Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2014

Skákćvintýri í Stykkishólmi um nćstu helgi. Stefnir í mikla páskaeggjaveislu á Skákmóti Árnamessu

Árnamessa 2014Nćsta barna-og unglingaskákmót verđur Skákmót Árnamessu sem öllum áhugasömum grunnskólakrökkum er bođiđ ađ vera međ á og verđur haldiđ í 5. sinn í grunnskólanum Stykkishólmi laugardaginn 29. mars og hefst kl. 13:00. Fariđ verđur međ rútu frá BSÍ og N1 Ártúnsbrekku kl. 10:00 og komiđ heim um kvöldmatarleitiđ. Fararstjórar í rútunni. Verđlaunađ verđur í ţremur flokkum; eldri flokk, yngri flokk og landsbyggđarflokk. Veitt verđa stúlknaverđlaun og ţeim skákkrakka sem kemur lengstan img_1500_1231006.jpgveg á mótiđ. 

Verđlaunaflóđ: 

  • 12 stk. páskaegg,
  • Skemmtisigling um Breiđafjörđ
  • 5 bolir sem vinningshafar velja sýnar eigin ljósmyndir á
  • 5 bollar sem vinningshafar velja sýnar eigin ljósmyndir á
  • 5 pítsugjafabréf
  • 5 bíómiđar Laugarásbíó
  • Húfur frá 66°N ofl.

Spennandi spurningakeppni skákfélaga í skákhléi. Ţriggja manna liđ. Eignargripur í verđlaun.

Ţátttökugjald, rútuferđ og veitingar kostar 2000 kr og ber ađ greiđa í upphafi ferđar. Ţeir sem koma sér beint á mótsstađ greiđa 500 kr. Skákstjórar verđa ađ venju ţeir Helgi Árnason og Páll Sigurđsson.

Skráning er hafin á skaksamband@skaksamband.is og í síma 568 9141. 


Hrađkvöld GM Hellis í kvöld

Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 24. mars nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Skákţáttur Morgunblađsins: Ungu skákmennirnir bćttu sig verulega á Reykjavíkurmótinu

IMG 0018Kínverjinn Li Chao er sigurvegari Reykjavíkurskákmótsins sem lauk í Hörpu á miđvikudaginn eftir spennandi lokaumferđ. Li Chao hlaut 8 ˝ vinning af 10 mögulegum. Kínverjar eru stórveldi í skákinni og ađ fulltrúi ţeirra skuli vinna ţetta mót kemur ekki á óvart. Sennilega hefur komiđ á óvart ađ greinarhöfundur sem lítiđ hefur teflt undanfariđ skyldi eiga möguleika á efsta sćtinu en í lokaumferđinni var efsta sćtiđ undir í harđri baráttuskák viđ Kanadamanninn Eric Hansen. Taktík ţeirrar viđureignar var ađ tefla frekar ţurrt í ţeirri von ađ andstćđingurinn myndi sprengja sig. En í skákinni var ákveđnu jafnvćgiVignir Vatnar i banastuđi ekki raskađ og úr varđ einhverskonar störukeppni sem endađi međ ţví ađ keppendur slíđruđu sverđin eftir mikil uppskipti. Undirritađur var ţví fyrir vikiđ í 2.-5. sćti ásamt Hollendingnum Robin Van Kampen, Eric Hansen og Litháanum Eduardas Rosentalis, allir međ 8 vinninga. Í humátt á eftir komu m.a. Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson međ 7 ˝ vinning.

Lokaúrslitin ađ öđru leyti bera međ sér ađ margir af okkar ungu skákmönnum bćttu sig verulega. Hinn 11 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson hćkkađi mest allra eđa um 55 elo-stig. Félagar hans í sigurliđi Íslands á NM í skólaskák hćkkuđu flestir heilmikiđ, Jón Kristinn Ţorgeirsson, Oliver Jóhannesson, Dagur Ragnarsson, Hilmir Freyr Heimisson og Nökkvi Sverrisson og einnig ungir skákmenn á hrađri uppleiđ, Gauti Páll Jónsson, Símon Ţórhallsson, Dagur Andri Friđgeirsson og Birkir Karl Sigurđsson svo nokkrir séu nefndir. Ţá stóđ Lenka Ptacnikova sig frábćrlega.

HjörvarNýjasti stórmeistari Íslendinga Hjörvar Steinn Grétarsson átti gott mót en lykilinn ađ árangrinum fann hann í 9. umferđ er honum tókst ađ leggja ađ velli 2. borđs mann Englendinga frá síđasta Ólympíumóti:

Hjörvar Steinn Grétarsson - Gawain Jones

Pirc-vörn

1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 a6 5. a4 Bg7 6. Dd2 O-O 7. Rf3 Bg4 8. Be2 Rc6 9. O-O e5 10. d5 Re7 11. g3

Sérstćđur leikur en 11. a5 lá beinast viđ. Eftir 11. ... Rd7 á hvítur 12. Rg5.

11. ... Bd7 12. Dd3 h6 13. Rd2 Rg4 14. Bxg4 Bxg4 15. f4 Dd7 16. fxe5 dxe5 17. Rb3 Hab8 18. Rc5 Dd8 19. Rd1 Bh3 20. Hf3 Bg4 21. Hf1 Bh3 22. Hf3 a5

Jafntefli kemur ekki til greina.

23. Rf2 Bc8 24. Hd1 b6 25. Rb3 g5 26. h3 Rg6?!

Riddarinn er fremur óvirkur ţarna. Mun betra var 26. ... f5 strax.

27. Rd2 Bd7 28. b3 h5 29. Rc4 Bh6 30. Bc1 Dc8 31. Re3!

Eftir ađ hvítur nćr ađ hertaka f5-reitinn á svartur afar erfitt um vik. 31. ... Bxh3 strandar á 32. Rxh3 Dxh3 33. Rf5! Kh7 34. g4! Dxg4 Hg3 og drottningin á engan reit.

31. ... g4 32. hxg4 Bxe3 33. Dxe3 Bxg4

gojs52s0.jpg34. Dh6!

Ţrumuleikur sem hótar 35. Bg5. Svartur er varnarlaus gagnvart ţeirri hótun.

34. ... Bxf3 35. Bg5!

Sá kostur ađ láta drottninguna af hendi međ 35. ... Dd8 var ekki fýsilegur.

35. ... f5 36. Dxg6+ Kh8 37. Dh6 Kg8 38. Dg6 Kh8 39. Bf6 Hxf6 40. Dxf6 Kg8 41. Hd3 fxe4 42. Dg6 Kf8 43. Hc3! c5 44. dxc6 Dc7 45. Rxe4 Bxe4 46. Dxe4 Hd8 47. Df3+ Ke7

Eđa 47. ... Df7 48. Dxf7+ Kxf7 49. c7 Hc8 50. Kf2 og endatafliđ er auđunniđ.

48. Dxh5 Dd6 49. Dh7+ Ke8 50. Dg8+ Ke7 51. Dg7+ Ke8 52. Hf3 Dc5+ 53. Kh2 Hd1 54. Dg8+ Ke7 55. Hf7+ Ke6 56. Dg6+ Kd5 57. Hd7+

- og loks gafst Gawain Jones upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16. mars 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Álfhólsskóli varđi Íslandsmeistaratitil barnaskólasveita

 

Íslandsmeistarar Álfhólsskóla 2014

Eins og Morgunblađiđ fjallar um í helgarblađi sínu hefur skákiđkun barna aukist mjög á síđustu árum. Ţađ sást heldur betur á Íslandsmóti barnaskólasveita um helgina en 49 sveitir tóku ţátt sem er nćst mesta ţátttaka frá upphafi. Ţrátt fyrir ţađ vantađi nokkrar sveitir og komst sveit Brekkuskóla frá Akureyri ekki á mótsstađ sökum mikillar ófćrđar. Fyrirfram mátti búast viđ nokkrum sveitum í toppbaráttunni. Ţađ kom á daginn og eftir fyrri keppnisdag voru margar sveitir viđ toppinn en Íslandsmeistararnir í Álfhólfsskóla höfđu ţó tveggja vinninga forskot á Hraunvallaskóla og Rimaskóla.

 

Í sjöttu umferđ mćttust Álfhólsskóli og Hraunvallaskóla. Álfhólsskóli vann ţá viđureign 3-1 eftir ţó nokkrar sviptingar. Í sjöundu umferđ lögđu ţeir svo ađra hönd á bikarinn međ sannfćrandi sigri á Rimaskóla 3-1. Hörđuvallaskóli hefur á ađ skipa harđskeyttri sveit leiddri áfram af Vigni Vatnari Stefánssyni. Sveit skólans náđi einum og hálfum vinningi af Álfhólsskóla í áttundu og nćst síđustu umferđ og settu ţar međ mikla spennu í mótiđ ţar sem Rimaskóli vann sína viđureign 4-0.

Fyrir lokaumferđina hafđi ţví Álfhólsskóli einn og hálfan vinning í forskot á Rimaskóla. Erfitt verkefni beiđ Álfhólsskóla í síđustu umferđinni ţegar sveitin tefldi viđ Ölduselsskóla sem hefur á ađ skipa sterkri sveit og sérstaklega eru efstu tvö borđin sterk međ Mykael Kravchuk og Óskar Víking Davíđsson. Fór svo ađ Óskar vann sína skák og kom Ölduseli ţannig yfir í viđureigninni. Taugar Álfhólsskólamanna héldu ţó vel og höfđu ţeir viđureignina 2.5-1.5 sem dugđi til sigurs.

Álfhólsskóli er ţví Íslandsmeistari barnaskólasveita 2014 og ţađ ţriđja áriđ í röđ! Sveit Rimaskóla varđ í öđru sćti og vann sér ţannig rétt til ţátttöku á NM barnaskólasveita rétt eins og Álfhólsskóli en keppnin fer fram á Íslandi í haust. Hörđuvallaskóli tók svo bronsiđ eftir harđa baráttu. Munar ţar mikiđ um árangur Vignis Vatnars sem tapađi ađeins hálfum vinningi niđur.

Álfhólsskóli er vel ađ sigrinum kominn. Gríđarlega gott utanumhald er um alla skákiđkun og kennslu í skólanum. Metnađarfullir skákmenn, sterkur foreldrahópur og einstakur ţjálfari í Lenku Ptacniková sem á mikinn heiđur skiliđ fyrir framlag sitt til skákuppbyggingar í Kópavogi. Sveitin mun endurnýjast töluvert á nćsta ári en Felix Steinţórsson og Guđmundur Agnar Bragason tefldu nú á sínu síđasta Íslandsmóti barnaskólasveita. Ţeir kappar hafa heldur betur skilađ sínu á síđustu árum.

Íslandsmeistarar Álfhólsskóla

1. Felix Steinţórsson

2.  Guđmundur Agnar Bragason

3. Halldór Atli Kristjánsson

4. Róbert Luu

Liđstjóri: Lenka Ptácníková

 

Silfursveit Rimaskóla

1. Nansý Davíđsdóttir

2. Kristófer Halldór Kjartansson

3. Joshúa Davíđsson

4. Mikel Maron Torfason

v. Róbert Orri Árnason 

Liđsstjóri: Hjörvar Steinn Grétarsson

 

Bronssveit Hörđuvallaskóla

1. Vignir Vatnar Stefánsson

2. Sverrir Hákonarson

3. Arnar M. Heiđarsson

4. Stephan Briem

v. Andri Harđarson

Liđsstjóri: Gunnar Finnsson

 

Besta B-sveitin: Salaskóli B

Besta C-sveitin: Rimaskóli C

Besta D-sveitin: Rimaskóli D

Besta E-sveitin: Salaskóli E

Besta F-sveitin: Salaskóli F

Besta G-sveitin: Salaskóli G

Efsta stúlknasveitin: Rimaskóli C

 

Efstu sveitir skipađar nemendum í 1.-4. bekk

1. Rimaskóli D

2. Salaskóli E

3. Ingunnarskóli B

 

Borđaverđlaun:

1. borđ: Vignir Vatnar Stefánsson Hörđuvallaskóla 8.5/9

2. borđ: Guđmundur Agnar Bragason Álfhólsskóla, Árni Ólafsson Hlíđaskóla, Helgi Svanberg Jónsson Hraunvallaskóla og Óskar Víkingur Davíđsson Ölduselsskóla allir međ 7/9

3. borđ: Joshúa Davíđsson Rimaskóla 8/9

4. borđ: Róbert Luu Álfhólsskóla 8.5/9

Mótiđ heppnađist vel í alla stađi. Rimaskóla eru fćrđar ţakkir fyrir samstarfiđ en ţar er starfsfólk og foreldrar orđiđ ansi vant ađ hjálpa til viđ skákmót og liđlegheitin í fyrirrúmi. Liđsstjórum sveitanna er sérstaklega ţakkađ fyrir frábćr störf um helgina. Íslandsmót grunnskólasveita fer fram eftir tvćr vikur ađ Stóru-Tjörnum í Ţingeyjarsýslu.

Lokastöđu mótsins má nálgast á Chess-Results.

Fleiri myndir vćntanlegar.

 


Anand međ vinningsforskot eftir hörkuumferđ

Anand (2770) er í hörkuformi á ákskorendamótinu sem nú er í gangi í Khanty Mansiesk í Síberíu. Í dag vann hann Topalov (2785). Ţađ vantađi ekki óvćntu úrslitin ţví Mamedyarov (2757) vann Aronian (2830) og Karjakin hafđi betur gegn Kramnik (2787). Anand hefur nú vinningsforskot á Aronian.

Kramnik, Karjakin og Mamedyarov eru í 3.-5. sćti. Frídagur er á morgun.

Stađan:

Rank NameRtgFEDPtsRes.victSB
1GMAnand Viswanathan2770IND60325,75
2GMAronian Levon2830ARM50322,00
3GMKramnik Vladimir2787RUS2220,50
4GMKarjakin Sergey2766RUS219,50
5GMMamedyarov Shakhriyar2757AZE˝318,75
6GMSvidler Peter2758RUS4217,00
7GMAndreikin Dmitry2709RUS4˝117,75
8GMTopalov Veselin2785BUL0116,75

 

 


WOW air mótiđ: Úthlutun bođssćta

Fariđ hefur veriđ yfir fjölda umsókna um bođssćti á Wow air mótinu.  Valiđ var erfitt, enda fjölmargir mjög frambćrilegir skákmenn sem sóttu um.  Viđ ţökkum öllum ţeim sem sóttu um sćtin og hvetjum ţá sem ekki komust ađ ađ ţessu sinni eindregiđ til ađ sćkja aftur um ađ ári, hafi ţeir ţá ekki ţegar náđ tilskyldum mörkum til ţátttöku.

Eftirtaldir skákmenn hafa veriđ valdir til ađ fylla bođssćtin sex í Wow air mótinu:

1. Oliver Aron Jóhannesson (2115)

Ţađ var ekki flókiđ ađ veita ţessum pilti sćti í A flokk.  Oliver er einn af okkar allra efnilegustu skákmönnum og hefur ţrátt fyrir ungan aldur náđ eftirtektarverđum árangri viđ skákborđiđ.  Of langt mál yrđi ađ rekja öll afrek hans en nefna má ađ Oliver var valinn íţróttamađur Fjölnis 2013, varđ hrađskákmeistari Reykjavíkur 2013 og áriđ áđur náđi hann ţriđja sćti á HM áhugamanna í Porto Carras.  Viđ bjóđum Oliver velkominn í A flokk Wow air mótsins.

2. Dagur Ragnarsson (2105)

Dagur líkt og Oliver er mikiđ efni.  Hann er margfaldur Norđurlandameistari í skólaskák međ sveit Rimaskóla og varđ Íslandsmeistari í skólaskák 2012. Dagur hefur sýnt ţađ á síđustu misserum ađ hann á fullt erindi í A flokkinn, nú seinast međ mjög góđri frammistöđu á Reykjavík Open.  Viđ bjóđum Dag velkominn í A flokk Wow air mótsins.

3. Vignir Vatnar Stefánsson (1844)

Vigni ţarf vart ađ kynna. Ţrátt fyrir mjög ungan aldur (11) er afrekalistinn orđinn mjög langur og trúlega er Vignir eitt mesta skákefni sem komiđ hefur fram á Íslandi.  Hann er margfaldur Íslandsmeistari og Reykjavíkurmeistari í sínum aldursflokki, Norđurlandameistari í fyrra, og hlaut silfurverđlaunin í ár.  Hann hefur veriđ ađ sýna styrk langt yfir 2000 stigin á mótum undanfariđ og ţađ var ekki erfiđ ákvörđun ađ veita honum sćti í B flokk Wow air mótsins. Viđ bjóđum hann velkominn ţangađ!

4. Gauti Páll Jónsson (1620)

Gauti Páll var í sveit TR sem varđ Íslandsmeistari unglingasveita 2013 og hefur teflt mikiđ undanfariđ.  Fáir eru jafnáhugasamir um skák og styrkur hans viđ skákborđiđ er á hrađri uppleiđ.  Hann tefldi afskaplega vel á Reykjavíkurmótinu ţar sem hann var međ stigaárangur upp á nćr 2000 stig og 40 stig komu í hús.  Viđ bjóđum Gauta Pál velkominn í B flokk Wow air mótsins.

5. Björgvin Smári Guđmundsson (1960)

Björgvin hefur látiđ sig skákmál á suđurlandi miklu varđa seinustu ár og er núverandi formađur og skákmeistari Skákfélags Selfoss og nágrenins.  Hann náđi eftirtektarverđum árangri á Bođsmóti GM Hellis í ár (r.p. tćp 2200 stig) ţar sem hann gerđi m.a. jafntefli viđ Lenku og sigrađi Eina Hjalta.  Viđ bjóđum Björgvin sérstaklega velkominn í B flokk Wow air mótsins.

6. Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1600)

Veronika er stúlknameistari T.R. og Reykjavíkur, ásamt ţví ađ hafa teflt á 2. borđi í sigursveit Taflfélagsins á Íslandsmóti unglingasveita.  Hún tefldi í ár á Gibraltar Open ţar sem hún stóđ sig feykilega vel og var međ stigaárangur uppá yfir 2000 stig.  Veronika teflir mikiđ, er í augljósri framför og verđur glćsilegur fulltrúi kvenţjóđarinnar í B flokki Wow air mótsins.


Álfhólsskóli efstur eftir fyrri hluta Íslandsmót barnaskólasveita

P1010400Íslands- og Norđurlandameistarar Álfhólsskóla eru efstir eftir fyrri hluta Íslandsmóts barnaskólasveita sem hófst í dag í Rimaskóla. Hraunvallaskóli og Rimaskóli eru í 2.-3. sćti, tveimur vinningum á eftir meisturunum. Gríđarleg barátta er um tvö efstu sćtin sem gefa keppnisrétt á Norđurlandamótinu í haust sem fram fer í hérlendis en skammt erí nćstu liđ.

Gríđarleg ţátttaka var á mótinu en 50 liđ tóku ţátt. Enn P1010434stendur ţví ţátttökumetiđ frá 2009 ţegar 51 liđ tóku ţátt en tćpt var ţađ.

Rétt er ađ taka fram ađ lendi félög í jöfn í efsta eđa nćstefsta sćti verđur teflt til úrslita um ţau sćti síđar vegna ţeirra réttinda sem ţeim fylgir.

Stađa efstu liđa:

  • 1. Álfhólsskóli 17,5 v.
  • 2.-3. Hraunvallaskóli 15,5 og Rimaskóli 15,5 v.
  • 4.-5. Laugarlćkjaskóli og Ölduselsskóli 14,5 v.
  • 6.-7. Hörđuvallaskóli og Salaskóli 14 v.
  • 8. Kelduskóli 13,5 v.

Heildarstöđuna má finna á Chess-Results.

Mótinu verđur framhaldiđ á morgun og hefst taflmennskan kl. 11.


Anand og Arionian efstir á áskorendamótinu

Anand (2770) og Aronian (2830) eru efstir međ 5 vinninga ađ lokinni áttundu umferđ áskorendamótsins sem fram fór í dag. Kramik (2787) er ţriđji međ 4,5 vinning en baráttan virđist vera á milli ţessara ţriggja.

 


Stađan:


RankSNo. NameRtgFEDPtsRes.victSB
16GMAnand Viswanathan2770IND5220,25
27GMAronian Levon2830ARM5˝318,75
34GMKramnik Vladimir2787RUS0217,25
45GMMamedyarov Shakhriyar2757AZE212,25
52GMKarjakin Sergey2766RUS3113,00
63GMSvidler Peter2758RUS213,50
71GMAndreikin Dmitry2709RUS114,75
 8GMTopalov Veselin2785BUL114,75

 


Stefnir í metţátttöku á Íslandsmóti barnaskólasveita í Rimaskóla í dag

Ţađ stefnir í metţátttöku á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fer í dag í Rimaskóla. Nú eru 53 sveitir skráđar til leiks en ţátttökkumetiđ er frá 2010ţegar 51 sveit tók ţátt í Smáralindinni. Vegna ţessa gífurlega áhuga á mótinu eru liđsstjórar beđnir um ađ vera mjög aktívir og ađstođa mótshaldara á allan mögulegan hátttil ađ mótiđ geti gengiđ sem best fyrir sig.

Búast má viđ gríđarlega spennandi keppni. Keppnin var einstaklega spennandi í fyrra en ţá náđi Álfhólsskóli forystunni af Rimaskóla í lokaumferđinni og tryggđi sér ţar međ Íslandsmeistaratitilinn. Hörđuvallaskóli endađi í ţriđja sćti. Gera má ráđ fyrir ađ allir ţessir skólar berjist um titilinn en svo má ekki gleyma sveitum Hraunvallaskóla og Ölduselsskóla sem eru til alls líklegir.

Keppnin hefst kl. 13 og ţá verđa tefldar fimm umferđir. Á morgun verđa tefldar fjórar síđustu umferđirnar en ţá hefst taflmennskan kl. 11.

Chess-Results


Einar Hjalti međ fullt hús á hrađkvöldi

Einar Hjalti Jensson sigrađi örugglega á hrađkvöldi GM Hellis sem fram fór 17.  mars sl. Einar Hjalti sigrađi alla andstćđinga sín sjö ađ tölu og vann hrađkvöldiđ örugglega. Nćst komu Elsa María Kristínardóttir og Kristinn Sćvaldsson međ 4,5v en Elsa María var hćrri á stigum og hlaut ţví annađ sćtiđ og Kristinn ţađ ţriđja. Í lok hrađkvöldsins dró Einar Hjalti í happdrćttinu og nú kom talan 8 sem Gunnar Nikulásson hafđi og fengu ţeir báđir gjafamiđa á Saffran.

Nćsta ćfing í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verđur mánudaginn 24. mars kl. 20 og ţá verđur einnig hrađkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

RöđNafnVinn.TB1
1Einar Hjalti Jensson 725,5
2Elsa Maria Kristínardóttir4,515
3Kristinn Sćvaldsson4,512,3
4Eiríkur K. Bjornsson416
5Kristján Halldórsson 411,5
6Vigfús Vigfússon 411
7Hörđur Jónasson 410
8Gunnar Nikulásson48
9Jökull Jóhannsson 2,53,5
10Jóhann Helgason 2,53,5
11Björgvin Kristbergsson 10,5

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 22
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 8765541

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 126
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband