Leita í fréttum mbl.is

Álfhólsskóli varđi Íslandsmeistaratitil barnaskólasveita

 

Íslandsmeistarar Álfhólsskóla 2014

Eins og Morgunblađiđ fjallar um í helgarblađi sínu hefur skákiđkun barna aukist mjög á síđustu árum. Ţađ sást heldur betur á Íslandsmóti barnaskólasveita um helgina en 49 sveitir tóku ţátt sem er nćst mesta ţátttaka frá upphafi. Ţrátt fyrir ţađ vantađi nokkrar sveitir og komst sveit Brekkuskóla frá Akureyri ekki á mótsstađ sökum mikillar ófćrđar. Fyrirfram mátti búast viđ nokkrum sveitum í toppbaráttunni. Ţađ kom á daginn og eftir fyrri keppnisdag voru margar sveitir viđ toppinn en Íslandsmeistararnir í Álfhólfsskóla höfđu ţó tveggja vinninga forskot á Hraunvallaskóla og Rimaskóla.

 

Í sjöttu umferđ mćttust Álfhólsskóli og Hraunvallaskóla. Álfhólsskóli vann ţá viđureign 3-1 eftir ţó nokkrar sviptingar. Í sjöundu umferđ lögđu ţeir svo ađra hönd á bikarinn međ sannfćrandi sigri á Rimaskóla 3-1. Hörđuvallaskóli hefur á ađ skipa harđskeyttri sveit leiddri áfram af Vigni Vatnari Stefánssyni. Sveit skólans náđi einum og hálfum vinningi af Álfhólsskóla í áttundu og nćst síđustu umferđ og settu ţar međ mikla spennu í mótiđ ţar sem Rimaskóli vann sína viđureign 4-0.

Fyrir lokaumferđina hafđi ţví Álfhólsskóli einn og hálfan vinning í forskot á Rimaskóla. Erfitt verkefni beiđ Álfhólsskóla í síđustu umferđinni ţegar sveitin tefldi viđ Ölduselsskóla sem hefur á ađ skipa sterkri sveit og sérstaklega eru efstu tvö borđin sterk međ Mykael Kravchuk og Óskar Víking Davíđsson. Fór svo ađ Óskar vann sína skák og kom Ölduseli ţannig yfir í viđureigninni. Taugar Álfhólsskólamanna héldu ţó vel og höfđu ţeir viđureignina 2.5-1.5 sem dugđi til sigurs.

Álfhólsskóli er ţví Íslandsmeistari barnaskólasveita 2014 og ţađ ţriđja áriđ í röđ! Sveit Rimaskóla varđ í öđru sćti og vann sér ţannig rétt til ţátttöku á NM barnaskólasveita rétt eins og Álfhólsskóli en keppnin fer fram á Íslandi í haust. Hörđuvallaskóli tók svo bronsiđ eftir harđa baráttu. Munar ţar mikiđ um árangur Vignis Vatnars sem tapađi ađeins hálfum vinningi niđur.

Álfhólsskóli er vel ađ sigrinum kominn. Gríđarlega gott utanumhald er um alla skákiđkun og kennslu í skólanum. Metnađarfullir skákmenn, sterkur foreldrahópur og einstakur ţjálfari í Lenku Ptacniková sem á mikinn heiđur skiliđ fyrir framlag sitt til skákuppbyggingar í Kópavogi. Sveitin mun endurnýjast töluvert á nćsta ári en Felix Steinţórsson og Guđmundur Agnar Bragason tefldu nú á sínu síđasta Íslandsmóti barnaskólasveita. Ţeir kappar hafa heldur betur skilađ sínu á síđustu árum.

Íslandsmeistarar Álfhólsskóla

1. Felix Steinţórsson

2.  Guđmundur Agnar Bragason

3. Halldór Atli Kristjánsson

4. Róbert Luu

Liđstjóri: Lenka Ptácníková

 

Silfursveit Rimaskóla

1. Nansý Davíđsdóttir

2. Kristófer Halldór Kjartansson

3. Joshúa Davíđsson

4. Mikel Maron Torfason

v. Róbert Orri Árnason 

Liđsstjóri: Hjörvar Steinn Grétarsson

 

Bronssveit Hörđuvallaskóla

1. Vignir Vatnar Stefánsson

2. Sverrir Hákonarson

3. Arnar M. Heiđarsson

4. Stephan Briem

v. Andri Harđarson

Liđsstjóri: Gunnar Finnsson

 

Besta B-sveitin: Salaskóli B

Besta C-sveitin: Rimaskóli C

Besta D-sveitin: Rimaskóli D

Besta E-sveitin: Salaskóli E

Besta F-sveitin: Salaskóli F

Besta G-sveitin: Salaskóli G

Efsta stúlknasveitin: Rimaskóli C

 

Efstu sveitir skipađar nemendum í 1.-4. bekk

1. Rimaskóli D

2. Salaskóli E

3. Ingunnarskóli B

 

Borđaverđlaun:

1. borđ: Vignir Vatnar Stefánsson Hörđuvallaskóla 8.5/9

2. borđ: Guđmundur Agnar Bragason Álfhólsskóla, Árni Ólafsson Hlíđaskóla, Helgi Svanberg Jónsson Hraunvallaskóla og Óskar Víkingur Davíđsson Ölduselsskóla allir međ 7/9

3. borđ: Joshúa Davíđsson Rimaskóla 8/9

4. borđ: Róbert Luu Álfhólsskóla 8.5/9

Mótiđ heppnađist vel í alla stađi. Rimaskóla eru fćrđar ţakkir fyrir samstarfiđ en ţar er starfsfólk og foreldrar orđiđ ansi vant ađ hjálpa til viđ skákmót og liđlegheitin í fyrirrúmi. Liđsstjórum sveitanna er sérstaklega ţakkađ fyrir frábćr störf um helgina. Íslandsmót grunnskólasveita fer fram eftir tvćr vikur ađ Stóru-Tjörnum í Ţingeyjarsýslu.

Lokastöđu mótsins má nálgast á Chess-Results.

Fleiri myndir vćntanlegar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 30
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 219
  • Frá upphafi: 8766221

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 182
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband