Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Verđskuldađur sigur

IMG 0387Sigur Guđmundar Kjartanssonar í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands sem lauk um síđustu helgi virtist kom sumum á óvart, einkum ţeim sem horfa á elo-stig sem nánast óbrigđulan mćlikvarđa. Ţeir sem hafa veriđ ađ fylgjast međ Guđmundi undanfarin misseri vita ađ hann má vera hagsýnni í ákvörđunum. Ţar hefur hann enn verk ađ vinna en á Íslandsmótinu voru ţessir ţćttir ekki vandamál. Guđmundur tefldi best allra og sigurinn var sanngjarn og hefđi getađ orđiđ stćrri; í lokaumferđinni var hann peđi yfir í endatafli og hafđi allar forsendur til ađ halda áfram skákinni viđ Hjörvar Stein Grétarsson. En međ jafntefli sló hann tvćr flugur í einu höggi; varđ Íslandsmeistari og samhliđa datt inn áfangi ađ stórmeistaratitli. Lokastađan var ţessi:

1. Guđmundur Kjartansson 6 ˝ v. (af 9) 2.-3. Héđinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson 5 ˝ v. 4. - 5. Ţröstur Ţórhallsson og Henrik Danielsen 5 v. 6. Hjörvar Steinn Grétarsson 7. Helgi Áss Grétarsson 5 v. 8. - 9. Bragi Ţorfinnsson og Einar Hjalti Jensson 3 ˝ v. 10. Guđmundur Gíslason 2 v.

Henrik Danielsen tefldi betur en vinningatalan segir til um. Hannes og Héđinn reyna of oft ađ fá vinninga úr stöđum sem „tefla sig sjálfar". Stundum gengur ţađ upp; Einar Hjalti ratađi í stöđu gegn Hannesi, sem Bent Larsen fékk upp gegn Jens Enevoldsen áriđ 1956 eins og „ađvífandi áhorfandi" á hliđarlínunni var fljótur ađ benda á. Héđinn Steingrímsson reif sig upp um miđbik móts og átti góđa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en tapađi fyrir Helga Áss í nćstsíđustu umferđ. Hjörvar Steinn virtist missa móđinn eftir góđa byrjun.

Íslandsmeistaranum gekk sérlega vel međ Hollensku vörnina, vann bćđi Braga og Helga Áss. Sigurinn yfir Braga kom á besta tíma:

7. umferđ:

Bragi Ţorfinnsson - Guđmundur Kjartansson

Hollensk vörn

1. Rf3 f5 2. d3 Rc6 3. e4 e5 4. exf5 Rf6 5. d4 exd4 6. Rxd4 Rxd4 7. Dxd4 d5 8. Rc3 Bxf5 9. Bg5 Bxc2!

Guđmundur mćtir hótun um langa hrókun - og eftir atvikum drottningarskák á e5 - međ ţessu bírćfna „peđsráni".

10. Kd2?!

Ekki var auđvelt ađ finna góđa leiki, t.d. 10. Bxf6 Dxf6! 11. Dxf6 gxf6 12. Rxd5 O-O-O! og hvíta stađan riđar til falls.

10. ... Bg6 11. He1 Kf7 12. Kc1 c6! 13. g4 Db6 14. Df4 Bb4!

Svartur er međ hartnćr unniđ tafl eftir ađeins 14 leiki!

15. Bxf6 gxf6 16. He3 Hae8 17. Bd3 Hxe3 18. Bxg6 hxg6 19. fxe3 Dc5 20. Kc2 Dd6

Guđmundur lćtur sér nćgja betra endatafl peđi yfir. Hann gat leikiđ 20. ... g5! 21. Dc7+ Kg6 međ vinningsstöđu eđa 21. Df3 Bxc3! 22. bxc3 Da3 o.s.frv.

21. h4 Dxf4 22. exf4 He8 23. Kd3 Bd6 24. Re2 He4 25. Hf1 c5 26. b3 b5 27. Rc3 Hd4 28. Kc2 a6 29. Re2 He4 30. Rc3 Hxf4 31. Hxf4 Bxf4 32. Rxd5 Be5 33. Kd3 Ke6 34. Re3 f5 35. gxf5 gxf5 36. a4 f4

g39shaq1.jpg( STÖĐUMYND )

37. Rg4?

Eftir ţennan leik knýr Guđmundur fram sigur. Eina vonin var ađ skjóta inn 37. axb5 ţar sem 37. ... fxe3 strandar á 38. bxa6 Bb8 39. Kxe3 og hvítur heldur jafntefli. En eftir 37. ... axb5 ćtti svartur ađ vinna.

37. ... c4+! 38. bxc4 bxa4

Međ frípeđ sitt á hvorum vćngnum er eftirleikurinn auđveldur.

39. Kc2 f3 40. h5 Bd4 41. h6 f2 42. Rxf2 Bxf2 43. Kb2 Kf7 44. Ka3 Kg6 45. Kxa4 Bb6 46. c5 Bd8 47. Kb4 Kxh6 48. Kc4 Kg6 49. Kd5 a5 50. c6 Bc7

- og Bragi gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 7. júní 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.6.): 21
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765874

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 123
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband