Leita í fréttum mbl.is

Jón Kristinn Ţorgeirsson er Íslandsmeistari í netskák

Akureyringurinn knái, Jón Kristinn Ţorgeirsson (Jokksi99) sigrađi af fádćma öryggi á Íslandsmótinu í netskák sem fram fór í fyrradag, sunnudag. Fullyrđa má ađ Jón, sem um árabil hefur boriđ höfuđ og herđar yfir ađra norđlenska skákmenn, hafi veriđ í algjörum sérflokki á mótinu. Jón fékk alls 10,5 vinninga í 11 skákum, 1,5 vinningum meira en nćsti mađur, og leyfđi ađeins eitt jafntefli, gegn fráfarandi sexföldum Íslandsmeistara, Davíđ Kjartanssyni (Yuwono).

FIDE-meistarinn Magnús Örn Úlafsson (AC130-Ghostrider) endađi í 2. sćti međ 9 vinninga og FM Davíđ Kjartansson (Yuwono) var í ţriđja sćti međ 8 vinninga.

Mótiđ í ár var nokkuđ óhefđbundiđ, skipt var um vettvang fyrir mótiđ sem hefur átt lögheimili og varnarţing á skákţjóninum ICC um langt árabil, og teflt á Chess.com. Vistaskiptin reyndust vandasöm, en allt gekk upp á endanum og verđur vart annađ séđ en ađ keppendur hafi tekiđ breytingunni vel.

57 keppendur tóku ţátt í ár, flestir Íslendingar en einnig var nokkur fjöldi Grćnlendinga sem ákveđiđ var ađ bjóđa til ţátttöku í ár. Tefldu ţeir um óformlegan titil Grćnlandsmeistara í netskák, en sćmdarheitiđ í ţetta sinn hlaut meistarinn Ral Fleischer (SuperRal) frá Nuuk, en hann hlaut 5,5 vinninga úr skákunum 11. Brian Sřrensen (privatbss) varđ í 2. sćti, en hann hlaut alls 5 vinninga. Grćnlendingar eru ţegar farnir ađ undirbúa nćsta mót og ćtla sér enn stćrri hluti áriđ 2017.

Keppendum eru fćrđar ţakkir fyrir ţátttökuna og vonumst viđ til ađ sjá sem flesta ađ ári.

  • Skođa má öll úrslit og allar skákir mótsins hér.
  • Lokastöđuna og úrslit í flokkum má svo skođa hér.

Aukaverđlaun

Aukaverđlaun eru í formi Demants áskriftarađgangs á Chess.com

Demantsađgangur veitir fullan ađgang ađ allri ţjónustu vefsins. Sem dćmi má nefna byrjanagagnagrunn, skákţrautir, ýmiskonar skákkennsla, myndbönd og fleira.

Fimm mánuđir eru veittir fyrir 1. sćti og ţrír fyrir 2. sćti í öllum flokkum.

 

U/2100

Tvíburarnir efnilegu, Björn Hólm (Bjorn_Holm) og Bárđur Örn Birkissynir (Bardur_Orn), fengu einnig 8 vinninga líkt og Davíđ, en voru međ heldur lakari niđurstöđu eftir stigaútreikning. Ţeir brćđur vinna hins vegar U/2100 stiga flokkinn nokkuđ örugglega, 1,5 vinningi á undan nćsta manni. Björn reyndist vera međ örlítiđ betri stöđu eftir stigaútreikning, eđa 51 stig gegn 50,5 stigum Bárđar, og vinnur ţví 1. verđlaun í ţeim flokki. Ţess má til gamans geta ađ ţeir brćđur fengu einnig jafn marga vinninga á mótinu í fyrra og stigaútreikning ţurfti til ađ skera úr um hvor vćri ofar. 

U/1800

Ingvar Örn Birgisson (Harry_Kane) sigrađi í flokki skákmanna međ minna en 1800 skákstig, en hann endađi međ 6,5 vinninga (36.25 stig). Ađalsteinn Thorarensen (adlthor23) var í 2. sćti í U/1800 stiga flokki, einnig međ 6,5 vinninga (31.25) en örlítiđ lakari stig. 

Stigalausir

Knútur A Óskarsson (krummmi) sigrađi nokkuđ örugglega í flokki stigalausra, hlaut alls 6 vinninga, og Sveinbjörn Jón Ásgrímsson (SveinbjornJon) er í 2. sćti međ 5 vinninga. 

Kvennaflokkur

Elsa María Kristínardóttir (EMK89) sigrađi af miklu öryggi í kvennaflokki, hlaut alls sjö vinninga og endar í 8. sćti af 57 og Freyja Birkisdóttir (freyjab) var í 2. sćti. 

60 ára og eldri

FIDE-meistarinn Áskell Örn Kárason (Flatus) stóđ sig best í flokki eldri og heldri skákmanna, en hann fékk alls sjö vinninga og endar í sjöunda sćti. Ögmundur Kristinsson (oddigulli) er í 2. sćti, hálfum vinningi á eftir Áskatli. 

15 ára og yngri

Ungstirniđ Óskar Víkingur Davíđsson (Davidsson) sigrađi af miklu öryggi í flokki yngri skákmanna, en hann fékk alls 6,5 vinninga. Halldór Atli Kristjánsson (CAustin9) er í 2. sćti međ 4,5 vinninga.

Sjá nánar á heimasíđu Hugins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 277
  • Frá upphafi: 8764886

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband