Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2014

Nýtt fréttabréf SÍ komiđ út

P1010141Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands kom út í gćr en fréttabréfiđ kemur út ađ jafnađi tvisvar á mánuđi yfir vetrarmánuđina.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is - mjög ofarlega til vinstri međ ţví ađ velja "Subscribe" ţar á bláum fleti.

Međal efnis er:

  • Vel heppnađur Skákdagur
  • Sóley LInd og Nansý Íslandsmeistarar stúlkna
  • Reykjavíkurborg styrkir Skáksambandiđ
  • Vignir Vatnar Íslandsmeistari barna
  • Saga Reykjavíkurskákmótsins vćntanleg!
  • Rimaskóli Íslandsmeistari stúlknasveita
  • Frábćr ţátttaka á skákmótum í ársbyrjun
  • Nýr formađur Ása
  • Jakob Sćvar sigrađi á Skákţingi GM Hellis (norđursvćđi)
  • Aronian sigrađi á Tata Steel-mótinu
  • N1 Reykjavíkurskákmótiđ - niđurtalning
  • N1 Reykjavíkurskákmótiđ - nýir keppendur
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.


Stefán Ţormar í stuđi í Stangarhyl

Stefán Ţormar Stefán Ţormar var frískastur hjá Ásum í Stangarhyl í dag, hann fékk 8˝ vinning af 10 mögulegum. Fast á hćla honum kom svo Guđfinnur R Kjartansson međ 8 vinninga í öđru sćti. Össur Kristinsson varđ svo í ţriđja sćti međ 7 vinninga. Tuttugu og sex skákmenn mćttu til leiks í dag.

Nćsta föstudag verđur svo Toyotaskákmótiđ haldiđ í höfuđstöđvum Toyota í Kauptúni 6 Garđabć. Mótiđ hefst stundvíslega kl. 13.00. Viđ viljum biđja ţátttakendur ađ mćta tímanlega á stađinn.

Ţađ er hćgt ađ forskrá sig hjá Garđari Guđmundssyni í síma 898 4805 _sir_silegum_leik_-_28_1_2014_15-51-10.jpgog í netfangiđ rokk@internet.is, Finni Kr Finnssyni í síma 893 1238 og í netfangiđ finnur.kr@internet.is. Núna eru tćpir 30 skráđir til leiks. 

Nánari úrslit má finna í međfylgjandi mótstöflu:

 

_sir-_m_tstafla_28_jan_ar_28_1_2014_22-20-48.jpg

 

 

 


Toyota skákmót eldri borgara á föstudaginn

toyota_sk_km_t_eldri_borgara_-_logo_27_1_2014_00-05-32.jpgÍslenska skákvikan er hafin, ţá teflum viđ öll til heiđurs okkar fyrsta stórmeistara Friđriki Ólafssyni. Eldri borgarar ćtla ađ tefla mikiđ ţessa viku eins og ţeir gera yfirleitt. Föstudaginn 31. janúar býđur Toyota á Íslandi eldri borgurum til skákmóts í höfuđstöđvun sínum í Kauptúni 6 Garđabć ţ.e. viđ hliđina á IKEA. Toyota gefur öll verđlaun sem eru vegleg, ţetta er sjöunda Toyotaskákmótiđ sem toyota_m_ti_2014_27_1_2014_00-34-08.jpghaldiđ er.

Sigurvegari á síđasta Toyotamóti var Bragi Halldórsson. Ćsir skákfélag F E B í Reykjavík og Riddarar úr Hafnarfirđi hjálpast ađ viđ framkvćmd mótsins. Skákmótiđ hefst stundvíslega kl. 13.00

2013_toyota_m_ti_25_1_2013_22-33-030.jpgŢátttakendur eru vinsamlega beđnir ađ mćta vel tímanlega fyrir kl. 13.00

Ţađ er best ađ forskrá sig hjá Garđari Guđmundssyni í síma 8984805 og í netfangiđ rokk@internet.is.og hjá Finni Kr. Finnssyni í síma 8931238 og netfangiđ finnur.kr@internet.is

Ţađ verđa tefldar níu umferđir međ 10 mínútna umhugsun. Allir skákmenn 60+  og ţeir sem verđa 60 ára á árinu velkomnir.


Skákdagsmótiđ á Akureyri - Lundarskóli og Brekkuskóli jafnir eftir furđustigareikning!

Opiđ hús á skákdaginnEins og ađ var stefnt áttust ţessir tveir miklu skákskólar viđ á Skákdaginn sjálfan. Útlit var fyrir jafna og spennandi keppni, ţar sem Lundskćlingar beittu tveimur miklum gćđingum fyrir sinn vagn en Brekkskćlingar treystu fremur á breidd í sínu liđi. Ţá gerđust ţau ósköp ađ mikil forföll dundu yfir ţá síđarnefndu - keppendur flykktust í ađra hreppa, lögđust í bćliđ eđa gleymdu hreinlega ađ mćta. Ţegar blásiđ var til leiks voru mćttir ţrír Brekkskćlingar og sjö úr Lundarskóla - sem vissulega var líka vonum minna. Ţau tefldu ţá einfalda umferđ, 9 umferđa mót og var svo gert upp á milli skólanna međ einföldum hlutfallsreikningi; deilt í vinningatöluna međ fjölda liđsmanna. Sá útreikningur - sem á vart sinn líka í skáksögunni - leiddi til ţess ađ skólarnir skildu jafnir, báđir međ 4,5 vinning ađ međaltali á mann. En einstaklingsmótiđ fór sem hér segir:

Jón Kristinn Ţorgeirsson L    8,5 af 9

Símon Ţórhallsson L             8

Oliver Ísak Ólason B             7,5

Kári Hólmgrímsson B             5

Gunnar A Arason L                4,5

Roman Darri Stevenson Bos L og

Sunna Ţórhallsdóttir L          4

Alfa Magdalena Jórunnard L  2

Björn Ţór Kristinsson B         1

Helga Sóley Guđjónsd  L       0,5

Símon skólameistari Lundarskóla

Í Lundarskóla stunda nám tveir af öflugustu skákunglingum landsins fyrir skemmstu. Ţegar efnt var til Lundarskólamóts í skák sl. föstudag kom í ljós ađ enginn úr efstu bekkjum skólans treysti sér til ađ etja kappi viđ ţá bekkjarbrćđur, Símon Ţórhallsson og Jón Kristin Ţorgeirsson. Ţví var slegiđ upp móti í yngri flokki (1-7. bekk) en ţeir fóstbrćđur tefldu einvígi sín á milli um skólameistaratitilinn sem Jón bar reyndar á sínum herđum frá ţví í fyrra. Alls tefldu ţeir fimm skákir. Símon byrjađi mjög snarplega og vann tvćr fyrstu skákirnar. Ţá vaknađi Jokko til lífsins og vann tvćr nćstu. En seiglan kom hinum fyrrnefnda til góđa í lokaskákinni og var hann krýndur skólameistari eftir 3-2 sigur í einvíginu.

Í yngri flokki mćttu 12 keppendur til leiks. Ţví miđur glatađist mótstaflan, en öruggur sigurvegari var Gunnar Ađalgeir Arason úr 7. bekk međ fullt hús vinninga, 5 talsins. Á hćla honum kom fimmtubekkingurinn Roman Darri Stevenson Bos međ fjóra vinninga. Ađrir fengu ögn minna en stóđu sig međ prýđi. Ţađ er mál manna ađ Lundskćlingar mćti međ öflugar sveitir á Íslandsmót grunnskólasveita síđar í vetur


Umsóknarfrestur um ferđastyrk til SÍ rennur út 31. janúar

Stjórn SÍ veitir ferđastyrki ţrisvar sinnum á ári. Nćsta umsóknarfrestur rennur út 31. janúar nk.

Styrkjareglur SÍ

Ađalmarkmiđ styrkveitinga stjórnar Skáksambands Íslands til einstaklinga er ađ styđja viđ bakiđ á ţeim skákmönnum sem sýnt hafa mestar framfarir, metnađ og ástundun á síđustu 12 mánuđum, og ţykja ţví líklegastir til ađ ná enn lengra í nánustu framtíđ. Einnig er markmiđiđ ađ verđlauna fyrir afburđaárangur og hvetja ţannig til afreka.

Styrkjum frá SÍ er ekki ćtlađ ađ styrkja hinn almenna skákáhugamann til farar erlendis, heldur einungis ţá sem ţykja skara fram úr. Sérstök áhersla er lögđ á yngri skákmenn sem eru tilbúnir til ađ leggja á sig ţjálfun til ađ standa sig á ţeim mótum sem styrkbeiđni liggur fyrir um. 

Viđ allar úthlutanir á ađ vera lögđ áhersla á jafnrétti kynjanna og ađ ţeim stúlkum sem skarađ hafa fram úr í hverjum aldursflokki sé gert kleift ađ afla sér reynslu á skákmótum erlendis til jafns á viđ stráka. Sams konar kröfur um ástundun, árangur og framfarir eru hins vegar gerđar til stúlkna og drengja, kvenna og karla, hvađ styrkjaúthlutanir varđar

Viđmiđ viđ styrkúthlutanir

1.     Allir styrkţegar SÍ (ungir, alţjóđlegir og ađrir) ţurfa ađ uppfylla eftirfarandi ţrjú skilyrđi:

  • Hafa teflt 50 kappskákir á síđustu 24 mánuđum fyrir áriđ 2010 og 60 skákir fyrir áriđ 2011 og síđar.
  • Hafa sýnt umtalsverđar framfarir á sl. 12 mánuđum, sem sjáist m.a. á árangri á skákmótum ársins, hćkkun skákstiga og reglulegri ţjálfun.
  • Hafa sýnt virkni í skákmótum innanlands.

2.     Ungir skákmenn (25 ára og yngri) hafa forgang ţegar kemur ađ úthlutun ferđastyrkja. Eftirfarandi börn og unglingar njóta sérstaks forgangs:

  • Undir 12 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 12-16 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 16-20 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
  • 20-25 ára: 2 stigahćstu og/eđa ţeir sem hćkkađ hafa mest á stigum undanfarna 12 mánuđi (bćđi í stráka- og stúlknaflokki)
3.     Alţjóđlegir meistarar geta fengiđ ferđastyrki frá SÍ óháđ aldri.

4.     Ţeir sem ţiggja stórmeistaralaun geta ekki fengiđ almenna ferđastyrki frá SÍ.

5.     Ađrir skákmenn geta fengiđ ferđastyrki ef ţeir ná árangri sem samsvarar 2350 stigum eđa meira ("performance") í móti sem styrkur er sóttur um. Ákvörđun um styrkveitingu er tekin eftir mót.

Umsóknareyđublöđ og skil 

Allir sem sćkja um styrk til SÍ ţurfa ađ leggja fram umsókn á ţar til gerđu rafrćnu eyđublađi.

Rafrćna eyđublađiđ

Ţar á ađ koma fram hvers vegna tiltekiđ skákmót er valiđ og hvers vegna viđkomandi telur ađ hann hafi rétt á styrk frá SÍ skv. ofangreindum skilyrđum.

Í umsókninni skal lögđ fram ćfingaáćtlun ţar sem ţjálfun fyrir tiltekiđ mót og ţátttaka á skákmótum nćstu 3 mánuđi er skýrđ.

Ef umsókn er ófullnćgjandi og ekki skilađ á ţann hátt sem ađ ofan greinir, er henni sjálfkrafa vísađ frá. 

Styrkir SÍ eru afgreiddir ţrisvar sinnum á ári. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Sćkja ţarf um styrkina í lok mánađarins á undan. Ćtlast er til ađ sótt sé um styrki áđur en haldiđ er mót en ef góđar ađstćđur valda ţví ađ sótt er um eftir á er tekiđ tillit til ţess.

Sérstök styrkjanefnd, skipuđ af stjórn SÍ, fer yfir allar umsóknir og gerir tillögur til stjórnar um afgreiđslu styrkja hverju sinni. 

Ađ jafnađi getur enginn fengiđ meira en 60.000 krónur á ári í styrk frá SÍ, nema ţegar hann er fulltrúi Íslands á alţjóđlegum mótum erlendis. Ef einhver ţykir skara sérstaklega fram úr á sl. 12 mánuđum er ţó hćgt ađ gera undantekningu á ţessari reglu og hćkka árlegan styrk til viđkomandi ađila. 

Skyldur styrkţega gagnvart SÍ: 

Ađ loknu móti skulu styrkţegar senda stutta frásögn til styrkjanefndar og skýra skák frá mótinu sem ţeir hlutu styrk til ađ taka ţátt í. Styrkjanefnd mun síđan birta greinina í einhverjum miđli skákhreyfingarinnar.

Ef stjórn SÍ fćr áreiđanlegar upplýsingar um ósćmilega og vítaverđa hegđun styrkţega á skákstađ (t.d. áfengisnotkun á međan á móti stendur) og ef styrkţegi hćttir á skákmóti án löglegra forfalla, mun viđkomandi vera sviptur ţeim styrk sem honum var veittur. Viđkomandi mun auk ţess ekki koma til greina viđ úthlutun styrkja SÍ nćstu 12 mánuđi.

Styrkir eru borgađir út eftir ađ skákmóti lýkur, ţegar ljóst er ađ skyldur styrkţega hafa veriđ uppfylltar.


Allt uppbókađ í Sturlubúđir, skákbúđir Fjölnis um nćstu helgi

img_9848.jpgÖll 40 plássin í Sturlubúđum, skákbúđum Fjölnis helgina 1.-2. febrúar, eru nú uppbókuđ og ađeins hćgt ađ skrá sig á biđlista. Dagskrá skákbúđanna er mjög spennandi en ţar skiptist á skákkennsla og frjáls tími í frábćru umhverfi Útilífsmiđstöđvarinnar ađ Úlfljótsvatni. Gist verđur eina nótt og bođiđ upp á kvöldvöku á laugardegi. Síđasti liđur á dagskrá sunnudagsins verđur Nóa - Síríus skákmótiđ.

Sćlgćtisgerđin gefur alla vinninga auk ţess ađ gefa img_9839_1226816.jpgţátttakendum skákbúđanna glađning á kvöldvökunni. Fjölniskrakkar voru duglegastir og fljótastir ađ skrá sig í skákbúđirnar enda nýtur Skákdeild Fjölnis stuđnings Gúmmívinnnustofunnar Skipholti sem greiđir 75% af ţátttökugjaldi Fjölniskrakka.

Međ stuđningi viđ Skákdeild Fjölnis vill Grafarvogsbúinn Sturla Pétursson minnast afa síns og alnafna sem á löngum skákferli kom ađ ţjálfun barna og unglinga. Sturla yngri telur barna-og unglingastarf Skákdeildar Fjölnis mjög í anda afa síns. Lagt verđur af stađ í Sturlubúđir međ rútu á laugardagsmorgni kl. 10:00 frá Umferđarmiđstöđinni og ţátttakendur sem ţađ kjósa verđa teknir upp í N1 viđ Ártúnshöfđa.


Róbert sigrađi á Friđriksmótinu í Vin

1

Róbert Lagerman sigrađi á bráđskemmtilegu og vel skipuđu Friđriksmóti, sem Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn stóđu ađ á mánudag í tilefni af Skákdegi Íslands. Róbert hlaut 5,5 vinning af 6 mögulegum og varđ sjónarmun á undan Lenku Ptacnikova sem fékk vinninga. Í ţriđja sćti varđ Gunnar Freyr Rúnarsson.

IMG_0064

Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, varđ 79 ára á sunnudag og var Skákdagur Íslands nú haldinn í ţriđja sinn honum til heiđurs. Sjálfur er meistarinn staddur í Berlín ásamt konu sinni, en góđur hópur kom saman í Vin á mánudag og ţar var sannarlega teflt í anda hins sókndjarfa meistara.

IMG 0068

Kristjana Guđmundsdóttir Motzfeldt var heiđursgestur mótsins og lék fyrsta leikinn í skák Gunnars Björnssonar og Lenku, eftir setningarávarp Halldóru Pálsdóttur verkefnastjóra í Vin. Keppendur voru fjórtán en ýmsir góđir gestir lögđu leiđ sína í Vin til ađ fylgjast međ. Í ţeim hópi voru m.a. Jóhann Hjartarson stórmeistari og stigahćsti skákmađur Íslands og Hrannar Björn Arnarsson fv. forseti SÍ.

IMG 0081

Róbert hlaut í sigurlaun gjafabréf fyrir tvo í Ţjóđleikhúsiđ, Lenka hreppti metsölubókina ,,Lćknirinn í eldhúsinu" og Gunnar Freyr fékk í sinn hlut ,,Ár drekans", hina pólitísku spennusögu Össurar Skarphéđinssonar. Ţá fékk hinn ungi og efnilegi Gauti Páll Jónsson bókina ,,Eldur" í verđlaun, en Gauti var hársbreidd frá ţví ađ komast á verđlaunapall.

IMG 0072

Í leikhléi var ađ vanda bođiđ upp á gómsćtar veitingar. Góđur andi ríkti á ţessu móti, einsog jafnan í Vin. Ţar eru ćfingar alla mánudaga klukkan 13, en teflt er í Vin á hverjum degi. Ţar eru allir hjartanlega velkomnir.

Myndaalbúm (HJ) 


Sóley Lind og Nansý Davíđsdóttir Íslandsmeistarar stúlkna

 

P1010141

 

Íslandsmót stúlkna fór fram í húsnćđi Skáksambandsins og Skákskólans á sjálfan Skákdag Íslands, 26. janúar sl. Teflt var í ţremur flokkur, eldri flokki (8.-10. bekkur), yngri flokki (1.-7. bekkur) og peđaskák. Sóley Lind Pálsdóttir sigrađi í eldri flokki eftir harđa baráttu, Nansý  Davíđsdóttir í yngri flokki mjög örugglega og Sólveig Bríet í peđaskákinni. Á Skákdaginn iđađi Faxafeniđ af lífi og teflt í nánast öllum rýmum!

Eldri flokkur - metţátttaka!

 

P1010156

 

Tíu stúlkur tóku ţátt í eldri flokki sem er metţátttaka. Ţar tapađi Sóley Lind Pálsdóttir fljótlega fyrir Hildi Berglindi Jóhannsdóttir en fór eftir í ţađ í mikiđ stuđ og vann allar skákir sem eftir voru.

Ţađ dugđi til ađ komast fremst í mark međ 8 vinninga í 9 skákum. Hildur Berglind og Ásta Sóley Júlíusdóttir urđu jafnar međ 7 vinninga en Hildur hafđi annađ sćtiđ eftir stigaútreikning.

Lokastađan:

  • 1. Sóley Lind Pálsdóttir 8 v. af 9
  • 2. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 7 v.
  • 3. Ásta Sóley Júlísdóttir 7 v.
  • 4.-6. Tara Sóley Mobee, Sólrún Freygarđsdóttir og Sigrún Linda Baldursdóttir 5 v.
  • 7. Sonja María Friđriksdóttir 4 v.
  • 8. Freyja Dögg Delecva 3 v.
  • 9. Dóra Valgerđur Óskarsdóttir 1 v.
  • 10. Tinna Björk Rögnvaldsdóttir 0 v.

Yngri flokkur - Nansý međ yfirburđi

 

P1010138

 

Ţađ kom engum á óvart ađ Nansý skyldi vinna međ yfirburđum. Hún vann allar sínar skákir, sjö talsins, og flestar nokkuđ örugglega. Önnur međ 5˝ vinning varđ Svava Ţorsteinsdóttir og ţriđja varđ Freyja Birkisdóttir međ 4˝ vinning.

Lokastöđuna má nálgast á Chess-Results.

Peđaskákin

 

P1010101

 

Fimm ungar skákstelpur tóku ţátt í peđaskákinni. Ţar hlaut Sólveig Bríet fullt hús vinninga og nafna hennar Sólveig Freyja varđ önnur međ 3 vinninga.

Allir keppendur mótsins voru leystir út međ skákbókum! Landsliđsmađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson og Donika Kolica ađstođuđu viđ verđlaunaafhendingu.

Skákdagurinn

 

P1010124

 

Segja má ađ Faxafeniđ hafi iđađ af skáklífi. Mótiđ í yngri flokknum fór fram í Skákskólasalnum, eldri flokkurinn fór fram á skrifstofu SÍ og peđaskákin í anddyrinu. Í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur fór svo fram sjöunda umferđ Skákţings Reykjavíkur.  Ţessu til viđbótar tefldu Guđmundur Gíslason og Halldór Grétar Einarsson flýtta skák í Nóa Síríus mótinu og Hjörvar Steinn var međ Vigni Vatnar í einkatíma. Kom ţá rishćđ Skáksambandsins sér vel!

 

P1010147

 

Skáksambandiđ leggur áherslu á stelpuskák á árinu og er ţátttakan í ţessum mótiđ gleđiefni. Um nćstu helgi hefst svo stelpunámskeiđ í Skákskólanum ţar sem ţegar er komin ţónokkur skráning sem stendur enn yfir.

 

P1010125

 

Mótshaldiđ var í höndum Stefáns Bergssonar og Gunnars Björnssonar.

Myndaalbúm (SSB og GB)


Meistaramót Skákfélags Sauđárkróks

Meistaramót Skákfélags Sauđárkróks hefst á morgun, ţriđjudaginn 28. janúar, í Safnahúsinu á Sauđárkróki kl 20:00. Tefldar verđa 5 umferđir og verđa ţćr tefldar nćstu ţriđjudaga. Mótinu líkur undir lok febrúarmánađar. Teflt verđur eftir tímamörkunum 90 mín + 30 sek. Hćgt er ađ skrá sig til leiks í netfanginu unnar.ingvarsson@gmail.com Ćskilegt er ađ slíkt sé gert međ fyrirvara.

Hjáseta verđur leyfđ í einni af ţremur fyrstu umferđunum. Tilkynning um slíkt verđur ađ berast fyrir röđun nćstu umferđar.

Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra og alţjóđlegra skákstiga og teflt verđur eftir skákreglum FIDE.

Á mótinu verđur teflt međ nýjum stafrćnum skákklukkum sem Sparisjóđur Skagafjarđar hefur fćrt klúbbnum ađ gjöf.


Helgi Ólafsson tefldi fjöltefli á Skákdaginn í Borgarnesi.

Fjöltefl í BorgarnesiÁ skákdaginn tefldi Helgi Ólafsson klukkufjöltefli viđ 11 manns á Hyrnutorgi í Borgarnesi. Helgi vann tíu skákir og gerđi eitt jafntefli en ţví náđi Bjarni Sćmundsson.

Urđu úrslitin eftirfarandi:

  • 1.  Róbert Mar Jónsson 0
  • 2.  Arnar Leó Helgason 0
  • 3.  Elínóra Ýr Kristjánsdóttir 0
  • 4.  Ingibergur Valgarđsson 0
  • 5.  Valgarđ Ingibergsson 0
  • 6.  Bjarni Sćmundsson ˝
  • 7.  Finnur Ingólfsson 0
  • 8.  Tinna Kristín Finnbogadóttir 0
  • 9.  Elsa María Kristínardóttir 0
  • 10.Sćmundur Bjarnason 0
  • 11.Unnar Ţór Bachmann0

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8764697

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband