Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2016

Gunnaslagur - Gunni Björns hrósađi sigri

Gunnaslagur 2016 - Efstu menn - ESEMánudagsmótiđ síđasta í KR  var helgađ svonefndum Gunnaslag sem nú var háđur i annađ sinn,

Hinn önnum kafni Gunni Björns gaf sér tíma til ađ líta upp frá forsetastörfum til ađ vera međ. Hann kom á óvart međ ţví ađ verđa efstur ásamt Óla B. en náđi ţví ađ nćla sér í fleiri mótsstig til viđbótar vinningum sínum en hinn síđarnefndi sem varđ ađ sćtta sig viđ annađ sćtiđ, hafandi tekiđ viđ Friđrikskóngnum rétt áđur. Báđir hlutu ţeir 10 vinninga af ţrettán mögulegum. Aldursforsetinn Gunni Gunn varđ ţriđji sem teljast vel af sér vikiđ ţví viđ ramman reip var ađ draga og hart barist bćđi í sókn og vörn og tímahrak mikiđ. Ungmenniđ efnilega Gauti Páll sýndi ađ hann er til alls líklegur á komandi mánuđum og árum međ ţví ađ verđa fjórđi.

Fjórir „ gunnar“  voru međal ţátttakenda en flensa setti nokkuđ mark á mótiđ međ fjarveru Gunna Freys, sigurvegarans frá í fyrra og ófćrđ tálmađi ţátttöku Gunna I. (hins digurbarkabassalega) Birgissonar, frá  snjóabćlinu Siglufirđi sem komst ekki suđur. Gunni Nikuláss fyllti skarđ hans. Gunni Skarpi stóđ fyrir sinu en Gunni Finns var fjarri góđu gamni, vinningur sem margir höfđu bókađ fyrirfram. Alls hefđu ţví 7 Gunnar getađ veriđ međ ef allir hefđu mćtt, voru 6 í fyrra.

Gunnaslagur 2016 - Flestir vinningar  - Flestir Gunnar  (Sigurđur Áss Gr...

Sigurđur Áss Grétarsson vann ţó mesta afrek mótsins og sćmdarheitiđ "Gunnabani ársins" međ ţví ađ leggja tvö Gunna af velli og gera jafntefli viđ hina tvo. Nćldi sér ţannig í ţrjú „gunnaleđur“ af fjórum mögulegum, en um ţađ snerist keppnin innan mótsins.

Átökin á borđinu ćstust mjög eftir ţví sem á mótiđ leiđ en pörun í lokin vakti undrun ţegar neđstu menn lentu á móti ţeim efstu, eitthvađ skrítiđ viđ Sviss Perfect forritiđ sem treyst var á. Gćti hafa haft áhrif á stigareikninginn og heildarúrslitin ţegar öllu er á botninn hvolft.  

Ýmsir minni spámenn komu á óvart en ađrir náđu ekki ađ uppfylla hólmgönguspár sínar en nutu ţess samt ađ vera međ og falla međ sćmd.

Gunnaslagur II. - 2016 -MÓTSTAFLA -ÚRSLIT-ese


Guđmundur Kjartansson sigrađi á hrađskákmóti Nóa Síríus

Gummi Kja og Jón Ţorvaldsson

Sigurvegari Nóa Síríus mótsins Guđmundur Kjartansson sló ekki slöku viđ á hrađskákmóti Nóa Síríus sem fram fór síđastliđiđ fimmtudagskvöld og vann ţađ einnig. Guđmundur fékk 7˝ vinning í 9 skákum og var ţađ Benedikt Jónasson sem vann meistarann og Dawid Kolka náđi jafntefli.

Í öđru sćti var Lenka Ptacnikova međ 7 vinninga en Lenka var líka efsta konan á Nóa Síríus mótinu. Lenka og Guđmundur fóru ţví međ góđar birgđir af góđgćti frá Nóa Síríus eftir kvöldiđ sem munu vćntanleg duga lengi.

Í ţriđja sćti var Benedikt Jónasson međ 6˝ vinning og fylgdu ţeirri sćmd kassi frá Nóa Síríus. Ađ móti loknu var verđlaunaafhending fyrir Nóa Síríus mótiđ og fylgja hér međ nokkrar myndir frá verđlaunaafhendingunni.

Lokastađan á Chess-Results


Reykjavík Open Barna Blitz: Undanrásir ađ hefjast

Eins og síđustu ár stendur Skákakademía Reykjavíkur fyrir Reykjavík Open Barna Blitz. Mótiđ er unniđ í samvinnu viđ taflfélög borgarinnar sem annast undanrásirnar fjórar. Í hverjum undanrásum komast tveir skákmenn áfram. Keppnisrétt í undanrásum eiga allir skákmenn fćddir 2003 og síđar óháđ félagsađild.

Fyrirkomulag undanrása er fariđ ađ skýrast:

Fyrstu undanrásirnar fara fram á sunnudaginn 28. febrúar í Taflfélagi Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Nánar hér: http://taflfelag.is/undanras-fyrir-barna-blitz-fer-fram-a-sunnudag/

Undanrásir tvö fara fram á mánudaginn 29. febrúar klukkan 17:15 hjá Skákfélaginu Huginn í Mjóddinni, Álfabakka 14 a.

Ţriđju undanrásirnar fara fram miđvikudaginn 2. mars hjá Skákdeild Fjölnis í Rimaskóla.

Víkingaklúbburinn mun svo halda fjórđu undanrásirnar.

Hver ţessara ađila fjögurra ákveđur fyrirkomulag eigin undanrása. Ţannig geta t.d. mismunandi reglur gilt um hvađ sé gert séu skámenn jafnir í efstu sćtum, tímamörk geta veriđ mismunandi o.s.frv.

Tveir skákmenn komast áfram úr hverjum undanrásum og tryggja sér ţannig rétt í úrslitunum sem tefld verđa á sviđinu í Hörpu međ útsláttarfyrirkomulagi sunnudaginn ţrettánda mars klukkan 11:00.


Undanrásir fyrir Barna-Blitz fer fram á sunnudag

Taflfélag Reykjavíkur heldur á sunnudaginn 28. febrúar eina af fjórum undanrásum fyrir Barna-Blitz.  Um er ađ rćđa hrađskákmót sem mun fara fram međfram Reykjavíkurskákmótinu og komast tveir efstu á hverju móti undanrásanna í úrslitin en hćgt er ađ taka ţátt í öllum undanrásunum.  Mótiđ á sunnudag verđur reiknađ til hrađskákstiga.

  • Stađsetning: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12
  • Tímasetning: Sunnudagur 28. febrúar kl. 14
  • Skráning: Á mótsstađ og lýkur kl. 13:55
  • Ţátttökuréttur: Öll börn fćdd 2003 og síđar
  • Fjöldi umferđa: 9
  • Tímamörk: 4 mín + 2 sek á leik
  • Ţátttökugjald: Frítt
  • Lokaröđ: Stigaútreikningur rćđur ef vinningafjöldi er jafn

Rúnar hrađskákmeistari Akureyrar

Níu keppendur mćttu til leiks á hrađskákmóti Akureyrar sunnudaginn 21. febrúar, ţrátt fyrir ófćrđ og snjóblindu. Tefld var tvöföld umferđ (16 skákir) og skipuđu ţrír keppendur sér í forystusveit framan af móti, meistarinn frá ţví í fyrra, Rúnar Sigurpálsson, hinn einfćtti Áskell Örn Kárason og skákmeistari Akureyrar frá 1964, Ólafur Kristjánsson. Ólafur slakađi á klónni í seinni hluta mótsins, ţannig ađ ţegar ţeir Rúnar og Áskell mćttust í nćstsíđustu umferđ var um hreina úrslitaskák ađ rćđa. Međ sigri í ţeirri skák tryggđi Rúnar sér hrađskákmeistaratitilinn í 77. sinn og gat slakađ á í síđustu skák sinni viđ frćđafákinn Sveinbjörn Sigurđsson, sem hann reyndar vann einnig. Ţví lítur lokastađan svona út:

1. Rúnar Sigurpálsson     14,5

2. Áskell Örn Kárason     13

3. Ólafur Kristjánsson    10,5

4. Sigurđur Eiríksson      8

5-6. Andri Freyr Björgvinsson og

Haraldur Haraldsson        7

7. Smári Ólafsson          6

8-9. Haki Jóhannesson og

Sveinbjörn Sigurđsson      3


Áskorendaflokkur hefst 22. mars – tvö efstu sćtin gefa ţátttökurétt í landsliđsflokki í ár!

Áskorendaflokkur Íslandsmóts fer fram um páskana, 22. mars – 2. apríl nk. Teflt er í Stúkunni í Kópavogi. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissneska kerfinu. Jafnframt verđur teflt í opnum flokki sem verđur opinn fyrir skákmenn međ 1600 skákstig eđa minna. Ţar verđa tímamörki styttri og umferđir fćrri.

Keppendur međ minna en 1600 skákstig geta valiđ á milli flokka.

Verđlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir: 

  1. 75.000 kr.
  2. 45.000 kr.
  3. 30.000 kr. 

Verđlaun í opnum flokki: 

  1. Ţrjár skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  2. Tvćr skákbćkur hjá bóksölu Sigurbjörns
  3. Skákbók hjá bóksölu Sigurbjörns. 

Auk ţess verđi sérstök stigaverđlaun fyrir ţá sem hafa minna en 1200 stig í opnum flokki.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verđlaunasćtum í áskorendaflokki. Tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki í ár sem fram fer á Seltjarnarnesi 31. maí – 11. júní nk.

Séu menn jafnir rćđur stigaútreikningur (nánar í mótsreglum hér ađ neđan). Í opnum flokki gildir stigaútreikningur um verđlaunsćti.  

Skráning

Ţátttökugjöld eru 5.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (1999 og síđar) og F3-félagar fá 50% afslátt. 

Í opnum flokki (sem eingöngu fyrir opinn fyrir ţá sem hafa 1600 skákstig eđa minna) eru ţátttökugjöld fyrir alla kr. 2.000. 

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Ţátttökugjöld greiđist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir mót.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Tímamörk

Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Opinn flokkur: 30 mínútur auk 30 sekúnda viđbótartími eftir hvern leik.

Dagskrá: 

  1. umferđ, Ţriđjudagurinn, 22. mars, kl. 18
  2. umferđ, miđvikudaginn, 23. mars, kl. 18
  3. umferđ, fimmtudagurinn (skírdagur), 24. mars, kl. 14
  4. umferđ, föstudagurinn (langi), 25. mars, kl. 14
  5. umferđ, laugardaginn, 26. mars, kl. 14
  6. umferđ, ţriđjudaginn, 29. mars, kl. 18
  7. umferđ, fimmtudaginn, 31. mars, kl. 18
  8. umferđ, föstudaginn, 1. apríl, kl. 18
  9. umferđ, laugardaginn, 2. apríl, kl. 14

Dagskrá opna flokksins verđur nánar kynnt síđar. 

Nánari mótreglur

Ef tveir eđa fleiri eru jafnir í sćti mun stigaútreikningur ráđa ferđ.

Nánar um útreikninginn:

  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţess sem hefur fćsta vinninga.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman.
  • Samanlagđir vinningar allra andstćđinga lagđir saman nema ţeirra tveggja sem hafa fćsta vinninga.
  • Innbyrđis úrslit  ţeirra sem eru jafnir
  • Sonneborn-Berger
  • Hrađskákeinvígi

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisbođ. Hún gengur út á ţađ ađ ekki er heimilt ađ bjóđa jafntefli fyrr en báđir keppendur hafa leikiđ 30 leiki. Á ţví má gera undantekningar sé ţráteflt en ţá verđur ađ stöđva klukku, kalla á skákstjóra og koma međ jafntefliskröfu. 

Yfirseta

Hćgt er ađ taka tvćr yfirsetur í umferđum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska ţarf eftir yfirsetunni međ góđum fyrirvara og fylla út eyđublađ ţess efnis hjá skákstjóra.


Bárđur Örn Unglingameistari og Esther Lind Stúlknameistari Reykjavíkur

Kolka og tvibbar
Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 21. febrúar. Mótiđ var opiđ fyrir börn á grunnskólaaldri.

Ţrenn verđlaun voru veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu, ţrenn verđlaun fyrir efstu stúlkur og svo aldursflokkaverđlaun í hvorum flokki fyrir sig (fćdd 2000-2001, 2002-2003, 2004-2005, 2006-2007 og 2008 og síđar). Ţau sem eru búsett í Reykjavík eđa eru félagar í reykvískum taflfélögum tefldu um titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2016 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2016. Tefldar voru 7 umferđir međ 15 mín. umhugsunartíma á skák í hvorum flokki fyrir sig. Mótiđ var reiknađ til atskákstiga.

Ţátttakendur voru 52 og var mótiđ vel skipađ. Mörg af efnilegustu börnum og unglingum landsins voru međ á mótinu.

Í opnum flokki komu brćđurnir Bárđur Örn og Björn Hólm Birkissynir hnífjafnir í mark međ 6,5 vinning. Stigaútreikningur sýndi ađ Bárđur Örn var hćrri á stigum og ţví hlaut hann 1. sćtiđ og er Unglingameistari Reykjavíkur 2016. Björn Hólm hreppti silfriđ, en síđan komu sex drengir međ 5 vinninga, ţeir Dawid Kolka, Ţorsteinn Magnússon, Aron Ţór Mai, Mykhaylo Kravchuk, Kristján Dagur Jónsson og Bjarki Kjartansson. Stig réđu einnig úrslitum hér og varđ Dawid Kolka í 3. sćti.

Stúlknameistaramót Reykjavíkur

Í Stúlknameistaramótinu tóku 10 stelpur ţátt. Esther Lind Valdimarsdóttir kom ţar, sá og sigrađi međ fullu húsi! Esther Lind byrjađi ađ sćkja stúlknaćfingar í Taflfélagi Reykjavíkur í haust og hefur einnig reglulega sótt skákćfingar í Salaskóla. Hún er ţví Stúlknameistari Reykjavíkur 2016. Í 2. sćti varđ Freyja Birkisdóttir međ 5,5 v. og í 3. sćti varđ Ylfa Ýr Welding Hákonardóttir međ 5 vinninga. Ţess má geta ađ fjórar af ţeim tíu stelpum sem tóku ţátt eru fćddar 2008, ţannig ađ ţćr eiga framtíđina fyrir sér!

Báđir titlarnir, Unglingameistari Reykjavíkur 2016 og Stúlknameistari Reykjavíkur 2016 fóru eins og í fyrra til Taflfélags Reykjavíkur.

Skákmótiđ fór mjög vel fram. Aldursbiliđ var eins breitt og hćgt var, alveg frá 6 ára upp í 16 ára! Ţarna voru krakkar ađ stíga sín fyrstu skref í skákmóti og ađrir međ mikla keppnisreynslu. Ţó nokkur fjöldi foreldra og systkina fylgdist međ og skákmótiđ gekk samkvćmt tímaáćtlun og allt međ ró og spekt. Ýmislegt gekk á á reitunum 64 eins og viđ ţekkjum! Allt fer ţetta í reynslubankann góđa – og verđur notađ í nćsta skákmóti! Sjá heildarúrslit í opnum flokki hér og í stúlknaflokki hér. Aldursflokkaverđlaun eru listuđ hér ađ neđan.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar öllum ţátttakendum og ađstandendum fyrir skemmtilegt skákmót í dag!

Aldursflokkaverđlaun opinn flokkur:

  • U 8: Andri Hrannar Elvarsson
  • U 10: Adam Omarsson
  • U 12: Kristján Dagur Jónsson
  • U 14: Mykhaylo Kravchuk
  • U 16: Bárđur Örn Birkisson

Aldursflokkaverđlaun stúlknaflokkur:

  • U 8: Karen Ólöf Gísladóttir
  • U 10: Freyja Birkisdóttir
  • U 12: Esther Lind Valdimarsdóttir
  • U 14: engin stúlka í ţessum aldurshópi tók ţátt
  • U 16: engin stúlka í ţessum aldurshópi tók ţátt

Mótshaldari var Taflfélag Reykjavíkur. Skákstjórar voru Ţórir Benediktsson og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir. Birna Halldórsdóttir sá um veitingar á međan mótinu stóđ.

Pistill: Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir.

Myndskreytt frásögn á heimasíđu TR.


Óskar Víkingur Norđurlandameistari - fjórir verđlaunapeningar í hús

Róbert og Óskar
Norđurlandamótiđ í skólaskák fór fram um helgina í Vaxjö í Svíţjóđ. Eins og áđur hefur komiđ fram varđ Óskar Víkingur Davíđsson Norđurlandameistari auk ţess sem ţrír ađrir verđlaunapeningar komu í hús. Róbert Luu hlaut silfur og Símon Ţórhallsson og Vignir Vatnar Stefánsson fengu brons. 

A-flokkur (1996-98)

Oliver Aron Jóhannesson hlaut 6 vinninga og endađi í 6.-7. sćti. Dagur Ragnarsson hlaut 2˝ vinning og endađi í 9. sćti.

B-flokkur (1999-2000)

Símon

 

Símon Ţórhallsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson hlaut 3˝ vinning og enduđu í 3.-4. sćti. Símon fékk hins vegar ţriđja sćtiđ og brons eftir stigaútreikning.

C-flokkur (2001-02)

Hilmir Freyr Heimsson hlaut 3 vinninga og endađi í 6.-7. sćti og Nansý Davíđsdóttir hlaut 2˝ vinning og endađi í 8.-9. sćti. 

D-flokkur (2003-04)

Viggi Vatt

 

Vignir Vatnar Stefánsson hlaut 4˝ vinning og endađi í ţriđja sćti. Alesander Oliver Mai sem var tefla í fyrsta skipti á erlendi grundu hlaut 2˝ vinning og endađi í 7.-10. sćti.

E-flokkur (2005-)

Ţađ gekk best hjá íslensku keppendunum í e-flokki en ţar komu gull og silfur í hús. Óskar Víkingur Davíđsson varđ efstur međ 5 vinninga og Robert Luu varđ annar međ 4 vinninga. Sérdeilis glćsilegt hjá ţeim.

Landskeppnin

Íslenski hópurinn
Danir mörđu sigur í landskeppninni en ţeir hlutu 36 vinninga. Norđmenn urđu ađrir međ 35˝ vinning og Íslendingar ţriđju međ 34 vinninga. 

Stiahćkkanir

Fimm íslensku keppendanna hćkkuđu um 20 alţjóđleg skáksteig eđa meira. Ţađ voru: Vignir Vatnar (30), Alexander (29), Nansý (27), Róbert (23) og Óskar (20). 

 

 


Gunnaslagur II - Verđlauna- og skemmtikvöld í KR í kvöld

SEX VASKIR GUNNARARVerđlaun fyrir Kapptefliđ um Friđrikskónginn, sem Ólafur B. Ţórsson vann ađ ţessu sinni, verđa afhent í kvöld (mánudagskvöldiđ 22. febr.) í upphafi GUNNASLAGS, sérstaks skemmtiskákkvölds og móts ţar sem keppnin snýst um ađ máta sem flesta sem bera hiđ herskáka skákmannsnafn GUNNAR.

Sem skv. nafnaskýringum og  Wikipediu ţýđir: „The name Gunnar means fighter, soldier, and attacker, but mostly is referred to by the Viking saying which means Brave and Bold warrior”. Ţví skal engan undra ţó skákmenn međ ţví nafni séu harđsnúnir og slyngir andstćđingar sem selja sig dýrt og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefanna.   

Í fyrra var afar góđ ţátttaka, sex Gunnarar mćttir og  yfir 30 keppendur alls. Ţess er ađ vćnta ađ keppendur verđi ekki fćrri nú, enda góđ verđlaun í bođi, auk ánćgjunnar af ţví ađ máta mann og annan eđa vera mátađur sjálfur ella.

GUNNASLAGUR 2015 ÚRSLIT - hver vinnur núna

Ýtt verđur  á klukkurnar upp úr kl. 19.30 ađ lokinni stuttri verđlaunaathöfn sem meistari Friđrik Ólafsson verđur viđstaddur. Tefldar verđa 13 umferđir í striklotu međ 7 mín. uht. skákina svo ţađ kemur til međ ađ reyna vel á bćđi andlegt og líkamlegt úthald keppenda. Allir taflfćrir Gunnar sérstaklega hvattir til ađ mćta og svo allir ađrir skákgeggjarar sem vilja velgja ţeim og öđrum skeinuhćttum andstćđingum undir uggum.

Sjáumst og kljáumst.


Óskar Víkingur Norđurlandameistari í skólaskák!

Óskar Víkingur Norđurlandameistari

Óskar Víkingur Davíđsson varđ í dag Norđurlandameistari í skólaskák en hann vann e-flokkur (fćddir 2005 og síđar). Íslendingar fengu ţrenn önnur verđlaun. Róbert Luu hlaut silfur í e-flokki og Símon Ţórhallson (b-flokkur) og Vignir Vatnar Stefánsson (d-flokkur) fengu brons.

Nánari umfjöllun um mótiđ vćntanleg. 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764693

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband