekki vćri möguleiki á ađ rýmka til međ...

Áttunda umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins: Hvađ gerir Sokolov gegn Caruana?

8. umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins hófst í Hörpu klukkan 16.30 og stendur í allt ađ 5 tíma. Fabiano Caruana er einn efstur á mótinu međ 6˝ vinning af 7 mögulegum. Ítalski meistarinn, sem er ađeins 19 ára, hefur hvítt gegn Ivan Sokolov sem hefur 6...

Bikarsyrpa Obladí Oblada í kvöld klukkan 21

Skák-bikarsyrpa Obladí Oblada, Frakkastíg 25, heldur áfram í kvöld, mánudag, og hefst klukkan 21. Teflt er eftir sérstöku forgjafarkerfi á skákklukkunni, ţar sem 12 mínútur eru í pottinum. Ţannig eiga stigalćgri keppendur góđa möguleika á sigri gegn...

Ítalskur ćskumađur og bosnískur reynslubolti: Caruana mćtir Sokolov

Ivan Sokolov ţarf ađ leggja allt undir í skák sinni viđ Fabiano Caruana í 8. umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins sem hefst klukkan 16.30 í Hörpu. Caruana er nú einn í efsta sćti međ 6,5 af 7 mögulegum, en Sokolov hefur hálfum vinningi minna. Sokolov er sá...

Umfjöllun um N1 Reykjavíkurskákmótđ á Chessbase

Alina L´ami hefur skrifađ ađra grein um N1 Reykjavíkurskakmótiđ á Chessbase. Ţar hćlir hún mótshaldinu mjög sem og landi og ţjóđ. Umfjöllunina má lesa á Chessbase .

Hádegisfyrirlestur á morgun - Einvígi aldarinnar

Ţriđjudaginn 13. mars kl. 12:05 mun Helgi Ólafsson stórmeistari í skák segja frá „einvígi aldarinnar" í hádegisfyrirlestri í Ţjóđminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröđinni Frćđslufyrirlestrar Ţjóđminjasafns Íslands. Ađgangur...

N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Myndband 6. og 7. umferđar

Indverjinn viđkunnalegi, Vijay Kumar, hefur sent frá sér myndband sjöttu og sjöundu umferđar. Kumar var ţreyttur eftir erfiđan dag eins og margir í dag og sofnađi víst viđ skákstjóraborđiđ! Međal efnis í myndbandi dagsins er viđtal viđ...

N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Skákir sjöundu umferđar

Strákarnir sem sjá um innsláttur skáka hafa skilađ af sjöundu umferđinni sem fylgir hér međ.

Pallborđiđ: Simon og Ingvar

Simon Williams og Ingvar Ţór Jóhannesson voru međ pallborđiđ í kvöld og fjölluđu um 6. og 7. umferđ á fjörlegan hátt. reykjavikopen on livestream.com. Broadcast Live Free

Caruana efstur á N1 Reykjavíkurskákmótinu

Ítalinn ungi, Fabiano Caruana er efstur međ 6,5 vinning ađ lokinni sjöundu umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í kvöld í Hörpu. Caruana vann Búlgarann Ivan Cheparinov. Ekki dugđi Búlgarnum ađstođ Hermanns Guđmundssonar, forstjóra N1, sem lék...

Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistari kvenna teflir í Hörpu

Ţátttaka heimsmeistara kvenna, Hou Yifan, á Reykjavíkurskákmótinu sem hefst í Hörpu á ţriđjudaginn er sérstakt ánćgjuefni. Á fyrsta Reykjavíkurmótinu sem fram fór áriđ 1964 var Nona Gaprindhasvili, ţá nýbakađur heimsmeistari, međal ţátttakenda og á...

N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Skákir 6. umferđar

Skákir sjöttu umferđar eru komnar í hús. Innsláttardrengirnir, Patrekur Maron, Ţormar Leví, Guđmundur Kristinn og Birkir Karl ađ vinna vel!

Bein útsending úr Hörpu

Sjöunda umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins hefst nú kl. 16:30. Hér má finna beina vefútsendingu frá umferđinni. Skákskýringar Jóns L. Árnasonar hefjast kl. 19. reykjavikopen on livestream.com. Broadcast Live Free

Spennan magnast í Hörpu: Sokolov, Caruana og Cheparinov efstir á N1 Reykjavíkurskákmótinu

Ivan Sokolov, Ivan Cheparinov og Fabiano Caruana eru efstir og jafnir međ 5,5 vinning ađ lokinni sjöttu umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins sem er nýlokiđ í Hörpu. Sokolov og Cheparinov gerđu jafntefli en Caruana vann Braga Ţorfinnsson. Fjórir skákmenn koma...

N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Sjötta umferđ í fullum gangi

Nú fer verulega í draga til tíđinda í N1 Reykjavíkurskákmótinu. Í sjöttu umferđ sem hófst kl. 9:30 eru margar verulega spennandi viđureignir. Má ţar nefna ađ okkar nýjasti stórmeistari Stefán Kristjánsson er ađ tefla viđ heimsmeistara kvenna, Hou Yifan ,...

Bein útsending úr Hörpu

Sjötta umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins hefst nú kl. 9:30. Hér má finna beina vefútsendingu frá umferđinni. Skákskýringar Jóhanns Hjartarsonar hefjast kl. 12. reykjavikopen on livestream.com. Broadcast Live Free

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband