Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2014

Lenka í banastuđi í Teplice - vann stórmeistara í gćr

Lenka í TepliceLenka Ptácníková (2264) heldur áfram ađ standa sig frábćrlega á opna skákmótinu í Teplice í Tékklandi. Í gćr í sjöttu umferđ vann hún úkraínska stórmeistarann Eduard Andreev (2492). Lenka hefur 5 vinninga og er í 3.-7. sćti. 

Hannes tapađi í gćr fyrir pólskum alţjóđlegum meistara (2418) og hefur 4 vinninga. Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2005) tapar og vinnur til skiptist og hefur 3 vinninga.

Lenka verđur í beinni útsendingu í dag sem hefst kl. 14. Ţá teflir hún viđ hollenska stórmeistarann Dimitry Reinderman (2617).

Alls taka 160 keppendur ţátt frá 23 löndum. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 15 alţjóđlegir meistarar. Hannes er nr. 10 í stigaröđ keppenda og Lenka er nr. 39.



Sumarnámskeiđ Skákskólans hefjast í nćstu viku

Skákakademía Reykjavíkur og Skákskóli Íslands efna til tveggja skáknámskeiđa í sumar fyrir krakka fćdda 2001-2007. Hvort námskeiđ er vika í senn.

Hvenćr? Fyrra námskeiđiđ verđur kennt 23. - 27. júní.

Seinna námskeiđiđ verđur kennt 30. júní - 4. júlí.

Skipt verđur í stelpuflokk og strákaflokk. Kennt verđur alla virka daga vikunnar. Stelpuflokkur er frá 09:30 - 10:30 og strákaflokkur frá 10:40-11:40.

Fyrir hverja? Námskeiđin eru sérstaklega ćtluđ ungum skákkrökkum, fćddum 2001-2007, sem hafa ćft skák í vetur í skólanum sínum, hjá taflfélögunum eđa Skákskóla Íslands. Allir eru ţó velkomnir en ţurfa ađ kunna mannganginn og skák og mát. Hámarksţátttökufjöldi er 20 á hvert námskeiđ. Skipt verđur í nokkra hópa í hverjum tíma eftir kunnáttu og reynslu.

Hvađ verđur kennt? Áhersla verđur lögđ á áćtlanagerđ og ákvarđanatökur auk ţess sem fariđ verđur yfir skákbyrjanir. Kennt verđur 45mín. í hverjum tíma og teflt í 15mín. međ áherslu á efni tímans.

Hvar? Skákskóla Íslands Faxafeni 12.

Hverjir kenna? Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari, Stefán Bergssonskákkennari, Siguringi Sigurjónsson skákkennari, Björn Ívar Karlssonskákkennari og Ingibjörg Edda Birgisdóttir skákkennari. Ţá mun kvennalandsliđ Íslands koma ađ ćfingunum. Í hverjum tíma verđa 3-4 kennarar.

Hvađ kostar? Eitt námskeiđ er á 6.000 kr. en séu bćđi tekin kosta ţau samtals 10.000 kr. Systkinaafsláttur er 50%.

Skráning? skakakademia@skakakademia.is Fram ţarf ađ koma nafn ţátttakenda og fćđingarár. Nafn og kennitala greiđanda. Enn er opiđ fyrir skráningu.


Magnus Carlsen efstur á heimsmeistaramótinu í hrađskák

Í dag fór fram fyrri dagur heimsmeistaramótsins í hrađskák. Ađ loknum 11 umferđum er Magnus Carlsen efstur međ 9 vinninga. Í 2.-3. sćti međ 8,5 vinning eru Georg Meier og Nakamura. Góđ stađa ţessa ţess fyrrnefnda vekur óneitanlega athygli. Anand og Caruana hafa 7,5 vinning en Aronian hefur ađeins 6,5 vinning.

Á morgun verđa tefldar umferđir 12.-21. Taflmennskan hefst kl. 11 í fyrramáliđ og hćgt er ađ fylgjast međ mótinu í beinni.

Heimasíđa mótanna


Magnus Carlsen heimsmeistari í atskák

Magnus Carlsen (2881) bćtti enn einni rósinni hnappagatiđ ţegar hann sigrađi á Heimsmeistaramótinu í hrađskák sem lauk í dag í Dubai. Carlsen hlaut 11 vinninga í 15 skákum og varđ hálfum vinningi fyrir ofan Caruana (2791), Anand (2785), Aronian (2815) og Morozevich (2731). Nćstu tvo daga fer svo fram Heimsmeistaramótiđ í hrađskák. Ţađ verđur fróđlegt ađ sjá hvort Carlsen bćti enn einum heimsmeistaratitlinum viđ í safniđ.

Hćgt er ađ fylgjast međ mótinu í beinni en ţađ hefst kl. 11 í fyrramáliđ.

Heimasíđa mótanna


Hannes og Lenka í hópi efstu manna í Teplice

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2540) byrjađi afar vel á alţjóđlegu móti í Teplice í Tékklandi og vann fjórar fyrstu skákirnar. Í dag tapađi hann fyrir bandaríska stórmeistaranum Daniel Naroditsky (2559) og hefur 4 vinninga. Lenka Ptácníková (2264) hefur einnig byrjađ glimrandi. Hún hefur einnig fjóra vinninga en í dag vann hún tékkneska alţjóđlega meistarann Lukas Cernousek (2456). Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2005) tapađi og hefur 2 vinninga. 

Hannes verđur í beinni útsendingu á morgun en ţá teflir hann viđ pólskan alţjóđlegan meistara.

Alls taka 160 keppendur ţátt frá 23 löndum. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 15 alţjóđlegir meistarar. Hanns er nr. 10 í stigaröđ keppenda.

Dagur endađi međ 4,5 vinning

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2390) átti ekki gott mót á Albena í Búlgaríu sem lauk í dag. Dagur hlaut 4,5 vinning í 9 skákum og endađi í 76.-95. sćti. Frammistađa hans samsvarađi 2145 skákstigum og lćkkar hann um 25 skákstig fyrir hana.


Björn Jónsson endurkjörinn formađur TR

Björn Jónsson - formađur TRAđalfundur Taflfélags Reykjavíkur var haldinn fyrir skömmu í salarkynnum félagsins og var mćting góđ ađ vanda. Björn Jónsson var endurkjörinn formađur TR međ lófaklappi sem ţykir til marks um blómlegt starf félagsins á síđasta starfsári undir skeleggri forystu Björns.

Tveir nýjir stjórnarmenn hlutu brautargengi á fundinum, ţeir Gauti Páll Jónsson og Birkir Bárđarson. Ţeir koma í stađ Ţorsteins Stefánssonar og Ólafs Ásgrímssonar sem ganga úr stjórn.

Í ađalstjórn félagsins fyrir nćsta starfsár voru kosnir ţeir Björn Jónsson, Ríkharđur Sveinsson, Ţórir Benediktsson, Bragi Thoroddsen, Ţorsteinn Olaf Sigurjónsson, Kjartan Maack og Gauti Páll Jónsson.

Í varastjórn félagsins fyrir nćsta starfsár voru kosin ţau Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir, Áslaug Kristinsdóttir, Torfi Leósson og Birkir Bárđarson.



Landsmót 50+ á Húsavík - Skráningarfrestur rennur út annađ kvöld

Margir hafa skráđ sig til keppni á Landsmót 50+ sem fram fer um komandi helgi, 20-22 júní á Húsavík. Lokađ hefur veriđ fyrir skráningu í Boccia og Bogfimi, en í ađrar greinar hefur skráningarfresturinn veriđ framlengdur til miđnćttis annađ kvöld, miđvikudagskvöld 18. júní og ţar á međal í skák. Allir sem eru fćddir 1964 eđa fyrr geta tekiđ ţátt í mótinu. Keppni í skák, sem fer fram í Borgarhólsskóla, hefst kl 13:00 laugardaginn 21. júní og stendur fram eftir degi. Tefldar verđa 25 mín skákir og fer umferđafjöldin eftir ţátttöku.  Hermann Ađalsteinsson er mótssjóri.

Landsmót 50+

Allir sem skrá sig til keppni VERĐA ađ koma viđ hjá mótsstjórn sem er stađsett á Grćnatorginu í íţróttahúsinu á Húsavík og fá ţar keppnisgögn og armbönd og greiđa keppnisgjaldiđ hafi ţeir ekki gert ţađ í gegnum skráningarsíđu UMFÍ. Eins er hćgt ađ skrá sig til leiks í skák á laugardaginn á Grćnatorginu og fá armbönd. Keppnisgjaldiđ er 3.500 kr og gildir skráningin líka í allar ađrar greinar sem keppt er í á mótinu. Ţađ skal tekiđ sérstaklega fram ađ enginn fćr ađ keppa nema sýna armböndin.

Skráning fer fram hér


Góđ byrjun fyrsta borđs manna Íslands í Teplice

Lenka í TepliceStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2540) er međ fullt hús ađ loknum ţremur umferđum á opnu móti sem nú er í gangi í Teplice í Tékklandi. Lenka Ptácníková (2264), stórmeistari kvenna, hefur 2,5 vinning og hefur m.a. gert jafntefli viđ stigaháan alţjóđlegan meistara (2482). Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2005), ţriđji íslenski keppandinn, hefur hlotiđ 1 vinning.

Hannes verđur í beinni útsendingu á sjálfan ţjóđarhátíđardaginn kl. 14 ţar sem hann teflir viđ ţýska alţjóđlega meistarann Sebastian Pliscki (2422).

Alls taka 160 keppendur ţátt frá 23 löndum. Ţar af eru 16 stórmeistarar og 15 alţjóđlegir meistarar. Hanns er nr. 10 í stigaröđ keppenda.


Fjöltefli viđ útitafliđ í dag

Guđmundur og HjörvarEins og síđustu ár stendur Skákakademía Reykjavíkur fyrir fjöltefli á 17. júní viđ útitafliđ í Lćkjargötu. Ađ ţessu sinni verđa ţađ landsliđsmennirnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Guđmundur Kjartansson sem tefla viđ gesti, en Guđmundur er nýkrýndur Íslandsmeistari eins og alkunna er.

Hefja ţeir félagar tafliđ um 14:00 og stendur ţađ til 16:00. Engin skráning, bara mćta.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 210
  • Frá upphafi: 8765225

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 118
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband