Leita í fréttum mbl.is
Embla

Heimsbikarmótiđ: Vachier-Lagrave sló Svidler úr leik

Franski ofurstórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave var rétt í ţessu ađ slá kollega sinn, Rússann Peter Svidler úr leik í 8-manna úrslitum Heimsbikarmótsins í Tíblísi. Vachier-Lagrave hefur reynst rússneskum skákmönnum erfiđur ljár í ţúfu í mótinu ţví auk Svidlers ţá hefur hann slegiđ Alexander Grischuk og Boris Grachev úr mótinu.

Vachier-Lagrave er eflaust himinlifandi međ ţennan sigur ţví Peter Svidler hefur náđ frábćrum árangri í heimsbikarmótum í gegnum tíđina. Hann varđ heimsbikarmeistari áriđ 2011 og komst í úrslit mótsins áriđ 2015. Ţar varđ hann ađ lúta í gras gegn Sergey Karjakin eftir harđa keppni.

Maxime Vachier-Lagrave

Í dag mćtti Svidler hinsvegar ofjarli sínum í Vachier-Lagrave sem náđi ađ knýja fram sigur í atskákshluta bráđabanans. Frakkinn stýrđi hvítu mönnunum í fyrri skákinni og hafđi alltaf undirtökin í flókinni stöđu. Hann komst út í endatafl, peđi yfir, en Svidler varđist afar vel og hélt jöfnu.

Í síđari skákinni endurtóku kapparnir sérstakt afbrigđi í Enska leiknum ţar sem kóngsriddari svarts stekkur sem óđur mađur um borđiđ, í sjö af fyrstu níu leikjum afbrigđisins er riddaranum leikiđ. Vachier-Lagrave hafđi greinilega unniđ heimavinnuna sína betur ţví hann jafnađi tafliđ auđveldlega og hrisađi síđan til sín frumkvćđiđ. Ţađ lét hann aldrei af hendi og vann öruggan sigur.

Ţar međ er ljóst ađ Vachier-Lagrave mun mćta armenska stórmeistaranum Levon Aronian í undanúrslitum mótsins. Hitt einvígiđ verđur milli Bandaríkjamannsins Wesley So og Kínverjans Ding Liren.

Mikiđ er í húfi ţví ţeir tveir skákmenn sem komast í úrslit mótsins tryggja sér sćti í nćsta kandídatamóti ţar sem átta skákmenn munu tefla um réttinn til ţess ađ skora á Magnus Carlsen í einvígi um heimsmeistaratitilinn.

Heimasíđa mótsins

Skákirnar í beinni

 


Annađ mótiđ í Bikarsyrpu TR hefst 29.september

Annađ mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 29. september og stendur til sunnudagsins 1. október. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 29. september kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 30. september kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 30. september kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 30. september kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 01. október kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 01. október kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 01. október kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Nánari upplýsingar: http://taflfelag.is/bikarsyrpa-tr-heldur-afram-fostudaginn-29-september/


Skráđir keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1WeidUjiUR3feCyQidQrdHVmTMqlXnbHb2oBlyG4XVa8/edit?usp=sharing


Heimsbikarmótiđ: Aronian, Ding og So komnir í undanúrslit

Seinni skákir í 8-manna úrslitum Heimsbíkarmótsins í Tíblísi fóru fram í dag. Eftir byltur dagsins er ađeins ein viđureign sem fer í bráđabana á morgun. Ţađ er einvígi Peter Svidler gegn Maxime Vachier-Lagrave. Ţeir tefldu athyglisverđa skák í ítölskum leik og sömdu síđan jafntefli í afar tvísýnni stöđu. Líklega er Svidler međ ađeins betra tafl og ekki er ólíklega ađ hann muni sjá eftir ţví ađ hafa slíđrađ sverđin. Ţeir félagarnir tefla bráđabanann á morgun.

Ţađ vakti mikla athygli í fyrri umferđinni ţegar ungverski stórmeistarinn Richard Rapport sćttist á skiptan hlut eftir ađeins 11.leiki gegn kínverska stórmeistaranum Ding Liren. Sá ungverski hefur mögulega ćtlađ ađ freista ţess ađ komast í bráđabana en Ding var ekki á ţeim buxunum. Hann tefldi frábćra skák í dag og hafđi verđskuldađan sigur í 41.leik. Ţar međ sló hann ungverska undrabarniđ úr keppni.

DingRapport

 

Úkraínska ólíkindatóliđ, Vassily Ivanchuk, var međ bakiđ upp ađ vegg eftir skelfilega tap í fyrri skákinni gegn Aronian. Ivanchuk komst ekkert áfram gegn armenanum og mátti sćtta sig viđ jafntefli í 71.leik. Ţar međ sló Aronian Ivanchuk út úr mótinu.

Lengsta skák mótsins var viđureign Bandaríkjamannsins Wesley So og Rússans Vladimir Fedoseev. So verđur seint sakađur um ađ hafa líflegan stíl en hann teflir afar vel og á löngum töflum er stíllinn ekki ósvipađur stíl Anatolí Karpovs. Heimsmeistarainn fyrrverandi hefđi ađ minnsa kosti veriđ fullsćmdur af skák dagsins ţar sem So fékk örlitla yfirburđi snemma tafls og kreisti síđan drulluna úr andstćđingnum á lćrdómsríkan hátt.

Eins og áđur segir munu Svidler og Vachier-Lagrave tefla bráđabana á morgun. Sigurvegari ţeirrar byltu mun mćta Levon Aronian í undanúrslitum. Í hinni viđureign undanúrslitanna munu Ding Liren og Wesley So mćtast. Spennan verđur griđarlega um helgina!

Heimasíđa mótsins

 

 

 

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Tefla 10 ára gamlar íslenskar stúlkur svona vel?

Ţađ er hugsanlegt ađ rússneska stúlkan Galina Mikheeva – og trúlega ţjálfari hennar líka – hafi velt fyrir sér spurningunni sem varpađ er hér fram ađ lokinni skák sem sú rússneska tefldi viđ fulltrúa Íslands á Evrópumóti ungmenna í flokki...

Íslandsmót grunnskólasveita 2017 - stúlknaflokkur - Rimaskóli, Háteigsskóli og Álfhólsskóli Íslandsmeistarar

Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur, fyrir skólaáriđ 2016-2017, fór fram í Rimaskóla laugardaginn 16. september. Teflt var í ţremur flokkum, flokki 1.-2. bekkjar, flokki 3.-5. bekkjar og flokki 6.-10. bekkjar. Í yngsta flokknum, flokki...

Mikil spenna á Haustmótinu - Fjórir efstir

Fjórir skákmenn eru efstir og jafnir á Haustmóti Reykjavíkur eftir fimm umferđir. Ţađ eru ţeir Hjörvar Steinn Grétarsson, Einar Hjalti Jensson, Oliver Aron Jóhannesson og Jóhann H. Ragnarsson. Bođiđ var upp á fullkomiđ blóđbađ í fimmtu umferđ mótsins sem...

Haustmót SA hefst á morgun

Í ár verđur Haustmót Skákfélags Akureyrar međ nýju sniđi. Í fyrri hluta mótsins verđa tefldar atskákir, en kappskákir í síđari hlutanum. Fyrri hluti , umhugsunartími 20 mín + 10 sek. á leik: Sunnudaginn 17. september kl. 13.00, 1-4. umferđ. Fimmtudaginn...

Heimsbikarmót: Aronian tók forystuna gegn Ivanchuk

Átta manna úrslit Heimsbikarmótsins í Tíblisi í Georgíu hófust í dag ţegar fyrri skákir einvíganna fór fram. Dagurinn var frekar tíđindalítill ef undan er skilin skák armenska stórmeistarans Levon Aronian og úkraínska snillingsins Vassily Ivanchuk....

KR-Skák: Hörkumót á mánudagskvöldum

Skákvertíđin í Vesturbćnum er nú hafin fyrir alvöru. Enda ţótt ţar hafi veriđ teflt í allt sumar er nú ađ fćrast aukinn kraftur í starfsemina. Hrađskákmótiđ á mánudaginn var er gott dćmi ţar um. Slík mót er ekki heiglum hent. Tefldar voru 13 umferđir međ...

Og ţá eru eftir átta á Heimsbikarmótinu

Vladimir Fedoseev, Maxime Vachier-Lagrave, Richard Rapport, Wesley So and Peter Svidler komust áfram í 5. umferđ (8 manna úrslit) Heimsbikarmótsins í skák í gćr. MVL vann Grischuk, Wesley So lagđi heimamanninn Baadur Jobava sem erđur sárt sáknađ. Árangur...

Friđsamt á efstu borđum Haustmótsins

Einar Hjalti Jensson (2362) og Magnús Pálmi Örnólfsson (2227) eru efstir og jafnir á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur ađ loknum 4 umferđum međ 3,5 vinning. Á hćlum ţeirra međ 3 vinninga eru Hjörvar Steinn Grétarsson (2567), Ţorvarđur Fannar Ólafsson...

Vignir endađi í 18. sćti

Ekki gekk sérstaklega vel í níundu og síđustu umferđ EM ungmenna í dag. Gunnar Erik Guđmundsson (10) vann, Vignir Vatnar Stefánsson (u14) gerđi jafntefli en ađrar skákir töpuđust. Úrslit dagsins Vignir hlaut 6 vinninga og endađi í 18. sćti í sínum...

EM Ungmenna í Rúmeníu - Pistill #7

Síđasti keppnisdagur er runninn upp á EM ungmenna á Mamaia í Rúmeníu ţegar ţessi orđ eru rituđ. Síđasta umferđin er ađeins fyrr á ferđinni en hinar en tafl hófst í dag klukkan 13:00 ađ stađartíma (10:00 íslenskum). Loks fengum viđ Íslending aftur á...

Aronian, Ding og Ivanchuk komnir áfram í átta manna úrslit - teflt til ţrautar í fimm einvígum

Levon Aronain (2802), Ding Liren (2771) og Vassily Ivancuk (2727) eru komnir áfram í fimmtu umferđ (8 manna úrslit) Heimsbikarmótsins. Ding vann landa sinn Wang Hao (2701), Aronian lagđi Daniil Dubov (2666) ađ velli í 97 leikja skák. Mesta athygli vekur...

Íslandsmót grunnskólasveita - stúlknaflokkur - fer fram á laugardaginn - skráningarfrestur rennur út á miđnćtti

Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur fer fram í Rimaskóla laugardaginn 16. september kl. 11.00. Mótiđ miđast viđ skólaáriđ 2016-2017. Teflt verđur í ţremur flokkum. Fyrsti og annar bekkur (miđađ viđ skólaáriđ 2016-2017): Fimm umferđir međ...

Haustmót SA hefst 17. september

Í ár verđur Haustmót Skákfélags Akureyrar međ nýju sniđi. Í fyrri hluta mótsins verđa tefldar atskákir, en kappskákir í síđari hlutanum. Fyrri hluti , umhugsunartími 20 mín + 10 sek. á leik: Sunnudaginn 17. september kl. 13.00, 1-4. umferđ. Fimmtudaginn...

Ţrír vinningar í hús í dag - lokaumferđin á morgun

Ţrír vinningar af sex mögulegum komu í hús í dag á EM ungmenna. Bjartur Ţórisson (u8), Vignir Vatnar Stefánsson (u14) og Símon Ţórhallsson (u18) unnu sínar skákir en ađrar skákir töpuđust. Fjórđa umferđina í röđ sem íslensku keppendurnir fá 50%...

EM Ungmenna í Rúmeníu - Pistill #6

Sjöunda umferđ á Evrópumeistaramóti ungmenna lauk í gćr hér á Mamaia í Rúmeníu. Ţriđju umferđina í röđ var íslenski hópurin yfir 50% og munar ţar mestu um Jón Kristinn og Batel sem bćđi eru međ 3,5 vinning úr síđustu 4 skákum. Vignir Vatnar hefđi í raun...

Íslandsmót ungmenna (u8-u16 fer fram) 7. og 8. október

Íslandsmót ungmenna fer fram helgina 7.-8. október í Rimaskóla. Teflt er í fimm flokkum. Krýndir verđa 10 Íslandsmeistarar - efsti strákur og efsta stelpa í öllum flokkunum fimm. Glćsilegar vinningar í bođi. Allir flokkar hefjast 12:00 á laugardeginum....

Ivanchuk og Fedoseev hófu fjórđu umferđina međ sigri

Fjórđa umferđ (16 manna úrslit) Heimsbikarmótsins í skák hófst í gćr í Tbilisi í Georgíu. Sex skákum lauk međ jafntefli. Nakamura-baninn Vladimir Fedoseev (2731) vann Maxim Rodshtein (2695) glćsilega og svo vann Vassily Ivanchuk (2727) Anish Giri (2777)...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.9.): 387
 • Sl. sólarhring: 1570
 • Sl. viku: 8017
 • Frá upphafi: 8323458

Annađ

 • Innlit í dag: 236
 • Innlit sl. viku: 4474
 • Gestir í dag: 203
 • IP-tölur í dag: 181

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband