Leita í fréttum mbl.is
Embla

Minningarmót um Birgir Sigurđsson fer fram á morgun

Birgir Sigurđsson  minningarmyndasyrpa II ese 23.4.2014 20 53 44Á morgun, ţriđjudag, tefla Ásar í minningu Birgis Sigurđssonar fyrrverandi formanns félagsins. Hann lést sl. vetur 87 ára ađ aldri. Teflt er í Stangarhyl 4

Tefldar verđa níu umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Allir skákmenn 60+ velkomnir til leiks. Mótiđ byrjar á mínútunni kl. 13.00. Teflt verđur um nýjan verđlaunagrip.


Skákţáttur Morgunblađsins: Hvar varst ţú ţegar MC lék 26. Kd2?

Möguleikar Magnúsar Carlsen á ađ verja heimsmeistaratitilinn stórjukust á laugardaginn ţegar hann vann sjöttu skákina í einvíginu um heimsmeistaratitilinn. Skákin er ţegar orđin frćg vegna ótrúlegrar yfirsjónar Magnúsar sem gaf Anand kost á ađ knýja fram auđunniđ endatafl međ sáraeinfaldri leikfléttu. Blađamannafundur eftir skákina snerist eingöngu um ţessa tvo afleiki og stórmeistararnir sátu fyrir svörum eins og sakborningar viđ réttarhöld – en gáfu báđir svipađa skýringu; Magnús kvađst hafa séđ mistökin undir eins og hann lék 26. Kd2 og Anand, sem lék 26.... a4 ţegar í stađ, sá einnig um leiđ ađ tćkifćri til ađ vinna skákina og ná forystu í einvíginu hafđi ţá gengiđ honum úr greipum. Einn skákskýrandi, rússneski stórmeistarinn Peter Svidler, taldi líklegt ađ erfitt myndi reynast fyrir Anand ađ losa sig viđ stöđuna eftir 26. Kd2 úr kollinum og viđmćlandi hans, Vladimir Kramnik, tók í sama streng.

Samfélagsmiđlar loguđu ţegar Magnús var sleginn ţessari skákblindu og eitt skemmtilegasta „tístiđ“ kom frá einum landa hans sem kvađst ćtla ađ panta nokkra boli međ áletruninni : „Hvar varst ţú ţegar MC lék 26. Kd2?“

Garrí Kasparov taldi ađ ţarna hefđu sést einhverjir mestu afleikir í sögu heimsmeistaraeinvígja og vissulega er hćgt ađ rifja upp nokkra slíka, úr 11. skák hans viđ Karpov 1985, 14. skák Fischers og Spasskís 1992, 9. skák Tals og Botvinniks 1960, 6. skák Bronsteins og Botvinniks 1951, 57. Kc2 og ţannig mćtti lengi telja. En munurinn er ţó sá ađ í ţessum tilvikum lét refsingin ekki á sér standa, slagkraftur bestu skákmanna heims lét ekki ađ sér hćđa en ađ Anand skuli hafa misst af 26.... Rxe5 er til vitnis um ţá gríđarlegu taugaspennu sem fylgir einvíginu. Magnús kvađst hafa veriđ undir áhrifum ţessarar yfirsjónar lengi vel međan á skákinni stóđ og ekki teflt sem best. Anand taldi líklegt ađ vitneskjan um afleikinn hefđi truflađ sig mikiđ og hann tók nokkrar kolrangar ákvarđanir í teflanlegri stöđu og tapađi í ađeins 38 leikjum:

6. einvígisskák:

Magnús Carlsen – Wisvanathan Anand

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. c4 Rf6 6. Rc3 Bb4 7. Dd3!?

Leynivopn Magnúsar sem ákvađ ađ láta reyna á hćfni sína í opnu Sikileyjarvörninni. Algengara er 7. e5 Re4 8. Dg4 međ flókinni stöđu.

7. ... Rc6 8. Rxc6 dxc6 9. Dxd8+ Kxd8 10. e5 Rd7 11. Bf4 Bxc3+ 12. bxc3 Kc7 13. h4 b6 14. h5 h6 15. O-O-O Bb7 16. Hd3 c5 17. Hg3 Hag8 18. Bd3 Rf8 19. Be3 g6 20. hxg6 Rxg6 21. Hh5 Bc6 22. Bc2 Kb7 23. Hg4 a5 24. Bd1 Hd8 25. Bc2 Hdg8

Hvítur er búinn ađ byggja ţunga pressu en góđ áćtlun til ađ ţróa stöđuna liggur ekki á lausu, 26. Kd1 má svara međ 26.... Re7 og Magnús ţekkir manna best mikilvćgi virkrar stöđu kóngsins í endatafli og lék:

26. Kd2??

Hér kemur afleikurinn. Magnús var skelfingu lostinn ţegar hann sleppti kónginum en lét á engu bera.

GQ1T8DBF26.... a4??

„Ég átti ekki von á neinum gjöfum,“ sagđi Anand eftir skákina. En hann lék of hratt. Svarta stađan er auđunnin eftir 26.... Rxe5! 27. Hxg8 Rxc4+ 28. Kd3 Rb2+! 29. Ke2 Hxg8 o.s.frv.

27. Ke2 a3 28. f3 Hd8? 29. Ke1 Hd7 30. Bc1 Ha8 31. Ke2 Ba4 32. Be4+ Bc6

Ţađ er erfitt ađ skýra ţá ákvörđun Anands ađ láta liđsaflann á kóngsvćng lönd og leiđ međ öđru en ađ vísa í bjánahrollinn sem hlýtur ađ hafa gripiđ hann eftir 26. leikinn.

33. Bxg6 fxg6 34. Hxg6 Ba4 35. Hxe6 Hd1 36. Bxa3 Ha1 37. Ke3 Bc2 38. He7+

- og Anand gafst upp, 38.... Kc8 39. Hxh6 hótar máti borđinu og 38.... Ka6 39. Hxh6 hótar 40. Bxc5.

Stađan: Magnús Carlsen 3 ˝ : Wisvanathan Anand 2 ˝. 

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. nóvember

Skákţćttir Morgunblađsins


Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 24. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudaga í hverjum mánuđi ađ desember undanskildum og ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Björgvin og Guđmundur Íslandsmeistarar eldri skákmanna

Ţetta fyrsta Íslandsmót í eldri aldursflokkum 50+ og 65+, sem nýlokiđ er, tókst vel ađ flestra mati og umgerđ ţess glćsileg. Teflt var í Hásölum Strandbergs,safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, ţar sem RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara hefur ađsetur,...

Tvíburabrćđurnir í efstu sćtum á fjölmennu TORG-skákmóti Fjölnis

Líkt og undanfarin ár var góđ ţátttaka á TORG skákmóti Fjölnis sem haldiđ var í Rimaskóla í gćr laugardaginn 22. nóvember. Ánćgjulegt var hversu margir sterkir skákmenn frá Hugin og TR heimsóttu Grafarvoginn af ţessu tilefni en alls tóku 50...

Magnus Carlsen heimsmeistari í skák

Magnus Carlsen (2863) tryggđi sér heimsmeistaratitilinn í dag. Norđmađurinn ungi vann Vishy Anand (2792) í elleftu skák heimsmeistaraeinvígisins. Ţar međ lauk einvíginu međ sigri Magnúsar 6˝ -4˝. Anand beitti venju samkvćmt Berlínarafbrigđi spćnska...

Góđ frammistađa Hannesar og Guđmundar í Kosta Ríka

Hannes Hlífar Stefánsson og Guđmundur Kjartansson hafa undanfariđ veriđ ađ tefla í Kosta Ríka. Ţeim hefur gengiđ vel og dregiđ alţjóđleg skákstig inn í íslenskt skákhagkerfi. Hannes segir svo frá á Feisbúkk: Mótin í Costa Rica búinn vann fyrsta mótiđ međ...

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús lćtur sverfa til stáls í nćstu tveim skákum

Magnúsar Carlsen beiđ erfitt verkefni í gćr ţegar hann stillti upp međ svörtu í fimmtu skák heimsmeistaraeinvígisins í Sochi. Á undirbúningstímanum hefur Anand fundiđ góđa hernađaráćtlun ţegar hann hefur hvítt, hann hvílir kóngspeđiđ en hefur ţaulkannađ...

Atskákmót Icelandair fer fram 27. desember

Atskákmót Icelandair: Mótiđ verđur haldiđ laugardaginn 27. desember á Hótel Natura en í ár verđur mótiđ eintaklingskeppni og verđa veitt verđlaun í 3-4 flokkum. Sem fyrr verđa góđ fyrstu verđlaun eđa ferđ til Evrópu fyrir tvo. Tefldar verđa 11 umferđir...

Höfđinglegar móttökur á Hellu

Heimsókn 30 skáknemenda Rimaskóla til Grunnskólans á Hellu í sl.miđvikudag var ađ vissu leiti einstök ţar sem ađrir 30 nemendur frá Hellu tefldu viđ gestina í 8 sveita skákmóti. Ábyggilega eru engin dćmi ţess ađ svo fjölmennir hópar tveggja grunnskóla...

TORG-mótiđ hefst kl. 11

Eitt elsta barna-og unglingaskákmót landsins, TORG – skákmót Fjölnis, verđur haldiđ í 11. sinn laugardaginn 22. nóvember. Teflt verđur í hátíđarsal Rimaskóla og hefst mótiđ kl. 11:00. Ţátttakendur mćti tímanlega til skráningar. Öllum skákkrökkum á...

Carlsen fćrist nćr titlinum - jafntefli í dag

Tíundu skák heimsmeistaraeinvígisins lauk međ jafntefli. Heldur skemmtilegri skák en ţćr tveir síđustu og var t.d. ekki skipt upp á drottingum fyrr en í 18. leik! Carlsen beitti Grunfeld-vörn vegna drottningarpeđsleik Anand og ţótt Indverjinn hafi fengiđ...

Skákţáttur Morgunblađsins: Anand jafnađi metin og er til alls vís

Skákţáttur Morgunblađsins frá 13. nóvember sl. en ţeir birtast međ vikuseinkun í Morgunblađinu. Anand jafnađi metin og er til alls vís Ţađ er varla hćgt ađ halda ţví fram ađ Magnús Carlsen sé sigurstranglegri í einvígi sínu viđ Viswanathan Anand, a.m.k....

Íslandsmót eldri skákmanna - Strandbergsmótiđ fer fram á morgun

Íslandsmót eldri skákmanna sem eru 50 ára + og 65 ára + í atskák eru nú haldin í fyrsta sinn. Stefnt er ţví ađ gera ţau ađ árlegum viđburđi sem hluta af Skákţingi Íslands sem fer í mörgum flokkum eins og kunnugt er. Ákveđiđ hefur veriđ ađ stytta...

Jafntefli í örskák - Carlsen 5 - Anand 4

Tíunda skák heimsmeistaraeinvígisins var sú stysta í einvíginu nú. Tók ađeins um klukkustund. Anand beitti Berlinarvörn spćnska leiksins og virtist Carlsen býsna sáttur viđ sáttan hlut og ţrátefldi eftir ađeins 20 leiki. Stađan er nú 5-4 Carlsen í vil....

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen hefur tekiđ forystu í skákeinvíginu viđ Anand

Skákţáttir Morgunblađsins hafa hingađ til veriđ vikulega í blađinu. Í kringum heimsmeistaraeinvígiđ hefur ţeim veriđ fjölgađ og eru nú ţrisvar í viku. Ţegar stćrri skákviđburđir eru í gangi má búast viđ aukinni tíđni. Skák.is mun einnig birta ţessa...

TORG-mótiđ á laugardag

Eitt elsta barna-og unglingaskákmót landsins, TORG – skákmót Fjölnis, verđur haldiđ í 11. sinn laugardaginn 22. nóvember. Teflt verđur í hátíđarsal Rimaskóla og hefst mótiđ kl. 11:00. Ţátttakendur mćti tímanlega til skráningar. Öllum skákkrökkum á...

Magnús Magnússon efstur á Vetrarmóti öđlinga

Skagamđurinn, Magnús Magnússon (1978) er sem fyrr efstur á Vetrarmóti öđlinga. Í fjórđu umferđ, sem fram fór í kvöld gerđi hann jafntefli viđ Ţorvarđ F. Ólafsson (2213) stigahćsta keppenda mótsins. Magnús hefur 3,5 vinning. Mótiđ er afar jafnt en sex...

Haustmót yngri flokka á Akureyri

Jón Kristinn vann Haustmót yngri flokka Skákfélags Akureyrar međ fullu húsi vinninga en mótiđ fór fram um síđustu helgi. Hann er jafnframt skákmeistari SA í flokki 14-15 ára, Gunnar Breki Gíslason er skákmeistari SA í flokki 11-13 ára og Gabríel Freyr...

Íslandsmót eldri skákmanna - Strandbergsmótiđ

Íslandsmót eldri skákmanna sem eru 50 ára + og 65 ára + í atskák eru nú haldin í fyrsta sinn. Stefnt er ţví ađ gera ţau ađ árlegum viđburđi sem hluta af Skákţingi Íslands sem fer í mörgum flokkum eins og kunnugt er. Skráning fer vel af stađ en nú ţegar...

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands.  Netfang ritstjóra er frettir@skaksamband.is

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Spurt er

Hvor sigrar í heimsmeistaraeinvíginu?

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (25.11.): 61
 • Sl. sólarhring: 2499
 • Sl. viku: 12608
 • Frá upphafi: 6869446

Annađ

 • Innlit í dag: 29
 • Innlit sl. viku: 5780
 • Gestir í dag: 29
 • IP-tölur í dag: 29

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband