Leita í fréttum mbl.is

Allt "bók" nema Sveinbjörn!

Önnur umferđ Skákţings Akureyrar var tefld í gćr, sunnudag. Úrslit urđu ţessi:

  • Jón Kristinn-Tómas Veigar 1-0
  • Andri-Hreinn              1-0
  • Fannar-Karl               0-1
  • Sveinbjörn-Haraldur       1-0
  • Heiđar-Alex               0-1
  • Gabríel-Ulker             0-1

Hér voru flest úrslit eins og viđ mátti búast skv. stigum, ađ undanskilinn skák Sveinbjörns og Haraldar. Ţar spennti sá síđarnefndi bogann fullmikiđ í vinningstilraunum og var refsađ grimmilega, enda Sveinbjörn miskunnarlaus viđ slíkar ađstćđur. Skák Jóns Kristins og Tómasar virtist tvísýn í upphafi miđtafls, en eftir mistök hins síđarnefnda náđi Akureyrarmeistarinn slíku taki á stöđunni ađ ekki varđ rönd viđ reist. Andri vann og öruggan sigur; ţjarmađi hćgt og bítandi ađ Hreini sem missti endanlega tökin í tímahraki í lokin. Fannar Breki byggđi upp mjög vćnlega stöđu gegn Karli, en sást yfir taktískar brellur andstćđingsins og fékk ţá á sig óstöđvandi sókn. Hér hafđi reynslan sitt ađ segja, en Karl hefur sextíu ára forskot í ţví efni. Í skák Heiđars og Alex var stađan lengi tvísýn međ jöfnum möguleikum; Alex fórnađi svo manni fyrir óljós fćri og nokkur peđ. Eftir ţví sem peđum Heiđars fór fćkkandi jukust sigurvonir andstćđingsins, og ţegar umframpeđin voru orđin fimm og eitt ţeirra stefndi ljóslega upp í borđ, lagđi Heiđar niđur vopnin.  Loka var ţađ skák Gabríels og Ulker; ţar sem svartur (svört?) jafnađi tafliđ auđveldlega og fékk betri stöđu, en nafni erkiengilsins hóf ţá stórhćttulegar sóknarađgerđir. Svört brást viđ međ gagnsókn sem ekki fékkst viđ ráđiđ og endađi sú glíma međ máti. 

Ađ loknum tveimur umferđum eru fjórir keppendur nú međ fullt hús, Jón Kristinn, Andri, Sveinbjörn og Karl. Ţriđja umferđ verđur tefld nk. sunnudag og ţá eigast viđ:

  • Sveinbjörn og Jón Kristinn
  • Karl og Andri
  • Haraldur og Ulker
  • Tómas og Alex
  • Gabríel og Fannar
  • Hreinn og Ágúst Ívar
  • Heiđar situr hjá

Heimasíđa SA

Chess-Results


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 231
  • Frá upphafi: 8764920

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 151
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband