Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Gullaldarliðið beið lægri hlut - en leynivopn á leiðinni!

HM-Dresden-2016-myndir-620x330Gullaldarlið Íslands tapaði sinni fyrstu viðureign í 5. umferð á HM skákliða 50 ára og eldri í Dresden á fimmtudag. Íslenska stórmeistarasveitin beið lægri hlut fyrir mjög öflugri sveit Armeníu, 3-1, og er nú í 3.-7. sæti. Fjórar umferðir eru eftir á mótinu og ljóst að seinni hálfleikurinn verður æsispennandi.

Jóhann Hjartarson mætti hinum goðsagnakennda Rafael Vaganian á 1. borði. Armeninn var um árabil í hópi sterkustu skákmanna heims og varð m.a. skákmeistari Sovétríkjanna 1989. Þeir Jóhann tefldu sjö kappskákir á árunum 1989-92 og þá hafði okkar maður sannkallað fantatak á Vaganian: sigraði fimm sinnum, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einni skák.

Jóhann Hjartarson EM Landsliða 2015

Jóhann Hjartarson

En Vaganian tefldi glæsilega með svörtu mönnunum í Dresden og fórnaði snemma skiptamun. Tölvuheilarnir töldu Jóhann með mun betri stöðu en Vaganian hafði kafað dýpra.

Halldór Grétar Einarsson liðstjóri: ,,Þótt skakreiknarnir gefi stöðuna +1 á hvítan þá er öllum mannlegum ljóst að svartur var með mun betri stöðu í raun, vegna þess hve mikið auðveldara var að tefla hana. Jóhann var óánægður með leiki 40 til 42 hjá sér. Hann var búinn að tefla vörnina mjög vel, en þarna tapaði hann tveimur tempóum, sem skiptir miklu máli í svona stöðu.

HM-Dortmund-2016_Hjartarson-Vaganian

Jóhann Hjartarson – Rafael Vaganian. — 40. Hb1+ (stöðumynd) Kxa4 41. Bc2+ Ka3 42. f5 Ka2. „Jóhann var óánægður með leiki 40 til 42 hjá sér. Hann var búinn að tefla vörnina mjög vel, en þarna tapaði hann tveimur tempóum, sem skiptir miklu máli í svona stöðu.“ HGE

Jón L. Árnason

Jón L. Árnason

Jón L. Árnason lenti snemma í klemmu gegn stórmeistaranum Sergey Galduntsá 4. borði eftir að peðsfórn skilaði ekki tilætluðum árangri.

Halldór: ,,Jón var ekki ánægður með 15. — Rxd5. Mun betri leikur var 15. — Bc8 sem hefði skilað ágætum bótum fyrir peðsfórnina.

 

HM-Dortmund-2016_galdunts-arnason

Sergey Galdunts – Jón L. Árnason. — 15. De1 (stöðumynd) Rxd5. ,,Jón var ekki ánægður með 15. — Rxd5. Mun betri leikur var 15. — Bc8 sem hefði skilað ágætum bótum fyrir peðsfórnina.“

Skákir Helga Ólafssonar við Ashot Anastasian og Margeirs Péturssonar gegn Karen Movsziszian voru allan tímann í jafnvægi, og lauk báðum með jafntefli.

13588937_1017463711694696_554947098_o

Margeir Pétursson

Halldór segir að sigur Armena hafi verið verðskuldaður: ,,Þeir áttu skilið að vinna. Þeir tefldu betur í dag og sérstaklega var mikilvægur sigurinn á 1. borði.

Fimm lið munu berjast um sigur á HM að mati Halldórs, enda langbest skipuð: Armenía, Þýskaland, England, Íslands og þýska skákfélagið Emanuel Lasker Gesellschaft.

Englendingar unnu stórsigur á skáksveit frá Úkraínu í 5. umferð, Þýskaland lagði kvennasveit Rússlands og Emanuel Lasker Gesellschaft sigraði þýska félagið Forchheim.

13588971_1017463208361413_1020885971_oArmenar og Þjóðverjar eru nú efstir, hafa sigrað í öllum sínum viðureignum. Gullaldarliðið er í 3.-7. sæti og mætir sveit Þýskalands í 6. umferð. Þjóðverjarnir eru í miklu stuði og ætla sér greinilega að landa heimsmeistaratitlinum á heimavelli.

Sveitina leiðir Uwe Bönsch sem hefur 4 vinninga af 5, og á 2. borði hefur Klaus Bischoff unnið allar fimm skákir sínar og reiknast árangur hans til þessa upp á 3001 skákstig!

Eini veiki hlekkur sveitarinnar til þessa er alþjóðameistarinn Karsten Volke á 3. borði, með 3 vinninga af 5. Á 4. borði hefur stórmeistarinnRaj Tischbirek rakað saman 4 vinningum í jafnmörgum skákum.

HM-Dortmund-2016_porun_6umf

Halldór Grétar býst við háspennu í lokaumferðunum fjórum:

,,Það eru fimm jafn sterk lið í mótinu. Þau munu öll tefla innbyrðis. Við höfum teflt við tvö af fjórum. Þurfum helst að vinna hin tvö til að eiga möguleika á sigri, myndi ég halda. Hin liðin hafa teflt einu sinni við annað lið í topphópnum.

Og liðstjórinn er hvergi banginn:

,,Í nótt kemur flugvél með áhorfendur frá Íslandi — eiginkonurnar! Þær mæta um hádegisbil. Við ætlum að færa þeim sigur á Þjóðverjum.

Nánar á vefsíðu Hróksins.


Gullaldarliðið á toppnum á HM - flugeldasýning Jóns L. tryggði sigur í 4. umferð

Gullaldarlið Íslands vann fjórða sigurinn í röð á HM skáksveita 50 ára og eldri í Dresden í dag. Jón L. Árnasonvar hetja dagsins, sigraði Gerhard Köhler í 23 leikjum eftir að hafa fórnað mönnum á báðar hendur. Armenía, Þýskaland og Ísland eru nú einu liðin sem hafa sigrað í öllum viðureignum sínum. Gullaldarliðið mætir sterkri sveit Armeníu í fimmtu umferð.

Íslenska stórmeistarasveitin mætti mjög sterku liði Emanuel Lasker Gesellschaft í fjórðu umferðinni. Á 1. borði gerðu Jóhann Hjartarson og Arthur Jusupov jafntefli, og sama var uppi á teningnum í viðureignumHelga Ólafssonar og Alexanders Graf, og Margeirs Péturssonar og Jakobs Meister.

Jón L. Árnason mætti Köhler á 4. borði, en Þjóðverjinn er þekktastur fyrir að hafa teflt þúsundir hraðskáka við Viktor Korchnoi, þegar hinn mikli meistari dvaldi sér til hressingar á heilsuhæli í Dresden. Jón er einn mesti sóknarskákmaður íslenskrar skáksögu, og hann hélt sannkallaða flugeldasýningu og tryggði íslenska liðinu mjög dýrmætan sigur. 

Jón L. Árnason – Gerhard Köhler

HM-Dortmund-2016_Jon-loftur_G-Kohler_1

Fórn I — 17. Rg5 h6 18. Dh5!? (stöðumynd) „Það þýðir ekkert að snúa til baka þegar maður er kominn út í miðja á ! 18.Rfxe6 fxe6 19.Rxe6 Db6 20.Rxf8 var líka hægt.“ HGE

HM-Dortmund-2016_Jon-loftur_G-Kohler_2

Fórn II — 20. – g6? 21. Rxg6! (stöðumynd) Rxg6?! „(21. – fxg6 var skárra, en eftir 22.Bxe6+ Hf7 23.Bxf7+ Kxf7 24.Dh7+ er hvítur með betra.)“ HGE

HM-Dortmund-2016_Jon-loftur_G-Kohler_3

Fórn III — 22. Bxe6! (stöðumynd) Bd6? 23. Dxg6+ Og svartur gafst upp. „Kannski tók hvítur nokkra áhættu með mannsfórninni [fyrstu], en fyrst hún gekk upp þá var hún góð !“ HGE

  • Halldór Grétar Einarsson skýrði skákina á Skákhorninu
Halldór Grétar Einarsson liðstjóri Gullaldarliðsins var að vonum ánægður með sína menn: ,,Við vorum að klára að fara yfir skákir dagsins. Það var varla leikinn slæmur leikur í þessari umferð en margir snjallir. Jón L. ruggaði aðeins bátnum til að vinna sinn andstæðing á glæsilegan hátt.

Af öðrum úrslitum í fjórðu umferð bar hæst að Þýskaland lagði England og Armenía sigraði Kanada.

HM-Dortmund-2016_porun-5

Rafael_Vaganian

Rafael Vaganian

Í fimmtu umferð mætir Gullaldarliðið Armeníu í sannkölluðum stórleik. Fyrir armensku sveitinni fer goðsögninRafael Vaganian sem er þekktur fyrir leiftrandi sóknarstíl og algert óttaleysi við skákborðið.

Alls taka 57 skáksveitir þátt í HM í Dresden og verða tefldar 9 umferðir. Margir af þekktustu skákmönnum síðustu áratuga eru meðal keppenda, en óhætt er að segja að þátttaka íslenska Gullaldarliðsins hafi vakið mesta athygli. Auk fjórmenninganna sem héldu uppi heiðri Íslands í dag er Friðrik Ólafsson í liðinu, en þessi síungi snillingur sem nú er 81 árs tefldi fyrst fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu árið 1952.

Nánar á vefsíðu Hróksins.


Gullaldarlið Íslands í toppbaráttunni á HM - Margeir Pétursson hetja liðsins í þriðju umferð

Gullaldarlið Íslands lagði þýska félagið Thüringen í þriðju umferð Heimsmeistaramóts skákliða 50 ára og eldri í Dresden á þriðjudag með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Íslenska liðið hefur unnið allar viðureignir sínar á mótinu, líkt og fimm önnur lið, en alls keppa 59 sveitir á mótinu. Í fjórðu umferð mætir Gullaldarliðið sterkri þýskri sveit, sem skartar goðsögninni Arthur Jusupov á efsta borði.

Viðureignin við Thüringen var afar spennandi. Jóhann Hjartarson mætti stórmeistaranumPeter Enders á 1. borði í mjög flókinni og skemmtilegri skák. Jóhann stóð til vinnings en missteig sig í flókinni stöðu og virtist um tíma með tapað tafl. Hann fann snjalla björgunarleið og lauk skákinni með jafntefli.

HM-Dortmund-2016_Hjartarson-P_Enders

45…H8d3 – „Enders var nýbúinn að spyrja liðsfélaga sínu um stöðuna í viðureigninni og vissi að hann þyrfti að vinna. Hann lék því þessum leik með nokkru stolti.“ 46. Dxc5+! „Þetta sá hann ekki. Ef drottningin er tekin þá mátar hvítur með He8+ og Hg8+.“ HGE

  • Ítarlega skákskýringu Halldórs Grétars um skák Jóhanns má lesa á Skákhorninu.
DSC_0914 - Copy

Margeir Pétursson

Helgi Ólafsson fékk ívið verri stöðu á 2. borði gegn alþjóðlega meistaranumThomas Casper, en Þjóðverjinn féllst fúslega á jafntefli. Jón L. Árnason náði vænlegri stöðu gegn stórmeistaranumLutz Espig á 4. borði og vann peð, en hinum gamalreynda þýska meistara tókst að læsa stöðunni og jafntefli varð niðurstaðan.

Margeir Pétursson var því hetja sveitarinnar, en hann vann afar öruggan sigur á alþjóðlega meistaranum Joachim Brüggemann. Friðrik Ólafsson hvíldi að þessu sinni.

HM-Dortmund-2016_Margeir_Petursson-J_Bruggemann

Svartur (Bruggemann) lék 36..Dxb5 sem var svarað með 37. Dd5 (stöðumynd) – Hvítur hótar Rf7+. Svartur styrkti varnirnar á f7 með 37. Hc7 en Margeir lét það sem vind um eyru þjóta og lék samt 38. Rf7+! Kg8 39. Rd8+ (39.Rd6+ var hin leiðin!) Kh8 40. Re6 og svartur gafst upp.

  • Halldór Grétar Einarsson skýrði skákina og birti á Skákhorninu.

Af öðrum úrslitum má nefna að enska stórmeistarasveitin, með Nunn og Speelman í broddi fylkingar mátti þakka fyrir nauman sigur gegn mun stigalægri sveit Slóvakíu, og Armenar með Rafael Vaganian á efsta borði unnu stórsigur á þýska félaginu SC Forchheim.

Sex sveitir hafa unnið allar viðureignir sínar: Þýskaland, Armenía, England, þýska félagið Emanuel-Lasker Gesellschaff, Ísland og Kanada.

HM-Dortmund-2016_porun_4umf

Yusupov

Arthur Jusupov

Búast má við mjög spennandi viðureign Gullaldarliðsins og Emanuel-Lasker Gesellschaff í fjórðu umferð. Arthur Jusupov, sem teflir á fyrsta borði í sveitinni sem kennd er við annan heimsmeistarann í skák, var um árabil í hópi allra sterkustu skákmanna heims.

Hann fæddist í Moskvu 1960, varð heimsmeistari ungmenna 1977, stórmeistari 1980, tvítugur að aldri og árunum 1986 til 1992 komst hann þrisvar sinnum í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar. Hann flutti til Þýskalands eftir hrun Sovétríkjanna og er einn virtasti skákbókahöfundur samtímans.

Dr. Gerhard Köhler, sem mætir Jóni L. Árnasyni á 4. borði, er þekktur m.a. fyrir það að hafa teflt þúsundir hraðskáka við Viktor Korsnoj þegar hann dvaldi í Dresden eftir að heilsu hans hafði hrakað mikið. Tefldi við hann stanslaust frá morgni til kvölds !

Halldór Grétar Einarsson liðstjóri Gullaldarliðsins segir góða stemmningu í hópnum: ,,Margeir er að koma mjög sterkur til leiks og Jóhann leggur allt í skákirnar. Jón L. og Helgi eru aðeins ryðgaðir ennþá, en þeir munu fara í gang núna þegar alvaran er að byrja. Viðureignin við Jusupov og félaga er ágæt prófraun á liðið.“

Ítarleg umfjöllun og skákirnar á heimasíðu Hróksins.


Gullaldarliðið sigraði í 2. umferð - England og Þýskaland með fullt hús

Gullaldarlið Íslands sigraði þýska liðið SV Eiche Reichenbrand í 2. umferð HM skákliða 50 ára og eldri með 3 vinningum gegn 1. Þjóðverjarnir skörtuðu engum titilhafa og voru mun stigalægri á öllum borðum, og mega því vera alsælir með frammistöðuna gegn íslensku stórmeistarasveitinni.

Helgi Ólafsson gerði jafntefli á efsta borði gegn Jürgen Kyas (2190 stig) og hið sama gerðiFriðrik Ólafsson á 4. borði gegn Ulrich Koetzsch. Margeir Pétursson og Jón L. Árnasonunnu sannfærandi í laglegum skákum.

HM-Dortmund-2016_Margeir-Petursson_Fehlhammer

Margeir (með hvítt) lék 18. f4 sem Fehlhammer svaraði með 18..Bxh3?

 

HM-Dortmund-2016_Doering-Jon_L

H. U. Doering (með hvítt) hrasaði um skóreimarnar í vörninni þegar hann lék 20. Dd1 og fékk umsvifalaust á sig mark. Doering 0 – Jón L. 1

Hinn 61 árs gamli Kyas blés ódeigur til sóknar gegn Helga Ólafssyni, og hafði samkvæmt skákforritum mun betri stöðu þegar sverð voru slíðruð eftir 18 leiki. Þegar þarna var komið sögu hótaði Þjóðverjinn máti og bauð jafntefli!

Englendingar og Þjóðverjar eru efstir með fullt hús, 8 vinninga, eftir tvær umferðir, en Gullaldarliðið er í 4. sæti ásamt fleirum.

Í 3. umferð teflir Gullaldarliðið við þýska félagið Thüringen, sem meðal annars státar af tveimur stórmeisturum. Lið Thüringen leiðir Peter Enders (2448) sem varð þýskur meistari 1994, en varamaður þeirra er hinn 67 ára gamli Lutz Espig, sem er einn stigalægsti stórmeistari heims með 2263 stig. Hann hefur unnið ýmsa góða sigra og varð meðal annars skákmeistari Austur-Þýskalands í þrígang.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Hróksins.


Dettmann-bræður engin fyrirstaða hjá Gullaldarliðinu á HM

IMG_2060Þýski Dettmann-skákklúbburinn hlaut virðulega útför í boði Gullaldarliðs Íslands í 1. umferð HM skákliða, 50 ára og eldri, í Dresden nú á sunnudag. Íslensku stórmeistararnir unnu allir örugga sigra, enda mikill stigamunur á liðunum. Meðalstig íslenska liðsins voru 2489 en 1971 stig hjá Dettmann-klúbbnum.
 
Lið Dettmann skipa bræðurnir Gerd, Uwe og Jürgen en mágur þeirra Armin Waschk teflir á 1. borði. Þeir voru engin fyrirstaða fyrir Jóhann Hjartarson, Helga Ólafsson, Jón L. Árnason og Friðrik Ólafsson. Andstæðingur Friðriks þráaðist lengi við í tapaðri stöðu og eftir skákina kom í ljós að hann hafði einsett sér að tóra í 40 leiki!
 

NunnFimmtíu og níu lið taka þátt í mótinu og eru nokkur í algjörum sérflokki. Íslenska liðið er stigahæst en næst kemur enska liðið sem skipað er stórmeisturunum Nunn, Speelman, Hebden og Arkell.
 


YusupovÞýska liðið Emanul-Lasker Gesellschaft skartar þremur stórmeirunum, með goðsögnina Arthur Jusupov á efsta borði. Annar kunnur kappi, Rafael Vaganian, fer fyrir sterkri sveit Armena, og má búast við að þessi lið verði helstu keppinautar Gullaldarliðsins á mótinu.
 
Í 2. umferð, sem fram fer á mánudag, mæta okkar menn þýska liðinu SV Eiche Reichenbrand sem ekki státar af neinni stórstjörnu enda meðalstig aðeins í kringum 2000. Íslenskir skákáhugamenn munu því vænta annars stórsigurs. Ekkert er þó gefið, einsog sást í 1. umferðinni þegar Þjóðverjinn Bernd Salweski (2004 stig) gerði jafntefli við armenska stórmeistarann Karen Movsziszian (2488).
 
Lið Íslands í 2. umferð verður skipað Helga Ólafssyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Friðriki Ólafssyni, en Jóhann Hjartarson hvílir.
 
KvöldgangaHalldór Grétar Einarsson liðstjóri Gullaldarliðsins segir að góður andi sé í hópnum og létt yfir meisturunum. Þátttaka Friðriks veki óskipta athygli og ljóst að hann njóti mikillar virðingar á meðal keppenda og mótshaldara. Friðrik, sem var forseti FIDE 1978-1982, var kjörinn formaður formaður áfrýjunarnefndar mótsins með lófaklappi.
 
 
 

Gullaldarliðið mætir þýsku liði í fyrstu umferð - bein útsending hafin!

gullaldarliðið
 
Íslenska gullaldarliðið, sem teflir á Heimsmeistaramóti skáksveita, 50 ára og eldri, mætir þýsku skáksveitinni Dettmann í fyrstu umferð sem fram fer í dag. Umferðin hefst kl. 12 í dag.
Með íslensku sveitinni tefla í dag Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnaon og Friðrik Ólafsson. Margeir Pétursson hvílir.
 
Viðureign fyrstu umferðar
 
 
HM1
 
 
 

Skákþáttur Morgunblaðsins: Verðskuldaður sigur Jóhanns á Íslandsmótinu

Bjarni, Jóhann og Kjartan

Jóhann Hjartarson varð Íslandsmeistari í sjötta sinn þegar keppni í landsliðsflokki sem fram fór á Seltjarnarnesi lauk um síðustu helgi. Jóhann hlaut 8 ½ vinning af ellefu mögulegum og varð ½ vinningi á undan meistara síðasta árs, Héðni Steingrímssyni. Þessir tveir voru í nokkrum sérflokki á mótinu eins og lokaniðurstaðan ber með sér:

1. Jóhann Hjartarson 8 ½ v. (af 11) 2. Héðinn Steingrímsson 8 v. 3. – 5. Bragi Þorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson og Björn Þorfinnsson 6 ½ v. 6. Guðmundur Gíslason 6 v. 7. Guðmundur Kjartansson 5 ½ v. 8. – 9. Einar Hjalti Jensson og Davíð Kjartansson 5 v. 10. Örn Leó Jóhannsson 4 ½ v. 11. Hjörvar Steinn Grétarsson 3 v. 12. Jóhann Ingvason

Jóhann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1980 og síðan aftur árin 1984, 1994, 1995 og 1997. Jóhann, sem er 53 ára gamall, er eftir því sem næst verður komist elsti Íslandsmeistari skáksögunnar en jafnframt sá þriðji yngsti. Hann komast í ´ann krappan i nokkrum skákum en keppnisreynslan skilaði góðu verki á örlagastundu og sigurinn var verðskuldaður. Þó að Jóhann hafi verið með tapað tafl gegn Einar Hjalta og um tíma einnig gegn Héðni átti hann síðar góða vinningsmöguleika í þeirri skák og var með gjörunnið tafl gegn Guðmundi Kjartanssyni í 9. umferð en missti báðar skákirnar niður í jafntefli.

Áður hefur verið vikið að góðri frammistöðu Guðmundar Gíslasonar sem tefldi manna fjörlegast á mótinu. Í pistli fyrir hálfum mánuði sveik minnið greinarhöfund sem varð til þess að Guðmundi Kjartanssyni var sleppt í upptalningu um Íslandsmeistara fyrri ára og er beðist velvirðingar á því.

 

Yngsti keppandinn, hinn 22 ára gamli Örn Léo Jóhannsson, háði prófraun sína á þessum vettvangi og bætti stigatölu sína um rösklega 30 stig. Hann tapaði að vísu fyrir föður sínum Jóhanni Ingvasyni náði en átti marga góða spretti sbr. eftirfarandi skák sem tefld var undir lok mótsins:

Skákþing Íslands 2016; 9. umferð:

Örn Leó Jóhannsson – Davíð Kjartansson

Frönsk vörn

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Re2 Db6 8. Rf3 Be7 9. O-O a5 10. b3 h6 11. a3 g5 12. Be3 cxd4 13. cxd4 Rf8 14. Re1 Bd7 15. Rc2 Rg6 16. Bxg6 fxg6 17. Dd3 O-O-O?

Kóngurinn er betur geymdur á kó0gsvæng. Eftir 17. .. Kf7 er staðan í jafnvægi.

18. b4 Kb8 19. Hfb1 a4 20. Rc3 Ra7 21. b5 Hc8 22. Rxa4 Bxb5 23. Dd2 Dc7 24. Rc5 He8 25. a4 Bxc5 26. dxc5 Bc4 27. Rd4 Dxe5 28. Db2 Dc7 29. Rb5 Dc6 30. De5 Ka8 31. Rxa7 Kxa7 32. Hb6 Dc7

GCHVRT7333. c6!?

Skilur drottninguna eftir í dauðanum en ekki gengur 33. ... dxe5 vegna 34. Hxb7+ Ka8 (eða 34. ... Ka6 35. Ha7 mát) 35. Ha7+ Kb8 36. Hb1+ og mátar. 33. ... Dxb6 34. Bxb6+?

Hér vantar aðeins upp á slagkraftinn. Eftir 34. Hb1! getur svartur gefist upp, t.d. 34. ... Hxc6 35. Hxb6 Hxb6 36. Db2 o.s.frv.

34. ... Kxb6 35. cxb7 Kxb7 36. Hb1 Kc6 37. a5 Kc5 38. Hb6 Hc6 39. De3 Kd6 40. Hxc6 Kxc6 41. Db6 Kd7 42. a6 Bxa6 43. Dxa6 Ke7 44. Da7 Kf6 45. Dd4 Kf7 46. g3 Hc8 47. Kg2 Hc4 48. Dd3 g4 49. De3 h5 50. Dh6 He4 51. Dh7+ Kf6 52. Dg8 Hc4 53. Df8+

Stundum hægt að hanga á svona stöðum ef varnaraðilinn nær að valda peðin kirfilega. Því verður ekki við komið núna.

33. ... Ke5 54. Dg7 Kd6 55. Dxg6 d4 56. Dxh5 d3 57. Dg5 Hd4 58. Dd2 Kd5 59. f3 e5 60. Kf2

- og svartur gafst upp.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 18. júní

Skákþættir Morgunblaðsins


Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita!

Dresden.Cathedral.original.21773Skáksamband Íslands sendir vaska sveit á HM skáksveita, 50 ára og eldri, sem fram fer í Dresden í Þýskalandi 26. júní til 4. júlí. Sveitin er skipuð Gullaldarliði Íslands í skák: Jóhanni Hjartarsyni, Helga Ólafssyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Friðriki Ólafssyni. Meðaldur er 61 ár og liðsstjóri er Halldór Grétar Einarsson.
 
Um 60 skáksveitir eru skráðar til leiks og er íslenska sveitin sú stigahæsta á mótinu og stefnir vitaskuld að sigri. 
 
Keppnin verður hinsvegar án nokkurs vafa mjög skemmtileg og spennandi enda margir snjallir meistarar í öðrum liðum.
 
1 Jóhann HjartarsonJóhann Hjartarson (2547 skákstig) leiðir sveitina, enda vann hann á dögunum glæsilegan sigur á Íslandsmótinu í skák, þar sem hann var aldursforseti keppenda. Jóhann varð fyrst Íslandsmeistari aðeins 17 ára gamall 1980 og hefur hampað titlinum sex sinnum.

 

2 Helgi ÓlafssonHelgi Ólafsson (2543 stig) skipar 2. borð. Helgi, sem fæddur er 1956, varð þriðji stórmeistari Íslendinga 1984 og hefur sex sinnum hampað Íslandsmeistaratitlinum. Hann hefur auk þess þjálfað landslið okkar og verið skólastjóri Skákskóla Íslands um árabil.

 

3 Margeir PéturssonMargeir Pétursson (2509 stig) fæddist 1960 og hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari. Hann varð alþjóðlegur meistari 18 ára, og stórmeistari 26 ára. Margeir hefur, líkt og aðrir liðsmenn sveitarinnar, margoft keppt fyrir Íslands hönd.

 

4 Jón L ÁrnasonJón L. Árnason (2490 stig) vann hug og hjörtu Íslendinga þegar hann varð heimsmeistari unglinga árið 1977. Hann varð síðan stórmeistari í framhaldinu, eins og félagar hans í fjórmenningaklíkunni, og Íslandsmeistari í þrígang.

 

5 Friðrik ÓlafssonGoðsögnin Friðrik Ólafsson (2377) er aldursforseti íslenska liðsins . Hann fæddist 1935 og varð 81 árs í janúar. Hann varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1952 og bar um árabil höfuð og herðar yfir aðra íslenska skákmenn, enda komst hann í fremstu röð í heiminum. Enginn Íslendingur hefur unnið jafnmargar skákir gegn þeim sem borið hafa heimsmeistaratitilinn. Friðrik var forseti FIDE, alþjóða skáksambandsins 1978-82, og nýtur mikillar virðingar í skákheiminum.

 
Hið reynslumikla íslenska lið mætir á heimsmeistaramótið í Dresden með leikgleðina að leiðarljósi, en jafnframt er ljóst að íslenskir skákáhugamenn binda miklar vonir við góðan árangur Gullaldarliðsins okkar.
 

Ólympíuliðin valin - Jóhann Hjartarson teflir

Bakú 2016

Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Ívar Karlsson landsliðsþjálfarar hafa valið landslið Íslands sem tefla á Ólympíuskákmótinu í Bakú í Aserbaísjan 1.-14. september nk. 

Landslið Íslands í opnum flokki skipa:

  1. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2577)
  2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2580)
  3. GM Jóhann Hjartarson (2547)
  4. IM Guðmundur Kjartansson (2450)
  5. IM Bragi Þorfinnsson (2426)

Liðsstjóri er Ingvar Þór Jóhannesson. 

Landslið Íslands í kvennaflokki skipa:

  1. WGM Lenka Ptácníková (2169)
  2. WFM Guðlaug Þorsteinsdóttir (2051)
  3. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2014)
  4. Hrund Hauksdóttir (1789)
  5. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1786)

Liðsstjóri kvennaliðsins er Björn Ívar Karlsson.

Borðaröð þarf ekki að vera endanleg. 

Ólympíuskákmótið 2016


Pistill Veroniku frá Sardiníu 2015

Þann 4. júní 2015 hélt íslenskur hópur til Sardiníu á opið skákmót í Porto Mannu eins og mörgum er ljóst. Þar var ég með í för og átti prýðilegt mót. Aðstæður voru hinar bestu og félagsskapurinn ekki verri. Þrátt fyrir að hafa misst af tengiflugi á leiðinni til Ítalíu var enn gott veður þegar komið var á staðinn, einum degi seinna en áætlað var. Stundirnar á ströndinni voru ófáar og vinsælt að skreppa í blak. Hérna er mynd af góðum hóp sem gekk upp á bjarnarhöfðann.  

Sardinía 2015

 

Skemmtilegast var þó að tefla. Umferðirnar byrjuðu klukkan 15:00 á hverjum degi og því nógur tími til að slaka á fyrir skákina. Það setti líka sinn svip á mótið að goðsagnirnar Friðrik, Jóhann, og Margeir væru með. Hægt var að læra ýmislegt af þeim og stundum var ég svo heppin að skoða með þeim skákina mína að umferð lokinni. Það var auðvitað lærdómsríkt. 

Mótið gekk vel eins og áður sagði og vann ég 2. verðlaun í flokki keppenda undir 2000 stigum en þá 1.verðlaun undir 1800. Ég hækkaði um 129 stig á mótinu. Í hnotskurn var ferðin afslöppuð og ég er ánægð að hafa skellt mér.      

Átti nokkrar góðar skákir en minnisstæðust er seinasta skákin í mótinu, gegn honum Vladimir Paleologu. Hafði gaman af því að hann vildi taka mynd af okkur saman eftir skákina til að eiga mynd af kvalara sínum að hans sögn. Verst að ég á ekki myndina.

Vil þakka SÍ innilega fyrir stuðninginn. 

Skýrð skák fylgir með. 

Stöðumyndin: Hvítur leikur og vinnur.

Mynd í pistli

 


Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 183
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 150
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband