Leita í fréttum mbl.is

Pistill frá Bjarna Jens um EM taflfélaga og mót í Osló

e.m. tafl 2011 014Ég undirritađur, Bjarni Jens Kristinsson, tefldi nýveriđ á tveimur skákmótum. Fyrst tefldi ég á Evrópumóti taflfélaga í Slóveníu međ sveit Hellis 25. september til 1. október og strax ađ ţví loknu hélt ég til Noregs ţar sem ég tefldi í Elo-grúppu alţjóđlegs móts, Oslo Chess International, 2.-9. október.

Evrópumót taflfélaga (e. European Club Cup) var ađ ţessu sinni haldiđ í fallegum 'spa'-bć viđ suđausturmörk Slóveníu, Rogaška Slatina. Međ mér í sveit voru Hannes Hlífar Stefánssson, Björn Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Sigurbjörn Björnsson og Róbert Lagerman. Bolungarvík sendi einnig sveit á mótiđ en í henni tefldu Stefán Kristjánsson, Bragi Ţorfinnssson, Jón Viktor Gunnarsson, Ţröstur Ţórhallsson, Dagur Arngrímsson og Guđmundur Gíslason. Evrópumótiđ var óvenju slakt í ár en ţađ vantađi elítuna sem var ađ tefla á sama tíma á Stórslemmumótinu í Sao Paulo og Bilbao. Einnig var heimsbikarmót FIDE í Rússlandi nýafstađiđ og sumir voru kannski of ţreyttir eftir ţađ til ađ tefla á Evrópumótinu. Ţađan komu samt Ponomariov (2758, nr. 8 á heimslistanum) og Grischuk (2757, nr. 9) glóđvolgir og voru stigahćstu menn Evrópumótsins.

Ţetta var mitt fyrsta Evrópumót taflfélaga og jafnframt langsterkasta skákmót sem ég hef tekiđ ţátt í. Ég tefldi 6 skákir á mótinu, ţar af tvćr viđ ofurstórmeistara međ 2600+ stig! Ég tapađi báđum ţeim skákum, sem og fyrir Guđmundi Gíslasyni ţegar viđ tefldum viđ Bolungarvík í 3. umferđ. Ég vann svo hinar fjórar skákirnar mínar; einn mćtti ekki, annar var stigalaus og hinir tveir voru međ rétt rúm 2200 stig. Fyrir vikiđ hćkka ég um 17 stig sem verđur ađ teljast gott fyrir svona stutt mót. Ég var í fínu formi á mótinu og undirbúningurinn fyrir hverja skák var góđur. Ţađ sýndi sig best í 2. umferđ ţegar ég kom GM Khismatullin (2635) á óvart í Alapin afbrigđi Sikileyjarvarnarinnar međ 10.d5!? sem ég sá fyrst í skák hjá Marie Sebag. Ţví miđur náđi ég ekki ađ fylgja undirbúningnum eftir og tapađi skákinni fyrir rest.

Ţađ er margt sem stendur upp Slóveníu ferđinni og ég ćtla bara ađ nefna nokkur atriđi. Til ađ byrja međ var ćđislegt ađ fá ađ tefla í sama móti og 2700+ kanónur, ţó ég hafi saknađ 2800+ elítuna. Liđsandinn var frábćr og Don Roberto stóđ sig međ prýđi sem kapteinn liđsins. Bjössi og Vigfús sáu um öll skipulagsatriđi og ţví ţurfi ég bara mćta og tefla (like a boss). Sigurbjörn náđi sínum fyrsta IM áfanga og Stebbi fór hálfa leiđ međ ađ verđa stórmeistari. Loks vil ég segja ađ Rogaška Slatina er einn fallegasti bćr sem ég hef heimsótt!

Morguninn eftir mótiđ flaug ég til Noregs ţar sem ég tefldi á 9 umferđa kappskákmóti í miđborg Oslóar. Ég var 7. stigahćsti keppandinn af 54 og tefldi allt mótiđ niđur fyrir mig. Heilt yfir gekk mér mjög illa en međ góđum endaspretti rétti ég ađeins úr stigatapinu og endađi í 15. sćti og tapađi 15 stigum. Ég átti í miklum erfiđleikum međ 7. borđiđ en á ţví borđi tókst mér ekki ađ vinna skák heldur tapađi tveimur og gerđi tvö jafntefli. Á ţessu borđi tapađi ég samtals 28 stigum!

Ég fékk ađ gista hjá systur minni í Osló ţ.a. mótiđ var mjög ódýrt fyrir mig. Ţađ var í rauninni eina ástćđan fyrir ţví ađ ég tók ţátt í mótinu. Vissulega tapađi ég skákstigum á ţví en ég lagđi inn í  Reynslubankann sem er ađ gefa góđa vexti ţessa dagana. Ţeir segjast ćtla ađ borga mér út arđ áđur en ég fer til Ungverjalands í nóvember ađ tefla á tveimur mótum!

Osló, 22. október

Bjarni Jens Kristinsson

Skákirnar fylgja međ í PGN og CBV.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 8765556

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband