Leita í fréttum mbl.is
Embla

Bloggfćrslur mánađarins, september 2017

Hlemmur Square mót nr. 2 haldiđ í kvöld

Hlemmur Square mun í samstarfi viđ Vinaskákfélagiđ halda hrađskákmót á Hlemmur Square sunnudaginn, 24. september, klukkan átta.

Ţetta er annađ skákmótiđ í seríu mánađarlegra móta ţar sem teflt er í rúmgóđum heimkynnum veitingastađar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant. Síđasta mótiđ lukkađist vel en ţar fór Ingvar Ţór Jóhannesson međ sigur af hólmi međ fullt hús vinninga. .

Tefldar verđa 8 umferđir međ 4+2 mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri og dómari er Hörđur Jónasson frá Vinaskákfélaginu.

Ţátttaka er ókeypis á mótiđ en Hlemmur Square gefur gjafabréf fyrir efstu ţrjú sćtin auk ţess sem medalía verđur veitt fyrir vinningshafann.

1. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr. +medalía
2. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
3. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr.

Gleđistundarverđlag á kranaveigum fyrir ţátttakendur mótsins, ef ţörf skyldi krefja í ţeim annars harđa skóla sem skákin er!

Gert er ráđ fyrir ţví ađ skákmótiđ taki innan viđ ţrjár klukkustundir.

Hćgt er ađ skrá sig í gegnum skak.is á gula kassann, en einnig á stađnum.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1vhVGHktFHzq4809Bf6k2JnrLRscFGaLdnwWv0K5lQz0/


NM á Laugum: Góđir sigrar í ţriđju umferđ

IMG_0855[1]Ţriđju umferđ á NM á Laugum lauk nú um kvöldmatarleytiđ. Ţremur íslenskum sveitanna gekk mjög vel og unnu öfluga sigra. Álfhólsskóli átti erfiđa viđureign gegn ţéttri sveit Svía. Ţrátt fyrir öfluga baráttu og langar skákir fékkst ađeins hálfur vinningur í hús en ţađ var Róbert Luu sem náđi í ţann hálfa punkt.

Ölduselsskóli vann góđan sigur á sveit Finna. Brćđurnir Stefán Orri og Óskar Víkingur bitu í skjaldarrendur og unnu báđir. Baltasar tapađi á ţriđja borđi en á fjórđa borđi heldur Birgir Logi áfram ađ hala inn vinningana og vann á laglegan hátt eftir ađ hafa stađiđ verr.

Ölduselsskóli og Álfhólsskóli mćtast í fyrramáliđ. Í síđustu umferđ á Ölduselsskóli svo ađ tefla viđ norsku sveitina sem er efst međ níu vinninga, en Ölduselsskóli kemur í humátt á eftir međ sjö og hálfan vinning.

Í eldri flokki mćtti Hörđuvallaskóli sćnskri sveit. Drengirnir sýndu enga miskunn og tóku alla punktana sem í bođi voru. Hörđuvallaskóli er kominn međ um ţriggja vinninga forskot á nćstu tvćr sveitir sem verđa einmitt andstćđingarnir á morgun.

Rimaskóli átti góđa umferđ gegn finnskri sveit. Arnór Gunnlaugsson gaf tóninn međ fljótum og sannfćrandi sigri á mun stigahćrri andstćđing. Anton Breki á fjórđa borđi hélt jafntefli međ góđri fléttu. Joshúa gerđi jafntefli á öđri borđi og stađan ţví 2-1 fyrir Rimaskóla. Nansý vann svo afskaplega smekklega á fyrsta borđi og 3-1 niđurstađan.

Fjórđa umferđ hefst í fyrramáliđ klukkan tíu.

Stöđuna má finna hér; http://chess-results.com/tnr299669.aspx?lan=1&art=0&wi=821

Beinar útsendingar eru ađgengilegar á http://skaksamband.is/

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistarinn féll úr leik

Á ţađ var bent í sambandi viđ ţátttöku heimsmeistarans Magnúsar Carlsen, sem óvćnt skráđi sig til leiks á heimsbikarmótinu í Tíblisi í Georgíu, ađ hann gćti teflt undir minna álagi en ađrir ţátttakendur. Í Tíblisi er keppt um tvö sćti í áskorendamótinu sem fram á ađ fara á nćsta ári og sigurvegarinn ţar öđlast rétt til ađ skora á heimsmeistarann. Nú eru átta keppendur eftir af ţeim 128 sem hófu keppni – og Magnús er ekki ţeirra á međal! Í Georgíu hafa stigahćstu skákmenn heims falliđ úr leik hver á fćtur öđrum; í tilviki Magnúsar var ţađ Kínverjinn Xiangzhi Bu sem var ţessi örlagavaldur og ađrir frćgir sem pakkađ hafa til heimferđar fyrr en reiknađ var međ eru Kramnik, Anand, Caruana, Nakamura, Giri og Grischuk.

Kínverjar eru hiđ nýja stórveldi skákarinnar og Bu hefur lengi veriđ í flokki ţeirra fremstu og nokkrum sinnum teflt hér á landi. Hann virđist hafa gengiđ óttalaus til ţess verkefnis ađ mćta heimsmeistaranum, vann glćstan sigur í fyrri skákinni og átti aldrei í erfiđleikum í ţeirri síđari – jafntefli og niđurstađan 1˝: ˝.

Heimsbikarmótiđ í Tiblisi 2017; 3. umferđ:

Magnús Carlsen – Xiangzhi Bu

Ítalskur leikur

1. e4 e5 2. Bc4 Rf6 3. d3 Rc6 4. Rf3 Be7 5. O-O O-O 6. Bb3 d6 7. c3 Be6 8. He1 Dd7 9. Rbd2

Ítalski leikurinn nýtur mikilla vinsćlda um ţessar mundir.

9. ... Hab8!?

Dularfullur leikur.

10. Bc2 d5 11. h3 h6 12. exd5!?

Tekur af skariđ og hirđir peđiđ en Bu er viđ öllu búinn.

12. ... Rxd5 13. Rxe5 Rxe5 14. Hxe5 Bd6 15. He1

G8R11PAM115. ... Bxh3!

Án ţessarar fórnar vćri svartur einfaldlega peđi undir međ litlar bćtur. Ţađ kemur á daginn ađ ţađ er erfitt ađ ţróa hvítu stöđuna.

16. gxh3 Dxh3 17. Rf1 Hbe8 18. d4

„Vélarnar“ eiga erfitt međ ađ finna bestu leiđ hvíts en ţessi leikur er ekki lakari en 18. Bd2.

18. ... f5! 19. Bb3 c6 20. f4 Kh7 21. Bxd5?

Hér missir Magnús sitt besta tćkifćri, 21. He2!, t.d. 21. ... Rxf4 22. Hh2! og svartur neyđist í drottningauppskipti međ 22. ... Dg4+.

21. ... cxd5 22. He3 Hxe3 23. Bxe3 g5! 24. Kf2 gxf4 25. Df3

Ađ gefa manninn til baka bjargar engu en 25. Bd2 Dh4+ og 26. ... Hg8! er ekki betra.

25. ... fxe3+ 26. Rxe3 Dh2+ 27. Kf1 Hg8 28. Dxf5 Hg6 29. Ke1 h5?

Best var 29. ... Kg7! og svartur hefur vinningsstöđu. Nú varđ hvítur ađ koma hróknum í spiliđ og leika 30. Hd1.

30. Kd1 Kh6! 31. Rc2 h4 32. Re1 h3 33. Rf3 Dg2 34. Re1 Dg4+ 35. Dxg4 Hxg4 36. Rf3

Reynir ađ stöđva h-peđiđ.

G8R11PALS36. ... Hg1+!

- og hvítur gafst upp, 37. Rxg1 er svarađ međ 37. ... h2 og peđiđ rennur upp í borđ.

 

Gott gengi á EM ungmenna

Íslendingar sendu sex keppendur á Evrópumót ungmenna sem lauk í Rúmeníu á fimmtudaginn. Árangur ţeirra var međ ágćtum, en framan af vakti hin 10 ára gamla Haile Batel Goitom mesta athygli eins og rakiđ var í síđasta pistli. Hún var komin međ 4˝ vinning af sjö mögulegum en tapađi tveim síđustu skákum sínum. Hún hafnađi í 41. sćti af 93 ţátttakendum en hćkkađi um 74 Elo-stig.

 

Vignir Vatnar Stefánsson náđi bestum árangri íslensku krakkanna, hlaut 6 vinninga af níu mögulegum í flokki keppenda 14 ára og yngri og varđ í 18. sćti af 125 keppendum. Jón Kristinn Ţorgeirsson hćkkađi um 44 Elo-stig og og Gunnar Erik Guđmundsson 10 ára hlaut 4 vinninga og hćkkađi um 20 Elo-stig.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 16. september 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Norđurlandamótiđ: Hörđuvallaskóli efstur ásamt Dönum

IMG_0852[1]Ađ lokinni annarri umferđ Norđurlandamótsins á Laugum í Sćlingsdal er Hörđuvallaskóli í fyrsta til öđru sćti í eldri flokki ásamt danskri sveit. Báđar sveitirnar hafa sex og hálfan vinning af átta mögulegum. Hörđuvallaskóli vann 2.5 - 1.5 sigur á finnskri sveit ţar sem Vignir Vatnar vann sigur í innan viđ tíu leikjum. Stephan Briem reyndi lengi vel ađ pressa jafnteflislega stöđu og tók á ţađ ráđ ađ bjóđa jafntefli ţegar ţađ virtist fullreynt ađ reyna ađ vinna stöđuna. Skynsamleg ákvörđun og sigur međ minnsta mun stađreynd.

Rimaskóli átti í fullu tré viđ dönsku sveitina sem er jöfn Hörđuvallaskóla ađ vinningum. Systkynin Joshúa og Nansý settu upp harđa baráttu gegn stigahćrri andstćđingum en ađeins hálfur vinningur kom í hús. Joshúa hafđi teflt glimrandi vel eftir stórsókn í Grand-Prix áras Sikileyjarvarnar en missti stöđuna niđur í jafntefli undir lokin.

Ölduselsskóli gerđi 2-2 jafntefli viđ heldur stigahćrri sveit. Góđir sigrar unnust á ţriđja og fjórđa borđi hjá ţeim Baltasar Mána og Birgi Loga sem unniđ hefur báđar sínar skákir. Anstćđingur Baltasar var um 400 stigum hćrri! Brćđurnir Stefán Orri og Óskar Víkingur töpuđu eftir góđa baráttu.

Álfhólsskóli tefldi viđ norska sveit sem var töluvert stigahćrri á öllum borđum. Alexander Már Bjarnţórsson tefldi glćsilega sóknarskák á ţriđja borđi og gaf tóninn međ góđum sigri. Á efstu tveimur borđunum voru skákirnar tefldar í botn. Róbert Luu hafđi passíva stöđu en Ísak Orri var jafnvel međ betra um hríđ. Fór svo ađ Róbert hélt jafntefli en Ísak tapađi. Ágćtis úrslit hjá Álfhólsskóla gegn stigahćrri sveit.

Stađan í yngri flokki er afskaplega jöfn og lítiđ sem ekkert um stóra sigra hingađ til.

Nánar má sjá stöđuna í flokkunum hér: http://chhttp://chess-results.com/tnr299669.aspx?lan=1ess-results.com/tnr299669.aspx?lan=1

Ţriđja umferđ verđur tefld klukkan 16:00. Beina útsending má nálgast á skaksamband.is


Haustmót TR: Sigur Hjörvars Steins blasir viđ

Hjörvar Steinn Grétarsson er međ vinningsforskot fyrir síđustu umferđ Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur. Áttunda umferđ fór fram í gćr og í henni lagđi stórmeistarinn Jóhann H. Ragnarsson ađ velli á fyrsta borđi. Hjörvar Steinn er ţví međ 7 vinninga af 8 mögulegum.

Hjörvar Steinn

 

Á öđru borđi fór fram lykilskák í baráttunni um verđlaunasćti. Einar Hjalti Jensson hafđi hvítt gegn Magnús Pálna Örnólfssyni. Skákinni lyktađi međ jafntefli og ţví heldur frábćrt gengi Bolvíkingsins áfram. Magnús Pálmi er međ 6 vinninga í deildu öđru sćti ásamt Björgvini Víglundssyni sem lagđi Ţorvarđ Fannar Ólafsson ađ velli í gćr.

Á fjórđa borđi hafđi Oliver Aron Jóhannesson betur gegn Ólafi Guđmarssyni.

Í síđustu umferđ mótsins, sem fram fer sunnudaginn 24.september kl.13.00, mćtast eftirfarandi skákmenn:

 1. Loftur (5) - Hjörvar Steinn (7)
 2. Magnús Pálmi (6) - Björgvin (6)
 3. Oliver Aron (5,5) - Einar Hjalti (5,5)

Heimasíđa TR

Stađan á Chess-Results


NM grunn- og barnaskólasveita: Hörđuvellingar byrja vel

IMG_0846[1]Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita hófst í kvöld ađ Laugum í Sćlingsdal. Í hvorum flokki tefla sex sveitir. Íslendingar eiga sem heimamenn tvćr sveitir í hvorum flokki. Fóru ţćr misjafnlega af stađ nú í fyrstu umferđ sem klárađist rétt undir miđnćttiđ.

Hörđuvallaskóli og Rimaskóli mćttust í eldri flokki. Fyrirfram mátti telja Hörđuvallaskóla leiddan áfram af Vigni Vatnari töluvert sigurstranglegri. Á fyrsta borđi mćtti Vignir Nansý Davíđsdóttur og ekki var ţađ nú í fyrsta skiptiđ sem ţau tefla. Nansý hefur í gegnum tíđina átt í fullu tré viđ Vigni og svo var einnig í kvöld. Snemma tafls byggđi Vignir upp álitlega sóknarstöđu en Nansý náđi međ vandađri taflmennsku ađ jafna tafliđ. Vignir brá ţá á ţađ ráđ ađ fórna skiptamun fyrir smá frumkvćđi og öflugt biskupapar. Stađa Nansýjar var ţó enn góđ en biskuparnir sögđu fljótt til sín enda praktískir möguleikar miklir, skiptamunurinn vannst tilbaka og vinningurinn kom fljótlega eftir ţađ í hús. 

Á fjórđa borđi tefldi Arnór Gunnlaugsson Rimaskóla afar vel gegn Sverri Hákonarsyni sem er all reyndari en Arnór. Í tvöföldu hróksendatafli átti Arnór um tíma ţvingađa vinningsleiđ en kom ekki auga á hana og sigurinn varđ Sverris.

Á öđru og ţriđja borđi unnu Arnar Milutin Heiđarsson og Stephan Briem nokkuđ örugglega sigra og ţví fjórir vinningar í hús fyrir Hörđuvallaskóla. 

Ölduselsskóli hefur á ađ skipa ţéttri sveit í yngri flokknum. Sveitin vann góđan 2.5 - 1.5 sigur á dönsku sveitinni. Óskar Víkingur og Birgir Logi unnu góđa sigra og Baltasar Máni náđi fínu jafntefli.

Álfhólsskóli tapađi sinni viđureign međ minnsta mun fyrir finnskri sveit.

Á morgun laugardag fara fram umferđir tvö og ţrjú og má ćtla ađ línur skýrist nokkuđ eftir ţrjár umferđir.

Á chess-results.com má finna úrslit allra skáka, myndir og pgn-skrá međ tefldum skákum.

Önnur umferđ hefst 10:00 á laugardagsmorgni.

 


Isle of Man: Bárđur Örn mćtir Magnúsi Carlsen

Á morgun hefst alţjóđlega mótiđ á Mön og tekur stór hópur Íslendinga ţátt í mótinu međ Helga Ólafsson, skólastjóra Skákskólans, í broddi fylkingar.

Ţau frábćru tíđindi voru ađ berast ađ Bárđur Örn Birkisson teflir viđ ríkjandi heimsmeistara, sjálfan Magnus Carlsen í fyrstu umferđ. Stórkostleg pörun fyrir hinn unga skákmann sem hefur svart gegn Norđmanninum.

Bróđir hans Björn Hólm mćtir annarri gođsögn, sjálfum Alexei Shirov!

Dagur Ragnarsson mćtir GM Narayanan frá Indlandi, Íslandsmeistarinn Guđmundur Kjartansson mćtir GM Vishnu Prasanna einnig frá Indlandi, Gauti Páll Jónsson mćtir GM Perelhsteyn, Helgi mćtir Íslandsvininum Alan Byron og Hilmir Freyr Heimisson mćtir ţýskum skákmanni međ rúm 2200 stig.

Mótiđ hefst á morgun og ţá má fylgjast međ Bárđi í beinni útsendingu gegn heimsmeistaranum!

   

Pörun fyrstu umferđar

carlsen-press-conference


Jóhann og Jón Viktor gengnir til liđs viđ Víkingaklúbbinn

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson og alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson eru gengnir til liđs viđ Víkingaklúbbinn. Jóhann var áđur liđsmađur Taflfélags Bolungarvíkur og Jón Viktor kemur frá Taflfélagi Reykjavíkur.

Á Facebook-síđu Víkingaklúbbsins birtist áđan eftirfarandi tilkynning frá formanni klúbbsins, Gunnari Frey Rúnarssyni.

Nýr félagi í litla klúbbinn. Viđ vorum ađ fá Norđurlandameistarann í skák Jóhann Hjartarson í félagiđ. Óţarfi er ađ rekja glćsilegan feril kappans, en ritstjórinn hlakkar til ađ vinna međ Jóhanni, en ţeir voru saman í skákfélagi síđast áriđ 1981 ţegar TR-NV varđ Íslandsmeistari. Einnig voru viđ saman í liđi Álftamýraskóla sem Norđurlandameistari 1980 og 1981. Annađ legend, Alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2460 eló) er genginn til liđs viđ Víkingaklúbbinn. Hann hefur undanfarin ár veriđ liđsmađur Taflfélags Reykjavíkur, en ţar á undan var Jón Viktor í Taflfélagi Bolungarvíkur. Jón Viktor sem hefur einn áfanga ađ stórmeistaratitli og varđ Íslandsmeistari í skák áriđ 2000 og var í sigurliđi Íslands á Ólympíumóti undir 16 ára á Kanaríeyjum áriđ 1995.

 

Íslandsmeistarinn 2016, Jóhann Hjartarson, teflir á Ólympíumótinu á Stofunni -- og í Bakú.Jón Viktor


U-2000 mótiđ hefst miđvikudaginn 11. október

Hiđ sívinsćla U-2000 mót Taflfélags Reykjavíkur hefst miđvikudaginn 11. október.

Ţátttökurétt hafa allir ţeir sem hafa minna en 2000 Elo-stig. Tefldar eru sjö umferđir eftir svissneska kerfinu og er umhugsunartími 90 mínútur fyrir alla skákina auk 30 sekúndna sem bćtast viđ eftir hvern leik. Leyfđar eru tvćr yfirsetur í umferđum 1-5 sem skal tilkynna fyrir lok umferđarinnar á undan en 1/2 vinningur fćst fyrir yfirsetu. Teflt er einu sinni í viku, á miđvikudagskvöldum kl. 19.30, í Skákhöll félagsins ađ Faxafeni 12.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra skákstiga og verđa allar skákir mótsins birtar.

Sigurvegari u-2000 mótsins 2016 var Haraldur Baldursson.

DagskráTaflfélag Reykjavíkur1. umferđ: 11. október kl. 19.30
2. umferđ: 18. október kl. 19.30
3. umferđ: 25. október kl. 19.30
4. umferđ: 1. nóvember kl.19.30
5. umferđ: 8. nóvember kl. 19.30
—————-HLÉ——————
6. umferđ: 22. nóvember kl. 19.30
7. umferđ: 29. nóvember kl. 19.30

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 30 mínútum eftir upphaf umferđar.

Tímamörk: 90 mín á alla skákina + 30 sek viđbót eftir hvern leik

Verđlaun: 1. sćti kr. 30.000, 2. sćti kr. 20.000, 3. sćti kr. 10.000. Hort-kerfi gildir.

Röđ mótsstiga (tiebreaks): 1. Innbyrđis viđureign 2. Buchholz (-1) 3. Buchholz

Ţátttökugjöld: 18 ára og eldri kr. 5.000, kr. 3.000 fyrir félagsmenn í TR. 17 ára og yngri kr. 2.000, kr. 1.000 fyrir félagsmenn í TR.

Skráning í mótiđ

Skráđir keppendur

 


Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita hefst í kvöld

Laugar-sćlingsdal-2014-Custom

Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita fer fram ađ Laugum í Sćlingsdal dagana 22.-24. september nk.

Um er rćđa stórt verkefni enda heimsćkja okkar margir tugir erlendra gesta. 

Fulltrúar Íslands verđa:

NM grunnskólasveita

 • Hörđuvallaskóli (Kópavogi)
 • Rimaskóli (Reykjavík)

Liđsskipan liđanna má finna á Chess-Results.

NM barnaskólasveita

 • Álfhólsskóli (Kópavogi)
 • Ölduselsskóli (Reykjavík)

Liđsskipan liđanna má finna á Chess-Results.

Skák.is mun fylgjast međ gangi mála um helgina.

Heimasíđa mótsins


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.9.): 433
 • Sl. sólarhring: 1594
 • Sl. viku: 8524
 • Frá upphafi: 8325178

Annađ

 • Innlit í dag: 239
 • Innlit sl. viku: 4681
 • Gestir í dag: 210
 • IP-tölur í dag: 190

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband