Leita í fréttum mbl.is
Embla

Spennandi umferđ á N-S mótinu í kvöld!

Önnur umferđ hins firnasterka Nóa-Siríus móts (Gestamóts Hugins og Skákdeildar Breiđabliks) hefst kl. 19.00 í kvöld.

Helst ber til tíđinda ađ sjálfur Friđrik Ólafsson mćtir til leiks og stýrir hvítu mönnunum gegn ungstirninu Oliver Aroni Jóhannessyni. Af öđrum viđureignum má nefna skák yngsta ţátttakandans í landsliđsflokki 2016, Arnar Leós Jóhannssonar, gegn stigahćsta skákmanni mótsins, Jóhanni Hjartarsyni. Guđmundur Kjartansson lćtur sverfa til stáls gegn Halldóri Grétari Einarssyni sem er stórhćttulegur andstćđingur og sló í gegn á N-S mótinu í fyrra. Stórmeistararnir Ţröstur Ţórhallsson og Lenka Ptácníková leiđa saman hesta sína af alkunnri keppnishörku og Benedikt Jónasson, lćrisveinn Bobby Fischers, gerir ađra atrennu í sömu viku ađ húninum harđdrćga pg lundanum ljúfa, Birni Ţorfinnssyni. Líklegt verđur ađ telja ađ Íslensk getspá sýni viđureigninni áhuga. 

Einnig er vert ađ vekja sérstaka athygli á skák brellumeistaranna geđţekku, Ögmundar Kristinssonar og Jóns L. Árnasonar, en samanlagt má áćtla ađ ţessir tveir kappar hafi plata fleiri andstćđinga upp úr skónum í hrađskák og jarđsett fyrir opnum tjöldum en nokkrir tveir ađrir núlifandi Íslendingar. Ljóst er ađ ţeir Jón og Ögmundur munu ekki ţćfast um í steindauđu endatafli heldur efna til almenns ófriđar snemma tafls. Gestir eru velkomnir í Stúkuna á Kópavogsvelli.

Sjá pörun á Chess-Results.


Eljanov efstur í Sjávarvík

Pavel Eljanov (2755) hélt forystunni á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík eftir jafntefli viđ Harikrishna (2766) í 3. umferđ gćr. Úkraínumađurinn viđkunnanlegi er efstur međ 2˝ vinning. Fimm skákmenn hafa 2 vinninga og ţeirra á međal er heimsmeistarinn Magnús Carlsen (2840) eftir jafntefli viđ Dmitry Andreikin (2736) sem verđur međal keppenda á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu.

Wesley So (2808) var ljónheppinn í gćr ţegar Richard Rapport (2702) klúđrađi unninni stöđu niđur í tap. So hefur nú teflt 46 skákir í röđ án taps og er kominn í ţriđja sćti heimslistans međ 2811,5. Ţađ var einmitt á Reykjavíkurskákmótinu 2013 sem So náđi ţeim áfanga ađ fara yfir 2700 skákstig međ stuttu jafntefli viđ Eljanov í lokaumferđinni. Árangur So síđan er međ ólíkindum. 

Austurríkismađurinn Markus Ragger (2697) er efstur í b-flokki međ fullt hús. Ilia Smirin (2667) er annar međ 2˝ vinning.

Ítarlega umfjöllun um gang mála í gćr má finna á Chess.com og á Chess24.


Jón Kristinn Ţorgeirsson er Íslandsmeistari í netskák

Akureyringurinn knái, Jón Kristinn Ţorgeirsson (Jokksi99) sigrađi af fádćma öryggi á Íslandsmótinu í netskák sem fram fór í fyrradag, sunnudag. Fullyrđa má ađ Jón, sem um árabil hefur boriđ höfuđ og herđar yfir ađra norđlenska skákmenn, hafi veriđ í algjörum sérflokki á mótinu. Jón fékk alls 10,5 vinninga í 11 skákum, 1,5 vinningum meira en nćsti mađur, og leyfđi ađeins eitt jafntefli, gegn fráfarandi sexföldum Íslandsmeistara, Davíđ Kjartanssyni (Yuwono).

FIDE-meistarinn Magnús Örn Úlafsson (AC130-Ghostrider) endađi í 2. sćti međ 9 vinninga og FM Davíđ Kjartansson (Yuwono) var í ţriđja sćti međ 8 vinninga.

Mótiđ í ár var nokkuđ óhefđbundiđ, skipt var um vettvang fyrir mótiđ sem hefur átt lögheimili og varnarţing á skákţjóninum ICC um langt árabil, og teflt á Chess.com. Vistaskiptin reyndust vandasöm, en allt gekk upp á endanum og verđur vart annađ séđ en ađ keppendur hafi tekiđ breytingunni vel.

57 keppendur tóku ţátt í ár, flestir Íslendingar en einnig var nokkur fjöldi Grćnlendinga sem ákveđiđ var ađ bjóđa til ţátttöku í ár. Tefldu ţeir um óformlegan titil Grćnlandsmeistara í netskák, en sćmdarheitiđ í ţetta sinn hlaut meistarinn Ral Fleischer (SuperRal) frá Nuuk, en hann hlaut 5,5 vinninga úr skákunum 11. Brian Sřrensen (privatbss) varđ í 2. sćti, en hann hlaut alls 5 vinninga. Grćnlendingar eru ţegar farnir ađ undirbúa nćsta mót og ćtla sér enn stćrri hluti áriđ 2017.

Keppendum eru fćrđar ţakkir fyrir ţátttökuna og vonumst viđ til ađ sjá sem flesta ađ ári.

 • Skođa má öll úrslit og allar skákir mótsins hér.
 • Lokastöđuna og úrslit í flokkum má svo skođa hér.

Aukaverđlaun

Aukaverđlaun eru í formi Demants áskriftarađgangs á Chess.com

Demantsađgangur veitir fullan ađgang ađ allri ţjónustu vefsins. Sem dćmi má nefna byrjanagagnagrunn, skákţrautir, ýmiskonar skákkennsla, myndbönd og fleira.

Fimm mánuđir eru veittir fyrir 1. sćti og ţrír fyrir 2. sćti í öllum flokkum.

 

U/2100

Tvíburarnir efnilegu, Björn Hólm (Bjorn_Holm) og Bárđur Örn Birkissynir (Bardur_Orn), fengu einnig 8 vinninga líkt og Davíđ, en voru međ heldur lakari niđurstöđu eftir stigaútreikning. Ţeir brćđur vinna hins vegar U/2100 stiga flokkinn nokkuđ örugglega, 1,5 vinningi á undan nćsta manni. Björn reyndist vera međ örlítiđ betri stöđu eftir stigaútreikning, eđa 51 stig gegn 50,5 stigum Bárđar, og vinnur ţví 1. verđlaun í ţeim flokki. Ţess má til gamans geta ađ ţeir brćđur fengu einnig jafn marga vinninga á mótinu í fyrra og stigaútreikning ţurfti til ađ skera úr um hvor vćri ofar. 

U/1800

Ingvar Örn Birgisson (Harry_Kane) sigrađi í flokki skákmanna međ minna en 1800 skákstig, en hann endađi međ 6,5 vinninga (36.25 stig). Ađalsteinn Thorarensen (adlthor23) var í 2. sćti í U/1800 stiga flokki, einnig međ 6,5 vinninga (31.25) en örlítiđ lakari stig. 

Stigalausir

Knútur A Óskarsson (krummmi) sigrađi nokkuđ örugglega í flokki stigalausra, hlaut alls 6 vinninga, og Sveinbjörn Jón Ásgrímsson (SveinbjornJon) er í 2. sćti međ 5 vinninga. 

Kvennaflokkur

Elsa María Kristínardóttir (EMK89) sigrađi af miklu öryggi í kvennaflokki, hlaut alls sjö vinninga og endar í 8. sćti af 57 og Freyja Birkisdóttir (freyjab) var í 2. sćti. 

60 ára og eldri

FIDE-meistarinn Áskell Örn Kárason (Flatus) stóđ sig best í flokki eldri og heldri skákmanna, en hann fékk alls sjö vinninga og endar í sjöunda sćti. Ögmundur Kristinsson (oddigulli) er í 2. sćti, hálfum vinningi á eftir Áskatli. 

15 ára og yngri

Ungstirniđ Óskar Víkingur Davíđsson (Davidsson) sigrađi af miklu öryggi í flokki yngri skákmanna, en hann fékk alls 6,5 vinninga. Halldór Atli Kristjánsson (CAustin9) er í 2. sćti međ 4,5 vinninga.

Sjá nánar á heimasíđu Hugins.


Skákćfingar og kennsla ađ hefjast fyrir börn og unglinga í Ţingeyjarsýslu

Sérstakar skákćfingar og kennsla fyrir börn á grunnskólaaldri í Ţingeyjarsýslu hefjast miđvikudaginn 18. janúar. Skákćfingarnar verđa ókeypis og fara ţćr fram í Seiglu – miđstöđ sköpunar (áđur Litlaulaugaskóli) í Reykjadal. Frá síđasta skákmóti...

Allt "bók" nema Sveinbjörn!

Önnur umferđ Skákţings Akureyrar var tefld í gćr, sunnudag. Úrslit urđu ţessi: Jón Kristinn-Tómas Veigar 1-0 Andri-Hreinn 1-0 Fannar-Karl 0-1 Sveinbjörn-Haraldur 1-0 Heiđar-Alex 0-1 Gabríel-Ulker 0-1 Hér voru flest úrslit eins og viđ mátti búast skv....

Eljanov međ fullt hús í Sjávarvík - Carlsen vann Wojtaszek

Pavel Eljanov (2755) er efstur međ fullt hús á Tata Steel-mótinu ađ lokinni annarri umferđ mótsins sem fram fór í gćr. Úkraínubúinn viđkunnanlegi vann heimamanninn Loek Van Wely (2695). Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2840) vann Pólverjann Radoslaw...

Ólafur Guđmarsson sigrađi á atkvöldi

Ólafur Guđmarsson sigrađi á atkvöldi Hugins sem sem haldiđ var 9. janúar sl. Ólafur tefli vel á atkvöldinu og ţjarmađi jafnt og ađ andstćđingum sínum, ţannig ađ ţegar upp var stađiđ lágu ţeir allir í valnum og 7 vinningar komu í hús hjá honum í jafn...

Eljanov byrjar best í Sjávarvík

Pavel Eljanov (2755) byrjar best allra á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík (Wijk aan Zee) sem hófst í gćr. Eljanov vann Richard Rapport (2702). Öllum öđrum skákum umferđinnar leuk međ jafntefli. Ţar međ taliđ skák Wesley So (2808) og Magnúsar Carlsen (2840)....

Íslandsmótiđ í netskák fer fram í kvöld

XXI. Íslandsmótiđ í netskák fer fram sunnudaginn 15. janúar Mótiđ fer fram á vefsíđunni Chess.com og hefst kl. 20:00. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki. Mótiđ var áđur á dagskrá ţann 30. desember s.l., en ţví miđur ţurfti ađ aflýsa mótinu...

Skákţáttur Morgunblađsins: Leikurinn sem birtist ekki á tölvuskjánum

Greinarhöfundur var ađ fylgjast međ Guđmundi Kjartanssyni í beinni útsendingu frá lokaumferđ Hastings-mótsins sl. fimmtudag. Hann var í baráttunni um efsta sćtiđ, ađeins ˝ vinningi á eftir efstu mönnum. Og taflmennska hans var skínandi góđ. Indverskur...

Tata Steel mótiđ hafiđ í Sjávarvík - Magnus Carlsen tekur ţátt.

Tata Steel-mótiđ hófst fyrr í dag í Sjávarvík (Wijk aan Zee) í Hollandi. Međal keppenda er Magnus Carlsen (2840), Wesley So (2808) og Sergey Karjakin (2785). Í fyrstu umferđ mćtir Magnus Wesley So. Keppendalista a-flokksins má finna hér . Heimildir...

Hart barist á Skákţingi Reykjavíkur

Önnur umferđ Skákţings Reykjavíkur fór fram í fyrradag og hart barist á öllum borđum. Flestar viđureignir fóru eins og vćnta mátti en ţó skellti Sigurjón Haraldsson (1784) í lága drifiđ, tefldi traust og uppskar jafntefli gegn skákmeistara TR 2014,...

Íslenskt liđ í PRO Chess League

Miđvikudaginn síđastliđinn hófst í fyrsta skipti svokölluđ PRO Chess League á Chess.com. Deild ţessi er ný af nálinni og kemur í stađ US Chess League sem hafđi veriđ starfrćkt í um 10 ár. Í deildinni eru 48 liđ frá öllum heimshornum. Eina kvöđin er ađ...

Íslandsmótiđ í netskák fer fram á sunnudaginn

XXI. Íslandsmótiđ í netskák fer fram sunnudaginn 15. janúar Mótiđ fer fram á vefsíđunni Chess.com og hefst kl. 20:00. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki. Mótiđ var áđur á dagskrá ţann 30. desember s.l., en ţví miđur ţurfti ađ aflýsa mótinu...

Hart barist í 1. umferđ á Nóa-Siríus mótinu í gćrkvöld

Nóa-Síríus mótiđ 2017, Gestamót Hugins og Skákdeildar Breiđabliks, var sett međ viđhöfn í gćr. Jón Ţorvaldsson, einn af frumkvöđlum mótsins, bauđ keppendur og gesti velkomna en sérstakur heiđursgestur var nýr fjármálaráđherra landsins, Benedikt...

Skákţing Reykjavíkur 2017 er hafiđ

Skákţing Reykjavíkur, ţađ 86. sem haldiđ er, hófst sunnudaginn 8. janúar sl. og eru ţátttakendur ađ venju skemmtileg blanda af meisturum, verđandi meisturum, efnilegum skákmönnum, venjulegum skákmönnum og óvenjulegum. Tćplega 60 keppendur ćtla ađ berjast...

Nóa Síríus mótiđ - Gestamót Hugins og Breiđabliks hafiđ - fimm stórmeistarar međ!

Nóa Siríus mótiđ 2017 – Gestamót Hugins og skákdeildar Breiđabliks , hófst í Stúkuloftum á Kópavogsvelli fyrr í kvöld, 10. janúar kl. 19.00. Um er ađ rćđa eitt allra sterkasta skákmót ársins en ţađ er nú haldiđ í sjöunda sinn. Mótiđ hefur aldrei...

Pistill Óskars Víkings frá Benidorm

Ég fór á skákmót á Benidorm í byrjun desember, sem var eiginlega skákhátíđ. Ţađ er hćgt ađ sjá hana hér: http://www.ajedrezenelbali.com/ en ţađ er mikiđ á spćnsku svo ađ ţađ tekur smá tíma ađ skilja síđuna. Ţađ var fullt í gangi, skákmót á kvöldin og...

Íslandsmótiđ í netskák fer fram 15. janúar

XXI. Íslandsmótiđ í netskák fer fram sunnudaginn 15. janúar Mótiđ fer fram á vefsíđunni Chess.com og hefst kl. 20:00. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki. Mótiđ var áđur á dagskrá ţann 30. desember s.l., en ţví miđur ţurfti ađ aflýsa mótinu...

Ćfingamót fyrir Íslandsmótiđ í netskák í kvöld, mánudag

Í kvöld (mánudag) kl. 20 fer fram ćfingamót á skákţjóninum Chess.com. Mótiđ er hugsađ fyrir ţá sem lentu í vandrćđum međ ađ opna mótiđ ţann 30. desember s.l. eđa eru ekki vissir um hvernig kerfiđ virkar. Ţeir sem eru skráđir í Íslandsmótiđ í netskák...

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.1.): 97
 • Sl. sólarhring: 1094
 • Sl. viku: 7194
 • Frá upphafi: 8021616

Annađ

 • Innlit í dag: 64
 • Innlit sl. viku: 4053
 • Gestir í dag: 63
 • IP-tölur í dag: 43

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband