Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2014

Sundlaugarsett vígt í Vestmannaeyjum

Ţórarinn Ingi Ólafsson og Sverrir Unnarsson tefli í VestmannaeyjalaugŢórarinn Ingi Ólafsson og Sverrir Unnarsson báđir úr Taflfélagi Vestmannaeyja vígđu nýjasta taflsettiđ í Eyjum í nuddpottinum í gćr. Skemmtilegur möguleiki fyrir hvern ţann sem sćkir laugina heim á góđviđrisdegi. Börnin voru áhugasöm eins og sjá má á myndinni.

Sundlaugarskáksett vígt í sundlaug Húsavíkur á Íslenska skákdeginum

Nýtt sundlaugarskáksett var vígt í sundlaug Húsavíkur á Íslenska skákdeginum í gćr. Ţađ voru ţeir Smári Sigurđsson og Svavar Pálsson félagsmenn GM-Hellis á norđursvćđi, sem tefldu fyrstu skákina í einum af heitapottum sundlaugarinnar á Húsavík.

Sundskak 

 Smári og Svavar tefla í heitapottinum. 

Skák ţeirra Smára og Svavars lauk međ jafntefli og nýttu ađrir sundlaugargestir sér ţađ í dag ađ taka nokkrar köflóttar ţegar skák ţeirra lauk. Sundlaugarskáksettiđ verđur gestum sundlaugarinnar til frjálsra afnota héđan í frá.  Hafţór Hreiđarsson tók međfylgjandi myndir.

Sundskak Svavar 

 Svavar Pálsson sýslumađur Ţingeyinga.

Sundskak Smari 

Smári Sigurđsson margfaldur meistari GM-Hellis á norđursvćđi.


Hannes endađi í 6.-11. sćti í Kosta Ríka

HannesStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2560) endađi í 6.-11. sćti á alţjóđlegu móti sem lauk í Kosta Ríka í gćr. Hannes hlaut 6˝ vinning í 9 skákum og var hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

Ţađ var dagur tvö í mótinu sem reyndist honum erfiđur en ţá fékk ˝ vinning gegn stigalágum keppendum. Svo komu ţrjár sigurskákir í röđ og í lokaumferđunum tveimur gerđi hann jafntefli gegn tveimur stigahćstu keppendum Lazaro Bruzon (2676) og Aljeandro Ramirez (2600).

Árangur hans samsvarađi 2342 skákstigum og lćkkađi hann um sjö stig fyrir hana.

Alls tóku 123 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af voru sjö stórmeistarar og átta alţjóđlegir meistarar. Hannes var nr. fjögur í stigaröđ keppenda.

 


Friđriksmótiđ í Vin í dag!

Friđrik Ólafsson.
Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn bjóđa til Friđriksmótsins í Vin, Hverfisgötu 47, í dag mánudaginn 27. janúar klukkan 13. Friđriksmótiđ í Vin er haldiđ í tilefni af Skákdegi Íslands. Ţađ var fyrst haldiđ í fyrra og ţá fór Helgi Ólafsson stórmeistari međ sigur af hólmi, og var sjálfur Friđrik međal keppenda.

Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og er ţátttaka ókeypis. Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin og í leikhléi er bođiđ upp á gómsćtar veitingar einsog jafnan í Vin.

Skáklífiđ í Vin blómstrar sem aldrei fyrr um ţessar mundir. Ţar er teflt daglega, reglulega er efnt til stórmóta og annarra viđburđa, auk ţess sem Vinaskákfélagiđ er í eldlínunni á Íslandsmóti skákfélaga. Allir eru hjartanlega velkomnir í Vin!

Skákţing Reykjavíkur: Skákir sjöundu umferđar

P1010166Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir sjöundu umferđar Skákţings Reykjavíkur. Ţćr fylgja međ sem viđhengi. Ţar má finna margar athyglisverđar skákir en brot af ţví besta úr umferđinni verđur ađ finna í skákdálki Fréttablađsins nćstu daga.

 

 


Jón Viktor og Einar Hjalti efstir á Skákţingi Reykjavíkur

P1010159Jón Viktor Gunnarsson (2412) og Einar Hjalti Jensson (2347) halda áfram sigurgöngu sinni á Skákţingi Reykjavíkur. Í sjöundu umferđ, sem fram fór í dag, vann Jón Viktor Dag Ragnarsson (2073) en Einar Hjalti hafđi betur gegn Ţorvarđi F. Ólafssyni (2256). Ţeir hafa 6˝ vinning. Davíđ Kjartansson (2336) og Örn Leó Jóhannsson (1954) koma nćstir međ 5˝ vinning.P1010162

Sem fyrr er sitthvađ um óvćnt úrslit.  Örn Leó heldur áfram ađ gera góđa hluti og gerđi jafntefli viđ Júlíus Friđjónsson (2175), Jón Trausti Harđarson (2003) vann Sigurbjörn Björnsson (2375), Ólafur Gísli Jónsson (1871) lagđi Stefán Bergsson (2122) ađ velli og Hörđur Jónasson (1524) gerđi jafntefli viđ Sigurlaug R. Friđţjófsdóttur (1752).

P1010165Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á miđvikudagskvöld. Pörun liggur ekki enn fyrir vegna frestađrar skákar.



Skákţáttur Morgunblađsins: Teflt í námunda viđ Nćturvörđinn

Aronian og NakamuraTata Steel-mótiđ í Wijk aan Zee hófst um síđustu helgi. Litli strandbćrinn í grennd viđ Amsterdam hefur haldiđ ţessu móti úti í nćstum 80 ár og hollenskir skákáhugamenn flykkjast ţangađ bćđi til ađ tefla og fylgjast međ. Á mótinu í ár sakna menn hins nýbakađa heimsmeistara, Magnúsar Carlsen, sem sigrađi međ glćsibrag í fyrra og jafnađi í vinningum taliđ gamalt stađarmet Kasparovs frá 1999. Í efsta flokknum sem í eru 12 keppendur fór fram fjórđa umferđin á Rikjsmuseum í Amsterdam.

Tata Steel-keppendurFyrir umferđina stilltu keppendur sér upp til myndatöku viđ frćgasta málverk safnsins, Nćturvörđinn eftir Rembrandt. Undirrituđum fannst nú ađeins halla á skáklistina í samanburđi viđ snilldarverk gömlu meistaranna, a.m.k. ef tekin er til međferđar sigurskák Aronjans yfir Nakamura. Byrjunin tók ţekkta stefnu og Aronjan hafđi svo sem aldrei neitt nema örlítiđ betri stöđu ţar sem riddarinn átti alls kostar viđ biskupinn. Samt gat Nakamura haldiđ jafntefli en hann kiknađi undan pressunni:

Levon Aronjan _ Hikaru Nakamura

Kóngsindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 d6 5. e4 O-O 6. Be2 e5 7. Be3 Rg4 8. Bg5 f6 9. Bh4 g5 10. Bg3 Rh6 11. c5 g4 12. Rh4 Rc6 13. cxd6 cxd6 14. dxe5 dxe5 15. Bc4 Kh8 16. Dxd8+ Hxd8 17. O-O Rd4 18. Had1

Allt hefur ţetta sést áđur, 11. leikur hvíts er dálítiđ erfiđur viđfangs og svartur situr uppi međ lakara endatafl ţar sem hann hefur enga vinningsmöguleika en jafnteflisfćri. Ţannig gerast kaupin á eyrinni í dag; međ góđri byrjunarţekkingu geta menn oft tryggt sér örlítiđ betri stöđu og teflt til sigurs án ţess ađ taka áhćttu.

18. ... Bxe6 Rxe6 20. f3 gxf3 21. gxf3 Hxd1 22. Hxd1 Hd8

Nakamura bauđ jafntefli eftir ţennan leik sem Aronjan hafnađi og taldi bođiđ klárt dćmi um vanmat á hćttum stöđunnar. Ţađ liggur í augum uppi ađ vinningsmöguleikar ef einhverjir eru liggja hjá Aronjan.

23. Hxd8 Rxd8 24. Bf2 a6 25. Kf1 Kg8 26. Ke2 Kf7 27. Be3 Ke6 28. Ra4 Bf8 29. Bxh6 Bxh6 30. Rc5+ Kf7 31. Kd3 Bf4 32. h3 Bg5 33. Rf5 Re6 34. Rxe6?

Enginn heimsmeistaraklassi yfir ţessum leik, eftir 44. Rxb7! Rf4+ 45. Kc4 Rxh3 36. b4 Rf4 37. a4 h5 38. b5 axb5 39. axb5 á hvítur ađ vinna.

34. ... Kxe6 35. Kc4 b6 36. a4 Bd2 37. b3 h5 38. b4 a5 39. bxa5 bxa5 40. Kb5

Riddarinn stendur vel ţar sem ekki verđur sótt ađ honum. Nakamura var ađ ná tímamörkunum viđ 40. leik og stígur feilspor.

grmrsnvl.jpg40. ... Kd7??

Eftir 40. ... Kf7 er erfitt ađ sýna fram á vinning, t.d. 41. Rd6+ Kg6 42. Rc4 Be1 43. Rxa5? Kg5! og hvítur getur hćglega tapađ ţessari stöđu!

41. Rg7! h4 42. Rf5 Be1 43. Re3 Ke6 44. Rc4

- og svartur gafst upp.

1. Aronjan 3 v. 2.-5. Harikrishna, Giri, Karjakin og So 2 ˝ v. 6.-8. Dominguez, Caruana og Nakamura 2 v.

Ţrír efstir á Skákţingi Reykjavíkur

Ţrír skákmenn eru efstir ađ loknum fjórum umferđum á Skákţingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Sá sigurstranglegasti međal ţeirra er tvímćlalaust Jón Viktor Gunnarsson. Hann er međ fullt hús ásamt Ţorvarđi Ólafssyni og Einari Hjalta Jenssyni. Davíđ Kjartansson er enn í fjóra sćti eđ 3 ˝ vinning. Í fimmtu umferđ sem fram fer í dag, 19. janúar, tefla saman Einar Hjalti og Jón Viktor, Davíđ og Ţorvarđur. Tefldar verđa níu umferđir og er teflt tvisvar í viku á sunnudögum og miđvikudögum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 19. janúar 2014.

Skákţćttir Morgunblađsins


Skák í Ölduselsskóla í tilefni Skákdagsins

Arnar og MishaÍ fyrra skorađi skólaliđ Ölduselsskóla í skák, starfsfólk skólans á hólm, og fóru leikar ansi illa fyrir starfsfólk. Ţađ var námsráđgjafi skólans, Arnar Ţorsteinsson (ELO 2205) sem hélt heiđri starfsfólks á lofti og sigrađi báđar sínar skákir. Í ár ćtlar Arnar einn og óstuddur ađ taka upp hanskann fyrir hönd starfsfólks og tefla fjöltefli međ klukkum viđ skólaliđiđ.

Skólaliđiđ skipa m.a. skákkapparnir ungu Mykhaylo Kravchuk, Alec Elías Sigurđarson, Óskar Víkingur Davíđsson, Brynjar Haraldsson og Stefán Orri Davíđsson. Skólaliđiđ hefur náđ undraverđum árangri á skólamótum á síđustu árum, ţrátt fyrir ađ vera ađ mestu skipađ bráđungum skákmönnum. Ţess má geta ađ Mykhaylo mun tefla fyrir Íslands hönd í flokki undir 10 ára á Norđurlandamótinu í skólaskák í nćsta mánuđi, ađ Óskar Víkingur keppti á Evrópumóti ungmenna í haust, og ađ skákbrćđurnir knáu Óskar Víkingur og Stefán Orri urđu jafnframt á dögunum Íslandsmeistarar í átta og sjö ára aldursflokkum. Liđiđ hefur ćft stíft undanfariđ ár og kemur ákveđiđ til leiks og ţví er ljóst ađ Arnar ţarf ađ beita öllum brögđunum í bókinni til ađ tryggja sigur.

Fjöltefliđ fer fram í Ölduselsskóla kl. 11:30 mánudaginn 27, janúar.

 


Aronian öruggur sigurvegari Tata Steel-mótsins

Aronian

Armeninn Levon Aronian (2812) vann öruggan sigur á Tata Steel-mótinu sem lauk í Sjávarvík (Wijk aan Zee) í Hollandi í dag ţrátt fyrir tap gegn Loek van Wely (2672) í lokaumferđinni. Aronian hlaut 8 vinninga í 11 skákum. Anish Giri (2734) og Sergey Karjakin (2759) urđu í 2.-3. sćti međ 6˝ vinning.

Króatinn Ivan Saric (2637) vann b-flokkinn međ yfirburđum, hlaut 10 vinninga í 13 skákum. Gamla hetjann Jan Timman (2607) og Baadur Jobava (2710) komu nćstir međ 8˝ vinning. 


Toyotaskákmót eldri borgara fer fram á föstudaginn

Íslenska skákvikan er hafin, ţá teflum viđ öll til heiđurs okkar fyrsta stórmeistara Friđriki Ólafssyni. Eldri borgarar ćtla ađ tefla mikiđ ţessa viku eins og ţeir gera yfirleitt. Föstudaginn 31. janúar býđur Toyota á Íslandi eldri borgurum til skákmóts í höfuđstöđvun sínum í Kauptúni 6 Garđabć ţ.e. viđ hliđina á IKEA. Toyota gefur öll verđlaun sem eru vegleg, ţetta er sjöunda Toyotaskákmótiđ sem haldiđ er.

Sigurvegari á síđasta Toyotamóti var Bragi Halldórsson. Ćsir skákfélag F E B í Reykjavík og Riddarar úr Hafnarfirđi hjálpast ađ viđ framkvćmd mótsins. Skákmótiđ hefst stundvíslega kl. 13.00

Ţátttakendur eru vinsamlega beđnir ađ mćta vel tímanlega fyrir kl. 13.00

Ţađ er best ađ forskrá sig hjá Garđari Guđmundssyni í síma 8984805 og í netfangiđ rokk@internet.is.og hjá Finni Kr. Finnssyni í síma 8931238 og netfangiđ finnur.kr@internet.is

Ţađ verđa tefldar níu umferđir međ 10 mínútna umhugsun. Allir skákmenn 60+  og ţeir sem verđa 60 ára á árinu velkomnir.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 221
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband