Leita í fréttum mbl.is

Nóa Síríus mótiđ - Gestamót Hugins og Breiđabliks hafiđ - fimm stórmeistarar međ!

Nóa Síríus mótiđ.jpg
Nóa Siríus mótiđ 2017 – Gestamót Hugins og skákdeildar Breiđabliks
, hófst í Stúkuloftum á Kópavogsvelli fyrr í kvöld, 10. janúar kl. 19.00. Um er ađ rćđa eitt allra sterkasta skákmót ársins en ţađ er nú haldiđ í sjöunda sinn. 

Mótiđ hefur aldrei veriđ veglegra en yfir 60 snjallir og efnilegir skákmenn á öllum aldri eru skráđir til leiks. Teflt verđur í tveimur flokkum eins og á síđasta ári. Um fjörutíu keppendur eru skráđir til keppni í A-flokki ţar sem ţátttakendur hafa yfir 2000 eló skákstig, auk ţeirra skákmanna sem unnu sér ţátttökurétt međ frammistöđu sinni í B-flokki á síđasta ári. Međalstig keppenda í A-flokki eru vel yfir 2200 eló stig.  

Fimm stórmeistar eru skráđir til leiks og er á engann hallađ ţó svo Friđrik Ólafsson sé fyrst nefndur. Ţađ er auđvitađ einstakur heiđur ađ fyrsti stórmeistari Íslendinga og gođsögn í lifanda lífi, hafi ţegiđ bođ um ađ tefla međ á mótinu en Friđrik verđur 82 ára, ţann 26. janúar nk., međan á ţví stendur.

Auk Friđriks eru stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Helgi Áss Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson skráđir til leiks ásamt alţjóđlegu meisturunum Guđmundi Kjartanssyni, Jóni Viktori Gunnarssyni, Birni Ţorfinnssyni og Björgvini Jónssyni.

Lenka Ptacnikova, stórmeistari kvenna og Guđlaug Ţorsteinsdóttir, Fide-meistari kvenna, taka einnig ţátt í mótinu ásamt 12 öđrum sterkum Fide-meisturum. Margir upprennandi skákmenn af yngri kynslóđinni taka líka ţátt í mótinu, ţví á keppendalistanum í A-flokki má finna ţá Dag Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson, Mikael Jóhann Karlsson, Örn Leo Jóhannsson og Jón Trausta Harđarson ađ ógleymdum Nansý Davíđsdóttur og Vigni Vatnari Stefánssyni en hann er yngsti keppandinn í A-flokki. 

Af fullţroska skákljónum má nefna kappana knáu Guđmund Gíslason,  Björgvin Víglundsson, Ţorstein Ţorsteinsson, Benedikt Jónasson og Kristján Eđvarđsson. Ţá má geta ţess ađ tekist hefur ađ lađa nafntogađa skákjöfra aftur ađ taflborđinu, en ţeir Jón Hálfdánarson og Björn Halldórsson tefla nú í fyrsta sinn á kappskákmóti eftir áratuga fjarveru.

A-flokkur á Chess-results

Í B-flokknum er yngri kynslóđin áberandi en etur ţar kappi viđ sér reyndari meistara. Agnar Tómas Möller, einn ađaleigendi Gamma, trónir á toppi stigalista B-flokksins en fast á hćla honum kemur Birkir Karl sem nýlega var ráđinn landsliđsţjálfari ungmennaliđs Ástralíu! Ţá eru ţarna reyndir kappar eins og Frammarinn og hagfrćđingurinn Jón Eggert Hallsson og Ólafur Evert Úlfsson, sigurvegari Opna flokksins í Haustmóti TR. Af hinum ungu meisturum má nefna Óskar Víking sem er í 3.sćti, Róbert Luu (5.sćti), Batel  (7.sćti), Stefán Orri Davíđsson (8.sćti), Freyja Birkisdóttur (11.sćti) og Stephan Briem stigahástökkvara ársins 2016 (12.sćti). Fjórar efnilegar stúlkur taka ţátt í B-flokki sem er mjög ánćgjulegt. Yngstu keppendur flokksins og mótsins, eru Adam Omarsson, Batel og Gunnar Erik, allir 9 ára gamlir. 

B-flokkur á Chess-results


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 75
  • Sl. sólarhring: 78
  • Sl. viku: 241
  • Frá upphafi: 8764684

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband