Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2011

Liberec Open - pistill níundu umferđar

Afsakađi seinaganginn á pistlinum í dag en viđ skelltum okkur beint í sund eftir verđlaunaafhendinguna í dag.  Hrund hélt reyndar áfram ađ fara á kostum í sundinu ţegar hún fór međ ţjálfaranum í mjög svo skemmtilega rennibraut ţar sem mađur geysist niđur á miklum hrađa og brautin endar síđan í eins konar klósettskál ţar sem mađur snýst í nokkra hringi áđur en mađur skolast niđur um gat í skálinni.  Hrund fór sem sagt međ mér upp á efsta pall og leyfđi mér ađ fara á undan.  Ég skolađist náttúrulega niđur međ tilheyrandi skvampi og látum, kom mér frá gatinu og beiđ nú eftir ţví ađ stelpunni skolađi nú niđur.  Nokkru síđar kemur bara einhver kall niđur og ég eitt spurningarmerki í framan ţegar ég heyri hlátur fyrir aftan mig.  Hrund hafđi semsagt lćtt sér niđur á nćsta pall um leiđ og ég fór af stađ og renndi sér niđur hina mjög svo ţćgilegu barnabraut!  Ţetta er geymt en ekki gleymt og mun ég örugglega fá tćkifćri til ađ hefna mín síđar!

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803)  - Petr Benes (2089) 0-1
Jóhanna fékk enn einn mikiđ stigahćrri andstćđing.  Hún átti kost á ţví ađ fá fína stöđu međ ţví ađ vinna tvo menn fyrir hrók en missti af ţví og tapađi upp úr ţví drottningu fyrir hrók og mann.  Engin leiđ var ađ verja stöđuna eftir ţađ og tap varđ stađreynd í skák dagsins.  Jóhanna hlaut fimm vinninga af níu mögulegum sem er frábćr árangur ţví hún tefldi allan tíman viđ mun stigahćrri menn.  Til gamans má geta ađ sá andstćđingur Jóhönnu sem var nćstur henni ađ stigum var ađeins 236 stigum hćrri en hún!  Ţrátt fyrir tap í síđustu umferđ er Jóhanna ađ skila frammistöđu upp á 2175 stig sem er 372 stigum meira en hún hefur í dag.  Hún mun ţví hćkka verulega á mótinu.
 

Theo Gungl (1802) - Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023) 1-0
Hallgerđur tefldi viđ enn einn guttann í dag.  Drengurinn var greinilega öllum hnútum kunnugur í Caro Kan og lét sér hvergi bregđa ţótt Hallgerđur tefldi annađ afbrgiđi en hún er vön.  Hann fórnađi fljótlega manni fyrir fína stöđu og skömmu síđar ţurfti Hallgerđur ađ gefa mannin til baka og var ţá peđi undir međ verri stöđu.  Drengurinn vann svo mjög vel úr yfirburđunum og vann örugglega.  Hallgerđur hlaut fjóra vinninga í mótinu og lćkkar ţví miđur eitthvađ á stigum.  Reyndar má segja ađ hún hafi veriđ afar óheppin međ andstćđinga en hún fékk hvert tvo mjög unga og efnilega skákmenn í tveimur síđustu umferđunum sem báđir voru međ frammistöđu upp á 200-250 stigum meira en stig ţeirra segja til um.  Ţađ hefđi veriđ mun betra ađ fá eldri skákmenn sem ekki eru í svona mikilli framför í mótinu. 

Hrund Hauksdóttir (1592) - Frantisek Lasek (1862) 1-0
Hrund hélt áfram ađ tefla eins og engill í dag.  Hrund hlaut fjóra og hálfan vinning í mótinu sem er frábćr árangur, sérstaklega ţar sem hún tefldi allan tíman viđ stigahćrri andstćđinga.  Hún tapađi reyndar fyrir stigalćgsta keppandanum sem hún fékk en sá var međ 1799 stig og er annar af ungu snillingunum sem Hallgerđur tapađi líka fyrir.  Hrund er ađ skila frammistöđu á ţessu móti upp á 1926 stig sem er 334 stigum meira en hún hefur í dag.  Hrund mun ţví hćkka verulega á stigum fyrir ţetta mót. 

Jan Paldus (1540) - Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803) ˝-˝
Tinna átti erfiđan dag í dag.  Hún var búin ađ vera veik í nótt og ekki nóg međ ţađ ţá ţurfti hún ađ fara tvisvar eđa ţrisvar á klósettiđ í umferđinni til ađ kasta upp.  Hún vildi samt ekki bjóđa jafntefli strax sem hún hefđi eflaust fengiđ ţví hún kunni ekki viđ annađ en ađ reyna sitt besta.  Skákin leystis samt fljótlega upp í jafntefli ţar sem Tinna treysti sér ekki til ađ flćkja skákina mikiđ.  Tinna endađi međ 4 vinninga og skilađi ţví ađ lokum árangri upp á 1763 stig sem er mjög nćrri hennar stigum.  Hún mun ţó varla lćkka á stigum ţví hún gerđi tvö jafntefli viđ menn sem ekki hafa FIDE stig en lág landsstig.  Tinna átti ágćtis mót og sýndi ađ hún ćtti ađ geta hćkkađ sig verulega á stigum.  Síđasta umferđin og uppákoman í sjöttu umferđ settu ţó strik í reikninginn.  Ţessar tvćr umferđir hafa ţó ekki áhrif til hćkkunar eđa lćkkunar ţar sem hvorugur andstćđinganna var međ FIDE stig.  Ţess má ţó geta ađ Tinna er öll ađ hressast og verđur vonandi hin sprćkasta í fyrramáliđ ţegar viđ leggjum á stađ heim. 

Sigríđur Björg Helgadóttir (1716) - Willem Broekman (2054) 0-1
Sigríđur Björg hafđi fína stöđu lengi vel í dag og tefldi til sigurs.  Ónákvćm leikjaröđ var ţví miđur ţess valdandi ađ hún fékk erfiđa stöđu sem henni tókst ekki ađ verja.  Sigríđur hlaut ţrjá og hálfan vinning í mótinu og skilađi árangri upp á 1653 stig sem er ađeins undir hennar eigin stigum en hún mun örugglega ekki lćkka á stigum ţví ein tapskákin hennar var á móti unga ţýska drengnum sem ekki hefur FIDE stig.  Sigríđur var ađ tefla mun betur á mótinu en stigalegur árangur hennar segir til um.  Ákveđiđ lánleysi á síđustu metrum nokkurra skáka urđu ţess valdandi ađ hún fékk ekki fleiri vinninga.  Sigríđur á samt mjög mikiđ inni og á örugglega eftir ađ hćkka mikiđ á stigum fljótlega.  Smá reynsla og örlítiđ meiri yfirvegun í lok skáka mun skila henni langt.
 

Elsa María Kristínardóttir (1708) - Pavel Haase (1503) 1-0
Elsa María mjög ákveđiđ til sigurs í dag.  Hún gjörsamlega valtađi yfir andstćđinginn og fékk á tímabili algjörlega ótrúlega stöđu.  Eftir 22. leik Elsu (međ hvítt) var komin upp alveg ótrúleg stađa.  Skipst hafđi upp á drottningum og var kóngur andstćđingsins á c8.  Léttu menn Elsu stóđu á eftirfarandi reitum: Ra8, Rb7, Ba7 og Ba6 og Elsa komin međ kolunniđ tafl!  Ég man ekki eftir ađ hafa séđ svona áđur.  Elsa endađi međ ţrjá og hálfan vinning og árangur upp á 1715 stig sem er örlítiđ hćrra en hennar eigin stig.  Elsa mun ţó lćkka eitthvađ á stigum ţar sem tveir og hálfur af ţessum vinningum komu gegn mönnum sem ekki hafa FIDE stig.  Elsa leiđ nokkuđ fyrir ţađ í ţessu móti ađ vera ekki í nćgilega góđri kappskákţjálfun en hún teflir ţeim mun meira af styttri skákum.  Ef Elsa eykur ţátttöku sína í kappskákmótum mun hún örugglega hćkka mikiđ á stigum ţví getan er klárlega fyrir hendi. Í heildina séđ var ég frekar ánćgđur međ útkomuna í mótinu enda árangurinn fínn.  Árangur Jóhönnu og Hrundar stendur algjörlega upp úr, en ţađ hefđi ekki ţurft mikiđ til til ađ fleiri nćđu svona árangri.  Einnig var ég mjög ánćgđur međ stelpurnar í ferđinni ţví ţćr eru flestar búnar ađ tileinka sér mjög fagmannleg vinnubrögđ á svona mótum.  Auk ţess ná ţćr mjög vel saman sem hópur sem alltaf skilar sér í betri árangri.  Stelpurnar eru reynslunni ríkari eftir ţetta mót og lögđu vel inn á reynslubankann í ţessu móti. 

Af mótinu sjálfu var ég einnig mjög hrifinn.  Ţetta mót hentar gríđalega vel fyrir einstaklinga á ţví stigabili sem stelpurnar eru.  Ţetta mót ćtti einnig ađ henta mjög ungum skákmönnum mjög vel.  Ekki skemmir stađurinn heldur fyrir.  Liberec er bćr í u.ţ.b. 100 km fjarlćgđ frá Prag og er bćrinn allur hinn ţćgilegasti.  Hótel Liberec sem viđ gistum á og teflt var á er algjörlega í miđbćnum og stutt ganga er í allt sem mađur ţarfnast.  Bćrinn er mjög hreinlegur og snyrtilegur og hefur upp á margt ađ bjóđa.  Hér er t.d. innisundlaug međ mikiđ af vatnsrennibrautum, bíó, keila og ýmislegt sem hćgt er ađ gera sér til dundurs.  Matur hér er frekar ódýr og verđlag almennt mjög gott.  Ţađ er ţví ekkert ţví til fyrirstöđu ađ mćta á svćđiđ međ alla fjölskylduna.  Einnig eru hér helstu verslanir sem allar konur (afsakiđ karlrembuna en almennt hafa konur meira gaman af verslunum en karlar) ţarfnast, svo sem H&M, C&A auk fjölda annarra verslanna og verđiđ er miklu betra en viđ eigum ađ venjast. Ég vil svo ađ lokum nota tćkifćriđ og ţakka stelpunum fyrir mjög skemmtilega ferđ, ţćr voru allar landi og ţjóđ til sóma. 


 

Slóđin á mótiđ er:  http://www.czechtour.net/liberec-open/
Slóđin á lokastöđuna er:
http://chess-results.com/tnr58314.aspx?art=1&rd=9&lan=1&fed=ISL&turdet=YES&flag=30

 

Davíđ Ólafsson


Lygarinn - ný bók eftir Óttar Norđfjörđ kynnt á mánudag - EM-liđiđ mćtir á stađinn

LygarinnÍ tilefni af útkomu skáldsögu Óttars Norđfjörđ, LYGARINN, verđur útgáfuhóf í Eymundsson Skólavörđustíg mánudaginn nćsta, 31. október, kl. 17. 

Umfjöllunarefni bókarinnar er m.a. heimsmeistaraeinvígiđ í skák milli Fischers og Spasskys sem fram fór í Laugardalshöllinni áriđ 1972. Gamla einvígisborđinu, sem notađ var '72, verđur komiđ fyrir í Eymundsson ásamt upprunalegu taflmönnum og klukku, og ţar mun Óttar tefla viđ ottar_adalmynd2010.jpggesti.

Íslenska skáklandsliđiđ mćtir einnig í Eymundsson og hitar upp fyrir EM í  skák sem hefst í nćstu viku. LYGARINN verđur jafnframt á sérstöku útsöluverđi.

Skákáhugamenn sérstaklega bođnir velkomnir.  


Liberec Open - Úrslit níundu umferđar

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803) – Petr Benes (2089) 0-1
Theo Gungl (1802) - Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023)
1-0
Hrund Hauksdóttir (1592) – Frantisek Lasek (1862) 1-0
Jan Paldus (1540) - Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803) ˝-˝
Sigríđur Björg Helgadóttir (1716) – Willem Broekman (2054) 0-1
Elsa María Kristínardóttir (1708) – Pavel Haase (1503) 1-0

Pistill síđar. 

Slóđin á mótiđ er:  http://www.czechtour.net/liberec-open/
Slóđin á úrslit er:
http://chess-results.com/tnr58314.aspx?art=2&rd=9&lan=1&fed=ISL&turdet=YES&flag=30 


Davíđ Ólafsson

 

Sigurđur Dađi efstur á Framsýnarmótinu

Sigurđur DađiSigurđur Dađi Sigfússon er efstur á Framsýnarmótinu sem fram fer á Húsavík um helgina.  Dađi er međ fullt hús eftir 4 umferđir. Einar Hjalti Jensson, Smári Sigurđsson og Jón Kristinn Ţorgeirsson koma nćstir međ 3 vinninga.

Stađan eftir 4. ufmerđir:

Rk. NameFEDRtgClub/CityPts. TB1  TB2  TB3 
1 Sigfússon Sigurđur DađiISL2346Gođinn4.09.04.59.00
2 Jensson Einar HjaltiISL2219Gođinn3.012.06.08.00
3 Sigurđsson SmáriISL1640Gođinn3.08.04.05.00
4 Ţorgeirsson Jón KristinnISL1609SA3.07.54.54.50
5 Sigurđsson Jakob SćvarISL1713Gođinn2.59.54.54.50
6 Jablon StephenUSA1965Gođinn2.58.54.04.50
7 Heiđarsson Hersteinn BjarkiISL1230SA2.56.02.52.75
8 Björgvinsson Andri FreyrISL1301SA2.09.54.54.25
9 Arnarson SigurđurISL1931SA2.09.04.02.00
10 Ćgisson SigurđurISL1722Siglufjörđur2.07.03.53.25
11 Jónsson Logi RúnarISL1343SA2.06.53.51.00
12 Karlsson SighvaturISL1351Gođinn2.06.03.01.00
13 Ađalsteinsson HermannISL1391Gođinn1.511.05.03.25
14 Ákason ĆvarISL1525Gođinn1.08.04.51.00
15 Ásmundsson SigurbjörnISL1217Gođinn1.08.04.01.00
16 Hallgrímsson SnorriISL1332Gođinn1.06.03.01.00
17 Helgason Árni GarđarISL0Gođinn1.04.52.00.00
18 Viđarsson Hlynur SnćrISL1047Gođinn0.08.04.00.00

 

Fimmta umferđ hefst kl. 11.  


Sigurjón Haraldsson sigrađi á fimmtudagsmóti

Sigurjón Haraldsson

Sigurjón Haraldsson sigrađi á fimmtudagsmótinu ţessa vikuna međ ţví ađ vinna innbyrđis viđureign efstu manna og vera eini taplausi keppandinn. Í nćstu sćtum voru svo valinkunnir sómamenn en úrslit urđu annars sem hér segir:

  1-2  Sigurjón Haraldsson                4 

         Eiríkur K. Björnsson                 4   

  3   Jon Olav Fivelstad                     3.5 

  4   Jón Pétur Kristjánsson               2   

  5   Jóhann Bernhard                       1.5

  6   Héđinn Sveinn Baldursson         0   


Ćskan og ellin - VIII Strandbergsmótiđ fer fram í dag

_skan_ellin.jpgVIII Strandbergsmótiđ í skák  "Ćskan og Ellin", verđur haldiđ laugardaginn 29.  október í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju.  Ađ mótinu stendur RIDDARINN, skákklúbbur  eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu.

Fyrri mót af ţessu tagi, ţar sem kynslóđirnar mćtast, hafa vakiđ verđskuldađa athygli, veriđ vel heppnuđ  og til mikillar ánćgju fyrir alla ţátttakendur,  jafnt yngri sem eldri.  Á síđasta ári var 80 ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppandans.img_2485_1116836.jpg

Vegleg peningaverđlaun í öllum flokkum, auk  verđlaunagripa  og  vinningahappdrćttis!

100.000 kr. verđlaunasjóđur: Ađalverđlaun :  25.000;  15.000;  10.000, Aldursflokkaverđlaun:  5.000; 3.000, 2.000

Ţátttaka á Strandbergsmótum er ókeypis og miđast viđ börn og ungmenni á grunnskólaaldri, 15 ára og yngri og roskna skákmenn, 60 ára og eldri.

Sigurvegarar undanfarinna 3ja móta hafa veriđ ţessir:

2010: Jóhann Örn Sigurjónsson (2. Guđmundur Kristinn Lee 15 )

2009: Jóhann Örn Sigurjónsson  (2. Dagur Andri Friđgeirsson )

2008  Hjörvar Steinn Grétarsson 15 ára (Rögvi E. Nielsen 15)

Strandbergmótiđ hefst kl. 13 laugardaginn 29. október í Hásölum Strandbergs  og stendur til   um kl. 17 

Tefldar verđa 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á skákina.

Mótinu lýkur síđan  međ veglegu kaffisamsćti  og verđlaunaafhendingu.

Einar S. Einarsson er formađur mótsnefndar og Páll Sigurđsson, skákstjóri .

Sportvörubúđin JÓI ÚTHERJI gefur alla verđlaunagripi.

Ađalstuđningsađili: POINT á Íslandi (snjallposar)

SKRÁNING :Ekkert ţátttökugjald. Ćskilegt er ađ skrá sig fyrirfram eđa mćta tímanlega á mótsstađ.

Hćgt er ađ skrá sig til ţátttöku međ nafni og kt. á  netfanginu:  pallsig@hugvit.is  (sími:  860 3120) eđa á slóđinni:

https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?hl=en_US&formkey=dE0zOEc3ZEJTOTVVQTV1RUNfWEdQX0E6MQ#gid=0


Flakkar um Evrópu í leit ađ meistaratitli í skák

Bjarni Jens og Haraldur bćjarstjóriBćđi Eyjan og Austurglugginn fjalla um skákćvintýri Bjarni Jens Kristinssonar í Evrópu síđustu mánuđi.    Eftirtektarverđ framtak hjá Bjarna sem hefur m.a. skilađ af sér skemmtilegum og fróđlegum pistlum á Skák.is


Liberec Open - pistill áttundu umferđar og pörun níundu umferđar

Jan Bartos (2239) - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803)  1-0
Jóhanna fékk fínustu stöđu úr byrjuninni og var komin međ góđa og ţćgilega stöđu.  Ţví miđur valdi hún ranga áćtlun sem leiddi til ţess ađ kóngstađa hennar hrundi og tap varđ óumflýjanlegt.
 

Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023) - Kacper Grela (1799) 0-1
Hallgerđur fékk fína stöđu út úr byrjuninni á móti drengnum sem er ađeins 10-11 ára.  Skákin varđ ţó hin furđulegasta ţví eftir ónákvćmni Hallgerđar fékk drengurinn mun betri stöđu.  Hallgerđur tefldi vörnina vel ađ vanda og jafnađi tafliđ aftur.  Í tímahraki sínu vann Hallgerđur mann og stóđ klárlega til vinnings.  Andstćđingurinn hafđi ţó máthótanir uppi og í miklu tímahraki (lék ţegar 1 sekúnda var eftir á klukkunni) lék Hallgerđur manninum af sér til baka og sat uppi međ verra endatafl.  Hún hefđi átt ađ geta haldiđ endataflinu en eftir ađ hafa átt lengstu skákirnar í tveimur síđustu umferđum sagđi ţreytan til sín og skákin tapađist á endanum. 

Jaroslav Kucera (2017) - Hrund Hauksdóttir (1592) 1-0
Hrund tefldi mjög vel í dag eins og hún er búin ađ gera allt mótiđ.  Skákin stefndi lengi vel í jafntefli en Hrund urđu á mistök í endatafli sem skrifa má á reynsluleysi.  Hún átti kost á ţví ađ komast út í mislita biskupaendatafl sem var steindautt jafntefli ţó ađ hún yrđi tveimur peđum undir í ţví.  Í stađ ţess lenti hún peđi undir í endatafli međ biskup á móti riddara.  Ţá stöđu var hins vegar ekki hćgt ađ verja og ţví fór sem fór.  Hrund lćrir ađ sjálfsögđu af ţessu, auk ţess sem hún sýndi enn og aftur ađ hún er fullkomlega samkeppnisfćr viđ miklu stigahćrri menn. 

Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803) - Flemming Haupt Hansen (2100) ˝-˝
Tinna átti verulega góđa skák í áttundu umferđ.  Hún tefldi viđ einn af dönunum frá Harlev og sýndi hvers hún er megnug.  Hún fórnađi skiptamun fyrir ţćgilega stöđu og eftir ţađ var ţetta ađeins spurning um ţađ hvort ađ dananum tćkist ađ halda jafntefli.  Hann tefldi vörnina vel og hélt jafnteflinu.  Engu ađ síđur mjög góđ skák hjá Tinnu. 

Lubomir Novotny (2019) - Sigríđur Björg Helgadóttir (1716) 1-0
Sigríđur Björg hafđi ágćtis stöđu lengi vel í skákinni í dag.  Henni urđu ţó á mistök í opinni stöđu ţar sem hún drap peđ međ röngum manni og tapađi.  Hefđi hún drepiđ međ réttum manni var stađan ađ öllum líkindum jafntefli ţó ađ hún vćri ađeins verri á hana.
 

Franz Keller (1383) - Elsa María Kristínardóttir (1708) ˝-˝
Elsa María tefldi viđ stigalága unglinginn sem Sigríđur lenti í vandrćđum međ fyrr í mótinu.  Ţađ sama var uppi á teningnum hjá Elsu.  Strákurinn varđist vel og stefndi leynt og ljóst ađ ţví ađ halda jafntefli.  Elsa hélt á tímabili ađ hún vćri ađ vinna mann (strákurinn hélt ţađ reyndar líka) en hann fann leiđ til ađ redda sér og halda algjörlega jafnri stöđu.  Minnug ţess ađ Sigríđur sprengdi sig á móti ţessum sama strák, ákvađ Elsa ađ taka ekki frekari áhćttu og bauđ jafntefli sem strákurinn ţáđi strax. 

Dagurinn í dag var mjög erfiđur.  Tvćr skákir, ein snemma í morgun og önnur seinnipartinn er frekar erfitt, sérstaklega ţegar stelpurnar eru búnar ađ vera ađ tefla í erfiđu móti ţar sem ţćr eru meira og minna ađ tefla viđ mikiđ stigahćrri menn.  Áttunda umferđin er eina umferđin í mótinu sem ţćr ná ekki ađ skora meira en stigin spá fyrir um.  Ţađ er ţví ekkert annađ ađ gera en ađ blása til sóknar í níundu og síđustu umferđinni í fyrramáliđ (hefst klukkan sjö ađ íslenskum tíma).  Ţá tefla stelpurnar viđ:

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803) – Petr Benes (2089)
Theo Gungi (1802) - Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023)
Hrund Hauksdóttir (1592) – Frantisek Lasek (1862)
Jan Paldus (1540) - Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803)
Sigríđur Björg Helgadóttir (1716) – Willem Broekman (2054)
Elsa María Kristínardóttir (1708) – Pavel Haase (1503) 

Slóđin á mótiđ er:  http://www.czechtour.net/liberec-open/
Slóđin á úrslit er: http://chess-results.com/tnr58314.aspx?art=2&rd=9&lan=1&fed=ISL&turdet=YES&flag=30
 


Davíđ Ólafsson


Helgi tekur sćti í EM-liđi Íslands

Helgi Ól flytur skilabođ frá Hemma GunnHéđinn Steingrímsson hefur tilynnt forföll vegna persónulegra ástćđna á EM-landsliđa sem byrjar á fimmtudaginn í nćstu viku. Stjórn SÍ og landsliđsnefnd fór ţess á leit viđ Helga Ólafsson landsliđsţjálfara ađ hann tćki sćti Héđins í landsliđinu. Helgi hefur fallist á beiđnina og mun taka sćti í landsliđinu sem teflandi liđstjóri.

Liđ Íslands á EM-landsliđa verđur ţví:

  • 1. borđ: SM Henrik Danielsen (2543)
  • 2. borđ: SM Stefán Kristjánsson (2485)
  • 3. borđ: FM Hjörvar Steinn Grétarsson (2442)
  • 4. borđ: AM Bragi Ţorfinnsson (2427)
  • Varamađur og liđstjóri: SM Helgi Ólafsson (2523)

Heimasíđa mótsins

Chess-Results (breytingar á íslensku liđinu ekki komnar í gegn)

 


Stórmeistaraáfangar Stefáns stađfestir

4 Stefán Kristjánsson, KRFIDE samţykkti á FIDE-ţingi sem fram fór 15.-22. október í Kraká í Póllandi stórmeistaraáfanga Stefáns Kristjánssonar.  Titill Stefáns var ţó samţykktur međ fyrirvara um skákstig (kallađ conditional GM).   Stefán verđur međ 2500 skákstig 1. nóvember og samkvćmt upplýsingum ritstjóra er líklegt ađ Stefán verđi formlega orđinn stórmeistari upp úr miđjum desember.

Jafnframt var Gunnar Björnsson, útefndur alţjóđlegur mótshaldari (International organizer) og Róbert Lagerman formlega útnefndur FA-skákdómari (FIDE-arbiter) eftir ađ hafa tekiđ skákstjóranámskeiđ í Fćreyjum í sumar.  

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 126
  • Frá upphafi: 8765281

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband