Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ungu skákmennirnir bćttu sig verulega á Reykjavíkurmótinu

IMG 0018Kínverjinn Li Chao er sigurvegari Reykjavíkurskákmótsins sem lauk í Hörpu á miđvikudaginn eftir spennandi lokaumferđ. Li Chao hlaut 8 ˝ vinning af 10 mögulegum. Kínverjar eru stórveldi í skákinni og ađ fulltrúi ţeirra skuli vinna ţetta mót kemur ekki á óvart. Sennilega hefur komiđ á óvart ađ greinarhöfundur sem lítiđ hefur teflt undanfariđ skyldi eiga möguleika á efsta sćtinu en í lokaumferđinni var efsta sćtiđ undir í harđri baráttuskák viđ Kanadamanninn Eric Hansen. Taktík ţeirrar viđureignar var ađ tefla frekar ţurrt í ţeirri von ađ andstćđingurinn myndi sprengja sig. En í skákinni var ákveđnu jafnvćgiVignir Vatnar i banastuđi ekki raskađ og úr varđ einhverskonar störukeppni sem endađi međ ţví ađ keppendur slíđruđu sverđin eftir mikil uppskipti. Undirritađur var ţví fyrir vikiđ í 2.-5. sćti ásamt Hollendingnum Robin Van Kampen, Eric Hansen og Litháanum Eduardas Rosentalis, allir međ 8 vinninga. Í humátt á eftir komu m.a. Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson međ 7 ˝ vinning.

Lokaúrslitin ađ öđru leyti bera međ sér ađ margir af okkar ungu skákmönnum bćttu sig verulega. Hinn 11 ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson hćkkađi mest allra eđa um 55 elo-stig. Félagar hans í sigurliđi Íslands á NM í skólaskák hćkkuđu flestir heilmikiđ, Jón Kristinn Ţorgeirsson, Oliver Jóhannesson, Dagur Ragnarsson, Hilmir Freyr Heimisson og Nökkvi Sverrisson og einnig ungir skákmenn á hrađri uppleiđ, Gauti Páll Jónsson, Símon Ţórhallsson, Dagur Andri Friđgeirsson og Birkir Karl Sigurđsson svo nokkrir séu nefndir. Ţá stóđ Lenka Ptacnikova sig frábćrlega.

HjörvarNýjasti stórmeistari Íslendinga Hjörvar Steinn Grétarsson átti gott mót en lykilinn ađ árangrinum fann hann í 9. umferđ er honum tókst ađ leggja ađ velli 2. borđs mann Englendinga frá síđasta Ólympíumóti:

Hjörvar Steinn Grétarsson - Gawain Jones

Pirc-vörn

1. d4 d6 2. e4 Rf6 3. Rc3 g6 4. Be3 a6 5. a4 Bg7 6. Dd2 O-O 7. Rf3 Bg4 8. Be2 Rc6 9. O-O e5 10. d5 Re7 11. g3

Sérstćđur leikur en 11. a5 lá beinast viđ. Eftir 11. ... Rd7 á hvítur 12. Rg5.

11. ... Bd7 12. Dd3 h6 13. Rd2 Rg4 14. Bxg4 Bxg4 15. f4 Dd7 16. fxe5 dxe5 17. Rb3 Hab8 18. Rc5 Dd8 19. Rd1 Bh3 20. Hf3 Bg4 21. Hf1 Bh3 22. Hf3 a5

Jafntefli kemur ekki til greina.

23. Rf2 Bc8 24. Hd1 b6 25. Rb3 g5 26. h3 Rg6?!

Riddarinn er fremur óvirkur ţarna. Mun betra var 26. ... f5 strax.

27. Rd2 Bd7 28. b3 h5 29. Rc4 Bh6 30. Bc1 Dc8 31. Re3!

Eftir ađ hvítur nćr ađ hertaka f5-reitinn á svartur afar erfitt um vik. 31. ... Bxh3 strandar á 32. Rxh3 Dxh3 33. Rf5! Kh7 34. g4! Dxg4 Hg3 og drottningin á engan reit.

31. ... g4 32. hxg4 Bxe3 33. Dxe3 Bxg4

gojs52s0.jpg34. Dh6!

Ţrumuleikur sem hótar 35. Bg5. Svartur er varnarlaus gagnvart ţeirri hótun.

34. ... Bxf3 35. Bg5!

Sá kostur ađ láta drottninguna af hendi međ 35. ... Dd8 var ekki fýsilegur.

35. ... f5 36. Dxg6+ Kh8 37. Dh6 Kg8 38. Dg6 Kh8 39. Bf6 Hxf6 40. Dxf6 Kg8 41. Hd3 fxe4 42. Dg6 Kf8 43. Hc3! c5 44. dxc6 Dc7 45. Rxe4 Bxe4 46. Dxe4 Hd8 47. Df3+ Ke7

Eđa 47. ... Df7 48. Dxf7+ Kxf7 49. c7 Hc8 50. Kf2 og endatafliđ er auđunniđ.

48. Dxh5 Dd6 49. Dh7+ Ke8 50. Dg8+ Ke7 51. Dg7+ Ke8 52. Hf3 Dc5+ 53. Kh2 Hd1 54. Dg8+ Ke7 55. Hf7+ Ke6 56. Dg6+ Kd5 57. Hd7+

- og loks gafst Gawain Jones upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 16. mars 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 32
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 221
  • Frá upphafi: 8766223

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 184
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband