Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2017

Skákţing Reykjavíkur – Lenka sigrađi Guđmund

Í ţriđju umferđ Skákţings Reykjavíkur mćttust nokkrir af ţeim sem má telja líklegt ađ verđi á međal ţeirra efstu í mótinu ţegar upp er stađiđ. Yfirleitt unnu ţeir sterkari, ţ.e. alţjóđlegir meistarar og Fide-meistarar unnu ţá titillausu. Á efsta borđi mćttust hins vegar tveir titilhafar; alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson mćtti stórmeistaranum Lenku Ptacnikovu. Lenka hafđi sigur í ţeirri viđureign og mćtir Júlíusi Friđjónssyni í 4. umferđ í kvöld skvöld. Ţá mćtast einnig Dagur Ragnarsson og Örn Leó Jóhannsson sem hafa báđir fullt hús, eins og Lenka.

Umferđin hefst kl. 19:30 í Skákhöllinni í Faxafeni.


Lundarnir á ferđ í kvöld í PRO Chess League

RPuffinsIntroÍslensku Lundarnir í Reykjavik Puffins liđinu munu tefla í 2. umferđ í hinni nýstofnuđu PRO Chess League í kvöld klukkan 19:40. (nánar hćgt ađ lesa hér úr fyrri frétt). Í fyrstu umferđ skildi sveitin jöfn viđ sterka ţýska sveit frá Hamburg 8-8 en í kvöld er komiđ ađ sveit frá Stokkhólmi, Stockholm Snowballs.

Lundarnir vöktu mikla athygli í fyrstu umferđ fyrir bćđi vaska framgöngu á skákborđinu og eins fyrir ađ vekja mikla athygli á liđinu í gegnum samfélagsmiđla. Auk verđlauna fyrir framgöngu í mótinu sjálfu eru veitt ýmis aukaverđlaun eins og fyrir besta bloggiđ, bestu vídeó og almennt bestu framgöngu á samfélagsmiđlum (vídeó+Facebook+twitter o.fl). Puffins fengu verđlaun í fyrstu vikunni fyrir besta framgöngu á samfélagsmiđlum en ţau verđlaun eru veitt vikulega. Hér er lykil myndbandiđ í ţeim sigri:

 

Fyrirkomulagiđ er sem fyrr atskákir 15 mínútur á mann og 2 sekúndur í viđbótartíma. Sveit Reykjavik Puffins í kvöld munu skipa: 

GM Jóhann Hjartarson
IM Bragi Ţorfinnsson
IM Björn Ţorfinnsson
IM Einar Hjalti Jensson
FM Ingvar Ţór Jóhannesson

Einar og Ingvar munu skipta međ sér tveim skákum en hinir tefla allar fjórar en sá háttur er á ađ teflt er viđ öll borđ andstćđingana og ţví alls 16 skákir. Liđ Stokkhólmarbúa er ţannig skipađ:

GM Georg Meier
GM Evgenij Agrest
GM Erik Blomqvist
WIM Inna Agrest


Hvernig er hćgt ađ fylgjast međ?

Bein útsending međ lýsendum verđur hćgt ađ nálgast á chess.com/tv. Ţar eru tveir lýsendur og flakka ţeir ađeins á milli ţar sem nokkrar ađrar viđureignir eru einnig í gangi. Reykjavik Puffins eru í svokölluđum Central riđli en ţar eru ađ mestu liđ frá Evrópu.

Einnig er hćgt ađ skođa skákirnar beint inni á Chess.com ţá er fariđ í LIVE chess og ţegar ţangađ er komiđ er hćgt ađ finna skákirnar í flipanum međ kíkji á (gulur hringur á mynd) eđa međ ţví ađ rita /follow og svo notendanafn Íslendingana. (einnig gulur hringur ţar sem sú skipun hefur veriđ rituđ á mynd)

Leidbeiningar_Puffins

 

Best er ađ rita skipunina strax fyrir öll notendanöfnin, ţá "poppa" allar skákirnar upp ţegar ţćr byrja og verđa í flipa hćgra megin á skjánum ţar sem hćgt er ađ flakka á milli. Einnig er hćgt ađ finna allar skákirnar sem eru í gangi undir sjónaukaflipanum.

Notendanöfn Reykjavik Puffins:

Jóhann - eldur16

Bragi - b-man

Björn - Hunninn

Einar - EinarHjalti

Ingvar - Zibbit

 

Einnig er um ađ gera ađ kíkja á íslenskir skákmenn og mynda ţar umrćđuţráđ og einnig er um ađ gera ađ kíkja á Facebook síđu Puffins: https://www.facebook.com/rvkpuffins/ Ţar er reynt eftir fremsta megni ađ segja frá gangi mála og eins er liđiđ á Twitter. Um ađ gera ađ like Facebook síđuna og followa á Twitter. Nota svo hashtaggiđ #thePuffins til ađ sýna stuđning :-) 


Eljanov međ hálfs vinnings forskot á Carlsen og So

eljanovseirawanÚkraínumađurinn Pavel Eljanov (2755) hélt áfram sigurgöngu sinni á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík í gćr. Fórnarlambiđ ađ ţessu sinni var Indverjinn B. Adhiban (2653). Pavel hefur hlotiđ 3,5 vinninga í 4 skákum. Magnus Carlsen (2755) og Wesley So (2808) fylgja honum eins og skugginn og hafa 3 vinninga. Carlsen yfirspilađi Wei Yi (2706) í gćr og So vann Van Wely (2695) fremur áreynslulaust. 

Clipboard02

So, sem hefur ekki tapađ skák í 47 skákum í röđ, er ţriđji á heimslistanum međ 2815 skákstig. Eljanov hefur hćkkađ um ţrjú sćti á sama lista og er kominn í tólfta sćti međ 2767 skákstig. Carlsen hefur aukiđ forystuna á Caruna uppí 18 skákstig en fyrir mótiđ hafđi hann ađeins 13 stiga forystu á Fabiano.

 

Clipboard01

Austurríkismađurinn Markus Ragger (2697) er í banastuđi í b-flokki og er efstur međ fullt hús. Ilia Smirin (2667) er annar međ 3˝ vinning.

Frídagur er í dag. 

Ítarlega umfjöllun um gang mála í gćr má finna á Chess.com og á Chess24.


Spennandi umferđ á N-S mótinu í kvöld!

Önnur umferđ hins firnasterka Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiđabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld.

Helst ber til tíđinda ađ sjálfur Friđrik Ólafsson mćtir til leiks og stýrir hvítu mönnunum gegn ungstirninu Oliver Aroni Jóhannessyni. Af öđrum viđureignum má nefna skák yngsta ţátttakandans í landsliđsflokki 2016, Arnar Leós Jóhannssonar, gegn stigahćsta skákmanni mótsins, Jóhanni Hjartarsyni. Guđmundur Kjartansson lćtur sverfa til stáls gegn Halldóri Grétari Einarssyni sem er stórhćttulegur andstćđingur og sló í gegn á N-S mótinu í fyrra. Stórmeistararnir Ţröstur Ţórhallsson og Lenka Ptácníková leiđa saman hesta sína af alkunnri keppnishörku og Benedikt Jónasson, lćrisveinn Bobby Fischers, gerir ađra atrennu í sömu viku ađ húninum harđdrćga pg lundanum ljúfa, Birni Ţorfinnssyni. Líklegt verđur ađ telja ađ Íslensk getspá sýni viđureigninni áhuga. 

Einnig er vert ađ vekja sérstaka athygli á skák brellumeistaranna geđţekku, Ögmundar Kristinssonar og Jóns L. Árnasonar, en samanlagt má áćtla ađ ţessir tveir kappar hafi plata fleiri andstćđinga upp úr skónum í hrađskák og jarđsett fyrir opnum tjöldum en nokkrir tveir ađrir núlifandi Íslendingar. Ljóst er ađ ţeir Jón og Ögmundur munu ekki ţćfast um í steindauđu endatafli heldur efna til almenns ófriđar snemma tafls. Gestir eru velkomnir í Stúkuna á Kópavogsvelli.

Sjá pörun á Chess-Results.


Eljanov efstur í Sjávarvík

Pavel Eljanov (2755) hélt forystunni á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík eftir jafntefli viđ Harikrishna (2766) í 3. umferđ gćr. Úkraínumađurinn viđkunnanlegi er efstur međ 2˝ vinning. Fimm skákmenn hafa 2 vinninga og ţeirra á međal er heimsmeistarinn Magnús Carlsen (2840) eftir jafntefli viđ Dmitry Andreikin (2736) sem verđur međal keppenda á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu.

Wesley So (2808) var ljónheppinn í gćr ţegar Richard Rapport (2702) klúđrađi unninni stöđu niđur í tap. So hefur nú teflt 46 skákir í röđ án taps og er kominn í ţriđja sćti heimslistans međ 2811,5. Ţađ var einmitt á Reykjavíkurskákmótinu 2013 sem So náđi ţeim áfanga ađ fara yfir 2700 skákstig međ stuttu jafntefli viđ Eljanov í lokaumferđinni. Árangur So síđan er međ ólíkindum. 

Austurríkismađurinn Markus Ragger (2697) er efstur í b-flokki međ fullt hús. Ilia Smirin (2667) er annar međ 2˝ vinning.

Ítarlega umfjöllun um gang mála í gćr má finna á Chess.com og á Chess24.


Jón Kristinn Ţorgeirsson er Íslandsmeistari í netskák

Akureyringurinn knái, Jón Kristinn Ţorgeirsson (Jokksi99) sigrađi af fádćma öryggi á Íslandsmótinu í netskák sem fram fór í fyrradag, sunnudag. Fullyrđa má ađ Jón, sem um árabil hefur boriđ höfuđ og herđar yfir ađra norđlenska skákmenn, hafi veriđ í algjörum sérflokki á mótinu. Jón fékk alls 10,5 vinninga í 11 skákum, 1,5 vinningum meira en nćsti mađur, og leyfđi ađeins eitt jafntefli, gegn fráfarandi sexföldum Íslandsmeistara, Davíđ Kjartanssyni (Yuwono).

FIDE-meistarinn Magnús Örn Úlafsson (AC130-Ghostrider) endađi í 2. sćti međ 9 vinninga og FM Davíđ Kjartansson (Yuwono) var í ţriđja sćti međ 8 vinninga.

Mótiđ í ár var nokkuđ óhefđbundiđ, skipt var um vettvang fyrir mótiđ sem hefur átt lögheimili og varnarţing á skákţjóninum ICC um langt árabil, og teflt á Chess.com. Vistaskiptin reyndust vandasöm, en allt gekk upp á endanum og verđur vart annađ séđ en ađ keppendur hafi tekiđ breytingunni vel.

57 keppendur tóku ţátt í ár, flestir Íslendingar en einnig var nokkur fjöldi Grćnlendinga sem ákveđiđ var ađ bjóđa til ţátttöku í ár. Tefldu ţeir um óformlegan titil Grćnlandsmeistara í netskák, en sćmdarheitiđ í ţetta sinn hlaut meistarinn Ral Fleischer (SuperRal) frá Nuuk, en hann hlaut 5,5 vinninga úr skákunum 11. Brian Sřrensen (privatbss) varđ í 2. sćti, en hann hlaut alls 5 vinninga. Grćnlendingar eru ţegar farnir ađ undirbúa nćsta mót og ćtla sér enn stćrri hluti áriđ 2017.

Keppendum eru fćrđar ţakkir fyrir ţátttökuna og vonumst viđ til ađ sjá sem flesta ađ ári.

  • Skođa má öll úrslit og allar skákir mótsins hér.
  • Lokastöđuna og úrslit í flokkum má svo skođa hér.

Aukaverđlaun

Aukaverđlaun eru í formi Demants áskriftarađgangs á Chess.com

Demantsađgangur veitir fullan ađgang ađ allri ţjónustu vefsins. Sem dćmi má nefna byrjanagagnagrunn, skákţrautir, ýmiskonar skákkennsla, myndbönd og fleira.

Fimm mánuđir eru veittir fyrir 1. sćti og ţrír fyrir 2. sćti í öllum flokkum.

 

U/2100

Tvíburarnir efnilegu, Björn Hólm (Bjorn_Holm) og Bárđur Örn Birkissynir (Bardur_Orn), fengu einnig 8 vinninga líkt og Davíđ, en voru međ heldur lakari niđurstöđu eftir stigaútreikning. Ţeir brćđur vinna hins vegar U/2100 stiga flokkinn nokkuđ örugglega, 1,5 vinningi á undan nćsta manni. Björn reyndist vera međ örlítiđ betri stöđu eftir stigaútreikning, eđa 51 stig gegn 50,5 stigum Bárđar, og vinnur ţví 1. verđlaun í ţeim flokki. Ţess má til gamans geta ađ ţeir brćđur fengu einnig jafn marga vinninga á mótinu í fyrra og stigaútreikning ţurfti til ađ skera úr um hvor vćri ofar. 

U/1800

Ingvar Örn Birgisson (Harry_Kane) sigrađi í flokki skákmanna međ minna en 1800 skákstig, en hann endađi međ 6,5 vinninga (36.25 stig). Ađalsteinn Thorarensen (adlthor23) var í 2. sćti í U/1800 stiga flokki, einnig međ 6,5 vinninga (31.25) en örlítiđ lakari stig. 

Stigalausir

Knútur A Óskarsson (krummmi) sigrađi nokkuđ örugglega í flokki stigalausra, hlaut alls 6 vinninga, og Sveinbjörn Jón Ásgrímsson (SveinbjornJon) er í 2. sćti međ 5 vinninga. 

Kvennaflokkur

Elsa María Kristínardóttir (EMK89) sigrađi af miklu öryggi í kvennaflokki, hlaut alls sjö vinninga og endar í 8. sćti af 57 og Freyja Birkisdóttir (freyjab) var í 2. sćti. 

60 ára og eldri

FIDE-meistarinn Áskell Örn Kárason (Flatus) stóđ sig best í flokki eldri og heldri skákmanna, en hann fékk alls sjö vinninga og endar í sjöunda sćti. Ögmundur Kristinsson (oddigulli) er í 2. sćti, hálfum vinningi á eftir Áskatli. 

15 ára og yngri

Ungstirniđ Óskar Víkingur Davíđsson (Davidsson) sigrađi af miklu öryggi í flokki yngri skákmanna, en hann fékk alls 6,5 vinninga. Halldór Atli Kristjánsson (CAustin9) er í 2. sćti međ 4,5 vinninga.

Sjá nánar á heimasíđu Hugins.


Skákćfingar og kennsla ađ hefjast fyrir börn og unglinga í Ţingeyjarsýslu

Sérstakar skákćfingar og kennsla fyrir börn á grunnskólaaldri í Ţingeyjarsýslu hefjast miđvikudaginn 18. janúar. Skákćfingarnar verđa ókeypis og fara ţćr fram í Seiglu – miđstöđ sköpunar (áđur Litlaulaugaskóli) í Reykjadal.

Frá síđasta skákmóti

Ćfingarnar fara fram annan hvern miđvikudag til ađ byrja međ og einn sunnudag í hverjum mánuđi. Reiknađ er međ ađ hver ćfing standi yfir í um einn og hálfan klukkutíma. Hluti af ćfingatímanum verđur nýttur til kennslu.

Ćfingaáćtlun í janúar og febrúar. (áćtlun fyrir mars, apríl og maí birt síđar)

Miđvikudagur 18. jan      kl: 16:00
Sunnudagur 22. jan        kl: 13:30
Miđvikudagur 1. feb         kl: 16:00
Miđvikudagur 15. feb       kl: 16:00
Sunnudagur 26. feb         kl 13:30

Hermann Ađalsteinsson, Rúnar Ísleifsson, Smári Sigurđsson og Sigurbjörn Ásmundsson munu skiptast á um ađ sjá um skákćfingarnar í vetur. Einnig er stefnt ađ ţví ađ fá vanan skákkennara ađ sunnan í heimsókn eina helgi í vetur, en dagsetning liggur ekki fyrir.

Ţar sem ćfingarnar verđa ókeypis er ekki nauđsynlegt ađ forskrá ţátttakendur. Allur skákbúnađur verđur til stađar.

Miklar líkur eru á ţví ađ hefđbundin skákmót fyrir börn og unglinga sem fara venjulega fram í mars og apríl í sýslunni verđi haldin ţegar einn af skákćfingartínumum er á áćtlun í mars eđa apríl. Eins er líklegt ađ samstarf verđi viđ Skákfélag Akureyrar um barna og unglingamót međ vorinu.

Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag skákćfinganna verđa birtar á facebooksíđu skákfélagsins Hugins í Ţingeyjarsýslu og eru foreldrar barna á svćđinu sem ekki eru nú ţegar skráđ ţar hvött til ađ óska eftir ađgangi ţar.

 


Allt "bók" nema Sveinbjörn!

Önnur umferđ Skákţings Akureyrar var tefld í gćr, sunnudag. Úrslit urđu ţessi:

  • Jón Kristinn-Tómas Veigar 1-0
  • Andri-Hreinn              1-0
  • Fannar-Karl               0-1
  • Sveinbjörn-Haraldur       1-0
  • Heiđar-Alex               0-1
  • Gabríel-Ulker             0-1

Hér voru flest úrslit eins og viđ mátti búast skv. stigum, ađ undanskilinn skák Sveinbjörns og Haraldar. Ţar spennti sá síđarnefndi bogann fullmikiđ í vinningstilraunum og var refsađ grimmilega, enda Sveinbjörn miskunnarlaus viđ slíkar ađstćđur. Skák Jóns Kristins og Tómasar virtist tvísýn í upphafi miđtafls, en eftir mistök hins síđarnefnda náđi Akureyrarmeistarinn slíku taki á stöđunni ađ ekki varđ rönd viđ reist. Andri vann og öruggan sigur; ţjarmađi hćgt og bítandi ađ Hreini sem missti endanlega tökin í tímahraki í lokin. Fannar Breki byggđi upp mjög vćnlega stöđu gegn Karli, en sást yfir taktískar brellur andstćđingsins og fékk ţá á sig óstöđvandi sókn. Hér hafđi reynslan sitt ađ segja, en Karl hefur sextíu ára forskot í ţví efni. Í skák Heiđars og Alex var stađan lengi tvísýn međ jöfnum möguleikum; Alex fórnađi svo manni fyrir óljós fćri og nokkur peđ. Eftir ţví sem peđum Heiđars fór fćkkandi jukust sigurvonir andstćđingsins, og ţegar umframpeđin voru orđin fimm og eitt ţeirra stefndi ljóslega upp í borđ, lagđi Heiđar niđur vopnin.  Loka var ţađ skák Gabríels og Ulker; ţar sem svartur (svört?) jafnađi tafliđ auđveldlega og fékk betri stöđu, en nafni erkiengilsins hóf ţá stórhćttulegar sóknarađgerđir. Svört brást viđ međ gagnsókn sem ekki fékkst viđ ráđiđ og endađi sú glíma međ máti. 

Ađ loknum tveimur umferđum eru fjórir keppendur nú međ fullt hús, Jón Kristinn, Andri, Sveinbjörn og Karl. Ţriđja umferđ verđur tefld nk. sunnudag og ţá eigast viđ:

  • Sveinbjörn og Jón Kristinn
  • Karl og Andri
  • Haraldur og Ulker
  • Tómas og Alex
  • Gabríel og Fannar
  • Hreinn og Ágúst Ívar
  • Heiđar situr hjá

Heimasíđa SA

Chess-Results


Eljanov međ fullt hús í Sjávarvík - Carlsen vann Wojtaszek

giri-carlsen-karjakin

Pavel Eljanov (2755) er efstur međ fullt hús á Tata Steel-mótinu ađ lokinni annarri umferđ mótsins sem fram fór í gćr. Úkraínubúinn viđkunnanlegi vann heimamanninn Loek Van Wely (2695). Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2840) vann Pólverjann Radoslaw Wojtaszek (2750) og er annar međ 1,5 vinninga ásamt Indverjanum Harikrishna (2766) sem vann landa sinni Adhibian (2653). Öđrum skákum lauk međ jafntefli. 

carlsen-wojtaszek

Ţriđja umferđ fer fram í dag. Ţá teflir viđ nýjasta keppenda Reykjavíkurskákmótsins og Eljanov teflir viđ Herikrishna. Umferđin hefst kl. 12:30.

maxresdefault (1)

Austurríkismađurinn Markus Ragger (2697) er efstur í b-flokki međ fullt hús. Í 2.-4. sćti eru Ilia Smirin (2667), Gawain Jones (2665) og Benjamin Bok (2608).

Ítarlega umfjöllun um gang mála í gćr má finna á Chess.com og á Chess24.


Ólafur Guđmarsson sigrađi á atkvöldi

Ólafur Guđmarsson sigrađi á atkvöldi Hugins sem sem haldiđ var 9. janúar sl. Ólafur tefli vel á atkvöldinu og ţjarmađi jafnt og ađ andstćđingum sínum, ţannig ađ ţegar upp var stađiđ lágu ţeir allir í valnum og  7 vinningar komu í hús hjá honum í jafn mörgum skákum. Annar var Kristján Halldórsson međ 6 vinninga og ţriđji Vigfús Ó. Vigfússon međ 5 vinninga. Ólafur dró Björgvin Kristbergsson í happdrćttinu sem líkađi ţađ vel. Báđir völdu ţeir úttektarmiđa frá American Style sem ekki hafa áđur veriđ í bođi á ţessum skákkvöldum. Nćsta skákkvöld verđur mánudaginn 30. janúar og ţá verđur hrađkvöld.

Lokastađan á atkvöldinu:

  1. Ólafur Guđmarsson, 7v/7
  2. Kristján Halldórsson, 6v
  3. Vigfús Ó. Vigfússon, 5v
  4. Hjálmar Sigurvaldason, 2v
  5. Finnur Kr. Finnsson, 2v
  6. Björgvin Kristbergsson, 1v
  7. Hörđur Jónasson, 1v

Úrslitin í chess-results


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 154
  • Frá upphafi: 8765602

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband