Leita í fréttum mbl.is
Embla

Fćrsluflokkur: Skákţćttir Morgunblađsins

Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarinn missti nćstum ţví toppsćtiđ á elo-listanum

Stigalistinn sem kenndur er viđ bandaríska eđlis- og tölfrćđinginn Arpard Elo birtist fyrst á alţjóđavettvangi áriđ 1970 en á ţví tćplega 50 ára tímabili síđan FIDE tók upp kerfiđ hafa furđu fáir skákmenn skipađ efsta sćti listans. Ţaulsćtnastir voru Anatolí Karpov og arftaki hans Garrí Kasparov sem sat á toppnum í samfellt í 20 ár eđa ţar til hann hćtti taflmennslu og sneri sér ađ rússneskri pólitík.

Magnús Carlsen náđi toppsćtinu áriđ 2010, sló stigamet Kasparovs fljótlega upp úr ţví og komst hćst í 2882 elo stig. Undanfarin ár hefur enginn ógnađ stöđu hans eđa ţar til Norska skákmótiđ hófst í Stavangri í síđustu viku. Af einhverjum ástćđum hefur Magnús reynst lítill spámađur í eigin föđurlandi og ţegar hann tapađi fyrir Aronjan og síđan Kramnik í sjöunudu umferđ var allt í einu komin upp sú stađa ađ Vladimir Kramnik var ađeins 4,4 elo stigum frá heimsmeistaranum á hinum svokallađa „lifandi“ stigalista FIDE.

Skákirnar í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fóru fimmtudaginn gátu ţví leitt af sér sćtaskipti. Ţá mćtti Magnús mótherja sínum frá heimsmeistaraeinvíginu í New York sl. haust, Sergei Karjakin og Kramnik tefldi viđ Vachier-Lagrave. Norđmönnum til óblandinnar ánćgju náđi Magnús ađ hrista af sér ólundina, sem var öllum ljós ţegar hann mćtti ekki á blađamannafund degi fyrr, og vann glćsilega. Ţeir grétu heldur ekki ţegar Kramnik tapađi fyrir Vachier-Lagrave í sömu umferđ og stađan á toppi elo-listans „róađist“ heilmikiđ:

Magnús Carlsen – Sergei Karjakin

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 O-O 5. Bd3 d5 6. cxd5 exd5 7. Re2 He8 8. Bd2 Bf8 9. O-O b6 10. Hc1 c5 11. Rf4 Bb7 12. Df3 Ra6 13. Hfd1 cxd4 14. exd4 Rc7 15. Bc2 Bd6 16. Be3 Re4 17. Ba4 He7 18. Bb3 Dd7 19. h3 Rxc3 20. bxc3 Bc6 21. Rh5!

Eftir byrjun sem telja má hefđbundna beinist athygli riddarans skyndilega ađ viđkvćmri kóngsstöđu svarts. Hótunin er 22. Bh6!

21. ... He6 22. Bc2 Ba4! 23. c4!

Skemmtileg barátta og vel teflt; hvítur missir sinn „betri“ biskup en nćr ađ opna fyrir ţann sem stendur á e3.

23. ... dxc4 24. d5 Hg6 25. Bd4 Bxc2 26. Hxc2 Da4 27. Hcc1 Dxa2

GJN11DMAQ28. Rxg7!

Ţessi fórn lá í loftinu en er á engan hátt einföld ţar sem varnir svarts eru enn traustar ţó ađ hrókar hvíts hafa heilmikiđ svćđi til ađ vinna međ.

28. ... Hxg7 29. Bxg7 Kxg7 30. Dg4+ Kf8 31. Dh4 Db2 32. Hxc4!?

Magnús var í tímahraki og gat fengiđ jafntefli međ 32. Dh6+ Ke7 33. Dh4+ o.s.frv.

32. ... Re8 33. He1 Df6 34. Dxh7!

Vitaskuld ekki 34. He8+?? Hxe8 35. Dxf6 He1 mát!

34. ... Dg7 35. Dc2 Df6 36. Hg4 Bc5 37. He2 Dh6 38. g3 Rf6 39. Hh4 Dg7 40. Kg2 Dg5 41. Dc3 Bd6?

Afleikur, 41. ... Dg7 var eina vörnin.

42. Hh8+ Rg8 43. He4 Dg7 44. Hxg8+!

Lokahnykkurinn. Eftir 44. ... Dxg8 45. Df6 Bc5 46. d6 er öllu lokiđ. Svartur gafst upp. Hrókurinn á a8 hreyfđi sig aldrei.

Ţrátt fyrir ţennan sigur er frammistađa Magnúsar undir vćntingum og svo virđist sem hann hafi enn ekki jafnađ sig fyllilega eftir heimsmeistaraeinvígiđ sl. haust. Stađan fyrir lokaumferđina var ţessi:

1. Aronjan 5 ˝ v. ( af 8) 2. Nakamura 5 v. 3. Giri 4 ˝ v. 4. – 5. So og Kramnik 4 v. 6. – 9. Carlsen, Caruana, Anand og Vachier-Lagrave 3 ˝ v. 10. Karjakin 3 v.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 17. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Hárgreiđsla heimsmeistarans, gleraugun og kćrastan

GL611CP1CNorska skákmótiđ sem hófst međ pompi og pragt í Stafangri í byrjun vikunnar dregur til sín tíu af tólf stigahćstu skákmönnum heims. Ţegar ţađ var upphaflega kynnt lögđu skipuleggjendur ţess og stćrsti styrktarađili, norska fyrirtćkiđ Altibox, áherslu á ađ ná saman öllum á topp tíu lista FIDE. Smávćgilegar breytingar á elo-listanum sem birtur var í byrjun maí sl. og eru ţćr helstar ađ Aserinn Mamedyarov hefur skotist upp í í 5. sćti og Kínverjinn Liren Ding situr í ţví tíunda. En ţađ skiptir Norđmenn litlu máli; ţeir eru hvort eđ er allir ađ fylgjast međ heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen sem ţessa dagana skartar nýjum gleraugum, nýrri hárgreiđslu og hefur eignast kćrustu, hina 22 ár gömlu Synn Christin Larsen.

Mótshaldiđ hófst á mánudaginn međ hrađskákmóti keppendanna en fimm efstu sćtin ţar tryggđu fleiri skákir međ hvítu í ađalmótinu. Magnús var baneitrađur og vann međ yfirburđum, hlaut 7 ˝ vinning af níu mögulegum en í 2. – 3. sćti komu Nakamura og Aronjan međ 5 ˝ v. hvor, Vachier-Lagrave varđ fjórđi međ 5 vinninga og Kramnik náđi 5. sćti á stigum.

Hressileg barátta í hrađskákinni hefur svo vikiđ fyrir yfriđ varfćrnislegri taflmennsku á ađalmótinu; í fyrstu ţrem umferđunum hefur 13 skákum af 15 lokiđ međ jafntefli. Nakamura og Kramnik eru efstir međ 2 vinninga, síđan koma Magnús, So, Aronjan, Vachier-Lagrave, Caruana og Karjakin međ 1 ˝ vinning en lestina reka Anand og Giri međ 1 vinning.

Enn á Magnús eftir ađ vinna skák og hefur gert jafntefli viđ So, Caruana og Nakamura. Sá síđastnefndi hóf keppnina međ ţví ađ vinna Anish Giri sem sjaldan tapar en vendipunkturinn kom í ţessari stöđu: 

GL611CP1GNakamura – Giri

Hollendingurinn hafđi veriđ í varnarstöđu lengi og biskupinn virtist ofjarl riddarans en samt lék Naka...

48. Bxd7! Hxd7+ 49. Ke5 Kf7 50. Hb8!

Svartur rćđst inn á b7 og a7-peđiđ fellur. Eftirleikurinn er auđveldur.

50. ... He7+ 51. Kd5 Kf6 52. Hb7 He5+ 53. Kd4 Ha5 54. Hxa7 f4 55. Kc4 Ha2 56. Kc5 h5 57. Ha8 Hc2 58. Kb6 Hb2+ 59. Kc5 Hc2+ 60. Kb6 Hb2+ 61. Ka7 Hxg2 62. Hb8 Hf2 63. Hb6+ Kg7 64. Kb7 Hxf3 65. a7 Ha3 66. Ha6 Hb3+ 67. Kc6

- og Giri gafst upp.

Nakamura dregur enga dul á ţá fyrirćtlan sína ađ ná heimsmeistaratitlinum úr hendi Magnúsar en árangur hans gegn Norđmanninum er slakur. En ţegar á hólminn er komiđ ţurfa fyrri viđureignir ekki ađ skipta neinu máli. Góđir frćđimenn voru fljótur ađ benda á nokkurn skyldleika viđ einn frćgasta leik Fischers frá lokaeinvígi áskorendakeppninnar áriđ 1971 og hefur stundum veriđ tekinn sem dćmi um ţađ hvernig koma má betri stöđu í verđ međ óvćntum uppskiptum:

GL611CP1KBuenos Aires 1971; 7. einvígisskák: 

Fischer – Petrosjan

Ţađ hafđi margt fróđlegt gerst áđur en ţessi stađa kom upp. Riddarinn á c5 er greinilega mikill stólpagripur en án ţess a depla auga lék Fischer ... ..

22. Rxd7+! Hxd7 23. Hc1 Hd6 24. Hc7 Rd7 25. He2 g6 26. Kf2 h5 27. f4 h4?

Petrosjan hefđi betur sleppt ţessum leik en stađan var erfiđ.

28. Kf3 f5 29. Ke3 d4+ 30. Kd2 Rb6 31. Hee7 Rd5 32. Hf7+ Ke8 33. Hb7 Rxb4 34. Bc4!

Ţađ fór vel á ţví ađ uppáhaldsbiskup Fischers ćtti síđasta orđiđ. Petrosjan gafst upp.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 10. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Óbilandi sjálfstraust

GUN11BSR2Af ţeim bókum sem Jan Timman hefur skrifađ held ég mest upp á „The art of chess analysis“, samantekt viđureigna frá tímabili ţegar Hollendingurinn var ađ hasla sér völl í skákheiminum. Timman tekur nokkur dćmi um djarfar ákvarđanir viđ skákborđiđ: Bobby Fischer sat ađ tafli andspćnis Júgóslavanum Milan Matulovic á millisvćđamótinu í Palma á Mallorca síđla árs 1970 og virtist geta tekiđ jafntefli međ ţví ađ endataka leiki. Stađa hans var greinilega lakari en hann hafnađi ţví ađ ţráleika og hélt baráttunni áfram. Skákinni lauk um síđir međ jafntefli en ţetta dćmi og annađ sem Timman tók úr viđureign Karpovs í Las Palmas á Kanaríeyjum frá árinu 1977 gegn Ungverjanum Andras Adorjan eru lýsandi dćmi um óbilandi sjálfstraust ţeirra allra bestu á hátindi ferilsins. Timman hefđi getađ bćtt viđ dćmum úr skákum ţess heimsmeistara sem lengst sat; Emanuel Lasker tók oft á sig erfiđar stöđur og jafnvel tapađar eingöngu til ţess ađ geta haldiđ baráttunni áfram. Og mér sýnist ađ ţessi lyndiseinkunn sem hér er lýst eigi vel viđ núverandi heimsmeistara, Magnús Carlsen.

Á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem haldiđ var um síđustu helgi féllu leikir ţannig í baráttu tveggja af sigurstranglegustu keppendunum:

Meistaramót Skákskóla Íslands 2017; 3. umferđ:

Hilmir Freyr Heimisson – Jón Trausti Harđarson

Trompowsky-byrjun

1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. h4 c5 4. dxc5 Da5+ 5. Rd2 e5 6. c3 Rxd2 7. b4 Dc7 8. Bxd2 b6 9. cxb6 axb6 10. e4 Bb7 11. Bd3 Be7 12. Re2 d5 13. Rg3 Rd7 14. De2 O-O 15. h5 dxe4 16. Bxe4 Bxe4 17. Dxe4 Rf6 18. De2 Rd5 19. O-O Rxc3 20. Bxc3 Dxc3 21. h6 g6 22. Hac1 Dd4 23. Hfd1 Df4 24. Hc6 Hfd8 25. Hxb6 Bxb4 26. Hxd8+ Hxd8 27. Re4 Dxh6

GUN11BSQU- Sjá stöđumynd 1 -

Ţú ert einn efstur í mótinu og ert ađ tefla viđ stigahćsta keppandann. „Besti“ leikurinn er 28. Hxb4 en ţá ţvingar svartur fram jafntefli međ ţráskák, 28. ... Dc1+ 29. Kh2 Dh6+ o.s.frv. Hvađ gerir ţú? Jafntefli ţarf ekki ađ henta illa; eftir ađra leiki er svarta stađan heldur betri ađ mati „vélanna“ og hvítur er peđi undir. Ţađ virtist ekki hvarfla ađ Hilmi ađ sćttast á skiptan hlut og hann lék ...

28. g3!? Be7 29. Kg2 Hc8 30. Hb1 Df8 31. a4 f5 2. Rd2 Bf6 33. Da6 Bg7 34. Rf3 De8 35. Hb7 e4 36. Rg5 e3 37. Dd6

37. ... Kh8 38. Dd5

 

GUN11BSR6Í einhverjum tilvikum á ţessum kafla hefđi svartur getađ gert betur en núna varđ hann ađ leika 38. ... Dc6 og stađan er í jafnvćgi.

38. ... e2?? 39. Rf7+ Kg8 40. Rd6+ Kh8 41. Rxe8 e1(D) 42. Rxg7 f4 43. Rh5!

og svartur gafst upp, 43. .. gxh5 er svarađ međ 44. Dd4+ og mátar.

Hilmir Freyr lét ekki stađar numiđ eftir ţennan sigur og vann stigahćrri flokki meistaramótins međ fullu húsi. Efstu menn urđu: 1. Hilmir Freyr Heimisson 5 v. (af 5) 2. Bárđur Örn Birkisson 3˝ v. 3.-5. Aron Thor Mai, Alexander Oliver Mai og Jón Trausti Harđarson 2˝ v.

Í flokki keppenda undir 1.600 Elo-stigum urđu jafnir og efstir Gunnar Erik Guđmundsson, Örn Alexandersson og Ţorsteinn Magnússon allir međ 6 vinninga af átta mögulegum. Viđ stigaútreikning reyndist Gunnar Erik hlutskarpastur. Efstur í flokki keppenda undir 1.200 Elo-stigum var Magnús Hjaltason.

Myndaexti: Fullt hús Hilmir Feyr Heimisson tekur viđ verđlaunum úr hendi Agnars Tómasar Möller frá GAMMA sem var ađalstyrktarađili Meistaramóts Skákskólans. — Morgunblađiđ/SÍ

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 3. júní 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Titilhafar á ţriđjudegi

Rosa-Gummi

Nú eru meir en 20 ár liđin síđan taflmennska á netinu hófst fyrir alvöru og vinsćlasti ţjónninn í ţá daga var Internet chess club, ICC. Menn tóku oft góđar rispur á ţessum vettvangi en fyrir 15 árum eđa svo hćtti greinarhöfundur ađ tefla ţarna svo heitiđ gćti og lágu til ţess ástćđur sem ekki er ţörf á ađ rekja hér. Ágćtur tölvumađur og vefhönnuđur, Ingvar Ţ. Jóhannesson, kom mér aftur á sporiđ og setti upp ađgang á Chess.com. Ţessi vefur slćr flestu viđ sem gerist á netinu; ţarna má finna ágćtar ćfingar fyrir börn, byrjendur og lengra komna, alls kyns vídeó og sagnfrćđilegar upprifjanir. Áskrifendur eru kringum 18 milljón talsins og á degi hverjum eru tefldar yfir tvćr milljónir skáka. Ţeir sem hafa rangt viđ eiga ekki sjö dagana sćla á Chess.com; „vélarnar“ hafa ţađ hlutverk ađ ţefa ţá uppi sem nota hugbúnađ til ađ bćta árangur sinn. Og meiri háttvísi er ríkjandi; menn semja yfirleitt jafntefli í dauđum jafnteflisstöđum en ţví var ekki alltaf ađ heilsa á ICC. Vinsćlustu tímamörkin eru 3 0 og „bullett“, 1 0, ţ.e. mínúta á alla skák án viđbótartíma, er ađ sögn ţeirra sem ţekkja, stórkostleg rússíbanareiđ. Ţar er Hikaru Nakamura kóngurinn en hann hefur skrifađ bók um efniđ sem vel gćti heitiđ: klćkjabrögđ götustráks á skáksviđinu.

Chess.com virđist lađa til sín alla bestu skákmenn heims og heldur reglulega hrađskákmót. Eitt ţeirra nefnist „Titled tuesday“ eđa Titilhafar á ţriđjudegi. Tímamörkin er 3 2 sem ţýđir ađ tvćr sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik. Ţessi tímamörk eru notuđ á heimsmeistaramótunum í hrađskák. Ţau krefjast gífulegrar einbeitni, minnsta truflun í nćrumhvefinu getur kostađ, síminn hringir, eđa: „...ertu til í ađ fara út međ rusliđ“ – nei elskan, ég er ađ tefla viđ heimsmeistarann“.

En ţegar öllu er á botninn hvolft dásamar mađur enn og aftur ţennan frábćra samruna tölvutćkni og skáklistar. Fyrr í ţessum mánuđi, nánar tiltekiđ rétt eftir kl. 8 ţriđjudagkvöldiđ 2. maí, hafđi ég byrjađ vel á „Titled tuesday“ og beiđ spakur eftir nćsta mótherja:

Helgi Ólafsson – Magnús Carlsen

Drottningarbragđ

1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 a6 5. cxd5 exd5 6. Bf4 Bd6 7. Bg3 Bf5 8. e3 O-O 9. Hc1 He8 10. Be2 c6 11. O-O Bxg3 12. hxg3 Rbd7 13. b4 De7 14. a3 b5 15. Rd2 a5 16. g4 axb4 17. axb4 Bg6 18. g5 Re4 

GHL11AS8SÁđur en lengra er haldiđ vill greinarhöfundur taka ţađ strax fram ađ afsakanir fyrir tapi eru hér ekki teknar gildar, ástćđan fyrir tapi er yfirleitt vitlaus ákvörđun einhvern tíma í skákinni. „Vélarnar“ gera ekki mikinn greinarmun á međ hvorum riddaranum tekiđ er á e4. Mistökin koma síđar. En nánari athugun á stöđunni leiđir í ljós ađ eftir 19. Rdxe4 dxe4 20. d5! á svartur viđ ramman reip ađ draga.

19. Rcxe4 dxe4 20. Hxc6 Dxg5 21. Hc7 Bf5 22. Db3?

Afleikur. Hvíta stađan er ađeins betri eftir 22. g3. Í framhaldinu gefur Magnús engin fćri.

22....Bh3 23. g3 h5 24. Hfc1 h4 25. Kh2 Be6 26. Dc2 hxg3+ 27. fxg3 Rf6 28. Rf1 Ha2 29. Dd1 Dh5+!

- og hvítur gafst upp.

Eftir tveggja klukkustunda mótshald vann Magnús Carlsen međ yfirburđum, hlaut 9 ˝ vinning af tíu mögulegum. Nakamura varđ í 2.-3. sćti međ 8 vinninga. Greinarhöfundur hlaut 5 ˝ vinning, jafnmarga og hinn íslenski ţátttakandinn „Eldur 16“ – Jóhann Hjartarson.

Myndaexti: Íslandsmeistari í annađ sinn Rósa Guđbjartsdóttir, formađur bćjarráđs Hafnarfjarđar, afhenti hinum nýbakađa Íslandsmeistara Guđmundi Kjartanssyni hinn glćsilega verđlaunagrip gefinn af VISA viđ verđlaunaafhendingu um síđustu helgi. Var myndin tekin viđ ţađ tćkifćri. — Morgunblađiđ/SÍ

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Héđinn eđa Guđmundur – Úrslitaskák í dag

Slagurinn um efsta sćtiđ í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands stendur milli Héđins Steingrímssonar og Guđmundar Kjartanssonar og nćr hámarki međ uppgjöri ţeirra í síđustu umferđ sem fram fer í dag. Hinn 19 ára gamla Dag Ragnarsson mćtti ţó vel telja mann mótsins en hann virđist nćr öruggur um 3. sćtiđ. Ţađ er vitaskuld frábćr frammistađa hjá nýliđa en Dagur átti í nokkrum erfiđleikum međ ađ tryggja sér sćti í landsliđsflokki og rétt marđi 2. sćti á eftir Guđmundi Gíslasyni í keppni áskorendaflokks í síđasta mánuđi. Stađan eftir sjöundu umferđ sem fram fór á fimmtudaginn var ţessi:

1. Héđinn Steingrímsson 6 ˝ v. (af 7) 2. Guđmundur Kjartansson 6 v. 3. Dagur Ragnarsson 5 v. 4. - 5. Björn Ţorfinnsson og Hannes Hlífar Stefánsson 3 ˝ v. 6.-7. Sigurbjörn Björnsson og Davíđ Kjartansson 3 v. 8. Vignir Vatnar Stefánsson 2 v. 9. Guđmundur Gíslason 1 ˝ v. 10. Bárđur Örn Birkisson 1 v.

Héđinn Steingrímsson hefur ţrisvar orđiđ Íslandsmeistari en hann varđ yngsti Ísandsmeistari sögunnar 15 ára gamall ţegar hann vann óvćntan sigur í keppni landsliđsflokks á Höfn í Hornafirđi áriđ 1990 og skaust upp fyrir nokkra nafntogađa meistara.

Guđmundur Kjartansson hefur einni sinni orđiđ Íslandsmeistari en hann vann glćsilegan sigur á Íslandsţinginu 2014.

Hvađ varđar frammistöđu annarra vekur athygli slök frammistađa Hannesar Hlífars Stefánssonar. Björn Ţorfinnsson var kominn vel á skriđ eftir tap í fyrstu umferđ en tapađi svo tveim skákum og blandar sér ekki í baráttuna um sigur. Vignir Vatnar og Bárđur Örn hafa átt erfitt uppdráttar en öđlast ţarna mikilsverđa reynslu.

Á fimmtudaginnn beindist athygli ađ efstu mönnum. Guđmundur Gíslason missti af góđu fćri í miđtaflinu og ţegar fram í sótti virtist Héđinn eiga sigurinn vísan en gaf Guđmundi annađ tćkifćri sem Ísfirđingurinn nýtti sér ekki og tapađi ađ lokum. Guđmundur Kjartansson fékk ţrönga og erfiđa stöđu eftír ađ hafa fiskađ upp peđ, gerđi fá mistök í framhaldinu og vann međ vel útfćrđri gagnsókn:

Skákţing Íslands 2017; 7. umferđ:

Sigurbjörn Björnsson – Guđmundur Kjartansson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3 6. bxc3 Da5 7. Bd2 Da4

Skorđar a-peđiđ. Ţessi leikađferđ sást oft hjá Botvinnik.

8. Dg4 Kf8 9. Dd1 b6

Ţeir hafa báđir fengiđ ţessa stöđu upp áđur, Sigurbjörn gegn Hollendingnum Kampen og Guđmundur gegn Einar Hjalta Jenssyni á Íslandsmótinu í fyrra.

10. dxc5 bxc5 11. Rf3 Re7 12. Be2 Ba6 13. O-O Rd7 14. Hb1 Rc6 15. Be3 h6 16. Bxa6 Dxa6 17. Dd3 c4 18. Dd2 Kg8 19. h3 Rdxe5 20. Rxe5 Rxe5 21. f4 Rd7 22. f5 Dxa3 23. Hb7 Dd6 24. fxe6 Dxe6 25. Bxa7 f6 26. Bd4?

Hann gat náđ peđinu til baka međ 26. Hd1 og a.m.k. jafnri stöđu en vill meira.

26. ... Dc6 27. Hfb1 Kh7 28. Df4 De6 29. Dg3 Hhe8

Eftir ađ hrókurinn kemst í spiliđ nćr svartur smátt og smátt ađ bćta stöđu sína.

30. Kh2 Ha7 31. Bb6 He7 32. Bd4 Re5 33. H7b5 Ha2 34. Bc5 Hd7 35. Hb6 Df5 36. H6b2 Hxb2 37. Hxb2 De4 38. Bd4 Rg6 39. Be3 He7 40. Bd4 Rf4 41. Bc5 He5 42. h4

Hindrar 42. ... Hg5 en ţá kemur hnykkur úr annarri átt. 

GF0119RTU42. ... Rxg2! 43. Hb7

Eđa 43. Dxg2 Dxg4+ 44. Kg1 He1+ og vinnur.

43. ... Dxh4+

– og hvítur gafst upp, 44. Kxg2 er svarađ međ 44. ... Hg5 o.s.frv..

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 20. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Héđinn leiđir Íslandsmótiđ

Héđinn Steingrímsson hefur unniđ tvćr fyrstu skákir sínar í keppni landsliđsflokks á Skákţingi Íslands sem fram fer í Hafnarfirđi og er einn efstur en hann er almennt talinn einn sigurstranglegasti keppandi mótsins međal ţeirra tíu keppenda sem tefla allir viđ alla. Hinn stórmeistarinn í flokknum, Hannes Hlífar sem hefur orđiđ Íslandsmeistari oftar en nokkur annar hefur gert jafntefli í tveim fyrstu skákum sínum. Mótiđ vekur athygli m.a. vegna ţátttöku ţriggja ungra skákmanna sem heyja prófraun sína í landsliđsflokki, hins 14 ára gamla Vignis Vatnars Stefánssonar, Bárđar Arnar Birkissonar og Dags Ragnarssonar.

Héđinn var međ hvítt í tveim fyrstu skákum sínum og í upphafsumferđinni vann hann fremur auđveldan sigur yfir Birni Ţorfinnssyni sem ađ flestra mati tefldi af fullmikilli léttúđ og síđan vann Héđinn Bárđ Örn. Dagur Ragnarsson lagđi hinn ţrautreynda Ísfirđing Guđmund Gíslason í 2. umferđ eftir jafntefli viđ Hannes Hlífar í 1. umferđ. Stađan ađ loknum tveim umferđum er ţessi:

1. Héđinn Steingrímsson 2 v. 2. – 4. Dagur Ragnarsson, Sigurbjörn Björnsson og Guđmundur Kjartansson 1 ˝ v. 5. Hannes Hlífar Stefánsson 1 v. 6. – 10. Vignir Vatnar Stefánsson, Bárđur Örn Birkisson, Davíđ Kjartansson, Guđmundur Gíslason og Björn Ţorfinnsson ˝ v.

Í 3. umferđ sem fram fór í gćrkvöldi áttu ađ tefla saman Vignir og Héđinn, Bárđur og Björn, Davíđ og Guđmundur Kjartansson, Dagur og Sigurbjörn og Hannes og Guđmundur Gíslason.

Ţađ liggur ljóst fyrir ađ ţetta mót er ekki jafn sterkt og t.d. Íslandsmótiđ 2015 en ţá voru međal ţátttakenda Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Hjörvar Steinn Grétarsson og Henrik Danielssen svo nokkrir séu nefndir. Íslandsmótiđ í fyrra var einnig betur skipađ. Hinsvegar verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ungu mönnunum sem hafa teflt mikiđ undanfariđ. Ţannig hefur Dagur Ragnarsson fariđ vel af stađ og sigur hans í 2. umferđ sem hér fer á eftir var einkar sannfćrandi:

Skákţing Íslands 2017:

Guđmundur Gíslason – Dagur Ragnarsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. cxd5 cxd5 4. Bg5!?

Uppskiptaafbrigđiđ í slavnesku vörninni er ekki hćttulaust ef svartur er ekki vel inni í alfaraleiđum. En Guđmundur lćtur ekki reyna á ţekkingu Dags og velur sjaldséđan leik en biskupinum er oftast valinn stađur á f4.

4. ... Rc6 5. Rc3 h6 6. Bh4 g5 7. Bg3 Rf6 8. e3 Da5

Dagur bregst hart viđ, er ţegar međ ýmsar hugmyndir tengdar leppun riddarans á c3.

9. Bd3 Re4 10. Bxe4?!

Vafasamt. Etir 10. Rge2 er stađan í jafnvćgi.

10. ... dxe4 11. a3 Bg7 12. h4 Bf5 13. b4 Dd8 14. hxg5 hxg5 15. Hxh8+ Bxh8 16. Hc1 Hc8 17. Dh5 Bf6 18. Rge2 Dd7!

Ţrátt fyrir ýmsar hótanir hvíts er svarta stađan ţegar betri og engan veikan blett ađ finna.

19. d5 Rd8 20. Rd4 Bg6 21. Dh6 a6 22. Dh2 Bg7 23. Be5 f6 24. Bg3 e6 25. Re2 e5! 

G45118UCOLokar á allan samgang hvítu mannanna. Hvíta stađan er strategískt töpuđ.

26. f3 exf3 27. gxf3 Rf7 28. f4 Dg4 29. Hd1 Kd7 30. fxe5 fxe5 31. Ra4 Hh8 32. Dg2 Rd6 33. Hc1 Ke8 34. Rc5 Hh3 35. Re6 Bf6 36. Hc7 Be4

Loks lćtur ţessi biskup til sín taka og ţá er fátt um varnir.

37. Df2 Bf3 38. Bh2 Re4 39. Hc8+ Kd7 40. Hc7+ Ke8 41. Hc8 Kd7 42. Hc7+ Kd6 43. Dg1 Bxe2 44. Hxb7 Dh4+

– og hvítur gafst upp. Besta skákin á Íslandsmótinu til ţessa. 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 13. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Ekki fćđast allir međ "fléttugleraugun" á nefinu

Hćfileikar manna á skáksviđinu eru stundum skilgreindir eftir hćfni ţeirra til ađ sjá fyrir snjalla leiki. Ýmsir ađrir ţćttir eru vitaskuld líka mikilvćgir en eitt er víst: ekki fćđast allir međ "fléttugleraugun" á nefbroddinum. Međ stöđugum ćfingum er samt hćgur vandi ađ rćkta međ sér hćfni á ţessu sviđi. Frćgir fléttumeistarar eins og Mikhael Tal virtust hrista flétturnar fram úr erminni eins og enginn vćri morgundagurinn og ekki nema von ađ menn stöldruđu viđ og spyrđu: Hvernig fer mađurinn ađ ţessu? Hver er galdurinn? Svariđ er ađ ţrumuleikirnir koma stundum ef "almenn skynsemi" er látin víkja eitt andartak. Orđum ţetta svo: í flókinni stöđu stendur valiđ kannski milli fjögurra eđa fimm leikja og ólíklegasti möguleikinn getur veriđ sá eini rétti; sjaldnast reyndar – en stundum. Ţađ er alveg ómaksins vert ađ brjóta hlekki hugar til ađ "útiloka vitleysuna," – eins og einn góđur mađur orđađi ţađ. Á minningarmótinu um Aserann Vugar Gashimov féllu leikir ţannig í sigurskák Topalovs gegn öflugasta skákmanni Pólverja:

Shamkir 2017

Radoslav Wojtaszek – Venselin Topalov

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bf5 5. Rc3 e6 6. Rh4 Bg6 7. Rxg6 hxg6 8. Bd3 c5 9. Db3 Dd7 10. cxd5 exd5 11. dxc5 Rc6 12. Bd2 Bxc5 13. Hc1 Hd8 14. Ra4 Bd6 15. Rc5 Bxc5 16. Hxc5 d4 17. Bb5 O-O 18. Bxc6 bxc6 19. f3 De7 20. Hc2 Rd5 21. Kf2 Hb8 22. Da3 

GMN117TEBSvartur virđist hafa jafnađ tafliđ án mikilla erfiđleika og fremur dauflegt endatafl virđist blasa viđ. En Topalov skyggndist dýpra í stöđuna og spurđi sig síđan: hver er ólíklegasti leikurinn í stöđunni?

22. ... Hxb2!!

Alveg magnađ. Ef nú 23. Dxe7 ţá kemur 23. ... Hxc2, og biskupinn fellur og e-peđiđ gerir út um tafliđ.

23. Dxb2 dxe3+ 24. Bxe3 Dxe3+ 25. Kg3

25. Kf1 kom einnig til greina og er skárri kostur ţó ađ stađan sem kemur upp eftir 25. ... Rf4 26. Dc2 Db6! sé nánast óverjandi, t.d. 27. g3 Rd5! og 28. ... Re3+

25. ... Df4+ 26. Kf2 Hb8! 27. Dc1 Dd4+ 28. Kg3 Re3! 29. Hc5 Hb2 30. Hg1

 

GMN117TEFOg hér hefđi skákin mátt fá verđugan endi međ öđrum frábćrum leik, 30. ... Hc2! og Wojtaszek hefđi stöđvađ klukkuna og gefist upp ţar sem 31. Hxc2 leiđir til máts, 31. ... Rf5+ 32. Kh2 Dh4 mát! Takiđ eftir ađ 31. Dxc2 Rxc2 32. Hxc3 dugar heldur ekki vegna 32. ... Dxg1. Leikurinn sem Topalov velur dugar samt til sigurs.

30. ...Hxa2 31. h3 Dd6+ 32. f4 Dd3 33. Kh2 De4 34. Hg5 Hc2

- og Wojtaszek gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 35. De1 Dxf4 36. Hg3 Rf5 o.s.frv.

Heimađurinn Shakriyar Mamedyarov sigrađi nokkuđ óvćnt, hlaut 5 ˝ vinning úr níu skákum. Í 2. – 4. sćti komu So, Topalov og Kramnik međ 5 vinninga hver.

 

 

Keppni í landsliđsflokki hefst í Hafnarfirđi 10. maí

 

Af ţeim tíu skákmönnum sem taka ţátt í keppni landsliđsflokks á Skákţingi Íslands 2017 hafa fjórir orđiđ Íslandsmeistarar, Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson, Ţröstur Ţórhallsson og Guđmundur Kjartansson. Ađrir keppendur í stigaröđ eru Björn Ţorfinnsson, Guđmundur Gíslason, Vignir Vatnar Stefánsson, Dagur Ragnarsson, Sigurbjörn Björnsson og Bárđur Örn Birkisson. Mótiđ fer fram í Hraunseli í Hafnarfirđi. Umferđirnar hefjast kl. 17. 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 6. maí

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Frábćr endasprettur fćrđi Giri sigur

GOS1171L0Til ţess ađ slíta sig frá öđrum og ná toppsćtinu á opnu móti sem telur yfir 200 keppendur ţarf ađ vinna nokkrar lykilskákir og taka áhćttu. Anish Giri hefur stundum veriđ legiđ á hálsi fyrir ađ reiđa sig um of á tćknilega ţátt skákarinnar en ţegar hann hefur mćtt til leiks gegn sterkustu skákmönnum heims rignir niđur jafnteflum. Minnisstćtt er t.d. ţegar hann gerđi jafntefli í öllum 14 skákum sínum í áskorendakeppninni í Moskvu í fyrra.

Á Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpunni á fimmtudaginn fetađi hann kunnuglegar slóđir framan af; hann takmarkađi áhćttuna, vann skákir sínar gegn minni spámönnunum og hélt sig međ hjörđinni sem fremst fór. Á lokasprettinum virtist hann vakna til vitundar um ţađ ađ til ađ ná sigri yrđi hann ađ ţyrla upp ryki óvissunnar; sigrar hans međ svörtu í áttundu og níundu bentu a.m.k. í ţá átt. Úrslitaskák mótins má telja viđureign hans í 9. umferđ viđ „manninn međ sólgleraugun“, Baadur Jobava, sem er án efa einhver hćfileikaríkasti skákmađur heims. Skákir ţessa litríka Georgíumanns eru alltaf athyglisverđar og ţegar hann er í stuđi halda honum engin bönd; á Ólympíumótinu í Baku fékk hann 7 ˝ v. úr tíu skákum á 1. borđi fyrir Georgíu og lagđi ađ velli skákmenn á borđ viđ Topalov, Ponomariov og Rapport. Í skákinni sem hér fer á eftir reyndist áhorfendum erfitt ađ ráđa í ţćr myndir sem birtust á skákborđinu. „Vélarnar“ sátu ţó viđ sinn keip og mátu ástandiđ á borđinu ţannig ađ ađ allt vćri í himnalagi hjá Giri jafnvel ţó svo ađ peđ hans á drottningarvćng ţurkuđust út:

Reykjavikurskákmótiđ 2017; 9. umferđ

Baadur Jobnava Anish Giri

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Rb3 Rbd7 9. Be2 Be7 10. Dd3 Dc7 11. O-O

Eftir ađ hafa hafnađ „tillögu“ Giris í 7. leik, ađ tefla upp „eitrađa peđs-afbrigđiđ“, sem hefst međ 8. Dd2 Dxb2 9. Hb1 eđa 9. Rb3, sćttir Jobava sig viđ stöđu sem er ţćgilegt ađ tefla međ svörtu.

11. ... b5 12. a3 Bb7 13. Kh1 Hc8 14. Hae1 O-O 15. Dh3 Hfe8 16. Bd3 e5 17. fxe5 dxe5 18. He3!?

Hér mátti eiga von á 18. Rxd5 en eftir 18. ... Rxd5 19. exd5 Rf8 kemst hvítur ekkert áfram.

18. ... Rf8 19. Re2 Dd7 20. Hf5 De6 21. Rd2 R6d7 22. Bxe7 Hxe7 23. Rb3 g6 24. Dg3 Rf6 25. Hf1 R8d7 26. De1 Kg7 27. Rg3 h5!

„Najdorf-elementin“ eru hér komin fram í öllu sínu veldi.

28. Re2 Hh8 29. h3 Db6 30. Rg1 h4!

Eftir ţennan einfalda leik ţarf hvítur ađ glíma viđ veikleika á g3 og f4.

31. Rf3 Hee8 32. Kh2 Hh5 33. He2 Heh8 34. Df2 Dxf2 35. Hfxf2 g5 36. Hf1 g4 37. Rfd2 Hg5 38. c4 Rh5 39. cxb5 axb5 40. Bxb5 Rdf6 41. Rc5 Bc8 42. Hee1 Rf4 43. hxg4 Rxg4 44. Kh1 Rf6 45. Rd3 Hg3!

GOS1171M5- Sjá stöđumynd 1 -

Ein ađalhótun svarts er ađ leika h-peđinu til h3. Ţannig má svara 47. Rxf4 međ 47. ... h3! t.d. 48. gxh3 Bxh3! 49. Kh2 exf4 50. Hxf4 Hg2+ og riddarinn á d2 fellur.

46. Hf3 Bg4 47. Hfe3 Hxg2

Ekkki slćmt en „Houdini 5“ bendir á ađ 47. ... Bd7! sé sterkara t.d. 48 Bxd7 Rxd3 o.s.frv.

48. Rc4 Hc2 49. Rdxe5?

Hann varđ ađ leika 49. Rcxe5 en svartur ćtti ađ vinna eftir 49. .. Rg2.

GOS1171M549. ... R6h5!

 

Frábćr leikur sem gerir út um tafliđ. Hvítur rćđur ekkert viđ riddarana.

50. Kg1 Rg3 51. Hxg3 hxg3 52. Re3 Rh3+

- og Jobava lagđi niđur vopnin. Hann verđur mát í nćsta leik.

 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 29. apríl

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Anish Giri sigrađi á Reykjavíkurskákmótinu

GTT116QAIHollenski stórmeistarinn Anish Giri varđ einn efstur á 35. Reykjavíkurskákmótinu sem lauk í Hörpu í gćr. Giri vann landa sinn Erwin l‘Ami fremur auđveldlega í ađeins 30 leikjum en ţegar flestum skákum á efstu borđum var ólokiđ var ljóst ađ enginn gat náđ Giri sem ţá hafđi ţá hlotiđ 8˝ vinning af 10 mögulegum. Í 2.-5. sćti komu Indverjinn Gupta, Hollendingurinn Van Foreest, Armeníumađurinn Serge Movsesian og Bandaríkjamađurinn Gata Kamsky, allir međ 8 vinninga

Sigur Giri kom ekki á óvart ţar sem hann var stigahćsti keppandinn en í byrjun apríl sat hann í 11. sćti heimslistans. Giri sem er 22 ára gamall hefur um nokkurra ára skeiđ veriđ fremsti skákmađur Hollendinga og hefur svipađa yfirburđastöđu ţar í landi og Max Euwe, heimsmeistari 1935-37, hafđi áđur og Jan Timman síđar. Hann er fćddur í Rússalandi en áriđ 2008 fluttist hann til Hollands međ foreldrum sínum, rússneskri móđur og nepölskum föđur. Áđur höfđu ţau búiđ í Japan. Hann talar reiprennandi sex tungumál: rússnesku, japönsku, hollensku, ensku, ţýsku og nepölsku. Skákstíll hans er léttur og leikandi. Hann getur státađ af betra skori í innbyrđis viđureignum sínum viđ norska heimsmeistarann Magnús Carlsen. Í lokaumferđinni í gćr kom Giri mönnum sínum ţannig fyrir á drottningarvćng ađ L´Ami gat sig hvergi hrćrt og tapađi án ţess ađ fá rönd viđ reist:

Reykjavíkurskákmótiđ 2017 – 10. umferđ:

Anish Giri – Erwin L´Ami

Pólsk vörn

1. Rf3 Rf6 2. d4 e6 3. g3 b5 4. Bg5 Bb7 5. Rbd2 d5

Eđlilegra er 5. ... c5. Ţó ađ svartur nái í augnablikinu ađ loka á hvíta hornalínuna á hún eftir ađ galopnast.

6. e3 a6 7. a4 b4 8. Rb3 Rbd7

Hann gat leikiđ 8. ... a5 en eftir 9. Re5 er ađstađan allt annađ en ţćgileg.

9. Ra5! Dc8 10. Bxf6 Rxf6 11. c4 dxc4 12. Rxb7 Dxb7 13. Bg2 c3 14. bxc3 bxc3 15. O-O Bb4 16. Re5 Rd5 17. a5! 

GOS1172JJ17. ... Hb8 18. Da4+ Db5 19. Bxd5! exd5 20. Rc6 O-O 21. Hfb1 Dc4?

Eftir ţetta er stađan vonlaus. Hann gat barist áfram međ 21. .... Dxa4 22. Hxa4 Hb5 23. Hbxb4 c2 ţó ađ hróksendatafliđ sem kemur upp eftir 24. Ha1 Hfb8 25. Hc1 Hxb4 26. Rxb4 Hxb4 27. Hxc2 sé trúlega tapađ.

23. Rxb4 Hb8 24. Rc2 De2 25. Re1 h6 26. Dc2 Dc4 27. Rd3 Hb3 28. Kg2 g6 29. Rc5 Hb2 30. Dd3

– og svartur gafst upp. 

Jóhann, Bragi og Hannes Hlífar efstir íslensku ţátttakendanna

Jóhann Hjartarson, Bragi Ţorfinnsson og Hannes Hlífar Stefansson náđu bestum árangri islensku skákmannanna, hlutu 7 vinninga og enduđu í 11. – 29. sćti. Hannes tók tvćr ˝-vinnings yfirsetur en eftir fremur slysalegt tap um miđbik mótsins átti hann ekki möguleika á ađ blanda sér í baráttu efstu manna. Jóhann og Bragi teldu allar tíu skákirnar og bćttu báđir ćtlađan árangur sinn. Árangur íslensku keppendanna sem voru 88 talsins var undir međallagi miđađ viđ sum fyrri mót en fjölmargra sterkra íslenskra skákmanna var saknađ og framvarđasveitin ţví full-ţunnskipuđ. Margir hćkkuđu myndarlega á stigum, enginn ţó meira en Birkir Ísak Jóhannsson sem bćtti sig um 122 elo-stig. Ađrir sem hćkkuđu sig um 50 elo stig eđa meira voru Jón Ţór Lemery, 79 elo-stig, Arnar Heiđarsson, 77 elo-stig, Nansý Davíđsdóttir, 72 elo-stig, Jóhann Arnar Finnsson 62 elo-stig. Ađal styrktarađili 35. Reykjavíkurskákmótins var GAMMA.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 28. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Allt í hnapp á toppnum – Jóhann og Björn efstir Íslendinga

G4A1163MUEnn hefur engum skákmanni tekist ađ slíta sig frá öđrum í toppbaráttu Reykjavíkurmótsins en sjötta umferđ mótsins var tefld í Hörpunni í gćr og ađ henni lokinni voru eigi fćrri en 14 skákmenn efstir og jafnir međ 5 vinninga hver, ţ. á m. margir af stigahćstu keppendum mótsins Anish Giri, Baadur Jobava, Gawain Jones, Zoltan Almasi, Abijeeet Gupta, Gata Kamsky, Segei Movsesian og Konstantin Landa.

Jóhann Hjartarson og Björn Ţorfinnsson stóđu best ađ vígi međal okkar, báđir međ 4˝ vinning og nokkrir íslenskir skákmenn voru međ 4 vinninga. Hannes Hlífar Stefánsson lék gróflega af sér í byrjun tafls gegn Sophiku Guramishvili og mátti leggja niđur vopnin eftir ađeins 18 leiki. Hann er ţví úr myndinni í keppninni um efsta sćtiđ.

Á Reykjavíkurmótinu eru ţátttakendur 263 talsins og setja kornungir skákmenn mikinn svip á mótshaldiđ. Ţađ er mikiđ um taktískar vendingar í skákum ţeirra eins og eftirfarandi stađa sem kom upp í 1. umferđ ber međ sér:

Nansý Davíđsdóttir – Björn Ţorfinnsson

Björn virtist hafa alla ţrćđi í hendi sér áđur en hann lék sínum síđasta leik, 29. ... Da1-e5. Hann gat viđhaldiđ leppun í stöđunni međ 29. ... Dc1 en gaf nú Nansý fćri á óvćntum leik...

G4A1163QH30. Hxg6!

og hér sá Björn ađ ef 30. ... hxg6 ţá kemur 31. Dh3+ Kg8 32. Bb3+ Hf7 33. Dc8+! Kh7 34. Bxf7 og vinnur. Hann varđ ađ leika ...

30. ... Dxh2

og barđist síđan áfram manni undir og tókst međ mikilli útsjónarsemi ađ halda jöfnu.

Indverjar eru međ 16 keppendur, ţar af tvo kornunga skákmenn sem vakiđ hafa mikla athygli undanfariđ. Hinn 12 ára gamla Pragnanandhaa skortir ekki taktískt innsći:

G4A1163QL- Sjá stöđumynd 2. -

Dougherty – Pragnanandhaa

Indverjinn hafđi haldiđ frumkvćđinu nćstum ţví alla skákina en hann vissi vel ađ til ađ klára dćmiđ ţurfti hann ađ finna virkilega öflugan leik:

29. ... Dc4!

– og Kanadamađurinn gafst upp ţar sem 30. Dxc4 Rxc4 31. Bxg6 er svarađ međ millileiknum 31. ... Rxd2+ og svartur vinnur mann

 

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 21. apríl 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (26.6.): 260
 • Sl. sólarhring: 884
 • Sl. viku: 5374
 • Frá upphafi: 8225925

Annađ

 • Innlit í dag: 198
 • Innlit sl. viku: 3510
 • Gestir í dag: 168
 • IP-tölur í dag: 162

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband