Leita í fréttum mbl.is
Embla

Arnar aftur formađur TV eftir 53 ára hlé!

Hinn 5. september sl. fór fram ađalfundur Taflfélags Vestmannaeyja. Fram kom ađ afkoma félagsins hefur veriđ góđ undanfarin ár, en mest púđur hefur fariđ í ţátttöku félagsins á íslandsmóti skákfélaga og höfum viđ veriđ ţar međ vaska sveit innlendra og erlendra skákmanna á okkar snćrum undir öruggri stjórn liđsstjóra okkar, Ţorsteins Ţorsteinssonar. Ţrátt fyrir alla ţessa viđleitni međ gífurlega sterkum skákmönnum, ţá tókst okkur ekki ađ landa titlinum en urđum 4 sinnum í 2 sćti og jafnoft í ţví ţriđja síđustu 11 ár, en margir myndu telja góđan árangur. Á engan er hallađ ţó segja megi ađ hitann og ţungann af A-sveitinni hafi Ţorsteinn (Stone) boriđ og er honum ţakkađ góđ störf fyrir félagiđ. Ţá er ekki úr vegi ađ ţakka hollum liđsmönnum félagsins, sem nú eru horfnir til annarra félaga, en ţetta eru ţeir ; Helgi Ólafsson GM, Björn Ívar Karlsson, Ingvar Ţór Jóhannesson, Henrik Danielsen GM, Sigurbjörn Björnsson, Kristján Guđmundsson og Björn Freyr Björnsson. Takk strákar, viđ tökum ţetta síđar !

Ţađ var ţó alltaf jafnljóst ađ sinna ţyrfti starfinu í heimahögunum, reyna ađ byggja upp starfiđ í Eyjum, lagfćra húsnćđi félagsins og greiđa niđur lán á húsnćđinu, en allt ţetta hefur ađ undanförnu setiđ á hakanum.

Ţađ var ţví tímamótaákvörđun sem tekin var í sumar ađ draga liđ okkar úr keppni í 1 deild og bakka "down to the basics" og senda skrapliđ í 4 deild. Ţađ tókst ágćtlega og ánćgjulegt ađ nokkrir strákar sem ekki hafa teflt lengi létu sjá sig og stóđu sig bara fjári vel.

Á ađalfundinum voru lagđar línur í ţessa veru. Ţegar kom ađ stjórnarkjöri kom fram ađ formađurinn, Ćgir Páll gćfi ekki kost á sér áfram, ţar sem hann er ađ flytjast búferlum frá Eyjum. Formađur var ţví kjörinn, Arnar Sigurmundsson sem hefur veriđ skođunarmađur reikninga í einhver ár eđa áratugi. Ţađ sem er athyglisvert viđ formannskjör Arnars er ađ hann var síđast kjörinn formađur í félaginu haustiđ 1962 eđa fyrir 53 árum síđan og er líklega vandfundiđ ţađ félag sem hefur á ađ skipa jafn dyggum félagsmönnum. Gott er til ţess ađ vita ađ fleiri formenn frá sjöunda áratugnum eru enn virkir í félaginu,t.d. bćđi Andri Valur Hrólfsson og Ólafur Hermannsson og enn fleiri frá áttunda áratugnum svo ekki ţarf ađ leita langt međ forystusveit á komandi árum.

Heimasíđa TV

 


Einar Hjalti efstur á Haustmóti TR eftir sigur á Braga

Alţjóđlegi meistarinn Einar Hjalti Jensson (2392) er efstur á Haustmóti TR eftir sigur á Braga Ţorfinnssyni (2414) í sjöttu umferđ sem fram fór í gćr. Einar hefur 5 vinninga. Bragi er annar međ 4˝ vinning og Oliver Aron Jóhannesson (2198) er ţriđji međ 4 vinninga auk ţess ađ eiga frestađa skák til góđa.  

Nánar á Chess-Results.

B-flokkur:

Landsliđskonan Guđlaug Ţorsteinsdóttir (1934) er efst međ 5˝ vinning en ţađ ţurfti Vigni Vatnar Stefánssn (1921) til ađ stöđva sigurgöngu hennar en ţau gerđu jafntefli í gćr. Agnar Tómas Möller (1854) er annar međ 4˝ vinning og Vignir er ţriđji međ 4 vinninga.

er óstöđvandi í b-flokki. Í gćr vann hún Bj og Siguringi Sigurjónsson (1989) eru í 3.-4. sćti međ 2˝ vinning.

Úrslit má nálgast á Chess-Results.

C-flokkur:

Gauti Páll Jónsson (1769) hefur fullt hús eftir 6 vinninga. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1843) er önnur međ 4˝ vinning. Ólafur Guđmarsson og Heimir Páll Ragnarsson (1712) koma nćstir međ 3 vinninga.

Opinn flokkur:

Alexander Oliver Mai (1242) er efstur međ 5 vinninga ţrátt fyrir ađ vera ađeins tíundi í stigaröđ 20 keppenda. Arnar Heiđarsson (1055) og Guđmundur Agnar Bragason (1354) eru nćstir međ 4˝ vinning.

Sjá nánar á Chess-Results

Nćsta umferđ verđur tefld á sunnudaginn.

 


Óskar Víkingur unglingameistari Hugins - Vignir Vatnar sigrađi á mótinu

Freyja og Óskar Víkingur

Vignir Vatnar Stefánsson sigrađi á Unglingameistaramóti Hugins sem lauk á ţriđjudaginn. Vignir Vatnar fékk 6,5 vinning í sjö skákum og ţađ var Björn Hólm Birkisson sem náđi jafntefli í nćst síđustu umferđ. Vignir Vatnar tefldi af öryggi í mótinu, lenti sjalda í vandrćđum og landađi sigrinum af öryggi. Jafnir í öđru og ţriđja sćti međ 5,5v voru ţeir brćđur Bárđur Örn Birkisson og Björn Hólm Birkisson. Fjórđi kom svo Óskar Víkingur Davíđsson međ 5v og komst hann fram úr Dawid Kolka á lokametrunum og ţar međ efstur Huginsmanna í mótinu og unglingameistari Hugins í fyrst sinn. Óskar er ungur ađ árum og getur bćtt fleiri titlum í safniđ síđar og Dawid hefur tvívegis unniđ ţennan titil ţótt nokkuđ sé um liđiđ.

Tvinnar og VVS

Vignir Vatnar var einnig í efsta sćti í flokki 12 ára og yngri en ţar var Óskar Víkingur Davíđsson í öđru sćti og Alexander Oliver Mai náđ fjórđa sćtinu međ 4v og fleiri stig en Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Baltasar Máni Wedholm Gunnarsson og Gabriel Sćr Bjarnţórsson sem einnig fengu 4v.  Stúlknameistari Hugins varđ Freyja De Lelon.

Mótshaldiđ gekk vel fyrir sig og allir keppendurnir 28 sem hófu mótiđ luku ţví nema ţrír sem tók mótiđ eins og venjulega mánudagsćfingu og  mćttu bara fyrri daginn en létu vita af ţví ađ ţeir myndu ekki mćta seinni daginn. Seinni daginn bćttist svo nýr keppandi viđ ţannig ađ alls voru ţađ 29 sem tóku ţátt í mótinu sem er međ betri ţátttöku í ţessu móti. Ţetta telst líka harla gott ţegar horft er til ţess ađ um er ađ rćđa tveggja daga mót, međ 20 mínútur í umhugsunartíma og nokkra unga ţátttakendur međ enga mótareynslu,.sem allir stóđu sig svo vel og létu deigan síga ţótt stundum blési á móti.

Nánar á Skákhuganum.

 


Elsti öldungurinn efstur hjá Ásum

Tuttugu og sex öđlingar mćttu til leiks í Stangarhyl í gćr. Ţađ sannađist í gćr ađ sumir harđna bara međ aldrinum. Sá elsti, baráttujaxlinn Páll G. Jónsson, varđ einn efstur međ átta og hálfan vinning. Páll tapađi ađeins einni skák fyrir Ţór Valtýssyni...

11. Alţjóđlega geđheilbrigđismótiđ á fimmtudagskvöld

Alţjóđa geđheilbrigđismótiđ í skák verđur haldiđ í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, fimmtudaginn 8. október kl. 20. Ţetta er ellefta áriđ í röđ sem mótiđ er haldiđ, en ţađ er eitt fjölmennasta og skemmtilegasta skákmót ársins. Mótiđ er liđur...

Áskell endurkjörinn formađur SA

Ađalfundur Skáfkfélags Akureyrar var haldinn ţriđjudagskvöldiđ 29. september sl. Áskell Örn Kárason var endurkjörinn formađur félagsins. Međ honum í stjórn voru kjörnir (verkaskipting innan sviga): Sigurđur Arnarson (varaformađur) Smári Ólafsson...

Brögđóttur Bragi í forystu á Haustmótinu eftir 5.umferđ

Félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur hýsti mikla hugsuđi sl. sunnudag er 5.umferđ Haustmóts TR var tefld. Skákmenn létu rigningarsuddann, sem lamdi rúđurnar, hvorki trufla reiknigáfu sína né innsći. Var barist fram í rauđan dauđann á öllum borđum og...

Skák eflir skóla fer vel af stađ

Skák eflir skóla hefur fariđ vel af stađ. Kennararnir í verkefninu eru mjög áhugasamir sem skiptir hvađ mestu varđandi árangur verkefnisins. Ţá hafa skólarnir nýtt styrk sinn frá Skáksambandinu í ađ endurnýja taflsettakost sinn sem skiptir miklu máli....

Vignir Vatnar efstur á Unglingameistaramóti Hugins

Unglingameistaramót Hugins (suđursvćđi) hófst í gćr međ fjórum umferđum. Vignir Vatnar Stefánsson hefur unniđ allar sínar viđureignir og er efstur eftir fyrri hlutann međ 4v.Jafnir í 2. og 3. sćti eru Dawid Kolka og Björn Hólm Birkisson međ 3,5v. Síđan...

Viltu taka ţátt í skákćvintýrinu mikla og vera sjálfbođaliđi á EM?

Bragi Halldórsson og Donika Kolica verđa međal sjálfbođaliđa á EM. Hvađ međ ţig? Skáksamband Íslands mun í vetur ráđast í eitt stćrsta verkefni íslenskrar skáksögu ţegar Evrópumeistaramót landsliđa verđur haldiđ í Laugardalshöllinni dagana 12. –...

Skákţáttur Morgunblađsins: Hörkubarátta Hugins og TR á Íslandsmóti skákfélaga

Skákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjavíkur hafa algera yfirburđi yfir önnur liđ í 1. deild Íslandsmóts Skákfélaga en fimm umferđir af níu fóru fram fyrri hluta keppninnar í Rimaskóla frá fimmtudagskvöldi og fram á sunnudag. Munurinn á liđunum er vart...

Íslandsmót unglingasveita fer fram á laugardaginn

Íslandsmót Unglingasveita 2014 verđur haldiđ ţann 10. október nćstkomandi í Garđalundi í Garđabć. (Garđaskóli) Mótiđ hefst kl. 13 og stendur líklega fram til 17. Umhugsunartími eru 15 mínútur á mann. Mótiđ er liđakeppni Taflfélaga og eru 4 í hverju liđi...

Karjakin heimsbikarmeistari

Sergei Karjakin (2753) tryggđi sér rétt í ţessu sigur á Heimsbikarmótinu í skák í Bakú í Aserbajdan. Karjakin vann einvígiđ 6-4 eftir skrautlegar skákir í dag ţar sem teflt međ styttri tímamörkum. Framlengja ţurfti einvígi ţeirra ţrisvar. Ţeir báđir hafa...

Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 5. október nk. og hefst tafliđ kl. 20:00 . Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin ađ jafnađi fyrsta og síđasta...

Unglingameistaramót Hugins hefst á morgun

Unglingameistaramót Hugins 2015 hefst mánudaginn 5. október n.k. kl. 16. 30 ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Mótinu verđur svo fram haldiđ ţriđjudaginn 6. október n.k. kl. 16. 30 . Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad kerfi. Fyrri...

Sigur á Svíum í landskeppni ungmennaliđa

Heimsókn framtíđarskákmanna Fjölnis, 10 - 23 ára, lauk í kvöld ţegar ţeir unnu sćnsku jafnaldra sína í unglingaliđi Svíţjóđar 24 - 20 í fjögurra umferđa "landskeppni" nú fyrir stundu. Fjölnisliđiđ, sem er skipađ afreksskákmönnum Rimaskóla í gegnum ótal...

Fjölnismenn međ yfirhöndina í hálfleik

Landskeppni Svíţjóđar og Íslands á Hóteli Park Inn í Uppsala er nú hálfnuđ og leiđir Ísland (Fjölnir Grafarvogi) keppnina međ tveggja vinninga forskoti 12 - 10. Íslenska liđiđ er skipađ framtíđarskákmönnum Fjölnis sem flestir hafa orđiđ...

Skákţáttur Morgunblađsins: "Eitrađa peđiđ" aftur og ţessi dularfulli hr. X

Heimsbikarmótiđ sem stendur yfir í Bakú, höfuđborg Aserbaídsjan, hefur reynst meiri ţolraun fyrir ţátttakendur en gengur og gerist á ţessum vettvangi. Ţarma er teflt um tvö sćti af átta í áskorendamótinu sem fram fer á nćsta ári. Ţó ađ kappskákirnar...

Útitafl vígt á Selfossi

F Föstudaginn 25. september sl. var útitafliđ fyrir framan Fischer-setur, Gamla-bankann á Selfossi, vígt. Guđni Ágústsson og Kjartan Björnsson fluttu stutar tölur viđ Fischer-setriđ ađ ţessu tilefni. Tefldar voru síđan tvćr vígsluskákir á útitaflinu og...

Ungmenni úr Skákdeild Fjölnis í ţjálfun og landskeppni í Uppsala

Ţađ er mikil og góđ umgjörđ í kringum heimsókn 11 afreksungmenna Skákdeildar Fjölnis til Uppsala ţessa helgi. Nú er nýhafin landskeppni viđ efnilegustu skákmenn Svía og er teflt á 11 borđum, fjórar umferđir međ 90 mín umhugsunartíma. Beinar útsendingar...

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands.  Netfang ritstjóra er frettir@skaksamband.is

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Spurt er

Hver sigrar á Haustmóti TR?

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.10.): 81
 • Sl. sólarhring: 1051
 • Sl. viku: 8977
 • Frá upphafi: 7391163

Annađ

 • Innlit í dag: 59
 • Innlit sl. viku: 4364
 • Gestir í dag: 56
 • IP-tölur í dag: 54

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband