Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2013

Skákţáttur Morgunblađsins: Vestmannaeyingar efstir á Íslandsmóti skákfélaga

Íslandsmót skákfélag   Deildakeppnin haust 2013  ESE 13.10.2013 14 44 40Taflfélag Vestmannaeyja er međ naumt forskot í fyrri umferđ Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í fjórum deildum í Rimaskóla um síđustu helgi. Eyjamenn eru međ 28˝ vinning af 40 mögulegum en ný sameinuđ sveit Hellis og Gođans-Máta sem heitir GM Hellir er ˝ vinningi á eftir međ 28 vinninga. Víkingasveitin er svo í 3. sćti međ 27 vinninga. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn mun vćntanlega standa milli ţessara liđa. Sveit Taflfélags Reykjavíkur er í 4. sćti međ 24˝ vinning og Bolvíkingar og Skákfélag Akureyrar í 5.-6. sćti međ 24 vinninga. Allt getur gerst á lokasprettinum.

Nýjar reglur taka nú til keppninnar í 1. deild, fjölgađ hefur veriđ úr átta í tíu sveitir og ađeins tveir erlendir skákmenn leyfđir í hverju liđi. Sameining Hellis og Gođans-Máta korteri fyrir keppnina hefur sćtt gagnrýni en greinarhöfundur ćtlar ađ leiđa ţćr deilur hjá sér. Stađreyndin er nefnilega sú, ađ ýtrustu túlkanir á ófullkomnum reglum hljóta ađ setja allt í bál og brand og ganga ţvert á ţann skemmtilega anda sem svífur yfir vötnum í keppni ţar sem u.ţ.b. 400 félagar hittast og tefla sjálfum sér og öđrum til ánćgju.

Gleymdir meistarar hafa átt sína endurkomu um helgina; „Unglingameistari Íslands 1962", Sveinn Rúnar Hauksson, sneri sér ađ öđrum hugđarefnum eftir sigurinn fyrir meira en 50 árum en tefldi nú opinberlega í fyrsta sinn í langan tíma fyrir Vinaskákfélagiđ. Ţađ virđist eiga betur viđ flesta ađ tefla í liđi en ađ berjast ţetta einir og sér. „Rimaskóla-strákarnir" í Fjölni, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harđarson, sem allir eru í 1. deildarliđi Fjölnis, vöktu athygli fyrir góđa frammistöđu. Ţó ađ liđsmenn efstu sveitanna komi úr ýmsum áttum er samt ákveđinn kjarni „heimamanna" í flestum sveitum. Eyjamenn hafa innanborđs Björn Ívar Karlsson, Nökkva Sverrisson, Ingvar Ţ. Jóhannesson og undirritađan. Hjá Akureyringum hefur heiđursfélagi SÍ, Gylfi Ţórhallsson, varla misst úr skák frá fyrstu viđureign „deildarkeppninnar" haustiđ 1974. Halldór Grétar Einarsson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Guđmundur Dađason og Stefán Arnalds eru Bolvíkingar í húđ og hár og ýmsir ađrir virđast vera ađ leita upprunans. Rúnar Sigurpálsson er aftur kominn í sveit Skákfélags Akureyrar og vann sannfćrandi sigur yfir nýjasta međlimi Víkingasveitarinnar:

Hjörvar Steinn Grétarsson - Rúnar Sigurpálsson

Kóngsindversk vörn

1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. d4 Bg7 4. Rf3 O-O 5. Bf4 d6 6. h3 Rbd7 7. e3 b6 8. Be2 Bb7 9. O-O Re4 10. Rxe4 Bxe4 11. Rd2 Bb7 12. Bf3 Bxf3 13. Rxf3 e5 14. Bh2 De7 15. Dc2 Hfe8 16. Had1 a5 17. Da4 Hac8 18. dxe5 Rxe5 19. Rd4 Rd7 20. Rc6 De4 21. b3?

Fram ađ ţessu allt tíđindalaust en ţetta er ónákvćmur leikur. Stađan má heita í jafnvćgi eftir 21. Hd2.

21. ... Rc5! 22. Db5 Dc2!

Skyndilega riđa peđ hvíts á drottningarvćng til falls.

23. Ra7 Hb8 24. Dc6 Re6 25. Rb5 Hbc8 26. e4?

Hann varđ ađ reyna ađ ná jafntefli međ 26. Ra7 og aftur 27. Rb5.

26. ... Dxa2 27. f4 Dxb3 28. f5 De3+ 29. Kh1 Dc5!

gatrev3s.jpgHindrar allt mótspil.

30. Db7 Rg5 31. f6 Bf8 32. e5 dxe5 33. Hc1 Re6 34. Rc3 Rd4 35. De4 Hcd8 36. Rd5 b5 37. Re7+ Bxe7 38. fxe7 Dxe7 39. cxb5 Rb3!

Hótar hróknum og 40. ... Rd2 sem vinnur skiptamun. Hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20. október 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


Bragi Halldórsson sigurvegari Ćskunnar og ellinnar

 

Bragi Halldórsson, sigurvegari mótsins 26.10.2013 13 34 26.2013 13 34 26

 


ĆSKAN OG ELLIN X. - OLÍS STRANDBERGSMÓTIĐ Í SKÁK 2013 fór fram í gćr međ pomp og prakt í samstarfi TR-RIDDARANS OG TG Í skákhöllinni í Faxafeni. Hinn valinkunni skákmeistari BRAGI HALLDÓRSSON (63) varđ efstur međ 8 vinninga af 9 mögulegum, Oliver Aron Jóhannesson (15), sigurvegari mótsins frá í fyrra varđ annar međ 7.5 v. og Vignir Vatnar Stefánsson (10) ţriđji međ 7 en hćrri á stigum en Ţór Valtýsson og Gunnar Kr. Gunnarsson.

 

Ćskan og Ellin X.   Efstu menn 26.10.2013 16 50 56

 

Bragi vann mótiđ líka fyrir 2 árum. Ekki verđur annađ sagt en vel hafi tekist til viđ ađ brúa kynslóđabiliđ. Innbyrđis var einnig keppt í ţremur aldursflokkum ungmenna og gamalmenna og má sjá ţau úrslit í međf myndasafni, en ítarlegri pistill um mótiđ birtist fljótlega.

 

ĆSKAN OG ELLIN X.   ÚRSLIT   30 EFSTU 26.10.2013 22 57 13

 

Svo má sjá öll nánari úrslit á Chess Results.

 


Barna- stúlkna- og unglingameistaramót TR fer fram í dag

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 27. október  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Tafliđ hefst kl.14.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák.

Teflt verđur í einum flokki. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur efsti T.R.-ingurinn titilinn Unglingameistari T.R. 2013.

Ţá verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan úr T.R. titilinn Stúlknameistari T.R. 2013.

Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri.

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1998 og síđar). Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár og símanúmer) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 27. október frá kl. 13.30- 13.45.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


EM taflfélaga: Víkingar unnu - frábćr frammistađa Hannesar og Hjörvars

Hannes og HjörvarEM taflfélaga lauk í dag en keppnin fór fram 20.-26. október á grísku eyjunni Rhodos. Víkingaklúbburinn vann sveit frá Lúxemborg 3˝-2˝ í lokaumferđinni. Stefán Ţór Sigurjónsson, Gunnar Freyr Rúnarsson unnu sínar skákir. Frammistađa Hannesar Hlífars Stefánssonar, sem gerđi jafntefli í lokaumferđinni var afar góđ en hann náđi ţriđja besta árangri fyrsta borđs manna í keppninni.

Áđur hefur komiđ ađ Hjörvar Steinn Grétarsson náđi stórmeistaraáfanga međ frábćrum árangri en hann tefldi fyrir enska klúbbinn Jutes of Kent.

Úrslit Víkingaklúbbsins í lokaumferđinni:

Bo.39  CE De Sprenger EchternachRtg-30  Viking Chess ClubRtg2˝:3˝
16.1GMDavid, Alberto2574-GMStefansson, Hannes2521˝ - ˝
16.2IMWiedenkeller, Michael2479-IMThorfinnsson, Bjorn23851 - 0
16.3
Gnichtel, Gerd2123-FMKjartansson, David2348˝ - ˝
16.4
Wilger, Frank2107-
Sigurjonsson, Stefan Th.21040 - 1
16.5
Drzasga, Michael2019-
Runarsson, Gunnar20740 - 1
16.6
Sparwel, Oliver0-
Ingason, Sigurdur1866˝ - ˝

 
Frammistađa Hannesar samsvarađi 2665 skákstigum og hćkkar hann um 13 stig fyrir hana. Hjörvar hćkkar einnig umtalsvert á stigum eđa um 10 skákstig. Ţađ verđur ađ teljast ánćgjulegt ađ sjá ţessa tvo landsliđsmenn í svo góđu formi en ţeir verđa í landsliđi Íslands sem tekur ţátt í EM landsliđa sem fram fer í Varsjá 8.-17. nóvember nk.



Hjörvar Steinn stórmeistari í skák!

 

Hjörvar Steinn eftir undirritun

 

Hjörvar Steinn Grétarsson (2505) var rétt ađ ţessu ađ landa langţráđum stórmeistaratitli! Hann vann makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac (2423) í sjöundu og síđustu umferđ EM taflfélaga sem fram fór í Rhodos í dag. Hjörvar hlaut 5 vinninga í 7 skákum og samsvarađi árangur hans 2607 skákstigum.

Hjörvar verđur ţar međ ţrettándi íslenski stórmeistarinn.

Áđur hafđi hann náđ stórmeistaraáfanga á EM landsliđa í Porto Carras 2011. Hjörvar verđur  formlega útnefndur stórmeistari af hálfu FIDE á nćstum vikum.

Til hamingju međ ţetta Hjörvar!

 



Klárar Hjörvar stórmeistaratitilinn í dag?

Hjörvar SteinnLokaumferđ EM taflfélaga fer fram á grísku eyjunni Rhodos í dag. Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2505), sem teflir fyrri enska skákfélagiđ Jutes of Kent, hefur möguleika á ađ ná sér í lokaáfanga ađ stórmeistaratitli. Ţá ţarf hann nauđsynlega á sigri á ađ halda en hann mćtir makedónska stórmeistaranum Vasile Sanduleac (2423) sem teflir á fyrsta borđi fyrir írskt taflfélag.

Hćgt verđur ađ fylgjast međ skákinni beint á Chessbomb en umferđin hefst kl. 12. 

Einnig er fróđlegt ađ fylgjast međ Víkingaklúbbnum. Ţeir tefla viđ skákfélag frá Lúxemborg. Ţar hefur Hannes Hlífar Stefánsson fariđ mjög mikinn og hefur hlotiđ 5 vinninga í 6 skákum. Hannes er međ nćstbestan árangur allra fyrsta borđs manna í keppninni sem er frábćrt afrek.


Nýtt fréttabréf SÍ

Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands kom út í fyrradag en bréfiđ kemur út tvisvar sinnum á mánuđi yfir vetrarmánuđina.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu hér.

Međal efnis er:

  • F3-klúbburinn - Vildarvinir skákarinnar - TAKTU ŢÁTT
  • Hannes Hlífar í EM-liđiđ
  • Taflfélag Vestmannaeyja efst á Íslandsmóti skákfélaga
  • Íslandsmót í tveimur flokkum á Akureyri
  • Úkraínskur sigur á Stórmeistaramóti TR
  • Henrik í 3.-5. sćti á NM
  • Vignir Vatnar í 12. sćti á EM ungmenna
  • Víkingablúbburinn á EM taflfélaga
  • Einar Hjalti sigurvegari Gagnaveitumótsins
  • Sigurđur Arnarson skákmeistari SA
  • Niđurtalning N1 Reykjavíkurmótsins 2014
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.


Ćskan og ellin fer fram í dag kl. 13

Ćskan og ellinSkákmótiđ  "Ćskan og Ellin", ţar sem kynslóđirnar mćtast, verđur haldiđ í tíunda sinn laugardaginn 26.  október nk.  í Skákhöllinni í Faxafeni. 

RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara, Taflfélagi Reykjavíkur,  og OLÍS - Olíuverslun Íslands hafa gert međ sér  3ja ára stuđnings- og samstarfssamning um framkvćmd mótsins, til ađ auka veg ţess og tryggja ţađ í sessi.   

Undanfarin 9 ár hefur mótiđ veriđ haldiđ ađ Strandbergi, safnađarheimili Ćskan og ellin - undirritunHafnarfjarđarkirkju ţar sem Riddarinn hefur ađsetur.  Međ ţví ađ ganga til samstarfs viđ TR, elsta og eitt öflugasta taflfélag landsins og međ myndarlegri ađkomu OLÍS ađ mótinu er ţess ađ vćnta ađ ţátttaka ungra og aldinna í ţví aukist enn til hags fyrir alla skákunnendur og uppvaxandi skákćsku alveg sérstaklega.

Fyrri mót af ţessu tagi, ţar sem kynslóđirnar mćtast, hafa vakiđ verđskuldađa athygli, veriđ vel heppnuđ  og til mikillar ánćgju fyrir alla ţátttakendur,  jafnt yngri sem eldri.  Á síđasta ári var yfir 80 ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppandans.  Sigurvegari mótsins í fyrra var Oliver Aron Jóhannesson, 14 ára, sem vann mótiđ glćsilega eftir hafa lagt ţrjá fyrrum sigurvegara ţess úr öldungaflokki af velli.

Verđlaunasjóđur mótsins er kr. 100.000 auk ţess sem veitt verđa aldurflokkaverđlaun í 3 flokkum ungmenna og öldunga. Gjafabréf frá Icelandair fyrir flugmiđum á mót erlendis fyrir sigurvegara í barna og unglingaflokkum, 9 ára og yngri; 19-12 ára og 13-15 ára.  Úttektarkort hjá OLÍS  fyrir benzíni eđa öđru fyrir kr. 10.000 handar efstu mönnum í 3 öldungaflokkum, 60-69 ára; 70-79 ára og 80 ára og eldri.   Bókaverđlaun verđa einnig veitt í öllum flokkum. Veglegt vinningahappdrćtti  í mótslok ađ lokinni verđlaunaafhendingu.  Sportvörubúđin JÓI ÚTHERJI gefur alla verđlaunagripi/peninga.

Ţátttaka í mótinu er ókeypis og miđast viđ börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri. Mótiđ hefst kl. 13 og tefldar verđa 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á skákina. 

Mótsnefnd skipa ţeir Björn Jónsson, formađur TR, Einar S. Einarsson, formađur Riddarans og Páll Sigurđsson, skákstjóri. 

Hćgt verđur  ađ skrá sig til ţátttöku  međ nafni,  kennitölu og félagi  á  www.skak.is  daganna fyrir mót.  Hámarkfjöldi ţátttakenda miđast viđ 100.

Ţví er ćskilegt ađ skrá sig fyrirfram eđa mćta tímanlega á mótsstađ.


Víkingar međ jafntefli - Hannes og Hjörvar unnu

Víkingar í RhodosVíkingaklúbburinn gerđi 3-3 jafntefli viđ finnsku sveitina Tammer-Shakki í sjöttu og nćstsíđustu umferđ EM taflfélaga sem fram fór í dag. Hannes Hlífar Stefánsson (2521) vann enn einn sigurinn. Hann hefur 5 vinninga og er međ nćstbestan árangur fyrsta borđs manna. Hjörvar Steinn Grétarsson (2505), sem teflir fyrir enska klúbbinn Jutes of Kents, hefur einnig fariđ mikinn og vann í dag. Hann hefur hlotiđ 4 vinninga.

Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Víkingaklúbburinn viđ sveit frá Lúxemborg. Hjörvar og félagar tefla viđ írska sveit.


Úrslit Víkingaklúbbsins í 6. umferđ:

Bo.26  Tammer-ShakkiRtg-30  Viking Chess ClubRtg3 : 3
17.1IMKarttunen, Mika2445-GMStefansson, Hannes25210 - 1
17.2IMMaki, Veijo2379-IMThorfinnsson, Bjorn2385˝ - ˝
17.3FMMertanen, Janne2350-FMKjartansson, David2348˝ - ˝
17.4
Koykka, Pekka2302-
Sigurjonsson, Stefan Th.2104˝ - ˝
17.5
Ahvenjarvi, Jani2241-
Runarsson, Gunnar20741 - 0
17.6FMKytoniemi, Jyrki2263-
Ingason, Sigurdur1866˝ - ˝

 


Hilmir Freyr sigrađi á Kynslóđakvöldi Skákskólans

Hilmir Freyr kynnir SúkkulađimjólkÍ gćr fór fram Kynslóđakvöld Skákskóla Íslands. Ţar tefldu í senn margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar, landsliđskonur sem og úrvalsnemendur Skákskólans. Sérstakir gestir í gćr voru Smámeistarar sem er klúbbur sem nýlega hélt upp á hálfrar aldar afmćli sitt.

Hilmir Freyr Heimisson, sem tefldi í gegnum netiđ frá KynslóđakvöldPatreksfirđi, fór mikinn og vann fyrstu sjö skákirnar. Međal fórnarlamba hans voru Friđrik Ólafsson og Karl Ţorsteins. Hann tapađi hins vegar tveimur síđustu skákunum fyrir Helga Ólafssyni og Guđmundi Kjartanssyni.

Ţar međ náđi Helgi honum af vinningum og kom jafn Hilmi í mark. Friđrik, Karl, Guđmundur og Oliver Aron Jóhannesson urđu í 3.-6. sćti međ 6 vinninga. Bragi Halldórsson var efstur Smámeistara en hann hlaut 4˝ vinning.

Mótiđ tókst í alla stađi afar vel.

Mótstöflu má finna á Chess-Results.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 8764956

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 158
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband