Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2016

Reykjavíkurskákmót í 50 ár - síđara bindi

Reykjavíkurskákmót 50 ára

Međ Sögu Reykjavíkurmótsins í 50 ár, seinna bindi, lýkur Helgi Ólafsson hálfrar aldar yfirreiđ yfir helsta skákmót Íslendinga frá upphafi.

Á ţessum tíma hefur mótiđ breyst frá ţví ađ vera lokuđ keppni fárra útvalinna meistara, áriđ 1964, í opiđ og fjölmennt skákmót, sannkallađa skákhátíđ sem skreytt er alls kyns hliđarviđburđum. Hátíđ sem stöđugt lađar breiđara og fjölmennara róf skákmanna ađ skákborđinu, allt frá erlendum ofurstórmeisturum til óreyndra íslenskra ungmenna.

Helgi Ólafsson, fćddur í Vestmannaeyjum 15. ágúst 1956, er ţriđji stórmeistari Íslands í skák. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í kappskák, at- og hrađskák og ađ góđu kunnur fyrir umfjöllun sína um skák í dagblöđ og tímarit. Sjálfur stóđ Helgi í eldlínunni um 30 ára skeiđ, er hafsjór fróđleiks um Reykjavíkurskákmótiđ og einkar lagiđ ađ miđla ţessu efni af áhuga og ástríđu. Á 50 ára afmćlismótinu tók Helgi aftur ţátt eftir áralangt hlé. Ţar sýndi hann enn styrk sinn og lauk keppni efstur Íslendinga međal allra efstu manna.

Gefum Helga orđiđ:

„Í tveim bindum um 50 ára sögu Reykjavíkurskákmótanna hafa veriđ teknar til međferđar yfir 200 skákir en í ţví síđara, sem hér liggur fyrir, er hćgt ađ finna yfirlit yfir ţćr allar. Ég hef leitast viđ ađ spinna í kringum ţessar skákir frásagnir af baráttunni um efstu sćtin í hverju móti.“

"Ţađ er auđvitađ magnađ ađ ţeir skákmenn sem taldir eru fremstir í dag hafa allir veriđ međ á Reykjavíkurskákmóti: heimsmeistarinn Magnús Carlsen og Fabiano Caruana hafa báđir tvisvar veriđ međ. Fremsta skákkona heims, Hou Yifan, var međ áriđ 2012 og einnig má nefna bestu kínversku skákmennina, Wei Yi og Liren Ding. Bandaríski stórmeistarinn Hikaru Nakamura tefldi hér 16 ára gamall áriđ 2004, Hollendingurinn Anish Giri tefldi hér áriđ 2013, einnig Filippseyingurinn Wesley So og Úkraínumađurinn Pavel Eljanov." 

Útgáfan sćtir miklum tíđindum, ţađ er ekki á hverjum degi sem skákbók er gefin út á íslensku, hvađ ţá ţegar um vandađ stórvirki er ađ rćđa eins og hér er raunin – nokkuđ sem enginn skákáhugamađur ćtti ađ láta fram hjá sér fara.

Bókin kemur út á međan Reykjavíkurskákmótinu stendur og geta skráđir kaupendur nálgast bókina í Hörpu eftir 10. mars nk., eđa fengiđ hana senda heim ađ öđrum kosti. Áhugasamir sem ekki hafa fest kaup á bókinni, eru hvattir til ţess ađ skrá sig fyrir henni hér á síđunni (guli kassinn efst).

(Ţeir sem skráđu fyrir fyrri bókinni og greiddu fá sjálfkrafa kröfu í netbankann. Ţurfa ekki ađ skrá sig aftur).


Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og TR hefst á sunnudag

paskaeggjasyrpa_2-44-620x330

Nú styttist í eina af skemmtilegustu mótasyrpum ársins!  Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur slegiđ rćkilega í gegn en mikill fjöldi krakka hefur tekiđ ţátt mótum syrpunnar.  Í ár endurtökum viđ leikinn og međ ţessu framtaki vill T.R. í samstarfi viđ Nóa Síríus ţakka ţeim gríđarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaćfingar félagsins í vetur.

Frábćrar ađstćđur eru hjá Taflfélagi Reykjavíkur, margir reyndir ţjálfarar og félagiđ býđur eitt félaga upp á ítarlegasta námsefni sem völ er á hér á landi. Allar ćfingar og allt námsefni er frítt, ţađ ţarf bara ađ mćta og taka ţátt í ţessum stórskemmtilegu ćfingum!

Mótin í ár verđa reiknuđ til alţjóđlegra hrađskákstiga og glćsileg verđlaun eru í öllum mótunum, sem og fyrir samanlagđan árangur úr ţeim öllum.  Í hverju móti verđur síđan dregin út glćsileg skákklukka handa einum heppnum ţátttakanda.

Páskaeggjasyrpan mun samanstanda af ţremur skákmótum sem haldin verđa ţrjá sunnudaga fyrir páska í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12:

1. NÓA KROPP PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 6. mars kl. 14

2. NIZZA LAKKRÍS PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 13. mars kl. 14

3. NIZZA HRÍSKÚLU PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 20. mars kl.14

Keppt verđur í tveimur flokkum, 1-3 bekk (og yngri) og 4-10 bekk.
Sex umferđir verđa tefldar í hverju móti međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann.
Glćsileg verđlaun eru í bođi fyrir alla hressu skákkrakkana sem taka ţátt í syrpunni!
Verđlaunapeningar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki á hverju páskaeggjamóti.
Stór páskaegg fyrir ţrjú efstu sćtin samanlagt úr mótunum í hvorum flokki (misstór eftir sćtum)
Allir sem taka ţátt í minnst tveimur af ţremur mótum í syrpunni fá lítiđ páskaegg í verđlaun fyrir ţátttökuna og verđa ţau veitt í lok ţriđja mótsins í syrpunni.
Dregin verđur út ein glćsileg skákklukka handa heppnum skákkrakka á hverju páskaeggjamóti!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Taflfélag Reykjavíkur og Nói Síríus hlakka til ađ sjá ykkur á PÁSKAEGGJASYRPUNNI 2016!


Alexander og Stephan áfram í Barna-Blitz

Alexander og Stephan
Alexander Oliver Mai og Stephan Briem urđu hlutskarpastir í undanrás TR fyrir Barna-Blitz sem fer fram í Hörpu ţann 13. mars.  Tíu keppendur mćttu til leiks og tefldu allir viđ alla og var ţó nokkuđ um óvćnt úrslit.  Svo fór ađ Alexander og Stephan komu jafnir í mark međ 7,5 vinning en nćstir međ 6,5 vinning voru Kristján Dagur Jónsson og Róbert Luu.  

Heildarúrslit má skođa hér.


Undanrásir fyrir Reykjavík Barna-Blitz hjá Hugin í kvöld

Á nćstu Huginsćfingu mánudaginn 29. febrúar verđur forkeppni fyrir Reykjavik Barna-Blitz og gefa tvö efstu sćtin ţátttökurétt í úrslitum sem fram fara í Hörpu laugardaginn 12. mars samhliđa Reykjavíkurskákmótinu. Flokkaskipting á ćfingunni mun ţví miđast viđ ţađ, ţannig ađ ţau sem eru fćdd 2003 og síđar og eiga ţar međ ţátttökurétt í barnablitzinu tefla saman í riđli og ţau sem eru eldri og ţau sem verđa búin ađ vinna sér ţáttttökurétt tefla saman í riđli. Ćfingin verđur reiknuđ til hrađskákstiga.

  • Stađsetning: Skákfélagiđ Huginn, Álfabakka 14a, Mjódd
  • Tímasetning: Mánudagur 29. febrúar kl. 17.15
  • Fjöldi umferđa: 7
  • Tímamörk: 4 mínútur + 2 sekúndur á leik
  • Lokaröđ: Stigaútreikningur rćđur ef vinningafjöldi er jafn

Hlaupárs-atkvöld í kvöld

Atkvöld verđur hjá Huginn mánudaginn 29. febrúar 2016 og hefst mótiđ kl. 20:00. Ţetta er í fyrsta sinn sem ţessi skákkvöld ber upp á hlaupársdag síđan ţau hófust og nćst gefst ekki tćkifćri til ađ tefla ţegar hlaupársdag ber upp á mánudag fyrr 29. febrúar 2044. Fyrir einhverja er ţví nú eđa aldrei.

Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskák- og atskákstiga.

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Barna Blitz: Fyrstu undanrásir í TR í dag

Taflfélag Reykjavíkur heldur á sunnudaginn 28. febrúar eina af fjórum undanrásum fyrir Barna-Blitz.  Um er ađ rćđa hrađskákmót sem mun fara fram međfram Reykjavíkurskákmótinu og komast tveir efstu á hverju móti undanrásanna í úrslitin en hćgt er ađ taka ţátt í öllum undanrásunum.  Mótiđ á sunnudag verđur reiknađ til hrađskákstiga.

  • Stađsetning: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12
  • Tímasetning: Sunnudagur 28. febrúar kl. 14
  • Skráning: Á mótsstađ og lýkur kl. 13:55
  • Ţátttökuréttur: Öll börn fćdd 2003 og síđar
  • Fjöldi umferđa: 9
  • Tímamörk: 4 mín + 2 sek á leik
  • Ţátttökugjald: Frítt
  • Lokaröđ: Stigaútreikningur rćđur ef vinningafjöldi er jafn

Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistaraeinvígi kvenna og áskorendamótiđ ađ hefjast

Heimsmeistaraeinvígi kvenna milli heimsmeistara kvenna María Muzychuk frá Úkraínu og kínversku skákdrottningarinnar Hou Yifan hefst í Lviv í Úkraínu ţann 1. mars nk. Ţćr munu tefla 10 skákir en ekki er gert ráđ fyrir ađ Hou Yifan muni eiga í miklum erfiđleikum međ ađ endurheimta titilinn en hún er u.ţ.b. 100 elo-stigum hćrri en sú úkraínska. Heimamenn gera allt sem í ţeirra valdi stendur til ađ undirbúa Maríu Muzychuk sem best fyrir einvígiđ og ţađ vakti talsverđa athygli ţegar hún tók ţátt í meistaramóti Úkraínu sl. vor ađ skákir hennar voru ekki birtar opinberlega. Leyndarhyggjan er enn viđ völd ţar eystra.

Annar stórviđburđur skákarinnar, áskorendamótiđ í Moskvu, hefst svo 10. mars mars og stendur til 30. mars en sigurvegarinn ţar mun öđlast réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Magnús Carlsen. Ţegar hefur veriđ dregiđ um töfluröđ og lítur hún svona út:

1. Sergei Karjakin 2. Hikaru Nakamura 3. Anish Giri 4. Wisvanathan Anand 5. Venselin Topalov 6. Levon Aronjan 7. Fabiano Caruana 8. Peter Svidler.

Tefld verđur tvöföld umferđ, sjöunda umferđ fer fram á undan sjöttu umferđ sem er gert til ađ forđa ţví ađ Karjakin og Topalov hafi hvítt og svart ţrisvar í röđ.

Allir ţessir stórmeistarar hafa veriđ iđnir viđ kolann undanfariđ og er skemmst ađ minnast opna mótsins á Gíbraltar á dögunum ţar sem Nakamura sigrađi en nokkrum dögum síđar vann hann aftur, ađ ţessu sinni sex manna skákmót í Zürich í Sviss sem fór fram eftir flóknu fyrirkomulagi hrađ-at- og venjulegri kappskák. Ađrir ţátttakendur ţar voru Anand, Aronjan, Kramnik, Giri og Shirov.

Í ljósi frammistöđu Nakamura sem er ófeiminn viđ ađ lýsa ţví yfir ađ hann sé verđandi andstćđingur Magnus Carlsen í heimsmeistaraeinvígi geta Bandaríkjamenn veriđ bjartsýnir fyrir ţetta áskorendamóti ţar sem Fabiano Caruana hefur öđlast bandarískan ríkisborgarétt og mun tefla undir fána ţeirra. 

Guđmundur Kjartansson vann Nóa Síríus mótiđ 2016

Eftir spennandi lokaumferđ Nóa Síríus mótsins sem var samvinnuverkefni Skákfélagsins Hugins og Skákdeildar Breiđabliks stóđ Guđmundur Kjartansson uppi sem sigurvegari eftir ađ hafa lagt Halldór Brynjar Halldórsson ađ velli í lokaumferđinni sem fram fór fimmtudaginn 11. febrúar. Efstu menn í A-flokki: 

1. Guđmundur Kjartansson 5 v. ( af 6) 2. – 3. Magnús Örn Úlfarsson og Halldór Grétar Einarsson 4 ˝ v. 4. – 7. Guđmundur Gíslason, Stefán Kristjánsson, Halldór Brynjar Halldórsson og Örn Leó Jóhannsson 4 v.

Örn Leó Jóhannsson hćkkađi mest allra keppenda á stigum eđa um 45 elo stig.

Í B –riđli urđu jafnir í efsta sćti Snorri Ţór Sigurđsson og Dawid Kolka međ 5 vinninga af sex mögulegum. Í 3. – 4. sćti komu Bárđur Örn Birkisson og Birkir Karl Sigurđsson međ 4 ˝ vinning. 

Lausnir á skákdćmum eftir Paul Keres

Pistlahöfundur fékk mikil viđbrögđ viđ umfjöllun um Paul Keres og dćmin sem hann samdi kornungur og birtust hér í blađinu fyrir viku síđan. Lausnirnar eru eftirfarandi: 

GHUV9S9A
Dćmi 1:

1. Bc2! – og mát í nćsta leik, hvítur hótar 2. Dxa2 mát, 1. ... Bxb1 er svarađ međ 2. Bxb3 mát og 1. ... Bxc2 er svarađ međ 2. Dxa2 mát.

GHUV9S9N

 

 

 

 

Dćmi 2:

1. Dh8!

a) 1. ... e4 2. Hxg1+ Kxg1 3. Da1 mát.

b) 1. ... e2 2. Dxh2+ gxh2 3. Rf2 mát.

 

 

 


Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 20. febrúar 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Gleđin allsráđandi á Polar Pelagic-hátíđ Hróksins á Austur-Grćnlandi

1

Gleđin er allsráđandi á Pelar Polagic-hátíđ Hróksins sem nú stendur sem hćst á Austur-Grćnlandi. Fimm liđsmenn skákfélagsins eru nú í heimsókn í Kulusuk og Tasiilaq, og hafa síđustu daga kennt skák í grunnskólunum og framundan eru meistaramót í báđum bćjum. Ţá stendur Hrókurinn fyrir útskurđarnámskeiđi fyrir börn og ungmenni í Kulusuk, undir handleiđslu Guđjóns Kristinssonar frá Dröngum í Árneshreppi. 

2

Polar Pelagic-hátíđin markar upphafiđ ađ fjórtánda starfsári Hróksins á Grćnlandi, en alls hafa liđsmenn félagsins fariđ meira en 50 sinnum til Grćnlands ađ útbreiđa skák og efla vináttu og samvinnu nágrannaţjóđanna. 

4

Hátíđin hófst í báđum bćjunum á fimmtudag. Í Kulusuk eru ţeir Hrafn Jökulsson forseti Hróksins, sem kennir skák, og Guđjón Kristinsson sem kennir útskurđarlist. Skólinn í Kulusuk fékk af ţessu tilefni mjög veglega gjöf af útskurđarhnífum og verkfćrum, frá íslenskri velgjörđarkonu grćnlenskra barna sem ekki vill láta nafns síns getiđ. Börnin í Kulusuk, sem er nćsta nágrannaţorp Íslands, hafa ýmist veriđ í skák eđa útskurđi síđustu daga og nú um helgina verđur haldiđ stórmót og fjöltefli. 

3

Ţrír liđsmenn Hróksins eru í Tasiilaq, sem er höfuđstađur Austur-Grćnlands, stórmeistarinn Henrik Danielsen, Jón Grétar Magnússon og Jürgen Brandt. Ţeir hafa haldiđ til í grunnskóla bćjarins og á mánudag verđur haldiđ meistaramót skólans. Ţá munu ţeir heimsćkja heimili fyrir börn, dvalarheimili aldrađra og fleiri stađi, međ skák og fleiri gjafir í farteskinu frá íslenskum fyrirtćkjum og einstaklingum, og pjónahópum Gerđubergs og Rauđa krossins í Reykjavík. 

5

Fjölmargir hafa lagt Hróknum liđ viđ undirbúning og framkvćmd ţessarar velheppnuđu hátíđar. Ađalbakhjarlar eru grćnlensk-íslenska útgerđarfyrirtćkiđ Polar Pelagic, sem er ađ ţriđjungi í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstađ, og Flugfélag Íslands. Ađrir ţátttakendur í hátíđinni eru  IKEA, Nói Síríus og BROS-bolir, Dines Tours, TOYOTA, veitingastađurinn Einar Ben, ZO-ON og sveitarfélagiđ Sermersooq. 

6

Hróksmenn koma heim í nćstu viku en fjölmargar hátíđir til viđbótar eru fyrirhugađar á Grćnlandi. Hróksmenn ţakka öllum ţeim sem lagt hafa félaginu liđ í starfinu á Grćnlandi í anda kjörorđa Hróksins: Viđ erum ein fjölskylda.
 


Hlaupárs-atkvöld á mánudaginn

Atkvöld verđur hjá Huginn mánudaginn 29. febrúar 2016 og hefst mótiđ kl. 20:00. Ţetta er í fyrsta sinn sem ţessi skákkvöld ber upp á hlaupársdag síđan ţau hófust og nćst gefst ekki tćkifćri til ađ tefla ţegar hlaupársdag ber upp á mánudag fyrr 29. febrúar 2044. Fyrir einhverja er ţví nú eđa aldrei.

Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskák- og atskákstiga.

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk fer fram sunnudaginn 20.mars

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3.bekk 2016 fer fram í stúkunni viđ Kópavogsvöll sunnudaginn 20.mars nk. 

Tefldar verđa sex umferđir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 8 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Mótiđ hefst kl. 13 og áćtlađ er ađ ţví ljúki međ verđlaunaafhendingu kl 15:45.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1.-3. bekkjar (auk allt ađ fjögurra varamanna)

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Innifaliđ í ţátttökugjaldinu er nesti í miđju móti.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu ţrjár sveitirnar og einnig efstu b-e sveitir.

Einnig borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst).

Skráningu skal lokiđ í í síđasta lagi 18.mars

Hćgt er ađ fylgjast međ ţegar skráđum sveitum hér.

Ath. Áríđandi er ađ sveitirnar séu skráđar fyrirfram. 

Reglugerđ um Íslandsmót barnaskólasveita: http://skaksamband.is/?c=webpage&id=251.


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 19
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 247
  • Frá upphafi: 8764936

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 166
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband