Leita í fréttum mbl.is

Pistill frá Bjarna Jens um Búlgaríumót

búlgaría 040Ţann 27. ágúst sl. hófst 10th Georgiev - Kesarovski Memorialá ferđamannastađnum Sunny Beach á austurströnd Búlgaríu. Mótiđ var 9 umferđa kappskákmót međ tímamörkunum 90 mínútur ađ viđbćttum 30 sekúndum fyrir hvern leik. Ég, Bjarni Jens Kristinsson, tók ţátt í mótinu ásamt Róberti Lagerman og Páli Agnari Ţórarinssyni. Mótinu lauk 4. september en ţá hélt ég áleiđis inn í landiđ í smábćinn Dimitrovgrad til ađ tefla á tveggja daga atskákmóti.

Búlgaría er í Austur-Evrópu og ţví tiltölulega ódýrt land. Gistingin sem skákmönnunum bauđst var mjög ódýr. Matur og önnur ţjónusta var hins mun dýrari. Ţađ var eins og heimafólkiđ vćri í keppni um ţađ hver gćti grćtt mest á túristum. Leigubílstjórarnir voru ţar fremstir í flokki.

Sunny Beach er strandlengja viđ Svartahaf međ yfir 800 hótel og 130 veitingastađi. Ţessi ferđamannastađur býđur upp á fátt annađ en sól, strönd og djamm. Stađurinn er vinsćll fyrir ţćr sakir og sérstaklega vinsćll hjá unga fólkinu. Ţetta er hins vegar undarleg stađsetning fyrir skákmót ţótt ţađ hafi heppnast ţokkalega.

Dimitrovgrad á hinn boginn er rólegur smábćr ţar sem enginn virđist kunna ensku. Mér gekk erfiđlega ađ finna hóteliđ og gekk a.m.k. ţrisvar fram hjá ţví áđur en ég ratađi inn. Ţátttakendurnir voru allir Búlgarskir nema ég og margir tóku líka ţátt í Sunny Beach eins og ég. Sem betur fer talađi mótshaldarinn ţokkalega ensku og gat ţví útskýrt fyrir mér mikilvćg atriđi í kringum mótiđ.

Ţetta er í fyrsta sinn sem ég kem til Búlgaríu og reynslan af landinu er alls ekki góđ. Ţađ stenst ekkert sem Búlgarar segja og ţađ er ómögulegt ađ treysta ţeim. Mikil seinkun varđ á fyrstu umferđ beggja mótanna vegna skipulagsleysis. Ég get ekki mćlt međ ţessum mótum og hef engin plön um ađ koma ţangađ aftur á skákmót.

Heilt yfir var ég ekki ánćgđur međ taflmennskuna. Ég gerđi of mörg jafntefli og tapađi of mörgum skákum. Ţá var lokaspretturinn lélegur í báđum mótunum sem kostađi mig verđlaunasćti í bćđi skiptin. Ég náđi ekki ađ vinna betri stöđur og tapađi tvívegis í byrjuninni vegna vankunnáttu. Undirbúningurinn hitti ţó oftast í mark og ég hćkka á stigum. Međfylgjandi eru tvćr skýrđar skákir, fyrsta umferđ minningarmótsins á Sunny Beach og önnur umferđ atskákmótsins í Dimitrovgrad.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765557

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband