Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Vestmannaeyingar efstir á Íslandsmóti skákfélaga

Íslandsmót skákfélag   Deildakeppnin haust 2013  ESE 13.10.2013 14 44 40Taflfélag Vestmannaeyja er međ naumt forskot í fyrri umferđ Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór í fjórum deildum í Rimaskóla um síđustu helgi. Eyjamenn eru međ 28˝ vinning af 40 mögulegum en ný sameinuđ sveit Hellis og Gođans-Máta sem heitir GM Hellir er ˝ vinningi á eftir međ 28 vinninga. Víkingasveitin er svo í 3. sćti međ 27 vinninga. Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn mun vćntanlega standa milli ţessara liđa. Sveit Taflfélags Reykjavíkur er í 4. sćti međ 24˝ vinning og Bolvíkingar og Skákfélag Akureyrar í 5.-6. sćti međ 24 vinninga. Allt getur gerst á lokasprettinum.

Nýjar reglur taka nú til keppninnar í 1. deild, fjölgađ hefur veriđ úr átta í tíu sveitir og ađeins tveir erlendir skákmenn leyfđir í hverju liđi. Sameining Hellis og Gođans-Máta korteri fyrir keppnina hefur sćtt gagnrýni en greinarhöfundur ćtlar ađ leiđa ţćr deilur hjá sér. Stađreyndin er nefnilega sú, ađ ýtrustu túlkanir á ófullkomnum reglum hljóta ađ setja allt í bál og brand og ganga ţvert á ţann skemmtilega anda sem svífur yfir vötnum í keppni ţar sem u.ţ.b. 400 félagar hittast og tefla sjálfum sér og öđrum til ánćgju.

Gleymdir meistarar hafa átt sína endurkomu um helgina; „Unglingameistari Íslands 1962", Sveinn Rúnar Hauksson, sneri sér ađ öđrum hugđarefnum eftir sigurinn fyrir meira en 50 árum en tefldi nú opinberlega í fyrsta sinn í langan tíma fyrir Vinaskákfélagiđ. Ţađ virđist eiga betur viđ flesta ađ tefla í liđi en ađ berjast ţetta einir og sér. „Rimaskóla-strákarnir" í Fjölni, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhannesson og Jón Trausti Harđarson, sem allir eru í 1. deildarliđi Fjölnis, vöktu athygli fyrir góđa frammistöđu. Ţó ađ liđsmenn efstu sveitanna komi úr ýmsum áttum er samt ákveđinn kjarni „heimamanna" í flestum sveitum. Eyjamenn hafa innanborđs Björn Ívar Karlsson, Nökkva Sverrisson, Ingvar Ţ. Jóhannesson og undirritađan. Hjá Akureyringum hefur heiđursfélagi SÍ, Gylfi Ţórhallsson, varla misst úr skák frá fyrstu viđureign „deildarkeppninnar" haustiđ 1974. Halldór Grétar Einarsson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Guđmundur Dađason og Stefán Arnalds eru Bolvíkingar í húđ og hár og ýmsir ađrir virđast vera ađ leita upprunans. Rúnar Sigurpálsson er aftur kominn í sveit Skákfélags Akureyrar og vann sannfćrandi sigur yfir nýjasta međlimi Víkingasveitarinnar:

Hjörvar Steinn Grétarsson - Rúnar Sigurpálsson

Kóngsindversk vörn

1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. d4 Bg7 4. Rf3 O-O 5. Bf4 d6 6. h3 Rbd7 7. e3 b6 8. Be2 Bb7 9. O-O Re4 10. Rxe4 Bxe4 11. Rd2 Bb7 12. Bf3 Bxf3 13. Rxf3 e5 14. Bh2 De7 15. Dc2 Hfe8 16. Had1 a5 17. Da4 Hac8 18. dxe5 Rxe5 19. Rd4 Rd7 20. Rc6 De4 21. b3?

Fram ađ ţessu allt tíđindalaust en ţetta er ónákvćmur leikur. Stađan má heita í jafnvćgi eftir 21. Hd2.

21. ... Rc5! 22. Db5 Dc2!

Skyndilega riđa peđ hvíts á drottningarvćng til falls.

23. Ra7 Hb8 24. Dc6 Re6 25. Rb5 Hbc8 26. e4?

Hann varđ ađ reyna ađ ná jafntefli međ 26. Ra7 og aftur 27. Rb5.

26. ... Dxa2 27. f4 Dxb3 28. f5 De3+ 29. Kh1 Dc5!

gatrev3s.jpgHindrar allt mótspil.

30. Db7 Rg5 31. f6 Bf8 32. e5 dxe5 33. Hc1 Re6 34. Rc3 Rd4 35. De4 Hcd8 36. Rd5 b5 37. Re7+ Bxe7 38. fxe7 Dxe7 39. cxb5 Rb3!

Hótar hróknum og 40. ... Rd2 sem vinnur skiptamun. Hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 20. október 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 122
  • Frá upphafi: 8765298

Annađ

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 98
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband