Leita í fréttum mbl.is
Embla

Minningarmót um Guđmund Arnlaugsson hefst kl. 14 - enn hćgt ađ skrá sig til leiks

Guđm. Arnlaugs og Friđrik - teikn. Svala Sóleyg - ljósm. Sigurjón Jóhannsson - ESE

Í tilefni 50 ára afmćlis Menntaskólans viđ Hamrahlíđ verđur verđur haldiđ minningarmót um Guđmund Arnlaugsson, fyrrum rektor skólans, sunnudaginn 25. september. Skákmótiđ er síđasti viđburđur afmćlisdagskrár sem nćr yfir dagana 19.–25. september. Heildarverđlaun eru 100.000 kr. og tefldar verđa 11 umferđir međ umhugsunartímanum 4+2. Eldri nemendur úr MH er bođnir sérstaklega velkomnir til leiks en mótiđ er opiđ öllum.

Međal ţegar skráđra keppenda má nefna stórmeistarana: Jóhann Hjartarson, Hjörvar Stein Grétarsson, Jón L. Árnason, og Ţröst Ţórhallsson.

Mótiđ hefst kl. 14 og teflt verđur í hátíđarsal skólans. Í upphafi móts verđur Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, međ stuttan fyrirlestur um mikilvćgi Guđmundar fyrir íslenskt skáklíf. 

Verđlaun eru sem hér segir: 

 1. 50.000 kr.
 2. 30.000 kr.
 3. 20.000 kr.

Verđlaunum verđur skipt eftir Hort-kerfinu. 

Ţrenn bókarverđlaun verđa veitt fyrir bestan árangur ungmenna fćdd 2001 og síđar.

Ţátttökugjöld eru kr. 1.000 og er hćgt ađ leggja ţau inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót eđa greiđa međ reiđufé á skákstađ.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. 

Skráning fer fram á www.skak.is (guli kassinn). Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Mótiđ á Chess-Results.


Skákţáttur Morgunblađsins: Óvćnt endalok á afmćlismóti Taflfélags Vestmannaeyja

G54107E0ITaflfélag Vestmannaeyja var stofnađ fyrir 90 árum og enginn kann betur sögu ţess en Arnar Sigurmundsson, núverandi formađur félagsins og ađalskipuleggjandi dagskrár vegna afmćlisins, sem náđi hámarki međ afmćlismóti TV um síđustu helgi. Arnar var 13 ára gamall ţegar TV var endurvakiđ áriđ 1957. Á dögunum stóđ TV fyrir útgáfu sérrrits um sögu félagsins sem dreift var međ Fréttum og í ţađ ritađi, auk Arnars, Karl Gauti Hjaltason, sem rakti einhverja mögnuđustu sókn fram á viđ sem um getur ţegar ungmenni úr Eyjum studd af vel virkum foreldrum, skólayfirvöldum og góđum leiđbeinendum tóku skákina međ trompi í hinum ýmsum skólakeppnum innanlands og utan í keppni viđ bestu grunnskóla Skandinavíu á Norđurlandamótum. Karl Gauti hefur einnig vakiđ athygli á ţví ađ međal félagsmanna TV um miđja síđustu öld var Björn Kalman sem margir telja ađ sé fyrirmyndin ađ hr. B í sögu Stefan Zweig, Manntafl.

Afmćlismótiđ dró til sín marga skákmenn sem voru virkir á öđrum blómatíma skákarinnar í Eyjum rétt fyrir gos og hafa haldiđ tryggđ viđ skákgyđjuna síđan. Alls voru keppendur 24 talsins og viđ athugun kom í ljós ađ sjö ţeirra höfđu á einhverjum tíma gegnt formennsku, auk Arnars ţeir Andri Hrólfsson, Einar B. Guđlaugsson, Óli Á. Vilhjálmsson, Stefán Gíslason, Ólafur Hermannsson og Ćgir Páll Friđbertsson. Á mótinu var hvert borđ merkt međ númerum úr krossviđ sem smíđuđ voru sérstaklega fyrir keppnir milli Austurbćjar og Vesturbćjar í Eyjum uppúr 1960.

Á mótinu voru tefldar níu umferđir og efstir urđu:

1. Helgi Ólafsson 8 v. (af 9) 2.-3. Davíđ Kjartansson og Oliver Aron Jóhannesson 6˝ v. 4.-6. Stefán Bergsson, Sćvar Bjarnason og Ólafur Hermannsson 5˝ v. 7.-10. Elvar Guđmundsson, Einar B. Guđlaugsson, Vigfús Vigfússon og Hörđur Aron Hauksson 5 v.

Af úrslitunum mćtti draga ţá ályktun ađ sigur undirritađs hafi veriđ öruggur en ţađ gekk á ýmsu. Skákin viđ Elvar Guđmundsson tók undarlega stefnu ţegar sóknartilburđir svarts virtust vera ađ renna út í sandinn og Elvar međ tvćr drottningar á borđinu:

90 ára afmćlismót TV; 4. umferđ:

Elvar Guđmundsson – Helgi Ólafsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Bd3 Bxd3 7. Dxd3 Rbd7 8. O-O Be7 9. e4 dxe4 10. Rxe4 Rxe4 11. Dxe4 O-O 12. b3 a5 13. Bb2 a4 14. Hfd1 Db6 15. Dc2 Bf6 16. g3 Hfd8 17. Kg2 h6 18. Hd3 axb3 19. axb3 Hxa1 20. Bxa1 Da6 21. Bc3 Ha8 22. Hd1 b5 23. d5 cxd5 24. Ha1 Db7 25. Hxa8+ Dxa8 26. Bxf6 Rxf6 27. cxb5 Da7 28. Dc8+ Kh7 29. Da6 Dc5 30. Dc6 Db4 31. b6 Re4 32. Dc7 Dxb3 33. b7 Db2

G44107DUL34. Rd2!

„Elvar bombađi riddaranum ofan í bćđi drottningu og riddara Helga. Sú sleggja knúđi fram unniđ tafl,“ stóđ skrifađ á skak.is.

34. ... Dxd2 35. Df4! De2 36. b8(D) Rd2!

Hótar 37. .. Df1 mát.

37. h4 Df1+ 38. Kh2 De2 39. Dxf7!

Best en ég átti allt eins von á 39. g4 f5 međ hugmyndinni 40. gxf5? e5! o.s.frv.

39. ... Rf3+

Kóngurinn á tvćr leiđir – önnur leiđir til sigurs – hin til glötunar!

40. Kh3?

40. Kg2! vinnur.

40. ... Df1+ 41. Kg4 Rh2+! 42. Kh5 De2+ 43. f3 Dxf3+ 44. Dxf3

Og hér héldu margir ađ svartur yrđi ađ taka drottninguna en ţá kom...

44. ... g6 mát!

G44107DUPÓvćnt endalok. Lokastađan á síđasta orđiđ um 90 ára afmćlismót Taflfélags Vestmannaeyja.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. september 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Korpúlfar - nýr öldungaklúbbur í Grafarvogi

KORPÚLFAR ađ tafli

Félag eldri borgara í Grafarvogi - KORPÚLFARr - (stofnađ 1998) heldur uppi mikilli félagsstarfsemi ţar um slóđir. Ađsetur ţess er nú í hinni glćsilega félagsmiđstöđ BORGUM (á vegum Reykjavíkurborgar) viđ Spöngina, ađalverslunarmiđstöđ hverfisins.

Hlynur Smári Ţórđarson - ese 1.10.2013 07-18-16.2013 07-18-16Ađ frumkvćđi Hlyns Smára Ţórđarsonar (mágs Ingvars Ásmundssonar, heitins) í samráđi viđ Sesselju Eiríksdóttur, formanns Korpúlfa, var bryddađ ţar upp á taflmennsku  í fyrravetur. Nú hafa skákmót eldri borgara veriđ gerđ ađ föstum liđ á dagskrá menningarhússins og verđa haldin alla fimmtudaga í vetur kl. 13 -16. Fyrsta mótiđ fór fram međ pomp og prakt nú í vikunni og var ţátttaka góđ og ađstađa öll til fyrirmyndar. Frítt kaffi og međlćti fyrir lítiđ.

Ekki verđur annađ sagt en ađ eldri skákmenn á höfuđborgarsvćđinu hafa nú nćg tćkifćri til ađ hrista af sér sleniđ og iđka heilabrot sér til heilsubótar. Geta teflt međ ÁSUM í Ásgarđi, Stangarhyl á ţriđjudögum, međ RIDDURUM í Vonarhöfn, Strandbergi, Hafnarfirđi, á miđvikudögum og nú svo međ Korpúlfum í Borgum á fimmtudögum.

Allar ţessa skákskylmingar eldri borgara hefjast kl. 13 umrćdda daga. Mótin ćttu ađ geta hentađ flestum, nema menn vilji sćkja ţau öll, auk ţess ađ tefla í KR á mánudögum og árdegis á laugardögum, ţar sem haldin eru skákmót/ćfingar allan ársins hring sem eru opin jafnt ungum sem öldnum.

KORPÚLFAR - 22.SEPT.


Skákkynning í Gerđubergi í dag

Skákakademía Reykjavíkur stendur fyrir skákkynningu í Gerđubergi í dag klukkan 13:30. Nánar má lesa um dagskránna sem hefst 13:30 hér; http://borgarbokasafn.is/is/content/sk%C3%A1k-fyrir-alla-konur-b%C3%B6rn-og-karla

Ađalfundur SA í dag

Eins og ţegar hefur veriđ auglýst verđur ađalfundur Skákfélags Akureyrar haldin í Skákheimilinu laugardaginn 24. september kl. 13.00. Ţar verđa stunduđ venjuleg ađalfundarstörf, s.s. skýrsla stjórnar og afgreiđsla reikninga. Einnig skal kjósa stjórn...

Minningarmót um Guđmund Arnlaugsson fer fram á sunnudaginn - enn hćgt ađ skrá sig!

Í tilefni 50 ára afmćlis Menntaskólans viđ Hamrahlíđ verđur verđur haldiđ minningarmót um Guđmund Arnlaugsson, fyrrum rektor skólans, sunnudaginn 25. september. Skákmótiđ er síđasti viđburđur afmćlisdagskrár sem nćr yfir dagana 19.–25. september....

Andri Freyr efstur á Haustmóti SA

Önnur umferđ Haustmóts Skákfélags Akureyrar fór fram í gćrkveldi. Andri Freyr Björgvinsson er efstu rmeđ fullt hús. Úrslitin í gćrkvöldi urđu sem hér segir: A-úrslit: Andri-Hreinn 1-0 Elsa-Jón Kristinn 0-1 Sigurđar 1/2 B-úrslit: Haki-Fannar 1-0...

Ţorsteinn nýr formađur Hugins

Ađalfundur skákfélagsins Hugins fór fram í gćrkvöld bćđi í Reykjavík og Reykjadal í gegnum fjarfundarbúnađ. Bar ţar helst til tíđinda ađ Ţorsteinn Ţorsteinsson var kjörinn nýr formađur skákfélagsins Hugins og tekur viđ af Hermanni Ađalsteinssyni sem...

Skákţáttur Morgunblađsins: Sögulegur sigur Bandaríkjamanna

Bandaríkjamenn unnu sögulegan sigur í opnum flokki Ólympíuskákmótsins í Bakú á ţriđjudaginn ţegar liđiđ vann öfluga sveit Kanada, 2˝:1˝, en keppinautar ţeirra Úkraínumenn unnu einnig. Bandaríkjamenn og Úkraínumenn hlutu 20 stig en ţeir fyrrnefndu voru...

Ţorvarđur á hvínandi siglingu í Haustmótinu

Blásiđ var í herlúđra í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur í gćr ţegar 2.umferđ Haustmótsins var tefld. Óvćnt úrslit litu dagsins ljós og línur eru farnar ađ skýrast eilítiđ í toppbaráttu flokkanna ţriggja. A-flokkur Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2184)...

Minningarmót um Guđmund Arnlaugsson fer fram á sunnudaginn

Í tilefni 50 ára afmćlis Menntaskólans viđ Hamrahlíđ verđur verđur haldiđ minningarmót um Guđmund Arnlaugsson, fyrrum rektor skólans, sunnudaginn 25. september. Skákmótiđ er síđasti viđburđur afmćlisdagskrár sem nćr yfir dagana 19.–25. september....

Davíđ Kjartansson sigrađi á Meistaramóti Hugins - aukakeppni um meistaratitilinn

Davíđ Kjartansson (2356) sigrađi á Meistaramóti Hugins sem lauk síđastliđiđ mánudagskvöldi. Davíđ hlaut 6˝ vinning í 7 skákum og var ótvírćtt bestur á mótinu og vel ađ sigrinum kominn. Taflmennska hans var heilt yfir heildstćđ og mistök fá ţannig ađ hann...

Kringluskákmótiđ fer fram í dag

Kringluskákmótiđ 2016 fer fram fimmtudaginn 22. september, og hefst ţađ kl. 17:00 . Mótiđ fer fram í Kringlunni, en ađ mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, međ ađsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi viđ markađsdeild Kringlunnar. Gera má...

Íslandsmót ungmenna (u8-u16) fer fram 8. og 9. október

Íslandsmót ungmenna fer fram helgina 8.-9. október í Rimaskóla. Teflt er í fimm flokkum. Krýndir verđa 10 Íslandsmeistarar - efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm. Glćsilegar vinningar í bođi. Allir flokkar hefjast 12:00 á laugardeginum....

Frestur til ađ sćkja um styrki til SÍ rennur út um mánađarmótin

Stjórn SÍ veitir styrki til skákmenna ţrisvar á ári. Nćsta úthlutun fer fram 10. október nk. og rennur frestur til ađ sćkja um styrki nú út um mánađarmótinu. Í reglum um styrkveitingar SÍ segir međal annars: 1. Allir styrkţegar SÍ (ungir, alţjóđlegir og...

Ađalfundur SA á laugardaginn

Eins og ţegar hefur veriđ auglýst verđur ađalfundur Skákfélags Akureyrar haldin í Skákheimilinu laugardaginn 24. september kl. 13.00. Ţar verđa stunduđ venjuleg ađalfundarstörf, s.s. skýrsla stjórnar og afgreiđsla reikninga. Einnig skal kjósa stjórn...

Kringluskákmótiđ fer fram á morgun

Kringluskákmótiđ 2016 fer fram fimmtudaginn 22. september, og hefst ţađ kl. 17:00 . Mótiđ fer fram í Kringlunni, en ađ mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, međ ađsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi viđ markađsdeild Kringlunnar. Gera má...

Ađalfundur Hugins haldinn í kvöld

Ađalfundur skákfélagsins Hugins verđur haldinn í húsnćđi Sensu hf. ađ Ármúla 31 í Reykjavík miđvikudagskvöldiđ 21. september kl 20:00. Félagsmenn fyrir norđan verđa í húsnćđi Seiglu í Reykjadal. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundarbúnađ. Dagskrá:...

Björn Ţorsteinsson látinn

Björn Ţorsteinsson er látinn en hann lést 15. september sl. 76 ađ aldri. Björn var lengi vel einn sterkasti skákmađur landsins. Hann varđ Íslandsmeistari 1967 og 1975. Björn tefldi fjórum sinnum međ ólympíuliđi Íslands á árunum 1962-1976. Áriđ 1964...

Úrslit Hautsmóts SA hafin - óvćnt úrslit!

Úrslitin í Haustmóti Skákfélags hófust í sl sunnudag. Teflt er í tveimur sex manna riđlum A-úrslit og B-úrslit. Fyrstu umferđinni lauk ţannig: A-úrslit Jón Kristinn-Andri Freyr 0-1 Elsa-Sigurđur Arnar 0-1 Hreinn-Sigurđur Eiríks 1-0 B-úrslit Haki-Hilmir...

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chess.com

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.9.): 371
 • Sl. sólarhring: 1141
 • Sl. viku: 8008
 • Frá upphafi: 7877591

Annađ

 • Innlit í dag: 228
 • Innlit sl. viku: 4614
 • Gestir í dag: 196
 • IP-tölur í dag: 184

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband