Leita í fréttum mbl.is
Embla

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Héđinn leiđir Íslandsmótiđ

Héđinn Steingrímsson hefur unniđ tvćr fyrstu skákir sínar í keppni landsliđsflokks á Skákţingi Íslands sem fram fer í Hafnarfirđi og er einn efstur en hann er almennt talinn einn sigurstranglegasti keppandi mótsins međal ţeirra tíu keppenda sem tefla allir viđ alla. Hinn stórmeistarinn í flokknum, Hannes Hlífar sem hefur orđiđ Íslandsmeistari oftar en nokkur annar hefur gert jafntefli í tveim fyrstu skákum sínum. Mótiđ vekur athygli m.a. vegna ţátttöku ţriggja ungra skákmanna sem heyja prófraun sína í landsliđsflokki, hins 14 ára gamla Vignis Vatnars Stefánssonar, Bárđar Arnar Birkissonar og Dags Ragnarssonar.

Héđinn var međ hvítt í tveim fyrstu skákum sínum og í upphafsumferđinni vann hann fremur auđveldan sigur yfir Birni Ţorfinnssyni sem ađ flestra mati tefldi af fullmikilli léttúđ og síđan vann Héđinn Bárđ Örn. Dagur Ragnarsson lagđi hinn ţrautreynda Ísfirđing Guđmund Gíslason í 2. umferđ eftir jafntefli viđ Hannes Hlífar í 1. umferđ. Stađan ađ loknum tveim umferđum er ţessi:

1. Héđinn Steingrímsson 2 v. 2. – 4. Dagur Ragnarsson, Sigurbjörn Björnsson og Guđmundur Kjartansson 1 ˝ v. 5. Hannes Hlífar Stefánsson 1 v. 6. – 10. Vignir Vatnar Stefánsson, Bárđur Örn Birkisson, Davíđ Kjartansson, Guđmundur Gíslason og Björn Ţorfinnsson ˝ v.

Í 3. umferđ sem fram fór í gćrkvöldi áttu ađ tefla saman Vignir og Héđinn, Bárđur og Björn, Davíđ og Guđmundur Kjartansson, Dagur og Sigurbjörn og Hannes og Guđmundur Gíslason.

Ţađ liggur ljóst fyrir ađ ţetta mót er ekki jafn sterkt og t.d. Íslandsmótiđ 2015 en ţá voru međal ţátttakenda Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Hjörvar Steinn Grétarsson og Henrik Danielssen svo nokkrir séu nefndir. Íslandsmótiđ í fyrra var einnig betur skipađ. Hinsvegar verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ungu mönnunum sem hafa teflt mikiđ undanfariđ. Ţannig hefur Dagur Ragnarsson fariđ vel af stađ og sigur hans í 2. umferđ sem hér fer á eftir var einkar sannfćrandi:

Skákţing Íslands 2017:

Guđmundur Gíslason – Dagur Ragnarsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. cxd5 cxd5 4. Bg5!?

Uppskiptaafbrigđiđ í slavnesku vörninni er ekki hćttulaust ef svartur er ekki vel inni í alfaraleiđum. En Guđmundur lćtur ekki reyna á ţekkingu Dags og velur sjaldséđan leik en biskupinum er oftast valinn stađur á f4.

4. ... Rc6 5. Rc3 h6 6. Bh4 g5 7. Bg3 Rf6 8. e3 Da5

Dagur bregst hart viđ, er ţegar međ ýmsar hugmyndir tengdar leppun riddarans á c3.

9. Bd3 Re4 10. Bxe4?!

Vafasamt. Etir 10. Rge2 er stađan í jafnvćgi.

10. ... dxe4 11. a3 Bg7 12. h4 Bf5 13. b4 Dd8 14. hxg5 hxg5 15. Hxh8+ Bxh8 16. Hc1 Hc8 17. Dh5 Bf6 18. Rge2 Dd7!

Ţrátt fyrir ýmsar hótanir hvíts er svarta stađan ţegar betri og engan veikan blett ađ finna.

19. d5 Rd8 20. Rd4 Bg6 21. Dh6 a6 22. Dh2 Bg7 23. Be5 f6 24. Bg3 e6 25. Re2 e5! 

G45118UCOLokar á allan samgang hvítu mannanna. Hvíta stađan er strategískt töpuđ.

26. f3 exf3 27. gxf3 Rf7 28. f4 Dg4 29. Hd1 Kd7 30. fxe5 fxe5 31. Ra4 Hh8 32. Dg2 Rd6 33. Hc1 Ke8 34. Rc5 Hh3 35. Re6 Bf6 36. Hc7 Be4

Loks lćtur ţessi biskup til sín taka og ţá er fátt um varnir.

37. Df2 Bf3 38. Bh2 Re4 39. Hc8+ Kd7 40. Hc7+ Ke8 41. Hc8 Kd7 42. Hc7+ Kd6 43. Dg1 Bxe2 44. Hxb7 Dh4+

– og hvítur gafst upp. Besta skákin á Íslandsmótinu til ţessa. 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Ekki fćđast allir međ "fléttugleraugun" á nefinu

Hćfileikar manna á skáksviđinu eru stundum skilgreindir eftir hćfni ţeirra til ađ sjá fyrir snjalla leiki. Ýmsir ađrir ţćttir eru vitaskuld líka mikilvćgir en eitt er víst: ekki fćđast allir međ "fléttugleraugun" á nefbroddinum. Međ stöđugum ćfingum er samt hćgur vandi ađ rćkta međ sér hćfni á ţessu sviđi. Frćgir fléttumeistarar eins og Mikhael Tal virtust hrista flétturnar fram úr erminni eins og enginn vćri morgundagurinn og ekki nema von ađ menn stöldruđu viđ og spyrđu: Hvernig fer mađurinn ađ ţessu? Hver er galdurinn? Svariđ er ađ ţrumuleikirnir koma stundum ef "almenn skynsemi" er látin víkja eitt andartak. Orđum ţetta svo: í flókinni stöđu stendur valiđ kannski milli fjögurra eđa fimm leikja og ólíklegasti möguleikinn getur veriđ sá eini rétti; sjaldnast reyndar – en stundum. Ţađ er alveg ómaksins vert ađ brjóta hlekki hugar til ađ "útiloka vitleysuna," – eins og einn góđur mađur orđađi ţađ. Á minningarmótinu um Aserann Vugar Gashimov féllu leikir ţannig í sigurskák Topalovs gegn öflugasta skákmanni Pólverja:

Shamkir 2017

Radoslav Wojtaszek – Venselin Topalov

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Bg6 7. Rxg6 hxg6 8. Bd3 c5 9. Db3 Dd7 10. cxd5 exd5 11. dxc5 Rc6 12. Bd2 Bxc5 13. Hc1 Hd8 14. Ra4 Bd6 15. Rc5 Bxc5 16. Hxc5 d4 17. Bb5 O-O 18. Bxc6 bxc6 19. f3 De7 20. Hc2 Rd5 21. Kf2 Hb8 22. Da3 

GMN117TEBSvartur virđist hafa jafnađ tafliđ án mikilla erfiđleika og fremur dauflegt endatafl virđist blasa viđ. En Topalov skyggndist dýpra í stöđuna og spurđi sig síđan: hver er ólíklegasti leikurinn í stöđunni?

22. ... Hxb2!!

Alveg magnađ. Ef nú 23. Dxe7 ţá kemur 23. ... Hxc2, og biskupinn fellur og e-peđiđ gerir út um tafliđ.

23. Dxb2 dxe3+ 24. Bxe3 Dxe3+ 25. Kg3

25. Kf1 kom einnig til greina og er skárri kostur ţó ađ stađan sem kemur upp eftir 25. ... Rf4 26. Dc2 Db6! sé nánast óverjandi, t.d. 27. g3 Rd5! og 28. ... Re3+

25. ... Df4+ 26. Kf2 Hb8! 27. Dc1 Dd4+ 28. Kg3 Re3! 29. Hc5 Hb2 30. Hg1

 

GMN117TEFOg hér hefđi skákin mátt fá verđugan endi međ öđrum frábćrum leik, 30. ... Hc2! og Wojtaszek hefđi stöđvađ klukkuna og gefist upp ţar sem 31. Hxc2 leiđir til máts, 31. ... Rf5+ 32. Kh2 Dh4 mát! Takiđ eftir ađ 31. Dxc2 Rxc2 32. Hxc3 dugar heldur ekki vegna 32. ... Dxg1. Leikurinn sem Topalov velur dugar samt til sigurs.

30. ...Hxa2 31. h3 Dd6+ 32. f4 Dd3 33. Kh2 De4 34. Hg5 Hc2

- og Wojtaszek gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 35. De1 Dxf4 36. Hg3 Rf5 o.s.frv.

Heimađurinn Shakriyar Mamedyarov sigrađi nokkuđ óvćnt, hlaut 5 ˝ vinning úr níu skákum. Í 2. – 4. sćti komu So, Topalov og Kramnik međ 5 vinninga hver.

 

 

Keppni í landsliđsflokki hefst í Hafnarfirđi 10. maí

 

Af ţeim tíu skákmönnum sem taka ţátt í keppni landsliđsflokks á Skákţingi Íslands 2017 hafa fjórir orđiđ Íslandsmeistarar, Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson, Ţröstur Ţórhallsson og Guđmundur Kjartansson. Ađrir keppendur í stigaröđ eru Björn Ţorfinnsson, Guđmundur Gíslason, Vignir Vatnar Stefánsson, Dagur Ragnarsson, Sigurbjörn Björnsson og Bárđur Örn Birkisson. Mótiđ fer fram í Hraunseli í Hafnarfirđi. Umferđirnar hefjast kl. 17. 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Frábćr endasprettur fćrđi Giri sigur

GOS1171L0Til ţess ađ slíta sig frá öđrum og ná toppsćtinu á opnu móti sem telur yfir 200 keppendur ţarf ađ vinna nokkrar lykilskákir og taka áhćttu. Anish Giri hefur stundum veriđ legiđ á hálsi fyrir ađ reiđa sig um of á tćknilega ţátt skákarinnar en ţegar hann hefur mćtt til leiks gegn sterkustu skákmönnum heims rignir niđur jafnteflum. Minnisstćtt er t.d. ţegar hann gerđi jafntefli í öllum 14 skákum sínum í áskorendakeppninni í Moskvu í fyrra.

Á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpunni á fimmtudaginn fetađi hann kunnuglegar slóđir framan af; hann takmarkađi áhćttuna, vann skákir sínar gegn minni spámönnunum og hélt sig međ hjörđinni sem fremst fór. Á lokasprettinum virtist hann vakna til vitundar um ţađ ađ til ađ ná sigri yrđi hann ađ ţyrla upp ryki óvissunnar; sigrar hans međ svörtu í áttundu og níundu bentu a.m.k. í ţá átt. Úrslitaskák mótins má telja viđureign hans í 9. umferđ viđ „manninn međ sólgleraugun“, Baadur Jobava, sem er án efa einhver hćfileikaríkasti skákmađur heims. Skákir ţessa litríka Georgíumanns eru alltaf athyglisverđar og ţegar hann er í stuđi halda honum engin bönd; á Ólympíumótinu í Baku fékk hann 7 ˝ v. úr tíu skákum á 1. borđi fyrir Georgíu og lagđi ađ velli skákmenn á borđ viđ Topalov, Ponomariov og Rapport. Í skákinni sem hér fer á eftir reyndist áhorfendum erfitt ađ ráđa í ţćr myndir sem birtust á skákborđinu. „Vélarnar“ sátu ţó viđ sinn keip og mátu ástandiđ á borđinu ţannig ađ ađ allt vćri í himnalagi hjá Giri jafnvel ţó svo ađ peđ hans á drottningarvćng ţurkuđust út:

Reykjavikurskákmótiđ 2017; 9. umferđ

Baadur Jobnava Anish Giri

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Rb3 Rbd7 9. Be2 Be7 10. Dd3 Dc7 11. O-O

Eftir ađ hafa hafnađ „tillögu“ Giris í 7. leik, ađ tefla upp „eitrađa peđs-afbrigđiđ“, sem hefst međ 8. Dd2 Dxb2 9. Hb1 eđa 9. Rb3, sćttir Jobava sig viđ stöđu sem er ţćgilegt ađ tefla međ svörtu.

11. ... b5 12. a3 Bb7 13. Kh1 Hc8 14. Hae1 O-O 15. Dh3 Hfe8 16. Bd3 e5 17. fxe5 dxe5 18. He3!?

Hér mátti eiga von á 18. Rxd5 en eftir 18. ... Rxd5 19. exd5 Rf8 kemst hvítur ekkert áfram.

18. ... Rf8 19. Re2 Dd7 20. Hf5 De6 21. Rd2 R6d7 22. Bxe7 Hxe7 23. Rb3 g6 24. Dg3 Rf6 25. Hf1 R8d7 26. De1 Kg7 27. Rg3 h5!

„Najdorf-elementin“ eru hér komin fram í öllu sínu veldi.

28. Re2 Hh8 29. h3 Db6 30. Rg1 h4!

Eftir ţennan einfalda leik ţarf hvítur ađ glíma viđ veikleika á g3 og f4.

31. Rf3 Hee8 32. Kh2 Hh5 33. He2 Heh8 34. Df2 Dxf2 35. Hfxf2 g5 36. Hf1 g4 37. Rfd2 Hg5 38. c4 Rh5 39. cxb5 axb5 40. Bxb5 Rdf6 41. Rc5 Bc8 42. Hee1 Rf4 43. hxg4 Rxg4 44. Kh1 Rf6 45. Rd3 Hg3!

GOS1171M5- Sjá stöđumynd 1 -

Ein ađalhótun svarts er ađ leika h-peđinu til h3. Ţannig má svara 47. Rxf4 međ 47. ... h3! t.d. 48. gxh3 Bxh3! 49. Kh2 exf4 50. Hxf4 Hg2+ og riddarinn á d2 fellur.

46. Hf3 Bg4 47. Hfe3 Hxg2

Ekkki slćmt en „Houdini 5“ bendir á ađ 47. ... Bd7! sé sterkara t.d. 48 Bxd7 Rxd3 o.s.frv.

48. Rc4 Hc2 49. Rdxe5?

Hann varđ ađ leika 49. Rcxe5 en svartur ćtti ađ vinna eftir 49. .. Rg2.

GOS1171M549. ... R6h5!

 

Frábćr leikur sem gerir út um tafliđ. Hvítur rćđur ekkert viđ riddarana.

50. Kg1 Rg3 51. Hxg3 hxg3 52. Re3 Rh3+

- og Jobava lagđi niđur vopnin. Hann verđur mát í nćsta leik.

 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 29. apríl

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Anish Giri sigrađi á Reykjavíkurskákmótinu

GTT116QAIHollenski stórmeistarinn Anish Giri varđ einn efstur á 35. Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpu í gćr. Giri vann landa sinn Erwin l‘Ami fremur auđveldlega í ađeins 30 leikjum en ţegar flestum skákum á efstu borđum var ólokiđ var ljóst ađ enginn gat náđ Giri sem ţá hafđi ţá hlotiđ 8˝ vinning af 10 mögulegum. Í 2.-5. sćti komu Indverjinn Gupta, Hollendingurinn Van Foreest, Armeníumađurinn Serge Movsesian og Bandaríkjamađurinn Gata Kamsky, allir međ 8 vinninga

Sigur Giri kom ekki á óvart ţar sem hann var stigahćsti keppandinn en í byrjun apríl sat hann í 11. sćti heimslistans. Giri sem er 22 ára gamall hefur um nokkurra ára skeiđ veriđ fremsti skákmađur Hollendinga og hefur svipađa yfirburđastöđu ţar í landi og Max Euwe, heimsmeistari 1935-37, hafđi áđur og Jan Timman síđar. Hann er fćddur í Rússalandi en áriđ 2008 fluttist hann til Hollands međ foreldrum sínum, rússneskri móđur og nepölskum föđur. Áđur höfđu ţau búiđ í Japan. Hann talar reiprennandi sex tungumál: rússnesku, japönsku, hollensku, ensku, ţýsku og nepölsku. Skákstíll hans er léttur og leikandi. Hann getur státađ af betra skori í innbyrđis viđureignum sínum viđ norska heimsmeistarann Magnús Carlsen. Í lokaumferđinni í gćr kom Giri mönnum sínum ţannig fyrir á drottningarvćng ađ L´Ami gat sig hvergi hrćrt og tapađi án ţess ađ fá rönd viđ reist:

Reykjavíkurskákmótiđ 2017 – 10. umferđ:

Anish Giri – Erwin L´Ami

Pólsk vörn

1. Rf3 Rf6 2. d4 e6 3. g3 b5 4. Bg5 Bb7 5. Rbd2 d5

Eđlilegra er 5. ... c5. Ţó ađ svartur nái í augnablikinu ađ loka á hvíta hornalínuna á hún eftir ađ galopnast.

6. e3 a6 7. a4 b4 8. Rb3 Rbd7

Hann gat leikiđ 8. ... a5 en eftir 9. Re5 er ađstađan allt annađ en ţćgileg.

9. Ra5! Dc8 10. Bxf6 Rxf6 11. c4 dxc4 12. Rxb7 Dxb7 13. Bg2 c3 14. bxc3 bxc3 15. O-O Bb4 16. Re5 Rd5 17. a5! 

GOS1172JJ17. ... Hb8 18. Da4+ Db5 19. Bxd5! exd5 20. Rc6 O-O 21. Hfb1 Dc4?

Eftir ţetta er stađan vonlaus. Hann gat barist áfram međ 21. .... Dxa4 22. Hxa4 Hb5 23. Hbxb4 c2 ţó ađ hróksendatafliđ sem kemur upp eftir 24. Ha1 Hfb8 25. Hc1 Hxb4 26. Rxb4 Hxb4 27. Hxc2 sé trúlega tapađ.

23. Rxb4 Hb8 24. Rc2 De2 25. Re1 h6 26. Dc2 Dc4 27. Rd3 Hb3 28. Kg2 g6 29. Rc5 Hb2 30. Dd3

– og svartur gafst upp. 

Jóhann, Bragi og Hannes Hlífar efstir íslensku ţátttakendanna

Jóhann Hjartarson, Bragi Ţorfinnsson og Hannes Hlífar Stefansson náđu bestum árangri islensku skákmannanna, hlutu 7 vinninga og enduđu í 11. – 29. sćti. Hannes tók tvćr ˝-vinnings yfirsetur en eftir fremur slysalegt tap um miđbik mótsins átti hann ekki möguleika á ađ blanda sér í baráttu efstu manna. Jóhann og Bragi teldu allar tíu skákirnar og bćttu báđir ćtlađan árangur sinn. Árangur íslensku keppendanna sem voru 88 talsins var undir međallagi miđađ viđ sum fyrri mót en fjölmargra sterkra íslenskra skákmanna var saknađ og framvarđasveitin ţví full-ţunnskipuđ. Margir hćkkuđu myndarlega á stigum, enginn ţó meira en Birkir Ísak Jóhannsson sem bćtti sig um 122 elo-stig. Ađrir sem hćkkuđu sig um 50 elo stig eđa meira voru Jón Ţór Lemery, 79 elo-stig, Arnar Heiđarsson, 77 elo-stig, Nansý Davíđsdóttir, 72 elo-stig, Jóhann Arnar Finnsson 62 elo-stig. Ađal styrktarađili 35. Reykjavíkurskákmótins var GAMMA.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Allt í hnapp á toppnum – Jóhann og Björn efstir Íslendinga

G4A1163MUEnn hefur engum skákmanni tekist ađ slíta sig frá öđrum í toppbaráttu Reykjavíkurmótsins en sjötta umferđ mótsins var tefld í Hörpunni í gćr og ađ henni lokinni voru eigi fćrri en 14 skákmenn efstir og jafnir međ 5 vinninga hver, ţ. á m. margir af stigahćstu keppendum mótsins Anish Giri, Baadur Jobava, Gawain Jones, Zoltan Almasi, Abijeeet Gupta, Gata Kamsky, Segei Movsesian og Konstantin Landa.

Jóhann Hjartarson og Björn Ţorfinnsson stóđu best ađ vígi međal okkar, báđir međ 4˝ vinning og nokkrir íslenskir skákmenn voru međ 4 vinninga. Hannes Hlífar Stefánsson lék gróflega af sér í byrjun tafls gegn Sophiku Guramishvili og mátti leggja niđur vopnin eftir ađeins 18 leiki. Hann er ţví úr myndinni í keppninni um efsta sćtiđ.

Á Reykjavíkurmótinu eru ţátttakendur 263 talsins og setja kornungir skákmenn mikinn svip á mótshaldiđ. Ţađ er mikiđ um taktískar vendingar í skákum ţeirra eins og eftirfarandi stađa sem kom upp í 1. umferđ ber međ sér:

Nansý Davíđsdóttir – Björn Ţorfinnsson

Björn virtist hafa alla ţrćđi í hendi sér áđur en hann lék sínum síđasta leik, 29. ... Da1-e5. Hann gat viđhaldiđ leppun í stöđunni međ 29. ... Dc1 en gaf nú Nansý fćri á óvćntum leik...

G4A1163QH30. Hxg6!

og hér sá Björn ađ ef 30. ... hxg6 ţá kemur 31. Dh3+ Kg8 32. Bb3+ Hf7 33. Dc8+! Kh7 34. Bxf7 og vinnur. Hann varđ ađ leika ...

30. ... Dxh2

og barđist síđan áfram manni undir og tókst međ mikilli útsjónarsemi ađ halda jöfnu.

Indverjar eru međ 16 keppendur, ţar af tvo kornunga skákmenn sem vakiđ hafa mikla athygli undanfariđ. Hinn 12 ára gamla Pragnanandhaa skortir ekki taktískt innsći:

G4A1163QL- Sjá stöđumynd 2. -

Dougherty – Pragnanandhaa

Indverjinn hafđi haldiđ frumkvćđinu nćstum ţví alla skákina en hann vissi vel ađ til ađ klára dćmiđ ţurfti hann ađ finna virkilega öflugan leik:

29. ... Dc4!

– og Kanadamađurinn gafst upp ţar sem 30. Dxc4 Rxc4 31. Bxg6 er svarađ međ millileiknum 31. ... Rxd2+ og svartur vinnur mann

 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 21. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Línur ađ skýrast á Reykjavíkurskákmótinu

GH61160JPJóhann Hjartarson er í hópi ţeirra 16 skákmanna sem unniđ hafa allar ţrjár skákir sínar á Reykjavíkurskákmótinu sem hófst í Hörpunni á miđvikudaginn. Jóhann hefur ekki teflt á Reykjavíkurskákmóti síđan áriđ 1996 og er í framvarđsveit ţeirra íslensku skákmanna sem tefla á mótinu. Hannes Hlífar Stefánsson, Ţröstur Ţórhallsson, Bragi Ţorfinnsson og hinn síungi Áskell Örn Kárason hafa hlotiđ 2 ˝ vinning og sitja í 17.-42. sćti.

Ţróunin vill verđa sú ţegar mikill stigamunur er á keppendum ađ í fyrstu umferđunum er eins og dregiđ sé í dilka; hinir stigahćrri hafa oftast betur og rađast saman síđar í mótinu. Tefldar verđa tíu umferđir og keppendur eiga kost á ˝ vinnings yfirsetu tvisvar. Stigahćstur allra er Hollendingurinn Anish Giri međ 2771 elo stig en ţeir stigalćgstu eru međ í kringum 1000 elo stig. En ţarna getur hver sem vill tekiđ ţátt og ófáir íslenskir skákmenn hafa tekiđ sín fyrstu skref á alţjóđavettvangi skákarinnar á Reykjavíkurskákmóti. Björn Blöndal, formađur borgarráđs, benti á ţá merkilegu stađreynd í setningarrćđu sinni, ađ ţegar Reykjavíkurskákmótinu var „hleypt af stokkunum“ í ársbyrjun 1964 var ţađ fyrsti alţjóđaviđburđurinn sem tengdist nafni Reykjavíkur.

 

Fyrsti stórmeistara Fćreyinga fer fyrir stórum hópi keppenda

Eftir ađ Reykjavikurskákmótiđ flutti sig um set yfir í Hörpuna hafa nokkrir erlendir keppendur haldiđ mikilli tryggđ viđ mótiđ og koma ár eftir ár. Nefna má Englendinginn Gawain Jones, Svíann Nils Grandelius, indversku skákdrottninguna Tönju Sadchev, Hollendinginn Eric Winter og ýmsa ađra. Samsetning keppenda leiđir í ljós ađ Bandaríkjamenn eru fjölmennastir međ 18 fulltrúa, Indverjar eiga 16 skákmenn og 13 Svíar taka ţátt. FIDE sćmdi Helga Dam Ziska stórmeistaratitli á dögunum og hann fer fyrir hópi 12 Fćreyinga. Bandaríkjamađurinn James Tarjan lćtur ekki mikiđ yfir sér en hefur ţó ákveđinn status á ţessu ţingi; fyrir meira en 30 árum hćtti hann sem atvinnumađur og gerđist bóksafnsfrćđingur. Hann og Beljavskí eru ţeir einu sem hafa teflt í sigursveit á Ólympíuskákmóti. Tarjan var međ ţegar Bandaríkjamenn unnu gulliđ í Haifa áriđ 1976 og Beljavskí var í sigursveit Sovétmanna árin 1982, 1984 og 1988.

 

Hvađ varđar baráttuna í Hörpunni ţá virđist mikill stigamunur oft gefa ţeim stigahćrri sálfrćđilegt forskot. Ţannig virtist a.m.k fara fyrir hinum finnska andstćđingi Jóhanns í 2. umferđ. Hann hefđi átt ađ kíkja betur á hiđ flókna afbrigđi Vínartafls. Ţađ byggist á peđsfórn strax í 6. leik og annađ peđ er ađ fá ef svartur vill:

Jóhann Hjartarson – Samu Ristoja

Vínar tafl

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 dxc4 5. e4 Bb4 6. Bxc4 Rxe4 7.

O-O Rxc3 8. bxc3 Bxc3?

Svarta stađan er óteflandi eftir ţetta peđsrán, 8. ... Be7 hefur margoft sést.

9. Hb1 c6 10. Hb3 Ba5 11. Re5 b5?

11. ... Rd7 kom til greina en hvítur á fórnina 12. Rxf7! Kxf7 13. Bxe6+! Kxe6 14. De2+ Kf7 15. Dc4+! Kf8 16. Ba3+ c5 17. Hf3+ og vinnur.

12. Dg4! g6 13. Bg5 f5 14. Dh4 Dc7 15. Be2 Hg8 16. Hc1 a6 17. Bf3 Bb7 

GH6115R1118. Bd8!

Laglegur hnykkur sem gerir út um tafliđ.

18. ... Dxd8 19. Dxh7 Hf8 20. Dxg6+ Ke7 21. Dg7+

– og svartur gafst upp, 21. ... Kd6 22. Dxb7 er algerlega vonlaust framhald.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 22. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Dagur vann úrslitaskákina um sćti í landsliđsflokki

IMG_2743Ţegar lokaumferđin í áskorendaflokki fór fram um síđustu helgi lá ljóst fyrir ađ enginn gat náđ Guđmundi Gísalsyni ađ vinningum. Hann hafđi hlotiđ 7 ˝ vinning úr átta skákum og langt í nćstu menn. Tvö sćti í landsliđsflokki voru í bođi og ýmsir möguleikar í stöđunni. Jóhann Ingvason stóđ vel ađ vígi ef kćmi til stigaútreiknings en varđ ţó ađ vinna skák sína gegn Tómasi Björnssyni til ađ vera öruggur međ sćti í landsliđsflokknum. Ţá áttust viđ Lenka Ptacnikova og Dagur Ragnarsson og gátu bćđi međ sigri unniđ sćti í landsliđsflokknum ef önnur úrslit yrđu ţeim hagfelld. Og eftir mikla baráttu vann Dagur sína skák, Jóhann varđ ađ gera sér jafntefli ađ góđu og á toppborđinu dró til tíđinda ţegar Bolvíkingurinn Halldór Grétar Einarsson vann sigurvegarann. Ekki í fyrsta sinn sem ţeir heiđursmenn Halldór og Guđmundur Gíslason eigast viđ. En ţessi úrslit breyttu ţó litlu um lokaniđurstöđuna:

1. Guđmundur Gíslason 7 ˝ v. (af 9) 2. Dagur Ragnarsson 6 ˝ v. 3. Jóhann Ingvason 6 v. 4. – 7. Björgvin Víglundsson, Halldór Grétar Einarsson, Kristján Eđvarđsson og Lenka Ptacnikova 5 ˝ v.

Keppendur voru 22 talsins.

Ţrír ungir men taka nú sćti í landsliđsflokki, auk Dags, ţeir Vignir Vatnar Stefánsson og Bárđur Örn Birkisson. Verđur skemmtilegt ađ fylgjast međ taflmennsku ţeirra. Dagur missti af lestinni í fyrra en mćtir nú enn sterkari á ţennan vettvang. Hann náđi snemma frumkvćđinu í úrslitaskákinni og vann sannfćrandi sigur:

Skákţing Íslands 2017; 9. umferđ:

Lenka Ptacnikova – Dagur Ragnarsson

Vćngtafl

1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. b3 Bg4 4. Re5 Bh5 5. Bb2 f6 6. Rf3 e5 7. cxd5 exd5 8. g3 Bd6 9. Bg2 Re7 10. O-O O-O 11. d3 Rbc6 12. Rc3 Dd7 13. a3 a5 14. Rb5 Bb8 15. a4 Ra7 16. Rxa7 Bxa7 17. d4?

Ţessi leikur er verri en enginn. Ţađ er smá galli viđ vćngtöflin ađ hvítur á stundum erfitt međ ađ finna haldgóđa áćtlun eftir byrjunarleikina.

17. e4 18. Rd2 b5 19. f3? f5

Eđlilegur leikur en sterkara er 19. e3! 20. Rb1 b4! og riddarinn á b1 getur sig hvergi hrćrt.

20. e3 b4!

Ţenur út áhrifasvćđi sitt. Ţađ kemur líka á daginn a biskupinn á b2 hefur ekkert svćđi ađ vinna međ.

21. Hc1 g5 22. De1 Hae8 23. f4 gxf4 24. gxf4 Rg6 25. Df2 Bb6 26. Hc2 Bd8 27. Hfc1 Rh4 28. Kh1 He6 29. Bf1 Hg6 30. Bb5 Df7 31. Hc6 Hg2 32. Hg1 Hxg1+ 33. Kxg1 Kh8 34. Hc8 Rf3 35. Rxf3 exf3!

GTE1157KJEinnig kom til greina ađ tala viđ biskup. En úr ţessu er ekki nokkur leiđ fyrir hvítan ađ verjast. 

36. Kf1 De6 37. Hxd8 Hxd8 38. Dh4 Hg8 39. Dxh5 Dxe3 

GTE1157KFHvítur getur varist máti međ ţví ađ gefa drottninguna en ţađ er vitaskuld algerlega vonlaust svo Lenka lagđi niđur vopnin.

 

Wesley So sigrađi á bandaríska meistaramótinu

„Skytturnar ţrjár“, Wesley So, Hikaru Nakamura og Fabiano Carurana, áttu ekki sjö dagana sćla á bandaríska meistaramótinu sem lauk í St. Louis um síđustu helgi. Eftir ellefu umferđir varđ So ađ deila efsta sćti međ Alexander Onischuk en ţeir hlutu 7 vinninga af af ellefu mögulegum. Ţeir ţurftu ađ tefla tvćr atskákir um sćmdarheitiđ Skákmeistari Bandaríkjanna 2017. So sigrađi 1 ˝ :˝ og bćtti ţar međ enn einni rósinni í hnappgatiđ. Nakamura og Caruana urđu í 3.-5. sćti ásamt Akobian en ţeir fengu allir 6 ˝ vinning.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 15. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Guđmundur Gíslason efstur í áskorendaflokki Íslandsmótsins

GPS114AK4Í keppni áskorendaflokks Skákţings Íslands sem fram fer í Stúkunni á Kópavogsvelli ţar sem keppt er um tvö sćti í landsliđsflokki hefur Ísfirđingurinn Guđmundur Gíslason unniđ allar skákir sínar og er 1 ˝ vinningi á undan Jóhanni Ingvasyni og Lenku Ptacnikovu sem eru međ 3 ˝ vinning. Međ ţrjá vinninga eru nokkrir, ţ.ám. Jón Kristinsson, eini keppandinn sem orđiđ hefur Íslandsmeistari en ţađ gerđist árin 1971 og aftur 1974. 

Óvćnt úrslit á bandaríska meistaramótinu

Spćnski leikurinn er eins og margir vita nefndur eftir spćnskum presti, Ruy Lopez. Hann var samfara miklum breytingum sem urđu á iđkun skákar ţegar styrkur drottningarinnar var aukinn á skákborđinu en breytingin er rakin til hylli Ísabellu Spánardrottningar sem eins og sagan greinir frá greiddi götu Kristófers Kólumbus. Eftir níu algengustu leiki ţess spćnska á svartur marga valkosti og einn ţeirra sem virkar svolítiđ skringilega er afbrigđi Ungverjans Breyer og byggist á ţví ađ riddara er leikiđ upp í borđ. 

Vinur okkar Boris Spasskí, sem varđ áttrćđur 30. janúar sl., tefldi Breyer-afbrigđiđ af slíkum ţokka ađ unun var á ađ horfa. En ţar kom ađ hann tapađi; í 10. einvígisskák gegn Fischer í Laugardalshöllinni um verslunarmannahelgina 1972 og aftur 20 árum síđar í fyrstu skák endurkomueinvígis ţeirra í Júgóslavíu. Spasskí lagđi meira til ţróunar afbrigđisins međ hvítu en flesta grunar; í áskorendaeinvígi sem hann háđi viđ Lajos Portisch áriđ 1977 vann hann lykilskák međ slíkum glćsibrag ađ mótspyrna Ungverjans hrundi. Á bandaríska meistaramótinu í St. Louis kom eiginlega „systurskák“ ţessarar viđureignar. Wesley So heldur naumri forystu en stórskytturnar Hikaru Nakamura og Fabiano Caruana hafa átt í basli og sá síđarnefndi missti sennilega af lestinni í keppni um efsta sćtiđ ţegar hann tapađi í 7. umferđ fyrir lítt ţekktum Úkraínumanni sem náđi viđ ţađ efsta sćti ásamt So. Stađan á toppnum:

1. – 2. So og Zherebukh 4 ˝ v. (af 7) 3. – 4. Akobian og Nakamura 4 v. 5. – 9. Robson, Caruana, Shankland, Naroditsky og Onischuk 3 ˝ v. Keppendur eru 12 talsins.

Bandaríska meistaramótiđ 2017:

Zherebukh – Caruana

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 O-O 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. a4 c5 16. d5 c4 17. Bg5 h6 18. Be3 Rc5 19. Dd2 h5 20. Bg5 Bg7 21. Hf1 Dc7

Allt saman ţekkt en drottningin gćti veriđ betur geymd á e7 til ađ eiga f8-reitinn.

22. Bh6 Bh8 23. Rg5 Rh7 24. Rxh7 Kxh7 25. Be3 De7 26. f4!

Ţessi framrás reynir á burđarveggi kóngsstöđunnar en riddarinn fćr e5-reitinn.

26. ... exf4 27. Bxf4 Kg8 28. Hf3 Bg7 29. Haf1 Rd7 30. Bh6 Bxh6 31. Dxh6 Df8 32. Dd2 Re5 33. Hf6 Had8 34. Dg5 Dg7 35. Bd1! Bc8 36. Dh4 Kf8 37. Df4 Dg8 38. Kh1 He7 

GPS114AK839. Bxh5!

Ţessi biskup sem stundum rekst á eigin peđ í spćnska leiknum tekur nú til óspilltra málanna. Ţađ er ekki hollt ađ taka hann: 39. ... gxh5 40. Rxh5 og „Houdini“ segir mér ađ svarta stađan sé óverjandi.

39. ... bxa4 40. Bd1 Dg7 41. Bxa4 Dh7 42. Dg5 a5 43. Kg1 Dh8 44. H1f4 Dg7 45. Hh4 Rd3 46. Hh6 Re5 47. Hf4 Bd7 48. Dh4! Kg8 49. Dxe7 He8 50. Dg5 Bxa4 51. Hf6

- og svartur gafst upp.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 8. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Wesley So ćtlar ađ verđa heimsmeistari

Ţađ er varla neinum blöđum um ţađ ađ fletta ađ stórveldin međal ţjóđa Asíu eru Kínverjar og Indverjar. En ţađ hefur ekki alltaf veriđ ţannig. Anand ruddi brautina fyrir Indverja á árunum í kringum 1990 en ţá vann hann sér sćti í áskorendakeppninni. Kínverjar tefldu fyrst á ólympíumóti ári 1978 en fram ađ ţeim tíma voru Filippseyingar Asíu-stórveldiđ í skákinni ţökk sé sterkri skákhefđ og Eugenio Torre sem áriđ 1974 varđ fyrsti stórmeistari Asíu og hefur teflt í fleiri ólympíumótum en nokkur annar. Á ţví síđasta sem fram fór í Bakú í Aserbadsjan náđi hann árangri sem lengi verđur í minnum hafđur hann tefldi á 3. borđi fyrir Filppseyinga og hlaut 10 vinninga af 11 mögulegum. Miklar vonir bundu Filippseyingar viđ Torre á uppgangsárunum og sumariđ 1976 vann hann sterkt skákmót í Manila og lagđi ţar sjálfan Karpov heimsmeistara ađ velli. Torre var á ţessum árum fenginn til ađ stjórna sjónvarpsţćtti um skák og tók einnig ađ sér hlutverk í kvikmyndum sem kann ađ hafa leitt hann á brautir fjarri hinni einmanalegu göngu til ćđstu metorđa skáklistarinnar.

„Heitasti“ skákmađurinn í dag er líka frá Filippseyjum; Wesley So hefur opinberlega lýst ţví yfir ađ hann stefni á ađ verđa heimsmeistari. Hann hefur unniđ hvern sigurinn á fćtur öđrum undanfariđ, nú síđast á stórmótunum í London og Wijk aan Zee og er kominn í 2. sćti á stigalista FIDE međ 2822 elo stig. Ţar trónir Magnús Carlsen á toppnum međ međ 2838 elo stig. Munurinn er ekki mikill en áđurnefndur Karpov lýsti ţví nýlega yfir ađ Norđmađurinn bćri enn höfuđ og herđar yfir kollega sína.

Uppgjör ţessarra tveggja eđa einhverskonar reikningskil virđast liggja í loftinu; ţađ spurđist út um daginn ađ í keppni á netinu sem kallast Pro chess league myndu ţeir mćtast í skák međ tímamörkunum 15 2. So tefldi fyrir sveit sem nefnist Erkibiskupar St. Louis en Magnús var í brúnni fyrir Norsku dvergana. Ţeir fyrrnefndu unnu 9:7 ţó ađ Magnús hafi unniđ allar fjórar skákir sínar ţ. ám. So. Í skákinni sem hér fer á eftir tókst norska heimsmeistaranum ađ ţröngva stíl sínum upp á So sem tefldi byrjunin fremur „druslulega,“ skipti vitlaust upp á miđborđinu og mátti síđan fylgjast međ Magnúsi bćta stöđu sína hćgt og bítandi. Ţegar tíminn tók ađ styttast gáđi So ekki ađ sér:

Wesley So – Magnús Carlsen

Bogo-indverskv vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 a5 5. a3 Bxd2+ 6. Dxd2 b6 7. Rc3 Bb7 8. g3 O-O 9. Bg2 Re4 10. Rxe4 Bxe4 11. O-O a4 12. De3 Bb7 13. Dd3 f5 14. Re5 Bxg2 15. Kxg2 d6 16. Rf3 Df6 17. e4 Rc6 18. Hae1 Ha5! 

Óvenjulegur stađur fyrir hrókinn sem frá a5 eygir f5-reitinn.

GDO113CL819. d5 fxe4 20. Dxe4?

Og hér var tvímćlalaust betra ađ taka á e4 međ hrók.

20. ... exd5 21. cxd5 Re7! 22. Hd1 Df5! 23. Dxe7 Dxf3+ 24. Kg1 Hc5 25. Hd2 h6 26. He1? Hf5 27. He3 Hc1+ 28. He1 Hxe1+ 29. Dxe1 He5 30. Dc1 b5 31. h3 Kf8 32. h4 Ke8 33. Kh2 Kd8 34. Dh1 Db3 35. Dg2 He1 36. Dh3 Df3 37. Dg2 Df5 

GDO113CLCSvarta stađan er vćnleg en vinningsleiđin liggur ekki fyrir. Ein áćtlunin gćti veriđ ađ bćta stöđu kóngsins ogh sćkja ađ d5-peđinu. En eins og stundum gerist ţegar tíminn styttist leikur annar ađilinn gróflega af sér.

38. Dh3?? Hh1+!

– drottningin fellur og frekari barátta er tilgangslaus. So gafst upp.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 1. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út og tóku gildi 1. apríl sl. Hjörvar Steinn Grétarsson (2567) hefur náđ toppsćtinu. Hannes Hlífar Stefánsson (2566) og Héđinn Steingrímsson (2562) ţriđji.

 

Topp 20

No.NameTitapr.17DiffGms
1Gretarsson, Hjorvar SteinnGM256744
2Stefansson, HannesGM2566-44
3Steingrimsson, HedinnGM2562-23
4Hjartarson, JohannGM253654
5Petursson, MargeirGM251633
6Olafsson, HelgiGM2512-289
7Danielsen, HenrikGM249001
8Kjartansson, GudmundurIM2468-312
9Gunnarsson, Jon ViktorIM246044
10Arnason, Jon LGM245801
11Thorfinnsson, BragiIM245734
12Gretarsson, Helgi AssGM244813
13Kristjansson, StefanGM2447-124
14Thorsteins, KarlIM243200
15Gunnarsson, ArnarIM2428-34
16Thorhallsson, ThrosturGM242344
17Thorfinnsson, BjornIM241334
18Kjartansson, DavidFM2389234
19Arngrimsson, DagurIM237614
20Ulfarsson, Magnus OrnFM2375-54

 

Stigalistann í heild sinni má finna hér.

 

Nýliđar

 

Átta nýliđar eru á listanum nú. Stigahćstur ţeirra er Stefán Ţormar Guđmundsson (1736). Í nćstu sćtum eru Georg Páll Skúlason (1584) og Ólafur Helgi Árnason (1565).

No.NameTitapr.17DiffGms
1Gudmundsson, Stefan Thormar 173617365
2Skulason, Georg Pall 158415846
3Arnason, Olafur Helgi 156515655
4Fridthofsson, Sigurjon Thor 154515457
5Johannsson, Hjortur Yngvi 140314035
6Hakonarson, Oskar 121312136
7Thorisson, Bjartur 1071107110
8Omarsson, Adam 1067106712

 

Mestu hćkkanir

Ţorsteinn Magnússon (62) hćkkar mest frá mars-listanum. Í nćstu sćtum eru Páll Ţórsson (53), Halldór Atli Kristjánsson (53) og Arnar Smári Signýjarson (53).

No.NameTitapr.17DiffGms
1Magnusson, Thorsteinn 1489623
2Thorsson, Pall 1688535
3Kristjansson, Halldor Atli 1438532
4Signyjarson, Arnar Smari 1368533
5Gunnarsson, Baltasar Mani Wedhol 1230483
6Birkisson, Bjorn Holm 2057454
7Finnbogason, Knutur 1630442
8Karason, Halldor Ingi 1799423
9Vignisson, Ingvar Egill 1693363
10Edvardsson, Kristjan 2228354
11Thorhallsson, Pall 2052344
12Bergsson, Stefan 2031347
13Arnarson, David 1558321
14Magnusson, Bjorn 1278311
15Mai, Aron Thor 1956304
16Thorsteinsson, Leifur 1584301
17Heidarsson, Arnar 1391302
18Johannesson, Jon 1773282
19Aegisson, Sigurdur 1696271
20Hakonarson, Sverrir 1487272

 

Stigahćstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2242) sem er fyrr langstigahćsta skákkona lansins. Í nćstu sćtum eru Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2050) og Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2013).

No.NameTitapr.17DiffGms
1Ptacnikova, LenkaWGM2242-33
2Thorsteinsdottir, HallgerdurWFM205000
3Thorsteinsdottir, GudlaugWFM2013-32
4Finnbogadottir, Tinna Kristin 1883-113
5Davidsdottir, Nansy 1864-172
6Kristinardottir, Elsa Maria 1822-72
7Magnusdottir, Veronika Steinunn 1785122
8Hauksdottir, Hrund 176572
9Helgadottir, Sigridur Bjorg 176300
10Fridthjofsdottir, Sigurl. Regina 1750-143

 

Stigahćstu ungmenni landsins (fćdd 1997 og síđar)


Vignir Vatnar Stefánsson (2341) er sem fyrr stigahćsta ungmenni landsins 20 ára og yngri. Í nćstu sćtum eru Dagur Ragnarsson (2316) og Oliver Aron Jóhannesson (2272).

No.NameTitapr.17DiffGmsB-day
1Stefansson, Vignir VatnarFM2341-12132003
2Ragnarsson, DagurFM231618111997
3Johannesson, OliverFM22721741998
4Thorgeirsson, Jon Kristinn 2189-371999
5Hardarson, Jon Trausti 2157941997
6Heimisson, Hilmir Freyr 2152-2212001
7Birkisson, Bardur Orn 2146442000
8Jonsson, Gauti Pall 20871271999
9Thorhallsson, Simon 2074-1171999
10Birkisson, Bjorn Holm 20574542000Stigahćsti eldri skákmenn landsins (65+)


Friđrik Ólafsson (2365) er sem fyrr langstigahćsti landsins 65 ára og eldri. Í nćstu sćtum Arnţór Sćvar Einarsson (2255) og Jón Ţorvaldsson (2170).

No.NameTitapr.17DiffGmsB-day
1Olafsson, FridrikGM2365001935
2Einarsson, Arnthor 2255-241946
3Thorvaldsson, Jon 2170211949
4Kristinsson, Jon 2166001942
5Viglundsson, Bjorgvin 2143-321946
6Halfdanarson, Jon 2129-1521947
7Fridjonsson, Julius 2126-521950
8Thor, Jon Th 2120821944
9Halldorsson, Bragi 21101721949
10Kristjansson, Olafur 2102-1031942


Reiknuđ skákmót

 • Íslandsmót skákfélaga (Seinni hluti - 1.-4. deild)
 • Bikarsyrpa TR nr. 5
 • Skáking Norđlendinga (umferđir 1-4 (atskák) og umferđir 5-7 (kappskák)
 • Meistaramót Vinaskákfélagsins (atskák)
 • Íslandsmót grunnskólasveita (atskák)
 • Hrađskákmót Akureyrar (hrađskák)
 • Ţrjú elíutmót Hugins (hrađskák)
 • Tvö hrađkvöld Hugins (hrađskák)
 • Páskaeggjasyrpa TR nr. 1 (hrađskák)

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2838) er stigahćsti skákmađur heims. Í nćstu sćtum eru Wesley So (2822) og Fabiano Caruana (2817)

Heimlistann má nálgast hér.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.5.): 738
 • Sl. sólarhring: 808
 • Sl. viku: 7847
 • Frá upphafi: 8195753

Annađ

 • Innlit í dag: 537
 • Innlit sl. viku: 5180
 • Gestir í dag: 363
 • IP-tölur í dag: 346

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband