Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

Haustmót SA hefst á sunnudag

Haustmót Skákfélags Akureyrar byrjar nú á sunnudaginn og hefst kl. 13. Ţá er teflt um meistaratitil félagsins, en mótiđ er einnig opiđ utanfélagsmönnum. Telfdar verđa ađ lágmarki 7 umferđir, en fjöldi umferđa rćđst af ţátttakendafjölda.  Teflt verđur á sunnudögum kl. 13 og miđvikudögum kl. 19.30. Ţáttökugjald er kr. 2.500 fyrir félagsmenn en kr. 3.000 fyrir utanfélagsmenn. Unglingar sem greiđa ćfingagjald greiđa ekkert fyrir ţátttökuna í ţessu móti, frekar en öđrum. Umhugsunartími verđur 90 mín. á skákina, auk ţess sem 30 sek. bćtast viđ tímann fyrir hvern leik.

Hćgt er ađ skrá sig á mótiđ međ ţví ađ senda tölvupóst á askell@simnet.is, en einnig er hćgt ađ skrá sig á skákstađ viđ upphaf fyrstu umferđar.


Stjórn SA endurkjörin á ađalfundi

Áskell teflir fjöltefli á HúsavíkAđalfundur Skákfélags Akureyrar var haldinn sl. sunnudag. Fram kom ađ rekstur félagsins hafđi gengiđ vel á nýliđnu starfsári og varđ nokkur afgangur af starfseminni í fyrsta sinn um nokkra hríđ.  Á skáksviđinu hafa skipst á skin og skúrir, en árangur félagsmanna í unglingaflokki hefur veriđ frábćr ţar sem ţeir Jón Kristinn og Mikael Jóhann urđur báđir tvöfaldir Íslandsmeistarar, hvor í sínum aldursflokki, auk ţess sem Jón Kristinn vann sigur í skákkeppni Unglingalandsmótsins á Egilsstöđum.

Formađur lýsti hinsvegar áhyggjum sínum af minnkandi ţátttöku á skákmótum og ţví ađ nokkrir virkir skákmenn hafa flust úr bćnum. Nokkrir skákmenn hafa sagt sig úr félaginu, en á fundinum voru 5 nýjir félagar teknir inn, ţar af 4 útlendir meistarar. 

Í ávarpi sínu í lok fundarins sagđi formađur ţađ verđa verkefni stjórnar ađ halda áfram hinu hefđbundna félagsstarfi og mótahaldi, en leita einnig leiđa til ađ efla enn barna- og unglingastarf og ađ lađa nýja krafta ađ félaginu. Mikiđ vćri af skákáhugamönnum sem vćru lítt virkir og kćmu sjaldan á skákfundi. Ţví ţyrfti ađ breyta.

Stjórn SA skipa: Áskell Örn Kárason, formađur, Smári Ólafsson, Árny Hersteinsdóttir, María Stefánsdóttir, Hjörleifur Halldórsson og Sigurđur Arnarson (varamađur).


Bein lýsing: Hellir - Bolungarvík: Lokastađan 3-3

Ponomariov - HannesBein lýsing verđur frá viđureign Hellismanna og Bolvíkinga sem hefst nú kl. 13.  Reynt verđur ađ uppfćra ţessa frétt um leiđ og ný tíđindi berast frá Slóveníu.

Jafntefli varđ í skák Hannesar og Stefáns sem og í skák brćđranna Björns og Braga.  Róbert vann Dag og Hjörvar vann Jón Viktor.  Ţröstur vann Sigurbjörn og Guđmundur vann Bjarna Jens.

 

3.17Hellir Chess Club3-3Bolungarvik Chess Club
1Stefansson Hannes2562˝:˝Kristjansson Stefan2485
2Thorfinnsson Bjorn2412˝:˝Thorfinnsson Bragi2427
3Gretarsson Hjorvar Steinn24421:0Gunnarsson Jon Viktor2422
4Bjornsson Sigurbjorn23490:1Thorhallsson Throstur2388
5Lagerman Robert23251:0Arngrimsson Dagur2353
6Kristinsson Bjarni Jens20330:1Gislason Gudmundur2295

 

 

 

 


Skákmót Hressra hróka fer fram 4. október

Hressir HrókarŢriđjudaginn 4. október nćstkomandi verđur skákmót haldiđ í tengslum viđ Geđveika daga í fjórđa sinn í Björginni.

Mćting á mótiđ er klukkan 12.45 og hefst mótiđ stundvíslega kl 13.00. Skráning á mótiđ fer fram međ tölvupósti á formann Hressra Hróka, Emil Ólafsson á krafturinn@gmail.com fyrir 1. október.

Ekkert ţátttökugjald er á mótiđ en ţátttakendum er skylt ađ mćta međ góđa skapiđ og muna ađ stćrsti sigurinn er ađ vera međ

Fyrirkomulag mótsins er eftirfarandi:

  • Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann.
  • Allir sem taka ţátt fá verđlaun.
  • Skákstjóri mótsins er Einar S. Guđmundsson

KR-rimma á Meistaravöllum - Viđeyjarundriđ sigrađi

IMG 6408KR-ingar slá ekki slöku viđ ţessa daganna, nýbúnir ađ landa Íslandsmeistaratitilinum í knattspyrnu eftir ađ hafa unniđ Bikarkeppnina fyrir stuttu síđan.  Sćl og mikil sigurvíma sveif yfir vötnunum ţegar 22 galvaskir skákvíkingar reyndu međ sér í gćrkvöldi um ţađ hver vćri ţeirra snjallastur í kappskák.

Tefldar voru hvorki meira né minna en 13 umferđir, sem reynir ekki bara á snilligáfuna heldur öllu meira á úthaldiđ. Svo fór ađ Guđfinnur R. Kjartansson bar sigur úr bítum, hlaut 11.5 vinning sem verđur ađ teljast bćrilega af sé vikiđ í ţessum hópi. Afar traustur og yfirvegađur skákmađur ţar á ferđ sem var gefiđ viđurnefniđ "Viđeyjarundriđ" í sćmdarskyni í fyrra eftir ađ hann skaut mörgum valinkunnum meistaranum aftur fyrir sig á öldungamótinu í Viđey.  Nú fékk hann ađ jafnhenda Íslandsbikarinn sem sigurlaun.  Önnur úrslit skv. međf. töflu.

Myndir (ESE)

 

image0 1

 


Örn sigrađi á hrađkvöldi

Örn StefánssonÖrn Stefánsson og Vigfús Ó. Vigfússon enduđu efstir og jafnir međ 5,5v í sjö skákum á jöfnu og spennandi hrađkvöldi Hellis sem haldiđ var 26. september. Eftir stigaútreikning var Örn úrskurđađur sigurvegari og í fyrsta skipti sem hann nćr ţessum áfanga á ţessum ćfingum. Ţriđja varđ svo Elsa María Kristínardóttir međ 5v. Segja má ađ úrslitin hafi ráđist í lokaumferđinni ţegar Örn gerđi jafntefli viđ Kjartan í baráttuskák eftir ađ hafa stađiđ höllum fćti og á međan gerđi Elsa jafntefli viđ Tjörva en Vigfús hafđi ţađ náđugt í lokaumferđinni á móti Björgvini.

Lokastađan:

Nr.  Nafn                                     V.      M-Buch. Buch. Progr.

 1.   Örn Stefánsson,                 5.5         17.5      23.5   23.5

 2.   Vigfús Ó. Vigfússon,           5.5         16.5      22.5   23.0

 3.   Elsa María Kristínardóttir,    5          18.0      24.0   19.5

 4.   Hjálmar Sigurvaldason,        4          18.0      24.0   13.0

 5.   Kjartan Már Másson,          3.5         20.0      26.0   10.5

 6.   Tjörvi Schiöth,                    3.5         17.5      23.5   16.5

 7.   Sveinn Gauti Einarsson,       3           18.5      25.5   12.0

 8.   Gunnar Nikulásson,              2          17.5       25.5   10.0

 9.   Björgvin Kristbergsson,        1           21.0      29.5    7.0


Íslensk viđureign í Slóveníu á morgun

Íslensku liđin Taflfélag Bolungarvíkur og Taflfélagiđ Hellir munu mćtast í 3. umferđ EM taflfélaga sem fram fer á morgun.   Ţar á međal mćtast brćđurnir Bragi og Björn Ţorfinnssynir á öđru borđi.  Skák.is mun reyna ađ fylgjast međ gangi mála eins og hćgt er en skákirnar eru ekki sýndar beint.

Liđ Bolvíkinga:

Bo. NameIRtgFED
1IMKristjansson Stefan2485ISL
2IMThorfinnsson Bragi2427ISL
3IMGunnarsson Jon Viktor2422ISL
4GMThorhallsson Throstur2388ISL
5IMArngrimsson Dagur2353ISL
6 Gislason Gudmundur2295ISL

Liđ Hellismanna:

Bo. NameIRtgFED
1GMStefansson Hannes2562ISL
2IMThorfinnsson Bjorn2412ISL
3FMGretarsson Hjorvar Steinn2442ISL
4FMBjornsson Sigurbjorn2349ISL
5FMLagerman Robert2325ISL
6 Kristinsson Bjarni Jens2033ISL

 

 


Grćnlenskir krakkar í heimsókn

Kalak 2011Nú á dögunum var hér á landi hópur grćnlenskra barna, ásamt kennurum og fylgdarliđi, í bođi Kalak vinafélags Íslands og Grćnlands.  Krakkarnir frá Grćnlandi koma frá litlum ţorpum á austurströnd landsins, og eru ţannig nćstu nágrannar Íslendinga í heiminum. Á ţessum slóđum eru engar sundlaugar og ţví kviknađi sú hugmynd fyrir fimm árum ađ bjóđa ţeim til Íslands og kynna ţau fyrir heitu, íslensku sundlaugarvatni.

Krakkarnir sćkja skóla í Kópavogi međan á Íslandsdvölinni Kalak 2011stendur, kynnast jafnöldrum sínum og íslensku samfélagi. Í flestum tilvikum er ţetta fyrsta utanlandsferđ grćnlensku krakkanna og ógleymanleg upplifun.

Nokkur hluti hópsins hefur sótt skákkennslu síđustu ár á Grćnlandi en ţćr heimsóknir hófust ađ frumkvćđi Hrafns Jökulssonar ásamt öđrum međlimum Hróksins. Skákakademía Reykjavíkur ákvađ ţví ađ bjóđa hópnum upp á skákkennslu og var ţađ Björn Ívar, einn af kennurum Skákakademíunnar, sem heimsótti grćnlenska hópinn síđastliđinn fimmtudag. Krakkarnir voru gríđarlega áhugasamir og ţrátt fyrir töluverđa tungamálaörđugleika, einkum vegna slakrar dönskukunnáttu kennarans og drćmrar enskukunnáttu nemendanna, tókst öllum ađ gera sig
skiljanlega međ ađstođ eins af grćnlensku kennurunum. Eftir kennsluna var slegiđ upp fjöltefli ţar sem krakkarnir nutu samráđs hvors annars nokkrum borđum. Viđburđurinn tókst vel og er vonandi ađ viđ fáum ađ sjá meira af hinum bráđskemmtilegu grćnlensku börnum viđ skákborđiđ í
framtíđinni.


Jafntefli hjá Anand og Carlsen - Aronian vann Vallejo

AronianJafntefli varđ hjá Anand (2817) og Carlsen í fyrstu umferđ Stórslemmumótsins (Grand Slam) sem hófst í Sao Paulo í dag.  Aronian (2807) vann Vallejo (2716) en Nakamura (2753) og Kramnik (2791) gerđu jafntefli.  

Tefld er tvöföld umferđ.  Fyrri hlutinn fer fram í Sao Paulo í Brasilíu en sá síđari í Bilbao á Spáni. 

 


Hellir og TB steinlágu - Björn gerđi jafntefli viđ Motylev

Bćđi Bolvíkingar og Hellismenn steinlágu í 2. umferđ EM taflfélaga sem fram fór í dag í Rogaska Slatina í Slóveníu.  Hellismenn töpuđu fyrir rússnesku ofursveitinni Tomsk-400.  Björn Ţorfinnsson (2412) gerđi jafntefli viđ Alexander Motylev (2690) í mjög skemmtilegri skák ţar sem hann hafđi unniđ lengi vel en missti niđur í jafntefli.  Hjá Bolvíkingum, sem tefldu viđ sterka hvít-rússneska sveit gerđi Stefán Kristjánsson (2485) jafntefli viđ stórmeistarann Andrey Zhigalko (2555) en ađrir töpuđu.

Úrslit 2. umferđar:

2.7Tomsk-4005˝ - ˝Hellir Chess Club
1Ponomariov Ruslan27581 : 0Stefansson Hannes2562
2Motylev Alexander2690˝:˝Thorfinnsson Bjorn2412
3Areshchenko Alexander26721 : 0Gretarsson Hjorvar Steinn2442
4Bologan Viktor26571 : 0Bjornsson Sigurbjorn2349
5Kurnosov Igor26481 : 0Lagerman Robert2325
6Khismatullin Denis26351 : 0Kristinsson Bjarni Jens2033

 

2.13Vesnianka Gran5˝ - ˝Bolungarvik Chess Club
1Zhigalko Andrey2555˝:˝Kristjansson Stefan2485
2Teterev Vitaly25191 : 0Thorfinnsson Bragi2427
3Podolchenko Evgeniy24741 : 0Gunnarsson Jon Viktor2422
4Tihonov Jurij24481 : 0Thorhallsson Throstur2388
5Mochalov Evgeny V23791 : 0Arngrimsson Dagur2353
6Stupak Kirill25161 : 0Gislason Gudmundur2295


Skákir Íslendinganna frá umferđinni áđur munu ávallt fylgja međ fréttum mótsins.

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 124
  • Frá upphafi: 8765279

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband