Leita í fréttum mbl.is
Embla

Sameining Vinaskákfélagsins og Áttavilltra

krókur

Vinaskákfélagiđ og Áttavilltir hafa ákveđiđ ađ sameinast. Á nćsta keppnistímabili á Íslandsmóti skákfélaga munu ţessi félög tefla og starfa sem sameinađ félag ţ.e. Vinaskákfélagiđ og kennitölu ţess. Forsetar félaganna sem og ađrir félagsmenn og konur, voru einróma sammála sameiningunni. Munu ţessi félög koma enn sterkari til leiks undir sameinuđum hatti, bćđi í keppni og ekki síđur í útbreiđslustarfi skákarinnar. Kjörorđ sameinađs félags er "Viđ erum ein fjölskylda"


Dagur og Oliver Aron efstir á Meistaramóti Skákskóla Íslands - GAMMA ađalstyrktarađili mótsins

P1040230

Félagarnir úr Rimaskóla, Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson gerđu jafntefli í fjórđu umferđ Meistaramóts Skákskóla Íslands sem hófst á föstudaginn en lýkur á morgun, sunnudag. Ţeir deila efsta sćti međ 3˝ vinning en í 3. sćti er Gauti Páll Jónsson međ 3 vinninga og í 4.-7. sćti sćti eru Bárđur Örn Birkisson, Björn Hólm Birkisson, Róbert Luu og Jón Trausti Harđarson allir međ 2˝ vinning.  

P1040237

Meistaramótiđ fer ađ ţessu sinni fram í tveimur hlutum en um síđustu helgi sigrađi Stefán Orri Davíđsson í flokki keppenda međ 1600 elo stig og minna.

P1040243

Alls tefla 17 skákmenn  í sterkari flokknum og er mótiđ afar vel skipađ en keppt er um fjögur farmiđaverđlaun, sem koma í hlut tveggja efstu manna og einnig eins keppenda í styrkleikaflokkum 1600 – 1800 elo og í styrkleikaflokknum 1800 – 2000 elo. Tímamörk eru 90 30 og verđa tefldar sex umferđir. Ađalstyrktarađili mótsins er GAMMA og mun einn stofnenda fyrirtćkisins, Agnar Tómas Möller, afhenda verđlaun strax ađ móti loknu á morgun.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.


Skákţáttur Morgunblađsins: Navara efstur á Evrópumóti einstaklinga

P1040134

Eftir sjöundu umferđ Evrópumóts einstaklinga sem lauk á fimmtudaginn í bćnum Gjakova í Kosovo voru Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson og Guđmundur Kjartansson allir međ 4 vinninga og voru í 69.-116. sćti af 245 keppendum. Björn Ţorfinnsson var ţrepi neđar međ 3 ˝ vinning. Ađeins međ góđum endaspretti geta ţeir náđ háu sćti en tefldar verđa ellefu umferđir. Keppendalistinn sýnir svo ekki verđur um villst ađ mótiđ er geysisterkt ţó ađ sundurgreining á frammistöđu okkar manna leiđi í ljós ađ ţeir sigrar sem dregnir hafa veriđ í land koma úr viđureignum viđ mun stigalćgri skákmenn; Hannes Hlífar hefur ţar gert best međ sigri á Svisslendingnum Gabriel Gaehwiler sem er ţó ađeins međ 2352 elo-stig.

Tékkinn David Navara var fyrir umferđina í gćr efstur ásamt Rússanum Ernesto Inarkiev en báđir voru međ 6 vinninga af sjö mögulegum. Ţar á eftir komu sex skákmenn međ 5 ˝ vinning. Prúđmenniđ Navara er magnađur skákmađur. Í eftirfarandi skák bregđur hann nýju ljósi á vinsćlt afbrigđi Caro-Kann varnar:

EM einstaklinga 2016, 5. umferđ:

Sergei Zhigalko – David Navara

Caro-Kann vörn

1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 c5 6. Be3 cxd4 7. Rxd4 Re7 8. Rd2 Rbc6 9. R2f3 Be4 10. O-O Bxf3 11. Rxf3 Dc7 12. Bf4?!

Ekki er víst ađ nauđsynleg sé ađ valda ţetta peđ.

12. ... Rg6 13. Bg3 O-O-O 14. c4 h5!

Gallinn viđ stöđu biskupsins á g3 kemur strax í ljós og ţađ á ekkert eftir ađ lifna yfir honum ţađ sem eftir lifir skákar.

15. h4 Kb8 16. cxd5 Hxd5 17. Da4 Be7 18. Hfd1 Hhd8 19. Hxd5 Hxd5 20. De4 Db6 21. Bc4 Hd8 22. b3 Rd4 23. Hd1 Rf5!

G4EVNLCILipurlega stígur riddarinn dansspor til vinstri. Beina hótunin er 24. ... Rxg3.

24. Hxd8+ Dxd8 25. Be2 Da5 26. a4 Bc5 27. Kh2 Db6 28. a5?

Ţó ađ hvíta stađan sé vissulega erfiđ var óţarfi ađ henda ţessu peđi frá sér. Hćgt var ađ berjast međ 28. Dd3 eđa 28. Rg5.

28. ... Dxa5 29. Rg5 Rxg3 30. fxg3 Da1 31. Rf3 a6! 32. Bc4 Re7 33. Dh7 Rf5!


Lokar á drottninguna og hótar 34. ... Bf2.

34. Bd3 Rh6!

og hvítur gafst upp. 

Stefán Arnalds sigrađi á Öđlingamóti Ólafs Ásgrímssonar 

ÖđlingamótTaflfélag Reykjavíkur hefur um margra ára skeiđ skeiđ stađiđ fyrir skákmóti öđlinga en ţađ var hinn kunni skákdómari Ólafur Ásgrímsson sem hratt hugmyndinni ađ ţessu mótshaldi í framkvćmd. Nú eru 40 ár liđin síđan Ólafur steig fyrst fram á sjónarsviđiđ sem skákdómari en ţađ var á sögufrćgu Skákţingi Reykjavíkur veturinn 1976. Örlögin höguđu svo ađ Ólafur fékk frćgt og erfitt úrlausnarefni upp í hendurnar ţegar upp spratt deila milli vinanna Kristjáns Guđmundssonar og Ómars Jónssonar í A-flokki mótsins vegna galla í skákklukku. Var atburđarásin furđu lík ţeirri er Tigran Petrosjan, heimsmeistari 1963- ´69, féll á tíma í jafnteflisstöđu gegn V-Ţjóđverjanum Robert Hübner á OL í Skopje 1972 og tapađi ţar sinni einu skák á tíu Ólympíumótum frá árunum 1958 til 1978. Allar ţessar deilur eru löngu hljóđnađar og hefur Ólafur reynst farsćll skákdómari á löngum ferli.

Keppnin á öđlingamótinu var spennandi en ţátttakendur voru 27 talsins. Svo fór ađ Stefán Arnalds varđ einn efstur, hlaut 5 ˝ vinnina arf sjö mögulegum, í 2. – 4. sćti komu Ţorvarđur Ólafsson, Siguringi Sigurjónsson og Sigurđur Dađi Sigfússon međ 5 vinninga.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. maí 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Hilmir Freyr Íslandsmeistari í skólaskák í eldri flokki

Fjórir keppendur urđu efstir og jafnir í eldri flokki Landsmótsins í skólaskák sem fram fór fyrr í maí í Kópavogi. Í gćr tefldu fjórmenningarnir úrslitakeppni um sigur á Landsmótinu. Ţar hafđi Vestfirđingurinn knái, Hilmir Freyr Heimisson, sigur en hann...

Meistaramót Skákskólans yfir 1600 skákstigum hefst á morgun

Seinni hluti Meistaramóts Skákskóla Íslands fer fram um nćst helgi, dagana 27. – 29. maí. Fyrri hluti mótsins fór fram um síđustu helgi og sigrađi Stefán Orri Davíđsson. Tímamörk eru 90 30. Keppt er um sćmdarheitiđ Meistari Skákskóla Íslands en...

Einar Hjalti teflir í landsliđsflokki

Alţjóđlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson (2370) verđur međal keppenda í landsliđsflokki Íslandsmótsins í skák sem hefst í Tónlistarskóla Seltjarnarness 31. maí nk. Hann tekur sćti Stefáns Kristjánssonar. Keppendalistinn er ţví sem hér segir: SM Hjörvar...

Sjötta mót Bikarsyrpu TR 2015-16 fer fram um helgina

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram ţegar sjötta og síđasta mót syrpunnar fer fram helgina 27.-29. maí og hefst fyrsta umferđ föstudaginn 27. maí kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur veriđ fjölgađ og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ćtluđ...

Frestur til ađ sćkja um styrki til stjórnar SÍ rennur út um mánađarmótin

Stjórn SÍ veitir styrki til skákmenna ţrisvar á ári. Nćsta úthlutun fer fram 10. júní nk. og rennur frestur til ađ sćkja um styrki nú út um mánađarmótinu. Í reglum um styrkveitingar SÍ segir međal annars: 1. Allir styrkţegar SÍ (ungir, alţjóđlegir og...

Mjóddarmót Hugins fer fram 4. júní

Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 4. júní í göngugötunni í Mjódd. Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi. Á síđasta ári sigrađi Frú Sigurlaug en fyrir hana tefldi Einar Hjali Jensson. Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna...

Short sigrađi Jóhann í Flugfélagseinvígi Hróksins í Nuuk

Nigel Short bar sigurorđ af Jóhanni Hjartarsyni í ćsispennandi Flugfélagseinvígi Hróksins í Nuuk. Einvígiđ markađi upphafiđ ađ árlegri skákhátíđ í höfuđborginni, en ţetta er ţriđja ferđ liđsmanna Hróksins til Grćnlands á árinu. Asii Chemnitz Narup...

Meistaramót Skákskóla Íslands 2016 - flokkur 1600 elo og ţar yfir hefst á föstudag kl. 16

Seinni hluti Meistaramóts Skákskóla Íslands fer fram um nćst helgi, dagana 27. – 29. maí. Fyrri hluti mótsins fór fram um síđustu helgi og sigrađi Stefán Orri Davíđsson. Tímamörk eru 90 30. Keppt er um sćmdarheitiđ Meistari Skákskóla Íslands en...

Góđ stemning á Uppskerumóti TR

Uppskerumót Taflfélags Reykjavíkur fór fram síđastliđinn laugardag, en 32 krakkar á öllum aldri, sem stundađ hafa ćfingar í vetur mćttu og öttu kappi á hvítu og svörtu reitunum. Jón Ţór Lemery vann öruggan sigur, fékk fullt hús og hlaut 6 vinninga....

Sjötta mót Bikarsyrpu TR fer fram helgina 27.-29. maí

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram ţegar sjötta og síđasta mót syrpunnar fer fram helgina 27.-29. maí og hefst fyrsta umferđ föstudaginn 27. maí kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur veriđ fjölgađ og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ćtluđ...

Úrslitakeppni eldri flokks Landsmóts á fimmtudagskvöldiđ klukkan 20:00

Fjórir keppendur urđu jafnir og efstir í eldri flokki á Landsmótinu í skólaskák. Ţeir tefla úrslitakeppni á fimmtudagskvöldiđ kemur í SÍ. Tafliđ hefst klukkan 20:00. Keppendur eru: Björn Hólm Birkisson, Bárđur Örn Birkisson, Hilmir Freyr Heimisson og...

EM lokiđ: Björn vann í lokaumferđinni

Björn Ţorfinnsson (2410) vann sína skák í lokaumferđ EM einstaklinga sem fram fór í gćr í Gjakova í Kósovó. Hannes Hlífar Stefánsson (2581) og Guđmundur Kjartansson (2457) gerđu jafntefli. Héđinn Steingrímsson (2574) tapađi fyrir Evgeny Najar (2681) sem...

Héđinn vann Beliavsky og fćr lykilskák gegn Evrópumeistaranum - umferđin hefst 9:15

Stórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2574) vann gođsögnina Alexander Beliavesky (2624) í tíundu og nćstsíđustu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í gćr í Gjakova í Kósovó. Björn Ţorfinnsson (2410) tefldi viđ enn einn 50+ Kósovóbúann og vann ađ ţessu...

Stefán Orri sigrađi á Meistaramóti Skákskóla Íslands í flokki keppenda  undir  1600 elo stigum

Hinn níu ára gamli Stefán Orri Davíđsson varđ einn efstur á Meistaramóti Skákskóla Íslands í flokki keppenda undir 1600 elo stigum sem lauk í gćr, sunnudag. Stefán Orri hlaut 6 ˝ vinning úr átta skákum og varđ vinningi á undan nćsta manni. Hann var međ...

Nigel Short vann allar skákirnar seinni dag MótX-einvígisins!

Nigel Short mćtti grimmur til leiks síđari daginn í MótX-einvíginu í skák gegn Hjörvari Steini Grétarssyni, sem skipulagt var af Hróknum. Short vann allar ţrjár skákir dagsins og sigrađi í einvíginu međ 4,5 vinningi gegn 1,5. Einvígiđ var frábćr skemmtun...

Gummi vann - ađrir međ jafntefli - spennandi pörun á morgun

Guđmundur Kjartansson (2457) vann sína skák í níundu umferđ EM einstaklinga sem fram fór í Gjakova í Kósovó í dag. Hannes Hlífar Stefánsson (2581) og Héđinn Steingrímsson (2574) gerđu báđir jafntefli viđ stigaháa andstćđinga. Hannes viđ Englendinginn...

Stefán Orri efstur á Meistaramóti Skákskólans

Stefán Orri Davíđsson er efstur á Meistaramóti Skákskóla Íslands ţegar tefldar hafa veriđ fimm umferđir af átta. Stefán Orri vann Freyju Birkisdóttur í fimmtu umferđ og er međ 4˝ vinning en hann mćtir Halldóri Atla Kristjánssyni í sjöttu umferđ sem hefst...

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (29.5.): 589
 • Sl. sólarhring: 1054
 • Sl. viku: 8019
 • Frá upphafi: 7722041

Annađ

 • Innlit í dag: 356
 • Innlit sl. viku: 4832
 • Gestir í dag: 255
 • IP-tölur í dag: 238

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband