Leita í fréttum mbl.is

Liberec Open - pistill áttundu umferđar og pörun níundu umferđar

Jan Bartos (2239) - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803)  1-0
Jóhanna fékk fínustu stöđu úr byrjuninni og var komin međ góđa og ţćgilega stöđu.  Ţví miđur valdi hún ranga áćtlun sem leiddi til ţess ađ kóngstađa hennar hrundi og tap varđ óumflýjanlegt.
 

Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023) - Kacper Grela (1799) 0-1
Hallgerđur fékk fína stöđu út úr byrjuninni á móti drengnum sem er ađeins 10-11 ára.  Skákin varđ ţó hin furđulegasta ţví eftir ónákvćmni Hallgerđar fékk drengurinn mun betri stöđu.  Hallgerđur tefldi vörnina vel ađ vanda og jafnađi tafliđ aftur.  Í tímahraki sínu vann Hallgerđur mann og stóđ klárlega til vinnings.  Andstćđingurinn hafđi ţó máthótanir uppi og í miklu tímahraki (lék ţegar 1 sekúnda var eftir á klukkunni) lék Hallgerđur manninum af sér til baka og sat uppi međ verra endatafl.  Hún hefđi átt ađ geta haldiđ endataflinu en eftir ađ hafa átt lengstu skákirnar í tveimur síđustu umferđum sagđi ţreytan til sín og skákin tapađist á endanum. 

Jaroslav Kucera (2017) - Hrund Hauksdóttir (1592) 1-0
Hrund tefldi mjög vel í dag eins og hún er búin ađ gera allt mótiđ.  Skákin stefndi lengi vel í jafntefli en Hrund urđu á mistök í endatafli sem skrifa má á reynsluleysi.  Hún átti kost á ţví ađ komast út í mislita biskupaendatafl sem var steindautt jafntefli ţó ađ hún yrđi tveimur peđum undir í ţví.  Í stađ ţess lenti hún peđi undir í endatafli međ biskup á móti riddara.  Ţá stöđu var hins vegar ekki hćgt ađ verja og ţví fór sem fór.  Hrund lćrir ađ sjálfsögđu af ţessu, auk ţess sem hún sýndi enn og aftur ađ hún er fullkomlega samkeppnisfćr viđ miklu stigahćrri menn. 

Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803) - Flemming Haupt Hansen (2100) ˝-˝
Tinna átti verulega góđa skák í áttundu umferđ.  Hún tefldi viđ einn af dönunum frá Harlev og sýndi hvers hún er megnug.  Hún fórnađi skiptamun fyrir ţćgilega stöđu og eftir ţađ var ţetta ađeins spurning um ţađ hvort ađ dananum tćkist ađ halda jafntefli.  Hann tefldi vörnina vel og hélt jafnteflinu.  Engu ađ síđur mjög góđ skák hjá Tinnu. 

Lubomir Novotny (2019) - Sigríđur Björg Helgadóttir (1716) 1-0
Sigríđur Björg hafđi ágćtis stöđu lengi vel í skákinni í dag.  Henni urđu ţó á mistök í opinni stöđu ţar sem hún drap peđ međ röngum manni og tapađi.  Hefđi hún drepiđ međ réttum manni var stađan ađ öllum líkindum jafntefli ţó ađ hún vćri ađeins verri á hana.
 

Franz Keller (1383) - Elsa María Kristínardóttir (1708) ˝-˝
Elsa María tefldi viđ stigalága unglinginn sem Sigríđur lenti í vandrćđum međ fyrr í mótinu.  Ţađ sama var uppi á teningnum hjá Elsu.  Strákurinn varđist vel og stefndi leynt og ljóst ađ ţví ađ halda jafntefli.  Elsa hélt á tímabili ađ hún vćri ađ vinna mann (strákurinn hélt ţađ reyndar líka) en hann fann leiđ til ađ redda sér og halda algjörlega jafnri stöđu.  Minnug ţess ađ Sigríđur sprengdi sig á móti ţessum sama strák, ákvađ Elsa ađ taka ekki frekari áhćttu og bauđ jafntefli sem strákurinn ţáđi strax. 

Dagurinn í dag var mjög erfiđur.  Tvćr skákir, ein snemma í morgun og önnur seinnipartinn er frekar erfitt, sérstaklega ţegar stelpurnar eru búnar ađ vera ađ tefla í erfiđu móti ţar sem ţćr eru meira og minna ađ tefla viđ mikiđ stigahćrri menn.  Áttunda umferđin er eina umferđin í mótinu sem ţćr ná ekki ađ skora meira en stigin spá fyrir um.  Ţađ er ţví ekkert annađ ađ gera en ađ blása til sóknar í níundu og síđustu umferđinni í fyrramáliđ (hefst klukkan sjö ađ íslenskum tíma).  Ţá tefla stelpurnar viđ:

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803) – Petr Benes (2089)
Theo Gungi (1802) - Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023)
Hrund Hauksdóttir (1592) – Frantisek Lasek (1862)
Jan Paldus (1540) - Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803)
Sigríđur Björg Helgadóttir (1716) – Willem Broekman (2054)
Elsa María Kristínardóttir (1708) – Pavel Haase (1503) 

Slóđin á mótiđ er:  http://www.czechtour.net/liberec-open/
Slóđin á úrslit er: http://chess-results.com/tnr58314.aspx?art=2&rd=9&lan=1&fed=ISL&turdet=YES&flag=30
 


Davíđ Ólafsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765557

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband