Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Eljanov byrjar best í Sjávarvík

eljanov-rapport-small
Pavel Eljanov (2755) byrjar best allra á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík (Wijk aan Zee) sem hófst í gær. Eljanov vann Richard Rapport (2702). Öllum öðrum skákum umferðinnar leuk með jafntefli. Þar með talið skák Wesley So (2808) og Magnúsar Carlsen (2840).

carlsene-so-fb

Önnur umferð hefst núna kl. 12:30 og þá teflir heimsmeistarinn við Radoslaw Wojtaszek (2750).Í b-flokknum byrjuðu Benjamin Bok (2608), Markus Ragger (2697) og Jorden Van Foreest (2612) best allra. 

jorden

Ítarlega umfjöllun um gang mála í gær má finna á Chess.com og á Chess24.


Íslandsmótið í netskák fer fram í kvöld

islm_netskak_stort2XXI. Íslandsmótið í netskák fer fram sunnudaginn 15. janúar Mótið fer fram á vefsíðunni Chess.com og hefst kl. 20:00. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki.

 

Mótið var áður á dagskrá þann 30. desember s.l., en því miður þurfti að aflýsa mótinu vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Í fyrstu var talið að tæknibilun hefði orðið til þess að fjöldi þátttakenda gat ekki opnað mótið. Nú liggur fyrir að svo var ekki. Orsökin reyndist vera allt önnur og mannlegri, en í ljós kom að fjöldi keppenda misskildi kerfið og tókst ekki að opna mótið með réttum hætti.

Það er því afar mikilvægt að allir, sérstaklega þeir sem gátu ekki tekið þátt síðast, kynni sér vel leiðbeiningar sem bæði má finna hér og verða sendar í tölvupósti á skráð netfang þátttakenda.

Athugið að þeir sem eru með ókeypis aðgang að Chess.com geta aðeins teflt í þremur mótum í hverri viku. Gæta verður að því að sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótið.

 

Davíð Kjartansson er núverandi Íslandsmeistari í netskák, en hann hefur unnið mótið oftast allra eða sex sinnum!

Það er Skákfélagið Huginn sem stendur fyrir mótinu.

Spurningar eða athugasemdir er hægt að senda á netfangið eggid77@gmail.com

 

ATHUGIÐ

  • ATH. Nauðsynlegt er að keppendur séu fyrirfram skráðir og búnir að opna mótið áður en það hefst. Beinn tengill á mótið verður auglýstur (hér) sólarhring fyrir mót.
  • Mótið er tímastillt og fer sjálfkrafa af stað kl. 20, sunnudaginn 15. janúar. Ekki verður hægt að bæta keppendum í mótið eftir að það hefst, ekki einu sinni skráðum keppendum.
  • Lokað verður fyrir skráningu kl. 18:00, sunnudaginn 15. desember – Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.
  • Athugið að þeir sem eru með ókeypis aðgang að Chess.com geta aðeins teflt í þremur mótum í hverri viku. Gæta verður að því að sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótið.

 

1. Skráning. Athugið að ljúka verður báðum skrefum til að vera skráður í mótið.

Allir verða að fara á síðu mótsins á Chess.com og smella á „Join“ þar. Athugið að síða mótsins er EKKI mótið sjálft.

Vinsamlegast athugið að ljúka þarf báðum skrefum hér að neðan til að vera fullskráður í mótið.

1.1. Annars vegar er nauðsynlegt að fylla út skráningarformið, en öðruvísi er ekki hægt að bera kennsl á keppendur vegna verðlauna.

1.2. Hins vegar þurfa keppendur að skrá sig í hóp mótsins á Chess.com, en öðruvísi sjá þeir ekki mótið á vefnum. Athugið að hópur mótsins á Chess.com er ekki mótið sjálft.

 

Þeir sem skráðu sig til leiks fyrir mótið þann 30. desember, þurfa ekki að skrá sig aftur. Hægt er að skoða keppendalistann hér og athuga hvort notandanafn sé ekki örugglega litað grænt, þá er skráningin í gildi og í lagi.

Þeir sem ekki ljúka báðum skrefunum, eru ekki skráðir í mótið og geta ekki tekið þátt. Hægt er að skoða keppendalistann hér og athuga hvort notandanafn sé ekki örugglega litað grænt, þá er skráningin í lagi.

 

2. Tímamörk og leiðbeiningar til að opna mótið

Svona lítur mótsglugginn út – Nauðsynlegt er að smella á „Join“ þarna og það verður að gerast FYRIR upphaf móts.

Tímamörk eru 3 + 2 (3 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferðir.

2.1. Einfaldast er að nota beinan tengil á mótið (verður auglýstur sólarhring fyrir mót) og smella á „Join“ takkann (eins og á myndinni hér til hliðar). Join takkinn birtist kl. 19, sunnudaginn 15. janúar.

2.2. Mikilvægt er að það sé gert áður en mótið hefst, en ekki verður hægt að bæta við keppendum eftir að mótið er hafið, ekki einu sinni skráðum keppendum.

 

Öruggast er að opna mótið með beina tenglinum (auglýstur sólarhring fyrir mót) strax kl. 19, sunnudaginn 15. janúar og smella á „join“.

Athugið að þeir sem eru með ókeypis aðgang að Chess.com geta aðeins teflt í þremur mótum í hverri viku. Gæta verður að því að sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótið.

Lendi keppendur í vandræðum með að opna mótið, er nauðsynlegt að láta vita af því strax (kl. 19) svo mögulegt sé að leysa úr því. Senda skal póst á netfangið eggid77@gmail.com.

Vefstjóri Chess.com verður á svæðinu til að fylgjast með, og leðibeina, ef eitthvað er að.

 

Ókeypis að skrá notanda

Þeir sem ekki eru skráðir á Chess.com geta skráð sig á vef þeirra en það er ókeypis.

Bent er á að einfalt er að endurnýja lykilorð, hafi það tapast, með því að fara á þessa slóð – https://www.chess.com/forgot – og skrá þar inn netfang.

Athugið að þeir sem eru með ókeypis aðgang að Chess.com geta aðeins teflt í þremur mótum í hverri viku. Gæta verður að því að sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótið.


Skákþáttur Morgunblaðsins: Leikurinn sem birtist ekki á tölvuskjánum

4 Gudmundur Kjartansson-X2
Greinarhöfundur var að fylgjast með Guðmundi Kjartanssyni í beinni útsendingu frá lokaumferð Hastings-mótsins sl. fimmtudag. Hann var í baráttunni um efsta sætið, aðeins ½ vinningi á eftir efstu mönnum. Og taflmennska hans var skínandi góð. Indverskur andstæðingur hans reyndi að flækja taflið, fyrst með peðasókn á kóngsvæng og síðan einhverju sprikli á drottningarvæng. Guðmundur svaraði með því að gefa skiptamun og opna síðan á kóngsstöðu Indverjans. Gamalkunnir taktar Friðriks Ólafssonar frá Hastings á sjötta áratug síðustu aldar komu upp í hugann. Til þess að bæta um betur fórnaði Guðmundur manni. Hann var hrók undir en menn biðu eftir því að hann léki peði til f7. Fleira þurfti ekki til. En leikurinn sá birtist aldrei á tölvuskjánum; í staðinn lék hann biskup upp í borð og varð mát. Sorgleg endalok:

Hastings 2017; 9. umferð:

Guðmundur Kjartansson – Das Arghyadip

Enskur leikur

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7.

O-O Be7 8. Hb1 g5

Viktor Kortsnoj lék þessu fyrstur manna en Guðmundur lætur ekki slá sig út af laginu.

9. d3 g4 10. Rd2 Be6 11. b4 h5 12. b5 Ra5 13. Dc2 a6 14. Bb2 f6 15. a4 h4 16. Rce4 hxg3 17. hxg3 Rd5 18. Hfc1 axb5 19. axb5 b6 20. Rc3 Rb4 21. Dd1 Ra2 22. Rxa2 Bxa2

GFN10NGT823. Da4!

Hann gat líka leikið 23. Bxa8 og siðan lokað með e2-e4.

23. ... Bxb1 24. Hxb1 Hg8 25. De4! Ha7 26. d4! Kf8 27. dxe5! Dxd2 28. exf6 Bc5

Og nú blasir vinningsleiðin við, 29. f7! t.d. 29. ... Kxf7 30. Df5+ Ke7 31. Bf6+ Ke8 32. De6+ Kf8 33. Bd5! og svartur er varnarlaus. 

GGN10NGTC

29. Bc1??

Það er ekki hægt að skýra þennan afleik, sem eyðileggur frábæra skák, með því að Guðmundur hafi leikið of hratt. Það gerði hann ekki og hann átti nægan tíma á klukkunni. Eina skýringin hlýtur að vera sú að hann hafið talið hrókinn valda e1-reitinn.

29. .. De1+ 30. Kh2 Hh8+

– og hvítur gafst upp.

 

Skákþing Reykjavíkur og Nóa Síríus-mótið

Af skráningu keppenda að dæma má ætla að Skákþing Reykjavíkur sem hefst á morgun í húsakynnum TR við Faxafen verði vel skipað en meðal þátttakenda eru Guðmundur Kjartansson, bræðurnir Bragi og Björn Þorfinnssynir og Dagur Ragnarsson. Fleiri kunnir meistarar eiga eftir að bætast í hópinn en tefldar verða níu umferðir eftir svissneska kerfinu og fara þær fram á sunnudögum og miðvikudögum. Skákstjóri verður Ríkharður Sveinsson. 

Á þriðjudaginn kl. 19 hefst svo í Stúkunni á Kópavogsvelli Nóa Sírusmótið – Gestamót Hugins og Breiðabliks. Það er Jón Þorvaldsson skákmótafrömuður sem hefur haft veg og vanda af skipulagningunni undanfarin ár og hefur af mikilli fortölulist tekist að fá til keppni marga nafntogaða skákmeistara. Teflt er einu sinni í viku í tveim riðlum, alls sex umferðir. Dagsetningar mótsins rekast ekki á við Skákþing Reykjavíkur svo að sumir verða með í báðum mótunum. Mesta athygli vekur þátttaka Jóhanns Hjartarsonar og Jóns L. Árnasonar en aðrir kunnir kappar eru Helgi Áss Grétarsson, Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Kjartansson, Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorfinnsson, Björgvin Jónsson og svo margir af sterkustu ungu skákmönnum okkar. Þá hefur Jóni tekist að laða til keppni á ný meistara sem ekki hafa teflt lengi, Jón Hálfdánarson og Björn Halldórsson.

------------------

Skákþættir Morgunblaðsins eftir Helga Ólafsson birtast u.þ.b. viku síðar á Skák.is.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 7. janúar 2017

Skákþættir Morgunblaðsins


Tata Steel mótið hafið í Sjávarvík - Magnus Carlsen tekur þátt.

C2FAEm-WIAAkvWr

Tata Steel-mótið hófst fyrr í dag í Sjávarvík (Wijk aan Zee) í Hollandi. Meðal keppenda er Magnus Carlsen (2840), Wesley So (2808) og Sergey Karjakin (2785). Í fyrstu umferð mætir Magnus Wesley So. 

Keppendalista a-flokksins má finna hér. Heimildir ritstjóra að tveir keppenda a-flokksins kunni tveir að taka þátt í GAMMA Reykjavíkurskákmótsins í apríl nk. Meðalstigin eru 2751 skákstig.

B-flokkurinn er einnig óárennilegur. Þeir herma heimildir rtistjóra að a.m.k. fjórir keppendanna verði með á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu. Keppendalistann má finna hér. Meðalstigin eru 2593 skákstig.


Hart barist á Skákþingi Reykjavíkur

Önnur umferð Skákþings Reykjavíkur fór fram í fyrradag og hart barist á öllum borðum. Flestar viðureignir fóru eins og vænta mátti en þó skellti Sigurjón Haraldsson (1784) í lága drifið, tefldi traust og uppskar jafntefli gegn skákmeistara TR 2014, Þorvarði Fannari Ólafssyni (2188). Svipað varð upp á teningnum hjá Halldóri Garðarssyni (1837) og Júlíusi Friðjónssyni (2145). Þá urðu næstum stórtíðindi þegar Alexander Oliver Mai (1837) var kominn með gerunnið tafl gegn Benedikt Jónassyni (2208). Benni er hins vegar ekki fæddur í gær og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Augnabliks aðgæsluleysi Alexanders kostaði hann skákina þegar hann lenti í mátneti.

Næsta umferð verður tefld n.k. sunnudag, 15. janúar, kl. 13:00 og þá fara viðureignir að jafnast aðeins og mætast m.a. á efstu borðum Guðmundur Kjartansson og Lenka Ptacnikova, Benedikt Jónasson og Björn Þorfinnsson og Guðmundur Gíslason og Daði Ómarsson.

Nánar á heimasíðu TR


Íslenskt lið í PRO Chess League

RPuffinsIntroMiðvikudaginn síðastliðinn hófst í fyrsta skipti svokölluð PRO Chess League á Chess.com. Deild þessi er ný af nálinni og kemur í stað US Chess League sem hafði verið starfrækt í um 10 ár. Í deildinni eru 48 lið frá öllum heimshornum. Eina kvöðin er að lið verða að vera frá sama svæði/borg en öll lið mega nota einn aðkeyptan skákmann í hverri viðureign.

PRO stendur fyrir Professional Online Rapid og því er hér um að ræða atskák fyrirkomulag en skákir hafa tímamörkin 15 mínútur á skák og 2 sekúndur í viðbótartíma á hvern leik.

Þeir félagar Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Þorfinnsson tóku að sér að stofna slíkt lið fyrir Reykjavíkur svæðið og ber það heitið Reykjavík Puffins.

Fyrirkomulag deildarinnar er þannig að 48 liðum er skipt í 4 riðla eftir svæði og mætast liðin í vikulegum viðureignum (yfirleitt á miðvikudögum). Í hverri viðureign eru 16 skákir, teflt er á fjórum borðum og mætast öll borð innbyrðis. Þó er leyfilegt að skipta milli umferða en liðsskipan er ákveðin tveim dögum fyrir viðureignina í öllum fjórum umferðum hverrar viðureignar.

Skráðir til leiks í Puffins liðið eru auk Ingvar og Björns fjölmargir sterkir íslenskir skákmenn og þeirra á meðal nokkrir stórmeistarar. Tíu skákmenn mega vera skráðir á liðslista (roster) hvers liðs en frjálst er að bæta við mönnum sem þarf þá að tilkynna tveimur dögum fyrir viðureign. Í hverri viðureign mega meðalstig liðs ekki fara yfir 2500 skákstig sem gerir deildina mjög spennandi þar sem ekki er hægt að kæfa andstæðinga með því að hlaða inn ofurliðum.

Mikið af sterkum skákmönnum eru skráðir til leiks í liðin og nægir að nefna að Magnus Carlsen er skráður til leiks með Norway Gnomes og Maxime Vachier-Lagrave og Shak Mamedyarov sýndu snilli sína á miðvikudaginn. Skákirnar fara allar fram á Chess.com og bein útsending með skýrendum er alltaf á Chess.com/TV

Í fyrstu viðureigninni á miðvikudaginn síðastliðinn mættu Reykjavík Puffins liði frá Hamburg sem kallar sig Swashbucklers. Í liði þeirra var einn stórmeistari og restin alþjóðlegir meistarar. Flestir voru þeir mjög ungir, um og undir tvítugt og nokkuð stigaháir. Í sveit Puffins að þessu sinni tefldu: 

1. IM Jón Viktor Gunnarsson
2. IM Bragi Þorfinnsson
3. IM Björn Þorfinnsson
4. FM Ingvar Þór Jóhannesson
V. FM Björn Ívar Karlsson

Jón Viktor, Bragi og Björn tefldu allar en Ingvar og Björn skiptu með sér neðsta borðinu.

Fengnir voru ýmsir skákspekingar til að spá í spilin og skiljanlega var Hamburg spáð 10-6 sigri af flestum þar sem þeir voru stigahærri á öllum borðum. Puffins voru hinsvegar klárir í bátana og hófu viðureignina af krafi og unnu fyrstu umferð 3-1. Hamburg komu strax til baka og unnu næstu tvær, 1-3 og 1,5-2,5. Í síðustu umferð voru góð ráð dýr og sigur varð að vinnast. Niðurstaðan varð sú að í stöðunni 7-8 fyrir Hamburg náði Björn Þorfinnsson að kreysta fram sigur gegn næst stigahæsti skákmanni Hamburgar liðsins og niðurstaðan varð dramatískt 8-8 jafntefli. Nánar er hægt að lesa um gang mála á engilsaxnesku á Chess.com aðdáendasíðu liðsins: https://www.chess.com/news/view/first-round-mega-recap-reykjavik-puffins-vs-hamburg-swashbucklers-the-puffins-the-puffins-8771

Nánar um deildina má lesa hér: https://www.chess.com/article/view/pro-chess-league-guide

 

Herlegheitin halda áfram næsta miðvikudag en þá mæta Puffins liði frá Svíþjóð, Stockholm Snowballs. Í liði þeirra er skráður til leiks stórmeistarinn Georg Meier auk þeirra Evgenij Agrest, Eriq Blomqvist og Innu Agrest.

 


Íslandsmótið í netskák fer fram á sunnudaginn

islm_netskak_stort2XXI. Íslandsmótið í netskák fer fram sunnudaginn 15. janúar Mótið fer fram á vefsíðunni Chess.com og hefst kl. 20:00. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki.

 

Mótið var áður á dagskrá þann 30. desember s.l., en því miður þurfti að aflýsa mótinu vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Í fyrstu var talið að tæknibilun hefði orðið til þess að fjöldi þátttakenda gat ekki opnað mótið. Nú liggur fyrir að svo var ekki. Orsökin reyndist vera allt önnur og mannlegri, en í ljós kom að fjöldi keppenda misskildi kerfið og tókst ekki að opna mótið með réttum hætti.

Það er því afar mikilvægt að allir, sérstaklega þeir sem gátu ekki tekið þátt síðast, kynni sér vel leiðbeiningar sem bæði má finna hér og verða sendar í tölvupósti á skráð netfang þátttakenda.

Athugið að þeir sem eru með ókeypis aðgang að Chess.com geta aðeins teflt í þremur mótum í hverri viku. Gæta verður að því að sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótið.

 

Davíð Kjartansson er núverandi Íslandsmeistari í netskák, en hann hefur unnið mótið oftast allra eða sex sinnum!

Það er Skákfélagið Huginn sem stendur fyrir mótinu.

Spurningar eða athugasemdir er hægt að senda á netfangið eggid77@gmail.com

 

ATHUGIÐ

  • ATH. Nauðsynlegt er að keppendur séu fyrirfram skráðir og búnir að opna mótið áður en það hefst. Beinn tengill á mótið verður auglýstur (hér) sólarhring fyrir mót.
  • Mótið er tímastillt og fer sjálfkrafa af stað kl. 20, sunnudaginn 15. janúar. Ekki verður hægt að bæta keppendum í mótið eftir að það hefst, ekki einu sinni skráðum keppendum.
  • Lokað verður fyrir skráningu kl. 18:00, sunnudaginn 15. desember – Ekki verður tekið við skráningum eftir þann tíma.
  • Athugið að þeir sem eru með ókeypis aðgang að Chess.com geta aðeins teflt í þremur mótum í hverri viku. Gæta verður að því að sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótið.

 

1. Skráning. Athugið að ljúka verður báðum skrefum til að vera skráður í mótið.

Allir verða að fara á síðu mótsins á Chess.com og smella á „Join“ þar. Athugið að síða mótsins er EKKI mótið sjálft.

Vinsamlegast athugið að ljúka þarf báðum skrefum hér að neðan til að vera fullskráður í mótið.

1.1. Annars vegar er nauðsynlegt að fylla út skráningarformið, en öðruvísi er ekki hægt að bera kennsl á keppendur vegna verðlauna.

1.2. Hins vegar þurfa keppendur að skrá sig í hóp mótsins á Chess.com, en öðruvísi sjá þeir ekki mótið á vefnum. Athugið að hópur mótsins á Chess.com er ekki mótið sjálft.

 

Þeir sem skráðu sig til leiks fyrir mótið þann 30. desember, þurfa ekki að skrá sig aftur. Hægt er að skoða keppendalistann hér og athuga hvort notandanafn sé ekki örugglega litað grænt, þá er skráningin í gildi og í lagi.

Þeir sem ekki ljúka báðum skrefunum, eru ekki skráðir í mótið og geta ekki tekið þátt. Hægt er að skoða keppendalistann hér og athuga hvort notandanafn sé ekki örugglega litað grænt, þá er skráningin í lagi.

 

2. Tímamörk og leiðbeiningar til að opna mótið

Svona lítur mótsglugginn út – Nauðsynlegt er að smella á „Join“ þarna og það verður að gerast FYRIR upphaf móts.

Tímamörk eru 3 + 2 (3 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferðir.

2.1. Einfaldast er að nota beinan tengil á mótið (verður auglýstur sólarhring fyrir mót) og smella á „Join“ takkann (eins og á myndinni hér til hliðar). Join takkinn birtist kl. 19, sunnudaginn 15. janúar.

2.2. Mikilvægt er að það sé gert áður en mótið hefst, en ekki verður hægt að bæta við keppendum eftir að mótið er hafið, ekki einu sinni skráðum keppendum.

 

Öruggast er að opna mótið með beina tenglinum (auglýstur sólarhring fyrir mót) strax kl. 19, sunnudaginn 15. janúar og smella á „join“.

Athugið að þeir sem eru með ókeypis aðgang að Chess.com geta aðeins teflt í þremur mótum í hverri viku. Gæta verður að því að sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótið.

Lendi keppendur í vandræðum með að opna mótið, er nauðsynlegt að láta vita af því strax (kl. 19) svo mögulegt sé að leysa úr því. Senda skal póst á netfangið eggid77@gmail.com.

Vefstjóri Chess.com verður á svæðinu til að fylgjast með, og leðibeina, ef eitthvað er að.

 

Ókeypis að skrá notanda

Þeir sem ekki eru skráðir á Chess.com geta skráð sig á vef þeirra en það er ókeypis.

Bent er á að einfalt er að endurnýja lykilorð, hafi það tapast, með því að fara á þessa slóð – https://www.chess.com/forgot – og skrá þar inn netfang.

Athugið að þeir sem eru með ókeypis aðgang að Chess.com geta aðeins teflt í þremur mótum í hverri viku. Gæta verður að því að sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótið.


Hart barist í 1. umferð á Nóa-Siríus mótinu í gærkvöld

IMG_6021Nóa-Síríus mótið 2017, Gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks, var sett með viðhöfn í gær. Jón Þorvaldsson, einn af frumkvöðlum mótsins, bauð keppendur og gesti velkomna en sérstakur heiðursgestur var nýr fjármálaráðherra landsins, Benedikt Jóhannesson. Fram kom að mótið hefði vaxið upp í að vera eitt hið allra sterkasta og fjölsóttasta hér á landi með fjölda alþjóðlegra titilhafa, auk efnilegra skákmanna á öllum aldri.

Nýi fjármálaráðherrann, sem er sjálfur slyngur skákmaður, fór á kostum í setningarræðu sinni. Hann rukkaði Jón Þorvaldsson m.a. um verðlaun sem hann hefði lofað sér vegna sigurs á unglingaskákmóti hjá TR fyrir margt löngu. Sá Jón sér þann kosta vænstan að heita því í vitna viðurvist að afhenda Benedikt verðlaunin í loks N-S mótsins – 48 árum á eftir áætlun!

Benedikt var falið að leika fyrsta leikinn fyrir Jóhann Hjartarson í skák hans gegn Kristjáni Eðvarðssyni. Nýi fjármálaráðherrann kom á óvart með því að taka völdin af Jóhanni og leika 1. e4 í í stað 1. c4 sem Jóhann hafði hugsað sér. "Þetta er miklu hvassari og betri leikur," sagði Benedikt og uppskar mikinn hlátur viðstaddra.

IMG_6044

Benedikt sagði m.a. að það væri sér ekkert sérstakt gleðiefni að hefja skák. Hitt væri miklu skemmtilegra að ljúka henni. Stakk Benedikt því upp á því að hann kæmi frekar í lok umferðarinnar og léki síðasta leiknum í skákinni! Var það mál manna að hin fjörlega setning mótsins hefði í raun verið fyrsta embættisverk nýs fjármálaráðherra og að honum hefði farist það afar vel úr hendi.

Mikill kraftur og leikgleði einkenndi taflmennskuna í fyrstu umferðinni. Þar gilti einu hvort menn tefldu eins og smurðar vélar vegna mikillar leikæfingar eða þyrftu nánast að rifja upp mannganginn vegna langrar fjarveru frá þátttöku í kappskákmótum. Allir nutu þess að spreyta sig á þessari göfugu list. Sumir uppskáru laun erfiðis síns, aðrir voru óheppnir á lokasprettinum eins og gengur.

A-flokkur

Jóhann Hjartarson (2540) tefldi með hvítu gegn Kristjáni Eðvarðssyni (2199) á efsta borðinu og var þar um hörkuviðureign að ræða. Kristján jafnaði taflið nokkurn veginn eftir byrjunina og virtist eiga í fullu tré við stórmeistarann framan af. Kristján lék hins vegar af sér þegar tímamörkin fóru að nálgast og mátti leggja niður vopnin stuttu síðar.

Jón L. Árnason (2471) stýrði hvítu mönnunum gegn Daða Ómarssyni (2197). Daði hrifsaði snemma til sín frumkvæðið og Jón mátti verjast með þröngt tafl. Á endanum lék hann ónákvæmt og mátti játa sig sigraðan. Þetta voru óvæntustu úrslit umferðarinnar.

IMG_6016

Jón Hálfdánarson (2187) tefldi mjög vel lengi framan af gegn Guðmundi Kjartanssyni (2468) og var löngum með örlítið betra tafl. Guðmundur er hins vegar þekktur fyrir mikla seiglu og á endanum náði hann að snúa á kappann Jón í endataflinu. Þetta var sú skák sem síðast lauk í A-flokknum.

IMG_6005

Helgi Áss Grétarsson (2448) tefldi með hvítu mönnunum gegn Björgvini Víglundssyni (2185) og einnig þar varð úr hörkuskák. Björgvin jafnaði taflið með svörtu mönnunum og virtist á tímabili vera með vænleg færi. Reynsla stórmeistarans sagði þó til sín á lokametrunum þar sem Helgi Áss innbyrti vinninginn örugglega – „skóflaði honum í sig“, ef svo má segja.

Baldur A. Kristinsson (2182) stóð lengi vel í Þresti Þórhallssyni (2414) en á krítísku augnabliki náði Þröstur að snúa taflinu sér í vil og innbyrða vinninginn.

IMG_6013Björn Þorfinnsson (2404) þurfti að hafa mikið fyrir vinningnum gegn hinum efnilega Bárði Erni Birkissyni (2175). Björn fórnaði peði í byrjuninni sem Bárður Örn hélt í langt fram í endataflið. Björn var með stöðuga pressu í gangi svo til alla skákina og í endataflinu féll Bárður Örn í þá gryfju að tefla of varfærið sem alls ekki má gegn Birni sem náði að vinna skákina eftir langt endatafl og miklar tilfæringar.

Hrafn Loftsson (2166)  tefldi við Vigni Vatnar (2404) og lengi var skákin jafnteflisleg. Vignir Vatnar vildi meira, náði að snúa á Hrafn í endataflinu og vinna skákina.

Guðmundur Gíslason (2332) fékk snemma betra tafl gegni Sæberg Sigurðssyni (2154) en sá síðarnefndi var ekki tilbúinn til að syngja sitt síðasta, varðist fimlega og hélt jöfnum hlut eftir langa baráttu.

Af öðrum óvæntum úrslitum má nefna sigur Mikaels Jóhanns Karlssonar (2130) á Sigurbirni Björnssyni (2289) og jafntefli Ögmundar Kristinssonar (2015) við Oliver Aron Jóhannsson (2224). Önnur úrslit voru eftir bókinni en sérstaklega ber þó að geta góðrar frammistöðu hinnar bráðefnilegu Nansýjar Davíðsdóttur (1897) sem veitti kappanum þaulreynda, Benedikt Jónassyni (2208), harða mótspyrnu.

IMG_6056

B-flokkur

Í B-flokknum var nokkuð um óvænt úrslit. Birkir Ísak Jóhannsson (1540) gerðir sér litið fyrir og hélt jöfnum hlut gegn stigahæsta skákmanni B-flokksins, Jóni Traust Harðarsyni (2157). Freyja Birkisdóttir (1299) vann Alexander Oliver Maí (1837) og Orri Ísak Karlsson (1200) gerði jafntefli við Jón Þór Lemery (1736).

IMG_6061

Næsta umferð

Önnur umferð mótsins fer fram þriðjudaginn 17. janúar kl. 19.00 og eru gestir velkomnir.

 


Skákþing Reykjavíkur 2017 er hafið

20170108_145647-620x330

Skákþing Reykjavíkur, það 86. sem haldið er, hófst sunnudaginn 8. janúar sl. og eru þátttakendur að venju skemmtileg blanda af meisturum, verðandi meisturum, efnilegum skákmönnum, venjulegum skákmönnum og óvenjulegum. Tæplega 60 keppendur ætla að berjast um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur þetta árið, þar af einn stórmeistari kvenna, tveir alþjóðlegir meistarar og þrír Fide-meistarar. Helmingur keppenda er með 1850 stig eða meira. Skákmeistari Reykjavíkur 2016 var Jón Viktor Gunnarsson sem er ekki með að þessu sinni og því tekur nýr meistari við verðlaununum að loknu móti í byrjun febrúar.

Úrslit í fyrstu umferð voru algerlega eftir bókinni enda stigamunur víðast á bilinu 600 – 700 stig. Nánar um mótið (tilhögun og dagskrá) hér og um úrslitin hér. Næsta umferð verður tefld miðvikudaginn 11. janúar, kl. 19:30 og fer fjörið fram í Skákhöll TR í Faxafeni.

Nánar á heimasíðu TR


Nóa Síríus mótið - Gestamót Hugins og Breiðabliks hafið - fimm stórmeistarar með!

Nóa Síríus mótið.jpg
Nóa Siríus mótið 2017 – Gestamót Hugins og skákdeildar Breiðabliks
, hófst í Stúkuloftum á Kópavogsvelli fyrr í kvöld, 10. janúar kl. 19.00. Um er að ræða eitt allra sterkasta skákmót ársins en það er nú haldið í sjöunda sinn. 

Mótið hefur aldrei verið veglegra en yfir 60 snjallir og efnilegir skákmenn á öllum aldri eru skráðir til leiks. Teflt verður í tveimur flokkum eins og á síðasta ári. Um fjörutíu keppendur eru skráðir til keppni í A-flokki þar sem þátttakendur hafa yfir 2000 eló skákstig, auk þeirra skákmanna sem unnu sér þátttökurétt með frammistöðu sinni í B-flokki á síðasta ári. Meðalstig keppenda í A-flokki eru vel yfir 2200 eló stig.  

Fimm stórmeistar eru skráðir til leiks og er á engann hallað þó svo Friðrik Ólafsson sé fyrst nefndur. Það er auðvitað einstakur heiður að fyrsti stórmeistari Íslendinga og goðsögn í lifanda lífi, hafi þegið boð um að tefla með á mótinu en Friðrik verður 82 ára, þann 26. janúar nk., meðan á því stendur.

Auk Friðriks eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson skráðir til leiks ásamt alþjóðlegu meisturunum Guðmundi Kjartanssyni, Jóni Viktori Gunnarssyni, Birni Þorfinnssyni og Björgvini Jónssyni.

Lenka Ptacnikova, stórmeistari kvenna og Guðlaug Þorsteinsdóttir, Fide-meistari kvenna, taka einnig þátt í mótinu ásamt 12 öðrum sterkum Fide-meisturum. Margir upprennandi skákmenn af yngri kynslóðinni taka líka þátt í mótinu, því á keppendalistanum í A-flokki má finna þá Dag Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Mikael Jóhann Karlsson, Örn Leo Jóhannsson og Jón Trausta Harðarson að ógleymdum Nansý Davíðsdóttur og Vigni Vatnari Stefánssyni en hann er yngsti keppandinn í A-flokki. 

Af fullþroska skákljónum má nefna kappana knáu Guðmund Gíslason,  Björgvin Víglundsson, Þorstein Þorsteinsson, Benedikt Jónasson og Kristján Eðvarðsson. Þá má geta þess að tekist hefur að laða nafntogaða skákjöfra aftur að taflborðinu, en þeir Jón Hálfdánarson og Björn Halldórsson tefla nú í fyrsta sinn á kappskákmóti eftir áratuga fjarveru.

A-flokkur á Chess-results

Í B-flokknum er yngri kynslóðin áberandi en etur þar kappi við sér reyndari meistara. Agnar Tómas Möller, einn aðaleigendi Gamma, trónir á toppi stigalista B-flokksins en fast á hæla honum kemur Birkir Karl sem nýlega var ráðinn landsliðsþjálfari ungmennaliðs Ástralíu! Þá eru þarna reyndir kappar eins og Frammarinn og hagfræðingurinn Jón Eggert Hallsson og Ólafur Evert Úlfsson, sigurvegari Opna flokksins í Haustmóti TR. Af hinum ungu meisturum má nefna Óskar Víking sem er í 3.sæti, Róbert Luu (5.sæti), Batel  (7.sæti), Stefán Orri Davíðsson (8.sæti), Freyja Birkisdóttur (11.sæti) og Stephan Briem stigahástökkvara ársins 2016 (12.sæti). Fjórar efnilegar stúlkur taka þátt í B-flokki sem er mjög ánægjulegt. Yngstu keppendur flokksins og mótsins, eru Adam Omarsson, Batel og Gunnar Erik, allir 9 ára gamlir. 

B-flokkur á Chess-results


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.6.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 8766366

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband