Leita í fréttum mbl.is
Embla

Jólapakkamót Hugins fer fram 18. desember

Jólapakkaskákmót Hugins verđur haldiđ sunnudaginn 18. desember nk. í Álfhólsskóla (Hjallaskóli Álfhólsvegi 120). Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ. Mótiđ er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 19. skipti en ţađ var fyrst haldiđ fyrir jólin 1996. Síđan hefur ţađ veriđ haldiđ nánast á hverju ári og hefur alltaf veriđ eitt fjölmennasta skákmót ársins.

Keppt verđur í allt ađ 6 flokkum:

 • Flokki fćddra 2001-2003
 • Flokki fćddra 2004-2005
 • Flokki fćddra 2006-2007
 • Flokki fćddra 2008-2009
 • Flokki fćddra 2010 síđar
 • Peđaskák fyrir ţau yngstu

Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig.


Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram á mánudaginn

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 5. desember kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. Ennfremur er ţetta líka afmćlisskákmót Hauks Halldórssonar sem verđur 50 ára ţann 7 desember.Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Í hléi verđur bođiđ upp á kaffi og veitingar.

Allir velkomnir á međan húsrúm leyfir.

 


Vignir Vatnar atskákmeistari Reykjavíkur

Clipboard01

Vignir Vatnar Stefánsson sigrađi örugglega á Atskákmóti Reykjavíkur sem fram fór síđast liđiđ ţriđjudagskvöld. Vignir Vatnar var búinn ađ tryggja sér sigurinn fyrir síđustu umferđ en lét ekki ţar stađar numiđ heldur sigrađi Örn Leó Jóhannsson í lokaumferđinni og vann ţar međ mótiđ međ fullu húsi vinninga sex samtals í jafn mörgum skákum. Ţrátt fyrir vaska frammistöđu á skákmótum síđustu mánuđi ţá koma sigurinn nokkuđ á óvart ţví međal keppenda var ríkjandi atskákmeistari Reykjavíkur Guđmundur Kjartansson alţjóđlegur meistari, nýkominn frá Fćreyjum,  ţar sem hann sigrađi á alţjóđlegu skákmóti í Rúnavík. Vignir Vatnar var einnig ţátttakandi í skákmótinu í Rúnavík og stóđ sig sömuleiđis vel og fór yfir 2400 skákstig međ frammistöđunni ţar. Ađ ţessu sinni var ţađ hins vegar Vignir Vatnar sem sigrađi á mótinu.

Nćstir jafnir međ 4,5 vinninga komu Guđmundur Kjartansson og Dagur Ragnarsson. Guđmundur hćrri ađ stigum í öđru sćti og Dagur í ţví ţriđja. Ţeir tveir voru einnig í efstu sćtum í fyrra ásamt Hörvari Steini Grétarssyni og ţá ţurfti lokakeppni til ađ úrskurđa um titilinn eins og reyndar oft hefur ţurft í ţessu móti.

Vigfús Ó. Vigfússon varđ efstur Huginsmanna í mótinu og ţví atskákmeistari Hugins.

Lokastađan í Chess-results.


Myndin um Magnus - 5 stjörnur af 5 mögulegum!

Í dag hófust í Háskólabíó sýningar á myndinni Magnus sem fjallar um heimsmeistarann í skák. Ţar er honum fylgt ţví frá ţví hann er krakki og fram til ţess er ađ varđ heimsmeistari í skák fyrir ţremur árum síđan. Ritstjóri sá myndina í gćr og telur óhćtt...

Ţriđja mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna hefst í dag

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ. Mót syrpunnar í vetur verđa fimm talsins og hefur umferđum hvers móts veriđ fjölgađ í sjö. Ţriđja mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 2....

Magnus Carlsen heimsmeistari í skák!

Norđmađurinn Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák. Ţađ er var ljóst eftir spennandi og afar skemmtilegan lokapunkt einvígisins sem fram fćr í gćrkveldi. Mikil tilhlökkun var hjá íslenskum skákmönnum sem fjölmenntu í opiđ hús í Skáksambandi Íslands. Ţar...

Rimaskóli sigursćll á Jólaskákmóti TR og SFS

Um nýliđna helgi leiddu Taflfélag Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar saman riddara sína og blésu til hins árlega Jólaskákmóts grunnskóla borgarinnar. Hátt í 150 börn settust ađ tafli í 33 skáksveitum og sköpuđu börnin einstakt...

Góđ frammistađa Henriks á HM öldunga

Í gćr lauk heimsmeistaramóti öldunga í Marianzske Lazne í Tékklandi. Henrik Danielsen (2477) var međal keppenda í flokki 50 ára og eldri og stóđ sig vel. Henrik hlaut 8 vinninga í 11 skákum og varđ í 4.-9. sćti. Tók fjórđa sćtiđ eftir stigaútreikning....

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús tapađi og mćtti ekki á blađamannafund

Sigur rússneska áskorandans Sergei Karjakin međ svörtu í áttundu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu í New York setur spádóma um úrslitin í uppnám; stađan er nú 4˝:3˝ Karjakin í vil og ađeins fjórar skákir eru eftir af einvíginu. Magnús Carlsen var...

Opiđ hús hefst í SÍ kl. 18:45

Í kvöld ráđast úrslitin í heimsmeistaraeinvígi Carlsen (2853) og Karjakin (2772). Eftir tólf skákir er stađan 6-6 og ráđast ţví úrslitin í bráđabanaeinvígi ţeirra á milli ţar sem fyrst eru tefldar fjórar atskákir og síđan hrađskákir ef enn verđur jafnt....

Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út og taka ţau gildi á morgun 1. desember Hannes Hlífar Stefánsson (2570) er sem fyrr stigahćsti skákmađur landsins. Bjarki Freyr Bjarnason (1731) er langstigahćstur fjögurra nýliđa. Vignir Vatnar Stefánsson hćkkar...

TM-mót Skákfélags Reykjanesbćjar fer fram 10.-11. desember

Skákfélag Reykjanesbćjar í samstarfi viđ Tryggingamiđstöđina TM bjóđa unglingum og börnum fćddum 2000 og síđar á glćsilegt sex umferđa kappskákmót međ svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik. Einungis börn sem ekki hafa náđ...

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram á mánudaginn

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 5. desember kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. Ennfremur er ţetta líka afmćlisskákmót Hauks Halldórssonar sem verđur 50 ára ţann 7 desember.Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Í hléi verđur...

Opiđ hús í SÍ á morgun - fylgst međ heimsmeistaraeinvíginu!

Á morgun ráđast úrslitin í heimsmeistaraeinvígi Carlsen (2853) og Karjakin (2772). Eftir tólf skákir eru stađan 6-6 og ráđast ţví úrslitin í bráđabanaeinvígi ţeirra á milli ţar sem fyrst eru tefldar atskákir og síđan hrađskákir ef enn verđur jafnt....

Hrađskákmót Garđabćjar fer fram 5. desember

Hrađskákmót Garđabćjar og verđlaunaafhending fyrir Skákţing Garđabćjar fer fram 5. desember kl. 20.00. Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst) Fyrstu verđlaun 15 ţús. kr. Ađalverđlaunum er skipt eftir Hort-kerfinu. Aukaverđlaun: Efsti TG-ingur...

Kennari verđur skákkennari: Heimsókn til Vestmannaeyja

Verkefni Skáksambandsins og mennta- og menningarmálaráđuneytisins, Skák eflir skóla - kennari verđur skákkennari hefur gengiđ vel í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum. Sćfinna Ásbjörnsdóttir kennari í fjórđa bekk tekur ţátt í verkefninu fyrir hönd...

Litlaust jafntefli í lokaskákinni - teflt til ţrautar annađ kvöld

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ lokaskák heimsmeistaraeinvígis ţeirra Carlsen (2853) og Karjakin (2772) hafi valdiđ miklum vonbrigđum. Samiđ var jafntefli eftir 30 leiki og ađeins 35 mínútna taflmennsku. Langlitlausasta skákin hingađ til og ljóst ađ...

Atskákmót Reykjavíkur fer fram í kvöld

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hugins, suđursvćđi hefur veriđ frestađ til ţriđjudagsins 29. nóvember nk. Mótiđ átti upphaflega ađ fara fram á mánudagskvöldiđ en lokaskák heimsmeistaraeinvígis Carlsen og Karjakin er á mánudagskvöldiđ svo...

Ţriđja mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna fer fram helgina 2.-4. desember

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ. Mót syrpunnar í vetur verđa fimm talsins og hefur umferđum hvers móts veriđ fjölgađ í sjö. Ţriđja mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 2....

Nansý međ öruggan sigur á fjölmennu TORG-skákmóti Fjölnis

Systkinin Nansý og Joshua Davíđsbörn í Rimaskóla urđu í efstu sćtum á TORG skákmóti Fjölnis sem fram fór í 14. sinn í hátíđarsal Rimaskóla. Systkinin voru efst fyrir síđustu umferđ, tefldu úrslitaskák sem lauk međ stuttu jafntefli. Bćđi komust ţau...

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (3.12.): 997
 • Sl. sólarhring: 998
 • Sl. viku: 19230
 • Frá upphafi: 7967888

Annađ

 • Innlit í dag: 653
 • Innlit sl. viku: 11611
 • Gestir í dag: 442
 • IP-tölur í dag: 415

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband