Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2014

Hrađkvöld Hugins fer fram í kvöld

Skákfélagiđ Huginn heldur hrađkvöld mánudaginn 16. júní nk. og hefst tafliđkl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Frú Sigurlaug sem Einar Hjalti Jensson tefldi fyrir sigrađi á Mjóddarmótinu

Einar Hjalti Jensson sem tefldi fyrir Frú Sigurlaugu og Oliver Aron Jóhannesson sem tefldi fyrir Landsbankann urđu efstir og jafnir međ 6v á Mjóddarmótinu sem fram fór laugardaginn 14. júní. sl. Einar Hjalti hafđi svo sigur í mótinu međ einu stigi meira en Oliver Aron. Í 3. sćti, međ 5,5 vinning, varđ Davíđ Kjartansson (Efling stéttarfélag )

41 skákmađur tók ţátt sem gerir ţetta Mjóddarmót eitt ţađ fjölmennast sem haldiđ hefur veriđ. Mótiđ fór vel fram og var afar jafnt og spennandi og réđust úrslitin ekki fyrr en í lokaumferđinni, Ađstćđur voru á skákstađ voru međ ágćtum en ţađ var skýjađ en úrkomulaust svo ţađ sást ágćtlega ţegar röđun í umferđir og stöđunni var varpađ á hvítan vegginn í göngugötunni í Mjódd.

Lokastađan á Mjóddarmótinu:

Röđ     Nafn                                                                             Vinn. M-Buch.

  1. Frú Sigurlaug, Einar Hjalti Jensson,                             6         22.0
  2. Landsbankinn hf, Oliver Aron Jóhannesson,        6         21.0
  3. Efling stéttarfélag, Davíđ Kjartansson,                     5.5      21.5
  4. GM Einarsson, Sigurđur Dađi Sigfússon,                 5         21.0
  5. Lyfjaval i Mjódd, Örn Leó Jóhannsson,                     5         19.5
  6. Sorpa, Arnaldur Loftsson,                                                 5         18.0
  7. Valitor, Bragi Halldórsson,                                               5         18.0
  8. Lyf og Heilsa, Guđmundur Gíslason,                          4.5      26.0
  9. Prinsinn söluturn, Hjörvar Steinn Grétarsson,    4.5      22.5
  10. Íslandsbanki, Gunnar Freyr Rúnarsson,                   4.5      16.5
  11. Íslandspóstur, Gylfi Ţórhallsson,                                  4         24.0
  12. Slökkviliđ Höfudborgarsv., Dagur Ragnarsson,    4         23.5
  13. Suzuki bílar, Jón Trausti Harđarson,                           4         22.0
  14. Hjá Dóra, Ţorvarđur Fannar Ólafsson,                      4         21.0
  15. Ökuskólinn i Mjódd, Ţór Valtýsson,                            4         19.5
  16. Nettó í Mjódd, Magnús Magnússon,                          4         19.5
  17. Einar Valdimarsson, HS Orka                                          4         19.5
  18. Kaupfélag Skagfirđinga, Vignir Vatnar Stefanss. 4         19.0
  19. Gauti Páll Jónsson,                                                                4         17.5
  20. ÍTR, Sigurđur Ingason,                                                          4         16.0
  21. Hörđur Aron Hauksson,                                                 3.5         15.0
  22. Finnur Kr. Finnsson,                                                          3.5         15.0
  23. Jón Úlfljótsson,                                                                     3.5        13.5
  24. Hjálmar Sigurvaldason,                                                       3         20.5
  25. Birkir Karl Sigurđsson,                                                         3        18.5
  26. Einar S. Einarsson,                                                                  3        17.5
  27. Gámaţónustan, Elsa María Kristínardóttir,          3        17.0
  28. Jón Víglundsson,                                                                    3        16.0
  29. Hörđur Jónasson,                                                                  3        14.5
  30. Sigurđur Freyr Jónatansson,                                          3         13.5
  31. Björgvin Krisbergsson,                                                    2.5        17.0
  32. Óskar Víkingur Daviđsson,                                           2.5       15.0
  33. Gunnar M. Nikulásson,                                                   2.5        14.0
  34. Kristinn Andri Kristinsson,                                             2          16.0
  35. Ásgeir Sigurđsson,                                                                2         15.0
  36. Ţorsteinn Magnússon,                                                       2         14.5
  37. Gunnar Friđrik Ingibergsson,                                         2         13.0
  38. Pétur Jóhannesson,                                                             2         12.5
  39. Stefán Orri Davíđsson,                                                    1.5       13.5
  40. Bjarki Arnaldarson,                                                            0.5       11.0
  41. Óskar Long Einarsson,                                                       0           6.5

Karjakin sigurvegari No Logo Norway Chess

Sergei Karjakin virđist vera afar sigursćll á Norway Chess mótinu ţví hann sigrađi á ţví í ár - annađ skiptiđ í röđ. Karjakin vann Caruana í lokaumferđinni. Carlsen sem vann Agdestein í lokaumferđinni varđ annar og Grischuk, sem vann Kramnik, varđ ţriđji.

Lokastöđu mótsins má nálgast hér

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Verđskuldađur sigur

IMG 0387Sigur Guđmundar Kjartanssonar í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands sem lauk um síđustu helgi virtist kom sumum á óvart, einkum ţeim sem horfa á elo-stig sem nánast óbrigđulan mćlikvarđa. Ţeir sem hafa veriđ ađ fylgjast međ Guđmundi undanfarin misseri vita ađ hann má vera hagsýnni í ákvörđunum. Ţar hefur hann enn verk ađ vinna en á Íslandsmótinu voru ţessir ţćttir ekki vandamál. Guđmundur tefldi best allra og sigurinn var sanngjarn og hefđi getađ orđiđ stćrri; í lokaumferđinni var hann peđi yfir í endatafli og hafđi allar forsendur til ađ halda áfram skákinni viđ Hjörvar Stein Grétarsson. En međ jafntefli sló hann tvćr flugur í einu höggi; varđ Íslandsmeistari og samhliđa datt inn áfangi ađ stórmeistaratitli. Lokastađan var ţessi:

1. Guđmundur Kjartansson 6 ˝ v. (af 9) 2.-3. Héđinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson 5 ˝ v. 4. - 5. Ţröstur Ţórhallsson og Henrik Danielsen 5 v. 6. Hjörvar Steinn Grétarsson 7. Helgi Áss Grétarsson 5 v. 8. - 9. Bragi Ţorfinnsson og Einar Hjalti Jensson 3 ˝ v. 10. Guđmundur Gíslason 2 v.

Henrik Danielsen tefldi betur en vinningatalan segir til um. Hannes og Héđinn reyna of oft ađ fá vinninga úr stöđum sem „tefla sig sjálfar". Stundum gengur ţađ upp; Einar Hjalti ratađi í stöđu gegn Hannesi, sem Bent Larsen fékk upp gegn Jens Enevoldsen áriđ 1956 eins og „ađvífandi áhorfandi" á hliđarlínunni var fljótur ađ benda á. Héđinn Steingrímsson reif sig upp um miđbik móts og átti góđa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en tapađi fyrir Helga Áss í nćstsíđustu umferđ. Hjörvar Steinn virtist missa móđinn eftir góđa byrjun.

Íslandsmeistaranum gekk sérlega vel međ Hollensku vörnina, vann bćđi Braga og Helga Áss. Sigurinn yfir Braga kom á besta tíma:

7. umferđ:

Bragi Ţorfinnsson - Guđmundur Kjartansson

Hollensk vörn

1. Rf3 f5 2. d3 Rc6 3. e4 e5 4. exf5 Rf6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Rxd4 7. Dxd4 d5 8. Rc3 Bxf5 9. Bg5 Bxc2!

Guđmundur mćtir hótun um langa hrókun - og eftir atvikum drottningarskák á e5 - međ ţessu bírćfna „peđsráni".

10. Kd2?!

Ekki var auđvelt ađ finna góđa leiki, t.d. 10. Bxf6 Dxf6! 11. Dxf6 gxf6 12. Rxd5 O-O-O! og hvíta stađan riđar til falls.

10. ... Bg6 11. He1 Kf7 12. Kc1 c6! 13. g4 Db6 14. Df4 Bb4!

Svartur er međ hartnćr unniđ tafl eftir ađeins 14 leiki!

15. Bxf6 gxf6 16. He3 Hae8 17. Bd3 Hxe3 18. Bxg6 hxg6 19. fxe3 Dc5 20. Kc2 Dd6

Guđmundur lćtur sér nćgja betra endatafl peđi yfir. Hann gat leikiđ 20. ... g5! 21. Dc7+ Kg6 međ vinningsstöđu eđa 21. Df3 Bxc3! 22. bxc3 Da3 o.s.frv.

21. h4 Dxf4 22. exf4 He8 23. Kd3 Bd6 24. Re2 He4 25. Hf1 c5 26. b3 b5 27. Rc3 Hd4 28. Kc2 a6 29. Re2 He4 30. Rc3 Hxf4 31. Hxf4 Bxf4 32. Rxd5 Be5 33. Kd3 Ke6 34. Re3 f5 35. gxf5 gxf5 36. a4 f4

g39shaq1.jpg( STÖĐUMYND )

37. Rg4?

Eftir ţennan leik knýr Guđmundur fram sigur. Eina vonin var ađ skjóta inn 37. axb5 ţar sem 37. ... fxe3 strandar á 38. bxa6 Bb8 39. Kxe3 og hvítur heldur jafntefli. En eftir 37. ... axb5 ćtti svartur ađ vinna.

37. ... c4+! 38. bxc4 bxa4

Međ frípeđ sitt á hvorum vćngnum er eftirleikurinn auđveldur.

39. Kc2 f3 40. h5 Bd4 41. h6 f2 42. Rxf2 Bxf2 43. Kb2 Kf7 44. Ka3 Kg6 45. Kxa4 Bb6 46. c5 Bd8 47. Kb4 Kxh6 48. Kc4 Kg6 49. Kd5 a5 50. c6 Bc7

- og Bragi gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 7. júní 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík um nćstu helgi

veggspj-50_2014-a4.jpgLandsmót UMFÍ 50+ sem haldiđ verđur á Húsavík 20. - 22. júní. Til hliđarer veggspjald međ upptalningu á greinum sem keppt verđur í (má stćkka međ ţví ađ tvíklikka).

Keppt verđur međal annars í Skák. Dagskrá og frekari upplýsingar eru inn á www.umfi.is

 


Mjóddarmót Hugins fer fram í dag

Mjóddarmótiđ fer fram laugardaginn 14. júní í göngugötunni í Mjódd.  Mótiđ hefst kl. 14 og er mótiđ öllum opiđ. Góđ verđlaun í bođi.  Á síđasta ári sigrađi Gámaţjónustan ehf en fyrir ţá tefldi Dađi Ómarsson.  Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.  Skráning fer fram í síma 866-0116 og á heimasíđu Hugins Ţátttaka er ókeypis!

Mjóddarmótiđ var fyrst haldiđ 1999 og hét ţá Kosningamót Hellis og fór fram á kjördegi. Á fyrsta mótinu sigrađi Hannes Hlífar Stefánsson sem tefldi fyrir Símvirkjann. Mótiđ fékk fljótlega nafniđ Mjóddarmót Hellis enda ekki hćgt ađ halda kosningamót á hverju ári og ekki var mögulegt ađ halda mótiđ á kjördegi eftir Taflfélagiđ Hellir flutti í núverandi húsnćđi. Núna tekur Skákfélagiđ Huginn viđ mótinu eftir sameiningu félaganna Gođans-Máta og Hellis undir nafni Hugins. 

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1. 15.000
  • 2. 10.000
  • 3.   5.000

Skráning:


Ţröstur, Stefán og Gunnar unnu í dag - allir í beinni í fyrramáliđ

Ţröstur Ţórhallsson (2425), Stefán Bergsson (2077) og Gunnar Björnsson (2063) unnu allir í áttundu og nćstsíđustu umferđ Portu Mannu-mótsins sem fram fór í Sardiníu í dag. Heimir Páll Ragnarsson (1423) tapađi sinni skák.

Ţröstur hefur 5,5 vinning, Stefán og Gunnar hafa 5 vinning og Heimir Páll hefur 3,5 vinning. Níunda og síđasta umferđ fer fram í fyrramáliđ og ţá verđa Ţröstur, Gunnar og Stefán allir í ţráđbeinni útsendingu. Eru íslenskir skákáhugamenn hvattir til ađ taka daginn snemma og vakna kl. 7 til ađ horfa á fulltrúa landans ađ tafli. Smile

Ţröstur mćtir danska stórmeistaranum Lars Schandorff (2524) en Gunnar og Stefán tefla viđ ítalska alţjóđlega meistara.

113 skákmenn taka ţátt frá 16 löndum. Ţröstur er sjötti í stigaröđ keppenda.


Kennimark Hugins og nýr vefur félagsins

Skákfélagiđ Huginn hefur eignast kennimark (logo) sem verđur framvegis kjarni sjónrćnna auđkenna félagsins.

Kennimarkiđ speglar metnađarfullt félagsstarf og ţau eilífu átök sem eiga sér stađ á skákborđinu, auk ţess ađ vísa til ţeirrar blöndu af baráttuanda, herkćnsku og háttvísi sem félagiđ vill hafa í öndvegi.

Enn fremur talar nafniđ Huginn sínu máli um hugvit og hugrekki sem prýđa má sérhvern iđkanda göfugrar íţróttar.

 

huginn brúnt og blátt

 

Nýja kennimarkiđ er í senn nútímalegt og sígilt. Ţađ kallast á viđ skjaldarmerki konunga og drottninga sem er vel viđ hćfi ţegar skák er annars vegar.

Merkiđ skírskotar jafnt til beggja kynja enda er ekki nokkur leiđ ađ skera úr um hvort mannveran í hertygjunum er karl í anda riddarasagna miđaalda eđa kvenhetja á borđ viđ Jóhönnu af Örk.

Höfundur kennimarksins er Kristján E, Karlsson, grafískur hönnuđur.

Nýr vefur Hugins

Jafnframt er kynnt til sögunnar ný heimasíđa Hugins ţar sem nálgast má upplýsingar um helstu viđburđi á vegum félagins ásamt öđru skáktengdu efni og fréttum.

Lögđ er áhersla á ađ upplýsingar séu ađgengilegar og notendavćnar í ţessum glugga Hugins ađ umheiminum. Sérstakir hnappar eru fyrir barnastarf og kvennastarftil ađ undirstrika áherslu félagsins á ađ sinna ţessum mikilvćgu ţáttum af kostgćfni.

Skákhuginn.is


Karjakin efstur fyrir lokaumferđ No Logo Norway Chess

Karjakin er efstur á No Logo Norway Chess eftir sigur Kramnik í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fór í gćr.  Topalov vann Agdestein en öđrum skákum lauk međ jafntefli.  Carlsen og Caruana eru í 2.-3. sćti hálfum vinningi á eftir Karjakin. Caruana mćtir Karjakin en Carlsen teflir viđ landa sinn Agdestein.

Lokaumferđin hefst fyrr en venjulega ađ kl. 12:30. Nigel Short og Dirk Jan Geuzendam međ skákskýringar í gegnum vefsíđu mótsins.



Ţröstur, Gunnar og Heimir Páll unnu í gćr

Ţröstur Ţórhallsson (2425), Gunnar Björnsson (2063) og Heimir Páll Ragnarsson (1423) unnu sínar skákir í sjöundu umferđ Portu Mannu-mótsins í Sardiníu sem fram fór í gćr. Stefán Bergsson (2077) tapađi fyrir ítalska stórmeistaranum Axel Rombaldonini (2501).

Ţröstur er efstur Íslendinganna međ 4,5 vinning, Stefán og Gunnar hafa 4 vinninga og Heimir Páll hefur 3,5 vinning.  Ni Hua (2653) er efstur međ 6,5 vinning en Lars Schandorff (2524) er kominn í annađ sćti međ 5,5 vinning eftir mikinn sprett í síđustu umferđum.

Ţröstur mćtir Ţjóđverjanum Andreas Hoenick (2133) í dag. Sú skák verđur beinni en umferđin hefst kl. 13.

Í gćr stóđu Gunnar og Stefán fyrir afar vel heppnađri skákspurningakeppni á skákstađ sem var ađ mestu leyti byggđ á eldri spurningum Sigurbjörns Björnssonar úr Reykjavík Open Pub Quiz en ţó ađlöguđ ađ ţörfum heimamanna og höfđ eitthvađ léttari.

Sigurvegarar eftir harđa baráttu voru Axel Rombaldoni og Íslandsvinurinn Luca Barillaro sem mćtti á skákstađ í gćr klćddur Hellisbúningi! Spurningar og svör gćrdagsins fylgja međ sem viđhengi.

113 skákmenn taka ţátt frá 16 löndum. Ţröstur er sjötti í stigaröđ keppenda.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765537

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband