Leita í fréttum mbl.is

Liberec Open - Pistill fyrstu umferđar

Mér finnst viđ mega nokkuđ vel viđ una međ úrslitin í fyrstu umferđ ţó ađ ég hefđi gjarnan viljađ fá fleiri vinninga, sérstaklega í ljósi ţess ađ allar stelpurnar fengu ágćtis stöđur í dag.

Tadeas Klecker (2209) - Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803) 1-0
Tinna tefldi skákina mjög vel til ađ byrja međ og lét andstćđinginn ekki slá sig út af laginu ţó ađ hann vćri rúmlega 400 stigum hćrri og tefldi mjög hvasst.  Tinnu brást hins vegar bogalistin ţegar hún fórnađi skiptamun sem ekki stóđst.  Stađan á ţeim tíma var hins vegar mjög fín hjá henni og ef hún hefđi beđiđ róleg ţá hefđi hún vćntanlega landađ fínu jafntefli eđa jafnvel unniđ ef andstćđingurinn reyndi of mikiđ til ađ vinna ţví stađa hans bauđ ekki upp á ţađ.  Tinna kemur bara til baka í dag.

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803) - Stanislav Splichal (2195) 1-0
Jóhanna var klárlega međ bestu úrslitin í dag.  Hún tefldi byrjunina ágćtlega og gat á tímabili fengiđ mjög ţćgilega stöđu.  Eftir jafna byrjun lagđi hún út í frekar vafasamar ađgerđir og verri stöđu.  Stađan var hins vegar mjög flókin međ miklum taktískum möguleikum og ţar naut Jóhanna sín vel.  Hún snéri laglega á andstćđingin í flćkjunum og komst út í unniđ drottningarefndatafl peđi yfir.  Endatafliđ stóđ ţó frekar stutt yfir ţví andstćđingurinn féll fljótlega á tíma en stađa hans var einfaldlega koltöpuđ.

Sigríđur Björg Helgadóttir (1716) - Zdenec Cakl (2064) 0-1
Sigríđur Björg tefldi eins og margar ađrar langt upp fyrir sig í dag gegn andstćđingi sem er u.ţ.b. 360 stigum hćrri en hún. Hún fékk ágćtis stöđu úr byrjuninni en lék síđan ónákvćmt og fékk verri stöđu.  Hún var hins vegar viđ ţađ ađ rétta úr kútnum ţegar hún víxlađi leikjum og tapađi ţannig manni slysalega og átti engan séns í framhaldinu.  Óheppilegt en hún kemur örugglega til baka í dag.

Elsa María Kristínardóttir (1708) - Willem Broekman (2054) ˝-˝
Elsa María tefldi viđ andstćđing sem er tćplega 350 stigum hćrri en hún.  Skákin var lengi vel mjög vel tefld hjá Elsu og fékk hún fín fćri úr byrjuninni.  Á einum tímapunkti hefđi hún getađ fórnađ manni sem ekki mátti ţiggja og hefđi ţađ gefiđ henni peđ og alla stöđuna.  Elsa tefldi samt vel og stefndi leynt og ljóst ađ ţví ađ tapa ekki.  Hún bar hins vegar heldur mikla virđingu fyrir andstćđingnum og smá saman fór ađ halla á hana í endataflinu.  Stađan var á tímabili örugglega hartnćr töpuđ.  Elsa sýndi síđan sínar bestu hliđar í vörninni undir mikilli tímapressu og landađi fínu jafntefli.  Ţegar skákinni var lokiđ sagđi andstćđingur hennar ađ hún hefđi einfaldlega allt of fá stig!  Hún vćri miklu betri en stigin segđu til um.  Ég var mjög ánćgđur međ Elsu í dag.  Hún var mjög einbeitt alla skákina og viđ rćddum ađeins fyrir skákina ađ hún ţyrfti ađ nýta tíman sinn betur.  Hún gerđi ţađ svo sannarlega, jafnvel um of, ţví ţađ er mjög óţćgilegt ađ vera á hliđarlínunni ţegar leikiđ er á síđustu sekúndunni!f

Jaroslav Sedlak (1658) - Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023) 0-1
Hallgerđur var sú eina sem fékk stigalćgri andstćđing.  Ţađ fylgir ţví stundum nokkur pressa ađ byrja í fyrstu umferđ á móti erlendis á móti stigalćgri mönnum ţví nauđsynlegt er ađ vinna!  Hallgerđur gerđi ţetta mjög vel og hafđi tögl og haldir í skákinni allan tíman og landađi öruggum vinningi fljótt og vel.

Ludek Svedjar (1997) - Hrund Hauksdóttir (1592) 1-0
Hrund tefldi mjög vel framan af gegn rúmlega 400 stigum hćrri andstćđingi.  Hún tefldi byrjunina vel og fékk fínustu stöđu.  Hún átti möguleika á skemmtilegri taktík eftir byrjunina sem hefđi gefiđ henni stöđu sem hún hefđi varla geta tapađ.  Hún missti af ţeirri leiđ og fékk í framhaldinu heldur verri stöđu sem varđ síđan óverjandi eftir ađ hún opnađi peđastöđu sína of mikiđ - stundum ţarf mađur bara ađ halda sér fast!  Hrund var samt ađ tefla mjög vel svona heilt yfir og ef hún heldur ţví áfram nćr hún fínum árangri í ţessu móti.

Ég var almennt mjög ánćgđur međ taflmennskuna hjá stelpunum í dag.  Ţćr komu allar vel út úr byrjuninni og ég var mjög ánćgđur ţegar um 2 tímar voru liđnir af umferđinni og ţćr voru allar međ fínar stöđur.  Ef ţćr halda áfram ađ tefla svona verđur uppskeran úr mótinu góđ.

Stelpurnar fá eftirfarandi andstćđinga í dag:

Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (2023) - Virginijus Dambrauskas (2316)
Zedenek Cakl (2078) - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1803)
Petr Buldus (2026) - Elsa María Kristínardóttir (1708)
Sigríđur Björg Helgadóttir (1716) - ZdZislaw Lesinski (1932)
Tinna Kristín Finnbogadóttir (1803) - Jan Hanus (1493)
Hrund Hauksdóttir (1592) - Kacper Grela (1799)

Davíđ Ólafsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband