Leita í fréttum mbl.is
Embla

Fćrsluflokkur: Spil og leikir

Heimsmeistarinn efstur í París

naka-magnus

Ţrátt fyrir ađ yfirburđir heimsmeistarans í hefđbundinni kappskák hafi minnkađ virđist ţađ sama ekki eiga um at- og hrađskákir. Ţar virđist Magnus Carlsen (2851) einfaldlega vera bestur. Eftir sex umferđir í París er heimsmeistarinn efstur međ 10 stig (2 stig fyrir sigur, 1 fyrir jafntefli). Bandaríkjamađurinn Hikaru Nakamura er annar međ 9 stig (4,5 v.) og Aserinn Shahkriyar Mamedyarov (2784) er ţriđji međ 8 stig (4 vinninga). Shahk hefur veriđ sjóđheitur síđustu misseri og ekki sér fyrir endann á góđu gengi hans. 

mamedyarov (1)

Fabiano Caruana (2782) hefur heldur betur ekki náđ vopnum sínum og hefur ađeins 1 stig (0,5 v.) Caruana hefur oft veriđ slakur í styttri tímamörkunum.

Atskákmótinu lýkur í dag međ umferđum 7-9. Á morgun byrja ţeir ađ tefla hrađskákir. 

Hikaru Nakamura (2792) og Veselin Topalov (2725) koma nćstir međ 4 stig (2 vinninga). 

Stađan:

standings-after-day-2

 

Nánar á Chess24

Myndir: Lennart Ootes (af Chess24). 

Heimasíđa mótsins


Ađalfundur TR fer fram á miđvikudagskvöldiđ

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur bođar til ađalfundar í samrćmi viđ 10.gr laga félagsins. Fundurinn verđur haldinn miđvikudaginn 28.júní og hefst kl.20:00 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá: Venjuleg ađalfundarstörf.

Virđingarfyllst, Stjórn Taflfélags Reykjavíkur


Bođsmóti Taflfélags Reykjavíkur frestađ

Bođsmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem fyrirhugađ var um nćstu helgi, hefur veriđ frestađ um óákveđinn tíma vegna drćmrar skráningar.

Drćm skráning í Bođsmótiđ bendir til ţess ađ á međal skákmanna sé lítil eftirspurn eftir skákmóti sem ţessu á höfuđborgarsvćđinu á ţessum árstíma. Eitt af keppikeflum Taflfélags Reykjavíkur er ađ koma til móts viđ óskir skákmanna og ţví verđur ađ teljast líklegt ađ Bođsmótiđ verđi endurvakiđ síđar međ öđru fyrirkomulagi. Nánari útfćrsla liggur ţó ekki fyrir ađ svo stöddu.


Nýtt fréttabréf SÍ kom út í dag

Nýtt fréttabréf SÍ kom út í dag eftir alllangt hlé á útgáfunni. Međal efnis í fréttabréfinu er:

 • Fjórir íslenskir skákmenn taka ţátt í Norđurlandamótinu
 • Guđmundur Íslandsmeistari í skák
 • Anish Giri sigurvegari GAMMA Reykjavíkurskákmótsins
 • Norđurljósamótiđ haldiđ í nóvember
 • Ný stjórn SÍ og verkaskipting hennar
 • Hilmir Freyr skákmeistari Skákskóla Íslands
 • GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ 2018 - niđurtalning
 • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má í heild sinni finna hér.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is - ofarlega til vinstri. 

Eldri fréttabréf SÍ má finna hér.

 

 


Wesley So og Magnus Carlsen efstir í París

grischuk-carlsen

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2851) og Wesley So (2789) eru efstir međ eftir 3 fyrstu umferđir ofuratskákmótsins í París sem hófst í gćr. Ţeir fengu 2,5 vinning í umferđunum ţremur sem gefur ţeim 5 stig. Ţađ er gert til ţess ađ atskákmótiđ gildi jafnmikiđ og hrađskákmótiđ ţrátt fyrir tvöfalt fćrri umferđir. 

kasparov-maurice

Hikaru Nakamura (2792) og Veselin Topalov (2725) koma nćstir međ 4 stig (2 vinninga). 

Veislen heldur áfram í dag ţegar umferđir 4-6 eru tefldar. Garry Kasparov lćtur sig ekki vanta á stađinn enda eru ţessi Grand Chess Tour mót á vegum stuđningsmanna hans međ Rex Sinquefield fremstan í flokki. 

standings-after-3-rounds-small (1)

Stuđst er viđ URS-stigakerfiđ (Universal Rating System) sem eru ekki hin hefđbundnu opinberu FIDE-stig. Ţar er blandađ saman árangri á kapp-, at- og hrađskákstigum. 

Nánar á Chess24

Myndir: Lennart Ootes (af Chess24). 

Heimasíđa mótsins


Ofuratskákmót hefst í París kl. 12 í dag

all-the-players

Í dag kl. 12 hefst ofuratskákmót í París. Mótiđ er hluti af Grand Chess Tour. Tíu skákmenn tefla og ţar af flestir sterkustu skákmenn heims. Dagana 21.-23. júní tefla ţeir atskák (25+10) - allir viđ alla - ţrjár skákir á dag. Dagana 24. og 25. tefla ţeir svo hrađskák (5+3) - tvöfalda umferđ - alls 18 umferđir.

Međal keppenda í París eru Magnus Carlsen, Hikaru Nakamura, Wesley So, Shakhriyar Mamediarov og Fabiano Caruana.

Nánar á Chess24

Mynd: Lennart Ootes.

Heimasíđa mótsins


Mjóddarmót Hugins fer fram 1. júlí

IMG_2836 (1)

Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 1. júlí í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Subway í Mjódd en fyrir ţá tefldi Dagur Ragnarsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ umhugsunartímanum 5 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og hér á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttaka er ókeypis!

Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmótiđ enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir ađ félagiđ flutti í núverandi húsnćđi.

Verđlaun eru sem hér segir:

 • 1. 20.000
 • 2. 15.000
 • 3. 10.000

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Bođsmót TR hefst á föstudaginn

Bođsmót Taflfélags Reykjavíkur á sér yfir 40 ára langa sögu en mótiđ hefur legiđ í dvala síđasta áratuginn. Nú hefur stjórn T.R. ákveđiđ ađ endurlífga Bođsmótiđ í formi helgarskákmóts. Bođsmót T.R. hefur ţví göngu sína á ný föstudaginn 23. júní kl. 19:30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissneska-kerfinu og verđa tefldar atskákir í bland viđ kappskákir samkvćmt dagskrá hér ađ neđan. Venju samkvćmt verđur mótiđ reiknađ til skákstiga.

Keppt er um stórglćsilegan farandbikar, en auk hans eru peningaverđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin. Ţá verđa veitt bókaverđlaun fyrir bestu frammistöđu miđađ viđ eigin stig. Verđi keppendur jafnir ađ vinningum mun stigaútreikningur (tiebreaks) skera úr um lokaröđ. Peningaverđlaunum verđur skipt eftir Hort kerfinu.

Skráningu lýkur föstudaginn 23.júní kl.19:15.

Dagskrá:
1. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 19:30
2. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 20:45
3. umferđ (atskák) föstudaginn 23. júní kl. 22:00
4. umferđ (kappskák) laugardaginn 24. júní kl. 11:00
5. umferđ (kappskák) laugardaginn 24. júní kl. 17:00
6. umferđ (kappskák) sunnudaginn 25. júní kl. 11:00
7. umferđ (kappskák) sunnudaginn 25. júní kl. 17:00

Tímamörk:
Atskákir: 20 mínútur + 10 sekúndna viđbót eftir hvern leik.
Kappskákir: 90 mínútur + 30 sekúndna viđbót eftir hvern leik.

Verđlaun:
1. sćti kr. 20.000
2. sćti kr. 10.000
3. sćti kr. 5.000

Bókaverđlaun fyrir bestu frammistöđu miđađ viđ eigin kappskákstig (“performance” mínus “eigin kappskákstig”).

Ţátttökugjald:
Fyrir fullgilda međlimi T.R. er gjaldiđ 2.500kr en ađrir greiđa 4.000kr. Ţátttökugjöld greiđast međ reiđufé viđ upphaf móts. Fyrrum sigurvegarar Bođsmótsins fá frítt í mótiđ. Titilhafar fá auk ţess frítt í mótiđ.

Skráningarform

Skráđir keppendur


Skákţing Finnlands: Sá langstigalćgsti hampađi titlinum!

Skákţingi Finnlands lauk síđustu helgi. Afar óvćnt úrslit urđu á mótinu ţegar langstigalćgsti keppandi mótsins, hinn 18 ára, Teemu Virtanen (2204) vann mótiđ. Ungstirniđ og hinn ţrautreyndi alţjóđlegi meistari Mika Karttunen (2487) komu jafnir í mark međ 4˝ vinning í sjö skákum. Ţeir tefldu til ţrautar međ styttri umhugsunartíma og ţar hafđi Virtanen betur 2-0. Anastsia Nazarov (2038) varđ skákmeistari kvenna ţriđja áriđ í röđ ţrátt fyrir ađ vera ađeins 15 ára.

Nánar á heimasíđu finnska skáksambandsins.

 


Pólverjar og Rússar efstir á HM landsliđa

ART_1709

Ţriđja umferđ HM landsliđa fór fram í Khanty-Mansiysk í Síberíu í gćr. Í oprnum flokki eru Pólverjar efstir međ fullt hús stiga eftir 3-1 sigur á Egyptum. Kínverjar og Rússar koma nćstir međ 5 vinninga. Rússar unnu Úkraínu 2,5-1,5 og náđu ţar međ hefna ófaranna frá Ólympíuskákmótinu. Kínverjar gerđu 2-2 jafntefli viđ Bandaríkin. 

tingije-lei-pe

Rússar og Úkraínukonur eru efstar međ 5 stig í kvennaflokki. Georgíukonur og Pólverjar koma nćstar međ 4 stig.

Ítarlega umfjöllun má finna á Chess24


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.6.): 63
 • Sl. sólarhring: 904
 • Sl. viku: 5121
 • Frá upphafi: 8224058

Annađ

 • Innlit í dag: 45
 • Innlit sl. viku: 3270
 • Gestir í dag: 44
 • IP-tölur í dag: 42

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband