Leita í fréttum mbl.is
Embla

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Karlavígin falla

Judit Polgar tilkynnti í miđju ólympíumóti í Noregi áriđ 2014 ađ hún vćri hćtt taflmennsku og ţađ var mikill sjónarsviptir ađ brotthvarfi hennar og ekki sjá ađ stöllur hennar myndu fylla skarđiđ sem hún skildi eftir. Hún hafđi ađ vísu lent í smá hremmingum í viđureign gegn hinni kínversku Hou Yifan á opna mótinu í Gíbraltar áriđ 2012 en ein skák til eđa frá gat aldrei breytt neinu í hinni mögnuđu afrekasögu.


Í lok síđasta mánađar tókst Hou Yifan ţađ sem Judit Polgar gerđi nokkrum sinnum, ađ vinna mót skipađ nokkrum af fremstu skákmönnum heims og má fullyrđa ađ arftaki ungversku skákdrottningarinnar sé fundinn.

Ţetta var í efsta flokki hinnar árlegu skákhátíđar í Biel í Sviss en ţar tefldu 10 skákmenn og urđu úrslit ţessi: 1. Hou Yifan 6˝ v. (af 9) 2. Bacrot 6 v. 3. Harikrishna 5˝ v. 4.-7. Ponomariov, Leko, Georgiadis og Morozevich 5 v. 8. Navara 4 v. 9. Vaganian 3 v. 10. Studer 1 v.

Gott auga fyrir taktískum vendingum er ađalsmerki Hou Yifan og kom ţađ ágćtlega fram í skák hennar viđ Armenann Vaganjan, sem lítiđ hefur sést til undanfarin ár. Vaganjan virtist reka sig á ţađ sem stundum gerist međal skákmanna sem fćddir eru upp úr miđri síđustu öld ađ ţekking á byrjunum sem dugđi ágćtlega í eina tíđ virkar fremur bitlaus í dag :

Biel 2017; 8. umferđ:

Rafael Vaganjan – Hou Yifan

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 Bb7 5. 0-0 d5 6. b3 Bd6 7. Bb2

0-0 8. Re5 c5 9. De2 Rc6 10. a3 Hc8 11. Rd2

Svona tefldi Artur Jusupov í gamla daga. Uppskipti á e5 myndu alltaf styrkja stöđu hvíts en Hou Yifan leyfir honum ađ standa ţar. )

11. ... Re7 12. Had1 Dc7 13. c4 Re4 14. cxd5 Rxd2 15. Hxd2 Bxd5 16. Dh5 f5 17. Rc4 cxd4 18. Bxd4 Rg6 19. Rxd6

(Menn hvíts standa dálítiđ klaufalega einkum ţó hrókurinn á d2. En ţessi uppskipti bćta ekki stöđuna.

19. ... Dxd6 20. b4

GCB11KLVG20. ... Bxg2!

Skemmtilegur hnykkur sem byggir á valdleysi hróksins á d2.

21. Kxg2 Dxd4 22. Dxg6

Eftir 22. exd4 Rf4+ og 23. ... Rxh5 er svartur peđi yfir međ tiltölulega létt unniđ tafl.

22. ... Dd5+ 23. e4 fxe4 24. Dxe4 Dg5+

Og hrókurinn fellur. Eftirleikurinn er auđveldur ţar sem engin hćtta steđjar ađ svarta kónginum.

25. Kh1 Dxd2 26. Dxh7+ Kf7 27. Dg6+ Ke7+ 28. Dxg7+ Hf7 29. Dd4 Df4 30. Dxf4 Hxf4 31. f3 Hd4 32. Be4 Hd2 33. Hg1 Hc3

– og Vaganian gafst upp. 

Anand, Aronjan og Vachier-Lagrave efstir í St. Louis

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen er enn međ í baráttunni um efsta sćtiđ á Sinquefield-mótinu í St. Louis ţrátt fyrir slysalegt tap úr vćnlegri stöđu gegn Frakkanum Vachier-Lagrave í 4. umferđ. Á ţađ hefur veriđ bent ađ hann hefur ekki unniđ mót međ venjulegum umhugsunartíma eftir titilvörn sína í New York í fyrra. Honum hefur hins vegar gengiđ alveg glimrandi vel í hrađskák- og atskákmótum. Athygli vekur ađ Indverjinn Anand er efstur ásamt Frakkanum og Aronjan en stađan ţegar tvćr umferđir eru eftir: 1.-3. Anand, Aronjan og Vachier Lagrave 4˝ v. (af 7) 4. Magnús Carlsen 4 v. 5.-6. Karjakin og Caruana 3˝ v. 7. Svidler 3 v. 8.-10. Nakamura, So og Nepomniachtchi 2˝ v.

Á mánudaginn hefst á ţessum sama stađ mót, hluti af Grand chess tour , ţar sem tefldar eru at-skákir og hrađskákir. Garrí Kasparov verđur međal keppenda.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. ágúst 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Jobava sigrađi á Helsingjaeyri

GEG11JVMBGeorgíumađurinn Baadur Jobava stóđ uppi sem sigurvegari á Xtracon-mótinu á Helsingjaeyri sem lauk um síđustu helgi. Jobava fékk 8˝ vinning úr tíu skákum en fast á hćla honum komu átta skákmenn međ átta vinninga en af ţeim voru ţekktustu nöfnin Nigel Short, Krishnan Sasikiran og Nikita Vitiugov. Jóhanni Hjartarsyni gekk ekki vel á lokasprettinum og endađi međ 6˝ vinning. Jafn honum ađ vinningum varđ hinn 15 ára gamli Hilmir Freyr Heimisson sem vann ţrjár síđustu skákir sínar.


Sigurvegarann Baadur Jobava má telja einn litríkasta stórmeistara heims. Hann ţolir ágćtlega samanburđ viđ Mikhael Tal og tilţrifin oft međ ţeim hćtti ađ óhugsandi er ađ hann hafi ekki kynnt sér rćkilega skákir töframannsins frá Riga. Eitt besta dćmiđ um hćfni hans á Xtracon-mótinu kom í viđureigninni viđ enska stórmeistarann Nigel Short. Ţegar skákin fór fram í 8. umferđ sátu ţeir tveir í efsta sćti međ 6˝ vinning. Um byrjun skákarinnar er ţađ helst ađ segja ađ međhöndlun Shorts var ekki góđ og frumkvćđiđ kirfilega í höndum Jobava. Ţađ var ţó ekki fyrr en í 23. leik sem Short fór endanlega út af sporinu, í stađ 23.... Rc4 gat hann leikiđ 23.... Rd7 og hefđi ţá ekki veriđ langt frá ţví ađ jafna tafliđ. Upp frá ţví ţjarmar Jobava ađ Short og međ nokkrum snjöllum peđsleikjum, 25. a4, 32. f4 og 38. e6, ţokast hann nćr sigri og óskiptu efsta sćti. Hinn bráđsnjalli 40. leikur hans sýnir vel hvílíkur hćfileikamađur hér er á ferđinni:

Xtracon-mótiđ; 2017; 8. umferđ:

Baadur Jobava – Nigel Short

Katalónsk byrjun

1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 Rf6 4. Rf3 Be7 5. 0-0 0-0 6. Dc2 b6 7. cxd5 Rxd5 8. Rc3 c6 9. Hd1 Bb7 10. d4 Rd7 11. e4 Rxc3 12. Bxc3 Dc7 13. Bf4 Bd6 14. e5 Be7 15. h4 Hf8 16. h5 b5 17. h6 g6 18. Rh2 Rb6 19. Rg4 c5 20. Rf6+ Bxf6 21. exf6 Dc8 22. Bxb7 Dxb7 23. dxc5 Rc4 24. Bd6 Df3 25. a4 bxa4 26. Hd4 Ra5 27. Hf4 Db7 28. Hb4 Dd7 29. Dxa4 Rc6 30. Hab1 Hec8 31. Hb7 De8 32. f4 Kh8 33. De4 Kg8 34. Da4 e5 35. fxe5 De6 36. Db3 Dxb3 37. H1xb3 Ra5 38. e6 Rxb3 39. exf7+ Kh8 

GEG11JVJMOg ţá vaknar spurningin: Hvađ gerir ţú í ţessari stöđu, lesandi góđur? Ţađ blasir viđ ađ eftir 40. Hxb3 (eđa 40. f8(D)+) hefur hvítur alla ţrćđi í hendi sér og ţegar baráttan um efsta sćtiđ er í algleymingi er stundum vissara ađ hafa vađiđ fyrir neđan sig. En Jobava lét sem ţessi riddararćfill á b3 kćmi sér ekki viđ og lék...

40. He7!! Rd2 41. He8+! Hxe8 42. fxe8(D)+ Hxe8 43. f7! 

 

GEG11JVJQOg hér er hugmyndin komin fram. Hróknum er um megn ađ valda bćđi f8- og e5-reitinn. Short hefđi getađ gefist upp en fannst viđeigandi ađ verđa mát.

43.... He1+ 44 Kg2 He2+ 45. Kh3 Hf2 46. Be5+ Hf6 47. Bxf6 mát. 

Stórmótiđ í Saint Louis hafiđ

Skákmiđstöđin í Saint Louis í Missouri er í dag helsti vettvangur stórmóta í Bandaríkjunum og á miđvikudaginn hófst Sinquefield cup, nefnt eftir ađalkostanda miđstöđvarinnar, Rex Sinquefield. Ţarna er rekiđ frćđslusetur, og safn, sem m.a keypti á uppbođi taflmennina úr 3. einvígisskák Fischers og Spasskís sem tefld var í borđtennisherbergi Laugardalshallar. Eitt sterkasta mót ársins hófst ţar sl. miđvikudag og dregur til sín heimsmeistarann Magnús Carlsen, So, Caruana, Aronjan, Nakamura, Vachier-Lagrave, Anand, Karjakin, Nepomniachtchi og Svidler.


Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 5. ágúst 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Ađ tapa í 19 leikjum kemur fyrir bestu menn

Nú liggur fyrir ađ Magnús Carlsen verđur međal keppenda á heimsbikarmótinu sem hefst í Tiblisi í Úkraínu 2. september nk. en Jóhann Hjartarson vann sér sćti á mótinu međ frammistöđu sinni á Norđurlandamótinu sem fram fór í Svíţjóđ á dögunum. Skipuleggjendur heimsbikarmótsins áttu ekki von á ţátttöku heimsmeistarans en ţegar hún lá fyrir voru rifjuđ upp ţau ummćli hans ađ fyrirkomulag heimsmeistarakeppninnar vćri úr takt viđ tímann og ćtti ađ byggjast á ţví ađ allir geti veriđ međ jafnvel ţótt leiđin ađ titlinum sé löng og ströng. FIDE starfađi áđur međ svćđamótum, millisvćđamótum og áskorendakeppnum en síđustu áratugi hefur elo-stigakerfiđ veriđ allsráđandi. Magnús lýsti einnig ađdáun sinni á mótum međ útsláttarfyrirkomulagi og eins og til ađ fylgja ummćlum sínum eftir skráir hann sig nú til leiks. Í Tiblisi verđa keppendur 128 talsins og viđureignir fyrstu umferđanna samanstanda af tveim kappskákum, verđi jafnt er gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma.

Jóhann Hjartarson hefur undanfarna daga setiđ viđ tafliđ á Xtracon- mótinu í Helsingör sem áđur hét Politiken cup. Ekki er hćgt ađ draga miklar ályktanir af taflmennsku hans hingađ til; andstćđingar hans hafa veriđ á stigabilinu 1892-2330 elo, ţar af nokkrir kornungir skákmenn. En öryggiđ sem einkenndi framgöngu hans í Svíţjóđ er til stađar ţó ađ hann hafi tapađ fremur slysalega í 7. umferđ og hann er međ 5 vinninga. Baadur Jobava og Nigel Short eru efstir međ 6 ˝ vinning af sjö mögulegum en ţar á eftir koma ellefu skákmenn međ 6 vinninga. Tefldar verđa tíu umferđir og lýkur mótinu um helgina.

Ađrir íslenskir ţátttakendur eru Hilmir Freyr Heimisson og Magnús Magnússon sem báđir eru međ 3 ˝ vinning og Hörđur Garđarsson er međ 2 vinninga. Gunnar Björnsson, forseti SÍ, leit inn á skákstađ og á skak.is gerđi hann samanburđ á Reykjavíkurmótinu og Xtracon-mótinu. Gunnar benti á ađ keppendur í Helsingör vćru talsvert fleiri, 433 á móti 260, en sterkustu keppendurnir vćru áhugaverđari í Reykjavík og ađstćđur á keppnisstađ í Hörpu vćru mun betri.

Í Helsingör tefla Norđmenn fram stórmeisturunum Simen Agdestein og Frode Urkedal sem skaust á toppinn međ ţví ađ vinna fimm fyrstu skákir sínar og á ţeirri leiđ lagđi hann Ivan Sokolov ađ velli í ađeins 19 leikjum. Byrjunina gerţekkir Ivan og hefur sjálfur teflt ótal sinnum međ hvítu. Hann valdi fremur sjaldséđa leiđ en lenti snemma í ógöngum:

Frode Urkedal – Ivan Sokolov

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 Rc6 5. Rf3 O-O 6. Bd2 d6 7. a3 Bxc3 8. Bxc3 He8 9. Hd1 De7 10. e3 e5 11. d5 e4?!

Vafasamur leikur. Eftir 12. ... Rb8 er svarta stađan vel teflanleg.

12. dxc6 exf3 13. gxf3 bxc6 14. Hg1 Rh5 15. De4!

Snjall leikur sem byggist á hugmyndinni 15. ... Dxe4 16. fxe4 Hxe4 17. Be2. Samt ćtti svartur ađ velja ţessa leiđ ţví eftir 17. ... Hh4 er engan rakinn vinning ađ finna í stöđunni ţó ađ g7-peđiđ falli.

15. ... Hb8 16. Be2 Be6 17. f4 Rf6?

Eini leikurinn var 17. ... f5. Nú vinnur hvítur međ einfaldri fléttu.

G5G11J13718. Hxg7+ Kxg7 19. Dg2+

- og Ivan gafst upp. Hann sá fram á ađ eftir 19. ... Kf8 20. Dg5 er hann algerlega varnarlaus. Lét ţetta tap ţó ekki slá sig út af laginu og vann tvćr nćstu skákir.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 22. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Enn beinist athyglin ađ Wei Yi

G6411I6C4Fyrir nokkrum dögum lauk í Danzhou í Kína afar öflugu skákmóti en úrslit ţess beina athyglinni enn og aftur ađ hinum kornunga Kínverja Wei Yi sem fyrir mótiđ sat í 20. sćti heimslistans međ 2.738 elo-stig. Wei Yi hlaut 6 ˝ vinning úr níu skákum en eftir sex umferđir virtust úrslit mótsins ráđin; hann hafđi ţá hlotiđ fimm vinninga og hćgđi á ferđinni međ ţrem jafnteflum í lokaumferđunum. Lokaniđurstađan varđ ţessi: 1. Wei Yi (Kína) 6 ˝ v. (af 9 ) 2.-3. Quang Liem (Víetnam) og Ding Liren (Kína) 5 ˝ v. 4. – 6. Naiditsch (Aserbaídsjan), Hao (Kína) og Yangyi (Kína) 5 v. 7. Ivantsjúk (Úkraína) 4 ˝ v. 8. Ponomariov (Úkraína) 3 ˝ v. 9. Shanglei (Kína) 2 ˝ v. 10. Malakhov (Rússland) 2 v.

Ţađ er til marks um styrkleika ţessa móts ađ Úkraínumennirnir og Rússinn enda í neđri hluta töflunnar. Kínverjar, sem unnu opna flokk Ólympíumótsins í Tromsö í Noregi áriđ 2014, eiga marga frábćra skákmenn sem af einhverjum ástćđum hafa ekki náđ ađ ógna ţeim allra fremstu. Wei Yi hefur tvisvar mćtt Magnúsi Carlsen viđ skákborđiđ, hafđi svart í bćđi skiptin, náđi jafntefli í Wijk aan Zee í fyrra en tapađi viđureign ţeirra á sama vettvangi í ár. Hann virđist njóta sín best á heimavelli. Hann kom hingađ til lands ásamt fríđum flokki kínverskra skákmanna í ársbyrjun 2013, tók ţátt í landskeppni Íslendinga og Kínverja og tefldi síđan á Reykjavíkurskákmótinu, ţá ađeins 15 ára gamall, og fékk stađfestan stórmeistaratitil eftir frammistöđu sína ţar. Glćsilegar sóknarskákir hrifu menn ţegar ţessi ungi mađur var ađ hasla sér völl. Síđan hefur stíll hans dýpkađ en áfram situr í fyrirrúmi áherslan á frumkvćđiđ og ţessi „stefnuyfirlýsing“ kínveskra skákmanna – ađ taka slaginn óhrćddir. Í eftirfarandi skák viđ Ponomariov sem varđ heimsmeistari FIDE áriđ 2002 fá allir ţessir ţćttir notiđ sín:

Wei Yi – Ruslan Ponomariov

Katalónsk byrjun

1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. O-O Rbd7 6. Dc2

Hćgt er ađ ná peđinu aftur međ 6. Da4 en reynslan hefur kennt mönnum ađ ţá fćr svartur jafnađ tafliđ án mikilla erfiđleika.

6. ... Rb6 7. a4 a5 8. Ra3 Bxa3 9. Hxa3 O-O 10. e4 e5!?

Gefur peđiđ til baka. Annar möguleiki var 10. ... Bd7.

11. Rxe5 Dd4 12. Dc3 Dxc3 13. Hxc3 Be6 14. d4 Rxa4 15. Ha3

Varkárari sálir hefđu valiđ 15. Hc2 međ hugmyndinni 15. ... b5 16. d5 Bc8 17. Be3 međ ţćgilegri stöđu.

15. ... b5 16. f4 Rb6 17. g4!?

Fórnar peđi og opnar 3. reitaröđina fyrir hrókinn.

Rxg4 18. f5 Rxe5 19. dxe5 Bd7 20. Hg3

G6411I6BQHér er áćtlunin fram komin, hvítur hótar 21. Bh6 en í krafti peđameirihluta svarts á drottningarvćng teljast horfur svarts nokkuđ góđar.

20. ... Bc6 21. Bh6 g6 22. Hg5!?

Dularfullur leikur. Ţađ virđist eina skýringin ađ hrókurinn stefni á c5 eftir e5-e6 framrás.

22. ... c3?

Alger óţarfi. Eftir 22. ... Ra4! er svartur í góđum málum.

23. bxc3 Rc4 24. fxg6 fxg6 25. Bxf8 Hxf8 26. e6!

 

G6411I6C0Áćtlunin hefur gengiđ upp, c5-reiturinn er til reiđu fyrir hrókinn.

26. ... Be8 27. Hd1 Hf6 28. Hd8 Kf8 29. Hxb5

Eftir ţetta er úrslitin ráđin og Wei Yi fatast ekki úrvinnslan.

29. ... Ke7 30. Hbb8 Bc6 31. Hdc8 Hxe6 32. Hxc7 Kd6 33. Hxh7 a4 34. Ha7 Kc5 35. e5 Bxg2 36. Kxg2 a3 37. Hc7 Hc6 38. Hxc6 Kxc6 39. Hc8 Kd5 40. e6

- og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 22. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Friđrik og Larsen í Dundee 1967

Fyrir 50 árum kl. 10 ađ morgni settust ađ tafli Friđrik Ólafsson og danski stórmeistarinn Bent Larsen. Ţetta var síđasta umferđ alţjóđlegs móts í Dundee í Skotlandi sem haldiđ var í tilefni ţess ađ 100 árum fyrr hafđi fariđ fram í borginni skákmót, hiđ fjórđa alţjóđlega í skáksögunni og međal keppenda var Wilhelm Steinitz síđar heimsmeistari.


Baráttan sem Friđrik og Larsen útkljáđu ţennan dag stóđ í nćstum níu klukkustundir án ţess ađ hlé vćri gert; ţetta var síđasta umferđ mótsins og vegna ţess hve lengi viđureignin stóđ var lokahófiđ sett í biđ en alls kyns fyrirmenn höfđu veriđ kvaddir til ţess , ţ. á m. borgarstjórinn, hinn háćruverđugi Provst lávarđur sem annađ veifiđ vitjađi skáksalarins og glamrađi allnokkuđ í keđju hans. Skákin snerist um ţađ hvort Friđrik nćđi Svetozar Gligoric ađ vinningum eđa Larsen međ sigri tćkist ađ komast upp viđ hliđ Friđriks í annađ sćtiđ.

Ţung undiralda einkenndi baráttuna framan af, strategía Larsens minnti á skćruhernađ sem bar lítinn árangur ţó ţar sem stöđuuppbygging Friđriks var heilsteypt og traust og sjálfur gat hann reynt ýmsar smábrellur – sjá 26. leik. Ţegar leiđ á ţessa löngu setu var eins og spennan milli ţeirra félaga ykist og baráttan yrđi ć persónulegri.

Friđrik lét skiptamun af hendi í 37. leik en minnugur ţess hversu viđsjárverđur Friđrik var ţegar ţannig stóđ á liđsafla kaus Larsen ađ svara í sömu mynt; í 49. leik var eins og hann segđi:

„Skítt međ ţínar skiptamunarfórnir. Hér hefur ţú hrókinn, lagsi.“ Friđrik lét sér fátt um finnast, hirti fenginn en stillti síđan óvaldađri drottningu sinni upp. Ţetta kostađi mikil heilabrot Larsens og tímahrak en ţegar hrókur Friđriks ruddist til b2 blasti sigurinn viđ. Hann ţurfti einn snjallan hróksleik til ađ klára dćmiđ en seildist eftir peđi sem hafđi veriđ ađ ţvćlast fyrir honum og Larsen greip tćkifćriđ:

Bent Larsen – Friđrik Ólafsson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. a4 Rc6 5. O-O Rf6 6. d3 g6 7. Rbd2 Bg7 8. Rc4 O-O 9. He1 a6 10. Bxc6 Bxc6 11. a5 Rd7 12. Bg5 f6 13. Bd2 d5 14. exd5 Bxd5 15. Re3 Bf7 16. Rg4 g5 17. Re3 e6 18. Bc3 Bh5 19. De2 He8 20. Rc4 Dc7 21. De3 Bg6 22. Rfd2 e5 23. De2 Rf8 24. Re4 Had8 25. Df3 Dc6 26. Hab1 g4 27. Dg3 Re6 28. Red2 Rd4 29. Bxd4 Hxd4 30. Rb3 Hf4 31. De3 Bf8 32. Hbd1 Hd8 33. De2 h5 34. Re3 Bf7 35. c4 Da4 36. Dc2 Dc6 37. g3 Hfd4 38. Rxd4 cxd4 39. Rf5 Bd5 40. Dd2 Bf3 41. Hb1 Dd7 42. Rh4 Bc6 43. b4 Kh7 44. Da2 Bh6 45. b5 axb5 46. cxb5 Bd5 47. Da3 Hc8 48. a6 b6 49. Hec1 Bxc1 50. Hxc1 Dd6 

GTI11HADB

 

51. Da1 Hc5 52. h3 Hxb5 53. Da4 Dc6 

GTI11HADF

54. Dd1 Dd7 55. Kh2 Hb2 56. De1 Ba8 57. hxg4 hxg4 58. Hc4 Bd5 59. Hb4 Hc2 60. Hxb6 Dc8 61. Db4 Hxf2 62. Kg1 Ha2 63. De7 Kg8 64. Hb1.

GTI11HAD7

 

Klukkan var nú langt gengin í sjö og sigurinn vís leiki svartur 64. ... Hh2!

64. ... Hxa6?? 65. Rf5!

Riddarinn sem steig til hliđar í 42. leik stekkur skyndilega inn á sviđiđ og gerir út um tafliđ.

65. ... Df8 66. Rh6+!

Svartur gafst upp, 66. ... Dxh6 er svarađ međ 67. Hb8+ og mátar.

C.H.O.D. Alexander – ein söguhetjan úr kvikmyndinni Imitation Game – lét ţess getiđ í grein sem hann skrifađi um mótiđ í Daily Express ađ ţađ myndi líđa langur tími ţar til Bent Larsen yrđi svo heppinn aftur.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 15. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Kasparov snýr aftur

GFQ11GCMTŢađ kemur fáum á óvart núorđiđ ađ Magnús Carlsen vinni mót en yfirburđir hans voru miklir á öđu móti bikarsyrpunnar sem lauk um síđustu helgi í Leuven í Belgíu. Hann tapađi ađeins tveim skákum og viningshlutfall hans var tćplega 75%. Í Belgíu – eins og í París á dögunum – tefldu 10 skákmenn einfalda umferđ at-skáka og tvöfalda umferđ hrađskáka, samtals 27 skákir. Tvö stig gefin fyrir sigur í at-skákinni og eitt fyrir sigur í hrađskákunum sem voru helmingi fleiri og ţannig reynt ađ leita jafnvćgis. Lokaniđurstađan varđ ţessi:

1. Carlsen 25,5 stig ( 20 v. af 27 ) 2. So 22,5 stig 3. Vachier-Lagrave 22 stig 4. Giri 20 stig. Neđar komu Kramnik, Aronjan, Nepomniachttchi, Anand, Ivanchuk og Jobava.

Á HM í hrađskák undanfarin ár hafa tímamörkin veriđ 3 2 sem hentar betur yngri keppendunum. Ţess vegna fannst ýmsum ţađ vel til fundiđ hjá Garrí Kasparov, sem er einn skipuleggjenda syrpunnar, ađ bćta nokkrum sekúndum viđ klukkuna! Sá grunur lćddist ađ mönnum ađ nú vćri svo komiđ fyrir ţessum gamla baráttujaxli ađ hann saknađi baráttunnar viđ skákborđiđ. Hann hćtti á toppnum áriđ 2005 til ađ einbeita sér ađ rússneskum stjórnmálum. Ţess vegna voru flestir búnir ađ afskrifa ţann möguleika ađ hann sneri aftur til keppni. Eđa ţar til á miđvikudaginn ađ hann upplýsti ađ hann ćtlađi sér nú ađ taka fullan ţátt í bikarsyrpunni, Grand chess tour, og fyrsta verkefni hans vćri ađ tefla á ţriđja mótinu sem hefst 14. ágúst nk. í Saint Louis í Bandaríkjunum.

Skákir međ styttri umhugsunartíma sem sýndar hafa veriđ beint á fjölmörgum vefsvćđum hafa ótvírćtt skemmtilgildi. Mistökin eru mýmörg í nánast hverri skák og ţau gera baráttuna bara skemmtilegri! Á lokaspretti mótsins í Belgíu, ţ.e. í hrađskákunum, atti Magnús kappi viđ Frakkann Vachier-Lagrave. Ekki leist sérfrćđingum Chess24.com ţeim Yasser Seirawan og Nigel Short vel á byrjunataflmennsku Magnúsar ţó ađ sá síđarnefndi hefđi raunar bent á ađ svona hefđu enskir skákmenn teflt á fyrsta opinbera skákmótinu sem haldiđ var í London áriđ 1851.

Magnús var ekkert ađ telja peđin en peđ sem braust fram til d6 ţrengdi mjög ađ stöđu svarts og réđi síđar úrslitum:

Magnús Carlsen – Vachier Lagrave

Enskur leikur

1.c4 e5 2. e3 Rf6 3. Rc3 Rc6 4. g4 Bb4 5. g5 Bxc3 6. bxc3 Rg8 7. d4 Dxg5 8. d5 Rd8 9. d6 c6 10. Rf3 Df5 11. Hg1 Re6 12. e4!? Dxe4 13. Be3

Hótar ađ fanga drottninguna međ 13. Bd3.

13.... Df5 14. Rg5 Rf4 15. Bxf4 Dxf4 16. Hg4 Df6 17. Re4 Dh6 18. Df3 Rf6?

Misráđinn leikur. Svarta stađan er prýđisgóđ eftir 18.... g6.

GFQ11GHON19. Hxg7! Dxg7 20. Rxf6+ Kd8 21. Df5!

Skyndilega er hvítur kominn međ hartnćr unniđ tafl.

21.... He8 22. Rxe8 Kxe8 23. c5 b5 24. Bd3 f6 25. Ke2 Kf7 26. Hh1 Hb8 27. Kf1 Dg6 28. Df3 Dh6 29. Hg1 Ba6 30. Dg4 Hd8 31. Hg3 e4 32. Dxe4 He8 33. Dg4 Bc8 34. Kg2 Dg5 35. Df3 Dd5 36. Dxd5 cxd5 37. Bxh7 He5 38. f4 He2 39. Kf1 Hxh2 40. Bg8+ Kf8 41. Bxd5 Hh8 42. Kf2

Skákvélarnar fundu enga raunverulega galla á taflmennsku hvíts allt frá 19. leik. Nú rćđst kóngurinn fram og gerir út um tafliđ.

42.... Ba6 43. Ke3 Ke8 44. Kd4 Kd8 45. Hg7 Bc8 46. c6 dxc6 47. Bxc6 a5 48. Kc5

GEQ11GHOR– Síđustu leikina léku keppendur leifturhratt en sú sá Vachier-Lagrave sćng sína uppreidda og gaf skákina.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 8. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann og Lenka Norđurlandameistarar

G1711FS0DJóhann Hjartarson varđ Norđurlandameistari í Reykjavík fyrir 20 árum og hefur varla átt von á ţví ađ vinna titilinn aftur 20 árum síđar. En sigur hans á Norđurlandamótinu sem fram fór í Vaxsjö í Svíţjóđ var engin tilviljun. Hann tefldi best allra og kom í mark međ 7˝ vinning úr níu skákum, jafn ađalkeppinaut sínum, Svíanum Nils Grandelius, en var hćrri á mótsstigum. Fyrir lokaumferđina hafđi Jóhann ˝ vinnings forskot á Svíann og međ betri stigatölu og allar líkur bentu ţví til ţess ađ jafntefli dygđi honum. Ţađ varđ líka niđurstađan. Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum og hafnađi í 9. sćti.

Međ sigrinum öđlast Jóhann keppnisrétt á heimbikarmóti sem fram fer í Tblisi í Úkraínu í haust. Undanfarin tvö ár hefur Jóhann aukiđ mjög viđ taflmennsku sína, náđi afbragđs árangri á Evrópumóti landsliđa haustiđ 2015 og varđ Íslandsmeistari í fyrra. Norđurlandamótiđ fór fram í fjórum flokkum og í opna flokknum voru keppendur 73 talins, flestir frá Svíţjóđ.

G1711FS09Í kvennaflokki bar Lenka Ptacnikova sigur úr býtum og er ţví Norđurlandameistari kvenna. Hún lét óvćnt tap í 2. umferđ ekki slá sig út af laginu og vann allar skákir sínar eftir ţađ og hlaut 6 vinninga af sjö mögulegum.

Í flokki keppenda 50 ára og eldri nćldi Áskell Örn Kárason sér í silfurverđlaun, hlaut 6 vinninga af átta mögulegum.

Ţegar litiđ er til ţess ađ međal keppenda voru margir öflugir skákmenn á borđ viđ Fćreyinginn Helga Dam Ziska, Danann Allan Stig Rasmussen, Guđmund Kjartansson og Svíann Jonathan Westerberg áttu menn ekki endilega von á ţví ađ Jóhann og Nils Grandelius myndu slíta sig frá öđrum keppendum međ jafn afgerandi hćtti og raun bar vitni. Lykilsigur Jóhanns kom í nćst síđustu umferđ en ţá hafđi hann svart gegn sterkasta Dananum sem gat međ sigri blandađ sér baráttuna um efsta sćtiđ. Ţađ var ţví heilmikiđ undir í ţessari skák:

NM 2017; 8. umferđ:

Allan Stig Rasmussen – Jóhann Hjartarson

Pirc vörn

1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Be3 a6 5. Dd2 b5 6. f3 Rd7

Byrjun Jóhanns ber stundum heitiđ „Tískuvörn“ – en ţađ er gömul tíska. Svona tefldi t.d. Guđmundur Sigurjónsson gegn sjálfum Karpov í Caracas í Vensúela áriđ 1970.

7. h4 Rgf6 8. g4 h6 9. Rge2 Rb6 10. b3 h5 11. g5 Rfd7 12. Rg3 c5 13. Hd1 Bb7 14. Rce2 cxd4 15. Bxd4 Bxd4 16. Rxd4 Dc7

Svarta stađan hefur fengiđ á sig yfirbragđ traustrar sikileyjarvarnar.

17. f4 e5 18. Rde2 exf4 19. Dxf4

19. Rxf4 kom til álita en eftir 19. ... Re5 20. Be2 O-O-O er svarta stađan betri.

19. ... Dxc2 20. Hc1 Dxa2 21. Dxd6 Hc8 22. Hxc8 Bxc8 23. Rd4 Da5+ 24. b4 Da1+ 25. Kf2 Db2 26. Kg1 Bb7 27. Hh2 Da1 28. Rge2

Lítur illa en út en svartur hótađi 28. ... Rc4 og riddarinn á d4 fellur.

28. ... Bxe4 29. Kf2 Kd8 30. Bg2

G1711FS01Riddarar svarts valda kónginn vel og nú fá ţeir stuggađ viđ drottningunni.

30. ... Rc4! 31. Df4 Bxg2 32. Hxg2 Rce5 33. Hg3 He8 34. Kg2 Da2 35. De4 Ke7 36. Hc3 Kf8 37. Hc2 Da4 38. Rf4 Rg4 39. Rde6 Kg8 40. Hd2 Rf8! 41. Db1 Rxe6 42. Rd5

Hann gat reynt 42. Rxe6 Hxe6 43. Hc8+ Kh7 44. Db2 en ţá kemur 44. .... Dc2+! 45. Dxc2 Re3+ og vinnur.

42. ... Hd8 43. Ha2 Hxd5 44. Hxa4 bxa4 45. Da2 a3 46. Kf3 Hd3 47. Ke4 Hd4

– og Rasmussen gafst upp. Baráttan gegn hrók og tveim riddurum er vonlaus.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 4. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Jóhann í hópi efstu manna á Norđurlandamótinu

Jóhann Hjartarson er í efsta sćti eftir sex umferđir í opna flokki Norđurlandamótsins í Växjö í Svíţjóđ ásamt Allan Stig Rasmussen frá Danmörku og Svíunum Nils Grandelius og Jonathan Westerberg. Ţeir hafa hlotiđ fimm vinninga. Jóhann gerđi jafntefli viđ stigahćsta keppanda mótsins, Nils Grandelius, í 6. umferđ.

Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson vann fyrstu ţrjár skákirnar, náđi svo jafntefli úr tapađri stöđu í skák sinni viđ Jóhann í 4. umferđ en tapađi skákum sínum í fimmtu og sjöttu umferđ. Keppendur eru 73 talsins og verđa tefldar níu umferđir.

Í flokki keppenda 50 ára og aldri er Áskell Örn Kárason í 3.-5. sćti međ 3 ˝ vinning úr fimm skákum og Lenka Ptacnikova er fulltrúi okkar í kvennaflokknum og hefur hlotiđ 2 vinninga úr ţrem fyrstu skákum sínum.

Möguleikar Jóhanns á lokasprettinum hljóta ađ teljast góđir en hann hefur teflt af miklu öryggi og allir sigrar hans sannfćrandi. Í eftirfarandi skák sem tefld var í 2. umferđ stóđ hann frammi fyrir örvćntingarfullri gagnsókn og hratt atlögunni á fumlausan hátt:

NM 2017; 2. umferđ:

Jóhann Hjartarson – Tom Rydström

Slavnesk vörn

1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. e3 Rf6 4. b3 Bf5 5. Bb2 e6 6. Be2 Rbd7 7. Rh4 Bg6 8. O-O Bd6 9. g3 De7 10. Rc3 e5?! 11. cxd5 Rxd5 12. Rxd5 cxd5 13. f4!

Snarplega teflt eftir hinn vafasama 12. leik svarts.

13. ... f6 14. Bb5

Enn betra var 14. Bh5! međ hugmyndinni 14. ... Bxh5 15. Dxh5+ Df7 16. Rf5! og svartur tapar peđi, t.d. 16. ... Dxh5 17. Rxg7+ og 18. Rxh5.

14. ... O-O-O 15. Dg4 Kb8 16. Rxg6 hxg6 17. Dxg6

Öruggara var 17. Bxd7.

17. ... exf4 18. exf4 Bc5+?!

Í eina skiptiđ í skákinni gat svartur náđ tafljöfnun og jafnvel gott betur, best var 18. ... Rc5!

19. Kg2 De6 20. h4 Hh6 21. Dd3 a6 22. De2 Dd6 23. Bxd7 Dxd7 24. Hfe1 g5?!

Reynir ađ opna tafliđ en Jóhann hirđir peđiđ óhrćddur.

25. fxg5 fxg5 26. De5+ Ka8 27. Dxg5 Hf8 28. Hf1 Hxf1 29. Hxf1 He6 30. Dg4 De8 31. Kh3 Hg6 32. Df3 Bd6 33. g4 He6 34. Dxd5 Bb8 35. Hf2 He1 36. Hf7 Dc8 37. Hf6 Bc7 38. Df3 He8 39. Hxa6+

Ţađ er eftirtektarvert ađ hvítur var ekkert ađ flýta sér ađ ţessu. Hótunin er sterkari en leikurinn.

39. ... Kb8 40. Hh6 Dd7 41. Bc3 Ha7 42. Hf6 He7 43. Df2 b6 44. Df3 De8 45. Hf8 He2

GHL11FH3EHótar máti á h2. Hvađ er nú til ráđa?

46. Be5!

Línurof, 46. ... Dxe5 er svarađ međ 47. Ha8 mát og eftir 46. ... Bxe5 kemur 47. Hf7+ o.s.frv. Svartur gafst upp.

 

Magnús tapađi ţrem í röđ en vann samt í París

Magnús Carlsen tapađi ţrem skákum í röđ á lokaspretti fyrsta móts syrpunnar Grand chess tour í París um síđustu helgi. Mótiđ er byggt upp međ atskákum og hrađskákum. Viđ ţessar hrakfarir komst heimamađurinn Vachier-Lagrave í efsta sćtiđ og hafđi ˝ vinnings forskot fyrir lokaumferđina. Hann varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli en Magnús vann og ţeir ţurftu ţví ađ tefla tvćr hrađskákir til ađ útkljá baráttuna um efsta sćtiđ. Og eins og áđur hafđi Magnús betur, 1˝ : ˝.

 

Á miđvikudaginn hófst svo í Leuven í Belgíu annađ bikarmótiđ og eftir sex fyrstu atskákirnar var Wesley So efstur međ 10 stig en Magnús og Vachier-Lagrave fylgdu honum fast á eftir međ 8 stig hvor. Í dag og á morgun tefla keppendur samtals 18 hrađskákir, 5 3 Bronstein. Gott er ađ fylgjast međ baráttunni á vefnum Chess24.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 1. júlí 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Skákmót međ styttri umhugsunartíma njóta vaxandi vinsćlda

Heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen gekk ekki vel á norska mótinu um síđustu helgi. Hann hlaut 4 vinninga af níu mögulegum, varđ í 6.-9. sćti og Armeninn Levon Aronjan hljópst á brott međ sigurlaunin og er allur ađ fćrast í aukana eftir nokkur mögur ár. Sá grunur lćđist ađ manni ađ ţađ henti Norđmanninum hreinlega betur ađ tefla skákir međ styttri umhugsunartíma. Kannski er hann svona nćmur á samtíđ sína en stađreyndin er sú ađ styttri skákirnar fá ć meiri athygli. Eftirminnileg var sú kvöldstund heimsmeistaraeinvígisins í New York í fyrra ţegar úrslitaskákirnar fjórar, sem Magnús og Karjakin tefldu ađ afloknu ţunglamalegu 12 skáka einvígi sem lauk án niđurstöđu, voru sýndar á breiđtjaldi á Times Square í New York og Rauđa torginu í Moskvu og fylgdist mikill mannfjöldi međ.

Garrí Kasparov var í vikunni viđstaddur opnun mótarađar í París, Grand Chess tour en ţar eru mćttir til leiks ýmsir kunnir kappar og enn og aftur var Magnús Carlsen mćttur til leiks. Kasparov sem er einn skipuleggjanda gat ţess í viđtali viđ frönsku pressuna ađ ţessa dagana vćri auđveldara ađ finna kostendur fyrir mót međ styttri umhugsunartíma. Fyrirkomulagiđ er ţannig ađ tíu ţátttakendur tefla níu at-skákir međ tímamörkum „25 10 Bronstein“, síđan er tvöföld umferđ í hrađskákinni međ tímamörkunum „5 3 Bronstein“. Kasparov lagđi furđu mikla áherslu á ađ „Bronstein tímamörkin“ yrđu notuđ á Reykjavik Rapid-mótinu 2004 og situr enn viđ sinn keip. Í ţví kerfi bćtist ekki viđ tímann.

Í París eru gefin tvö stig fyrir sigur í at-skákinni og eitt stig fyrir jafntefli. Í hrađskákinni fá menn 1 stig fyrir sigur og jafntefli er eftir sem áđur ˝ vinningur. Ţetta eru ekki slćm býtti fyrir norska heimsmeistarann sem ađ loknum sjö umferđum hefur náđ forystunni. Stađan: 1. Carlsen 10 stig. 2. Nakamura 9 stig. 3. Mamedyarov 8 stig. 4.-5. So og Grischuk 7 stig. 6. Vachier-Lagrave 6 stig. 7. Karjakin 5 stig. 8. Topalov 4 stig 9. Bacrot 3 stig 10. Caruana 1 stig.

Ţađ gefur auga leiđ ađ viđureignir međ skertum umhugsunartíma eru misjafnar ađ gćđum en spennan er líka meiri.

GU811EJTNMagnús lék afar lćvísum leik í ţessari stöđu í 3. umferđ:

 

Magnús Carlsen – Vachier-Lagrave

30. De2!

Verst ýmsum hótunum og virđist undirbúa framrás b-peđsins.

30. ... Kh8??

Hann varđ ađ leika 30. ... Bd6 eđa 30. ... He8.

31. f4!

Vinnur mann. Svartur reyndi ....

31. ... exf3 32. Dxe5 Dh5

... en eftir

33. Rf4 Dxh2 34. Rg6+ Kh7 35. Rxf8+ Kh8 35. Rg6+ Kh7 37. Rf4!

... var frekari barátta vonlaus og Frakkinn gafst upp í 39. leik.

Hćgt er ađ fylgjast međ hrađskákunum í dag t.d. á vefsvćđi Chess24., Chessbomb og ICC. Baráttan hefst kl. 16 í dag en kl. 14 á morgun, sunnudag. 

Jóhann og Guđmundur tefla á Norđurlandamótinu í skák

Norđurlandamótiđ í skák hefst í ţrem flokkum í Växsjö í Svíţjóđ á mánudaginn. Í opna flokki mótsins tefla Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson og Jóhann Hjartarson. Jóhann varđ Norđurlandameistari fyrir 20 árum. Stigahćstur keppenda er Svíinn Nils Grandelius. Efsta sćtiđ gefur keppnisrétt á heimsbikarmóti FIDE sem fram fer í Georgíu í haust. 

Lenka Ptacnikova teflir á Norđurlandamóti kvenna og ţá teflir Áskell Örn Kárason í öldungaflokki mótsins.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 24. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarinn missti nćstum ţví toppsćtiđ á elo-listanum

Stigalistinn sem kenndur er viđ bandaríska eđlis- og tölfrćđinginn Arpard Elo birtist fyrst á alţjóđavettvangi áriđ 1970 en á ţví tćplega 50 ára tímabili síđan FIDE tók upp kerfiđ hafa furđu fáir skákmenn skipađ efsta sćti listans. Ţaulsćtnastir voru Anatolí Karpov og arftaki hans Garrí Kasparov sem sat á toppnum í samfellt í 20 ár eđa ţar til hann hćtti taflmennslu og sneri sér ađ rússneskri pólitík.

Magnús Carlsen náđi toppsćtinu áriđ 2010, sló stigamet Kasparovs fljótlega upp úr ţví og komst hćst í 2882 elo stig. Undanfarin ár hefur enginn ógnađ stöđu hans eđa ţar til Norska skákmótiđ hófst í Stavangri í síđustu viku. Af einhverjum ástćđum hefur Magnús reynst lítill spámađur í eigin föđurlandi og ţegar hann tapađi fyrir Aronjan og síđan Kramnik í sjöunudu umferđ var allt í einu komin upp sú stađa ađ Vladimir Kramnik var ađeins 4,4 elo stigum frá heimsmeistaranum á hinum svokallađa „lifandi“ stigalista FIDE.

Skákirnar í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fóru fimmtudaginn gátu ţví leitt af sér sćtaskipti. Ţá mćtti Magnús mótherja sínum frá heimsmeistaraeinvíginu í New York sl. haust, Sergei Karjakin og Kramnik tefldi viđ Vachier-Lagrave. Norđmönnum til óblandinnar ánćgju náđi Magnús ađ hrista af sér ólundina, sem var öllum ljós ţegar hann mćtti ekki á blađamannafund degi fyrr, og vann glćsilega. Ţeir grétu heldur ekki ţegar Kramnik tapađi fyrir Vachier-Lagrave í sömu umferđ og stađan á toppi elo-listans „róađist“ heilmikiđ:

Magnús Carlsen – Sergei Karjakin

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. cxd5 exd5 7. Re2 He8 8. Bd2 Bf8 9. O-O b6 10. Hc1 c5 11. Rf4 Bb7 12. Df3 Ra6 13. Hfd1 cxd4 14. exd4 Rc7 15. Bc2 Bd6 16. Be3 Re4 17. Ba4 He7 18. Bb3 Dd7 19. h3 Rxc3 20. bxc3 Bc6 21. Rh5!

Eftir byrjun sem telja má hefđbundna beinist athygli riddarans skyndilega ađ viđkvćmri kóngsstöđu svarts. Hótunin er 22. Bh6!

21. ... He6 22. Bc2 Ba4! 23. c4!

Skemmtileg barátta og vel teflt; hvítur missir sinn „betri“ biskup en nćr ađ opna fyrir ţann sem stendur á e3.

23. ... dxc4 24. d5 Hg6 25. Bd4 Bxc2 26. Hxc2 Da4 27. Hcc1 Dxa2

GJN11DMAQ28. Rxg7!

Ţessi fórn lá í loftinu en er á engan hátt einföld ţar sem varnir svarts eru enn traustar ţó ađ hrókar hvíts hafa heilmikiđ svćđi til ađ vinna međ.

28. ... Hxg7 29. Bxg7 Kxg7 30. Dg4+ Kf8 31. Dh4 Db2 32. Hxc4!?

Magnús var í tímahraki og gat fengiđ jafntefli međ 32. Dh6+ Ke7 33. Dh4+ o.s.frv.

32. ... Re8 33. He1 Df6 34. Dxh7!

Vitaskuld ekki 34. He8+?? Hxe8 35. Dxf6 He1 mát!

34. ... Dg7 35. Dc2 Df6 36. Hg4 Bc5 37. He2 Dh6 38. g3 Rf6 39. Hh4 Dg7 40. Kg2 Dg5 41. Dc3 Bd6?

Afleikur, 41. ... Dg7 var eina vörnin.

42. Hh8+ Rg8 43. He4 Dg7 44. Hxg8+!

Lokahnykkurinn. Eftir 44. ... Dxg8 45. Df6 Bc5 46. d6 er öllu lokiđ. Svartur gafst upp. Hrókurinn á a8 hreyfđi sig aldrei.

Ţrátt fyrir ţennan sigur er frammistađa Magnúsar undir vćntingum og svo virđist sem hann hafi enn ekki jafnađ sig fyllilega eftir heimsmeistaraeinvígiđ sl. haust. Stađan fyrir lokaumferđina var ţessi:

1. Aronjan 5 ˝ v. ( af 8) 2. Nakamura 5 v. 3. Giri 4 ˝ v. 4. – 5. So og Kramnik 4 v. 6. – 9. Carlsen, Caruana, Anand og Vachier-Lagrave 3 ˝ v. 10. Karjakin 3 v.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.8.): 54
 • Sl. sólarhring: 1030
 • Sl. viku: 7763
 • Frá upphafi: 8284628

Annađ

 • Innlit í dag: 38
 • Innlit sl. viku: 4463
 • Gestir í dag: 36
 • IP-tölur í dag: 35

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband