Leita í fréttum mbl.is
Embla

Héđinn Steingrímsson Íslandsmeistari í skák eftir sannfćrandi sigur á Hjörvari

Hjörvar og Héđinn

Héđinn Steingrímsson er Íslandsmeistari í skák 2015 eftir sannfćrandi sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í lokaumferđ Íslandsmótsins í skák sem fram fer í Hörpu í dag. Héđinn hlaut 9,5 í 11 skákum sem er frábćrt skor í svo sterku móti. Frammistađa hans samsvarađi 2763 skákstigum og hćkkar hann um 29 skákstig fyrir hana. Héđinn vann sjö síđustu skákirnar!

Ingvar Ţór Jóhannesson skýrir skákina á ensku á heimasíđu mótsins.

Ţetta er ţriđji Íslandsmeistaratitill Héđins. Hann vann fyrst mótiđ áriđ 1990, sem ţá fór fram í Höfn í Hornafirđi, ţá ađeins 15 ára. Ţađ er met sem enn stendur og verđur seint slegiđ. Hann endurtók leikinn áriđ 2011 á Eiđum. 

Hjörvar Steinn hlaut 8 vinninga og varđ annar. Mjög góđur árangur hjá Hjörvari einnig. Átta vinningar hafa oft dugađ til vinnings á Íslandsmótinu en svo varđ ekki í ár. 

Hannes Hlífar Stefánsson og Jón L. Árnason urđu jafnir í 3.-4. sćti međ 6,5 vinning. Ţađ er ţegar ljóst ţótt enn sé tveimur skákum ólokiđ í umferđinni. Mjög góđur árangur hjá Jóni sem var ađ tefla á sínu fyrsta Íslandsmóti í 24 ár! Hannes, sem er sigursćlastur allra í sögu Íslandsmótanna međ 12 titla, hefđi örugglega vilja gera betur. Hann var ţó sá eini sem vann Héđin.

Einar Hjalti Jensson varđ fimmti međ 6 vinninga. Afar góđur árangur hjá honum sem tryggđi sér ţar međ sinn lokaáfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Lokahóf mótsins fer fram í Smurstöđinni í Hörpu og verđur milli 19-21 í kvöld. Ţangađ eru allir 18 og eldri velkomnir til ađ fagna nýjum Íslandsmeistara og til ađ hitta ađra skákáhugamenn og gera sér góđan dag. Tilbođsverđ á barnum fyrir ţá sem ţađ kjósa. 

Ítarleg umfjöllun um Íslandsmótiđ verđur í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.


Lokaumferđin hefst kl. 13 - hrein úrslitaskák Héđins og Hjörvars

Lokaumferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 13 í dag. Héđinn Steingrímsson er efstur međ 8,5 vinning og Hjörvar Steinn Grétarsson er annar međ 8 vinninga. Ţeir mćtast í dag í hreinni úrslitaskák og stýrir Hjörvar hvítu mönnunum. Hjörvar ţarf sigur til ađ tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en Héđni dugar jafntefli.

Skákáhugamenn er hvattir til ađ fjölmenna í Hörpu og fylgjast međ.

Hćgt er ađ fylgjast međ skákinni beint hér (međ vefmyndavél)

Lokahóf mótsins fer fram í Smurstöđinni í Hörpu og verđur milli 19-21 í kvöld. Ţangađ eru allir 18 og eldri velkomnir til ađ fagna nýjum Íslandsmeistara. Tilbođsverđ verđa á barnum fyrir skákáhugamenn.

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann, Hjörvar og Héđinn hófu Íslandsmótiđ međ sigri

Íslandsmeistarinn frá ţví í fyrra Guđmundur Kjartansson hóf titilvörn sína međ ţví ađ gera jafntefli viđ Henrik Danielsen í 1. umferđ Íslandsmótsins sem hófst í Hörpu á uppstigningardag. Sigur Guđmundar í fyrra kom verulega á óvart og hann er til alls vís í keppni landsliđsflokksins í ár. Mótiđ í ár vekur einkum athygli fyrir ţátttöku Jóhanns Hjartarsonar og Jóns L. Árnasonar sem hefja ţarna undirbúning sinn fyrir EM landsliđa sem fram fer hér á landi í nóvember. Ţegar dregiđ var um töfluröđ varđ útkoman ţessi:

1. Henrik Danielsen 2. Sigurđur Dađi Sigfússon 3. Jón L. Árnason 4. Héđinn Steingrímsson 5. Einar Hjalti Jensson 6. Jóhann Hjartarson 7. Lenka Ptacnikova 8. Hjörvar Steinn Grétarsson 9. Bragi Ţorfinnsson 10. Björn Ţorfinnsson 11. Hannes Hlífar Stefánsson 12. Guđmundur Kjartansson.

Jóhann, Héđinn og Hjörvar unnu fremur auđvelda sigra í 1. umferđ en Hannes Hlífar lenti í tapstöđu:

Dađi-Hannes

Sigurđur Dađi Sigfússon – Hannes Hlífar Stefánsson

Hér at hvítur gert út um tafliđ međ 21. Rxh7+ Kc7 22. Bf6 Hg8 23. De2! Kannski hefur Sigurđur ekki tekiđ eftir ţví ađ leiki svartur 23.... Dg4 er hćgt ađ taka riddarann á e5 međ skák. Hann valdi hinsvegar ađ ţráleika međ 21. Rg4+ Ke8 22. Rf6+ Kd8 23. Rg4+ og nagar sig sennilega í handarbökin fyrir ţađ.

Ţví er viđ ađ bćta ađ Friđrik Ólafsson, sem skođađi ţessa stöđu heima hjá sér, kom strax auga á leik sem „skákreiknarnir“ voru ekki međ: 21. De2! Eftir 21. ... h6 22. Be3 Db4 á hvítur nokkra góđa kosti t.d. 23. Hf4! Db8 24. Bc5! Rd7 25. Hd4 og vinnur. Ţađ sem er athyglisvert viđ ţessa stöđu ađ svartur getur bókstaflega engu leikiđ, t.d. 25. ... Dc7 26. De1! og drottningin er á leiđ til b4 eđa h4.

Ađstćđur á 8. hćđ Hörpunnar eru prýđilegar međ stórfenglegu útsýni yfir Faxaflóann, Esjuna, Akrafjall og Skarđsheiđi. Ađstađan er hinsvegar óviđunandi frá sjónarhóli áhorfenda ţar sem einungis eru sýndar fjórar skákir á sýningartjaldi {Aths. ritstj. - átti ađeins viđ í fyrstu umferđ vegna tćknimála - eftir ţađ voru allar skákir sýndar). Vonandi bćtir mótshaldarinn úr ţví. Hinsvegar er hćgt er ađ fylgjast međ öllum skákum í beinni útsendingu á netinu.

Alls hafa fimm ţátttakendur einhvern tímann orđiđ Íslandsmeistarar. Hjörvar Steinn Grétarsson sem er 22 ára gamall hefur nokkrum sinnum reynt og kannski kemur röđin ađ honum í ár. Ef ekki ţá er bara ađ vera ţolinmóđur; sá sem á flesta titla, Hannes Hlífar Stefánsson, varđ Íslandsmeistari fyrst í tólftu tilraun. Hjörvar vann sannfćrandi sigur á Einari Hjalta sem kom inn í mótiđ á síđustu stundu en Ţröstur Ţórhallsson og Stefán Kristjánsson hćttu viđ ţátttöku:

Skákţing Íslands 2015; 1. umferđ:

Einar Hjalti Jensson – Hjörvar Steinn Grétarsson

Hollensk vörn

1. d4 f5 2. c4 d6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 g6 5. g3 Bg7 6. Bg2 0-0 7. 0-0 c6

Leningrad-afbrigđi Hollensku varnarinnar nýtur mikilla vinsćlda um ţessar mundir. Svona tefldi Shkariyar Makedyarov á Reykjavíkurskákmótinu í vetur.

8. b3 Ra6 9. Bb2 Dc7 10. d5 e5 11. dxe6 Bxe6 12. Rg5 Hae8 13. Rxe6 Hxe6 14. Dc2 Rc5 15. e3 Rfe4 16. Re2 Hee8 17. b4?

Ekkert lá á ţessum leik. Gott er 17. Hfd1 eđa 17. Rd4.

17.... Bxb2 18. Dxb2 Rd3! 19. Da3 Re5 20. Hfd1 Rxc4 21. Dxa7 d5 22. Dd4 Ra3 23. Hdc1 De7 24. Rf4 Ha8 25. Rd3 Rb5 26. Db2 Ha3!

Lokar á framrás a-peđiđ og nćr yfirráđum yfir a-línunni.

27. Re1 Dg7 28. Dxg7 Kxg7 29. Rc2 Ha4 30. Bf1 Rbc3 31. Rd4 Hfa8

Einar-Hannes32. f3

Hann varđ ađ reyna 32. b5.

32.... Hxa2 33. fxe4 Hxa1 34. Hxc3 fxe4 35. Kg2 H8a3 36. Hxa3 Hxa3 37. Kf2 Kf6 38. Be2 Ha2

Međ tvö peđ yfir á hrókurinn alls kostar viđ léttu menn hvíts.

39. b5 c5 40. Rb3 b6 41. Kf1 Hb2 42. Bd1 Hxh2 43. Be2 Hh1 44. Kf2 Hb1 45. Rd2 Hb2 46. Ke1 Ke5 47. Kd1 c4

– og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. maí 2015.

Skákţćttir Morgunblađsins


Héđinn međ hálfan vinning í forskot - hrein úrslitaskák á morgun!

Stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson hefur hálfan vinning í forskot á sinn helsta keppninaut, Stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson fyrir síđustu umferđ Íslandsmótsins í skák. Héđinn vann í dag mjög góđan sigur á Lenka Ptacnikovu ţar sem hann fórnađi...

Hjörvar og Héđinn enn jafnir eftir níu umferđir

Stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Héđinn Steingrímsson slást enn um sigurinn á Íslandsmótinu í skák. Ţeir eru í forystu á mótinu međ 7,5 vinning af 9 mögulegum eftir umferđ kvöldsins og nćstu menn hafa 5 vinninga og geta ekki náđ ţeim ađ...

Kapphlaupiđ um Íslandsmeistaratitilinn heldur áfram kl. 17 í Hörpu

Níunda umferđ Íslandsmótsins í skák fer fram í kvöld og fara úrslitin senn ađ ráđast í kapphlaupi Héđins Steingrímssonar og Hjörvars Steins Grétarssonar um Íslandmeistaratitilinn. Héđinn Steingrímsson (2532) teflir viđ Jóhann Hjartarson (2566) í kvöld en...

Kapphlaup Hjörvars og Héđins heldur áfram - hafa tveggja vinninga forskot

Kapphlaup Hjörvars Steins Grétarssonar (2561) og Héđins Steingrímssonar (2532) um Íslandsmeistaratitilinn heldur áfram en ţeir unnu báđir í dag. Hjörvar vann Henrik Danielsen (2520) en Héđinn lagđi Einar Hjalta Jensson (2359) ađ velli. Ţeir hafa tveggja...

Júlíus hrađskákmeistari öđlinga

Júlíus Friđjónsson (2153) sigrađi á hrađskákmóti öđlinga sem fram fór´i gćr. Ţorvarđur F. Ólafsson (2222) varđ annar eins og á ađalmótinu. Pálmi R. Pétursson (2226) varđ ţriđji međ 5 vinninga. Jafnframt fór fram verđlaunaafhending fyrir ađalmótiđ. Ţar...

Hjörvar og Héđinn ađ stinga af - Hjörvar vann Hannes - óvćnt úrslit

Óvćnt úrslit settu svip sinn á sjöundu umferđ Íslandsmótsins í skák í kvöld. Sigurđur Dađi Sigfússon vann Jóhann Hjartarson og Lenka Ptácníková hafđi betur gegn Henrik Danielsen. Árangur Lenku gegn stórmeisturunum hefur veriđ afar eftirtektarverđur á...

Jóhann Arnar Finnsson skákmeistari Rimaskóla 2015

Skákmót Rimaskóla var haldiđ í 22. sinn og var mótiđ ađ ţessu sinni bođsmót sem rúmlega 20 nemendum skólans var bođiđ ađ taka ţátt í. Sextán nemendur ţáđu bođiđ og tefldu sex umferđa mót undir stjórn Björns Ívars Karlssonar skákkennara skólans....

Björgvin efstur á síđasta skákdegi Ása.

Björgvin Víglundsson sigrađi á síđasta hefđbundna skákdegi okkar á ţessum skákvetri. Björgvin fékk 8 vinninga í gćr. Björgvin hefur ţá sigrađ tuttugu og ţrisvar sinnum af tuttugu og sjö skákdögum á ţessari vertíđ. Á síđustu helgi fóru tólf skáköđlingar...

Íslandsmótiđ í skák: Sjöunda umferđ hefst kl. 14 í dag - ath. fyrr en venjulega

Sjöunda umferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 14 eđa heldur fyrr en venjulega. Hjörvar Steinn Grétarsson og Héđinn Steingrímsson eru efstir á mótinu međ 4˝ vinning og Hannes Hlífar Stefánsson ţriđji međ 4 vinninga. Hjörvar og Hannes mćtast í dag. Á síma...

Hrađskákmót öđlinga fer fram í kvöld

Hrađskákmót öđlinga fer fram kvöld í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Mótiđ hefst kl. 19.30 og er opiđ fyrir alla 40 ára (á árinu) og eldri. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mín. umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verđlaunaafhending fyrir...

Hjörvar og Héđinn efstir á Íslandsmótinu - enn ein spennuumferđin

Enn ein spennuumferđin var í kvöld á Íslandsmótinu í skák ţegar sjötta umferđ fór fram í Hörpu. Hjörvar Steinn Grétarsson og Héđinn Steingrímsson unnu báđir og eru efstir međ 4,5 vinning. Hjörvar vann Björn Ţorfinnsson og Héđinn hafđi betur gegn Jóni L....

Íslandsmótiđ: Sjötta umferđ hefst kl. 17

Sjötta umferđ íslandsmótsins í skák hefst kl. 17 í dag. Spennan á mótinu er gríđarleg og ađeins munar einum vinningi á keppendum í fyrsta og áttunda sćti. Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Héđinn Steingrímsson eru efstir međ 3˝ og...

Tómas Veigar sigrađi á Coca Cola móti SA

Árlegt Coca-Cola hrađskákmót Skákfélags Akureyrar fór fram nýlega í salarkynnum SA í Íţróttahöll Akureyringa. 14 skákkempur á öllum aldri mćttu til leiks og háđu lauflétta baráttu í nafni gosdrykkja framleiđandans í alls 13 umferđum. Eftir 13 umferđir...

Hannes, Hjörvar og Héđinn efstir eftir gríđarlega spennandi umferđ - Jóhann vann Hannes

Fimmta umferđ Íslandsmótsins í skák bauđ upp á magnţrungna spennu. Jóhann Hjartarson vann Hannes Hlífar Stefánsson í mjög vel tefldri skák sem bauđ upp á gríđarlega spennu. Hjörvar Steinn Grétarsson vann mikinn seiglusigur á Braga Ţorfinnssyni. Héđinn...

Fimmta umferđ landsliđsflokks hefst kl. 17 í dag Hörpu - Jóhann og Hannes mćtast

Fimmta umferđ Íslandsmótsins í skák hefst kl. 17 í dag í Háuloftum í Hörpu. Umferđir helgarinnar voru gríđarlega spennandi og sviptingarsamar. Bannađ er ađ semja jafntefli innan 30 leikja sem eykur baráttu og spennustig. Ólafur H. Ólafsson, sem er bćđi...

Lagabreytingartillögur fyrir ađalfund TR

Hér ađ neđan er lagt fram skjal međ lagabreytingatillögum fyrir ađalfund Taflfélags Reykjavíkur. Félagsmenn eru vinsamlega beđnir um ađ kynna sér tillögurnar en ţćr ţarf ađ auglýsa a.m.k. 14 dögum fyrir ađalfund. ľ atkvćđa ţarf á ađalfundi til ađ heimilt...

Ađ bćta úr skák - Viđtal viđ Hermann Ađalsteinsson

Eftirfarandi viđtal eftir Orra Pál Ormarsson viđ Hermann Ađalsteinsson, formann Skákfélagsins Hugins, birtist í sunnudagsmogganum 10. maí sl. ----------- Áriđ 2005 stofnađi Hermann Ađalsteinsson, fiskeldisfrćđingur og bóndi, ellefu manna skákfélag norđur...

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands.  Netfang ritstjóra er frettir@skaksamband.is

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Spurt er

Hver verður Íslandsmeistari 2015?

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.5.): 270
 • Sl. sólarhring: 3977
 • Sl. viku: 20226
 • Frá upphafi: 7212900

Annađ

 • Innlit í dag: 115
 • Innlit sl. viku: 8971
 • Gestir í dag: 105
 • IP-tölur í dag: 102

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband