Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2013

Vignar Vatnar og Veronika Steinunn meistarar TR

Barna- og unglingameistaramót sem og Stúlknameistaramót Taflfélags Reykjavíkur fór fram sunnudaginn 27. október, í félagsheimili T.R. Faxafeni 12. Keppt var í einum flokki og voru 7 umferđir tefldar eftir Monradkerfi, en umhugsunartíminn var 15 mínútur á skák.

 

Skákmótiđ var opiđ fyrir keppendur 15 ára og yngri og tóku 19 krakkar ţátt. Veitt voru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, en auk ţess fyrir ţrjár efstu stúlkurnar. Félagsmenn í TR kepptu einnig um titilinnUnglingameistari T.R. 2013 og Stúlknameistari T.R 2013. Ađ auki voru veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í flokki 12 ára og yngri.

Skákmótiđ var mjög vel mannađ, en af 19 ţátttakendum komu 12 úr Afrekshóp TR. Ţátttakendur komu einnig af Laugardagsćfingahópnum og úr Stelpuskákhóp TR, auk tveggja ţátttakenda úr öđrum félögum.

Skákmótiđ fór mjög vel fram og var góđ stemming međal krakkanna. Eftir fjórđu umferđ bauđ T.R. keppendum upp á djús og kökuhlađborđ sem hitti í mark! Ţá var spjallađ um heima og geima fram ađ nćstu umferđ!

Sigurvegari mótsins og jafnframt Unglingameistari T.R. 2013 varđ hinn 10 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson, sem vann allar sínar skákir. Hann varđi ţar međ titilinn frá ţví í fyrra. Árangur Vignis ţarf ekki ađ koma á óvart. Hann er í stöđugri framför og er ekki síst kraftmikill og öruggur í styttri skákum. Hann er auk ţess núverandi Unglingameistari Reykjavíkur, Íslandsmeistari barna og Norđurlandameistari í sínum aldursflokki.

Efst í flokki stúlkna varđ Sóley Lind Pálsdóttir úr Taflfélagi Garđabćjar, en hún hlaut einnig bronsverđlaunin í heildarmótinu. Sóley Lind tefldi af miklum krafti í mótinu og var á efstu borđum allt mótiđ. Í 2. sćti í Stúlknameistaramótinu varđ Veronika Steinunn Magnúsdóttir, sem jafnframt varđ efst TR-stúlkna og ţar međ Stúlknameistari T.R. 2013.Veronika Steinunn hefur veriđ virk í skákinni undanfarin ár og hefur sýnt mikinn metnađ í ađ bćta árangur sinn. Hún er núverandi Íslandsmeistari stúlkna í skólaskák í eldri flokki (8.-10.bekk).

Margir snilldartaktar sáust á skákborđinu ţennan dag og margir áttu sínar stjörnustundir á međan mótinu stóđ. Margar skákir voru "unnar" á borđinu - en tíminn gerđi út um skákina. Ţetta ţekkja flestir skákmenn! Ţá er gott ađ hugsa um ađ ţađ kemur skákmót eftir ţetta mót!

Frammistađa yngsta keppandans, Freyju Birkisdóttur, 7 ára systur tvíburanna Björns Hólms og Bárđar Arnar var heillandi! Freyja tefldi viđ Vigni Vatnar í 1. umferđinni og sýndi ađdáunarmikla einbeitingu í skákinni og nýtti tímann vel. Hún tefldi ţarna sennilega eina af sínum bestu skákum hingađ til! Freyja hefur veriđ dugleg ađ sćkja bćđi Stelpuskákćfingar og Laugardagsćfingar TR sl. ár.

Hinn 8 ára gamli Róbert Luu átti mjög gott mót, en hann lenti í 6. sćti í mótinu og fékk bronsverđlaun í flokki 12 ára og yngri á eftir Vigni og Mykhaylo. Hinn 10 ára gamli Mykhaylo Kravchuk átti einnig mjög gott mót, en hann varđ í 2.-4. sćti í mótinu, en lćgri á stigum en Gauti Páll og Sóley Lind og hlaut 2. sćtiđ á eftir Vigni í flokki 12 ára og yngri.

Allir ţáttakendurnir stóđu sig međ sóma. Flestir ţátttakendurnir höfđu einnig tekiđ ţátt í skákmótinu Ćskan og Ellin sem fram fór í TR daginn áđur. Ţannig ađ dagskráin var stíf fyrir ţennan hóp! Á ţví móti tóku 24 TR-krakkar ţátt auk skákkrakka úr öđrum félögum, ţannig ađ í framtíđinni ţarf ađ huga ađ ţví ađ hafa bil á milli ţessara móta, svo fleiri hafi tćkifćri á ađ taka ţátt í báđum skákmótunum!

Úrslit skákmótsins urđu annars sem hér segir:

Efst í opnum flokki:

 

1. Vignir Vatnar Stefánsson, 7 vinn.

2. Gauti Páll Jónsson 5 vinn.

3. Sóley Lind Pálsdóttir 5 vinn.

 

Efst í stúlknaflokki:

 

1. Sóley Lind Pálsdóttir 5 vinn.

2. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4 vinn.

3. Sólrún Elín Freygarđsdóttir 3 vinn.

 

Efstir í flokki 12 ára og yngri:

 

1. Vignir Vatnar Stefánsson 7 vinn.

2. Mykhaylo Kravchuk 5 vinn.

3. Róbert Luu 4,5 vinn.

 

Heildarúrslit:

  1. Vignir Vatnar Stefánsson T.R., 7 v. af 7. Unglingameistari T.R. 2013. Einnig 1. verđlaun 12 ára og yngri.
  2. Gauti Páll Jónsson, TR 5 v.
  3. Sóley Lind Pálsdóttir, T.G., 5 v.
  4. Mykhaylo Kravchuk, T.R. 5 v.
  5. Björn Hólm Birkisson, TR, 4,5v.
  6. Róbert Luu, T.R. 4,5 v.
  7. Jakob Alexander Petersen, T.R.  4 v.
  8. Dawid Kolka, GMHelli, 4 v.
  9. Veronika Steinunn Magnúsdóttir, T.R., 4 v. Stúlknameistari T.R. 2013.
  10. Ólafur Örn Olafsson, T.R., 3,5 v.
  11. Bárđur Örn Birkisson, T.R., 3 v.
  12. Guđmundur Agnar Bragason, T.R., 3 v.
  13. Davíđ Dimitry Indriđason, T.R., 3 v.
  14. Sólrún Elín Freygarđsdóttir, T.R., 3 v.
  15. Freyja Birkisdóttir, T.R., 2,5 v.
  16. Sagitha Rosanty, T.R., 2,5 v.
  17. Mateusz Jakubek, T.R., 2 v.
  18. Björn Ingi Helgason, T.R., 1,5 v.
  19. Stefán Gunnar Maack, T.R., 1 v.

 

Skákstjórar voru Kjartan Maack og Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir sem einnig tóku myndir.

Pistill: Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir


Ćskan & Ellin X. - Olís-Strandbergsmótiđ í skák 2013

 

Ćskan og ellin

Ţađ var kátt í höllinni og mikiđ um dýrđir í félagsmiđstöđ TR í Faxafeninu á laugardaginn var ţegar hiđ vinsćla  skákmót  Ćskan & Ellin fór ţar fram.  Nćrri 80 keppendur mćttir til ađ brúa kynslóđabiliđ í hvítum reitum og svörtum.  Annars vegar um 30 eldhressir ellismellir  60 ára og eldri og hins vegar uppvaxandi ćskumenn, meistarar framtíđarinnar, 15 ára og yngri. 

 

ĆSKAN OG ELLIN X. 2013 VETTVANGSMYNDIR  ESE 26.10.2013 15 38 53

 

Ţetta var í fyrsta sinn sem RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara og Taflfélag Reykjavíkur héldu mótiđ saman. Undanfarin 9 ár hefur mótiđ veriđ haldiđ í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju, sem heiti mótsins er viđ kennt, ţar sem liđsmenn Riddarans hittast til tafls á miđvikudögum allan ársins hring. Ţađ var Sr. Gunnţór Ingason, fyrrv. sóknarprestur sem hafđi frumkvćđi ađ mótinu sem hluta af 90 ára afmćlishátíđarhöldum kirkjunnar áriđ 2004 í samstarfi viđ ţá Hrafn Jökulsson, forseta Hróksins og undirritađan sem ţá var ţegar í fararbroddi Riddarans ásamt fleirum.

 

ĆSKAN OG ELLIN 2013 003

 

Til ađ tryggja mótiđ sem nú er var haldiđ í 10. sinn í sessi til framtíđar var brugđiđ á ţađ ráđ ađ fá TR, elsta og eitt öflugasta taflfélag landsins,  til samstarfs og til ađ auka veg ţess einnig var leitađ til hins rótgróna fyrirtćkis á landsvísu Olíuverslunar Íslands, stofnađ 1927, um ađ gerast ađalstyrktarađili ţess. Var myndarlegur styrktar- og samstarfssamningur ţar um til 3ja ára undirritađur nýlega eins og kynning á mótinu hefur boriđ međ sér.

Verđlaun í mótinu voru mjög aukin frá ţví sem áđur var, bćđi ađalverđlaun ţess og eins aldursflokkaverđlaun. Sigurlaunin voru 50.000 krónur, 25.000 fyrir annađ sćtiđ og 15.000 fyrir ţađ ţriđja. Auk ţess sem veitt voru aukaverđlaun til ţeirra telpu sem bestum árangri náđi.  Ţess utan voru gjafabréf frá OLÍS fyrir flugmiđum međ Icelandair á mót erlendis í fyrstu verđlaun aldursflokkum ungmenna og úttektarkort fyrir benzíni eđa öđru hjá OLÍS fyrir gamlingjanna.  Auk ţess sem bókaverđlaun voru veitt af ađstandendum mótsins.  Sportvöruverslunin JÓI ÚTHERJI gaf alla verđalaunagripi. Í mótslok  fór svo fram veglegt vinningahappdrćtti fyrir ţá sem ekki komust á pall, ţar var í bođi auk benzínúttekta, íslensk kjötsúpa fyrir tvo og kaffi međ pönnukökum í eftirrétt hjá LITLU KAFFISTOFUNNI viđ Suđurlandsveg og Stjörnumáltíđir hjá hamborgarastađnum METRÓ auk fleira. Sem sagt eitthvađ fyrir alla.  

Ađ loknum nokkrum velvöldum inngangsorđum Einars S. Einarssonar, formanns  mótsnefndar og Riddarans, setti Björn Jónsson, formađur TR mótiđ formlega. Undirstrikuđu ţeir báđir mikiđ uppeldislegt og ţroskandi gildi skákarinnar yfir hina uppvaxandi ćsku og  félagslega ţýđingu og hollustu hennar fyrir ţá sem eldri eru. Heilabrot eru jú heilsubót og skákin góđ afţreying og kappleikur jafnt fyrir unga sem aldna.  

Skákstjóri mótsins hefur frá upphafi veriđ Páll Sigurđsson, núv. formađur Taflfélags Garđabćjar og svo var einnig nú og hefur stuđningur hans viđ mótiđ veriđ ómetanlegur.

 

Páll skákstjóri fékk ţakkarorđu  ljósm ÁK 28.10.2013 15 35 47.2013 153547

 

Eftir ađ Páll hafđi útskýrt reglur og keppnisfyrirkomulag mótsins og parađ í fyrstu umferđ lék Magnús V. Pétursson, forstjóri Jóa Útherja fyrsta leikinn fyrir  Braga Halldórsson (64) í skák hans viđ Gabríel Bjarnţórsson 6 ára.  Nokkur tár á hvarmi sáust í umferđunum níu hjá yngstu keppendunum en ţó miklu fleiri bros enda var ţađ gleđin og gamaniđ sem ríkti ađ mestu í ţéttsetnum skáksalnum á hverju sem gekk.

 

Magnús leikur fyrsta leikinn fyrir Braga 26.10.2013 13 34 26.2013 13 34 26

 

 

Ađ lokinni tvísýnni keppni ţar sem „hart var barist og hart var varist"  stóđ hinn valinkunni meistari BRAGI HALLDÓRSSON uppi sem sigurvegari međ 8 vinninga af 9 mögulegum. OLIVER ARON JÓHANNESSON (15)  varđ í öđru sćti međ 7.5 vinning en hann sigrađi á mótinu í fyrra og ţá varđ Bragi ţriđji.  Sérstaka athygli vakti yngissveinninn VIGNIR VATNAR STEFÁNSSON, 10 ára, gerđi sér lítiđ fyrir og náđi ţriđja sćti međ 7 vinninga og varđ hćrri á stigum en hinar öldnu kempur Ţór Valtýsson og Gunnar Kr. Gunnarsson. Mörg önnur„undraverđ ungstirni" náđu góđum árangri og má ţar sértaklega nefna ţá brćđur Óskar Víking og Stefán Orra Davíđssyni, sem eru ađeins 9 og 7 ára.

 

ĆSKAN OG ELLIN X. 2013 Sigurvegararnir plús E. Ess form. mótsnefndar 26....

 

Helstu úrslit í ţremur aldursflokkum ungra og aldinna sem ađ auki var keppt í urđu ţessi:  

80 ára og eldri: 1. Gunnar Kr. Gunnarsson 7v.; 2. Páll G. Jónsson 6v.; 3. 2.-3. Magnús V. Pétursson 6v.; (Einu stigi á undan kappanum Birni Víkingi Ţórđarsyni, međ sama vinningafjölda).

70-79 ára: 1. Ţór Már Valtýsson 7v.; 2. Sigurđur Herlufsen 6,5v.; 3. Gísli Gunnlaugsson 6v.

60-69 ára: 1. Bragi Halldórsson 8v.; 2. Júlíus L. Friđjónsson 6,5v; 3. Guđfinnur R. Kjartansson 6v.

13-15 ára: 1. Oliver Aron Jóhannesson 7,5v.; 2. Gauti Páll Jónsson 6,5v.; 3. Jóhann Arnar Finnsson 5,5v.

10-12 ára 1. Vignir Vatnar Stefánsson 7v.; 2. Nansý Davíđsdóttir 5,5v.;3. Mykhaylo Kravchuk 5,5v.

9 ára og yngri: 1. Óskar Víkingur Davíđsson 5,5v., 2. Stefán Orri Davíđsson 5v.; 3. Joshua Davíđsson 4v.

 

Knáir brćđur   Bestir 9 ára og yngri 26.10.2013 17 01 31.2013 17 01 31

 

Elsti keppandi mótsins var Sverrir Gunnarsson 86 ára og sá yngsti Adam Omarsson 6 ára. All margir 6 ára krakkar tóku ţátt, aldursmunurinn 80 ár. Fengu ţeir báđir sérstakan verđlaunapening til minja. Nansý Davíđsdóttir 11 ára hlaut sérstök aukaverđlaun sem sú telpa sem bestum árangri náđi, en hún varđ í 17. sćti af 74 ţátttakendum sem luku keppni. 

 

Elsti og yngsti keppandinn  ljósm. ÁK 26.10.2013 17 39 34.2013 17 39 34

 

Sjá má nánari úrslit og einstaklingsskor á Chess-Results og fjölmargar myndir frá mótinu í myndasafni.

Ađra grein um mótiđ er einnig ađ finna á heimasíđu TR.

ESE                                

 


Vignir Vatnar efstur á Unglingameistaramóti GM Hellis - Hjörvar heimsćkir skákstađ í dag

Vignir Vatnar í vígahug   varđ ţriđji 26.10.2013 15 03 03.2013 15 03 03Vignir Vatnar Stefánsson er efstur međ 3,5v ađ loknum fjórum umferđum á Unglingameistaramóti GM Hellis (suđursvćđi). Jöfn í 2-7 sćti međ 3v eru Hilmir Freyr Heimisson, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Dawid Kolka, Mikhael Kravchuk, Oddur Ţór Unnsteinsson og Halldór Atli Kristjánsson. Ţađ stefnir ţví í harđa baráttu um efstu sćtin og titilinn unglingameistari GM Hellis. Ţátttakendur á mótinu eru 21.

Síđustu 3. umferđirnar eru tefldar á morgun ţriđjudaginn 29. október ogHjörvar Steinn   ese hefst seinni hlutinn kl. 16.30. Ţá er von á góđum gesti í heimsókn en Hjörvar Steinn Grétarsson mun ţá heilsa upp á keppendur. Hjörvar náđi nýlega síđasta áfanganum ađ stórmeistartitili og ţađ hefur enginn orđiđ oftar unglingameistari Hellis. Ţau voru 5 skiptin sem Hjörvar vann titilinn og oftast var hann einnig í fyrsta sćti mótinu sjálfu.

Stađa efstu manna eftir fyrri hlutann:

1.    Vignir Vatnar Stefánsson               3,5v/4
2.    Hilmir Freyr Heimisson                   3v
3.    Veroníka Steinunn Magnúsdóttir   3v
4.    Dawid Kolka                                  3v
5.    Mikhael Kravchuk                           3v
6.    Oddur Ţór Unnsteinsson               3v
7.    Halldór Atli Kristjánsson                3v
8.    Heimir Páll Ragnarsson                  2,5v

Í 5. umferđ mćtast eftirtaldir skákmenn:

1.   Vignir Vatnar - Dawid
2.   Veronika - Hilmir Freyr
3.   Mikhael - Oddur Ţór
4.   Halldór Atli - Heimir Páll
5.   Óskar Víkingur - Stefán Orri
6.   Róbert Luu - Alec Elías
7.   Sindri Snćr - Brynjar
8.   Birgir - Ívar Andri
9.   Óttar - Kristófer Eggert
10.  Egill - Kristófer Jökull
11.  Adam - Skotta

Páll Andrason sigrađi á hrađkvöldi GM Hellis

Páll AndrasonPáll Andrason sigrađi á hrađkvöldi GM Hellis sem haldiđ var 28. október sl. Páll fékk sex vinninga í sex skákum. Ţađ voru Örn Leó og Ólafur Guđmarsson sem náđu jafntefli viđ Pál en hann sýndi mikla hörku í tímahrakinu og halađi ţá inn ófáa vinninga. Annar var Örn Leó Jóhannsson međ 5,5v en ţeir Páll fylgdust ađ lengi vel Ţangađ til Erni Leó hlekktist á í lok skákarinnar gegn Vigfúsi í nćst síđustu umferđ. Ţriđja sćtinu náđi svo Vigfús Ó. Vigfússon međ 5v eins og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir en Vigfús var hćrri á stigum. 

Páll Andrason dró í happdrćttinu og ţađ var tala Björgvins Kristbergssonar sem kom upp og fékk hann ţví gjafamiđa á Saffran eins og Páll.

Nćsta skákkvöld í félagsheimili GM Hellis verđur mánudaginn 4. nóvember kl. 20. Ţá verđur einnig hrađkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

RöđNafnVinn.TB1TB2TB3
1Páll Andrason 6292125
2Örn Leó Jóhannsson 5,5262018
3Vigfús Vigfússon 5302119
4Jóhann Björg Jóhannsdóttir 5262015
5Kristófer Ómarsson 4271912
6Ólafur Guđmarsson 4251713
7Elsa María Kristínardóttir 3,525197
8Hermann Ragnarsson 3,521169,3
9Hjálmar Sigurvaldason 3,520146,8
10Halldór Pálsson 327207
11Gunnar Nikulásson 323176
12Björgvin Kristbergsson 218142
13Hörđur Jónasson 123160,5

Mótiđ á Chess-Results


Skákćfing hjá Skákdeild Breiđabliks í kvöld

BreiđabliksćfingMćting  kl 19:45 og hrađskákmótiđ byrjar stundvíslega kl 20:00! Átta umferđa hrađskákmótiđ (5mín + 2sek) verđur reiknađ til FIDE hrađskákstiga eins og öll ţriđjudagsmótin í vetur!
Allir velkomnir ókeypis í einn glćsilegasta skáksal landsins óháđ ţví í hvađa taflfélagi ţeir eru.

Ćfingin er í Stúkunni viđ Kópavogsvöll (3ju hćđ). Gengiđ inn um kjallarahćđ bakatil. Húsiđ opnar kl 19:30.


Dómstóll SÍ úrskurđar keppendur GM Hellis og SFÍ löglega

Dómstóll SÍ skilađi í dag af sér niđurstöđu varđandi kćrur TR gegn GM Helli í 1. og 3. deild og kćru TG gegn SFÍ í 2. deild.

Í úrskurđarorđum segir:

Samkvćmt öllu framangreindu er ţađ niđurstađa dómstólsins ađ keppendur sveita varnarađila hafi ekki veriđ ólöglegir í ţeim viđureignum sem kćra sóknarađila laut ađ. Er ţví kröfum sóknarađila hafnađ.

Međfylgjandi eru úrskurđir Dómstóls SÍ frá í dag.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Vetrarmót öđlinga hefst á miđvikudagskvöldiđ

Vetrarmót öđlinga 40 ára og eldri hefst miđvikudaginn 30. október kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa sjö umferđir og er umhugsunartíminn 90 mínútur á alla skákina + 30 sekúndna viđbótartími á hvern leik.

Ţetta nýja mót, sem nú er haldiđ í ţriđja sinn, hefur fengiđ góđar viđtökur og er án efa góđ viđbót í öfluga skákmótaflóru landans.  Fyrirkomulag mótsins hentar vel ţeim sem ekki hafa tök á ađ tefla oft í viku eđa yfir heila helgi ţví ađeins er teflt einu sinni í viku, á miđvikudagskvöldum kl. 19.30.  Dagskráin er ţví ekki stíf og jafnframt lýkur mótinu vel fyrir jólaösina.

Ţátttökurétt hafa allir öđlingar fertugir (á árinu) og eldri.

Dagskrá:

  • 1. umferđ miđvikudag 30. október kl. 19.30
  • 2. umferđ miđvikudag 6. nóvember kl. 19.30
  • 3. umferđ miđvikudag 13. nóvember. kl. 19.30
  • 4. umferđ miđvikudag 20. nóvember kl. 19.30
  • 5. umferđ miđvikudag 27. nóvember kl. 19.30
  • 6. umferđ miđvikudag 4. desember kl. 19.30
  • 7. umferđ miđvikudag 11. desember kl. 19.30

Keppt er um veglegan farandbikar, en auk hans eru verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin.

Ţátttökugjald er kr. 4.000. Innifaliđ er frítt kaffi allt mótiđ.

Skráning fer fram á taflfelag.is. Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Unglingameistaramót GM Hellis (suđur) hefst í dag

Unglingameistaramót GM Hellis 2013, suđursvćđi hefst mánudaginn 28. október n.k. kl. 16.30 ţ.e. nokkru fyrr heldur en venjulegar mánudagsćfingar. Mótinu verđur svo fram haldiđ ţriđjudaginn 29. október n.k. kl. 16.30 Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad kerfi. Fyrri keppnisdaginn verđa fjórar skákir og ţrjár ţann seinni. Umhugsunartími á hverja skák er 20 mínútur. Mótiđ er opiđ öllum 15 ára og yngri í grunnskóla en titilinn sjálfan getur ađeins félagsmađur í GM Helli unniđ. Á međan á mótinu stendur falla venjulegar barna- og unglingaćfingar niđur. Nćsta barna- og unglingaćfing eftir unglingameistaramótiđ verđur mánudaginn 4. nóvember n.k.  Keppnisstađur er Álfabakki 14a (inngangur viđ hliđina á Subway) og er salur félagsins á ţriđju hćđ. Engin ţátttökugjöld.

Verđlaunagripir verđa fyrir ţrjú efstu sćtin. Allir ţátttakendur fá skákbók.

Umferđatafla:

1.-4. umferđ:                Mánudaginn 28. október kl. 16.30

5.-7. umferđ:                Ţriđjudaginn 29. október kl. 16.30

Verđlaun:

  • 1. Unglingameistari GM Hellis suđursvćđi fćr farandbikar til varđveislu í eitt ár.
  • 2. Ţrír efstu fá verđlaunagripi til eignar.
  • 3. Allir keppendur fá skákbók.
  • 4. Ţrír efstu 12 ára og yngri fá verđlaunapening.
  • 5. Stúlknameistari GM Hellis suđursvćđi fćr verđlaunagrip til eignar.


Hrađkvöld hjá GM Helli í kvöld

Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 28. október nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Ólafur hrađskákmeistari SA

Hausthrađskákmót Skákfélags Akureyrar var háđ í dag. Ţung undiralda var í upphafi móts, enda hafđi fráfarandi meistari haft uppi stór orđ um ađ verja meistaratitil ţriggja síđustu ára.  Sumir töldu hann víst orđinn of gamlan fyrir slík afrek, en einnig kom fram í umrćđum fyrir mótiđ ađ mađurinn vćri síungur og gefiđ í skyn ađ hann ţćttist bara vera gamall til ţess ađ slá ryki í augu keppinauta sinna.  Ţađ kom reyndar í ljós á mótinu ađ aldurinn skipti máli. Sérstaklega gekk mönnum sjötugs- og áttrćđisaldri vel.

Ólafur Kristjánsson hóf mótiđ međ öruggum sigri á fráfarandi meistara og leit aldrei til baka eftir ţađ, vann allar skákir sínar, 13 ađ tölu.   Ţrátt fyrir hrakfarir í upphafi móts tókst Áskatli ađ hreppa annađ sćtiđ, sjónarmun á undan Sigurđi Eiríkssyni. Fjórđi varđ svo aldursforsetinn Ingimar Jónsson, gamall félagi sem er snúinn aftur á heimaslóđir. Ţađ var svo fyrst í fimmta sćti vart var viđ fulltrúa ungu kynslóđarinnar, sem ađ ţessu sinni var Símon Ţórhallsson.

Mótstöflu má nálgast á heimasíđu SA


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 13
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 180
  • Frá upphafi: 8764025

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband